Liðið gegn Bordeaux

Mignolet

Gomez- Toure – Sakho – Moreno

Rossiter- Can – Coutinho

Ibe- Origi- Lallana

Bekkur: Bogdan, Randall, Cleary, Chirivella, Firmino, Brannagan, Ings

Nokkuð sterkt lið en margir lykilmenn hvíldir. Mamadou Sakho ber fyrirliðabandið í heimalandi sínu. Margir ungir strákar á bekknum sem er gott að sjá, Lallana og Coutinho koma aftur inn í hópinn sem er jákvætt.

50 Comments

  1. Þetta gæti n.b. líka verið 3-4-2-1 með Moreno og Ibe sem vængbakverði.

  2. Skilst samkvæmt flestum fjölmiðlum að þetta sé 3-4-3. Sem er að mínu mati jákvætt því að við höfum ekki leikmenn til að spila 4-3-3

  3. Það eina sem ég bið um er há pressa og að menn geti skilað boltanum á næsta mann frá 1min.
    Ef við byrjum þennan leik á því að liggja aftur og verjast, hitta svo ekki 3 metra sendingu á næsta mann þá verður að endurskoða þennan manager og senda Mora/Klopp sms.

  4. Er Firmino búinn að spila það mikið að hann þarf að fá hvíld í þessum leik, ja eða aðlagast liðinu.
    Stórfurðulegt að gefa honum ekki 90 mín í þessum leik.

  5. Algjört rugl að hafa ekki firmino í liðinu og ings á bekknum. ég vill sjá hvað er spunnið í liðið með sóknarbolta þó að leikurinn tapist 5-4 þá getur maður allavegna séð að þetta lið geti skorað mörk og þá veit maður hvað þarf að laga í varnarleiknum. Hvað í andskotanum er að rodgers að geta ekki spilað 442 EINU sinni og hætt þessu kjaftæði. ekki versnar það en ég ætla að vera sannur við sjálfan mig og spá sigri eins og vanalega 1-0 með marki frá ibe

  6. Ekki beint sterkasta lið sem hann getur stillt upp, ætlar BR sér ekkert í þessari keppni eða er Bordeaux með slappt lið? eða er ég að misskilja eitthvað?

  7. Þetta leggst illa í mig.

    Hefði viljað sjá Origi og Ings saman frammi.

    Áfram Liverpool!

  8. Sæl og blessuð.

    Nú tökum við öfuga sálfræði á þetta og krefjumst þess að hann haldi sig við einmana framherja og spili þessum miðjumönnum sínum sem lengt úti á kantinum. Sjáum hvað kemur út úr því fyrst hann hlustar ekki á hitt.

    Annars sé ég enga ástæðu til að vera vongóður með þennan leik – ólíkt hinum tveimur sem ég hélt að myndu fara vel. Held þetta verði hrein hörmung, satt að segja.

    Leiðinlegt, verandi bjartsýnismaður og af bjartsýnu fólki kominn.

  9. Það jákvæða við 3-4-3 leikkerfið er að allir fá að spila sína réttu stöðu. Gomez fær að spila miðvörð, síðan fá bæði Coutinho og Lallana að spila fyrir aftan framherjan ekki úti á kanti eins og í síðustu leikjum. Og síðan ef Firmino fær að koma inná þá fær hann i fyrsta skipti að spila fyrir aftan framherjan .

  10. Lið og bekkur lykta af því að áherslan er ekki á Evrópudeildina í ár.

    Sem þýðir að fjórða sætið (eða ofar) og sæti í Meistaradeild er markmiðið þetta sísonið!

  11. Þetta er nú bara sterkara byrjunarlið en ég átti von á m.v. fréttirnar sl. 2-3 daga, þar sem talað var eins og það yrðu bara fermingardrengir í liðinu.

    Þetta lið (á pappír) getur alveg gert eitthvað í Frakklandi. Vonum að þeir skili a.m.k. stigi í hús.

  12. Þetta lið er alveg nógu gott til að vinna þarna. Það sem skiptir mig mestu máli er samt að hann sé ekki að spila t.d. Sakho til að hvíla hina fyrir næstu helgi, frekar að leyfa honum að spila sig í form til að koma inn í næsta leik.
    Koma svo og hrinda þessu andleysi í burtu.

  13. Þarna var nú Ibe bara tekinn niður í teignum fannst mér. Hefði alveg mátt dæma á þetta.

  14. 15 mínútur liðnar.

    Og sjáiði muninn! Þegar að Sakho er að skila boltanum ákveðið úr vörninnni með föstum sendingum fram á við strax. Þá geta menn ekki bara dunað sér við að pressa Liverpool alveg niður.

    Ekkert helvítis dútl.

    Að þessi maður húki á bekknum fyrir aftan Skrölta og Lovren er algerlega beyond me.

  15. Gef ekki túkall fyrir þessa vörn. Með réttri afgreiðslu hefðu Búrgúndarmenn átt að vera a.m.k tveimur mörkum yfir.

    Panic hits me…

  16. Liverpool er í hvítum búningum og Bordeaux i svörtum með bleikum röndum…fyrir þá sem eru að hlusta á leikinn í útvarpi. Fínn leikur by the way 0-0.

  17. Það er ekkert að gerast hjá okkar mönnum… Hlutirnir ganga allt of hægt og menn mistækir. Hvað er að??

  18. Það er eins leikmenn Liverpool hafi flestir ekki áhuga á þessu eða viti ekki hvað þeir.

  19. Það er eins leikmenn Liverpool hafi flestir ekki áhuga á þessu eða viti ekki hvað þeir eigi að gera á vellinum.

  20. Menn treysta Gomes…orðinn bara miðja varnarinnar…verður flottur þessi strákur!

  21. Slóum met í stangarskotum þegar Dalglish var við stjórnvölinn og erum efstir í þeim flokki aftur í ár.

  22. Sammála Maggi þarna sér maður hvar Gomez á heima.. Framtíðar miðvörður

  23. * Coutinho óheppinn að setja hann ekki
    * Lallana átti klárlega að gera betur þegar hann var kominn einn í gegn
    * Liðið líka heppið að hafa ekki fengið á sig mark

    Væri alveg til í að fá Ings við hliðina á Origi í seinni hálfleik, þá hefði Coutinho fleiri menn að gefa hann á þarna frammi.

  24. jæja bettaði 3 dollurum á 7 leiki 6 eru komnir réttir og liverpool getur tryggt mér 60 þúsund þetta lið er búið að vera hörmulegt í leiknum og allt bendir til þess að þeir séu búnir að klúðra þessu KOMA SVO ! inná með firmino strax reyndar er það ég sem að skeit og veðjaði á þetta vonlausa lið

  25. Djöfulsins þrjóska samt að vilja ekki spila með 2 framherja. Hann Rodgers virðist vera reiðubúinn í allar uppstillingar nema þær sem innihalda fokking 2 framherja. Er ég of heimskur til að átta mig á því hvers vegna það er ekki hægt?

  26. Þetta er nú aðeins betra núna síðustu mínútur. Sést að fram á við treystum við 100% á Coutinho. Hann hreinlega verður að vera í liðinu ef við ætlum að skapa okkur eitthvað.

  27. Lallana með virkilega flott mark. Hann er ekki kominn í leikæfingu en þetta er samt það sem hann getur hann er svona x-factor. Leikmaður sem sést lítið og svo allt í einu gerist eitthvað gott hann skorar, býr til færi eða splundrar upp leiknum. Átti virkilega flott tilþrifi og skot á mark rétt áður en hann skoraði.

    Gaman að sjá svona marga unga menn spila. Gomez er svona jójó virkar stundum frábær en stundum efast maður um að hann sé nógu góður til að spila en það eru víst einkenni ungra leikmanna.
    E.Can er með sama vandamál en staðsetningar hans varnarlega eru stundum stórfurðulegar og sjá þegar hann fer með hálfum hug í skallaboltan sem Gomez og Mignolet fór í og maðurinn hans Can var galopinn og næstum því búinn að skora.

    Bestu menn liðsins finnst mér vera Sakho og Rossiter. Ásamt að Lallana/Coutinho/ Moreno hafa átt ágætis spretti.

  28. Skil ekki í Brendan að reyna ekki almennilega að ná í 3 stig á móti þessu liði. Firmino ennþá á bekknum, skil þetta ekki.

  29. Það er svo augljóst að Sakho er okkar miðvörður númer 1 eins og er.

  30. ÞAð er alveg rosalegt hvað liðið er orðið passíft, engin alvöru pressa og spil

  31. Of margir farþegar inná. Mér finnst miðja Liverpool vera stóra vandamálið í dag. Líst betur á að reyna Moreno áfram í bakverðinu.

FC Girondins de Bordeaux

Bordeaux 1 – Liverpool 1