Bournemouth á morgun

Mikið lifandis, skelfingar, ósköp er nú gott og gaman að vera farinn að henda í upphitanir á nýjan leik. Babú átti nú að fá heiðurinn og sjá um að rita eina lærða grein um þetta Bournemouth lið, en hann er bíllaus á röltinu einhvers staðar í óbyggðum. Ef einhver miskunnarsamur Kop-verji rekst á hann, þá væri það vel þegið að viðkomandi myndi pikka hann upp og gefa honum eins og eitt far. Skiptir engu máli hvort menn séu á farartæki eða ekki, farið er aðal málið. En stóra málið er að þið fáið enga lærða grein um þessa virkilega spennandi nýliða í deildinni.

Það er alltaf gaman þegar öskubuskuævintýri eiga sér stað. Þetta er svo sannarlega eitt slíkt. Þetta Bournemouth lið er eitthvað sem afar fáir bjuggust við að myndi enda í efstu deild á Englandi fyrir einum 2-3 árum síðan. Það er nú engu að síður staðreynd. Þetta er ekkert ósvipað og ef Leiknir frá Fáskrúðsfirði myndi klára 2. deildina á Íslandi og henda sér svo upp í Pepsi á næsta ári. Stærðin á félaginu, staðsetning og í raun allt er í svipuðum hlutföllum og þetta lið frá suður Englandi. Ég veit reyndar að félagar mínir í hinni mögnuðu Liverpool borg eru ekkert ferlega spenntir yfir því að Bournemouth hafi bæst í hópinn í efstu deild. Borgin er eins fjarri Liverpool og hægt er og samgöngur í erfiðari kantinum. Þeir hefðu orðið algjörlega band vitlausir ef við hefðum fengið mánudagsleikinn á útivelli. Draumurinn var í rauninni meiri í þá átt að Southampton færi niður, frekar en að fá annað lið frá þessu svæði upp. En það er bara eitthvað svo sætt og fallegt við svona dæmi. En hversu langt mun “sætt og fallegt” skila þér? No Mercy takk fyrir, þetta sæta endar hérna. Bournemouth, þið getið haldið áfram að vera sætir og fínir heima, við erum að vonast eftir því að þið verðið leiddir til slátrunar takk fyrir. Gaman að fá ykkur í heimsókn og allt það, en… vonandi lærið þið að brosa í gegnum tárin.

Það er margt skemmtilegt við þessa andstæðinga okkar. Ég ætla nú ekki að þykjast hafa fylgst mikið með þeim eða horft á marga leiki með þeim. En ég hef lesið talsvert og af þeim lestri að dæma, þá er þetta lið sem vill spila fótbolta. Þetta er ekkert Pulis lið, það eitt og sér hjá nýliðum, er bara flott. Ég er reyndar ekki viss um að það skili þeim langt þegar stigin verða talin í vor, en það er ólíkt skemmtilegra áhorfs. Það er ekki hægt að segja að styrkingin á liðinu hafi verið mikil fyrir þetta fyrsta tímabil í efstu deild. Þeir settu persónulegt met þegar þeir greiddu um 8 milljónir punda yfir Tyron Mings frá Ipswich og svo hafa þeir fengið tvo reynda markverði í þeim Artur Boruc og Adam Federici. Atsu (guð hjálpi þér) kom á láni frá Chelsea og svo fengu þeir hinn síunga Sylvain Distan á frjálsri sölu frá Everton. Sá kann aldeilis að láta Liverpool stráka setja knöttinn í netið framhjá sér. Þeir fengu svo Max Gradel til liðs við sig frá St. Etienne nýverið, en ég viðurkenni það fúslega að ég hef aldrei nokkurn tíman heyrt um þann strák.

Þetta Bournemouth lið tapaði í fyrstu umferðinni fyrir liði Aston Villa á heimavelli. Þeir vita það eflaust sjálfir að þar fóru stig sem þeir áttu mikinn séns í svona fyrirfram. Þetta Villa lið er ekki upp á marga Ufsa, eins og sást svo vel á föstudagskvöldið. Leikurinn á morgun er aftur á móti allt annars eðlis. Liverpool verða að taka öll 3 stigin úr leiknum, og það helst sannfærandi, á meðan að allt umfram stórtap er sigur fyrir Bournemouth. Það getur verið mjög svo hættuegt upplegg. Orðum það þannig, eitt eða fleiri stig á Anfield eru stór bónus og ekki eitthvað sem menn eru að reikna með á Bournemouth bænum svona fyrirfram.

Úr okkar herbúðum er lítið að frétta þegar kemur að meiðslamálum og slíku. Studge, Flanno og Joe needs some Juice eru allir meiddir, plús þessi varanlega tognun á heila hjá Balo og Jose. Annað ætti bara að vera í lagi. Ég býst nú svo sem ekki við miklum breytingum frá Stoke leiknum, þó svo að ég myndi alveg vilja sjá ýmsu breytt. Firmino mætti t.d. alveg koma inn í liðið í stað Lallana, sem var vægast sagt slakur síðast. Eins var Ibe ekki að heilla mig í síðasta leik. Sakho er svo okkar besti varnarmaður, en það er ekki einfalt að taka Lovren úr liðinu eftir frammistöðuna í síðasta leik. Ég sé ekki heldur ástæðu fyrir því að taka Gomez út, þrátt fyrir að hafa verið smá taugaóstyrkur síðast. Ég spái sem sagt óbreyttu liði á morgun:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez

Henderson – Milner
Ibe – Coutinho – Lallana
Benteke

Það var greinilegt á fyrstu umferðinni í enska að liðin eru ennþá hálf ryðguð. Í rauninni er þessi tímapunktur ekki sá besti til að mæta nýliðum sem hafa akkúrat engu að tapa. Menn verða því að mæta til leiks og reyna að þvinga fram sigur. Ég býst ekki við neinni flugeldasýningu, en ég fer fram á að landa þessum 3 stigum. Framundan er alveg heill hellingur af afar erfiðum útileikjum og því bara verðum við að taka öll stigin úr svona leikjum ef við ætlum okkur í baráttum um efstu sæting. ManU eru að ná sér í stig án þess að geta nokkurn skapaðan hlut, það sama þurfa okkar menn að gera. Hvað þá ef okkar helstu anstæðingar eru að tapa stigum á meðan.

Ég ætla að spá því að þetta verði heilt yfir frekar slakur leikur en að við vinnum hann 2-0. Benteke mun setja sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og svo mun James Milner setja hitt. Það væri nefninlega nákvæmlega ekkert að því að vera eins og 5 stigum yfir vælukjóanum í Brúnni eftir aðeins 2 leiki, ohh hvað sú tilhugsun er nú falleg.

36 Comments

  1. Tel þessa liðsuppstillingu líklegri.

    —————–Mignolet
    Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez
    —–Henderson – Can – Milner
    ——–Firmino – Coutinho – ??
    —————–Benteke

    Emre Can kom sterkur inn gegn Stoke og Firmino er það góður að hann fer strax inn í byrjunarlið ef hann er talinn leikfær í 90 minútur því mig grunar er að Rodgers vilji vera sem mest hafa sama byrjunarliðiðskjarnann og spila hann til í byrjun tímabilsins.

  2. Við vinnum ” stafað svona ” Bournemouth 🙂 2-0, mörkin skora Benteke og okkar ástkæri Henderson, verður hörkuleikur en við tökum þetta í seinni hálfleik
    YNWA 🙂

  3. Ég vona þeir fari ekki i hugmyndasnauða 4-2-3-1 leikkerfið því við eru spilla heima á móti liði sem við eigum að vinna. Liverpool spillaði betur gegn Stoke eftir Can kom inná sem djúpur miðjumaður og Liverpool fór i kerfi sem má kalla sem 4-3-2-1. Ég vill sá þetta kerfi eða jafnvel í tígúlmiðju með 2 framherja gegn Bournemouth.
    Ég vill vera bjartsýn og spái 3-0 sigur og vonandi fara úrslitinn i dag i okkar hag(Crystal nær jafntefli gegn Arsenal og stórmeistara jafntefli á Eithad vellinum.) svo Liverpool situr á toppnum lok annara umferðar.

  4. Geri bara bara miklar væntingar á stór marka sigur í þessum leik. Alveg sama þó þetta sé leikur númer tvö, skildu sigur og það stór og ekkert annað.
    YNWA 😉

  5. Ég væri til í að sjá Firmino inn fyrir Lallana og Ings fyrir Jordan Ibe.
    Mín spá 3-0

  6. City yfir.
    Ég veit það ekki, held aldrei með Móra nema gegn Scum en ég vill heldur ekki sjá City og $terling ganga vel.
    Jafntefli væri grand.

  7. #7 Mér finnst samt alveg æðislegt ef Chelsea verði með eitt stig eftir tvo leiki 🙂

  8. Ef Sterling er 50 m punda virði þá er Silva svona 150 m punda virði.

  9. City líta mjög vel út þetta var rúst frá fyrstu mín til þeirrar síðustu og djöfull er Aguero góður ég er sammála Babú að hann er besti leikmaður deildarinnar.
    En ensku kunnátta hans er ekki jafngóð hins vegar.

  10. Ég spái saman liði og í síðsta leik. Lallana á eftir að stíga upp sanniði til.

    Þetta verður erfiður leikur eins og allir aðrir í þessari deild. Maður er búinn að vera vitna af mörgum svokölluðum litlu liðum koma á Anfield og ná í 1 stig og jafnvel 3. Svo að eina krafan fyrir morgun daginn er 3 stig. Mér er alveg sama hvernig þau koma.

  11. Takk fyrir að redda mér með þetta Steini, sit núna heima og velti fyrir mér hvort einhver hafi náð númerinu á þessum vörubíl sem virðist hafa keyrt yfir mig í gær.

    En á síðasta ári gerði ég tvisvar upphitun fyrir leiki gegn Bournemouth, fyrri upphitunina gerði ég 24.jan 2014 um félagið og sögu þess.

    Þar sagði ég m.a. þetta:

    Þannig að, já, það er engin tilviljun að Eddie Howe er gríðarlega vinsæll í Bournemouth og það er ekki spurning um hvort heldur hvenær hann verður tekinn við Úrvalsdeildarfélagi. Ef hann fer þá ekki bara með Bournemouth upp um deild. Skulum ekki útiloka það

    Hina upphitunina gerði ég næstum ári seinna eða 15.des 2014 og fjallaði hún um kraftaverkamanninn Eddie Howe, um þann kappa ætti að gera kvikmynd.

    Þar sagði ég m.a. þetta:

    Bournemouth er eitt allra skemmtilegasta liðið í deildarkeppninni á Englandi um þessar mundir og situr nú fyrir leikinn á miðvikudaginn í efsta sæti deildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það er með öllu ótrúlegt ef þú hefur eitthvað fylgst með sögu þeirra því þetta er aðeins fimmta tímabilið í 124 ára sögu félagsins sem það er í næst efstu deild. Að vera á toppnum um miðjan í desember er eitthvað sem þeir skála fyrir.

    Howe er hefur lengi verið aðalmaðurinn í Bournemouth því eitt sinn söfnuðu stuðningsmenn félagsins pening til að kaupa hann til baka frá Portsmouth, sú söfnun er ennþá að borga sig og rétt rúmlega vel það.

    Það er til marks um vinsældir Eddie Howe að til að ganga frá málum við Portsmouth þurfti stjórnarformaður Bournemouth að leita til stuðningsmanna félagsins sem söfnuðu þeim 13,500 pundum sem þurfti á innan við tveimur dögum, mæli með frétt BBC um þessi félgsskipti hér.

  12. Hvað leikinn á morgun varðar þá er með ólíkindum að Liverpool sé að fara spila deildarleik gegn Bournemouth, þá ber svo sannarlega að varast eins og þeir hafa sýnt undir stjórn Eddie Howe, þetta lið hefur staðist allar prófraunir hingað til og jafnan farið langt fram úr væntingum.

    Byrjunarliðið held ég að verði eins og Steini segir, sama lið og síðast en þó eru mjög margir aðrir kostir í stöðunni og reyndar spurning hvort Rodgers gefi ekki nýjum leikmönnum séns í þessum heimaleik gegn nýliðum í deildinni. Það kæmi ekki mjög á óvart ef Ings eða Firmino myndu byrja á kostnað Lallana/Ibe og eins grunar mig að Emre Can hafi ekki verið í byrjunarliðinu í fyrstu umferðinni þar sem hans undirbúningstímabil var styttra en hjá flestum öðrum. Hann ætti að vera mun nær fullu formi núna rétt eins og Firmino.

    Vörnin hélt hreinu síðast og var solid, Rodgers byggir á því áfram, Milner og Henderson eru sjálfvaldir í liðið og hið sama á við um Benteke og Coutinho.

    Þetta er rétt eins og Stoke bara skyldusigur og mér er slétt sama hvernig þeir fara að því. Spái að þetta verði mjög erfitt en hafist 1-0 aftur. Milner skorar markið.

  13. Skellum Ings og Firminio inn sóknarlega fanst mér þetta ekki virka á móti stoke að vera með einn upp á topp vonast eftir breytingum á mrg þá fer þetta 3-0

  14. Max Gradel er kantmaður sem var nú einhverntímann að spila með Leeds, er skapvondur en meira veit ég ekki

  15. Ég held að Ibe verði að vera í liðinu, hann er eini maðurinn sem gefur þessu einhverja vídd. Nu erum við líka með mann í teignum sem getur tekið við fyrirgjöfum. Annars verða þetta bara 90 mínútur af einhverjum hjartaþræðingum í gegnum miðja vörn vel skipulagðs liðs. Og það hefur ekki alltaf reynst vel.

  16. Echo telur að Firmino og Can komi inn í byrjunarliðið í stað Lallana og Ibe.

  17. SStein ! Í minni einu ferð á Liverpool leik, sem var Liverpool-everton árið 2000 var farið á leik Stoke-Bournemouth á laugardeginum, þegar Gaui Þ var með liðið. Þá átti maður aldrei vona á því að Bournemouth færi í úrvalsdeild og hvað þá að já Stoke og Bournemouth saman , en það eru reyndar 15 ár síðan.

    SStein þú varst í þessari ferð en fórst þú á Stoke-leikinn ?

    Annars spái eg 2-0 í kvöld !

  18. Ef við skorum fleiri mörk en Bournemouth í kvöld þá munum við vinna

  19. Er það bara ég eða er Liverpool alltaf að spila á mánudögum….ég er ósáttur við þetta og treysti ekki sprelligosum að vera edrú og fara snemma í háttinn yfir helgina. #samsæri hjá FA #reynakomaívegfyrirtitilinn

  20. Ég spái 1-0 fyrir Liverpool – verður mikið sótt, en erfitt að skora. Eins ömurlegt og það er að tapa stigum, þá myndi ég einna helst geta sætt mig við töpuð stig til Bournmouth. Elska öskubuskuævintýri.

  21. Eini kosturinn við að gera jafntefli er að Chelsea færist þá skrefi nær fallsæti. En við eigum bara að klára þennan leik.

  22. Held að þetta verði flottur leikur og okkar menn stimpli Anfield inn fyrir þetta tímabil.

    Bournemouth munu átta sig á því að vera komnir í stóru stráka deildina þegar YNWA hljómar í fjórföldu sterio og þeir verða ennþá starstruck í leikslok.

    Verst að ég verð að landa einum 15 punda meðan leikurinn fer fram.

    YNWA

  23. Við verðum bara að vinna leikinn. Þessir fyrstu leikir eru drullu erfiðir og liðin ekki buin að spila sig i form.

    Ætla samt að spá 4-0 fyrir okkur og Bentek setur 2.

    Verðum að vinna til að missa Leicester ekki of langt fra okkur, hef minni áhyggjur af city og united 🙂

    Vona að Firmino fái að byrja þennan leik. Einnig vil eg frekar sja okkur með tígulmiðju og 2 frammi heldur en að hafa einn uppá topp. Se það samt ekki gerast strax heldur frekar þegar sturridge kemur til baka.

  24. allveg sammála með þessa mánudagsleiki lendum líka á mánudagsleik í næstu umferð á móti arsenal. hvað er það ? evrópukeppnin er ekki einu sinni byrjuð en allavegna þá býst ég við að bournemouth liðið eigi eftir að spila þennan leik afar skipulega og liggja til baka en pressa stíft á okkur á milli miðju og varnar og munu ekki gefa okkur neinn frið þar á boltanum ætla hinsvegar að spá að við grísum inn marki snemma, þeir brotni niður og staðreyndin verði 4-1 sigur . er ekki orðið nokkuð ljóst að firmino þreyti frumraun sína á anfield mig grunar það allavegna ! BRING IT ON

  25. Þrátt fyrir að Joe Gomez hafi spilað mjög vel í síðasta leik þá verðum við að fá ógnun frá báðum köntum í þessum leik til að Bournemouth geti ekki bara stillt sér upp á vítateigslínuna meðan okkar menn reyna að þræða sig þröngt í gegn. Þess vegna myndi ég stilla Moreno upp sem vinstri bakverði.

    Það er rétt sem menn segja, að Lallana og Ibe eru kannski helst líklegir til að detta út úr liðinu frá síðustu helgi, en ég er viss um og vona að Rodgers geri ekki of viðamiklar breytingar á byrjunarliðinu. Það gæti verið snjallt að setja Firmino inn fyrir Ibe ef Clyne á að vera grimmur að koma upp. Þá væru Lallana, Coutinho og Firmino fljótandi fyrir aftan Benteke, með Henderson og Milner þar fyrir aftan. Svo gæti auðvitað Can komið inn, og þá líklegast að hann komi inn fyrir Lallana. Síðasti möguleikinn er að Can komi einfaldlega inn fyrir Ibe eða Lallana og Henderson og Milner hafi þá meira frelsi.

  26. 2-1 fyrir Liverpool

    Lendum undir, 0-1 í hálfleik. Benteke og Skirtle með mörkin.

Íslensk bók um Steven Gerrard

Liðið gegn Bournemouth