Mánudagur – æfingar hefjast

Leikmenn Liverpool mættu aftur til æfinga í morgun (utan þá sem fengu lengra frí vegna verkefna með landsliðum). Eins og við var búist staðfesti klúbburinn ráðningu O´Driscoll sem aðstoðarþjálfara og að Lijnders væri tekinn inn í þjálfarateymið (vann áður með U16 ára liðið).

Tilkynninguna frá klúbbnum er að finna hér.

Umfjöllun um Pepijn Lijnders er að finna hér.

Stutt yfirferð opinberu síðunnar yfir feril O´Driscoll er svo að finna hér.

Hér má einnig finna umfjöllun Guardian sem m.a. birtir nokkur ummæli eftir Rodgers:

“I have made these appointments because I want to take us in a new technical direction, in terms of coaching,” Rodgers said. “I believe the entire first-team set-up will benefit and I am extremely positive and excited about what we can achieve, as a group, going forward.”

“My admiration for Sean, as a professional, is well documented,” continued Rodgers. “He is someone with a clear vision and philosophy and has proved he has the ability to transfer that knowledge, through his coaching, to the players. I am looking forward to working with him and also learning from his experiences and gaining valuable knowledge from his expertise.”

“He has excelled at the academy and I believe this is the perfect time for him to make the step up to the first-team set-up and use his talents for the benefit of the senior squad,” said Rodgers. “Pep displays a passion and enthusiasm for his profession that is truly infectious and I believe will have a positive impact.”

Þetta eru fyrstu ummæli sem líta dagsins ljós frá stjóranum síðan hann sat fyrir svörum eftir Stoke leikinn í maí. Menn hafa greinilega ákveðið að leyfa rykinu að setjast og láta verkin tala. Ekkert nema gott um það að segja. Það er allavega ljóst að Rodgers er að fá sína menn inn og það er verið að breyta ákveðnum áherslum hjá klúbbnum, bæði hvað varðar þjálfarateymið sem og allt sem við kemur leikmannakaupum. Það gerir allt ferlið “gegnsæjara”, eitthvað sem margir hafa kallað eftir í talsverðan tíma.

Að leikmannamálum:

Firmino stóðst víst læknisskoðun fyrir helgi. Hann, ásamt Coutinho, mun fá amk 2 vikna lengra frí en aðrir vegna þáttöku þeirra í Suður-Ameríku bikarnum (Echo).

Luis Alberto er víst við það að ganga til liðs við Deportivo La Coruna. Eins árs lánssamningur (Echo).

Benteke er víst enn okkar skotmark númer eitt. Aston Villa vill ekki selja, Liverpool vill ekki borga klásúluna (32 milljónir punda). Þetta mun vafalaust dragast eitthvað út júlí mánuð hið minnsta. Allir miðlar eru samt sammála um að hann sé okkar fyrsti kostur og muni líklega enda hjá Liverpool FC. Spurning hvort hann þurfi að fara fram á sölu, sem hann vill víst síður eftir að hafa gert slíkt hið sama fyrir tveimur árum þegar hann hélt að Tottenham væri að fara bjóða í hann. Stuðningsmenn Liverpool virðast ekkert allt of hrifnir af væntanlegri komu Benteke, sérstaklega ekki á þann pening sem er verið að ræða um (25mp+). Hér er þó ágætispóstur á reddit frá stuðningsmanni Aston Villa um kauða, ásamt myndböndum ofl ofl. Ágætis lesning.

Nokkrir miðlar tala einnig um það að þriðja tilboð City í Sterling sé væntanlegt. Spurning hvort það verði þá ekki nær 45-50 milljónum sem klúbburinn vill víst fá fyrir drenginn. Ekkert ólíklegt að eitthvað stórt gerist í þessari viku áður en Liverpool heldur í æfingaferð sína. Við sjáum hvað setur.

Annars er orðið laust.

21 Comments

  1. Sælir félagar

    Eins og venjan er í júlí þá er maður uppfullur af bjartsýni og telur næsta season verða “okkar” season. Eins og flestir stuðningsmenn klúbbsins þá er maður fullur efasemda um Benteke og er það kannski helst útaf því hversu illa target strikerum hefur gengið að plumma sig hjá lfc ásamt efasemdum um að hann henti því leikskipulagi sem klúbburinn vill spila. Flestir eru þó sammála að hann er sterkur leikmaður sem myndi vissulega styrkja lfc og er það eitt og sér vissulega jákvætt.

    Þjálfaramálin lít ég björtum augum og virðist koma O´Driscoll vera skref í þá átt sem maður taldi að klúbburinn vildi þróast þ.e. að vera vel spilandi og sóknarþennkjandi klúbbur. Ég lít í sjálfu sér ekki á það sem mikla breytingu heldur miklu frekar að það sé verið að festa betur í sessi þá stefnu sem þegar er byrja að móta ásamt því styrkja þjálfunarteymið.

    Það sem ég er í raun forvitnastur að sjá er hvaða leikkerfi liðið mun leggja áherslu á og hvaða leikmenn verði ofaná í byrjnarliðið. Mér finnst mikil óvissa ríkja í kringum nokkur nöfn sem spila framarlega á vellinum. Ef við gefum okkur það að Sturridge verði í betra ástandi og nái amk helming leikja ásamt því að einn striker verði keyptur til viðbótar þá finnst mér að ákveðnir leikmenn muni lenda í vandræðum með að fá mínútur í vetur eins og t.d. Origi, ings, Markovic, Ibe. Þessi strákar þurfa umfram allt spilatíma til þess að halda áfram að þróast og þroskast sem leikmenn.

    Annars bara spenntur að sjá framhaldið.
    YNWA

  2. Mikilvægt að selja Sterling sem fyrst, eiga inni góða innstæðu og bjóða í Higuain.

  3. Takk kærlega Eyþór fyrir þennan link á Benteke póstinn á Reddit, mjög áhugaverð lesning. Held að Benteke sé besti raunhæfi framherja kosturinn sem við eigum (held að t.d. Lacasette hafi ekki áhuga að koma til okkar núna). Að mínu mati eru fjölmargir LFC aðdáendur að vanmeta Benteke og ég held að hann myndi styrkja byrjunarlið okkar mikið. Ég tel að hann geti vel aðlagast okkar leik en jafnframt komið með nýjar víddir í sóknarleikinn. Eins og fram kemur í Reddit póstinum er Benteke fljótari en hefðbundnir target centarar og hann ætti alveg að geta hápressað þó hann hafi ekki sama hraða og Suarez/Sturridge. Hornspyrnur og aukaspyrnur yrðu hættulegar með Benteke í teignum. LFC með Sturridge og Benteke upp á toppnum með Coutinho og Firmino fyrir aftan sig myndi hræða flest lið. Fyrir aftan þessa stormsveit verða svo vinnsluhestarnir Milner og Henderson/Can sem munu ekki gefa miðjuna eftir auðveldlega.

  4. Hefur Raheem farið fram á sölu?

    Er það ekki einhvers konar “turning point” þegar leikmaður fer fram á sölu, og hendir þar af leiðandi frá sér einhver skonar réttindum/peningum (hlut af söluverði o.s.frv.)?

  5. Eg er einn af þeim sem hef verið ofboðslega hrifin af Benteke siðan hann kom i enska boltann og eg vona að okkar menn klárumau kaup bara sem fyrst. Klara söluna a Sterling og kaupa Benteke og eiga svo hugsanlega eftir að kaupa einn leimann i viðbót og þa er maður verulegaaæ ánægður með sumarið 🙂

  6. Er vitað hverjir voru að mæta á æfingu í dag?

    Finnst pínu undarlegt að aðal vefsíðan er ekki búnir að pósta neinum ljósmyndum eða myndböndum af fyrstu æfingu liðsins. Í fyrra var Kolo Toure ekki einu sinni búinn að taka síðasta skrefið inn á Melwood þegar vefsíðan var búin að pósta myndabandi af því.

    Forvitinn að vita til dæmis hvort Origi sé mættur. Eru Markovic og Balo á svæðinu eða eru þeir einhversstaðar að ræða við önnur lið?

  7. Vill bara þakka ykkur fyrir að vera òtrùlega duglegir að setja inn à sìðuna ì sumar .
    Takk fyrir mig ????

  8. Ég er einn af þeim sem skil bara alls ekki það að við séum að reyna að fá Benteke til liðs við okkur. Ég held að hann sé langt frá því að passa inní leikkerfi BR, ég meina við erum búnir að reyna Heskey, Crouch og Carrol, sá síðasti var bara frystur af Rodgers sjálfum vegna þess að hann passaði ekki inní leikkerfin.

    Kannski er þetta bara það besta sem við getum fengið eins og staðan er í dag, en verðið á honum er allt of mikið miðað við gæði. Ég meina Sanchez kostaði arsenal 35 millur, og er svo miklu betri en Benteke að það er ekki fyndið.

  9. FSG vinnur í langtímamarkmiðum. Þeir trúa því að með því að kaupa efnilega fótboltamenn muni liðinu dafna best í framtíðinni og verða fjárhagslega sjálfbært.

    http://www.empireofthekop.com/2015/07/06/liverpool-sign-arsenal-wonderkid-elijah-dixon-bonner/

    T.d var Elijah Dixon-Bonner að skrifa undir í dag og eru nú þegar þrjú ungstirni búinn að skrifa undir hjá Liverpool á mjög skömmum tíma.

    Þessi stefna mun reynast drjúg að endingu. Það er allavega mín sannfæring. Fyrr eða síða rekumst við á leikmenn í þessu ferli, sem eru t.d svipað hæfileikaríkir og Rooney eða Sterling og ekki ólíklegt að því fleirri sem bætast í hópinn því meiri líkur er á að þeir kjósi sér frekar að vera heldur en að fara.
    En ef þessir stráklingar eru eingöngu um 16 – 20 ára. þurfum við að býða í 1- 3 ár til að sjá hvort þessi aðferð virki, Hún er reyndar búið að sanna ágæti sitt nú þegar. Raheem Sterling og Jordon Ibe fóru í gegnum þetta ferli og Sterling fer mjög líklega hvergi, nema að klúbburinn stórgræði á honum.

  10. Benteke er ekki topp klassa leikmaður finnst mer, held hann verði vonbrigði og verði Andy Carroll kaup. Ef Liverpool er með hann efstan á lista og er að íhuga 32 millur þá hlýtur framherjaleitin að ganga mjög illa. En það vantar einhvern þarna frammi og Benteke er bæting við leikmennina sem við erum með þannig…

  11. Nennir einhver að segja mèr hvernig þetta er líkt Andy Carrol?

  12. Sammála Henderson14. Ég horfði á enska liðið í undanúrslitum og í leiknum um 3ja sætið, mér þætti skemmtilegra að hafa fleiri Liverpool leikmenn í liðinu, en Fara Williams er ágætis fulltrúi . Mér finnst liðið leika full mikinn Hodgson bolta, en það er gaman að sjá baráttuna. Svo var nú ekki leiðinlegt að vita af Carli Lloyd að skora þrennu í gær, vitandi að hún er eldheitur Liverpool stuðningsmaður.

  13. Eiríkur, ég skal viðurkenna að það er einkum stærðin og verðmiðinn sem er svipaður. Ég hef ekki horft mikið á Benteke en hann var t.d á eftir Bony í goggunarröðinni þannig að hann er langt í frá að vera eitthvað stórkostlegur leikmaður. En sjáum hvað setur…

  14. Fyrst orðið er laust langar mig að ræða leikkerfi.
    Fyrir mér þá getur Rodgers snúið gengi Liverpool við frá síðustu leiktíð með því að nota rétt leikkerfi og fyrir mér er það 4-2-3-1. Tel það rétt leikkerfi miðað við þann leikmannahóp sem Liverpool hefur uppá að bjóða fyrir komandi tímabil (miðað við að koma 2 leikmenn til viðbótar, annar þeirra framherji).
    Hann spilaði 5-3-2 í fyrra ( 3-5-2) hægt að kalla þetta hvaða nöfnum sem er en þið fattið mig en það sem var að því kerfi var að það voru einungis 5 leikmenn sem spiluðu sína draumastöðu á vellinum en það voru Henderson, Skrtel, Mignolet, Coutinho & Lallana/Ibe. Fyrir mér er þetta dæmt til að mistakast þar sem leikmenn á borð við Can, Markovic, Sterling, Sakho o.fl voru að spila útúr sinni bestu stöðu.
    Mér finnst hins vegar 4-4-2 með demantamiðju skemmtilegasta kerfið en tel Liverpool ekki hafa mannskapinn í það + erum með of marga framliggjandi miðjumenn í liðinu svo það virki.
    Eins og ég sé þetta fyrir mér þá munum við spila 4-2-3-1 og start up verður:
    Mark: Mignolet
    Vörn: Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno
    Djúpir á miðjunni: Henderson og Can
    Frammliggjandi miðjumenn: Firmino – Coutinho – Lallana
    Framherji: Sturridge

    Þarna eigum við flotta menn til að koma inn og breyta leikjum:
    – Milner getur komið inní allar fimm stöðurnar á miðjunni
    – Ibe og Markovic gætu komið inn og sprengt upp á köntunum ( þeirra stöður)
    – Benteke (Annar framherji sem verður keyptur) getur komið inn.
    – Sturridge gæti þess vegna farið sem frammliggjandi miðjumaður og verið flæðandi striker eins og hann var oft 2013/2014 með góðan striker uppá topp, sem verður keyptur

    Þetta er mín tillaga að leikkerfi og vonandi fylgir Hr. Rodgers þessu.

Enn af leikmannakaupum

Christian Benteke eða aðrir betri?