Uppfært:
Fjölmiðlar í Bretlandi segja að næsti aðstoðarmaður Rodgers verði hinn 57 ára gamli Sean O´Driscoll sem nú er landsliðsþjálfari U19 hjá Englendingum.
Nafnið hringdi strax bjöllum hjá mér en hann var stjóri Bournemouth á sínum tíma og reyndar leikmaður þar einnig. Hann hefur verið að vinna sig upp undanfarin ár en ferill hans telst nú seint mjög merkilegur.
Rodgers er þarna augljóslega að ráða mann sem hann hefur mikið álit á en þetta er tekið úr grein Express um væntanlega ráðningu O´Driscoll
O’Driscoll, who joined the Football Association last September to work at youth level, was name-checked by Rodgers last season as one of the leading coaches in the country despite a relatively low profile. He shares the same philosophy as Rodgers, who said back in October he feared O’Driscoll would never have the opportunity to shine at the top level.
“The problem is that the guys who are ‘that type’ of [expansive] coach, you never hear of them really,” said Rodgers. “Look at Sean O’Driscoll. He is one of the best coaches I have ever come across.
“He has never had a chance in the top flight. His teams were expressive, had movement, they were technical, but he will probably never get a chance at a higher level.”
Eins er talað um að hugsanlega verði fleiri mannaráðningar í þjálfarateymi Liverpool á næstunni, fyrir utan O´Driscoll og Linders.
Hugmyndafræði FSG er að hluta til byggð upp á stöðugleika og þeir vilja ekki gera allsherjar breytingar sé hjá því komist. Það er dýrt og skilar sér jafnan seint og illa. Síðasta sumar var ljóst að Liverpool þyrfti að stækka hópinn og kaupa menn í stað síns besta leikmanns. Það voru ekki margar vikur búnar af tímabilinu er Rodgers fór að tala um að hann væri með marga nýja leikmenn sem þyrftu tíma til að venjast liðinu, leikstílnum og nýjum aðstæðum. Undirbúningstímabilið var hálf ónýtt vegna landsleikjaálags og umræddir leikmenn komu margir seint inn í hópinn.
Fyrir þetta tímabil var maður að vonast eftir því að þetta þyrfti ekki að gera og frekar yrðu keyptir fáir góðir leikmenn. Nú þegar enn er ekki einu sinni búið að opna gluggann er ljóst að ekkert lið hefur keypt meira en Liverpool í sumar og því spurning hvort liðið verði aftur í mótun fram að áramótum? Því langar mig að bera þetta sumar aðeins saman við síðasta sumar.
Fyrir það fyrsta var aðeins búið að ganga frá kaupum á Lambert og Lallana fyrir 1.júlí í fyrra og ekki búið að selja neinn fyrr en í ágúst nema Suarez sem fór 16.júlí.
Svona var þetta í fyrra.
Lambert 2 júní
Lallana 1.júí
Emre Can 3.júlí
Lazar Markovic 15.júlí
Dejan Lovren 27 júlí
Divick Origi 29. júlí
Javier Manquillo 6.ágúst
Alberto Moreno 16.ágúst
Mario Balotelli 25.ágúst.
Lambert var hugsaður sem 3-4 kostur en fékk fljótlega mun stærra hlutverk sem hentaði honum illa. Lallana fékk ekkert frí og náði ekki undirbúningstímabilinu nema að hluta vegna meiðsla sem hrjáðu hann mest allt tímabilið. Lovren kom seint inn í hópinn og náði aldrei að sýna sitt rétta andlit, vonandi eigum við hann inni núna. Balotelli var svo panic kaup sem fáir höfðu trú á og kom ekki í hópinn fyrr en 25.ágúst.
Þar fyrir utan eru þetta fimm leikmenn sem tala varla stakt orð í ensku, hafa aldrei búið á Englandi og einn þeirra var meira að segja lánaður strax.
Mignolet, Johnson, Lovren, Sakho, Gerrard, Henderson, Lallana, Sterling, Lambert, Sturridge og Balotelli fóru allir á HM um sumarið.
Þeir sem voru í landsliðsverkefnum fyrri hluta sumars spiluðu ekki æfingaleik fyrr en 27.júlí og þá vantaði ennþá um helming þeirra sem voru keyptir áður en glugganum lokaði. Tímabilið byrjaði á móti viku seinna en það gerir í ár og liðið náði nokkrum leikjum en ÁKAFLEGA litlum tíma á æfingasvæðinu til að stilla hópinn saman fyrir nýtt tímabil. Vont þegar hópurinn er mikið breyttur, þreyttur og venja þarf átta nýja leikmenn við aðstæðum.
Það er því ekki að undra að Rodgers hafi bent á þetta og hægt að taka undir að hann fékk ekki eins góð spil fyrir tímabilið og maður hefði óskað sér. Þetta er eitthvað sem átti ekki að endurtaka núna í sumar og með því að skoða þetta nánar er ekki verið að því.
Svona eru leikmannakaup Liverpool eins og staðan er núna.
James Milner
Roberto Firmino
Nathaniel Clyne
Danny Ings
(Diviock Origi)
Adam Bogdan
Joe Gomez
Milner kemur beint inn fyrir Gerrard og þarf varla að venjast neinu, hann þarf ekki einu sinni að flytja. Leikmaður með tæplega 400 leiki í Úrvalsdeild og töluvert meira ef allar keppnir eru taldar með. Þessu var greinilega búið að ganga frá fyrir löngu síðan.
Clyne er hrein skipting fyrir Johnson og minnkar það pressuna á honum strax. Hann er með tæplega 100 leiki í Úrvalsdeild og 122 leiki í Championship deildinni. Hann er vel kunnur flestum í hópnum og hefur spilað með mörgum þeirra í bæði landsliði og sínu gamla félagsliði. Svo ég umorði þetta, hann er ekki eins mikil áhætta og þarf líklega ekki eins mikinn tíma og Moreno, hvað þá Manquillo.
Roberto Firmino er “marquee” leikmannakaupin sem við höfum beðið lengi eftir. Það er vonlaust að sjá fyrir hversu fljótt hann aðlagast em þessi strákur er nú þegar búinn að spila 140 leiki í Bundesliga rétt svo 23 ára og kominn í byrjunarlið Barselíu á stórmóti. Hann er a.m.k. með meiri reynslu en Markovic og að mínu mati miklu meira spennandi en Lallana.
Fleiri leikmenn hafa í raun ekki komið sem maður sér fyrir sér fara beint í byrjunarliðið.
Við erum svo líklega að vanmeta gríðarlega Danny Ings og Origi sem líklega er báðum ætlað töluvert hlutverk strax næsta vetur. Ings er búinn að spila 160 leiki á sínum ferli og er rétt 22 ára. Hann hefur verið að skora ágætlega og er á nákvæmlega þeim aldri sem sóknarmenn taka næsta skref í markaskorun. Origi varð tvítugur í apríl, hann er nú þegar búinn að spila 90 leiki í Ligue 1 í Frakklandi og var fyrsti kostur í aðal landslið Belga á HM, lið sem er með Lukaku og Benteke innanborðs. Þetta er einfaldlega eitt mesta efni í heimi í dag, sama hvað þið lesið í frönskum dagblöðum.
Vonandi þurfa þeir ekki að fara jafn hratt ofan í djúpu laugina og Lambert þurfti að gera. Langar að segja Balotelli líka en hann átti bara að vera tilbúinn strax en er einfaldlega ekki nógu góður. Guði sé lof samt að Origi er að koma núna, það er engin press á honum og hann er að koma í stað Balotelli, Lambert eða Borini. Síðasta sumar hefði hann átt að fylla skarð Suarez.
Allt eru þetta leikmenn sem eru þekktir fyrir mikla vinnusemi og allir hafa þeir sloppið ágætlega við meiðsli hingað til á ferlinum. Þ.e.a.s. þeir spila flestir megnið af leikjum sinna liða.
Joe Gomez og Adam Bogdan hafa svo engin áhrif á byrjunarlið Liverpool í upphafi móts.
Allir ættu þeir að vera mættir til æfinga frá fyrsta degi utan Firmino og Ings sem taka smá pásu eftir landsleikjatörn.
Niðurstaða
Þannig að á pappír er Rodgers með mun betur undirbúið lið frá byrjun núna og þarf ekki að róta eins mikið í liðinu frá síðasta tímabili, ekki að það megi ekki skipta svo gott sem öllum út eftir 6-1 tap í síðasta leik.
Það eru svo ekki bara nýir leikmenn sem við horfum til því líklega er hægt að búast við bætingu og það verulegri frá nánast öllum leikmannakaupum síðasta sumars. Eins verðum við að vona að það versta sé afstaðið í meiðslum hjá Sakho, Sturridge og Lallana. Hellings gæði þar sem geta haft mjög mikil áhrif á stigasöfnun.
Ofan á þetta er Liverpool með ungan hóp fyrir sem getur bætt sig verulega. Næsta tímabil verður t.a.m. verulega spennandi hjá Henderson og Coutinho hafi þeir betri samherja með sér.
Líklega mun Liverpool fá svipað marga inn í hópinn og á síðasta tímabili, en þeir sem koma beint inn í liðið ættu allir að hafa leikreynslu til að aðlagast strax og bæta það sem fyrir var í þeirra stöðum. Það er svo afar mikilvægt að stjórinn fái þennan mánuð með (nánast) öllum hópnum fyrir tímabilið.
Nú er verið að tala um Sean O’Driscoll þjálfara enska U21 liðsins sem eftirmann Pascoe. Get ekki sagt að maður sé að farast úr spennu þegar recordið hans er skoðað þar sem hann hefur verið, ca. 36% vinningshlutfall á ferlinum. Nýr já-maður fyrir Brendan?
Mer lyst vel a þetta allt saman og er spenntur fyrir komandi tímabili. Kaupa bara einn klassa senter i viðbót og min vegna ma kaupa lika klassa miðjumann ef það a að losa einhverja miðjumenn i burtu, vill alla daga frekar losa Allen heldur en Lucas ef við pælum i þvi.
Hvað varðar Origi þa vona eg að hann eigi eftir að geta eitthvað en þvi miður þa hef eg haft a tilfinningunni alveg fra þvi hann var keyptur að hann se langt fra þvi að vera tilbuin i urvalsdeildina, hann er allt oðruvisi en Benteke og Lukaku, hann er mikklu grennri og aumari en þeir og hann minnir mig bara a N.Gog. allavega spai eg þvi að hann verði aldrei neitt nr a Anfield en vona að hann troði sokk uppi mig.
Eftir að hafa fengið inn þessa nýju menn held að að byrjunarliðið okkar og breiddin á liðinu sé mun betri á alla vegu. Það er líka mjööög mikill munur að menn geta hvílst fyrir þetta tímabil og spilað betur saman á löngu undirbúningstímabili í staðinn fyrir að þurfa að fara á HM, eins og flestir okkar byrjunarliðsmenn gerðu í fyrrasumar.
Annars langar mig að benda á áhugaverða grein frá Paul Doyle, en hann vill meina að Henderson sé ekki nógu góður til að verða fyrirliði og að Sterling sé betri kandídat:
http://www.theguardian.com/football/blog/2015/jun/29/liverpool-raheem-sterling-jordan-henderson-captain
Að vera góður fyriliði er ekki það sama og að vera leikmaður. Mundi aldrei géva Sterling fyriliða bandið. Hann er of oft eigingjarnt fífl á vellinum.
Ég var nú að vonast eftir aðeins meira sjóuðum gæja sem aðstoðarmanni Rodgers..
Með fullri virðingu fyrir þessum Sean O´Driscoll, þá finnst mér vanta frekar alvöru winner í þessa stöðu.
Firmino marguee signing???
Wreally, þetta er efnilegur náungi loks að stíga stærra skref á ferlinum. Kemur í ljós hvort að hann stígi skrefið upp eða ekki?
Minni samt á að öll topplið í Evrópu áttu marga menn sem fóru á HM. Meira segja slapp Liverpool við það að eiga leikmenn í fjögurra liða úrslitum en hin top 4 liðin áttu öll leikmenn sem fóru svo langt. Margt má taka til greina sem sagt er hér en HM er ömurleg afsökun þar sem flestir leikmenn liverpool eru englendingar sem ekki komust upp úr riðlinum sínum 😉
Verð að segja að mér finnst oft svoldið kjánaleg þessi umræða um “winner” í hinar og þessar stöður hjá klúbbnum. Þetta hljómar rosalega vel en þýðir í raun ekki neitt.
Mestu máli skiptir að hugmyndafræði BR og aðstoðarmanns hans passi saman og þeir bæti hvorn annan upp. Ég held að það myndi ekki bæta neitt að fá t.d Meulensteen, þó hann sé “alvöru winner”, því hann er með allt aðrar áherslur í taktík en BR. Meulensteen er vanari 442 og að spilað sé direct eins og Ferguson vildi.
Hættum að henda þessum klisjum út um allt og búum bara til okkar eigin winner-a 🙂
Verð að segja að ég hef bara enga skoðun á þessu. Finnst eins og ég hafi heyrt þetta nafn áður en kannast að öðruleiti ekkert við þennan mann.
Varðandi þessa grein í Guardian #4 þá held ég nú bara að þessi aðili hafi ekki hundsvit á fótbolta ef hann er að mæla með því að Sterling fá fyrirliðabandið. Fyrirliði snýrst ekki um að vera góður í fótbolta heldur um mental styrk og það að vera stjórnandi og garga sína menn áfram þegar á þarf að halda. Sterling er ekki líklegur til þess.
Sem dæmi hefur Messi ekki verið fyrirliði Barcelona þrátt fyrir að vera besti leikmaður í heimi. Hann er hins vegar fyrirliði Argentínu og þar nær hann líka ekki næstum því eins góðum árangri og með Barcelona.
Það má alveg færa rök fyrir því að Henderson sé ekki sá besti til að vera fyrirliði Liverpool en að stinga upp á því að 20 ára egócentrískur peyji verði gerður að fyrirliða í þeim tilgangi að halda honum í klúbbnum er bara fáránlegt. Þessi Paul Doyle er að gjaldfella sig hraðar en íslenska krónan 2008 með þessum pistli.
Sean O’Driscoll er augljóslega góður þjálfari þó að hann fari ekki hátt í fjölmiðlum. Ef ég skil þetta rétt hefur O’Driscoll áunnið sér virðingu bransans fyrir frábæra þjálfun, skýra leikhugsun og að setja alvöru handbragð á þau lið sem hann teflir fram.
Hlutverk góðrar þjálfunar hefur stundum verið vanmetið á Englandi. Allskonar jólasveinar dúkka upp sem þjálfarar frægra liða af því að þeir voru góðir leikmenn á sinni tíð og eru því við alþýðuskap.
Mér finnst ráðning Sean O’Driscoll virkilega áhugaverð og það litla sem ég hef náð að lesa um hann bendir til að hér sé úrvals fagmaður á ferðinni sem hefur þreytt þorrann og góuna við þjálfun í áratugi við góðan orðstír hjá starfsbræðrum sínum en litla athygli fjölmiðla.
Ég er líka einn þeirra sem er viss um að Danny Ings á eftir að slá í gegn á Anfield. Þetta er virkilega complete leikmaður. Skorar jafnt með skalla, hægri og vinstri. Leggur helling upp, er með fína tækni, mikinn leikskilning, er fljótur að hlaupa og vinnusamur með afbrigðum.
Þá er Danny Ings drengur góður og leggur mikið á sig til að hjálpa fjölfötluðum börnum.
Ef maður ætti að ganga á Everest og velja á milli Danny Ings eða Mario Balotelli til að sjá um að reipin og festingar væru í lagi væri valið einhver spurning?
Líkt og Sean O’Driscoll er það eina sem hægt er að setja út á Danny Ings er að hann er var leikmaður low profile liðs og svo hitt að hann kostaði lítinn pening. Samt er ekkert sem bendir til annars en að þeir séu báðir fagmenn fram í fingurgóma sem leggja sig alla fram til að ná árangri innan sem utan vallar.
Nr. 4
Ég hef ekki séð einn mann fjalla um þessa grein án þess að gera grín af henni og þá bara út frá fyrirsögninni enda hún ekkert nema click-bait sem maður fellur ekki fyrir.
Nenni ekki einu sinni að lesa rökin, ef hann er í alvöru á því að Sterling eigi að vera fyrirliði er hann mest að gera lítið úr sjálfum sér.
En þessi O´Driscoll er með ágætisvinningshlutfall hjá U19 landsliðinu. Þeir sem þjálfa þar ættu líka að þekkja út og inn alla efnilegustu unglinga álfunnar. Og talandi um að hann sé ekki winner þá hefur hann unnið titla í neðri deildunum sem þjálfari og leikmaður. Mig grunar svo að hann yrði ekki mjög íþyngjandi fjárhagslega miðað við aðra sem koma til greina.
Þetta er kannski full reactionary út af einum góðum leik en það kitlar mjög eftir að hafa fylgst með Copa America að lauma smá aur að Napoli og fá Vargas.
Hann var nú ekkert að gera rosalega hluti með QPR í fyrra en hann var mikið meiddur og spilaði ekki sem striker. En ég man nú eftir þegar hann kom inná á móti Liverpool og heldur betur gerði okkur skráveifu. Skoraði hann ekki 2 mörk?
Allavega, hann er þessi Suður-Ameríkumaður, pínu klikk og getur gert allskonar flott og skrýtið í fótbolta. Svo var einhver að tala um að Napoli vilji lána hann aftur.
Hugsa að Vargasinn yrði helvíti flottur með okkur Guderian og Ings á Everest.
Reyndar Babu byrjaði Origi ekki einn leik i riðlakeppni a HM hann kom inn startaði svo i 16 liðað en var skipt utar og lukaku byrjaði þar. benteke var svo meiddur og missti af HM þess vegna var hann ekki þar. Svo við skulum ekki hype Origi of mikið upp.
Annars mjög goður postur og synir hve mikilvægt er að klára leikmannakaup sem fyrst. Liðið verður meira og minna tilbúið i fyrsta leik og engin afsökun að vinna hann ekki.
Eitt sem mig langar að tala um er að eg spjallaði við felaga minn sem er buinn að horfa a alla leiki Brazilu a Copaamerican og þar hefur Frimoni bara verið lala eins og allt liðið. Ekkert spes i rauninni og virkað þreyttur. Hann segir samt að Brassar tali um hann sem gæja sem gæti orðið mjög goður en Brasilu menn telja hann i dag ekki betri leikmann en t.d Coutinho, Neymar og svipaðan og Oscar.
HM 2014 Origi
Belgía – Algería kemur inná á 58 mín fyrir Lukaku þegar staðan er 0-1. Belgía vinnur 2-1
Belgía – Rússland kemur inná á 57 mín fyrir Lukaku þegar staðan er 0-0. Belgía vinnur 1-0 og Origi skoraði sigurmarkið á 88.mín. Hann var í stuttan stund yngsti markaskorari í HM söguni þangað til að einhvern USA maður skoraði gegn Belgíu í 16.liða úrslitunum.
Belgía – Suður Kóra kemur inná á 60 mín fyrir Januzi þegar staðan er 0-0. Belgía vinnur 1-0
16.liða úrslit Belgía – USA – Spilar 90 mín en er tekinn útaf í byrjun framlegingar 0-0 staðan. Belgía vinnur 2-1
8.liða úrslit Belgía – Argentína . Spilar 59 mín en er tekinn útaf fyrir Lukaku 0-1 og endar 0-1 fyrir Argentínu.
s.s þessi 19 ára strákur byrjar inná í 16 og 8.liða úrslitum fyrir Belgíu og skoraði sigurmark gegn Rússlandi eftir að hafa komið inná, svo að hann kann líklega eitthvað í fótbolta 🙂
En eins og allir ungir leikmenn þá verður hann örugglega mjög óstöðugur á eftir að líta frábærlega út og svo varla sjást í næsta leik o.s.frv. Leyfum okkur að láta þennan strák njóta vafans þótt að maður á von á að hann verði í byrjunarerfileikum en ekki afskrifa hann áður en hann spilar leik fyrir félagið
Eg var nu aðallega að benda a rangfærsluna um að hann hafi byrjað sem fyrsti framherjinn. Hann sló Lukaku ut eftir að hafa staðið sig vel. Bara að benda a að hann er ungur og við skulum ekki fara hype hann upp i hæstu hæðir eins og hann hafi afrekað eitthvað strax. Það gekk illa hja honum i Frakklandi i vetur en vonandi okkar vegna brillerað hann hja okkur. Eg hef allavega ekki afskrifa hann og mun ekki gera, vonandi mun hann vera notaður rett hja LFC i vetur.
hvenar verða Clyne kaupin staðfest?
varðandi Origi þá var hann látinn spila á vinstri vængnum í 3 manna sókn hjá Lille.. ekki hans sterkastastaða en yfir í annað ég er alltaf að verða meira og meira Benteke maður og er mjög spenntur fyrir honum en hér er ágætis pistill um hann frá Aston Villa stuðningsmanni sem telur hann vera of góðan fyrir Villa og nógu góðan fyrir Liverpool.. Ég mæli með að þið lesið þetta
kv ein spenntur og bjartsýn fyrir tímabilinu..
https://www.reddit.com/r/LiverpoolFC/comments/3bjl5z/clearing_up_some_misconceptions_surrounding/
Clyne verður að öllum líkindum staðfestur á morgun þegar glugginn officially opnar.
Þetta er þá nokkurn veginn staðan eins og hún er í dag.
Ég er nokkuð sáttur með þessa breytingu sem styrkir klárlega liðið og hópinn.
Milner = Gerard
Bogdan = Jones
Clyne = Johnson
Origi = Aspas
Firmino = Sterling sem er nánast farinn
Ings = Borini sennilega til West Ham eða Aston Villa
Gomes = Coates sennilega farinn til Sunderland
Svo myndi ég vilja fá einhvern klassa klassa miðjumann og þungaviktar sóknarmann.
Nr 11….en Balotelli er miklu stærra nafn?? Við viljum bara stóru nöfnin, ekki endilega gæði….
Fyrir þá sem hafa áhuga, þá er úrslitaleikur Evrópumóts u21 liða að byrja eftir hálftíma. Ilori er að sjálfsögðu í byrjunarliðinu hjá Portúgal en Ludwig Augustinsson, vinstri bakvörður Svía, hefur líka verið mikið orðaður við Liverpool.
Þakkir, Eyþór.
Nr 22. Af hverju heldurðu að stóru nöfnin séu stór nöfn í fótbolta? Nú af því að þeir hafa skapað sér nafn og eru þekktir fyrir að vera með gæði.
Fyrir utan svona einstaka vitleysinga eins og Balotelli sem hefur skapað sér nafn fyrir allt annað en fótbolta, enda held ég að flestir hafi nú verið pínu efins með Balotelli þegar hann var keyptur.