Hér er þáttur númer níutíu og tvö af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Babú) stýrði þættinum að þessu sinni og með mér voru Eyþór og Óli
Í þessum þætti ræddum við sigurinn gegn Stoke, leikkerfi Liverpool, frammistöðu leikmanna, Lúkasarmálið og enduðum þetta á því að spá fyrir leikinn gegn Bournemouth.
Ég myndi giska á næsti maðu inn í bakvarðarstöðunni úr unglingaliðinu sé Ryan McLaughlin.
Síðan er auðvitað auðvelt að gleyma Thiago Ilori, sem meiddist lítillega í sumar og er nýbyrjaður að æfa aftur, hugsa að hann gæti vel leyst af í bakverði.
Þannig að við værum með tvo unga miðverði sem cover í báðum bakvarðastöðunum? Magnað plan að mínu mati ef það er raunin með liðið í Europa League og háleit markmið í bikarkeppnum.
Annars hefðum við komið inn á þetta hefði ég séð það í tæka tíð. Rodgers er til viðtals í nýtti bók um þjálfun og kom inn á einkalífið þar. Það er ekkert auðvelt að vera stjóri Liverpool og pressan rosaleg. Samt ekkert í líkingu við það greininlega sem gengið hefur á utan vallar hjá honum.
#3 Babu, þetta eitt og sér er allt of mikið sem hann hefur gengið í gegnum sl 4 ár. Svo að bæta við þjálfun eins besta liðs í heimi, WAYY TOO MUCH ! !
Var ekki megnið af þessu í gangi eða afstaðið þegar hann var með liðið í toppbaráttu 2013/14? Rosalega ódýrt að segja þetta way too much þegar illa gengur ekki vel. (nema mér hafi yfirsést eitthvað grín í þessu?)
Menn að tala um að Sahko sé ekki í liði útaf BR treysti honum útaf meiðsla málum, HVAÐ þá með Allen strákar ? Þetta er bara að verða eirthvað rugl ! Allen er bara í dúnsæng , Ömurlega lélegur , en. Nú erum við að dissa Sahko ?
Hvaða menn viljum við hafa í DM í vetur ? Emre Can og hvern ? Babu ? Eyþór ? Ssteinn, Maggi , Kristján, Óli ? . Hvað er í gangi hjá KOP mönnum ? einn DM leikmann ?
Hvað er í gangi núna ? Við skulum átta okkur á því að við erum ekki að fara að halda Kút lengi, þið eruð ruglaðir að halda að Lucas sé eitthvað lélegur eða slæmur leikmaður, eftir að hafa verið og er enn okkar besti CM leikmaður.
BR slapp núna, við skulum sjá til næst, Klopp kemur í Janúar.
Kútur, hvíldur, ekki neitt.
Firmino, hvíldur þangað til eftir 75 mín búnar
Veit það ekki #5 Babu, sé ekki neina tímasetningu. Ekki að það skipti öllu máli, yfirleitt er svona áfall ekki eitthvað sem stendur yfir í 5 sec. Allt þetta hefur langan tíma, og ferli, því miður. Engin vill missa , engin vill missa ástvin,.
Ég var að hlusta á podcast hjá LFC daytrippers og þar segja þeir að Lovren og Sakho hafa misst af nákvæmlega jafn mörgum leikjum síðastliðin 2 ár vegna meiðsla. Að Lovren hoppar oftast í byrjunarliðið á meðan Sakho fer á bekkinn. Vegna þess kemur sú blekking að Sakho sé alltaf meiddur en Lovren ekki.
Merkilegt.
9 Sakho er buinn að vera ari lengur hja LFC en lovren svo erfitt að bera þetta saman
Fyrir það fyrsta þá eru menn ekki ruglaðir fyrir að vera ekki sömu skoðunar og þú þegar kemur að knattspyrnu.
Við tölum einnig um það að við teljum hann ekki vera lélegan eða slæman leikmann. Við segjum einfaldlega að hann sé ekki sami leikmaður og hann var fyrir meiðslin og sé aftar en Milner, Henderson og Can í röðinni. Hann vill sjálfur ekki vera varaskeifa og ég sé hann ekki vera byrjunarliðsmann sem stendur.
Lucas hefur verið vanmetnasti leikmaður Livepool í talsvert mörg ár. Ég var (og er) mikill aðdáandi hans og varði hann með kjafti og klóm hér á kop í ummælum lengi vel. Hann hefur aftur á móti ekki verið sami leikmaður eftir meiðslin, er að ströggla í meiðslum eftir þau og kæmist t.a.m. ekki í lið okkar helstu keppinauta. Það hljóta að vera liðin sem við miðum okkur við.
Annars skil ég alveg hitt sjónarmiðið líka. Eins og ég sagði þættnum. Við erum góðir vanir, verið með Hamann, Masch og svo Lucas þarna síðustu 10-15 ár. Mér finnst afskaplega erfitt að hugsa til þess að við séum ekki með þennan skriðdreka lengur fyrir framan vörnina. Lucas mun ekki vilja sitja á bekknum, sem er virðingavert, og hann er klárlega 4-5 kostur sem stendur.
Örn #10 – ég held að það sé verið að bera saman meiðsli Sakho s.l. 2 ár hjá okkur og meiðsli Lovren s.l. 2 ár (1 hjá LFC, 1 hjá Southampton).
Gott podcast
Áhugavert sem Eyþór talar um með Sakho. Að Brendan sé að bola honum burt ásamt nokkrum öðrum. Ég var alveg að kaupa þetta með að hann væri ekki í liðinu vegna þess hann hafi misst af æfingum vegna fæðingar barns. Ég er hins vegar líka á því hann sé þriðji kostur í miðvörð hjá Brendan og ég get lítið sett út á það.
Svo deili ég sömu áhyggjum varðandi bakvarðastöðurnar. Nenni ekki að endurtaka mig oft, en ég skil ekki lánið á Wisdom. Hinsvegar var mjög gaman að sjá vörnina spila gegn Stoke. En það má lítið klikka til að allt fari til fjandans.
Fannst að lokum allir nýju mennirnir koma vel út úr fyrsta leik. Og eins viljinn til að gera vel og vinna. Ég er þokkalega bjartsýnn þrátt fyrir að hafa spáð 7.sæti fyrir viku síðan.
Áfram Liverpool
10#. Já en lovren var alveg buinn að spila fotbolta áður en hann komið í stórveldið
Við köllum wisdom til baka ef á þarf að halda.
Ég held ég fari rétt með, Óli, en Norwich greiddi fyrir lánið og því höfum við ekki rétt á að kalla hann til baka. Fyrir utan það að þegar þú kallar leikmenn til baka úr láni þá getur þú það eingöngu þegar leikmannaglugginn er opinn.
Trúi ekki öðru en að klúbburinn næli í alvöru vinstri bakvörð áður en glugginn lokar. Væri algjör draumur að fá Aaron Cresswell frá West Ham. Líst ekkert á einhverjar skammtímalausnir með lánsmönnum. Fari svo að Lucas yfirgefi félagið myndi ég vilja sjá menn eins og Lucas Biglia, Granit Xaka eða Grzegorz Krychowiak í hans stað.
Fá þennan aftur og skella honum í framlínuna
http://www.theguardian.com/football/2015/aug/12/ado-den-haag-goalkeeper-spectacular-backheel-equaliser
Hvernig er staðan á Firmino strákar? Er að pæla í því að skella honum í Fantasy, er það sniðugt? Er ekki poolari svo að ég veit ekki hvort að hann sé að fara að byrja næsta leik eða ekki
18# ég persónulega henti coutinho í fantasy þar sem þeir kosta það sama og ég myndi bíða með að eyða peningnum í firmino þangað til hann dettur í byrjunarliðið og farinn að standa sig.
Á einhver Stoke – Liverpool 0-1 leikinn í hægri endursýningu?
#Reyndar er Coutinho 0.5 ódýrari, er einmitt með hann og ekki var það leiðinlegt.