Opinn þráður – Slúður helgarinnar

Þetta eru nákvæmlega vikurnar sem leikmenn og þjálfarar eru að sleikja sólina og helst ekki að gera neitt annað. Það er því eðlilega ekki mikið að frétta og sérstaklega ekki í þessari viku þar sem síðasta landsleikjahlé tímabilsins fór fram núna.

Raunar vekur athygli að ekkert hefur heyrst frá Rodgers eða FSG undanfarið, svosem ekki merkilegt en Liverpool hefur gengið frá samningum við þrjá leikmenn á þessum tíma og losað sig við tvo lykilmenn í þjálfaraliðinu. Rodgers tjáir sig auðvitað um þessa nýju leikmenn þegar hann kemur úr fríi eða í síðasta lagi er glugginn í raun opnar 1.júlí.

PEPIJN LIJNDERS
Það helsta sem vakti athygli mína voru sögusagnir þess efnis að líklegur arftaki Mike Marsh í þjálfarateymi Liverpool verði 33 ára Hollendingur sem er þegar á mála hjá félaginu, Pepijn Linders.

Hann passar fullkomlega við það sem FSG er líklegast til að gera og í takti við það hvernig þeir hafa unnið hjá öðrum íþróttaliðum. Reyndar hjá Liverpool líka, Rodgers er besta dæmið. Þeir eru einfaldlega miklu líklegri til að ráða einhvern sem er að skara framúr í dag, með metnað og ferskar hugmynir, aldur skiptir þar engu. Það er nákvæmlega ekkert sem segir að það sé verra heldur en að fá inn reynda menn sem stuðningsmenn kannast við.

Linders er reyndar enginn nýgræðingur, hann var í 5 ár hjá PSV áður en hann flutti sig til Porto þar sem hann var í sjö tímabil og vann sig upp úr U6 ára liðinu upp í aðalliðið. Hann kom til Liverpool 2014 og var þó nokkuð hype í kringum hann þá enda af mörgum talinn vera undrabarn í þjálfaraheiminum. Hann hefur verið með U16 ára lið Liverpool í vetur.

Hér er mjög góð grein um Linders

KOVACIC
Matteo Kovacic er ennþá orðaður við Liverpool að einhverju leiti en þá aðeins af fjölmiðlum í Króatíðu og á Ítalíu. Enska pressan hefur ekkert tekið þátt í því slúðri núna um helgina, ekki einu sinni ITK spekingarnir. Reyndar ef ég les þetta rétt hafa Króatarnir verið að vitna í Ítölsku pressuna og öfugt. Hann er samt klárlega spennandi leikmaður sem maður vill sjá Liverpool landa.

Iago Aspas
Sala á Aspas heim til Celta Vigo fyrir 5,3m EUR var staðfest núna um helgina. Samningur hans við Sevilla í vetur kvað á um að þeir myndi kaupa hann en nú er ljóst að hann fer heim til Celta.

Þetta er líklega ekki eins lélegur leikmaður og af er látið en hann gat ekki verið hjá Liverpool á verri tíma. Hann var að berjast um stöðu við Suarez og Sturridge.

Hans verður ekki lengi minnst meðal stuðningsmanna Liverpool og fer í flokk með t.d. Borini, Lambert, Moriantes (og vonandi ekki Ings). Það var vitað að þeir yrðu ekki fyrsti kostur, kostaði lítið og allir vildu þeim vel en það var snemma augljóst að þeir væru alls ekki nógu góðir fyrir Liverpool.

Umræðan
Þetta er oftast ágætt hérna en stundum er í lagi að taka pirringinn meira út á Facebook eða Twitter. Reynum að koma okkar skoðun á framfæri án þess að þetta líti út eins og verið sé að öskra á mann. Ef þér finnst Rodgers alveg vonlaus, fáránlegt að ekki sé reynt að semja við Klopp, FSG ekki vita neitt o.s.frv. reyndu þá að koma því frá þér á yfirvegaðan og rökstuddan hátt.

Umræða í svona stíl nenna fáir að lesa og raunar komu mörg okkar líklega á Kop.is til að einmitt forðast svona “umræðu”
Ummæli
ATH: tek þetta bara random sem dæmi

Podcast
Stefnan er að vera með Podcast næsta þriðjudagskvöld

25 Comments

  1. Já ég var allavega á því að BRogers ætti annað tímabil inni á spjaldi, en svo kom Stoke leikurinn. Finnst samt að FSG ætti að ræða við Klopp og setja BRogers afarkosti. Senda Klopp í fríið fram að áramótum, jafnvel út tímabilið og sparka BR um áramótin ef hann gerir upp á þak, annars skoða málin eftir tímabilið.
    Liðið er að spila fínt og það vantar bara gæjann til að brjóta upp varnir andstæðinganna. Og ég veit ekkert hvern mig langer í sem Striker, komdu heim Suarez.

    Ávallt YNWA

  2. úff.
    Farið þið Koppararnir ekki sjálfir í sumarfrí? Hafið þið geðheilsuna í að fylgjast náið með allri geðveikinni yfir sumarið?

    Treysti bara því að menn þarna séu að vinna sína vinnu og eru með eitthvað plan. Svo vonar maður auðvitað að þeir fái þau púsl sem þá vantar.

    Verður svo gaman að spekúlera í þessu aftur í ágúst. 🙂 Gleðilegt sumar!

    YNWA

  3. Sammála með niðurlagið hjá þér Babu, sjálfur hef ég varla komið inn á síðuna nema rétt til að lesa pistlana en hef eftir megni reynt að forðast að lesa kommentin hér, svo mikið hefur þetta verið farið að minna á DV á köflum.

    Annars er maður bara farinn að bíða eftir fyrsta leik, bara mánuður í hann.

  4. Sammála með kommentin her. Er ekki bara hægt að tengja þetta við fb þannig að folk kemur amk undir nafni, það myndi fækka verulega heimsóknum stuðningsmönnum annarra liða sem þykjast vera í okkar hópi. Eg skrolla alltaf hratt yfir kommentin enda neikvæðnin meiri herna en góðu hófi gegnir. Bíð spenntur eftir fleiri leikmönnum! ????

  5. Tígulmiðja með Kovacic aftast, Milner/Lallana og Henderson fyrir framan og Coutinho fremstur. Menn fá ekki að anda inná vellinum gegn þessari miðju. Samkvæmt Sky er Liverpool búið að ná samkomulagi við Inter, frábært ef satt er. Förum svo að klára Clyne og setjum allan peninginn frá Sterling í einn striker. Þá er þetta orðið solid!

  6. Það leysir ekkert vandamál – ef vandamál skal kalla – að tengja kommentakerfið hér við Facebook. Nærtækast er að skoða kommentakerfin á dv.is og vísir.is, þar sem sömu kverúlantarnir ausa úr viskubrunni sínum – með algjörlega lokaða facebook-síðu eða undir fölsku nafni – nema hvort tveggja sé.

    Ég er sammála því að kommentakerfið hefur tekið mikið niður undanfarið – en ég er ekkert viss um að spjallarar hér séu eitthvað verri en annars staðar. Þetta helst í hendur við slæmt gengi okkar manna. Þegar þeim gengur illa, þá gengur okkur illa að halda ró okkar í spjalli yfir Alnetið.

    Annars tek ég undir það með öðrum, hingað kemur maður til að lesa pistlana. Sem eru oft á tíðum frábærir. Kommentakerfið fær iðulega að hvíla sig á mínum net-rúnti, eðli máls samkvæmt.

    Hvað leikmannakaup sumarsins varðar, þá vil ég bara taka fram að ég er ekki einn af nöldurseggjunum sem bölva því að liðið hafi keypt Ings, Milner og Bogdan. Finnst bara frábært að menn hafi náð að styrkja hópinn með þessum kaupum – enda er Ings betri en Borini, Balotelli og Lambert. Milner kemur með mikilvæga reynslu inn í hópinn, sérstaklega eftir að Gerrard er farinn, er baráttuhundur og lunkinn leikmaður. Og þótt ég viti lítið sem ekkert um Bogdan, þá getur hann varla verið lélegri leikmaður en Jones, með fullri virðingu.

    Ég held – og ég vona innilega – að klúbburinn sé að klára kaup á Kovacic og Clyne. Kovacic er einn af efnilegri leikmönnum Evrópu – og það væri óneitanlega skemmtilegt að taka hann frá Inter, sem vill frekar byggja á gömlum (og hægt útbrennandi) leikmanni sem er Yaya Toure. Þetta segi ég sem stuðningsmaður AC Milan 🙂

    Að ná í Clyne yrði líka mikill fengur. Hann er líklega meðal 3 bestu hægri bakvarða deildarinnar, þetta er staða sem LFC virkilega verður að styrkja, og ég mun fagna því ef af verður.

    Ef þetta yrðu kaup sumarsins þá yrði ég bara hæstánægður. Þrír Englendingar, sem styrkja hópinn og byrjunarliðið, betri varamarkmaður og gríðarlega efnilegur og fjölhæfur miðjumaður.

    Það er eitthvað sem segir mér samt að fleira eigi eftir að gerast í sumar. Sterling verður klárlega seldur, Enrique einnig og það hefur lengi legið fyrir að Lucas vill fá nýja áskorun (og Rodgers er til í að láta hann fara). Þannig við gætum alveg séð 1-2 önnur kaup til viðbótar við þau sem ég nefndi hér framar. Líklegt er að það muni samt ekkert gerast í þeim málum fyrr en í júlí, jafnvel alveg fram undir lok leikmannagluggans. What will be, will be – eins og segir einhvers staðar.

    Homer

  7. Fullkomlega sammála niðurlaginu. Frábært að lesa hér faglega umræðu.
    Afar leiðinlegt og fælir frá síðunni þegar menn missa sig í reiði og upphrópunum. Þurfi menn útrás fyrir slíkt (drulla, skita, aular, hálfvitar) má benda á kommentakerfin.
    Höldum Livetpool umræðunni á faglegum nótum og góðu plani!

  8. Linders segir: “You should position players within the team formation as a permanent position. This will accommodate the opportunity of the players to develop their own style, thus optimizing their play within that position. This happens far too little, and that is the reason why there is a lack of positional specialists.”
    Amen við því!

  9. Er ekki Emre Can að fara vera DM hjá okkur næsta vetur?

    Sumir segja að hann sé box to box leikmaður en við erum komnir með Milner og Henderson í þeim hlutverkum. Sennilega leikmenn sem myndu spila 120 mínútna bikarúrslitaleik til að hita upp 🙂 Bind gríðarvonir við þá 2 saman. Búinn að langa í Milner í mörg ár. Þessir 2 eiga eftir að pressa andstæðinginn vel.

  10. kovacic var að segja að honum liði vel hja inter og væri ekki að hugsa ser til hreyfings :/

  11. Siggi

    Nákvæmlega, var að spá í að taka þetta quote og hafa í færslunni, af mörgum góðum fannst mér þetta hvað best frá honum.

    Varðandi facebook tengingu þá virðist það ekkert hjálpa umræðunni frekar. Reynum bara að halda okkur á sómasamlegum nótum og eins og ég segi, nota samskiptamiðlana meira til að taka út stundarpirringinn. Speki sem vanalega er ekki innihaldsríkari en svo að hún komist ekki fyrir í 1-2 tístum.

  12. Ég skil ekki ad menn megi ekki láta pirringinn í ljós hvad BR vardar. Tad er augljóst ad meirihluti studningsmanna Liverpool treystir honum ekki og setja haepid vid FSG. Sjálfur er ég í teim hópi en er ekkert óánaegdur med Milner og Ings. Vonandi baetast alvöru leikmenn í hópinn fyrir haustid og svo ad vonandi menn maeti til leiks tegar sú feita syngur til fyrsta leiks haustsins.

  13. Fridtjofur #11

    Ég skil pointið hjá Babú þannig að ekki sé verið að banna mönnum að hafa skoðanir eða gagnrýna heldur frekar hvernig menn fara að því.. Þeas. ekki með capslock þessi eða hinn sé hálviti og eigi að drullufo**a sér burt! Það er nóg af svoleiðis svartagallsrausi annars staðar! Er annars nokkuð sammála þér með BR er dauðhræddur um að hann geti ekki gert betur með liðið, en hins vegar er búið að gefa það út að hannverði áfram þannig að það er spurning um að styðja liðið eins og það er og krefjast afsagnar ef lélegt gengi heldur áfram.

  14. Nr 11. Það er munur à að segja t.d “mèr finnst Glen Johnson vera kominn à endastöð og þakka honum vel unnin störf. Eða ” loksins erum við lausir við þetta sorp”
    Svona komment eru óþolandi.

  15. Ég skil ekki ad menn megi ekki láta pirringinn í ljós hvad BR vardar.

    Ekki nokkur maður að banna það, megnið af stjórnendum síðunnar leiða þá umræðu. Þetta er samt alls ekkert hugsað sem vettvangur fyrir misgáfulegt 2-10 línu pirringskast sem nánast enginn nennir að lesa, oft eitthvað sem viðkomandi er að ítreka í 5.-489. skipti. Samfélagsmiðlarnir eru alveg eðal fyrir slíka “umræðu”.

    Það bara getur ekki verið erfitt að skilja muninn á málefnalegum umræðum þar sem himinn og haf getur skilið milli manna í skoðunum eða 2-10 línu yfirlýsingu. Menn dæma sig t.am. nánast sjálfkrafa úr leik með CAPS LOCK (ítekað) eða þá meira en einu upprópunarmerki!!!!

    Þegar menn fá þráhyggju fyrir einhverju neikvæðu tengdu Liverpool snýst umræðan oftar en ekki í sama farið í öllum þráðum, sama hvert umræðuefnið er og slíkt nennir maður á endanum ekki að lesa.

    Þetta getur verið fín lína og stundum snúið að stýra þessu á betri veg en okkur langar alltaf að reyna það. Mögulega herðum við aðeins aftur á ritsjórninni og hendum einhverju sem mönnum finnst ósanngjarnt, þá verður í raun bara að hafa það.

  16. Ég lifi í draumi!
    Einn leikmaður smell passar inn í módelið hjá FSG og það er Paul Pogba. Það mætti borga mikið fyrir hann því hann mun verða dýrari típan eftir því sem árin fjölga hjá honum.
    Annars er ég sáttur við þau kaup sem gerð hafa verið nema Adam Bogdan. Hann getur varið svakalega vel en hann gerir of mörg klaufa mistök eins og sést hér http://www.youtube.com/watch?v=Px_c7jfGSdk Hefði viljað sjá mann sem hefði barist um að komast í liðið en ég tel engar líkur á að Bogdan taki stöðu Mignol.

    YNWA

  17. Sammála að það væri draumur að fá Paul Pogba. Að sulla saman 80 milljónum punda fyrir hann væri góð fjárfesting, með tilliti til þess hversu ungur hann er. Það þarf líka eitthvað svona rosalegt til að fylla skarðið sem Gerrard skilur eftir sig. Koma svo FSG, uppfyllið drauma okkar 🙂

  18. Pogba væri nú draumur. En verulega óraunhæfur draumur. Persónulega tel ég að þetta sé farið að vera gott með öllum þessum miðjumönnum sem Liverpool er að sanka að sér.

  19. Það er alltaf skemmtilegra að lesa umræðuna hérna inni þegar hamrað hefur verið á því að halda henni málefnanlegri.

    Adam Bogdan verður, held ég, ágætis viðbót við hópinn. Við sáum hvernig hann getur skilað af sér leikjum þegar liðin mættust í bikarnum.

    Ings og Milner verða svo squad players myndi ég halda en mikið rosalega vona ég að eitt gott signing komi inn, þ.e.a.s leikmaður þeim klassa sem Gerrard var. Hinsvegar myndi ég halda að það væru draumórar miðað við stöðu okkar manna í dag.

    Við skulum bíða og sá.

    YNWA – In Rodgers we trust!

  20. Milner er aldrei að fara að koma inn á þessum launum að verða einhver squad player.
    Hann á eftir að eigna sér þessa stöðu við hliðina á Hendo og vonandi verður Can þar fyrir aftan þó ekki í vörninni heldur að verja vörnina.

    Svo er bara spurning hvaða leikkerfi hann mun koma til með að spila.
    Ef við erum á eftir Clyne þá hlýtur hann að vera að hugsa um 4 manna vörn.

    Moreno – Sakho – Skrtel – Clyne
    —————–Emre Can
    ——–Hendo————-Milner
    ————Lallana–Coutinho
    —————-Sturridge

    Þetta lið er ekkert svo galið.

  21. Stefna eiganda klúbbsins okkar virðist sú að gera, Ings að okkar Harry Kane og Milner að arftaka Gerrards. Það er augljóst að Ings og Milners vissu af því í vetur hverjar hugmyndir klúbbsins voru með þá og þessvegna ákváðu þeir að ganga til liðs okkar, með því að láta samningana renna út, í stað þess að halda sig við aðra klúbba.

    Að því leitinu til voru þetta mjög mikil klókindi, því Ings er klárlega efnilegur og Milner er allavega það góður að Man City vildi halda honum.

    Mér sýnist að það standi til að fjárfesta í bakverði sem á að taka við af Johnson, vonast til þess að læknar hafi náð að koma í veg fyrir endalaus meiðsli Sturridge og láta Jordon Ibe stíga í fótspor Sterling.

    Þeir hyggjast reyna að aðlaga Balotelli að leikstíl liðsins ennþá frekar, vonast til þess að Bogdan verði happakaup aldarinnar, losa sig við Borini og ráða til okkar heimsklassa aðstoðarþjálfara til að gera æfingarnar á par við það allra besta sem gerist í heiminum.

    Þetta er margyfirlýst stefna klúbbsins og öllum ætti að vera ljóst sem rína í spilin að henni fylgt strangt eftir. Hér er um hreinræktuð áhættuviðskipti að ræða.

    Það má líkja stefnunni við Bílvélavirkja sem kaupir sér bíla með góðan efnivið, gerir þá upp og annað hvort notar þá til þess að keppa í rallökukeppni eða selur þá dýrum dómi til samkeppnisaðila sinna, eins og einmitt stendur til með Sterling um þessar mundir.

    Ég held því að of miklar væntingar til leikmannakaupa eru áskrift á geðkraga og ókeypis gistiveru á Kleppi. Raunar geri ég ráð fyrir óteljandi geðdeildar-innlögnum Liverpoolaðhangenda í sumar, vegna óánægju með leikmannakaupin.

    Liðið er einfaldlega ekki nógu fjársterkt til að keppa við risana þrjá, Man Und, Chelsea, Man City og mögulega ekki Arsenal, nema með því að beita klókindum á leikmannamarkaðnum. Því miður, það er bara þannig.

    Persónulega er ég ekkert mótfallinn þessari stefnu en ég held hún standi og falli t.d á því hvort Ings og Milner slái í gegn í sumar. Kannski er það mögulegt þar sem þeir virðast falla vel inn í hugmyndir Rodgers um hvernig fótboltamenn eiga að vera, en það er ómögulegt að giska rétt til.

  22. Það er svo sem ekkert að gera nema samþykkja stefnuna Babu þegar búið er að skýra hana fyrir aulum eina og mér. Það er alveg satt að málefnasnauðar og margítrekaðar upphrópanir, bölv og svívirðingar er frekar málefnasnauður málflutningur. Hinu leyni ég ekki að BR á ekki neitt inni hjá mér eins og staðan er í dag. Hitt verður vonandi að ég verð að kokgleypa þetta álit mitt á honum í haust þegar líður að jólum

  23. Hinu leyni ég ekki að BR á ekki neitt inni hjá mér eins og staðan er í dag

    Það er bara enginn þörf á því að ítreka það í hverjum einasta þræði, oft þó umræðuefnið sé allt annað. (Mun betra að nota twitter/facebook til að minna fólk á þessa skoðun með reglulegu millibili). Ég er ekki að segja að þú hafir verið að gera það (hef ekki hugmynd) en þú fattar vonandi hvað ég er að fara.

    Ef þetta (eða álíka) er eitthvað sem viðkomandi vill ræða er um að gera að gera það á málefnalegan og vel rökstuddan hátt sem hægt er að skapa umræðu út frá.

    Það var nánast útrætt fyrir 2-3 vikum að Rodgers yrði áfram hvort sem mönnum líkar það eða ekki og leiðinlegt til blóðs að lesa væl um það alla daga allt sumarið.

    Þetta er Rodgers núna, einu sinni var þetta Lucas, Kuyt, Benitez o.s.frv. o.s.frv. o.s.frv.

  24. Ég væri til í að skifta á Sterling (sem er ásáttur hjá okkur)við Chelsea og fá í staðinn Petr Cech og Diego Costa ,mér skyllst að Costa sé ekki sáttur og okkur vantar alvöru markmann

  25. Ég er alveg sammála halda umræðunni málefnalega.
    Rodgers átti slæmt timabil og leikmannastefna FSG beðið hnekki því er ekki að neita og stuðningur marga Liverpool áðdáenda til þjálfarann og eigenda hefur minnkað eftir hörmulegt gengi.
    Staðan er svona. Rodgers heldur starfinu og stefna FSG er mörgu leiti sama nema hvað að það á breyta til i þjálfarateyminu og vonandi farið yfir þessa leikmannanefnd og finna hvað fór úrskeiðis.
    Ég vill að Rodgers og FSG finni lausn á vandanum helst áður æfingatimabilið byrjar. Rodgers þarf að finna út sitt framtiðar leikkerfi og fjárfesta i leikmenn í þá stöður sem mun beturbæta leik liðsins. Milner og Ings er ágætis byrjun.
    Varnarskipulag hefur verið akhilles hæl Rodgers sem sannaðist heldur betur i Stoke og vonandi fáum við nýja menn i þjálfarateymið sem mun aðstoða Rodgers finna lausn á vandanum. Ef Linders er arftaki Marsh þá vona ég hann kemur með sinar áherslur sem mun beturbæta leik liðsins. Ég hlakka til sá hver verður ráðinn sem aðstoðarþjálfari Rodgers. Vonandi einhver reynslubolti þó ég væri sáttur við fá Hyppia 🙂 Ég er nokkuð viss að varnarleikur Liverpool mun stórbatna með Hyppia innanborðs.

    Annars nýjasta nýtt. Slúðrið er að City ætlar bjóða hátt i £40 kúlur i Sterling. Ef það er einhvað sannleikskorn i þessu þá er best að taka þessu tilboði þó ég hafði frekar villað selja hann til Evrópu. Sterling vill fara og best að selja hann og nota skildinginn sem við fáum fyrir hann og aðra leikmenn sem Liverpool mun selja i sumar eins og Aspas o.fl. til að styrkja hópinn. Auk þess vill ég sá FSG opna budduna aðeins. Ég get allveg séð fyrir mér tranfer kitty uppá £100 kúlur sem Rodgers og vonandi i samráði við nýja þjálfarateymið og beturbætt leikmannanefnd getur eytt i leikmannakaup..

    Spennandi timar. YNWA

Bogdan staðfestur og tilboði City í Sterling hafnað

Kop.is Podcast #85