Mánudagsmolar – opinn þráður

Fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar er lokið. Mikið um óvænt úrslit. Okkar menn unnu gríðarlega mikilvægan baráttusigur á Stoke. Við sjáum strax í byrjun móts að það er ekkert gefið í þessu. Chelsea heppið að ná stigi á heimavelli gegn Swansea, Arsenal tapar 0-2 á heimavelli gegn West Ham og Everton tapar einnig stigum á heimavelli gegn Watford.

Liverpool spilaði æfingaleik á Melwood í dag þar sem að þeir rauðklæddu sigruðu TNS 5-1. Leikmenn eins og Lucas Leiva, Can, Markovic, Firmino, Ings, Origi, Sakho og Toure spiluðu og skoraði Firmino þrennu ásamt því að Ings og Markovic skoruðu sitt markið hvor. Hér er hægt að sjá brot úr leiknum.

Það spurðist út í dag og fór svo á fullt flug í kvöldLucas Leiva sé hugsanlega á leið frá Liverpool. Hann mun vera mjög ósáttur með að hafa ekki verið í hóp í gær og er skv. Echo, Guardian ofl. miðlum orðinn fimmti kostur á miðjuna á eftir þeim Milner, Henderson, Can og Allen.

Þetta er erfið staða, ef við sleppum öllum tilfinningum (sá leikmaður Liverpool sem er búinn að vera lengst) þá held ég að menn geti verið sammála um það að Lucas sé ekki sami leikmaður og hann var hérna undir stjórn Rafa og Dalglish. Hann hefur aldrei náð sömu hæðum eftir hnémeiðslin og finnst mér ekkert óeðlilegt að hann sé fjórði til fimmti kostur á eftir þessum mönnum. Aftur á móti finnst mér okkur vanta afturliggjandi miðjumann. Það getur verið að Can sé hugsaður í það hlutverk, hann er líka sá eini sem þá hugsanlega veldur því ef Lucas fer (Allen er ekki nægilega góður í þessu hlutverki). Verði Lucas seldur þá myndi ég vilja sjá klúbbinn fjárfesta í öðrum miðjumanni. Mirror hefur t.a.m. sagt að ef Lucas yfirgefi félagið muni Liverpool fara á eftir Asier Illarramendi.

Sakho var ekki í hóp um helgina en hann og kona hans voru að eignast barn og æfði hann því ekki dagana fyrir leik. Hann var aldrei að fara byrja þennan leik hvort sem er (mitt mat). Lovren og Skrtel eru klárlega parið sem Rodgers ætlar að treysta á. Sakho verður því að taka sér sæti á tréverkinu og bíða eftir sínu tækifæri.

Ég hef ekkert farið leynt með álit mitt á Lovren undanfarnar vikur og mánuði. Persónulega sé ég Sakho sem okkar besta varnarmann, Skrtel þar á eftir. Lovren á samt skilið mikið hrós eftir Stoke leikinn. Það varð allt vitlaust þegar það spurðist út að hann yrði í liðinu og Sakho ekki í hóp. Hann stóð samt fyrir sínu, var líklega okkar besti varnarmaður (ásamt Clyne). Hann var fyrstur til að klappa Gomez á bakið eftir mistökin hans í fyrri hálfleik og fagnaði svo vel í leikslok. Einn leikur breytir auðvitað engu, þurfum að sjá þetta frá honum í hverri viku, en einhversstaðar verða menn að byrja. Vonandi það sem koma skal!

Líklega kemur podcast svo inn annað kvöld þar sem við gerum upp Stoke leikinn og byrjum að pæla í næsta verkefni, Bournemouth!

Annars er orðið laust.

33 Comments

  1. Sama hvort Lovren nær sömu og hæðum og þegar hann var hjá The Saints þá finns mér bara Sakho vera lang besti varnarmaður okkar (þegar hann er heill, augljóslega). En hvað veit ég. Held líka að Sakho sé ekki beint að fara sætta sig við bekkjarsetu.

  2. Flottur sigur á Stoke og gæti heldur betur reynst mikilvægur. Gaman að sjá úrslitin úr fyrstu umferðinni. Klisjan um haustbraginn á sannarlega við, en svona er líka fótboltinn. Væri ekki vitund skemmtilegur ef allt væri fyrirsjáanlegt.

    Ég er sammála því að Sakho sé okkar besti varnarmaður. Ef hann héldist heill eins og 1-2 tímabil, næði hann án efa að geirnegla sæti sitt í byrjunarliðinu. Hann getur líka algjörlega skorað, eins og hann sýndi í umspilinu fyrir HM; dró Frakka nánast einn síns liðs á mótið. Hann er ungur af miðverði að vera, stór og sterkur með frábærar sendingar o.s.frv. Lykilatriði að halda honum, að mínu mati.

    Mikið yrði leiðinlegt að missa Lucas. En ef hann færi og það kæmi t.d. frambærilegur og tilbúinn DM, væri Can ekki í ósvipaðri stöðu og Lucas er nú (og hefur verið). Þetta er alltaf vandmeðfarið. Hópurinn er orðinn býsna stór og í breiddinni eru nú meiri gæði en áður. Það er ekki auðvelt að halda mönnum ánægðum í slíkri stöðu, en ég vildi nú frekar búa við slíkt “vandamál” en of þunnan hóp. 2011 útgáfan af Lucas Leiva myndi labba inn í núverandi byrjunarlið, sérstaklega í erfiðum útileikjum, svo mikið er víst.

    Ég sá Stoke leikinn ekki fyrr en síðdegis í dag, var í vinnuferð um helgina og sá margt áhugavert í honum. Fyrir það fyrsta virðist BR hafa gefið mönnum fyrirmæli um að láta finna svolítið fyrir sér og hefur klárlega gefið smá afslátt af possession/halda boltanum á jörðinni spekinni sem og hápressunni. Að sama skapi hefur hann örugglega sagt Joe Gomez að fara ekki mjög mikið fram völlinn, svo Lallana fékk sárafá overlaps, sem gerði honum erfitt fyrir. Lallana var líka svolítið að passa/covera hann. Ég held að þetta tengist allt og að ekkert af því sé tilviljun.

    Nú er samsetning hópsins þannig að félagið á beinlínis urmul af tiltölulega ungum leikmönnum sem eiga góðan séns á að taka næstu skref og verða fótboltastjörnur. Einnig heldur yngri leikmenn sem eru rétt að hefja það ferli. Þetta er hluti af planinu og að mínu mati það klókasta að gera eins og staðan er. Við bætast svo leikmenn á láni hér og þar, sem getur í senn verið gagnlegt til að gefa þeim dýrmæta reynslu og halda þeim ánægðum (fá þá að spila). Einhverjir verða svo seldir með myndarlegum hagnaði. Þetta hentar mjög vel upp á FFP reglurnar og Chelsea hafa í raun unnið með svipuðum hætti, þótt vasarnir séu öllu botnlausari þar á bæ.

    Ég er sem sagt að kaupa stóra planið, þótt það hafi á köflum verið smá hökt í gangverkinu. Heildarmyndin er mikilvægari – vinna samviskusamlega í rekstrinum og viðskiptahliðinni, tryggja alls konar kostunarsamninga, stækka leikvanginn, byggja upp lið til framtíðar o.s.frv. FSG keyptu félagið án þess að setja eignir klúbbsins að veði og hafa ekkert tekið út úr Liverpool FC, ekki neitt. Það er eiginlega bara hægt að segja það sama um eigendur Chelsea og Man City.

  3. Fyrir mér er Skrtel besti miðvörður Liverpool og verður baráttan á milli Lovren og Sakho um að spila með honum.
    Ef Lovren fer í saints horfið þá á hann góðan séns á að tryggja sér þetta sæti. Hann var stórkostlegur með Southampton og spilaði hann flesta leiki eins og gegn Stoke(frábærlega).

    Sakho finnst mér líka vera mjög góður og ef ég hefði verið að stilla upp í lið fyrir fyrsta leik(gefum okkur það að það væri ekki fæðing) þá hefði ég valið Sakho en Lovren á skilið að byrja næsta leik eftir þessa framistöðu.
    Sakho er stundum pínu viltur. Er snöggur að fara á rassinn og fara í harðar tæklingar en mér finnst bestu varnamenn heims þeir sem ná að standa í fæturnar. Svo finnst mér hann stundum taka full mikið af sénsum með boltan. En mér finnst hann algjör jaxl og á eftir að nýtast okkur vel í vetur og ég held að hann fái sín tækifæri.

    Þetta er samt frábært vandamál að vera með því að Skrtel, Sakho og Lovren með hausinn í lagi eru allir mjög góðir miðverðir(ég tæki þá t.d alla fram yfir Jones, Blind, Smalling og Evans sem eru hjá erkifendunum okkar).

    Ef við förum samt yfir þessa umferð þá litu Man City best út en ég vill byðja alla að vanmeta ekki Bournemouth. Sá leikinn gegn Aston Villa og það er mikil kraftur í þeim og þeir reyna að spila fótbolta og áttu að vera yfir í hálfleik gegn Villa.

  4. Mér fannst mjög gaman að sjá Sterling klúðra dauðafæri gegn WBA í dag. Hann hefur ekki nennt að æfa sig í að slútta þrátt fyrir að vera með 250þúsund pund á viku.

  5. Gríðarlega ósáttur ef Lucas fer. Mér finnst hann vanmetinn og Liverpool spilar yfirleitt betur þegar hann er í liðinu sbr leikjahrinan á síðasta tímabili þegar vel gekk. Mér hefur fundist Rodgers vera að grafa undan Lucas síðan hann tók við klúbbnum.

  6. “Liverpool Family @lfc_family
    With Lucas, we’ve played 10, won 7, drawn 1 & lost 2.

    Without him, we’ve played 11, won 2, drawn 2 & lost 7.

    He’s very important to us.”
    10:50 AM – 3 Dec 2014

  7. Ég held að hrakfarir Lovren á sínu fyrsta ári hjá okkur miðað við spilamennsku hans hjá Southampton skrifist á mismunandi miðjuspil hjá Liverpool vs. Southampton. Hjá Southampton hafði Lovren Schneiderlin. Ég hafði ekki fylgst mikið með Schneiderlin fyrr en um helgina á móti Spurs. Hann jarðaði miðjuna hjá Spurs. Góðar staðsetningar, duglegur að brjóta upp spil án þess að brjóta, og þegar hann braut voru það ekki spjaldabrot. Var undrandi í sumar að litla liðið í manchester borgaði svona mikið þangað til ég sá þennan leik.

    Ekki nema von að þetta hafi verið munur hjá Lovren að fara úr því að vera í vörn með Schneiderlin fyrir framan sig í að fara í lið sem spilaði ekki með neinn í “Makelele” stöðunni. Ef Can gerir þá stöðu að sinni þá á Lovren eftir að sýna Southampton formið sitt, og þá verður gaman.

  8. Ég vona að með traustari bakvörðum og meiri hjálp frá miðjunni eigi Lovren eftir að troða sokk í marga og vera framúrskarandi í vetur, ég er meira að segja frekar vongóður um að sú verði raunin.

    Aftur á móti þá finnst mér ekki hafa verið talað nógu mikið um það að Skrtel var mjööög tæpur í leiknum um helgina og það var ekki honum að þakka að hann gaf ekki amk 2 mörk með hrikalega slöppum sendingum til baka. Vona að þetta hafi bara verið ryð hjá honum en ég var kominn með hnút í magan í hvert skipti sem hann fékk boltann!

    Ég vona að Sakho brjóti sér leið inn í liðið og nái nokkuð meiðslafríu tímabili og miðað við leikinn í gær þá væri Sakho-Lovren golden en það er náttúrulega bara einn leikur.

    Einnig vona ég að Lucas verði áfram og að Liverpool fjárfesti í vinstri bakverði þrátt fyrir að Gomez hafi staðið sig nokkuð vel um helgina.

  9. Ég myndi sjá eftir Lucas. Vissulega hefur hann ekki náð sér almennilega á flug eftir erfið hnémeiðsli, hins vegar er hann besti valkosturinn sem Liverpool á sem djúpur miðjumaður ásamt Can. Fyrir mér væri hann ávallt framar en Allen í goggunarröðinni.

  10. Arfavond tíðindi ef rétt eru varðandi Lucas. Sást svo vel á síðasta tímabili hvað hann verndaði vörnina betur en nokkur annar leikmaður.

    Á hverju byggja menn þessa Can hugmynd varðandi varnartengiliðinn? Finnst Can einmitt afar spennandi leikmaður, svona í þessa hefðbundnu miðjustöðu vegna kraftsins sem nýtist í svona box to box dæmi. Stóri gallinn hans so far er einmitt hversu mikið hann rýkur úr stöðu og er oft stöðuvilltur. Það er eitthvað sem er algjört eitur þegar þú ert varnartengiliður. Tel hann ekki vera með agann í þá stöðu og þá værum við einnig að van nýta hans helsta styrkleika.

    Lucas er líklegast og verður, vanmetnasti leikmaður LFC í seinni tíð. Hvað hefur Allen framyfir Lucas að bjóða inn í liðið?

  11. hvernig eru menn ad meta föstudagskvoldleiki ?.. snilld eda too much .. ? fer ad faekka astædum ad fá ser ekki bjór ..

  12. #13 frekar föstudagsleiki en mánudagsleiki ef ég ætti að velja á milli. Mánudagsleikir eru eingöngu í lagi um páska og á jólum að mínu mati

  13. Finnst engum öðrum það skrítið að Allen sé komin fram fyrir Lucas í goggunarröðinni ?

    Verðum við ekki að fara að heimta DNA próf á Allen, til þess að sanna fjölskyldutengsl hans við BR 😉

    Allen er mjög brothættur varðandi meiðsli og enn meira varðandi frammistöðu, hann nær kannski einum leik af 10 með ásættanlegri frammistöðu ! Mjög slæmar fréttir ef BR er að þvinga Lucas frá okkur 🙁

  14. Manni finsnt sá sem skrifaði þetta um Lucas ekki hafa mikið vit á því sem hann er að segja. Lucas lýtur illa út oft á tíðum engöngu vegna þess hvernig Rodgers leggur upp með liðið og hvernig þeir sækja eða eru að pressa, þeir skilja Lucas eftir ásamt 2 varnarmönnum á sínum helming meðan restin af liðinu sækir, sem skilur eftir nánast hálfan völlinn fyrir lucas til að covera …. Ef liðið mundi hreyfa sig allt saman sem heild mundi það ekki skilja svona svakalegt pláss eftir opið, meira segja macherano eða matic mundu lýta illa út í þessum kerfum. Mæli með þessari greyn … http://www.empireofthekop.com/2015/07/28/a-pressing-concern-going-into-the-new-season/?utm_campaign=shareaholic&utm_medium=facebook&utm_source=socialnetwork

    Vandamálið er klárlega Rodgers ekki Lucas …. -_-

  15. Steini minn. Benitez var rekinn árið 2010 ef þú tókst ekki eftir því. Núna er maður við stjórn sem spilar tveimur DM, DM sem eiga að geta borið upp boltann á meðan hinn situr eftir. Allen og Can hafa það fram yfir Lucas að geta borið upp boltann (farið útúr stöðu eins og þú kallar það), jafnvel skorað mörk, og varist þokkalega. Alla vegana hefur mér sýnst það, en hvað veit ég?

  16. eg myndi allann daginn gefa Allenn frekar en að selja Lucas fyrir 5 eda 10 kúlur.

    En ef einhver miðjumaður er að fara heimta eg að annar komi i staðinn og þá einhver mun betri en sá sem fer..

    var lika að pæla i gær með 20 milljón punda manninn hann Markovic sem ekki komst i hóp, er eitthvað við hann að gera hja okkur ?

    selja hann kannski frekar og kauða annan mann fyrir 20 plús milljonir sem eru not fyrir strax en ekki eftir 1-2 eða 3 ár

  17. Sælir félagar, spurning til ykkar snillinga sem stýra kop.is. Er eitthvað farið að skoða næstu kop ferð??
    Kveðja, einn spenntur ????

  18. Joe Allen er alveg á mörkunum finnst mér að ráða við hörkuna og hraðann. Þannig að það eitt og sér gerir Lucas verðmætari. En Lucas er samt sem áður engin lausn á neinu hjá Liverpool…my 2 cents. Fínn squadplayer kannski. Henderson, Milner og Can verða með miðjuna í vetur.

  19. Loksins að menn skuli vera fatta þetta…Lucas á leið frá okkur,,,,draumur í dós ef það verður…jólin bara snemma í ár…….

  20. Lucas og Joe Allen er fáranleg samlíking.

    Annar er varnarmiðjumaður á meðan að hinn er einfaldlega miðjumaður og ef eitthvað er vill spilar frekar framar en aftar.

    Joe Allen var frábær með Swansea. Hlaup úr sér lungun, var mikið í boltanum og skilaði honum vel frá sér. Var svona í Henderson hlutverkinu í dag.

    Lucas vill vera fyrir framan vörnina og vill helst ekki færa sig mikið. Hefur ekki mikla hlaupagetu en er klókur að vinna boltan en hefur í seinni tíð verið snillingur að gefa ódýrar aukaspyrnur rétt fyrir framan vítateig og gæti það verið vísbending um að hraðin og snerpan hafi minkað aðeins.

    Þessir tveir leikmenn eru gjörólíkir og menn að tala um vanmat um Lucas en það tók hann nokkur tímabil að fá viðurkenningu og átti hann 1-2 tímabil þar sem maður vildi sjá hann inná í öllum leikjum.
    Mér finnst Joe Allen vera vanmetnasti leikmaður Liverpool. Menn gera lítið annað en að setja út á hann eða kalla hann ekki fallegum nöfnum en fyrir mér þegar hann er heill þá er hann einfaldlega mjög solid miðjumaður. Mér fannst pressan hjá Liverpool aldrei eins góð og þegar Henderson og Allen voru að djöflast og gefa andstæðingum Liverpool engan frið á boltan. Því miður þá hefur hann verið mjög óheppinn með meiðsli missa af undirbúningstímabilum eða alltaf þegar hann er farinn að spila regulega þá meiðist hann. Á meðan að hann er í rauða búningnum þá styð ég þennan strák og ég hef enþá trú á að hann eigi eftir að standa sig fyrir klúbbinn enda enþá ungur að árum og ætti að eiga sín bestu ár eftir.

    Lucas er búinn að vera í fýlu yfir spilatíma og var orðrómur um að hann vildi fara á síðasta tímabili en ég held að hans tími er einfaldlega búinn og ef Liverpool ætlar að spila með tígulmiðju með tvo framherja þá getur E.Can leyst djúpa miðjumanninn og ef það á að spila með tvo á miðri miðjuna þá eru við með Henderson/Millner/Can og Allen til þess að leysa þær stöður og fullt af gaurum fyrir framan þá.

  21. Ágætis punktar Mr.Rush…Allen og Lucas eru samt sem áður að berjast um spilatíma innbyrðis, þótt þeir séu gjörólíkir…vissiru ekki að Rodgers elskar að spila mönnum út úr stöðu?

  22. Það er undarlegt að hugsa til þess að tveir mjög góðir leikmenn sem við vorum sagðir hafa áhuga á og neituðu að ganga til Liverpool á sínum tíma, (annar vegan þess að hann vildi vinna titla), þeir eru báðir komnir í dagi til Stoke City Football Club ! !

    Þeir Afelley og Shaqiri, er þetta enn eitt dæmið um ofurvöld umboðsmanna, sem sumir hverjir eru ekki með öll ljós kveikt varðandi fótboltalega hlutann af ferli skjólstæðinga þeirra ?

  23. Alveg rétt, Ian Rush#23 svona svipað að bera saman Masherano og Tom Huddleston. Allen verður ALDREI neitt, best að losa okkur við hann sem fyrst, það bara vill engin taka við honum.

    ÉG HEIMTA DNA PRÓF Á ALLEN 😉

  24. Mér sýnist Gomez hugsaður sem varaskífa Clyne en hefur slegið Moreno út úr byrjunarliðinu sökum þess hversu miklu sterkari varnarlega hann er.

    Það væri kaldhæðislegt ef það yrði keyptur annar vinnstri bakvörður og Gomez myndi halda bæði honum og Moreno út úr liðinu.

    Ef Lukas er að kveðja Liverpool, þarf þá ekki að kaupa annan í hans stað ? Við höfum þá aðeins fjóra miðjumenn að berjast um tvær til þrjár stöður á vellinum og ég spyr mig því það er næg breidd ?

    Can, Milner, Henderson, Joe Allen (meiddur) eru einu miðjumennirnir sem við höfum og ef það á að skipta í þriggja manna miðju eins og gert var gegn Stoke þá höfum við enga varaskífu þar sem Allen er meiddur.

    Raunar getur ekki annað verið en það eru kaup á varnartengiliði í burðarliðnum ef Lukas má fara.

  25. Ég færi bara sáttur ef Lucas fer og við fáum Asier frá Real i staðinn. Lucas er ekki sami leikmaðurinn og áður sérstaklega hafa meiðslinn leikinn hann grátt. Hann hefur auk þess alltaf vantað þennan likamslegan styrk til vera frábær miðju varnartengiliður.
    Can væri flottur kostur i þessa stöðu enn ef það er góður möguleiki fá Asier þá væri það frábært. Miðja Liverpool væri sterk með Hendo, Milner, Can, Allen og Asier.
    Sakto er stórt spurningamerki fyrir mig. Hann getur átt frábæra leik enn einnig verið mistakur og frekar villtur i tæklingar. Þetta má segja sama með Skrtel lika. Lovren spillaði vel á móti Stoke og á skillið byrja inna móti Bournemouth. Samt einn góður leikur hjá Lovren sannar ekkert. Hann þarf sýna stöðugan góðan varnarleik. Vonandi sýnir hann það um helgina
    Ég vill sá Rodgers klára þetta mál fljótt. Helst i næstu viku. Ef Lucas fer þá þarf Rodgers fjárfesta i DM asap.

  26. Er einhver spilarinn á lfc go að gera einhvern annan en mig vitlausan???
    Eitthvað til ráða?

Stoke 0 Liverpool 1

Kop.is Podcast #92