Fyrsta byrjunarlið tímabilsins er komið og eins og búist var við:
Mignolet
Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez
Henderson – Milner – Coutinho
Ibe – Benteke – Lallana
Bekkur: Bogdan, Touré, Moreno, Can, Firmino, Ings, Origi.
Firmino á bekk og spurning með vinstri bakvörðinn en annars er þetta sterkasta lið sem Rodgers hefur völ á í vetur og bekkurinn er einnig feykisterkur.
Nú er bara komið að þessu. Það eru 77 dagar síðan Stoke vann okkar menn 6-1 á þessum velli. Hvað hefur breyst síðan þá? Svarið er að detta í hús. Áfram Liverpool!
YNWA
Sakho meiddur?
Kl hvað er leikurinn?
Ósammála með að þetta sé sterkasta liðið en Sakho á klárlega ad vera í vörninni og svo á Lucas eda Can ad vera þriðji maðurinn á miðjunni.
Sakho ekki í hóp…hvað er það?
#2
14:50
Þessi vörn kæmist ekki í fallbaráttulið…
Hefur víst eitthvað með það að gera að hann missti af æfingum í vikunni þar sem hann var að eignast barn… sel það ekki dýrara en ég keypti…
Samkvæmt This is Anfield er Sakho ekki í hóp þar sem hann átti barn í vikunni og missti af æfingum.
Augljóst að Rodgers hefur ekkert lært frá síðasta tímabili.
Hrúar full af nýjum mönnum í byrjunarliðið.
Arsenal að skíta á sig 0-2 á móti West Ham
#8 Það er rétt. Við eigum að halda sama liðinu inná og tapaði 6-1 fyrir Stoke í fyrra…. 😉
Ben, mannskapurinn frá því í fyrra var ekkert að brillera, nauðsynlegt að taka til.
Í fyrsta skipti í langan tíma eru jafnmargir/fleiri sóknarþenkjandi útivallarleikmenn á bekknum heldur en varnarþenkjandi
Að setja Clyne, Benteke og Millner í liðið er nú bara gefið #8 og miða við undirbúningstímabilið þá er rétt að hafa Gomez í liðinu enda hefur hann heillað marga með sínum leik.
Sakho var að eignast barn í vikuni og missti af nokkrum æfingum og því ekkert skrítið að hann sé ekki í hóp.
Gaman að sjá að það eru svo valmöguleikar á bekknum. Ings, Origi, Can og Firminho allt leikmenn sem gætu komið inn og breytt leik.
Ég er með hnút í maganum og miða við Chelsea- Swansea og Arsenal – West Ham (+ að hafa fylgst vel með þessu síðan 1988-89 tímabili) þá getur allt gerst í dag.
Ég treysti Brendan til að vita það hvort Sakho er betri eða Lovren. Greinilega er Lovren að standa sig betur en Sakho á æfingum og sýna Rodgers mun meira. Þess vegna byrjar hann og hefur byrjað allt æfingartímabilið. Held að fólk ætti aðeins að slaka á og treysta stjóranum til að vita betur, hann sér leikmenn alla daga vikunnar alla daga ársins.
Er þetta rétt liðsuppstilling ?
Er þetta ekki 4-2-3-1
og liðsuppstillingin er meira svona ?
Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez
Milner – Henderson
Ibe – Coutinho – Lallana
Benteke
Hörkulið. Annars er ég ósammála með að Gomez er veikur hlekkur í liðinu. Hann sló Moreno út einfaldlega vegna þess að hann er betri varnarlega og hefur blússandi hæfileika.
Millner og Henderson klárlega fyrir aftan Coutinho sem fær líklega frjálst hlutverk fyrir aftan Benteke með Ibe og Lallana sitthvorum megin.
Er einhver með lausn fyrir iPad gaur? Hvar getur maður komist í stream?
Við lendum vonandi ekki fyrir neðan arsenal á töflunni eftir fyrstu umferðina.
Sakho kom út úr rútunni með liðinu.
spái þessum leik 3-0 með mörkum frá ibe,milner og firmino KOMA SVOO !
Jæja það er byrjað, Arnar byrjaður að tala út í eitt um hluti sem skipta ekki neinu máli.
Er hægt að skjóta í söfnun til 365 að hann fái aldrei að lýsa liverpool leik aftur????
jæja fyrsta gula fyrir stoke ekki lengi að koma..
https://www.youtube.com/watch?v=yERbmAFsFjo
Boring byrjun …..stoke er drasl
Bentekotelli
Stoke halda virkilega ad teir geti unnid
Shit hvað við erum lélegir!
Benteke svolítið týndur og finnst hann ekki halda boltanum vel þegar hann fær hann. Vantar meira “creativity” í miðjuna hjá okkur.
Engu líkara en að Stoke sé í svörtu í þessum leik. Átti Liverpool ekki að vera liðið sem væri að senda boltann stutt, með 1, 2 bolta og stungusendingum ?
Glen Johnson lítur út eins og Cafú og Charlie Adam er að stjórna miðjunni eins og Zidane.
Róa okkur aðeins? Fyrsti leikur, menn eru ofurvarkárir, allir geta unnið alla í þessum fyrstu umferðum, Arsenal?
Hvar er hápressan sem var á undirbúningstímabilinu? Missum boltann og þá eru allir dottnir til baka á miðlínuna
Fá Firmino og Ings inná í staðin fyrir Lallana og Benteke,
Mjög slappt bara. Ef brendan nær ekki að kveikja í þeim í hálfleik þá spyr maður sig hvað þarf til ?
Jafnræði með liðum til þessa. Kemur allt, ánægður samt með hörkuna sem við erum að sýna, vantaði mikið í fyrra.
Háboltasendingar, langar stungusendingar… senda boltann á Ibe og láta Ibe hlaupa í öngstræti Stoke varnarinnar virðist vera leikáætlun Brodgers. Það er enginn sem virðist stjórna því hvað er að gerast inn á vellinum. Hauslausar hænur ?
Við vorum í vörn fyrstu 45 min. og verðum í sókn seinni 45…ekkert að því!
Finnst menn vera full gagnrýnir hèr. Jafnræ?i me? li?unum, spurning hvor megin þetta detti. Eigum einn Brazza á bekknum sem gæti klára? þetta í seinni
gomez búinn að vera lélegasti maður vallarins og við náðum ekki að skapa 1 færi í fyrri hálfleik þetta dettur 1-0 öðru hvoru megin
Sprungið á öllum dekkjum í fyrri hálfleik.
Fyrsti leikurinn á sísoninu og menn byrja?ir. Stoke er med gott li? og lætur ekkert valta yfir sig. Edlilegt a? þa? se engin flugeldasýning við vinnum þetta 0-1.
Jafn fyrri hálfleikur. Liverpool eilítið meira með boltan en Stoke hefur skapað sér betri færi. Varnaleikur Liverpool virkilega góður, miðjan að spila vel og spil milli manna með ágætum en sóknarleikurinn hefur hingað til verið alveg steindauður. Liverpool hefur ekki fengið eitt einasta færi í leiknum sem telja má marksvert.
Fimm marka bæting í hálfleik miðað við síðasta leik.
úha
Já, sammála róa sig aðeins!
Eru menn búnir að gleyma því hver staðan í hálfleik var á þessum velli fyrir c.a. 80 dögum síðan?
Það sem mér finnst jákvætt er að menn eru ekki að láta Stoke “bullya” sig eins og síðast. Menn eru einbeittir og grimmir. Vörnin, Milner og Henderson eru að standa sig vel. Það er hins vegar ekkert að gerast fram á við og aumingja Benteke fær lítið að moða úr. Menn verða að þora að sækja hraðar fram þegar boltinn vinnst.
#25 Bentekotelli?? Í alvöru. Hann er bara ekki að fá þann stuðning sem hann þarf fram á við. Lallana, Coutinho og Ibe verða að fara að sýna meira og ógna meira. Okkur sárlega vantar meiri hraða, miklu meiri hraða.
Koma svo LFC!!!
Vá hvað lallana getur ekki neitt vill sjá firmino og can inná
Liverpool byrjuðu þokkalega en svo hefur Stoke hægt og róglega tekin völdin í leiknum.
Leikmenn virðast vera hálf ryðgaðir enda hafa þeir lítið sem ekkert spilað saman á undirbúningstímabilinu.
Okkar gamli leikmaður hann Glen átti besta færið.
Við höfum ekki átt skot á markið.
Strákar ekki vera eh að drulla yfir benteke. Það er ekki eins og hann fái eh mikla hjálp…
Firmino og Ings inn. Setja í tígulmiðju
Er þetta nýja Liverpool?
Það er engin að spila vel, fyrir utan Ibe fyrstu 20min. Engin pressar og vörnin okkar er klaufaleg að vanda. Skrtel er öllu jafna ömurlegur en þegar maður er verri en Lovren þá á maður bara að biðja um skiptingu. Lallana mun aldrei verða góður leikmaður.
Hafði einhver í alvöru trú á þessu? Það hefði verið skárra að dúndra háloftaboltum á Benteke allan hálfleikinn en það sem við vorum að gera.
Fyrir mér er Brendan að spila fyrir lífi sínu í hverjum einasta leik. Allt annað en sigur hér og ég vil hann burt (sem ég vil reyndar nú þegar).
Kominn tími til að hætta þessu væli. Það fer að verða vesen að heimsækja þessa ágætu síðu. Ekkert nema bölsýni og tuð. Þetta er fokking fyrsti leikur tímabilsins.
Ég man ekki eftir mörgum fyrstu leikjum þar sem Liverpool rústuðu liðum. Menn eru kannski aðeins að þreifa á andstæðingnum. Hef trú á að við tökum þessi stig.
Stórkallabolti “vorbragur á þessu” ekki skemmtilegur hálfleikur ,vonandi verður seinni betri.Manni finnst eitthvað vanta á miðjuna ??
Adam eins og Zidane? hann hefur líklega verið lélegasti maður vallarins hann Adam, hefur átt skelfilegan fyrri hálfleik
Shit hvað það vantar einhvern til að stýra þessu. Henderson er duglegur en ekki mjög creative – sama með Milner. Þeir eru með Ibe, Coutinho, Lallana og Benteke (2 teknískir, einn ösku fljótur og einn sterkan target).
Djöfull sakna ég Stevie…
Finnst meiri ró yfir vörninni en oft áður á síðasta tímabili, það er aðeins Gomes sem er eitthvað stressaður. Bæði Lovren og Skrtel eru mun öruggari núna.
Lallana búinn að vera slakur og lítið komið útúr Ibe hinum meginn. Höfum 45 mín til að klára þetta. Við munum pottþétt gera það.
Ekkert skot á rammann í fyrri hálfleik, jæja ……….. Inná með firminho og origi og ings
Slakiði á. Djöfull þoli ég ekki þetta væl, hverjum er það að hjálpa? Það er hálfleikur í fyrsta leik tímabilsins og þið eruð bara búnir að dæma hvernig þetta tímabil fer og hversu ömurlegt það verður. Ég ætla að gefa þessu liði nokkra leiki áður en ég dæmi hvort þetta verði það sem koma skal eða ekki.
Rétt er það að fyrri hálfleikur hefur verið illa spilaður en COME ON, það eru 45 mínútur liðnar af leiknum. Slakið á, fáið ykkur einn kaldan og vonum það besta.
Ef maður væri ekki að horfa á leikinn, héldi ég að við værum lélegri en í síðasta deildarleik.
Það er jafnvægi í leiknum, við erum að spila við Stoke á útivelli með nokkra nýja leikmenn og rúmlega 1% búið af deildinni. Algjör óþarfi að detta í einhvern bölmóð strax.
clean sheet í hálfleik, bara gott og mikið hægt að byggja á því. eigum fína stráka til að koma inn og hjálpa til. ekki besti fótboltinn en fáum við 3stig er ég fkn sáttur. koma svo!!!
#49 Þú hefur þá ekki fylgst lengi með Liverpool.
Verulega leiðinlegur leikur en eg held að benteke klari þetta. Vinnum 0-1
Oh! Fjandans vælukjóar eru þessir stókarar.
Allt í góðu gamli. Nefndu mér leik þar sem okkar menn mættu sáu og rústuðu í fyrstaleik. Ég bara hreinlega man ekki.
#43 já í alvöru.
Það sem búið er af leiknum þá hefði ekki skipt máli hvort benteke eða balotelli hefði verið inná.
Enginn af okkar framherjum fær þjónustu. Balotelli fékk hana ekki heldur.
#61 Cygne.
Flestir leikir á 2013/2014 tímabilinu voru þannig. Ef þú manst ekki eftir leik úr því tímabili hefurðu ekki fylgst lengi með Liverpool. Ansi langt síðan það gerðist en það að þú munir ekki eftir 5-1 leiknum á móti Arsenal, 4-0 á móti Everton og 3-0 á móti Man Utd finnst mér ansi skrýtið.
Fyrirgefðu Cygne. Ég las vitlaust… hélt þú værir að meina “í fyrri hálfleik”, en ekki “í fyrsta leik”. Afsaka þetta.
Ekki málið þetta 😉
Það má nú setja firminho inná nuna , þetta er þvílíkt slappt.
Er benteke búin að vinna skallabolta ?
Kúturrrrrrrf
Vá þvílíkt mark
OMFG!
KÚTURINN !!!!!!!
Yeeeessssssssssss!!!!
Þessi skipting Can inn Lallana út gjörbreytti leiknum. Frábært fokkings mark annars hjá Kútnum!
Ein tilraun á markið eitt mark. Kúturinn að redda okkur fyrir horn.
Rodgers var að fara skipta Coutinho út fyrir Ings rétt áður en að hann skoraði samkvæmt sky sports.
jess! 3 stig á þessum velli í fyrsta leik. gríðarlega sáttur.
GRÝLAN KVEÐIN NIÐUR TAKK FYRIR MIG !
Ég er í sjokki yfir mörgum hérna. Þvílík neikvæðni! Þetta er fyrsti leikur tímabilsins og gegn Stoke á heimavelli. Slakið bara á
Ég held að stoke sé ágætis lið gott að vinna á útivelli. fannst við vera betri í seinni.
baráttusigur
Afar mikilvæg þrjú sálfræðileg stig.
3 stig takk fyrir Coutinho !!
Markið
http://streamable.com/7k0q