Komdu með Kop.is á stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield í janúar!
Þá er komið að næstu hópferð okkar. Við förum aðeins eina í vetur og hún verður ekki af minni gerðinni en við ætlum á leik Liverpool og Manchester United á Anfield helgina 15. – 17. janúar n.k.!
Til að bóka ykkar pláss í ferðina farið þá á vef Úrval Útsýnar og fylgið leiðbeiningum þar.
Dagskrá ferðarinnar í grófum dráttum:
- 3 dagar, 2 nætur
- Íslensk fararstjórn
- Flogið með leiguvél á vegum Úrval Útsýnar og Kop.is, eldsnemma á föstudagsmorgni
- Flogið verður beint á John Lennon Airport í Liverpool
- Innritun á Thistle Atlantic Tower, 4-stjörnu hótel í hjarta Liverpool, fyrir hádegi á föstudegi
- Skoðunarferð á Anfield fyrir þá sem vilja
- Frjáls dagskrá á föstudegi
- Morgunmatur, upphitun fyrir leik og stórleikurinn sjálfur á laugardegi
- Frjáls dagskrá á sunnudegi
- Flogið heim frá John Lennon Airport seint á sunnudagskvöldi
Fararstjórn að þessu sinni annast:
- Babú
- Kristján Atli
- Maggi
- SSteinn
Þið lásuð rétt, fjórmenningarnir verða allir með að þessu sinni og lofa frábærri skemmtun að venju!
Verð er kr. 159.900,- á mann í tvíbýli.
Við látum vita um nánari dagskrá og slíkt þegar nær dregur, til dæmis á eftir að koma í ljós hvort leikurinn verður færður yfir á sunnudag, en við hvetjum fólk til að hika ekki heldur bóka sitt pláss strax á vef Úrval Útsýnar.
Við hvetjum United-aðdáendur endilega til að koma með líka. Þetta verður frábær ferð og ekki síður góð fyrir t.d. vini sem halda með sitt hvoru liðinu. Við tökum vel á móti United-aðdáendum í þessari ferð!
Lítur vel út – er eitthvað vitað um hvaða sæti eru í boði (í hvaða stúku o.s.frv.)?
Við höfum verið með miða í allar stúkur, minnst í Anfield Road End og reynum að verða við óskum flestra ef ekki allra ef hægt er.
Þetta er nú ansi freistandi ferð svo ekki sé meira sagt…verður eitthvað tilkynnt um “örfá sæti laus” eða eitthvað slíkt?
Hvernig eru með sæti á vellinum í þessari ferð eru þau á þokkalegum stað Kristján?
Fór fyrir mörgum árum á Liverpool v Chelsea (1-1)þegar Evans og Houiller voru með liðið og þá sat ég fyrir aftan annað markið.
Elmar, ég svaraði þessu í athugasemd #2.
Eru þið ekkert að grínast með verðið ?
Hvað kostar bara stakur miði á völlinn sirka?
20000 þúsund ef þu kaupir i gegnum þriðja aðila. 10.000-eitthvað ef þu ert i klúbbnum úti.
Einmitt Örn, einmitt.
Ég hef í gegnum tíðina verið að reyna að nýta öll mín sambönd fyrir vini og kunningja eftir að ég hætti með klúbbinn. Það er algjör grís ef maður hittir á miða á undir 250 pund stykkið á LFC – Manu
hvernig er með skoðunarferðina á Anfield, er hun innifalin ?
Nei hún er ekki innifalin í verði.
Nr. 8 Örn
Þú ert þá fjandi vel tengdur hvað miða varðar á Liverpool – Man Utd. Trúi þessu verði tæplega hjá þér svo vægt sé til orða tekið en flott mál satt reynist, mjög fáir sem hafa aðgang að þessu hér á landi a.m.k svo ég viti til.
Þessi ferð er hinsvegar svona og við viljum meina að þeir sem koma með séu að gera góð kaup m.v. það sem gengur og gerist í þessu. Flug beint til Liverpool í leiguflugi, mjög flott hótel og miði á líklega stærsta leik ársins á Anfield (ár hvert). Líklega kemst maður þetta með því að taka einn frídag úr vinnu.
250 pund dayum! Ég fór á Real Madrid-Man City í meistaradeildinni á Bernabeu árið 2012 og miðinn kostaði 75 evrur en það var næst ódýrasti miðinn og mér fannst það nógu dýrt.
Djöfuls geðveiki er þetta orðið!
Já, verðið ræðst mikið af framboði og eftirspurn. Bernabeu tekur nálægt 100.000 áhorfendur, en Anfield rúmlega 45.000. Örlítill munur þar á og mikil eftirspurn eftir miðum á Anfield. Því miður er þetta svona, vonandi lagast þetta eitthvað þegar völlurinn verður stækkaður um 10.000 sæti fljótlega.
Þetta miðaverð er alveg legit, það er erfitt að fá miða á Anfield, nánast engir í opinni sölu og eftirspurn á svona leiki er gríðarleg.
Ég er að borga 21 þkr. á Anfield í september (Aston Villa) og það er með smá “vinaafslætti”. 40-60 þkr. fyrir United-leik er einfaldlega eðlilegt í dag.
Ef þið haldið að það sé dýrt ættuð þið að prófa að fá miða á Anfield á Evrópukvöldi gegn stórliði…
það virðst ekki vera hægt að bóka þessa ferð svo ég poppa bara og öskra heima í sófa
Frábærir. Var að bíða eftir hvað þið Kop.is – strákarnir mundu gera í kringum þennan leik. Ekkert að þessu verði. Við hjónin mætum að sjálfsögðu. Síðasta ferð var frábær. Er búinn að skrá okkur. Maggi. Þú gætir átt von á óvæntum hringingum. 😉
Kv, Steini og Drífa.