16:30
Nú er komið að leiknum. Að sjálfsögðu allt vitlaust þegar fyrirliðinn labbaði inná með dæturnar þrjár og allur völlurinn söng lagið hans hástöfum, mósaíkmyndirnar auðvitað tókust fullkomlega.
Þvílíkur hávaði á vellinum og nýr borði á Kop.
Elska það að halda með þessu liði á svona stundum.
rykíaugum
16:20
Mér sýnist Anfield einfaldlega pakkfullur núna tíu mínútum fyrir leik.
Gerrard-fjölskyldan er mætt í boxið og við erum öll komin með vasaklútana. Síðasta færsla hér verður 16:30 og svo kemur stutt skýrsla um leikinn og síðan uppfærsla eftir að umfjöllun Lfc.tv lýkur að leik loknum.
Í dag koma fjölskyldur leikmanna inn á völlinn og farið verður í að þakka fyrir veturinn.
16:00
Pardew birtist með kampavínsflösku og afhenti fyrirliðanum í klefanum fyrir leik. Vel gert hjá Pardew sem þekkir það að gott vín getur glatt menn! Þegar Gerrard kom út að hita upp var honum vel fagnað af þeim sem mættir voru snemma í sín sæti.
Leikurinn í dag verður leikur Gerrard númer 709 fyrir liðið okkar og hann hefur nú skorað 185 mörk.
Þetta þýðir að hann er þriðji leikjahæstur í sögu félagsins okkar og sá fimmti markahæsti.
Þetta verður leikur númer 472 sem fyrirliði félagsins og þar trónir hann efstur, 55 leikjum meira en næsti maður. Líklega tala sem ekki verður svo glatt slegin út.
15:40
Guð Fowler er í viðtalinu við LFC.tv og menn eru bara hrærðir…verður eiginlega svolítið spennandi að sjá hvernig þessi leikur fer – gæti farið í allar áttir því fókusinn er ekki mikill.
Þar er líka verið að rifja það upp að hann er eini maðurinn í enskum fótbolta sem hefur skorað mark í úrslitaleikjum allra stóru keppnanna. Þ.e. í úrslitaleik FA-bikarsins og deildarbikarsins í Englandi, Europa League og Meistaradeildarinnar. Ekki nóg með það, liðið hans vann alla þessa úrslitaleiki svo hér er á ferð tölfræði sem aldrei verður slegin út, bara jöfnuð!
15:15
Nokkuð af “fyrstu” tölfræði um Steven Gerrard.
Fyrsti leikur Gegn Blackburn Rovers 28.nóv 1998, kom inná í uppbótartíma fyrir Vegard Heggem og lék í stöðu hægri bakvarðar.
Fyrsti leikur í byrjunarliði Gegn Tottenham 5.desember 1998, lék á hægri kanti í 2-1 sigri.
Fyrsta mark fyrir Liverpool Gegn Sheffield Wednesday í 4-1 sigri 5.desember 1999
Fyrsti leikur sem fyrirliði Liverpool Gegn Olimpija í UEFA bikarnum 15.október 2003. (opinber fyrirliði)
Fyrsta bikar lyft sem fyrirliði Meistaradeildarbikarinn í maí 2005.
Fyrsta brottvísun Gegn Everton í september 1999
Fyrsti landsleikur Gegn Úkraínu í maí 2000.
Fyrsti landsleiksmark í 1-5 sigri gegn Þjóðverjum í Munchen í september 2001.
14:50
Þá skulum við fara að gíra okkur almennilega í gang. Undanfarna daga hafa alls konar “video tribute” streymt inn á vefinn. Ég pikka hér inn tvö:
Fyrst eru hér 171 mörk á ferlinum han í réttri tímaröð, öll þau bestu en þetta tímabil er ekki með
Og svo er hérna býsna skemmtileg upprifjun á alls konar mómentum
Annars er orðið ljóst að okkar maður verður síðastur út á völlinn í dag. Bæði lið munu standa heiðursvörð fyrir hans og dætur hans eru “mascots” dagsins. Stemmingin á Park er víst SVAKALEG og reiknað er með að völlurinn skoppi í takt við lagið hans í allan dag.
Eldra
Hér er þá lögð af stað uppfærsla dagsins í dag, 16.maí sem verður hér bara nefndur Gerrard dagurinn.
Endilega hendið inn ykkar hugsunum á blað í athugasemdir og búum okkur til hashtagið #SG8kopis til að spjalla um mál málanna – our captain says farewell to his people.
Ég ætla að henda inn hlutum í gegnum daginn um Gerrard og síðan þegar kemur að leiknum þá mun ég skella inn byrjunarliðsuppstillingu á öðrum þræði en halda áfram að uppfæra þennan alveg fram að leik. Nýjast alltaf efst.
Hér ætla ég að velta okkur upp úr deginum sem snýst algerlega um Steven Gerrard og þá staðreynd að í dag gengur hann inn á Anfield á undan félögum sínum í síðasta sinn. Auðvitað viljum við vinna alla leiki en úr því sem komið er held ég að aðalmálið verði það að SG8 kveður.
Leikskýrsla dagsins mun snúast að mestu um það sem tengist fyrirliðanum þó auðvitað eitthvað komi inn um markaskorara og helstu atvik. Á morgun og mánudag höldum við svo áfram að velta okkur upp úr þessum leikmanni sem ég tel þann besta í sögu félagsins þegar á allt er litið.
Í dag hefur twitter logað af tributes um þennan magnaða mann. Ekki úr vegi að sýna hérna smá samantekt Echo frá því í morgun af nokkrum góðum tístum.
Ég er með kvíðahnút í maganum fyrir þessum áfanga…ég ætla bara að viðurkenna það. Illa leið mér þegar Carra kvaddi en þetta er bara eitthvað sem líkist engu…nema kannski þegar maður heyrði fréttirnar af brotthvarfi King Kenny.
Njótum dagsins.
Strax árið 2000 valdi ég Gerrard sem minn uppáhaldsleikmann (Suarez og Coutinho komu seinna) þegar liðið var einhvern veginn svona:
Westerweld – Carragher, Henchoz, Hyypiä, Matteo – Gerrard, Hamann, Redknapp, Berger – Owen, Camara.
Þetta voru margir hverjir hörkuleikmenn. Carrager, Skemmtilegur gotóttur svissneskur ostur og Hyypiä báru upp vörnina. Þvílík vörn. Gerrard, Hamann, Redknapp og Berger. Þvílík nöfn. Og svo var einn frábær í sókninni sem reyndist þó seinna meir flagð undir fögru skinni (RIP).
Steven Gerrard mikið hefur þú gefið mér mikla gleði í öll þessi ár. Fótbolti er frábær skemmtun.
YNWA
Mikið eru örlögin vond við mig í dag. Síðasti leikur Captain Fantastic á Anfield er á sama tíma og lokahóf handboltans í Gróttu, eftir besta tímabil í sögu handknattleiksdeildarinnar og félagsins, hvar hjarta mitt og tengslanet liggur djúpt. Ég verð á lokahófinu að njóta stórkostlegrar uppskeru vetrarins með mínu fólki, en síminn verður alloft tekinn upp til að kanna gang mála á Merseyside, það er alveg ljóst!
Maður er bara rétt að byrja að melta þessa tilhugsun, að Steven Gerrard verði ekki lengur hjá Liverpool. Margar af bestu stundum sem ég hef upplifað sem Liverpool aðdáandi og boltabulla almennt hafa komið beint úr smiðju hans. Mikið á ég eftir að sakna kappans…