Adelaide United 0 Liverpool 2

Þriðji æfingaleikur Asíu- og Ástralíuferðarinnar fer fram kl. 9:30 að íslenskum tíma nú í morgunsárið (frábær leið til að byrja mánudag). Brendan Rodgers heldur áfram að stilla af og prófa mögulegt byrjunarlið og gerir aðeins þrjár breytingar í dag; Dejan Lovren kemur inn fyrir Mamadou Sakho, Joe Allen fyrir Lucas Leiva og Jordon Ibe fyrir Danny Ings:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Joe Gomez

Henderson – Allen – Milner

Ibe – Origi – Lallana

Svo er 18-manna hópur á bekknum.

Ég uppfæri þessa færslu að leik loknum. Ætli Lallana skori enn einu sinni í æfingaleik?


Uppfært: Leiknum lauk með 2-0 sigri okkar manna. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik, fyrst skoraði James Milner af stuttu færi eftir fyrirgjöf Jordon Ibe og svo skoraði Danny Ings eftir góða stungu inn fyrir frá Nathaniel Clyne.

Byrjunarliðið lék mest allan leikinn en Lucas, Moreno, Markovic og Ings komu inná í seinni hálfleik. Rodgers virðist vera að nota æfingaleikina til að forma byrjunarliðið frá byrjun. Eftir þessa þrjá leiki hingað til getum við gefið okkur eftirfarandi: Mignolet er í markinu, Sakho og Lovren berjast um stöðuna við hlið Skrtel í vörninni, Clyne og Moreno verða bakverðirnir, Lucas og Allen berjast um stöðuna við hlið Henderson og Milner á miðjunni og sóknarlínan okkar (Coutinho, Firmino, Benteke) er öll enn í Englandi og spilar ekki fyrr en í næstu viku.

Engu að síður finnst mér við hafa séð nóg til Ings, Ibe, Lallana og Origi til að geta gefið okkur að þeir verða allir í stóru hlutverki í vetur. Vonandi Markovic líka sem mér fannst líta aftur vel út við innkomuna í dag.

Breidd í sóknarlínunni. Það virkar spennandi.

53 Comments

  1. Þetta er jafn leikur. Mjög góð æfing upp á formið en mér sýnist Adelaide united vera betri aðilinn ef eitthvað er. Gengur lítið upp sem menn eru að reyna…

  2. Það vantar náttúrulega a.m.k. þrjá fjóra byrjunarliðsmenn í couthino, firmino, Benteke og Sturridge. Vona að þeir verði fljótir í gang þegar þar að kemur… (einn að reyna að réttlæta bitleysi LFC núna…)

  3. það verður nú að viðurkennast að Origi er nú ekkert að æða um og heilla mann… virkar soldið á hælunum – og þá meina ég umfram form. (eða formleysi) Maður hefði haldið að þegar maður er nýr hjá liði, þá væri maður soldið óður í að sanna sig, en ekki alveg svona slakur. Er 35 stiga hiti þarna haldiði?

  4. Já ég hélt að hitinn væri óbærilegur þarna núna en ég held hann sé rétt um 10 gráður

  5. Get nú ekki tekið undir að ástralarnir séu betri. Ekki einusinni nálægt því neinn hátt, hvorki í vörn, sókn né á miðju. Við byrjuðum hressilega og mögulega hefði Origi átt að tengja við tvo, þrjá krossa í fyrri hálfleik.

  6. Ég var svolítið efins að fá enn einn frá Southampton þegar Clyne var keyptur en djöfull er gaman að sjá báða bakverðina okkar vera að bruna fram hvað eftir annað (Moreno og Clyne), mun algjörlega vera vopn í sókninni hjá okkur ekki ósvipað og hjá Everton með þá Coleman og Baines

  7. Origi er algjörlega sofandi, aldrei vakandi eftir öðrum bolta. En Milner á eftir að verða ansi drjúgur í vetur, ótrúlega duglegur leikmaður.

  8. Eigum við ekki að taka það jákvæða út úr þessum leik? City keyptu rangt barn… Ibe er betri en Sterling!! hehe

  9. Allen að fara út af fyrir Markovich(stafs?). Stóð hann sig ekki bara nokkuð vel? Mér sýndist það en er reyndar bara að horfa með öðru auganu

  10. Finnst Lallana búinn að vera slappur, oft einhverjar bull sendingar hjá honum.

  11. Fínt mark hjá Ings, góð sending frá Clyne. LFC verið nokkuð góðir í seinni hálfleik

  12. Ings var ákveðinn í að skora og langt frá því að vera hættur. Gott hlaup hjá honum og mjög vel klárað. Gaman að sjá þetta.

  13. Það er hávetur þarna í suður Ástralíu en samt svipað hitastig og er hér núna á Íslandi um hásumar.

  14. Jú okkar bíður skærustu stjörnur Malasíu og eftir það erum við þess heiðurs njótandi að fá að skella okkur til Finnlands og keppa við HJK. Mun sterkari lið en Adelaine og Brisbane.

  15. Sá ekki allan þennan leik en sammála því að verið er að forma lið fyrir veturinn, sérstaklega varnarmennina.

    Það sem ég sá sé ég ekki ástæðu til þess að Moreno standi Joe Gomez framar í byrjunarliðinu okkar en að öðru leyti er ég sammála Kristjáni.

    Er svo geysilega pirraður að sjá það að Joe Allen er enn að fá séns hjá okkur, væri fyrstur á sölulistann hjá mér…alla daga.

  16. Ég skil nú ekki hvers vegna við keppum ekki gegn almennilegum liðum… Man utd keppir gegn Evrópumeisturum og PSG en við gegn einhverjum liðum í svipuðum klassa og KR. Bull og vitleysa

  17. Ekkert að þessu. liverpool er lið sem vantar sjálfstraust og með fullt af nýjum leikmönum. Ég er sáttur við að fara penninga hring því að peningar eru byrjaðir að skipta alltof miklu máli í fótbolta en til þess að keppa við önnur lið þá þarf liverpool að ná inn á asíu markaðinn og taka þátt í þessu.
    það er líka gott að vinna leiki og það vita allir sem hafa komið nálagt íþróttum að þótt að aðstæðingurinn hefði mátt vera betri þá er gott fyrir sálatetrið að ganga af velli með sigur.
    það er gaman og gott fyrir liðið að skora mörg mörk og er ég viss um að mörkin sem Marovitch, lallana ,Origi, Millner, sakho og Ings hafa skorað gefur þeim bara sjálfstraust og er ekki víst að það hefði gerst með því að spila gef PSG eða sterkari liðum en núna er þetta bara að koma liðinu í gang( form, leikskilningur og sjálfstraust) og ef þeir vilja sterkari andstæðing þá getur þeir bara skipt í tvö lið á æfingu því að mér sýnist breyddinn vera rosaleg og hörð keppni á að komast í liðið.

  18. Mignolet N/A – hafði mjög lítið að gera
    Clyne 6.5 – náði sér ekki alveg á strik í fyrri hálfleik en var góður í seinni og lagði upp seinna markið.
    Skrtel 6.5 – hafði lítið að gera en átti nokkrar fínar tæklingar
    Lovren 6 – mjög lítið að gera. Fékk eitt hættulegt færi
    Gomez 7,5 – spilaði bara fyrri hálfleik en átti mjög góðan leik. Er búinn að vera á meðal þriggja bestu leikmanna okkar í þessum æfingaleikjum.
    Allen 7 – átti óvenju góðan leik
    Henderson 6,5
    Milner 7,5 – var maður leiksins ásamt Ibe og skoraði mark. Er búinn að vera besti leikmaður LFC í æfingaleikjunum til þessa.
    Lallana 7
    Origi 6 – hæfileikaríkur en er enn þá að læra leikinn.
    Ibe – var ásamt Milner maður leiksins. Var hættulegur og átti stoðsendinguna í fyrra markinu.
    Moreno 6,5
    Lucas 6
    Ings 6,5 – átti góða innkomu og skoraði fínt mark eftir fullkomlega tímasett hlaup
    Markovic N/A

  19. Hvar eru Flanagan og Can? Meiddir? Hefði nú frekar viljað sjá þá í byrjunarliðinu en Lucas/Allen og Gomes/Moreno. Það vantar sem sagt ennþá Firmino, Can, Sturridge, Benteke, Flanagan, Balotelli og Coutinio. Erum eiginlega með 2 firnasterk lið þegar allir eru heilir.

  20. Er Allen orðinn eitthvað betri en hann var á síðasta tímabili ? Það vantar varnarsinnaðann topclass miðjumann ekki seinna en strax ef að Liverpool stefnir á 4 sæti eða hærra en ef að stefnan er neðar en það þá er bara Allen og Lucas fínir þarna. Sleppa Benteke og taka miðjumann

  21. #25 og aðrir:
    Ég mæli eindregið með því að kaupa áskrift af lfctv. Kosta ekki nema 5 pund á mánuði og allir pre season leikirnir sýndir ásamt fullt, fullt af öðru efni.

  22. Ég tek sjaldan mark á æfingaleikjum eftir að hafa horft á Voronin drulla uppá bak fyrir Liverpool eftir að hafa brillerað í æfingaleikjunum.

    Eeeen ég ætla að leifa mér að vera mjög spenntur fyrir Gomez.

  23. Mér væri greiði gerður ef einhver hér myndi nú setja upp æfingaleikjaprógrammið svo maður næði að horfa meira 😉

  24. Og önnur spurning. Er einhver online búð semþið mælið með til að kaupa nýja hvíta búninginn ?

  25. Maggi minn (#21) kemur með góðan punkt varðandi Gomez. Ég geri enn ráð fyrir að Rodgers noti Moreno gegn Stoke frekar en 18 ára strák en það breytir því ekki að Gomez er break-out stjarna æfingaleikjanna til þessa. Þegar hann kom fyrir mánuði skrifaði ég „Velkominn til Liverpool, gangi þér vel hjá Derby“ og það véfengdi það enginn, við bara bjuggumst við því að Gomez færi á lán.

    Rodgers var fljótur að slá það af borðinu. Þannig að, kannski er stráksi bara alveg nógu góður og þá í kjölfarið nógu gamall. Hann hefur allavega litið feykivel út í báðum bakvörðum í sumar.

    Ég myndi enn veðja á Moreno gegn Stoke en það breytir því ekki að Gomez lítur feykivel út.

  26. Eftir hverju er verið að bíða varðandi Benteke. Vill BR kannski fá mynd af sér með honum við undirskrift eða hvað.

  27. Las í transfer rumours á Echo ef ég man rétt að Benteke væri að vona að meistardeildarklúbbur myndi koma með tilboð í hann og þess vegna væri hann ekki tilbúinn að skrifa undir strax. Þetta gæti auðvitað verið bull.
    Var líka að lesa rétt í þessu að Liverpool væri að hugsa um að senda Sakho í burtu sem væri eiginlega glæpsamlegt, það hlýtur eiginlega að vera bull.

    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fc-transfer-rumours-reds-9696587

  28. Já þetta með Sakho til Lazio er ég búinn að lesa oftar en tvisvar, það getur ekki annað verið að það sé bull en ef það gerist skil ég ekkert í stjórn Liverpool, ekki neitt.

  29. Nr. 36 og 37

    Þetta er svona eins og að taka mark á Powerade slúðrinu á .net
    Alveg jafn líklegt og ef ég og Kristján Atli myndum brainstorma möguleg leikmannaviðskipti (fullir) og henda inn sem frétt.

    Benteke er í læknisskoðun sem átti að taka 2 daga, eflaust eitthvað sem þeir klára í dag sem ekki var hægt í gær, þetta var planað fyrirfram.

    Sakho til Lazio myndi ná mér með skilti á Austurvöll!

  30. Það er nokkuð ljóst að Benteke sé að koma til liðsins, en hvað var með þetta viðtal við Rodgers í gær. Sagðist ekkert kannast við það að Benteke væri að koma og að það væri bara bull.

    Af hverju getur maðurinn ekki bara sagt að það séu viðræður í gangi um ákveðin leikmann og sleppt nafninu hans. Mér finnst það eitthvað svo vitlaust að koma svona fram í viðtölum.

  31. #39
    Spurning blaðakonunnar var jafn vitlaus og svarið, “hvað kemur Benteke með inn í liðið” – eins og það sé búið að skrifa undir.

  32. Rodgers var líka nýbúinn að svara blaðamanni þess efnis að hann talaði aldrei um leikmenn annarra liða. Benteke er leikmaður Aston Villa þar til annað er tilkynnt.

  33. Sterling var akkúrat 140sec að skora sitt fyrsta mark fyrir City. Góður biti í hundskjaft.

    En mótökur nýja liðsins hans á ferðalagi um heimin er ekkert líkt því sem hann er vanur:

    BBC: Not much of a crowd in to watch this game. Liverpool’s match against Adelaide yesterday was a 53,000 sell-out.

  34. væri nu alveg til i að fara að sja Benteke dæmið STAÐFEST, buið aðtaka frekar langan tima að klára þetta, komnir 5 dagar siðan Liverpool samþykkti að borga klásúluna hans.

  35. Babú (#38):

    “Þetta er svona eins og að taka mark á Powerade slúðrinu á .net
    Alveg jafn líklegt og ef ég og Kristján Atli myndum brainstorma möguleg leikmannaviðskipti (fullir) og henda inn sem frétt.”

    Jón Daði til Liverpool? Það má reyna að ýta þeirri sögu úr vör, sjá hvort hún flýtur. 🙂

  36. Einhverju er allavega verið að bíða eftir í þessu Benteke dæmi. Spurning hvort hann sé áð athuga hvort að fleiri klúbbar sýni áhuga. Þessi læknisskoðun er farinn að taka einkennilega langan tíma.

  37. Goodman og aðrir stressaðir yfir Benteke….. sjá hér að neðan frá fréttaritara Sky Sport sem er með liðinu í Malasíu. Sky segir einnig að Benteke verði formlega kynntur til leiks á morgun, miðvikudag.

    “There are still stories linking Liverpool with a move for Marco Reus and Real Madrid’s Asier Illarramendi. But I’ve been told those reports are nonsense.

    “As far as Liverpool are concerned, I’ve been told they are just working on tying up that Christian Benteke deal and then as far as Brendan Rodgers is concerned he has the players that he needs for next season.”

  38. þurfum fleiri á miðjuna, Lucas og Allen eru ekki að fara gera neitt. Ef ekki þá er þetta óbreytt ástand og á síðasta tímabili. Vantar punginn á miðjuna. Ef ekki verður úrbætt þá verður ´Klopp búinn að taka við fyrir jól !! á bara að fylla liðið af sóknarmönnum? ….

  39. Afhverju þurfum við fleiri miðjumenn ì 3 stöður. Við erum með Henderson, Milner, Can, Lucas og Allen er svo ekki Rossister að banka fast à dyrnar lìka?

  40. Fleiri á miðjuna ?
    Hendo, Milner, Lucas, Can, Allen, Lallana, Coutinho.

  41. posta herna og vona að einhver sjái þetta , veit einhver hvað kostar að merka treyju og hverjir eru öflugir í þessu

Toppbaráttan

Kop.is Podcast #89