Kop.is Podcast #90

Hér er þáttur númer níutíu af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 90. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum að þessu sinni og með mér voru Maggi, Eyþór og Arngrímur Baldursson.

Í þessum þætti ræddum við störf FSG í sumar, æfingaleikina og heildarútlit leikmannakaupa.

38 Comments

  1. Fínn þáttur.

    Ég hef ekki áhyggjur af þessum undirbúnigi og skil ekki afhverju hann ætti að vera rannsóknarefni. Eins og ég sé þetta þá verður nýju leikmönnunum hleypt hægt og bítandi inn í byrjunarliðið.

    Ég gæti trúað því að byrjunarliðið gegn Stoke verði einhvern veginn svona.

    Coutinho – Benteke – Lallana

    – Milner —- Henderson
    Lukas

    Moreno – Skrtel – Sakho -Clyne –

    Mignolet

    Ég gæti trúað því að Firmino byrji á bekknum.

    Það koma þrír nýir leikmenn inn,allir í stöður sem var óhjáhvæmilegt að manna. Gerrard var kominn á aldur og Johnson líka og liðið vantaði sárlega framherja. Það má vera að Firmino fari strax inn í byrjunarliðið en það fer eftir því hvernig hann er að standa sig á æfingasvæðinu. Þetta lið ætti að þekkja sig ágætlega og einn æfingaleikur, dugar nátturulega ekki til að spila liðinu saman, enda mun það taka að minnsta kosti allan septembermánuðinn að koma liði í almennilegt spilaform. Ekki bara hjá Liverpool – heldur öllum liðum í ensku deildinni.

  2. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að hlusta á þennan þátt og þakklátur ykkur fyrir að bjóða upp á þessa þjónustu.

    Ég er hinsvegar líka þakklátur fyrir að hafa hlustað á þennan bölmóð og þetta dómadagsraus. Ég viðurkenni að hafa verið orðinn sæmilega bjartsýnn fyrir haustið en nú get ég haldið áfram að bryðja Zoloft-ið mitt.

    YNWA

  3. Setti þetta við síðustu færslu og hendi þessu hérna líka til gamans, vona að það sé í lagi.

    Samkvæmt mínum útreikningum hafa FSG keypt fyrir 143,31mp umfram sölur (keypt fyrir 400,33mp og selt fyrir 257,02mp).
    Inní þessu eru 20% sem QPR fá úr sölunni á Sterling en gæti vantað eitthvað smotterí sem LFC hefur fengið í bónusgreiðslur eftir sölur á leikmönnum.
    Þetta gera 28,662mp eyðsla að meðaltali á ári (árin 2011-2015).

  4. Sæll Kristján!!! þarna erum við sammála. Ég hef bara ekki þorað að tala um það því menn hafa verið duglegir að drulla yfir (kaup) Liverpool á manni sem kom á free transfere frá liði sem féll… en ég held að Danny Ings sé stórlega vanmetin af okkur stuðningsmönnum Liverpool, og hann á eftir að slá í gegn hjá Liverpool… (svo lengi sem hann fær tækifæri hjá thick head Rodgers) 😉

  5. Andre Wisdom lánið kemur mér mjög á óvart.

    Ég stóð í þeirri trú að hann væri góður í vörn og var mjög sáttur að fá hann heim. Þegar ég hef séð hann spila hefur hann alltaf verið traustur varnarlega. Ég er reyndar bara ósáttur með þetta lán. Rodgers sem ég hef alltaf stutt hefur aldrei fundið vörn sem virkar og ég vona þetta komi ekki í bakið á okkur.

    Auðvitað veit maður ekkert, en frá mínum bæjardyrum séð eru þetta mistök. Wisdom hefur verið lengi í Liverppol þó hann hafi farið á lán eftir Daglish. Hann þekkir til og ætti ekki að þurfa aðlögunartíma. Hann hefur alltaf verið byrjunarliðsmaður þar sem hann hefur verið á láni þar til Pulis ákvað að hætta að spila honum.

    Gaman að fá Magga inn í þetta podcast, og ef ég skil hann rétt þá er ég sammála honum með Can, Hann gæti átt erfitt uppdráttar. Strákur sem lofaði mjög góðu en var spilaður hingað og þangað og endar svo tímabilið í vörinni á móti Stoke í algjöru rugli. Finnst eins og Rodgers gæti átt erfitt með að finna pláss fyrir hann á komandi tímabili. Sem er leiðinlegt.

    Með spádómshattinn á segi ég Liverpool endi kaflaskipt tímabil í 7.sæti. Vonbrygðin er Firmino, lítill spilatími Ings og Rodgers. Á óvart kemur að Henderson hefur enn mikið pláss fyrir bætingu og skilar okkur fleiri mörkum og fleiri stoðsendingum en áður og stimplar sig inn sem alvöru alvöru.

    Takk

  6. Eg reikna ekki með miklu af nýja bransanum, hann þarf ár til að aðlagast, en eg vona að Markovitch og Lalana stigi upp og Ibe haldi áfram að stefna hærra en sterling, eg er svo sammála þvi að 4 sætið væri góður árangur og eg vona að við naum þvi, en það verðu erfitt, síðan gæti það alveg gerst að Sturage haldist heill og liðið smelli saman og við gætum att skemmtilega tíma framundan, þessi mannskapur hefur það alveg i sér ef hlutirnir smella. Svona nú, verum jákvæð, eftir allt, þetta glas er hálf fullt

  7. Hvernig er hægt að vera svona neikvæður þegar það eru 10 dagar í fyrsta leik Liverpool á tímabilinu og fjárfest hefur verið í brasílskum landsliðs striker og aðal striker 3 besta landsliðs í heimi samkvæmt FIFA?

    Var hægt að gera betri kaup miðað við aðstæður? Engin meistaradeild og striker’a þurrkur á markaði!

    Glasið mitt er allavega hálffult og verður það líka þótt svo að Stoke leikurinn fer ekki vel.

  8. Takk fyrir áhugaverðan þátt, að venju.

    Ég er alveg á línu Kristjáns Atla. Vörnin er afar óstyrk, miðverðirnir ýmist meiddir eða mállausir, og við höfum ekkert gert í einni mikilvægustu stöðunni þ.e. varnartengiliðnum. Held að Ings muni blómstra og verða betri en menn reiknuðu með, en að sama skapi nái Henderson sér ekki á strik. Þar spilar bæði inní fyrirliðabandið og líka hversu sterkur Milner er, hann á eftir að varpa skugga á Hendó ekki síður en Gerrard gerði. Raunhæf spá: 6 sæti.

  9. Allsvakaleg neikvæðni í þessum þætti. Engu líkara en að menn séu byrjaðir að finna afsakanir og sökudólga áður en tímabilið hefst. Það getur varla verið gaman að fylgjast með fótboltanum þegar allt er svona ómögulegt. Liverpool samkvæmt Kop.is mun valda aftur talsverðum vonbrigðum þetta árið og lenda í fimmta sæti. Þrátt fyrir mjög jákvæða endurnýjun.

    Ef við berum Liverpool saman við hin liðin þá er ekkert því til fyrirstöðu að það geti endað í top 3. Öll topp liðin eiga sína veiku hlekki og Liverpool er alls ekki með fleiri heldur en hin topp liðin.

  10. Ég held að menn séu bara að reyna að vera varkárir í spádómum fyrir næsta tímabil, nýjir leikmenn , nýjir aðstoðarmenn, sami stjóri og var við stjórn er við töpuðum 6-1 á móti Stoke, já , á móti stoke. Mætum þeim svo í fyrsta leik á næsta tímabili. Spurning um hvað margir spila báða leiki fyrir LFC, en ég vona að menn séu 100% mótiveraðir í að leiðrétta það slys. Stoke eru að gera góða hluti á leikmanna markaðnum, síðast með Affeley frá barca. Þetta verður erfiður leikur. Ég reyni að vera bjartsýnn, en ég held að ef að við verðum í ströggli fyrir áramót þá verði BR látinn fara og Klopp tekin úr fríi.

  11. Hvernig spilaði Southamton þegar Lovren var þar? Tveir varnarsinnaðir miðjumenn?

    Það útskýrir af hverju vörnin hjá Liverpool er óstyrk og Lovren getur ekki neitt. Vörnin fær ekki nógu góða vörn fyrir framan sig.

  12. #12

    Og þegar Klopp kemur þá verður fjárfest í launsyni hans í janúar. Jú, honum Reus. Bingó!

  13. Sú staða sem má sýst við að klikka hjá okkur er DMC, Emre Can verður að standast álagið og gera þessa stöðu að sinni eigin. Þá eru okkur allir vegir færir.

    Ég spái því að Firmino og Benteke verði báðir góðir. Clyne og Milner sömuleiðis en mönnum finnst það kannski meira gefið. Og þeir sem halda að Clyne geti ekki varist munu þurfa gleypa heilt ullasokkapar í vetur! Origi verður vonbrigði sem og Moreno og Mignolet. Í janúar þarf að kaupa ALVÖRU markmann! ….miðvörður og vinstri bakvörður næsta sumar.

    Í fyrra vorum við hársbreidd frá því að stela fjórða sætinu þrátt fyrir ömurlega byrjun. Ef við spilum af eðlilegri getu verðum við í baráttu við Man City, Arsenal og Man utd spái ég…..Chelsea verður sér á báti.

  14. Afhverju eru svona margir púlarar sannfærðir um að Klopp vilji taka við Liverpool, eru þetta bara draumórar eða hefur hann einhver tímann sagst vilja taka við liðinu?

  15. Hvernig er það , gefur UEFA CUP ekki ennþá CL sæti ef við vinnum hana ? Er það ekki bara sens liverpool a Meistaradeildar sæti næsta tímabil

  16. Ég á erfitt með mikla bjartsýni fyrir tímabilið, sérstaklega byrjunina. Liðið er annað árið í röð að ganga í gegnum miklar mannabreytingar og missa lykilmenn. Við það bætist svo stutt undirbúningstímabil sem fer að mestu leyti í heimsreisu og leiki gegn minni spámönnum. Nýja þjálfarateymið er óskrifað blað, miðlungsþjálfari úr neðri deildum, efnilegur unglingaþjálfari og gömul hetja. Sé fyrir mér áframhaldandi ráðleysi, held einfaldlega að Rodgers viti ekki almennilega hvert hann stefni með liðið. Varnarleikur liðsins í tíð hans hefur verið hreint hörmulegur þrátt fyrir fjölmörg kaup á varnarmönnum. Og sókn liðsins í fyrra var ekki burðug heldur. Nú er búið að kaupa menn til að styrkja sóknina en þeir fá einn leik til að spila sig saman fyrir tímabilið. Ég sé því ekki alveg fyrir mér að liðið komi fljúgandi inn í tímabilið. Fyrstu sjö útileikirnir eru á völlum sem LFC náði heilum FIMM stigum á á síðasta tímabili: Stoke (6-1), Arsenal (4-1), ManU (3-0) Everton (0-0), Tottenham (0-3), Chelsea (1-1) og ManCity (3-1). Afsakið neikvæðnina en ég yrði ekkert steinhissa þó það yrði farið að hitna vel undir stjóranum þegar líður á haustið.

  17. Kannski er ég voða einfaldur en ég er mjög sàttur við sumarið og er bara furðu bjartsýnn à veturinn ????
    Ég var kominn à BR ùt vagninn en verð bara segja það að ég hef trù à honum miða við viðtöl við leikmenn þar sem margir af þeim segja að hann hafi verið àstæða þess að þeir komu.
    Ibe hefði alveg getað neitað 30þp à viku og viljað fara en hann eins og svo margir ungir leikmenn sjà greinilega að hann og LIVERPOOL saman geti bætt þà sem leikmenn og persònur.
    Ég ætla að leyfa mér að fara inn ì enn eitt tìmabilið með bjartsýni og jàkvæðni , fà mèr enska ì 1 skiptið og njòta ????
    Það er miklu skemmtilegra en að vera neikvæður og fùll og vona að Klopp taki við um àramòt , það er ekki LIVERPOOLLEGT .
    Eigið gòða sumar rest og fràbærann LIVERPOOL vetur ????

  18. Ég verð að segja að ég hef strax áhyggjur.

    Ekki af Liverpool eða hvernig liðið muni plumma sig á komandi tímabili, heldur hvernig margir áhagnendur liðsins virðast vera komnir í startholurnar með að allt verði þetta nú ómögulegt. Rogers out heldur áfram hjá þeim sem stukku á þann vagn í síðasta tímabili, og vegna þess að Rogers er “clueless” að þeirra mati og kann ekki að skipuleggja varnarleik (okkar besti varnar maður var meiddur stórann hluta tímabilsins)þá mun ekkert ganga upp á næsta tímabili þrátt fyrir að markaskorun hafi verið stóri vandinn á tímabilinu 2014-2015 og úr því ætti að hafa verið bætt með kaupum á framherjum sem vita hvar markið er.

    Ég hef tekið eftir því að þessi neikvæðni er ekki bara hér á kop.is, heldur líka í athugasemdakerfi Echo og víðar.
    Menn hafa enda mismunandi skoðanir og er það auðvitað vel.
    En það sem ég hef áhyggjur af er að þetta niðurrif hafi áhrif á leikmenn liðsins og umgjörðina.

    Sem stuðningmaður finnst mér að við eigum að styðja liðið, ekki blint samt, en styðja í gegnum þykkt og þunnt.

    Fyrir mér er komandi tímabil mjög spennandi, mér sýnist Liverpool hafa verið styrkt með þeim leikmönnum sem hafa komið til liðsins og er ég gríðarlega spenntur fyrir því að sjá hvernig Firmino t.d. muni plumma sig.

    Liverpool byrjar tímabilið á gríðarlega erfiðu prógrammi og mun þurfa á öllum styrk sýnum að halda og ekki síst stuðningi okkar aðdáendanna.

    Y.N.W.A.

  19. Já fimmta sætið er svartsýnisspá. Eftir að Liverpool lenti í 2 sæti var það vissulega slys að lenda í 6 sæti. Hinsvegar voru stór vandamál í liðinu á síðasta tímabili sem búið er að taka á. Gerrard er farinn, Glenn J er farinn og Sterling er farinn allir voru þeir frekar dragbítar spiluðu langt undir pari en til var ætlast. Þessvegna er mikil einföldun að skoða hvar liðið hefur lent síðustu 5 tímabil og horfa þannig blint á það.

    Í staðinn eru Liverpool búið að fá nýja sóknarlínu, reynslubolta á miðjuna og Clyne. Þetta er augljós styrking á byrjunarliðinu sem ég sé hin toppliðin ekki endilega verið að gera.

  20. #21 Ofboðslega er þreytt að væna þá sem ekki sjá allt sem snýr að Liverpool FC í rósrauðum bjarma um að styðja ekki liðið. Óþolandi að mega ekki benda á hluti sem mættu betur fara án þess að vera sakaður um að vera ekki stuðningsmaður. Heldur þú virkilega að maður væri að tjá sig um klúbbinn á þessum vettvangi ef maður kærði sig kollóttan um hann? Hnúturinn í maganum sem maður finnur í hvert sinn sem liðið er að spila hlýtur þá bara að vera krónískur magasjúkdómur sem vill svo til að bærir aðeins á sér þegar maður horfi á leiki með Liverpool FC. Mögnuð tilviljun, eða hvað?

  21. Andri #23

    “Ofboðslega er þreytt að væna þá sem ekki sjá allt sem snýr að Liverpool FC í rósrauðum bjarma um að styðja ekki liðið”
    Hvar vændi ég þig eða þá sem sjá “Liverpool FC í rósrauðum bjarma” um að styðja ekki liðið?

    “Óþolandi að mega ekki benda á hluti sem mættu betur fara án þess að vera sakaður um að vera ekki stuðningsmaður”
    Var ég að saka þig um það?
    Skrifaði ég ekki “Menn hafa enda mismunandi skoðanir og er það auðvitað vel”?

    Lastu yfir höfuð það sem ég skrifaði?

  22. Maður skilur í raun báðar hliðar, þ.e. að taka svartsýnina á þetta eða bjartsýnina. Ætli niðurstaðan verði ekki bara einhversstaðar þarna á milli.

    Ég er nokkuð sáttur við gluggann og hef trú á að við getum gert betur í vetur. Í raun þá höfum við græjað tvö “marquee signing” í Firmino og Benteke. Síðan eru Clyne og Milner solid, og ætli við gætum ekki sagt að þessir fjórir væru velkomnir af vel flestum stjórum deildarinnar. Það segir mikið um gæði þessara gaura. Ég spái að Ings, Origi og Gomez þurfi svolítinn tima til að stimpla sig inn af alvöru. En auðvitað ganga aldrei öll kaup upp.. og því skil ég alveg afstöðu Magga í podcastinu. Ég vona samt að í heildina muni þessi kaup gangi betur upp en oftast áður.

    Varðandi Firmino og Benteke, sem eru auðvitað stóru kaupin, þá gæti Firmino vissulega þurft smá tíma til að koma sér í gírinn og það er lykilatriði að Benteke verði notaður rétt. Það er t.a.m. engin ávísun á mörk að vera með gott “goal ratio” hjá slakara liði en okkar. Ég meina Lambert skoraði 106 mörk í 207 leikjum fyrir Southampton. Ég vil samt ekki trúa að Brendan sé svo vitlaus að kaupa annan ísskáp til að hafa í teignum og vil trúa mörgum Liverpool “legends” sem hafa verið að mæra Benteke, þ.á.m. Fowler.

    Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að Lucas og Can virðast eiga að sjá um varnartengiliðinn. Lucas hefur ekki náð sér á strik aftur og varla verið meira en slarkfær síðustu tvö ár og Can hefur enga reynslu af að spila þessa stöðu, auk þess að vera ungur og óreyndur. En…ég held svei mér þá að Brendan vilji ekki hafa alvöru varnarkjöt á miðjunni því hann kjósi að stilla þar upp Henderson og Milner. Eins og í öðru verður hann bara að standa og falla með þeirri ákvörðun.

    Ég spái að við munum berjast um 4-5 sæti í vetur. Ef Sturridge kemur sterkur inn í vetur tökum við fjórða sætið.

  23. eitt comment sem mér fannst standa aðeins uppúr í þessu podcasti og það var þegar þið voruð að ræða að rodgers væri hinn nýji messías eða ekki….. á þarsíðasta tímabili þá var ekki verið að spara samlíkingarnar á rodgers og shankly þar sem var verið að finna til hin ýmsu atriði sem átti við þá báða…. vissulega gekk vel hjá liðinu og allt það,rodgers sagði alla réttu hlutina í viðtölum og að vissu leyti hefur hann meðvitað ýtt smá undir þær samlíkingar…
    en allan tímann hugsaði ég að ef hann stendur ekki undir þessum kröfum sem hann og allir aðrir voru farnir að setja á hann þá getur þetta ekki endað vel.

    þetta tímabil er ekkert annað en breaking point hjá liverpool þar sem þeir eiga og geta vissulega komist í titilbaráttu. það er alveg klárt mál að hvernig sem á það er horft þá eru bæði eigendur og aðrir sem koma nálægt klúbbnum farnir að ætlast til þess af rodgers að hann skili þeim í titilbaráttu og ég er alveg handviss um það að þó hann hafi fengið stuðninginn núna í sumar verður hans svigrúm í vetur mjög lítið til að gera mistök.

    ég styð rodgers sem þjálfara liverpool en að sama skapi krefst ég þess að hann fari að skila tilum í hús og ef hann gerir það ekki á þessu tímabili þá verður hann látinn fara….

    nú berjum við okkur á brjóst og sjáum liðið okkar sem við elskum gera góða hluti

    YNWA

  24. Nr 22. Þannig að mv sl FIMM ár þá telur þú annað sætið vera normið? Ekki t.d 6 sæti sem hefur verið niðurstaðan helmingi oftar en 2 sæti?

    Held að þetta sé bara nokkuð eðlileg spá.

  25. Hafliði, þér er tíðrætt um áhyggjur þínar af þeim sem tala neikvætt um liðið, þeir séu “komnir í startholurnar með að allt verði þetta nú ómögulegt”. Og bætir svo við að styðja þurfi liðið í gegnum þykkt og þunnt, get ekki skilið það öðruvísi en svo að þér finnst að þeir sem gagnrýna og séu neikvæðir styðji liðið bara þegar vel gengur. Ef ég hef misskilið þig biðst ég forláts.

    En af hverju eru menn svona bjartsýnir fyrir tímabilið? Vegna nýju mannanna? Firmino vissulega spennandi, vonandi vonandi slær hann í gegn en hann er óskrifað blað í þessari deild. Benteke virkaði vissulega hjá Villa en passar hann inn í þá taktík sem Rodgers vill að liðið spili? Gæti trúað að Ings gæti virkað betur þar. Origi óskrifað blað líkt og Firmino. Milner held ég að eigi eftir að falla vel inn í liðið og Clyne ætti að gera hægri bakvörðinn að sinni stöðu, þ.e.a.s. ef Brendan fer ekki í þriggja manna vörn aftur.

    Er bjartsýnin vegna Rodgers. Af hverju hafa menn öðlast trú á Brendan aftur? Er það vegna nýja þjálfarateymisins? Er það af því að hann fékk að kaupa fullt af mönnum í sumar, annað árið í röð? Er það af því að hann er með ákveðna sýn á það hvert hann ætlar með liðið (já ég er að tala um doðrantinn sem hann mætti með á fundinn með eigendunum). Ég bara skil ekki hvernig ráðleysi hans á köflum og spilamennska liðsins síðasta tímabil virðist bara gleymt. Menn voru að biðja um höfuð hans á fati eftir Stoke leikinn, og raunar marga leiki þar á undan. En svo líður rúmur mánuður, Sterling sirkusinn kemur og fer, og allt í einu Brendan er orðinn maðurinn aftur og allt er æðislegt.

    Þeir sem vilja ekki nýjan stjóra tala gjarnan um það að þá taki við uppbygging sem fylgi nýjum manni, hann sé með nýtt starfslið með nýjar skoðanir, taki inn nýja leikmenn o.s.frv. Allt þetta á við rök að styðjast en hvar er klúbburinn staddur undir Rodgers eftir þrjú ár? Ég myndi segja á núll punkti miðað við sumarið 2012. Nýr kúrs, nýtt þjálfarateymi og margir nýjir leikmenn.

    Ég held eins og fleiri að krafan um árangur sé orðin hávær og slæm byrjun geti leitt hann út í örvæntingarfullar tilraunir eins og við sáum í lok síðasta tímabils. Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér og Rodgers sanni að 2013/2014 var reglan en ekki undantekingin, hræðist samt hið gagnstæða.

  26. Eins og èg benti skýrt á í fyrri pósti og Eyþór kýs að skauta framhjá þá finnst mér röng nálgun og of mikil einföldun að taka meðal árangur síðustu ára og skjóta svo á sæti. Finnst aðrir þættir eins og bein styrking á byrjunarliðinu og meiri breidd og meiri reynsla augljóslega eigi að skila okkur hærra.

  27. Milner og Clyne eru þeir einu sem ég er ekkert stressaður fyrir. Benteke er spurningamerki og Firmino þarf held ég tímabil til að aðlagast þó hann muni sýna góða takta. 5. sæti líklegast.

  28. Það er samt þannig að af einhverjum ástæðum finnst manni óþægilegt að vera ekki á “Djöfull er ég spenntur” – vagninum og það þykir ekkert sérlega fínt að vera bara ekki að horfa á titilbaráttu hjá okkar mönnum næsta ár.

    Eins og Eyþór bendir réttilega á (að mínu mati) er ekkert hægt að líta framhjá því að á síðustu fimm árum höfum við einu sinni verið ofan við 6.sæti. Það að nú missum við þá leikmenn sem áttu þátt í flestum mörkum okkar á tímabili með lélegasta markamun (+4) bara liggur við í manna minnum eykur bara enn á þá staðreynd að við erum að mínu viti í fullkominni óvissu um hvar liðið stendur.

    Æfingaleikir í Ástralíu og Asíu gefa enga mynd og því ætla ég að vera afar forvitinn um þennan leik okkar núna um helgina því þá ættum við að sjá eitthvað skýrari mynd af því hvað verið er að hugsa.

    Enginn verður glaðari en ég ef að liðið bara byrjar með látum og við fljúgum inn í toppslaginn, það er klárlega ósk mín og draumur. En eins og kemur fram í þessu podcasti þá finnst mér rosalega mörg spurningamerki í leikmannahópnum og mjög margt þarf að ganga upp til að við förum í Meistaradeildarsætið.

    Því að mínu viti eru Chelsea og Arsenal ljósárum á undan okkar leikmannahóp og City mun versla sér til að vera í topp þremur. Þó geri ég mér smá vonir um að þar sé óhreint mjöl í hópnum sem gæti sprungið í munnvikum þeirra. Það þýðir að um 4.sætið keppum við ásamt United og Tottenham….og maður hvað ég vona að De Gea kveðji Old Trafford og þetta Ramosarmál allt hafi farið illa með plönin þar, þar opnast vissulega glufa sem við nýtum okkur.

    En til þess þarf miðað við í fyrra:

    a) Mignolet að vera í sama formi og frá áramótum.
    b) Hafsentaparið actually verða sterkt.
    c) Bakverðirnir geti bæði sótt og varist.
    d) Miðjan verji svæðið fyrir framan hafsentana.
    e) Fleiri mörk þurfa að koma frá miðju- og varnarmönnum.
    f) Fjölga þarf mörkum milli ára úr 52 í 80 (75 lágmark)
    g) Nýju leikmennirnir að vera klárir í slaginn frá byrjun.
    h) Framherjarnir þurfa að skora 35 mörk í deild
    i) Rodgers að vera kominn með sitt leikkerfi á hreint frá fyrstu leikjum.

    Mitt mat er að minnst fimm af þessum níu þáttum þurfi að standa klárir til að við eigum möguleika á að nýta okkur glufur sem gætu legið fyrir okkur. Ef við náum sjö þáttum í gott stand verðum við mögulega í baráttu um hærri sæti en númer þrjú.

    Varkárnin mín liggur í því að ég er ekki viss um að við náum fimm þessara þátta í gott stand frá fyrstu umferðum og þetta er býsna miskunnarlaus deild…

  29. Þáttur i) í upptalningunni hans Magga er að mínu mati mikilvægasti faktorinn af öllum. Og jafnframt sá sem er einna líklegastur til að bregðast, eina ferðina enn.

  30. Gott að FSG og Rodgers eru að taka skref upp á við. Einu sinni voru keyptir Assaidi og Borini. Núna Benteke og Firminho. Næsta skref Benzema og Muller!

  31. Mér finnst stórmerkilegt hvað fjölmiðlar ljúga ítrekað varðandi leikmannakaup. Nýjasta fréttin í Liverpool Echo er að Liverpool sé á eftir Ashley Young, leik mann Man Und.

    Fyrr mun frjósa í helvíti áður en Young gengur yfir til Liverpool.

    Annars þykist ég sjá einhver merki um það á lofti að peningar Man Und eru ekki eins óeandanlegir og virtust í fyrra. Nú er sagt t.d að Ronaldo er of dýr fyrir Man Und og þó liðið hefur keypt leikmenn fyrir dágóðan pening, þá er enginn þeirra jafn fok dýr og Di Maria kostaði í fyrra. Allavega vona ég að ég hafi rétt fyrir mér varðandi það að liðið er svo stórskuldugt að það kemur að því, að það neyðist til að hafa það sem forgang að borga þær niður áður en það fer á hausinn. Sem væri nátturuldega draumur í dós ef félagið yrði að einshvers konar Leeds í framtíðinni 🙂

  32. Já félagar, ég deili hálfgerðu svartsýnishljóði með Magga og Arngrími úr podcastinu. Ástæðurnar sem Maggi telur upp eru feykinæg ástæða og ég vil líka bæta því við að okkar menn eru einfaldlega styttra á veg komin en liðin fyrir ofan og eru að gera of margar breytingar á hópnum til að hann smelli nógu fljótt til að geta haldið í þau. Fyrir utan að það er algjört happdrætti hverjir af þeim munu yfirleitt einhvern tímann smella saman við liðið.

    Meðan Chelsea, City, Arsenal og Man U gera 3-4 breytingar á þeim 15-16 leikmönnum sem spila mest í deildinni gerum við 5-6. Og ef við tökum algengasta byrjunarlið þá verða líklega 4 breytingar hjá okkur (Benteke, Firmino, Milner, Clyne) meðan líklega 1-2 hjá keppinautunum.

    Ég velti líka fyrir mér að núna er Rodgers að koma Balotelli, Borini og Enrique út í kuldann. Ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvernig stendur á því að Enrique, sem var keyptur sem prýðis úrvalsdeildarleikmaður, getur á örfáum árum orðið svona hrútlélegur að það er ekki einu sinni hægt að nota hann sem varamann. Ég get líka lofað því að eftir 1-2 ár verður talað um Ings eða Origi sem mistök og reynt að losna við þá.

    En ég vona svo sannarlega að liðið standi sig vel í vetur og Brendan Rodgers nái því besta út úr sem flestum leikmönnum. Það er auðvitað alveg ljóst að það er heitt undir honum nú þegar þannig að hann fær ekkert mikla þolinmæði frá hvorki stuðningsmönnum né eigendum félagsins.

  33. Æiii strákar ekki vera svona bjartsýnir þessir leikmenn eru einfaldlega ekki nógu góðir ef við ætlum að gera eitthvað þá verðum við að kaupa leikmenn á við messi ronaldo neymar zlatan robben og þessa kalla!????

  34. Hef ekki enn komist í að hlusta á þáttinn en langar að skoða þessa punkta sem Maggi bendir réttilega á. Hvort það dugi okkur í topp 4 veit ég ekki en m.v. síðasta tímabil er ég bjartsýnn á mikla bætingu hvað flesta af þessum þáttum varðar.

    a) Mignolet að vera í sama formi og frá áramótum.
    Mignolet er eins og aðrir markmenn góður þegar hann hefur vitiborinn varnarleik fyrir framan sig. Þetta fékk hann í nokkra mánuði á síðasta tímabili og leikur hans stórbatnaði. Hann fékk svo á sig fullt af mörkum þegar liðið allt var í rugli. Ég er sammála Innvortis og Magga að hann er ekki á pari við aðra markmenn topp 4 liðanna en alls ekkert vonlaus heldur og enn á aldri þar sem hann getur verulega bætt sig. Alls ekki staða sem var í forgangi að breyta í sumar a.m.k.

    b) Hafsentaparið actually verða sterkt.
    Miðverðirnir verða í veseni meðan sóknarmenn andstæðinganna fá hindrunarlaus hlaup á þá líkt og gerðist reglulega í fyrra. Um miðbik tímabilsins var þétt miðjuna aftarlega á vellinum og vörnin small nánast um leið. Auðvitað er RÁNDÝRT að vera svona mikið án okkar langbesta varnarmanns, öll lið myndu finna illa fyrir slíku. Sakho út hjá Liverpool er sama áfall og Terry/Cahill hjá Chelsea, Kompany hjá City, PE/LK hjá Arsenal o.s.frv. Hef áhyggjur af þessari stöðu áfram en vona að miðjan hjá Liverpool sé nú orðin mun þéttari varnarlega.

    c) Bakverðirnir geti bæði sótt og varist.
    Ég vænti þess að Clyne sé gríðarlega mikil styrking á Johnson, ef ekki er hann mikið flopp. Nauðsynleg breyting á byrjunarliðsmönnum þarna og vel heppnuð á pappír. Hvaða kostur var í borði betri en Clyne? Moreno fær vonandi miklu betur skilgreint hlutverk og hjálp frá samherjum sínum. Hann hefur núna tekið eitt erfitt ár á Englandi og nær fullu pre season með hópnum fyrir mót, vonandi sjáum við allt annan leikmann í vetur. Finnst það þú ansi þunnt að fara með 18 ára back up í þessa stöðu enda þetta verið eitt okkar mesta vesen í ansi mörg ár.

    d) Miðjan verji svæðið fyrir framan hafsentana.
    Þetta er lykilatriði og það sem ég hef mestar áhyggjur af. Gerrard var að spila aftast á miðjunni lengst af í fyrra og við sáum fjölmörk dæmi þess að hann hafði einfaldlega ekki yfirferðina í það hlutverk lengur og satt að segja var þetta hlutverk aldrei hans sterkasta hlið. Hann hefur alltaf verið mikið betri sóknarlega heldur en varnarlega þó sannarlega geti hann bæði. Hans bestu leikir með Liverpool voru þegar Hamann/Mascherano gáfu honum frelsið til að hugsa aðallega um sóknarleikinn. Það er mikið meiri yfirferð á Milner og Henderson sem vonandi þéttir miðjuna. Svo má ekki gleyma Emre Can sem gæti leyst þessa stöðu og býr klárlega að síðasta tímabili þar sem hann spilaði lengst af sem varnarmaður. Lucas Leiva er svo enn leikmaður Liverpool og leysir þetta hlutverk vel þegar hann er heill.

    Alvöru varnartengiliður er lykillinn að öllu öðru, bæði í vörn og sókn. Þetta er sá partur af uppleggi Rodgers sem ég skil hvað síst en hann virðist tilbúinn að fórna hluta af varnarleik liðsins fyrir öflugri sóknarleik. Þori ekki að dæma þá hugmyndafræði alveg enda hefur liðið aldrei verið eins nálægt því að vinna titilinn undanfarna áratugi og þegar hann gerði einmitt þetta. Augljóslega þarf samt að finna miklu betra jafnvægi en við sáum í fyrra.

    e) Fleiri mörk þurfa að koma frá miðju- og varnarmönnum.
    Coutinho og Henderson bættu sig á síðasta tímabili og gætu vel sprungið út með betri samherjum. Firmino er svo á pappír mjög skapandi viðbót við liðið. Ibe er árinu eldri og reyndari. Emre Can og Milner vita síðan báðir hvar markið er og hafa báðir yfirferð til að spila box-to-box rétt eins og Henderson. Ef miðjan skapar ekki fleiri færi (og mörk) heldur en við sáum á síðasta tímabili verð ég mjög hissa og vonsvikinn.

    f) Fjölga þarf mörkum milli ára úr 52 í 80 (75 lágmark)
    Kaup á Benteke og Firmino eru til þess að taka á þessu vandamáli. Sturridge er í allsherjarmeðferð sem vonandi heppnast. Þar eigum við inni helling af mörkum sem voru ekki með í fyrra. Ings og Origi eru svo vonandi bæting á Lambert og Borini. Benteke er miklu betri en Balotelli.

    g) Nýju leikmennirnir að vera klárir í slaginn frá byrjun.
    Bæði þeir og eins leikmenn sem komu í fyrra. Þeir munu ekkert allir smella frá fyrsta degi en Rodgers hefur fengið góðan tíma með þeim flestum fyrir tímabilið og þeir menn sem keyptir eru beint í byrjunarliðið þekkja flestir deildina vel og eiga nokkra vini í liðinu nú þegar sem þeir hafa spilað með. Meira að segja Firmino sem er herbergisfélagi Coutinho í landsliðinu.

    Það er talað um miklar breytingar milli ára en blákalt út frá síðasta tímabili, hvaða breyting var ekki tímabær núna í sumar?

    h) Framherjarnir þurfa að skora 35 mörk í deild
    Skiptir svosem engu hverjir skora, Liverpool þarf bara að vinna leikina og til að gera það oftar en í fyrra er mikið svigrúm til að bæta í leik liðsins bæði í vörn og sókn. Það er klárlega verið að (a.m.k. reyna) taka á þessu núna í sumar. Það hræðir mig lítið sem ekkert að þeir sem skoruðu mest í fyrra séu farnir enda voru þær tölur ekkert sem ekki er hægt að bæta verulega með nýjum mönnum. Hvort 35 mörk sé lykiltalan veit ég ekki en þeir verða klárlega að skora samanlagt meira en 10 mörk, það tókst ekki hjá sóknarmönnum Liverpool í fyrra.

    i) Rodgers að vera kominn með sitt leikkerfi á hreint frá fyrstu leikjum.
    Með betri leikmönnum og meiri tíma með hópnum fyrir mót eru allar líkur á að það komi með mun markvissari hætti inn í tímabilið núna m.v. síðasta tímabil.

    Það sem ég hef mestar áhyggjur af fyrir næsta tímabil hvað deildina varðar er áhersla á að vinna eitthvað, leggið áherslu á að vinna deildina. Liverpool er með mjög góðan hóp fyrir Europa league lið en ég vill sjá Liverpool sem Meistaradeildarlið og óttast að of mikið púður fari í allar hinar keppnirnar. Sama hversu óvinsæl sú skoðun mín er.

Góður gluggi?

Liverpool tekur skref í átt að Barcelona