Hér er þáttur númer áttatíu og sjö af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum að þessu sinni og með mér voru Einar Örn, Maggi og Eyþór.
Í þessum þætti ræddum við ráðningu Sean O’Driscoll sem aðstoðarstjóra, kaupin á Roberto Firmino og Nathaniel Clyne og slúðruðum aðeins um Christian Benteke.
Snild.
Kommenta aldrei hérna en les og hlusta á allt sem kemur hingað.
Vill bara þakka ykkur fyrir frábært framtak, bæði skrif og upptökur.
Ég er 100% sammála markmanninum mínum enn eina ferðina með þessa aðstoðarþjálfara. Þarna finnst mér vera að hengja bakara fyrir smið, síðan fer smiðurinn bara í sumarfrí með nýju kærustunni og virðist vera “stikkfrí” þessi hugmyndafræði er EKKI að virka , inn koma Knoll og tott með enga Evrópu reynslu og vinningshlutfall næstum því lægra en sykurinnihald í pepsi max. Ég skil ekki hvernig sumir halda að T.D. Pako sér einhver ógn við BR ? Og hans gjaldþrota hugmyndafræði ? Eru menn búnir að gleyma stoke 6- liverpool 1 ????? Er BR ekki bara í meðferð ? Til þess að láta aðdáendur gleyma ? ? Hvaða drasl erum við að taka inn ? Einhverja sem vantar tíma uppí atvinnuleysisbætur ? Á hvaða blaðsíðu er BR komin núna með planið fyrir FSG ? “Copy moriniho page ” nema hann kann ekki að spila eins og hans lið. Þeir leikmenn sem “hann” keypti inn síðasta sumar, voru þeir ekki keyptir inní annað leikkerfi en benteke ? ? Á nú að umvarpa því og fá nýjan svartann carrol af því BR er komin á blaðsíðu 499 og er ráðalaus ? ? ? ? Babu, Eyþór , Kristján ! Eruð þið bunir að gleyma 6-1 ? Getum við ekki frekar fengið carrol bara frítt og eytt peningnum í Higuan ? Ætlar BR kannski að láta benteke spila hægri bakvörð ? Nuna þegar can fer á miðjuna ????
Þessi þjálfara mál eru náttúrulega hálfgert djók, ég skal gúddera Ljinders, menn virðast almennt hafa gott orð á honum sem til hans þekkja. En þessi O’Driscoll ráðning, veit ekki með þetta. Lyktar eins og já-maður fyrir Rodgers, og þegar tveir menn eru í teimi sem eru alltaf sammála er klárlega annars óþarfur. En sjáum til, kannski er þetta match made in heaven.
Leikmennirnir sem eru komnir inn er ég að fíla að mestu, Gomez er til framtíðar sama hvað hann segir í viðtölum um að hann ætli sér að berjast inn í byrjunarliðið. Firmino kaupin eru klárlega það sem maður er spenntastur fyrir eins og komið er. Milner kaupin eru solid kaup að mínu mati, leikmaður á fínasta aldri með meiri reynslu en allir núverandi leikmenn Liverpool af stórleikjum og titilbaráttu. Að undanskildum bílasölumanninum okkar, en ég tel hann varla með. Clyne eru að mínu mati frábær kaup. Ings er wild-card, Bogdan er upgrade að því virðist frá Ástralanum. Í heildina mun jákvæðara en neikvæðara.
Varðandi Benteke, eins og nefnt var í podcastinu, er mögulega upphafið af nýrri nálgun frá Rodgers, af því gefnu að hann komi inn. Það sem hann var að gera síðasta tímabil var augljóslega ekki að virka og því aldrei að vita nema það sem hann ætli sér í vetur muni skila okkur árangri. Aðeins tíminn getur leitt það í ljós.
Hvaða leikmann á að kaupa frekar en Benteke? Huguain ef hann er laus, en eflaust fjarstæður draumur. Annars eru engin stór nöfn á lausu sem einhverjar líkur eru á að Liverpool nái að klófesta.
Hvað sem því líður eru kaup sumarsins þó ekki enn sem komið er þannig að við séum að fara í neina titilbaráttu frá fyrsta leik. En fótboltinn er ‘a fickle bitch’ og maður veit aldrei. Ef við fáum Sturridge inn í Okt og liðið komið á eitthvað skrið í markaskorun er aldrei að vita hvað gerist. Rodgers hefur fram að áramótum til að sanna hvað í honum býr, og ef hann fellur á prófinu verður vonandi Jurgen Klopp ennþá á lausu.
Allavega ég er nokkuð bjartsýnn með sumarið, sem er ekki eitthvað sem ég var í byrjun júní.
[img]/Users/Strumpur/Desktop/Mourinho and rodgers.png[/img]
Hvað hélduð þið kannski að þessi Mourinho yrði ráðinn aðstoðarmaður ?
Ég var að sjá á City síðunni að James Milner lék aðeins meira fyrir City í fyrra en ég hélt.
Hann spilaði 32 leiki fyrir þá í deildinni af 38 og þar af byrjaði hann 18 af þeim.
Hann var einnig í byrjunarliðinu í bikarnum hjá þeim í 10 leikjum og kom 3 inná sem varamaður. Samtals spilaði hann 45 af 51 leik hjá City í fyrra.
Þannig að við vorum klárlega að ná okkur í leikmann sem mætti alveg kalla lykilmann í stjörnuprýddu liði Man City.
Mér lýst djöfulli vel á Benteke, eitthvað segir mér að ef þetta væri gaur í þýsku eða spænsku deildini á þessum aldri og við hefðum sjaldan séð hann spila værum við að deyja yfir honum og hans stats. Hann er 1,91 og 85 kílóa beast sem er samt ágætla hreyfanlegur og lúnkinn með boltann. Hann hefur allavega oft drepið okkar vörn til þessa. Fara klára hann og selja þá sem við munum ekki koma með til að nota og nota þá Lucas uppí Kovacic (vill samt ekki missa Lucas, sætti mig þó við þetta) Og þá er þetta að verða hinn fínasti hópur!
Tel þetta vera okkar sterkasta lið þá : http://lineupbuilder.com/?sk=7m00
Menn eins og Kovacic, Can og Origi ættu alveg sénsinn að komast í starting. Þetta er allavega liðið sem ég held að byrji fyrsta leik ef öll kaup ganga upp.
Eftir 3 tímabil hjá Liverpool er Rogers með eitt á pari, eitt á fugli og eitt á skolla. Heilt yfir á pari. Fuglinn kom þegar liðið var nógu gott. Vonandi er að takast að byggja upp gott lið á ný. Það að fólk þurfi að rífa sig upp á skapahárunum í hvert sinn sem það man að Rogers er managerinn okkar þykir mér sorglegt. Ekki Brendan vegna heldur almenns geðheilbrigðis pöpuls þessarar jarðar. Spenntur fyrir nýju staffi, innan valalr sem utan og tel niður daganna þar til fyrsti leikur verður flautaður á.
En auðvitað þarf að pústa út neikvæðu hleðslunni og máske er þetta ýfið hrokafullt komment hjá mér en ég stend við innleggið.
Hef haft mínar efasemdir um Benteke. Eftir að hafa lesið þessa greina frá Aston Villa manni og skoðað klippurnar er ég sannfærður.
https://www.reddit.com/r/LiverpoolFC/comments/3bjl5z/clearing_up_some_misconceptions_surrounding/
Benteke til Liverpool!
YNWA
http://www.thisisanfield.com/2015/07/confirmed-liverpool-announce-nathaniel-clyne-signing/
Þetta eru svo sem engar nýjar fréttir en mér sýnist Clyne vera genginn til Liverpool 🙂 . Góðar fréttir því þessi staða var ekki sú best mannaðasta hjá liðinu okkar.
Jæja nú er Clyne búinn að skrifa undir hjá Liverpool. Þetta þýðir í raun að viðbætur liðsins það sem af er tímabili er (gef mér að Sterling verði seldur):
Firmino inn, Sterling út
Milner inn, Gerrard út (Allen & Lucas aftar í gogunarröð)
Clyne inn, Johnson út
Hvað segið þið, er um styrkingu að ræða eða komum við svipað mannaðir inní seasonið?
Mikil styrking að mínu mati en maður hefur svo sem fagnað í jun/júl áður.
Ég er til í að gefa Benteke séns þó svo að ég sé á báðum áttum með það, eins og svo margir, hvort hann henti í þann leikstíl sem maður gerir sér vonir um að LFC ætli að spila. Miðað við kaupin hingað til lítur út fyrir að það verði allavega 4 manna varnarlína, og ég held að Benteke yrði flottur í 4-3-3 (eða 4-5-1 hvernig sem á það er litið) sem fremsti maður með Brassinho tvennuna með sér fyrir aftan.
Benteke hefur nú sýnt að hann er ekki eins kassalaga leikmaður og Carroll, og mér finnst það ansi mikil upphýfing fyrir hann að vera borinn saman við Benteke.
Benteke fór nú illa með okkur hérna um árið, skoraði 2 og lagði upp 1, og er ég ekki algjörlega sammála því að hann geti ekki gert eitthvað úr hlutunum, þó hann standi ekki inni í markteig.
https://www.youtube.com/watch?v=JfqhI8tT7b0
#12 Þarna er hann basically að rústa okkur
Áhugavert varðandi Benteke:
https://www.reddit.com/r/LiverpoolFC/comments/3bjl5z/clearing_up_some_misconceptions_surrounding/
Nr. 2 o.fl.
Ekki búinn að hlusta á þáttinn ennþá en þessi aðstoðarstjóra umræða er meira en þreytt og helgast EINGÖNGU út af pirringi manna út í stjórann. “Hljómar eins og já maður” segir einhver sem veit greinilega ekkert um viðkomandi og mætti ráða á því að stjórar séu alla jafna að ráða aðstoðarmenn sem eru sér ekki sammála hvað stjórnun varðar.
Kynnið ykkur frekar manninn og fyrir hvað hann stendur heldur en að horfa bara á CV-ið. Þessa umræðu hef ég ALDREI ÁÐUR HEYRT hvorki um Liverpool eða önnur lið, enda er hér verið að ræða breytingar á þjálfaraliði, þar á meðal aðstoðarstjóra. Hér er ekkert verið að hengja neinn eða koma sök á aðra, bara breyta til að vonandi bæta starf félagsins.
Varðandi það að hann viti ekkert um t.d. leikjaálag sem fylgir Meistaradeild þá gæti ég trúað að hann hlæji upphátt af þannig fræðum. Hann hefur bara stjórnað liðum sem spila alltaf 8 leikjum meira á tímabili en Úrvaldeildarlið og það oftast á engu budget-i. Þau lið spila líka í bikarkeppnum (og úrslitakeppnum), auðvitað á sínu leveli.
Skoðum aðeins þessa stöðu hjá öðrum liðum í úrvalsdeildinni, svona úr því þetta er orðið svona gríðarlega mikilvægt. Ég gat talið upp þrjá aðstoðarstjóra og fattaði nokkra til viðbótar þegar ég heyrði nafnið. Allt fyrrum leikmenn sem hafa ekkert gert að ráði sem þjálfarar.
Arsenal – Steve Bould
Hann hefur unnið sig upp innan félags að mestu minnir mig, mundi hann þar sem hann er þekktur sem leikmaður.
Aston Villa – Ray Wilkins
Ný búið að ráða hann til Villa, var t.a.m. rekinn frá Chelsea ef ég man rétt, man þó ekki eftir að viðkomandi þjálfari hafi verið að hengja bakara fyrir smið eða umræðu í þá átt.
Bournemouth – Jason Tindall
Byrjaði sem aðstoðarstjóri rétt rúmlega þrítugur hjá liði neðst í neðstu deild og hefur unnið sig upp. Óhugsandi að maður sem bara hefur reynslu úr neðri deildum viti nokkuð um þjálfun í Úrvalsdeild. Ég btw. mundi eftir honum enda ágætlega að mér um Bournemouth.
Chelsea – Steve Holland
Mundi ekkert hver var aðstoðarmaður Mourinho og veit lítið um viðkomandi þó ég hafi heyrt nafnið.
Crystal Palace – Keith Millen
Já einmitt.
Everton – Graeme Jones
Leicester City – óvíst
Ný búið að reka Pearson, man ekkert hver var hans aðstoðarmaður.
Liverpool – Sean O´Driscoll
Vissi nú meira um hann heldur en Colin Pascoe ef út í það er farið. Hljómar ágætlega þegar maður les sig aðeins til um hann.
Manchester City – Brian Kidd/Ruben Cousillas
Reynsla Brian Kidd hefur svona líka hjálpað milljaðra liði Man City í Meistaradeildinni þar sem þeir falla jafnan allt of snemma úr leik.
Manchester United – Ryan Giggs
Goðsögn sem leikmaður, ný útskrifaður úr þjálfaranámi.
Newcastle United – óvíst
Norwich City – Enginn
Skotinn er bara með tvo yfirþjálfara, þessi þjálfari hjá þeim var btw. minna nafn en O´Driscoll er hann tók við.
Southampton – Erwin Koeman
Mundi eftir honum, 100% bara út af því að þetta er bróðir stjórans.
Stoke City – Mark Bowen
Sunderland – Željko Petrovi?
Swansea City – Pep Clotet
Tottenham Hotspur – Jesús Pérez
Watford – Tekur því ekki að muna, verður rekinn innan 10 vikna.
West Bromwich Albion – David Kemp/Mark O´Connor
West Ham United – Nikola Jur?evi?
Gæti trúað því að fæstir hafi vitað um megnið af þessum mönnum. Enginn okkar veit nokkurn skapaðan hlut um þá sem aðstoðarstjóra eða þeirra störf innan félaganna.
Bottom line, ef Rodgers vill gera breytingar þarna þá getur það varla verið stórmál og auðvitað velur hann inn menn sem hann hyggst vinna með, a.m.k. í stöðu aðstoðarstjóra.