KOMDU MEÐ KOP.is Á STÓRLEIK LIVERPOOL OG MANCHESTER UNITED Á ANFIELD Í JANÚAR!
Hér er þáttur númer níutíu og sex af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Babú stýrði þættinum að þessu sinni og með honum voru þeir SSteinn og Maggi.
Í þessum þætti var aðalumræðuefnið byrjun tímabilsins og leikmannaglugginn hjá liðunum sem enduðu í efstu fimm sætunum á síðasta tímabili. Auk þess var aðeins rætt um ferð Kop.is til Liverpool borgar eftir áramót og að lokum var spáð fyrir um leikinn gegn United um helgina.
Mikið innilega er ég sammála ykkur varðandi “demanta-kerfið” okkar.
Hvar er það, hvert fór það, kemur það aftur?
Þetta er sennilega eina kerfið sem Rodgers hefur virkilega náð tökum á með liðinu til lengri tíma. Helsti galli þess var varnarleikurinn og hversu berskjölduð vörnin var oft á tíðum. Ekki skemmdi fyrir þó að í því felst blússandi sóknarbolti og til varð eitthvað skemmtilegasta Liverpool lið síðari ára.
Með uppfærslu á vörninni þar sem Clyne kemur inn fyrir Johnson og Gomez inn fyrir Enrique, þá skyldi maður ætla að vörninn hefði lekið færri mörkum með sama kerfi.
Jafnframt sem að betra jafnvægi myndi nást með Henderson sem djúpum í stað Gerrard þar sem hann hefur mun meiri yfirferð til að verja vörnina og er agaðari leikmaður.
Oftar en ekki hefur maður velt fyrir sér leikmannavali Rodgers og taktík hans. Mér er hinsvegar fyrirmunað að skilja hvað olli því að þessi taktík sem reyndist okkur svo vel, var algjörlega grafin! Þetta var nú einu sinni það kerfi sem skilaði okkur einu skrefi frá Englandsmeistartitlinum!
Þrjóskan í Rodgers að vilja spila þetta 4-2-3-1 kerfi virðist vera yfirsterkari allri skynsemi. Við höfum aldrei náð upp grimmum og skilvirkum sóknarleik með því kerfi undir hans stjórn. Hins vegar þykir Rodgers einkar notalegt að rembast eins og rjúpan við staurinn, því er ver og miður.
Bring back 4-4-2 diamond!!!
“You have to get the team to work together in a good way, that is also absolutely crucial. If you look at all the good teams, from Spain to Barcelona and other teams who have won tournaments, whether it is international or club football, there is always a very clear idea of how to play football. And if you can’t adhere to that, then it is very difficult to achieve anything.” þessi orð lét Lars Lagerback falla í viðtali við The Telegraph í kjölfar þess að Íslandi tryggði sæti sitt á EM2016.
Þetta fékk mig til að hugsa til Liverpool og BR. Hann hefur alltaf talað um að vera með plan og sé með ákveðnar hugmyndir um hvernig hann vill spila fótbolta. En mér finnst sífellt vera erfiðara og erfiðara að sjá þetta plan. Upp á síðkastið finnst mér Liverpool frekar vera að bregaðast við aðstæðum með einhverjum reddingum og útúrdúrum í stað þess að vera að fylgja einhverri áætlun og plani.
Emre Can stóð sig reyndar mjög vel í hægri bak með Þjóðverjum gegn Skotum og var á fullu upp og niður kantinn allan leikinn.
Hver er þessi Danny Blind sem þið talið um hjá manunited?
í sambandi við demantakerfið þá var auðvita á síðustu leiktíð liðið varla með tvo nothæfa framherja og það lætur mikla varnarábyrgð á bakverðina og þú þarft að hafa rosalega hreyfanlega miðjumenn til þess að þetta kerfi virkar sem skildi og duglega framherja til þess að loka á bakverði andstæðingana.
Eins og einn góður þjálfari sagði eitt sinn við mig leikerfi er bara leikur að tölum og fer það eftir sjónarhorni manna hvað þeir vilja kalla þau.
Meira að segja LÖGGURNAR á Old Trafford reyna að klína dýfunum sínum á Liverpool menn. Hvernig verður þetta þá um helgina?
http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/liverpool-fan-wins-four-figure-6419071