Kop.is Podcast #83

Uppfært (Kristján Atli): Ég setti færsluna í loftið úr sumarbústað í gær en því miður skemmdist mp3-skráin í uppfærslu og því virkaði þátturinn ekki. Hér kemur þetta inn aftur og þátturinn virkar núna. Afsakið hlé!

Uppfært x3: Búið að laga skrána, hún er komin í eðlilega stærð núna! Þakka hjálpina og góð ráð.


Hér er þáttur númer áttatíu og þrjú af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 83. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Þessi þáttur er með öðruvísi sniði en venjulega. Þeir Maggi, SSteinn, Babú og Kristján Atli fóru í sumarbústað og tóku upp umræðurnar áður en þeir skelltu sér í grillið og heita pottinn.

Í þessum þætti ræddum við leikmennina frá A til Ö og þjálfaramálin og slúðrið að sjálfsögðu í leiðinni.

41 Comments

  1. Ég vek athygli á því að mp3-skráin að þessu sinni er rúmlega gígabæt! Vinsamlegast farið varlega við að hlaða henni niður. Ef einhver tæknilegur þarna úti veit hvernig við getum minnkað stærð skránnar væri aðstoð vel þegin. Endilega hafið samband ef þið þekkið lausn.

  2. Ef ég mætti velja framherja væri það Thomas Muller. Áhugavert að vita hvað hann væri fáanlegur fyrir mikið og hvort að á annað borð væri hægt að lokka hann til okkar. Að við séum ekki orðaðir við neina í heimsklassa í þessum framherjastöðum er algjörlega galið og gefur til kynna þetta metnaðarleysi og moneyball hugsun sem ríkir á leikmannamarkaðnum hjá klúbbnum.

    Ég vil heyra að það sé verið að ræða við forráðamenn STÓRLEIKMANNA. En vonandi verður Rodgers farinn í vikunni þótt ég efist stórlega um það. Menn fyrir ofan hann virðast vera nokkuð ánægðir samkvæmt fréttum undanfarið.

    Flott podcast!

  3. STÓRLEIKMENN eins og Thomas Müller, sem er að spila með einu af allra bestu liðum heims, fara ekki til liða sem eru ekki í Meistaradeildinni. Það er einföld staðreynd. Þess vegna verður Liverpool að leita að gimsteinum á lægra stigi. Stundum tekst það, eins og gerðist með Luis Suarez.

  4. Jújú það er alveg punktur fyrir sig, en það hefur sýnt sig að ef lið bjóða leikmanni nógu há laun mun hann líklega koma. Það hefur skapast mikið pláss fyrir launaháa menn síðustu ár eftir brottfarir Reina, Agger, Gerrard og Johnson. Það bara hlýtur að vera hægt að bjóða stórstjörnu nógu aðlaðandi laun til þess að hann komi. Held að plássið sé nægt til þess í fjármálum klúbbsins.

    Ég vísa einfaldlega til þess þegar að Manchester City hófu sína uppgöngu þökk sé olíujöfrunum. Þeir löðuðu til sín ýmsar stórstjörnur. Ég veit ekki betur en að Manchester City hafi á þeim tíma verið eitt mesta miðlungslið sem um hafði getið á þeim tíma. Menn komu vegna þess að þeim bauðst nógu há laun.

    Án þess að ég sé að líkja stöðu Liverpool við lið eins og Manchester City er samt alveg nógu stórt fé og launapláss til að forgangsraða kaupunum í stórnafn. Við værum ekki að stangast gegn reglum FFP með því að negla okkur í einn toppleikmann á 200.000 á viku.

  5. Sæl öll,

    BR verður áfram.

    Leikmenn sem fara: Gerrard, Enrique, Lambert, Borini, Johnson, Sterling (Real Madrid) og Allen.

    Liverpool verður að kaupa: GK, DL, DR (Clyne), DMC, AMC(Millner) og ST.

    Ég er ekki tilbúinn að gefa Balotelli upp á bátinn. Mér fannst ég skynja meiri vinnusemi og vott af samheldni núna undir lok tímabilsins. Ég vil ekki sjá Benteke til Liverpool.

  6. Mér finnst ótrúlegt að það sé ekkert linkað okkur við varnarsinnaðan miðjumann (DM). Sú staða á að vera í algjörum forgangi þar sem það var engin tenging millu varnar og miðju. Coutinho fengi t.d. mun meira frelsi ef við værum með DM, þá þyrfti hann ekki að hlaupa langt aftur.

    Samkvæmt því nýjasta að þá er Man Utd að fara ganga frá kaupum á Schneiderlin á 25mp. Ég hreinlega hristi hausinn þegar klúbburinn ákvað frekar að kaupa Lallana heldur en varnarsinnaðan miðjumann í ljósi þess að hann meiðist oft og Lucas er einfaldlega ekki áreiðanlegur.

  7. Voru menn búnir að sippa aðeins í sig þegar að þetta var tekið upp?

    Er Maggi virkilega að meina að bakverðir á Spáni þurfi ekki að verjast þegar að þeir eru að spila við kóna eins: Ronaldo, Messi, Bale, Benzema, Neymar, Suarez, James, Iniesta og marga fleiri frábæra sóknarmenn!

    Ég er klárlega team Moreno þó svo að hann hafi gert sín mistök þá er hann mikið efni og gæti orðið frábær bakvörður. Það er ansi hart að ætla að dæma hann sem mann sem virkar ekki í enska boltann eftir eitt tímabil hjá liði sem gat nánast ekki neitt.

  8. Sælir

    Hef ekki skrifað hérna áður en er mikill aðdáandi kop.is

    Mín tilfinnig er að síðasta tímabil er mikil vonbrigði eins og allir Lpool aðdáendur vita en mitt mat fyrir næsta season er klárt.
    Vara skeifa í GK,,, solid maður sem reyndir á Mignolet
    DR algjör skilyrði og backup fyrir Moreno, hann er ungur og hann verður betri eftir 1-árs lærdómsríkt tímabil.
    DMC – ég er gamall Lpool aðdáandi og ber mikla virðingu fyrir mönnum sem spila DMC því fyrir mitt leyti er þetta hjartað í öllum uppstillingum, maðurinn sem er ryksugan og hjálpar vörninni og brýtur upp skyndisóknir.
    MC-AMC – ef við höldum Sterling þá erum við vel mannaðir og Markovic á að fá að spila sóknardjarfari stöður en hefur verið að gera
    FC-Striker – heimsklassa mann í þessa stöðu, ég vill ekki sjá miðlung mann og helst ekki Benteke… hver? það er stóra spurningin.

    Stjórastaðan…. ? stórt spurningamerki

    Annars, flott podcast og spennandi/stessandi tímar framundan.

  9. það er talað um að klopp sé mikill aðdáandi Benteke, og það sé ástæða áhugans á honum, Klopp var spurður á leið í lest í dag hvort hann færi til Loverpool, hann blikkaði víst bara til viðkomandi. síðan hefur heirst að Sterling villji vera áfram hjá Liverpool ef Klopp kemur.

    Mér sýnist vera nokkar likur á að BR verður látinn fara í vikunni.

  10. Var sko ekkert á neinu sippi með hann Moreno.

    Auðvitað ætla ég ekki að afskrifa hann strax, en hann var að mínu mati í alveg sama gæðaflokki og Lovren, Lambert, Markovic og Manquillo núna í vetur. Það sem ég er að meina er að hann virðist eiga mjög erfitt með að aðlaga sig að þeim hraða og “djöflagangi” og er að finna í Englandi í vetur og hef af því áhyggjur ef ekki verður keyptur bakvörður til að veita alvöru samkeppni um þessa stöðu, því ég treysti honum ekki til að verða bara tilbúinn í ágúst.

    En af einhverjum ástæðum virðist hann sleppa betur en t.d. þessir fjórir frá vetrinum þó að hann hafi átt a.m.k. jafn vondan vetur og þeir…

  11. #16 ég sá þetta á twitter minnir mig, a.m.k er ekki hægt að lita á þetta sem örugga heimild, og þetta með sterling upphaflega frá sorpritinu, þannig að það er örugglega ekkert að marka það.

  12. Moreno og Markovic eiga skilið meiri slaka heldur en Lovren þar sem hann fékk allavega að spila sína stöðu. Ef þú gagnrýnir Rodgers fyrir að spila mönnum úr stöðum að þá hlíturðu að vera á þeirri skoðun þessir leikmenn eigi að spila sínar upprunarlegu stöður. Þess vegna gengur það ekki upp að setja Moreno og Markovic á sama stall og Lovren.

  13. Maggi og fleiri:
    Mér finnst munurinn á Moreno og mörgum hinna að hann er þó alveg nógu hraður, snarpur, sterkur og grimmur. Hann er bara pínu off í staðsetningum og ákvarðanatökum. Aðeins of ákafur stundum og gerði of mörg mistök. En hann gæti þroskast inn í það á stuttum tíma.

    Lambert er tveimur númerum og hægur og staður fyrir Rodgers og hans hápressu. Markovic finnst mér fyrst og fremst skorta styrk í enska boltann, en svoleiðis getur vaxið á tvítuga pilta á 1-2 árum. Lovren – átta mig ekki alveg á því hvað er að honum eða hvort hann var nokkurn tímann nógu góður fyrir 20M verðmiðann. Kannski róast hann í hausnum á 2. ári. Manquilo var varamaður hjá Athletico og fenginn að láni til að vera varamaður hjá Liverpool. Ósanngjarnt að gera sömu kröfur á hann á sínu fyrsta tímabili og hina.

    Með öðrum orðum: Þó þeir eigi það sameiginlegt að hafa ekki slegið í gegn þá finnst mér vera margar og mismunandi orsakir, allt eftir leikmanninum. Moreno gæti vaxið strax í sumar, Markovic verður líklega ekki góður fyrr en stóra stúkan er risin og Lambert verður aldrei meira en statisti í þessu leikverki.

    Svo held ég ekki að Can sé varnarsinnaður miðjumaður, hann er box2box og mun ekki vilja sitja prúður eins og skólastúlka á dansleik meðan hinir bomba fram. Við þurfum annan í svoleiðis húsverk.

    Balotelli vil ég ekki sjá. Góður í Villa eða West Brom. En er spenntur fyrir Klopp. Ástríðan í honum er sjaldséð, sem og orgínalítetið. Smellur eins og flís við rass við Liverpoolhjartað í mér. Hann líka tekur sig ekki eins brjálæðislega hátíðlega og herra Rodgers…

  14. Hresst podcast.

    Markvarsla: Mignolet er engin andskotans framtíðarmarkmaður fyrir Liverpool þó hann hafi verið góður frá janúar þegar konan hans klóraði honum á pungnum. Hann mun taka dýfu fyrr en síðar og bara ekki nógu stöðugur. Þurfum betri mann hvort sem það verður í sumar eða á næsta ári.

    Vörnin: Sammála því að Moreno hefur verið virkilega mikil vonbrigði, bjóst við miklu meira af honum en eins og Maggi segir þá hafa staðsetningarnar oft verið hryllilegar hjá piltinum. Álíka jafnmikil vonbrigði og Dejan Lovren, þeir hafa þó enn góðan séns á að sanna sig, fyrsta árið er oft sjokk. Svona gerist hinsvegar bara í liði þar sem jafn hrikalega mistækur maður og Martin Skrtel er burðarásinn og leiðtoginn. BR treystir mikið á Skrtel og vill gera lengri samning við hann. Enda hefur það sýnt sig síðustu 3 ár að Brendan Rodgers gæti ekki skipulagt varnarleik hjá 7.flokk Sindra á Hornafirði. Clyne væri mjög fín kaup tel ég en held að Southampton sé komið með svo mikið ógeð á viðskiptum við Liverpool (m.a. vegna hrokafullra og heimskulegra kommenta frá Rodgers) að við þyrftum að borga 15+ fyrir hann.

    Miðjan: James Milner yrði frábær fengur. Hokinn af reynslu frá meistaraliði og kæmi með die-hard vinnusemi, fjölbreytni og sigurviðhorf inní Liverpool. Væri alls ekki slæmt heldur að fá Konoplyanka líka á free transfer. Emre Can segist alls ekki ætla sér annað season í vörninni, hann vill eigna sér miðjustöðu hjá Liverpool. Can- Henderson og Milner er mjög vinnusöm og hörð 3 manna miðja en spurning um hraðann og skort á creativity gegn litlu liðunum. Ef við keyptum alvöru heimsklassa miðjumann í viðbót þá gætum við spilað 4-4-2 tígulkerfi með Coutinho fyrir aftan 2 strikera. Við þurfum 4-5 frábæra miðjumenn til að skiptast á 3-4 stöðum svo Liverpool geti haldið dampi allt seasonið.

    Sóknin: Fengjum við Konoplyanka t.d. eða góðan sóknarkantmann til að spila 4-3-3 eða 4-2-3-1.. þá mætti Sterling alveg missa sig, sérstaklega þar sem við höfum Ibe, Markovic o.fl. Þá yrði líka að forðast að gera sömu og með Suarez. FÁ HEIMSKLASSALEIKMANN + PENING Í SKIPTUM! Mér litist t.d. alls ekki illa á að fá mann eins og Edin Dzeko til Liverpool eins og orðrómur er um.

    Benteke hefur maður engan áhuga á uppsprengdu ensku 30m punda verði. Þá getum við alveg eins bara haldið Balotelli. (Mjög uppréttir og svipaðir skrokkar) Rodgers náttúrulega bara kunni ekkert að nota Balotelli og dró úr honum allar vígtennurnar og hélt niðri eins og smástrák. Nákvæmlega eins og þjálfari Aston Villa gerði við Benteke framan af tímabili. Svo kom Sherwood og hafði vit á að setja hann fremst með öðrum manni og fylla af sjálfstrausti. Það yrði svaka Mad Max: Fury Road bíó að sjá t.d. Jurgen Klopp vinna með talent eins og Balotelli. Hann gæti náð svo miklu meira útúr honum.
    Sturridge, Dzeko, Balotelli/Ings og Lacazette gæti orðið alveg geggjaður framlínu kvartett undir alvöru þjálfara. Lacazette gæti orðið okkar marquee signing í sumar. Frábær leikmaður og áræðinn þar á ferð tel ég.

    Svo eru menn eins og Gignac, Andre Ayew o.fl. á free transfer líka. Þá gætu nísku Excel elskandi Kanarnir okkar í FSG eytt peningunum í 2-3 alvöru kaup. Skella sér mögulega á Peter Cech í markið og t.d. Coentrao í vinstri bakvörð, Pedro eða Benzema. Mér finnst okkur líka enn vanta sterkan skapandi miðjumann á alvöru kalíberi, einhvern leiðtoga sem dregur andstæðinga í sig og stjórnar leikjum.(Henderson ekki að þroskast nærri nógu hratt) Einhver sem bæði skorar og leggur upp reglulega. Svo ef við fáum Klopp/Ancelotti til Liverpool þá er alltaf möguleiki á hverja þeir draga með til okkar. Væri alls ekki leiðinlegt að fá t.d. Reus, Gundogan og Hummels með Klopp. Annað eins hefur nú gerst. Mourinho tók t.d. hálft Porto liðið með sér þegar hann kom fyrst inní ensku deildina.

    Því meira sem ég hugsa um þetta því sannfærðari verð ég að Klopp sé málið og maður sem gæti vel virkað hjá Liverpool og myndi ná miklu meira úr núverandi hóp. Ancelotti náttúrulega vann ensku deildina með Chelsea með að nota 4-4-2 tígulkerfi svo hann gæti líka hentað mjög vel núverandi leikmönnum Liverpool. Báðir þungavigtarmenn, ráðning á þeim myndi sýna knattspyrnuheiminum að FSG væru í þessu af alvöru og stór yfirlýsing sem myndi sefa þá reiði stuðningsmanna Liverpool sem mun innan árs beinast að FSG fari þeir ekki að sýna alvöru metnað með Liverpool.

  15. Ég hef tekið eftir því að enginn minnist á það að hægri kanturinn er ákveðið vandamál. Sterling, Ibe, Markovic og Lallana eru allir betri á vinstri kantinum en þeim hægri. Ibe og Markovic eru bæði kantarar sem vilja sækja að markinu og eiga töluvert erfiðara með að gera það frá hægri kantinum

  16. Rangt hjá þer AEG #21. Mourinho tók bara tvo leikmenn frá porto, ekki hálft liðið (Ferreira og Carvalho).
    Chelsea spilaði ekki 442 diamond nema í fyrstu 10 leikjunum undir Ancelotti, skiptu svo yfir í 433 sem svínvirkaði – ekkert lið skorað fleiri mörk á einu tímabili í sögu EPL.

  17. Gott podcast – Takk fyrir það.

    Annars fara núna (eins og reyndar öll sumur) í hönd spennandi tímar, og sjá hvaða refskák Henry og co eru að spila núna. Samkvæmt fréttum snýst þetta um einn eftirmann, Jurgen Klopp. Ég sem geysilegur aðdáandi Kopp bíð enn spenntari, og ég man ekki eftir jafn spennandi ráðningu síðan Houllier kom fyrst og svo Benitez.

    En ennþá met ég þetta þannig að 75% líkur eru á því að Brendan Rodgers verði við stjórnvölin þegar flautað verður til leiks í haust. Ef Henry myndi slá á þráðinn til mín í dag og myndi vilja fá mitt álit er það einfalt. Ráða Klopp.

    Jurgen Klopp hefur sýnt það í gegnum árin að þrátt fyrir að missa sína sínar skærustu stjörnur hefur liðið komist af án þeirra. Það var auðvitað við ramman reip að draga í vetur, ætla ekkert að horfa framhjá þeim lélega árangri sem Dortmund náði í Bundesligunni í vetur. Brendan Rodgers hinsvegar missti skærustu stjörnu sína eftir síðasta vetur og leikur liðsins algjörlega hrundi. Ég fer því dauðkvíðinn inn í næsta tímabil með BR sem stjóra hjá félaginu.

    Jurgen Klopp hefur hinsvegar sannað sig á stóra sviðinu, og tengslanet hans í þýskalandi, sem og evrópu allri gnæfir auðvitað yfir netið hans Rodgers. Ef Liverpool vill ná Klopp er nóg fyrir þá að fara bara á “ja.is” og heyra í honum, Dortmund er ekkert fyrir okkur í þeim málum svo um er að ræða algjört dauðafæri fyrir klúbbinn í að ná sér í einn af frambærilegustu stjórum á markaðnum í dag.

    Varðandi einstaka leikmenn er erfitt að taka út einhver nöfn. Vissulega var Coutinho ljósið í myrkrinu á löngum köflum í vetur en flestir aðrir með svo til allt niðrum sig. Það þarf að breyta mjög miklu þarna og ef Klopp verður ráðinn að þá verður hann ekki dæmdur af næsta tímabili. Ef þú stillir upp byrjunarliði með leikmennina sem eru þar núna erum við einfaldlega að horfa upp 5.-8.sæti í deildinni. Við höfum ekki djúpan miðjumann lengur, og höfum í raun ekki haft síðan Alonso var þarna. Ég er einmitt einn af þeim sem ekki er á Lucasar-vagninum. Hann er einfaldlega of takmarkaður leikmaður til að taka þátt í leikjum með liðum sem ætla sér titla. Sorgarsögu Joe Allen þekkja allir, og er hann bara í svona West Ham klassa, svipaður bara og Mark Noble. En auðvitað verðum við að gefa þó BR það að liðið er ungt og sem betur fer verður það eldra á næsta seasoni en bara hvernig leikmenn undir BR mættu til leiks í síðust leikjum tímabilsins (þegar enn var ágæt von í jafnvel 4.sætið) voru gríðarleg vonbrigði. Þar hlupu um völlinn (þeir sem því nenntu) leikmenn sem voru bara alls ekki að spila fyrir stjórann sinn. Þeim virtist sama.

    Síðustu tveir leikir Captain Fantastic með félaginu enduðu í markatölunni 2-9 og andstæðingar okkar í þeim leikjum voru ekki Chel$ea og Man.City. Nei það voru Stoke og Hull. Ég er handviss um að megnið af leikmönnum liðsins hafi bara verið alveg sama. Með Jurgen Klopp sem stjóra hefði þetta einfaldlega farið öðruvísi er ég viss um.

    Mér finnst vera kominn svolítill Hodgson í Rodgers. Hausinn er barinn við stein og uppstillingarnar eru vandræðalegar og leikur liðsins auðvitað eftir því. Innáskiptingar stjórans einfaldlega virka ekki og það öskrar bara á mann, það sem einn mætur maður sagði, að Rodgers með Suarez er gott Liverpool lið, en Rodgers án Suarez er skelfilegt Liverpool lið.

    Félagið reyndar endaði ofar í deildinni en upplifunin var af því, og það er slæmt. Því ég upplifði liðið mjög lélegt allt seasonið, en auðvitað kom þarna smá kafli þar sem við vorum næstum því dottnir inn í meist.deild. Svo verð ég sömuleiðis að koma því að, að ég er sömuleiðis kvíðinn þegar ég horfi á framlínu liðsins. Það er auðvitað óþolandi að gæðaleikmaður líkt og Sturridge er, að maður sjá frá honum 100 myndir yfir tímabilið og að 80% af þeim er þar sem hann situr eða liggur upp í sjúkrarúmi og sendir liðsfélögum sínum peppöpp-ræður. Ég er allavega algjörlega kominn með nóg af því. Að mínum dómi þarf að losa sig við alla aðra, og fá 2 mjög mjög góða framherja. Þar er ég alls ekki að tala um Christian Benteke. Sá frétt rétt áður en ég lagðist til hvílu í gærkvöldi, þar sem talað var um að 32m.punda tilboð væri á leiðinni frá Liverpool og 150þúsund punda vikulaunapakki væri á leiðinni. Þetta er algjörlega dæmt til að mistakast eða ætlum við aldrei að læra. Við fengum sko Rickie Lambert sem hafði sallað inn mörkum fyrir S´oton og já ég veit, að Benteke er yngri en Lambert.

    Leikmenn sem við notum ekki/eigum ekki að nota á næsta seasoni eru þessir:
    Steven Gerrard, Kolo Toure, Glen Johnson, Lucas Leiva, Joe Allen, Fabio Borini og Rickie Lambert.

    Það verður sumsagt hreinsunarstarf framundan á Anfield í vetur og í framhaldi af því verður að fylla upp í stöðurnar. Í það starf treysti ég ekki Brendan Rodgers. Ég treysti Jurgen Klopp í þau mál.

  18. Djöfull brá mér eftir ca. 1.10 sek. Þegar einhver(Maggi?) opnar einn kaldan 😀

  19. Það sem væri gott við Klopp er að hann myndi örugglega geta tekið 3-4 sterka þjóðverja með sér, líkt og Benitez sem tók Torres, Arbeloa, Alonso og einhverja dúdda sem hefðu aldrei annars komið.

    Annars er Klopp ekkert að koma. Sun er að skrifa þetta slúður eingöngu til að Liverpoolaðdáendur reyna að klóra sér á bakinu.

  20. Líkurnar á að Liverpool fái heimsklassa sóknarmann eins og Lacazette eru ekki miklar, af hverju ætti hann að fara í lið sem að spilar í B-Evrópukeppninni?
    Forseti Lyon orðaði þetta vel:

    http://433.moi.is/enski-boltinn/liverpool/eigandi-lyon-haedist-ad-liverpool-their-gaetu-ekki-fengid-lacazette/

    Kannski kominn tími á að poolarar á Íslandi átti sig á raunverulegri stöðu klúbbsins, eru búnir að enda fyrir neðan Tottenham 5 af síðustu 6 árum í deild.

  21. Takk drengir fyrir skemmtilegan þátt eins og alltaf.

    Ég er gjörsamlega búin að fá drullu yfir BR og vill hann í burtu strax.
    Hann er svo ekki með þetta að hálfa væri nóg.
    Rangar liðsuppstillingar leik eftir leik eru bara ekki boðlegar.
    Ekki síst af því að hann lærir ekki neitt af því.Hann var með fáránlegar liðsuppstillingar í upphafi tímabilsins og fór svo aftur í lok tímabilsins í sama farið. Rúir leikmenn sjálfstrausti með því að spila þeim úr stöðum nánast allt tímabilið og eins ef leikmenn komu af bekknum eða fengu sénsinn í byrjunarliðinu og stóðu sig vel að þá voru þeir nánast aldrei í liðinu næst leik.
    Hann er bara ekki nógu svalur gaur fyrir okkar klúbb sorrý.
    Að hafa látið King Kenny fara var vond ákvörðun að ég tel.
    Það er bara orðið ljóst og eigendurnir verða bara að girða sig í brók og ráða mann sem er búin að sanna sínar hreðjar.
    Við eigum ekki að sætta okkur við einhverja meðalmennsku þó að við höfum ekki fullar hendur fjár og ef það vantar meiri pening fyrir þessa dúdda hjá FSG til að fara með liðið á toppin þá eiga þeir að redda honum eða selja.
    Þeir eru núna á gulu spjaldi vegna gengi liðsinns og kaupstefnu.

    Kveðja Ingó

  22. We had three matches against awkward opponents in Hull City, Crystal Palace and Stoke.
    They aren’t the best teams in terms of quality.
    But they are strong. And we wimped out.
    All three knew that if you get stuck into this Liverpool team, you’re going to have a lot of joy.
    We can play our football against every team in the country. But we clearly can’t fight against any of them.
    Mark Lawrenson er með þetta á hreinu……þurfum meira stál..miðjan þarf að vera klettur !

  23. Lenti í ekki Klopp í mjög svipuðum hlut á síðasta tímibili og Rodgers hann missti sinn besta sóknarmann í Lewandoski og náði engann veginn að fylla hans skarð og liðið gjörsamlega hrundi hljómar allt frekar kunnulega. Klopp er spennandi þjálfari en það er soldið kaldhæðnislegt að kalla eftir þjálfara sem lenti í svipuðum veseni á seinasta tímabili og Rodgers lenti í.

  24. Ég þakka fyrir flottan þátt. Hér er álit mitt á hlutunum.

    Stjórinn:
    Ég er Rodgers maður og mun ekki gráta það mikið ef hann fær annað tímabil. Ég er eiginlega viss um að það verður ekki skipt um stjóra í sumar en hér eru nokkrar ástæður fyrir því að Rodgers ætti að fjúka:

    1: Það lítur út fyrir að hann sé búinn að missa klefann. Skelfilegt gengi í lokaleikjum þrátt fyrir raunhæfan mögulega á meistaradeildarsæti. Þarf að minnast á Stoke leikinn þar sem allir voru hauslausir og enn voru ekki að berjast fyrir Rodgers né Gerrard.

    2: Lítið aðdráttarafl. Rodgers er ekki að fara að lokka neina aðra en miðlungstappa eftir þetta tímabil. Ungir og efnilegir leikmenn geta horft á seinasta tímabil og séð meðferðina á Sterling, Can og Markovich. Ekki er hún heillandi.

    3: Rodgers spilar ekki vörn! Hann vill ekki sjá varnartengiliði sem skilar sér í taugaveiklaðri vörn og markverði sem enda sem rannsóknarefni fyrir sálfræðinginn hans Rodgers. Menn eins og Moreno fá ekkert skjól frá miðjunni þrátt fyrir skýrar leiðbeiningar um að sækja stanslaust. Lucas fékk einungis að spila í einhverju krýsuástandi og þá fyrst batnaði gengið.

    4: Rodgers veit ekki hvaða kerfi hann vill spila eftir ÞRjÚ tímabil! Hann hringlar í hópnum fram og til baka og reynir að komast undan því að spila vörn. Við þurfum einhverja festu í leikskipulagið. Festu sem aðeins varnartengiliður veitir.

    5: Leikmannakaup! Rodgers á heimsmet í að kaupa leikmenn og láta þá ekki passa í liðið. Ég kaupi ekki afsakanir um að Rodgers fái ekki að ráða hvaða leikmenn eru keyptir. Það er á hans ábyrgð að spila leikkerfi sem leikmenn passa í.

    Ég tek það fram að ef Rodgers verður áfram þá stend ég með honum og ég býst alveg eins við því að hann snúi genginu við en ég held að það sé farsælast að skipta honum út.

    Markmaður:
    Hér þarf að fá góðan markmann inn sem getur veitt Mignolet keppni. Allt tal um að við séum vel sett með Mignolet og við þurfum bara mann til að sitja á bekknum er rugl. Hvað gerist ef Mignulet meiðist? Hvað hefði gerst í vetur ef leikirnir sem Brad Jones spilaði í hefðu unnist? Ég vilalls ekki kenna Mignolet alfarið um markmannsvandamál liðsins fyrr í vetur heldur held ég að það sé vandamál bundið við Rodgers sem neitar að spila varnarleik. Hér vantar einfaldlega samkeppni.

    Bakverðir:
    Hér skiptir ekki máli hvern við kaupum, hann mun líta illa út á meðan við spilum ekki með varnartengilið. Moreno spilar á næsta tímabili og við þurfum að kaupa hægri bakvörð.

    Miðverðir:
    Hér er ekki þörf á neinum nýjum. Rodgers gæti látið Gary Cahill líta illa út með núverandi skipulagi.

    Miðjumenn:
    Joe Allen verður seldur. Við fáum einn inn sem vonandi verður box to box leikmaður. Mesta þörfin er hinsvegar varnartengiliður. Maður sem límir liðið saman og skýlir bakvörðunum. Það er nóg að horfa á hvernig gengið breyttist þegar Lucas fékk loksins sénsinn en vegna meiðsla verður Lucas aldrei neitt meira en varaskeifa. Ég efast um að Rodgers sjái þörfina á varnartengiliði en þetta er það allra nauðsynlegasta sem þarf að gera fyrir utan framherjakaup.

    Kantmenn:
    Þetta er gífurlega vel mönnuð staða, sérstaklega ef við höldum Sterling.

    Framherjar:
    Hér er mesta þörfin. Balotelli á að fara. Lambert fer. Sturridge er varaskeifa vegna meiðsla. Sterling fær ekki sénsinn frammi heldur verður róterað endalaust (ef hann fer ekki). Hér þarf að kaupa tvo leikmenn. Annar þarf að vera heimsklassaleikmaður sem spilar fótbolta en er ekki Balotelli/Benteke týpa. Ég er ekki sannfærður um að réttur leikmaður verði keyptur en ef Rodgers vill ekki missa starfið á næsta tímabili verður hann að leysa þetta vandamál.

    Ég vil fá markmann, hægri bakvörð, varnartengilið og box-to-box leikmann og tvo framherja og þá getum við keppt um topp fjóra. Það þarf að stoppa upp í lekann og fá fleiri mörk. Það vantar heilt hryggjarstykki en efniviðurinn sem er til er góður.

    Er Rodgers rétti maðurinn til að ná þessu fram? Ég efast um það en ef hann fær eitt tímabil í viðbót þá styð ég hann til dáða.

    Sókn vinnur leiki, vörn vinnur titla!

  25. Klopp segist ætla að taka sér pásu frá þjálfun. Á sama tíma á Ancelotti að vera í viðræðum við AC Milan, en þeir enduðu síðasta tímabil í 9. sæti. Galið að við sitjum enn með Rodgers.

  26. Jæja staðfest að Klopp taki sér frí. Þá er það bara að byrja versla alvöru leikmenn og treysta á Rodgers!

  27. Takk fyrir fínt podcast strákar. Ég held að við þurfum styrkingu í flestar stöður á vellinum hjá okkur. Ég er á því eins vinur minn Maggi að það fari eins og 10-12 leikmenn frá okkur í sumar, enn ein hreinsunin á miðlungs leikmönnum. Forgangskaup er klassa striker, síðan bakvörður og miðju og vængmaður. Það virðist vera sem svo að Klopp ætli í frí og Ancelotti taki við Milan, við munum því líkega sitja uppi með miðlungsstjórann áfram, því miður.

    Það er engin “sjarmi” lengur fyrir leikmenn að koma til Liverpool FC. Af hverju halda menn hér að Milner komi frekar til LFC heldur en arsenal ? Setjið þið ykkur í hans spor. Hann velur arsenal allan daginn. Meistaradeild, betri stjóri, flottari og stærri umgjörð, klassa leikmenn. Er þetta einhver spurning ? Ings til tottenham, ekki það að ég sé eitthvað að missa mig í spenningi yfir honum. Það virðist bara vera þannig að við séum á leið í hina drepleiðinlegu meðalmennsku, með þennan stjóra áfram hjá LFC.

  28. Ég vil bara benda mönnum á að Klopp er komin í frí en hann hefur aldrei sagt hvenar því ætti að ljúka. 😀

  29. Þessar Klopp fréttir eru alveg að fara með mann. En svo er stóra spurninginn hversu mikill vilji er innan FSG? eftir lesingar á síðum eins og thisisanfield sem er í uppáhaldi hjá manni þá fer maður að hugsa, Er alvöru vilji að versla stórt og keppa við stóru liðin, eða er verið að slá ryk í augun á stuðningsmönnum svo að það sé eins og þeirr séu allavegna að reyna.

    Þetta fær mann til að pæla t.d eins og með Benteke , það sjá allir að það er ekki heil brú í þessum kaupum en þetta virkar á mig eins og útlekið statment of intent ekkert meira.

    Ég held að stjóramálið sé í raun það sem mun segja okkur mest um FSG , það er engin tilviljun að allir stuðningsmenn séu að æpa meðalmennska það er ekki bara á þessari síðu.

    Kveðja einn búin á BR ásamt leikmönnum LFC,,,

  30. Klopp er kominn í frí “until further notice” þ.e. þar til annað kemur í ljós eða eitthvað í þá áttina. Þessi tilkynning úr herbúðum Klopps er s.s. ekki alveg afdráttarlaus eða hvað finnst ykkur?

    Þetta skýrist líklega í vikunni enda Tom Werner á leiðinni í bæinn til þess að fara yfir málin með Brendan. Ég tel töluvert meiri líkur en minni að Rodgers þurfi að taka pokann sinn. Hafa ber í huga að Liverpool er ekki á góðum stað eftir 3 ár undir stjórn Brendans. Við blasir að selja þarf helling af leikmönnum og manna fullt af stöðum. Þar sem Rodgers á aðeins ár eftir af samningi sínum meikar lítinn sens að halda þessu samstarfi áfram. Brendan þarf þá a.m.k. að halda varnarræðu lífs síns ef honum tekst að sannfæra Werner um að hann sé rétti maðurinn til að eyða 100m í nýja leikmenn með eitt ár eftir af samningi og með allt niður um sig.

    Í Þýskalandi er talið öruggt að Klopp þjálfi næst utan Þýskalands og er Napoli, en þó fyrst og fremst Liverpool, nefnd til sögunnar.

    Kannski vill Klopp fara í frí þó að yfirlýsingin sé í rauninni ekki alveg 100% afdráttarlaus. Þetta var erfitt tímabil fyrir karlinn og því lauk illa um helgina. Hann hlýtur því að vera útkeyrður.

    Á hinn bóginn sér maður ekki orkubúnt eins og Klopp nenna að súpa margarítur í Mónakó nema í eina eða tvær vikur í mesta lagi.

  31. Held að Jörgen Klopp sé hörku þjálfari en finnst menn samt stundum tala um hann eins og hann sé Jesú Kristur endurfæddur

  32. Menn ættu alltaf að vera í köldum þegar þeir taka upp þætti! Góður þáttur, skemmtilegir vinklar teknir á flestar stöður.

Heysel, 30 árum síðar

Leikmannaslúður – Milner færist nær Liverpool