Benteke kominn (Staðfest)!

Staðfest á LFC.com: Christian Benteke er orðinn leikmaður Liverpool!

Og við sjáum mynd:

Benteke er 24 ára belgískur framherji og kemur frá Aston Villa, svona fyrir þá sem hafa ekkert fylgst með ensku knattspyrnunni síðustu þrjú ár. Við höfum farið vel yfir feril hans og hæfileika í sumar (Óli Haukur í júní og svo Babú í júlí) og þá skeggræddum við hann í podcasti í gær. Það verða eflaust ekki lokaorð okkar um þennan kappa í sumar.

Það er ljóst að Benteke verður dýrasti leikmaður sumarsins hjá Liverpool og, ásamt Roberto Firmino svona stóra viðbótin í sóknarlínuna okkar. Ég hef vanist tilhugsuninni um að fá Benteke – ég hef aldrei sagt annað en að þarna fari feykigóður leikmaður en hef efast upphátt um að hann henti í lið Rodgers en því meira sem ég les því meira vit finnst mér í þessum kaupum. Nú er í raun bara að bíða og vona. Vonum að hann sé meiri Torres eða Suarez heldur en Keane eða Carroll.

Allavega, við bjóðum BIG BEN velkominn til Liverpool! Ég hlakka til að sjá hann hrella einhverja aðra en okkar varnarmenn, til tilbreytingar.

57 Comments

  1. Vel vert!

    Þessi strákur kann að skora mörk.

    YNWA

  2. Velkominn tröllvaxni framherji Benteke. Nú þegar þú ert komin í réttu treyjuna þá fer maður að halda líka með þér hvetja þig og vona að þú skorir sem flest mörk fyrir Liverpool FC.

  3. Benteke er í fantasyliðinu mínu reikna með verðbólgu í fyrramálið

  4. Frábært!! Get ekki beðið eftir því að hann snýti Terry, Cahill etc..

    Klárum svo Xabi Alonso og þá er þetta algerlega stórbrotinn gluggi!

  5. Það verður erfitt að styðja ekki belgíska landsliðið á EM næsta sumar, eftir að Ísland dettur út 🙂

  6. Frábærar fréttir og loksins kominn alvöru nagli þarna í framlínuna sem kann að skora mörk, hlakka líka til að sjá hann í föstum leikatriðum, bæði í vörn og sókn.

    –Firmino—-Benteke
    ——–Coutinho
    —Milner—-Hendo
    ———–Can

    Þetta lítur ansi vel út og svo kemur Sturridge inn eftir meiðslin

  7. Nú veit ég af hverju þetta gekk svona hægt, hann var klárlega að mála nýju íbúðina í Liverpool. Sést á þessari mynd að hann hafði ekki einu sinni tíma til að skipa um buxur!

  8. [img]https://pbs.twimg.com/media/CKi0De9WEAAAnVE.jpg[/img]

    Benteke lean rating.
    The addition of the ball is key here. Benteke wants LFC fans to know that he will be on the ball this season, literally and figuratively. He wants us to know that the ball is his bitch and he its master; he controls it.
    The arm in the cubby hole is a difficult one. Does he want fans to know that he is securely entrenched at LFC, that even if he falls over, his strong elbow will hold him up, signifying that he will be tied to this club through thick and thin? Or could it symbolize the fact that we haven’t seen all of him yet, and that much like his ability to play a style other than that of “target man”, his elbow is something that will be revealed to us in time?
    This is a rock solid 9/10 lean.

  9. VUHU!!!!

    Monstertruckurinn mættur og hann mun stimpla sig duglega inn… Bidid bara! 😉

  10. Mjög spennandi. Og mjög mikilvægt að þetta kláraðist.

    Verður virkilega gaman að sjá hvað Rogers ættlast til af honum. Hvernig hann verður notaður.

  11. Snilldin ein! Þá er ekki hægt að tala um að Liverpool hafi ekki náð sínum targetum í ár. Engar afsakanir bara árangur!

    Áfram Liverpool

  12. hjúkket… var að fá taugaáfall að bíða eftir þessu. er buin að vera ofboðslega hrifin af þessum leikmanni alla hans tíð i enska boltanum og eg var með hann nr 1 a minum framherjalista i sumar. djofull er eg anægður með þetta.

    VELKOMIN MEISTARI BENTEKE …

  13. Eins mikið og ég þoldi ekki að horfa á hann rústa skrtel og félögum síðustu 3 ár þá er ég gríðarlega sáttur með þetta, líka bara til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að mæta Aston Villa með hann frammi. Algjör nagli og ekki séns að hirða af honum boltann. Thumbs up!

  14. Ég er orðinn virkilega ánægður með sóknarlínuna okkar. Við erum klárlega búnir að styrkja okkur frá síðustu leiktíð en er það nóg til að skáka einu af topp 4? Er nefnilega ekki svo viss. Verðum að gera betur en eitt af þessum fjórum liðum í sumar til að skáka einu þeirra. Sætast væri auðvitað að skáka City og tel ég það líklegast af þessum liðum til að klikka.

    Hópurinn okkar fer að verða flotur en ég fæ skjálfta þegar ég skoða öftustu fjóra. Væri alveg til í að bæta klettstöðugum miðverði, vinstri bakverði og jafnvel djúpum miðjumanni í hópinn. Það er vissulega hægt að treysta á Martin Sktel, en Sakho missir af sínum 15-20 deildarleikjum, Lovren er ekki treystandi eftir síðustu leiktíð og Toure löngu kominn af léttasta skeiði. Þá komu mörkin á okkur trekk í trekk gegnum Moreno vinstra megin.

  15. Jæja, vona að hann viti hvað hann er að gera, vissulega tilkomumiklar tölur hjá belganum, en passar hann í lettleikandi tiki boltan sem liverpool spilaði á þar síðustu tíð, og reyndu að spila á þeirri síðustu. svona kallinn, vera jákvæður, Ben getur allveg spilað boltanum þó hann sé stór.

  16. Nr 18 eigum Lovren inni, hann var farinn að bæta sig undir loka tímabils. Verður gaman ad sjá hvar Can fær að vera(Þjóðverji bara nauðsynlegt í hverju liði)

  17. draumurinn væri að selja Allen og fá einn klassa miðjumann i staðinn en se það ekki gerast. er sáttur við gluggann ef hann endar svona en myndi ekki neita einum klassa kaupum i viðbót.

  18. Nýtt þjálfarateymi, nýir leikmenn……… sami stjórinn!

    Núna er aðal stressið hvernig Rodgers stillir liðinu upp á komandi leiktíð! Mætir hann ferskur með nýjar hugmyndir?

    Fær Can að spila sína uppáhalds stöðu? Verður Markovich áfram “wingback”? Verður Balotelli aðal vítaskytta Liverpool eða Henderson?

    Allavega, velkominn Benteke sem og allir hinir. So far so good.

    YNWA

  19. Markmiðið er að vinna enska meistaratitilinn. Til að það náist þarf að vinna leikina við Man city, Arsenal og Chelsea.

    Til að að ná meistaradeildarsæti þarf að vinna liðin sem eru að berjast um 1 til 4 sætið.
    Spennandi tímabil framundan.

  20. Sæl og blessuð.

    Margt þarf nú vörnin að verja
    vifbein og sendingu hverja
    sem Benedikt fær,
    hann bylmingshögg slær.
    Á brestina kann hann að berja.

  21. Ég held að það séu allir búnir að gleyma því að við eigum einn bónus mann sem heitir Daniel Sturridge og hann verður frammi með Bentege 3/4 af tímabilinu og við tökum annað sætið 😉

    Velkominn til Liverpool Benteke !!!

  22. Augljóst að nú skal blása til sóknar á nýju tímabili. Afar (ó)traustar heimildir herma að Rodgers sé búinn að teikna upp nýtt leikkerfi á æfingasvæðinu, svo það henti leikmannahópi LFC í dag:

    Mignolet
    Skrtel
    Henderson – Milner
    Firmino – Sturridge – Balotelli – Benteke – Origi – Ings – Coutinho

    Lítur vel út, ekki satt?

    Homer

  23. Vá ég er spenntur. Vonandi skín passion-ið af leikmönnum Liverpool allt h******* tímabilið, þá verðum við brosandi allt næsta sumar.

    Ég HEIMTA titlA. FA og Euro væri magnað. Deildin er draumur og ég sé ekki hvernig við ættum ekki að stefna á hann miðað við núverandi hóp.

    Auðvitað þarf maður að vera raunsær en ef Rodgers og nýju mennirnir koma með einhvern ákveðinn X-factor í þennan hóp, þannig að leikgleðin mun njóta sín í botn er þessi hópur öllum vegir færir.

    ENGAR afsakanir. Það er búin ákveðin hreinsun, nýjir tímar, nýjir capteinar, hópurinn er ungur og stútfullur af gæðum. Byrjið eitthvað gott kæru leikmenn Liverpool.

    YNWA og já, velkominn Benteke!

  24. Spennandi að sjá hvort hann passi inn leikstíl BR. Ef hann gerir það getur hann orðið 15-20 marka maður.

    Hvar spáið þið okkar mönnum?

  25. @23

    til að vinna deildina þarf 90 stig Getur náð í þau með því að vinna liðin í 5-20 sæti og tapa rest.

    til að komast í CL þarf 70 -73 stig það eru tæplega 25 sigurleikir og 13 töp

    Það skiptir engu máli hverja við vinnum það eru alltaf jafn mörg stig gefin fyrir sigur

  26. Glæsilegt að vera búin að klára þetta með Benteke, lýst vel á hann. Og svo virðast margir hreinlega vera búnir að gleyma Sturridge sem er í topp 5 markaskorurum í deildinni.

    En þið sem talið um titil hér að ofan? Ég fæ léttan aulahroll við tilhugsunina að einhver haldi að við eigum nokkurn séns í titil með þetta lið. Ef við náum 4 sætinu þá hoppa ég hæð mína, það væri stórkostlegt og þýðir í raun að eitthvað af Ars, Man, City, Chel, þurfa að klikka illilega.

  27. Flott að félagið sé búið að tryggja sér fyrsta kost í sóknina, þetta hefur ekki gerst ansi lengi.

    Finnst þetta minna mikið á þegar Liverpool keypti Suarez og Carroll en seldi á sama tíma Torres.

    Nú er það Firmono (Suarez) og Benteke (Carroll) fyrir Sterling (Torres). Þeir sem komu í Melwood í gær eru fyrirfram a.m.k. þeir mest spennandi sem komið hafa til Liverpool síðan lok janúar 2011.

    Annars vorum við ekkert svo mótfallin þessum kaupum á Benteke, 10% lesenda sögðu illa eða mjög illa

  28. Nennir Liverpool Echo að hætta að linka okkur við Reus daglega, við erum aldrei að fara spreða 46 milljónum eftir kaupin á Benteke, þvílík og önnur vitleysa.

  29. Já, það góða við Suarez var líka hversu lítið meiddur hann var. Óska Benteke velkominn til LFC. Bíð spenntur eftir að tímabilið hefjist enda búinn að kaupa aðgang að LFC Online 😉

  30. Það er sannleikskorn í þessu hjá Comolli:

    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fc-made-same-mistakes-9713504

    en á hinn bóginn eru nú kannski ýkjur að segja að United hafi bara verið að fínstilla hópinn hjá sér. Og svo má benda á að í síðustu tveim janúargluggum hafa engin viðskipti átt sér stað hjá klúbbnum.

    En ég er reyndar sammála því að of miklar hræringar séu almennt ekki eftirsóknarverðar.

  31. Nr. 35 Daníel

    Mikið til í þessu og allajafna gott að halda breytingum í lágmarki, en á móti, hvað átti LFC að gera í sumar?

    Johnson er rúmlega kominn á tíma og búinn með samning. nýr hægri bakvörður var must.

    Gerrard er “hættur” og það vantaði klárlega mann í staðin. Milner fékkst “frítt” og fyllir það skarð.

    Sterling var augljóslega alltaf að fara og því vantaði mann fyrir hann. Firmino er mjög spennandi kostur fyrir hann.

    Brad Jones er að fara og varla fer balance úr taktlausu liðinu við það, nýr varamarkmaður var alltaf að fara koma inn.

    Átti Liverpool svo að gefa einhverjum af Balotelli, Lambert eða Borini annan séns? Origi var þegar kominn og því aðeins verið að bæta Benteke og Ings við.

    Gomez er svo 18 ára pjakkur á 3,5m sem kemur í stað Manquillo.

    Erfitt að átta sig á því hvað Liverpool átti annað að gera en kaupa þetta marga leikmenn inn. 3-4 af þeim flokkast sem varamenn og betri en varamennirnir sem þeir koma í staðin fyrir.

  32. Já, ég er nefnilega líka alveg sammála þér Babu, ég hefði í sjálfu sér ekki viljað kaupa neitt færri menn inn í þessum glugga. Það væri auðvitað lang æskilegast að úr þessu verði hópurinn frekar stabíll og ekki nema 1-2 sem koma inn/fara út í hverjum glugga úr þessu. Þetta var væntanlega pælingin síðasta sumar, en gekk ekki þá. Vonandi gengur það betur núna.

  33. There was a striker, a Belgian striker called Christian Ben-tek-e.
    There was a striker, a Belgian striker called Christian Ben-tek-e.
    Two, three, four…

    A Ben-teke, a Ben-tek-e, a Ben-teke, a Ben-tek-e’

    Aaaaaaaaa-eeeeee-eeeeee-um-Ben-tek-e

  34. #40 Jú okei væri til í Pedro en er ekki komið nóg af sóknarmönnum? Finnst við vanta frekar einn central miðjumann, finnst eins og eina markmiðið núna í glugganum hafi verið ATTACK. Eigum inni Ibe og Markovic í þessum stöðum. Miðjan okkar er Henderson, Milner, Can (Allen og Lucas)

  35. Ástæðan fyrir þessum kaupum er mjög skiljanleg út frá mörgum köntum litið.

    *Liðið er að spila í evrópudeildinni og er því oft minni tími á milli leikja en t.d hjá liðum í meistaradeildinni. Þessvegna er mjög nauðsynlegt að hvíla bestu menn fyrir stórleiki en gefa öðrum tækifæri, sem veikja ekki liðið mikið á sama tíma, sértaklega þegar slík törn stendur yfir.

    *Framtíðarsýn liðsins er að það sé toppleikmaður að berjast um hverja einustu stöðu á vellinum, eins og raunar öll toppliðin eru að gera, allavega Chelsea, Man City, Man Und. Þannig aukast líkurnar á því að leikmenn haldi sér á tánum og það besta náist út úr þeim.

    *Liverpool spilaði það illa í fyrra, að það hefði verið eitthvað óeðlilegt ef það hefði ekki verið gert eitthvað róttækt í leikmannakaupum. T.d vorum við með framherja sem stóðu sig afleiddlega og sá eini sem stóð undir væntingum var meiddur meira en hálft tímabilið.

    * Kaupin eru gríðarlega vel skipulögð. Það er ekki bara keyptur góður leikmaður á ódýru verði ef það er er fyrirséð að hann fitti ekki inn í liðið. Öll kaupin eru greinilega mjög vel ígrunduð.

    Hitt er að það má spyrja sig hvort það sé ekki komið nóg af kaupum núna.

    Eitt að lokum.

    Ég get tilkynnt öllum sem hér eru inni að Liverpool er ekki að fara að kaupa Alonso. Hann er kominn af léttasta skeiði og það er ekki í stefnu Liverpool að kaupa menn á þessum aldri dýru verði. Einhverra hlutvegna koma fréttir um það á hverju einasta ári að hann er að snúa aftur yfir til Liverpool og einhverra hluta vegna kokgleypa sumir Liverpoolaðhangendur við þessum fréttum.

  36. Mjög vill þessi markagigt,
    meiru hjörtun græta.
    Kannske Kristján Benedikt
    kunni úr því bæta

  37. Í livrapolli liðið bíður
    leiðist þeim ekki í hitanum.
    En hér á kop-num flengiríður
    ljóðapúkinn fjósbitanum.

    :O)

  38. Ég er mjög ánægður með liverpool í þessum glugga og mun ekki vera einn af þeim sem kallar alla drasl ef þeir byrja ekki vel.
    Ég var nefnilega líka sáttur við síðasta glugga og tel að Markovitch, Can, Moreno og Origi eiga eftir að vera flott kaup hjá okkur og Lallana er einfaldlega flottur leikmaður sem þarf bara að halda sér heilum. Ætla ekki að afskrifa Lovren alveg strax en hann þarf að eiga gott tímabil í ár.
    Breyddinn í liðinu er mjög mikil og þótt að byrjunarliðið sé kannski ekki það besta í deildinni( tel bæði að Man city og Chelsea séu með mun sterkari byrjunarlið) þá er þetta flottur hópur og gaman að sjá unga stráka spila stórt hlutverk.

  39. Þá bíður maður bara eftir aðalpóstinum….spá Kop.is fyrir komandi leikár hehe.

  40. Ég held að við ættum að hlusta á hvað Arsane Venger hefur að segja varðandi Leikmannakaup Man Und

    „Við vonumst til að halda áfram að blanda þessu saman, fá til liðs við okkur góða leikmenn í bland við að gefa ungum leikmönnum sem skilja gildi klúbbsins tækifæri. Stefna okkar er ekki að kaupa alltaf til okkar tilbúna leikmenn þótt við gerum það af og til. Flest félög sem hafa náð árangri undanfarin ár gera þetta vel, fá til sín góða leikmenn til að leika með sínum eigin leikmönnum,“ sagði Wenger sem efast um að Manchester United hafi þolinmæðina til að gefa leikmönnum tækifæri líkt og þegar 92 kynslóðin steig sín fyrstu skref með Manchester United.”

    Þó ég sé á þeirri skoðun að öll kaupin í ár hafi verið vel skiljanleg, getur verið mjög rökrétt að halda eftir nokkrum sætum eftir í ár, fyrir unga og upprennandi leikmenn.

    T.d hvað er meiri hvattning fyrir leikmenn eins og Jordon Ibe, Texeira og Ojjo og marga aðra- en að hafa séð Raheem Sterling verða að stórstjörnu fyrir framan nefnið á þeim ?

    Ég er ekki að tala fyrir því að við séum að ala upp leikmenn til að selja þá dýrt eins og klúbburinn neyddist til að gera við Sterling, heldur er það bjargföst skoðun mín að það sé mjög hentugt að skapa rými fyrir uppalda leikmenn innan klúbbsins og láta þá verða að stórstjörnum innan hans.

    Reyndar má segja sem svo að Liverpool er að fylgja þessari stefnu með kaupum á Joe Gomez því hann er enn svo ungur og samkvæmt því sem Rodgers segir, þá er ekkert ólíklegt að hann verði bráðum þyngdar sinnar virði í demöntum.

    þeir eru þannig séð eru fylgja sinni stefnu þá með kaupum á Benteke. því hann er enn ungur framherji, en ég held samt að það sé markmiðið þeirra er að fá meira hlutfall af uppöldum leikmönnum alla leið upp í meistaraflokk og verða þar að stórstjörnum. Eins og gerðist með Sterling og er vonandi að gerast með Ibe í ár.

  41. 47 = Sterling var heppinn maður á réttum tíma þegar hann kom upp í Liverpool. Ég efast það að hann hafi fengið þennan séns sem hann fékk ef hann hefði komið upp í núverandi Liverpool liði. Liverpool fyrir 3-4 árum var skelfilegt! Sterling er Líka eini sem hefur komið upp úr unglingastarfinnu hjá Liverpool síðan 1998 í einhverjum klassa :S Ef við horfum á peninganna sem eru í umferð hjá toppliðunum og hvað það er húfi fyrir þau að ná efstu sætunum í dag þá eru ekki margir upprennandi stjörnur að fá marga sénsa 🙁 Arsenal var duglegast í þessu síðasta áratuginn enn þeir hafa breytt um stefnu miðað við kaup síðustu ára. Chelsea – City – United kaupa tilbúna leikmenn, Held að það Dreymi alla um að liðin sín eigi La Masia í bakgarðinum hjá sér enn veruleikinn er fjarri því :S Vonandi fer samt Liverpool að troða þessu upp í mig með Jordan Ibe og Texeira, Það þarf bara svo margt að gang upp til að leikmenn verði stórstjörnur í nútímafótbolta 🙂

  42. Verður Benteke spilandi þjálfari? Er ekki númer eitt að hann kenni og þjálfi vörnina á að takast við drumba. Skrtel, Sakho og jafnvel Lovren geta lært mikið af honum þ.e. hvernig tekist er á við drumba.

    Annars held ég að þetta séu góð kaup þegar spilað er við lið sem leggja liðsrútunni þvert fyrir markið og smæla framan í kammeruna í von að þeir komist í nærmynd á stórum skjám á vellinum. Gegn þannig liðum kemur Benteke sterkur inn, ok velkominn.

    Okkur vantar hins vegar annan framherja í viðbót sem spilar Samba.

  43. Aðeins í sambandi við þetta væl í Comolli. Fyrir það fyrsta keypti hann nú heila 7 kalla sumarið 2011, þar á meðal Charlie Adam og Stewart Downing, en það er nú önnur saga.

    Ég er hjartanlega sammála Babú með það að það er afskaplega auðvelt að réttlæta öll kaup sumarsins. Það hefði t.d. verið skrýtið ef félagið hefði ekki keypt nýja framherja eftir eyðimerkurgöngu síðustu leiktíðar og að sama skapi er koma Clyne, Milners og Bogdan algjör no brainer.

    Þessi ummæli sýna kannski best hversu mikill pappakassi Comolli er, það er ekki alltaf hægt að lifa lífinu í excel skjali. Stundum ganga hlutirnir ekki upp og þá þarf að bregðast við.

    Auðvitað er það hárrétt hjá honum að það er ekki vænlegt til árangurs að vera sífellt að breyta, en staðan á liðinu í vor kallaði á breytingar og persónulega fagna ég því að FSG hafi brugðist við því kalli. Vonandi reynast innkaup þessa sumars betri en síðasti sumarskammtur.

  44. Beggi83 #48

    Enginn þessara leikmanna sem þú nefndir eru aldnir upp hjá okkur. Allir þessir og í raun langflestir unglingar okkar sem geta eitthvað af viti eru keyptir 16-17 ára.
    Bara til að leiðrétta. Þoli ekki svona staðreyndavillur… 🙂

  45. Það er nátturulega verið að tala um að ala upp leikmenn, þegar þeir fara í gegnum unglingaatkademiuna Rúnni og koma hingað 16-17 ára og stíga sín fyrstu alvöru skref í atvinnumennsku á Anfield.
    Það er enginn staðreyndavilla.

    Það er yfirlýst stefna FSG að kaupa til sín ungstyrni og gera úr þeim toppleikmenn. T.d núna í þessum glugga voru nokkrir unglingar keyptir, fyrir lítið fé. Einn frá bandaríkjunum og ef ég man rétt þá kom annar frá Barcelona og er takmarkið að þróa þá enn þá frekar upp og gera þá síðan að stórstjörnum innan anfield.

  46. Fannst Comolli nú ekki vera að gagnrýna kaup Liverpool í sumar. Kannski frekar það að annað árið í röð á að breyta gjörsamlega öllu. Það felst augljós áhætta í því. Honum fannst þetta vera einhverskonar vantraust yfirlýsing á leikmenn sem voru keyptir í fyrra.

    Hann var að benda á að Pochettino hefði t.d með góðum árangri verið að spila ungum mönnum sem hefðu verið hjá Tottenham í einhver ár. Sýnt þeim traust, nefndi Rose og Kane og fleiri sem dæmi. Og að Pochettino hefði fundið sitt sterkasta byrjunarlið og væri að byggja á því. Mynda stöðuleika.

    Honum finnst ekki eigi að taka inn fleiri en 3 nýja leikmenn í hverjum glugga. Eitthvað sem Wenger og Ferguson hafa líka sagt samkvæmt Comolli.

    Það er erfitt að vita hvað er rétt og hvað er rangt í þessum málum. Ég set mig ekki upp á móti kaupum sumarsins. Fagna þeim öllum. En Rodgers þarf samt að fara að finna sitt sterkasta lið og byggja á því.

    Það er úr nægu að taka þegar kemur að leikmönnum í Liverpool FC.

  47. Chelsea sem varð auðvitað meistari á síðustu leiktíð, gerði sín kaup svona:
    meistaratímabilið: keyptir=7, (þar af 5 af “dýrari” gerðinni)
    tímabilið á undan: keyptir=11, (þar af 5 af “dýrari” gerðinni)

    Liverpool:
    núna:keyptir=7, (þar af 3 af “dýrari” gerðinni)
    tímabilið á undan: keyptir=11, (þar af 5 af “dýrari” gerðinni)

    Þannig að það er ekkert hægt að alhæfa að þetta sé endilega slæmt. Chelsea er auðvitað með betri hóp en Liverpool, en að verða meistarar nokkuð örugglega þrátt fyrir að gera slæm mistök skv. Comolli segir etv. ýmislegt um þetta viðtal sem hann fór í.

  48. Kannski hópurinn sé þá núna loksins orðinn það góður að það þurfi bara ein til tvö kaup á sumrin ef þess þarf.

Kop.is Podcast #89

Malasíu XI 1 Liverpool 1