Joe Gomez fer ekki fet!

Snemma í sumar greindi Liverpool frá kaupum sínum á Joe Gomez, efnilegum varnarmanni frá Charlton á einhverjar þrjár og hálfa milljón punda – sem líklega mun þó hækka eitthvað á næstu árum ef hann og/eða Liverpool nær ákveðnum árangri.

Þessi strákur var ekki eitthvað nafn sem flestir vissu af og komu þessi kaup kannski smá á óvart og skapaðist mikil umræða varðandi þessi kaup. Margir bentu nokkuð réttilega á að sagan væri sko alls ekki með þessum unga varnarmanni og hugsanlega væri þetta ekki drauma félagsskiptin fyrir hann. Liverpool hefur jú ekki merkilega sögu af ungum varnarmönnum sem félagið hefur keypt á síðasta áratug eða svo.

Gomez mætir á svæðið og hlustar ekkert á svona bull. Orðrómar um hugsanlega dvöl á láni í neðri deildum kviknuðu þegar fréttist af kaupum Liverpool á honum og var talið líklegt að Liverpool myndi senda hann til Derby líkt og var gert með þá Jordon Ibe og Andre Wisdom með góðum árangri. Hann var nú ekki á þeim buxunum og greindi frá því strax að hans markmið væri að reyna fyrir sér í aðalliði Liverpool og hann hefði ekki áhuga á að fara í burtu.

Hann fékk tækifæri á að heilla Rodgers og hið nýja þjálfarateymi Liverpool og skellti sér til Asíu með aðalliðinu. Hann hefur nú leikið í tveimur æfingaleikjum í tveimur mismunandi stöðum.

Í fyrsta leik sumarsins hóf hann leikinn í hægri bakvarðarstöðunni gegn tælenska úrvalsliðinu og stóð sig þar mjög vel. Mótherjinn aftur á móti ekki neitt sérstakur og kannski ekki hægt að lesa mikið í þann leik. Alberto Moreno er að koma til baka úr einhverjum meiðslum og því sá Rodgers sér leik á borði að færa hann yfir í vinstri bakvörðinn og sjá hvernig hann liti út þar í leiknum í gær.

Það var eins og Gomez hafi aldrei gert neitt annað en leikið í vinstri bakvarðarstöðunni. Hann var yfirvegaður í varnarleiknum, öflugur í uppspilinu og líflegur þegar hann fór fram. Hann vakti mikla athygli og virtust stuðningsmenn, þjálfarar og leikmenn mjög ánægðir með hans framtak í leiknum.

Enginn var þó eins sáttur með Gomez og Brendan Rodgers eftir leik og sparaði hann ekki hrósið þegar hann var spurður út í strákinn á blaðamannafundi. Hann sagði hann hafa góðan persónuleika, vera mikill íþróttamaður og flottur fjölhæfur leikmaður. Það kæmi ekki til greina að lána hann og hann mun hafa hlutverk í vetur.

He’s staying. I’ve seen enough in this period; you judge young players, I always bring them in and over pre-season have a good idea of whether we’re going to keep them or not.

“Seeing him, in particular close at hand and his personality – he’ll be staying, he’ll get games.

“He’s only 18 years of age, but seeing him play at left-back for the first time, he looked an outstanding athlete and a really good footballer. I’ve seen him at centre-half and at right-back, but I wanted to see him at left-back – and I thought he was outstanding.”

“Gomez has played there a lot of his career,” continued the boss. “We took him in from Charlton where he played as a centre-half as a two, played in a back three and he’s also played as a right-back, so he’s got all the tools to play across the back four. You saw him tonight play at left-back – he’s a big talent.”

Þetta finnst mér frábærar fréttir og er ég mjög ánægður með það að þessi strákur muni fá mínútur með Liverpool í vetur og skemmir fjölhæfni hans alls ekki fyrir honum. Hann kom inn með gott orðspor á sér og virðist sem stuðningsmenn Liverpool, sem eru að fá smjörþefinn af þessum strák, vera að stökkva um borð í aðdáunarlest Joe Gomez.

Það verður mjög gaman og fróðlegt að fylgjast með framgöngu þessa strák og fyrstu kynni eru afar jákvæð. Þetta setur líka mikla pressu á Tiago Ilori og Andre Wisdom sem eru líka að reyna að vinna sér inn sæti í aðalliðshópnum fyrir tímabilið. Gomez setur standard-inn hátt og vonandi fylgir honum fast eftir.

16 Comments

  1. Nokkuð vel sloppið ef hann getur tekið af sér bæði bakverðahlutverkin í fjarveru Moreno eða Clyne og verið í samkeppni við þá um sæti í byrjunarliðinu og jafnvel slegið þá út úr því. Það væri nú eftir öllu ef Gomez og Milner og Ings yrðu síðan bestu kaup sumarsins. Menn sem komu til Liverpool nánast ekki fyrir neinn pening.

  2. Ég er ekki búinn að sjá nægilega mikið af þessum leikjum til að mynda mér skoðun á honum en ég vona innilega að það sem ég hef lesið um hann eftir þessa tvo leiki sé rétt.

    Á hinn bóginn er verið að tala um að Moreno sé á leiðinni til Roma. Vona ekki því miðað við hypið kringum Gomez þá ætti LB staðan okkar vonandi að vera nokkuð solid.

    Svo vil ég biðja menn og konur um að líkja honum ekki við Cafu, eigum hann nú þegar í Flanaghan #RedCafu

  3. Gott mál ef klúbburinn hefur hitt á góðan leikmann fyrir lítið fé. 18 ára gamall með heilt tímabil í byrjunarliði í Champions deildinni er býsna vel gert. Annars líst mér heilt yfir nokkuð vel á nýju leikmennina.

    Milner er og hefur alltaf verið rock solid.
    Firmino hef ég aldrei séð spila en er í brasilíska landsliðinu.
    Clyne hlýtur að vera bæting varnarlega við Glen
    Ings og Origi eru 2 ungir ferskir sóknarmenn
    og Bodgan er rauðhærður Ungverji sem þýðir að hann er vanur að sigrast á mótlæti

    …það er allavega verið að taka stefnuna aftur í meistaradeildina.

  4. Mjög spennandi leikmaður og svo finnst mer hópurinn i heild sinni vera orðinn miklu sterkari en i fyrra. Meira jafnvægi i honum og margir spennandi möguleikar. Vonandi förum við sem lengst i öllum keppnum og fáum sem flesta leiki til að nýta hópinn sem best. Það væri mjög sterkt að fá reyndar einn DM, nema Can se hugsaður þar, fyndist það alls ekki svo galið.
    Gott að vera buinn að losna við Glen og Sterling og ljótt að segja það, Gerrard lika. Eg stóla á að BR og liðið okkar finni til hungurs eftir ömurlegan endi a síðasta tímabili. Það eru bjartir tímar framundan!
    YNWA!

  5. Glapræði að selja Moreno á 8m eftir að hafa tekið hann inn í fyrra á 16m.
    Gefa honum amk annað tímabil

  6. Hvar hafiði séð þetta um Moreno? Ég hef ekki rekist á þetta neinstaðar.

  7. Ég væri 105 % sáttur við sumargluggann ef forráðarmenn Liverpool ná að draga Benteke inn um hann. Það verður ærið verkefni að fá átta nýja leikmenn til að aðlagast aðstæðum og finna fjölina sína og held ég því að of mikið af kaupum endi með svipuðum hætti og í fyrra, þar sem það tók hálft tímabilið að fá leikmenn til að virka sem best. Svo er ekki hentugt að troðfylla hvert einasta varabekkjapláss af stórstjörnum, því einhversstaðar verður að vera rými fyrir unga leikmenn að sanna sig, eins og t.d Texeira, Illori og önnur ungmenni sem eru að leggja hart að sér til að komast í hópinn.

    Mín von er sú að liðið bæti sig í ár og nái 4 sætinu eða verði í harðri baráttu um það. Á næsta ári verður liðið vonandi orðið það vel saman spilað að það þarf eingöngu að bæta við sig einum til tveimur leikmönnum og það er þá komið á þann stall sem það á að vera. Sem sagt í toppbaráttunni, ekki bara eitt tímabil, heldur um langvarandi skeið og einhvern tíman á því skeiði verður titli landað í hús.

  8. Síðasti vetur fór meira og minna í að tala um að það tæki tíma að slípa alla betur saman. Hvað þarf að kaupa marga leikmenn ? Þetta lítur út fyrir að vera sama uppskriftin, bara ný nöfn að koma og fara. Ef við tökum síðasta sumar þar til nú þá erum við komnir með hátt í 15 nýja leikmenn ( ágiskun ) inn í hópinn. Gott og vel við viljum eiga tvo góða menn í allar stöður. Gallinn er að verða sá að það eru tveir jafngóðir í öllum stöðum. Hverjir standa upp úr hópnum í dag ? Sturridge og Coutinho + hugsanlega Firmino, verð sem gallharður Púllari að bæta nýja fyrirliðanum okkar inn í þessa mynd. Firmino á eftir að spila sig inn í hópinn og deildina. Ég vil fara að sjá Rodgers takmarka þetta magn og auka gæðin. Lið sem ætlar að keppa um enska deildarbikarinn þarf menn sem myndu draga vagninn og standa upp úr í deildinni. Hvernig myndi hópurinn frá því í fyrra mínus Sterling og Johnsson líta út með 2-3 heimsklassa menn. Þá er ég að tala um menn eins og Vidal, Ribery og Bale ( sem dæmi ). Ég vil bara sjá færri en betri leikmenn inn í þennan ágæta hóp. Mér er farið að leiðast það að leita menn uppi á google þegar þeir eru keyptir. Ég hef trúað og treyst Rodgers hingað til. Hann fær þetta tímabil til að sanna að hann sé maðurinn. Ég ætla að vona að hann sé að púsla rétt. Ef ekki þá vil ég sjá annan í stólinn eftir næsta tímabil. Ég er nefnilega einn af þessum mjög svo þyrstu Liverpool mönnum sem vil fara að sjá og upplifa það sem ég sá þegar ég var yngri, það var líklega ástæða þess að ég hreifst að Liverpool. Besta lið í heimi og unnu alltaf allt og alla 🙂 Koma svo !

  9. Vona að Gomez slái skrtel út úr liðinu og við fáum alvöru varnarmann hliðin á sakho. Ég æli ef að hann byrjar tímabilið með dumb & dumberer (skrtel & lovren)

  10. #12
    Ég efast ekki um að Lovren komi til og endi sem peningana virð, varðandi Skrtel, það eru fáir betri varnamenn í heiminum og ég bara einfaldlega fatta ekki svona heimskuleg ummæli sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, ég giska á að þú vildir lika losna við Agger.

  11. 12# hefur pottþétt búið til annað account til að like-a sín eigin ummæli og hver veitti þér internet leyfi ? allavegna þá er ég drullusáttur við þessa ákvörðun rodgers kauðinn er heldur betur búinn að standa sig í stykkinu í þessum 2 leikjum

Brisbane Roar FC – Liverpool 1-2

Búið að semja við Villa vegna Benteke