Á morgun mæta nýliðar Norwich á Anfield og ætti það að vera kjörið tækifæri fyrir Liverpool til að koma sér aftur á sigurbraut en liðið hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum frekar stórt og pressan orðin frekar þung á Brendan Rodgers.
Það verður hálf skrítið að mæta Norwich og ekki búast við hinni hefðbundnu markasýningu frá Luis Suarez þegar við mætum þeim. Kanarífuglarnir í Norwich eru eflaust fegnir að fanturinn sé farinn á brott og þeir gætu kannski átt séns í strögglandi Liverpool.
Jákvæðar fréttir af leikmannahópi Liverpool streymdu inn síðustu daga. Sakho framlengdi samning sinn, Sturridge er líklegur til að geta komið inn í hópinn gegn Norwich, Lallana er kominn aftur á ról og skoraði í Evrópudeildinni, Coutinho kemur til baka úr banni og Henderson átti að verða klár aftur. ÁTTI. Að sjálfsögðu brotnaði hann á æfingu og verður frá í 6-8 vikur í viðbót. Alveg frábært eða hitt þó heldur. Hann skilur eftir sig mjög stórt skarð í liðinu og verður afar fróðlegt að sjá hvernig Rodgers og leikmenn liðsins ætla að snúa þessu við. Þetta mun eflaust ekki auðvelda Brendan Rodgers að snúa genginu við og fá stuðningsmennina á sitt band aftur.
Rodgers gaf í skyn að Sakho gæti komið aftur inn í byrjunarliðið á morgun eftir góða frammistöðu gegn Bordeaux á fimmtudaginn síðastliðinn. Í þeim leik stillti Rodgers upp þriggja manna varnarlínu og þykir mér ekki ólíklegt að það gæti verið raunin aftur á morgun. Milner, Lucas, Clyne, Firmino og Benteke léku ekki gegn Bordeaux og líklegt að flestir, ef ekki allir þeirra, komi aftur í byrjunarliðið á morgun, Sakho, Lallana og kannski Rossiter hafa unnið sér inn sæti í liðinu líka.
Ég ætla að tippa á að þetta muni líta einhvern veginn svona út:
Mignolet
Lovren – Skrtel – Sakho
Clyne – Milner – Can – Moreno
Lallana – Benteke – Coutinho
Maður veit nú ekki alveg við hverju maður á að búast en sama hvernig formið hjá Liverpool er þá set ég alltaf kröfu á það að þegar nýliðar deildarinnar koma á Anfield þá eigi þeir að koma stigalausir í burtu. Liverpool á að vinna öruggan sigur á Norwich, sem líta þó nokkuð vel út og eru beinskeyttir og líflegir.
Ég ætla að spá þessu 2-0 fyrir Liverpool. Mikilvæg þrjú stig en að frammistaða liðsins í leiknum verði ekkert brjálað sannfærandi en mikilvægur sigur sem gæti fengið boltann til að rúlla hjá liðinu.
Þurftum alls ekki miðjumann í sumar, fengum nefnilega Milnerinn.
Slæmt að missa Henderson í meiðsli! Þess vegna verða aðrir að gjöra svo vel að mæta tvíelfdir til leiks og taka þennan mann sér til fyrirmyndar sem er nýbúinn að skrifa undir fimm ára samninga:
“I will keep working because I am a Liverpool soldier and when Liverpool need me, I try to give my best. I am happy to stay as a Scouser!”
Mamadou Sakho er maðurinn!
YNWA
Með sigri Chelsea á Arsenal fara þeir upp í 10. sæti og senda þar með Liverppol í neðri hluta deildarinnar.
Það er að verða langt síðan Liverpool var í meistaradeildarsæti með 2 sigra, 6 stig og ekkert mark á sig.
Fucking hell Hendo! I know many of us want Klopp but there’s no need to this to yourself.
A) Forðast afsakanir. Hendo meiddur, svekkjandi. En liðið á að hafa næga breydd til að covera það.
B) Sturridge. Frábær leikmaður – en rosalega mikið meiddur. Langt í leikform, langt í að venjast nýjum mönnum, langt í það sem hann var. Ef hann nær því nokkurn tímann. Að mínu mati eru allt of miklar væntingar bundnar við endurkomu hans
Jæja, mér er ekki skemmt yfir fréttum af Hendo, en svona eridda og ég bara trúi því ekki að þetta lið ætli að fara að leggjast marflatt á flötina vegna fjarveru hans. Það væri nú meiri dauðans aumingjaskapurinn, að honum ólöstuðum. Ég er búinn að fá mig fullsaddan af því hversu gríðarlegu máli einstakir leikmenn virðast skipta fyrir þetta lið. Svoleiðis á það alls ekki að vera. Liðið allt á að stíga fram og nýir leikmenn eiga að fagna tækifæri þegar að býðst og leika með hjartanu.
Engar afsakanir, er einmitt lykilatriði. Allir gera mistök en aumingjar afsaka sig.
Sætti mig ekki við annað en sigur úr þessum leik, þó við séum ekki með Hendó, Sturridge né nafna. Gerrard reyndar má eiga það að liðið blómstraði þegar hann gat ekki verið með svo ég tel hann ekki upp í þessum selskap.
Svo – bring back the glory.
Legg til að einhver leikmaður Liverpool (Firminho kemur sterklega til greina) mæti óvart í Suarez bol í upphitun, jafnvel leik. Norwich myndu gefa leikinn.
Ef það verður ekki spilaður sóknarbolti á móti Norwich þá má brendan taka pokann sinn bara strax eftir leik.
Mignolet
Clyne- Skrtel – Sakho – Moreno
Millner- Can
Ibe —– Coutinho—– Lallana
Benteke
Svona giska ég á liðið.
Dreymdi í nótt um að við fengum Suarez á láni fyrir leikinn…
…en vaknaði svo og hugsaði að trúlega myndi Brendan henda honum í bakvörðinn.
https://www.youtube.com/watch?v=0tKUKw7MJzM
Norwich à heimavelli eiga alltaf a? vera 3 punktar hjá fèlagi sem telur sig ì hòpi þeirra bestu.
þa? á bara a? vera krafa a? taka 3 sigurleiki ì rö? mi?a? vi? dagskránna… en þa? þý?ir ekki a? þa? sé ì lagi a? skíta svo í sig gegn chelsea…
pressan er svakaleg à BR
gangi þèr bara vel vinur…
Það er svo mikil synd að maður sé búinn að missa allan áhuga á að horfa á Liverpool leiki þökk sé Brendan Rodgers. Hef horft á 1 leik á tímabilinu á móti Bournemouth og ekki var það til að æsa mann í að horfa á fleiri leiki. Mín ósk er að það komi nýr stjóri sem fær mann til að vilja horfa aftur. Áfram LFC
Sælir félagar
Það er ekki spurning um að vinna þennan leik og hann leggst reyndar nokkuð vel í mig. Þó er ég ekki sammála uppstillingu Óla Hauks og held að við verðum að stilla upp tígulmiðju með tveimur uppi á topp, Benteke og Ings. Ef BR gerir það þá vinnst þessi leikur nokkuð örugglega og BR bjargar skinni sínu í bili. Sturridge kemur svo inná fyrir Ings um miðjan seinni og setur 1 til 2. Niðurstaða Liverpool 4 – Norwich 0. Ings 1, Benteke 1 og Surridge 2 eða eitthvað.
Ef sama uppleggið verður og í undanförnum leikjum endar þetta 0 – 0 og BR verður með brunablöðrur á sitjandanum og spurningin verður því hvort honum verður þá sætt lengur.
Það er nú þannig
YNWA
Jæja, þetta skítlélega West Ham lið sem vann okkur var að leggja Man City á Etihad, þeir eru þá búnir að vinna á Emirates, Anfield og Etihad. Spurning hvort að City menn séu að tweets #PellegriniOut ?
Þú stalst kommentinu mínu Björn Torfi.
West Ham eru einfaldlega að byrja helvíti sterkt og tap á OT er enginn shocker í sjálfu sér.
Held að menn ættu að hætta þessu djöfulsins væli hérna alltaf hreint.
Sigur á morgun þýðir CL sæti. Tap þá er örstutt í fallsæti. Þetta verður gríðarlega jöfn deild í vetur og stórskemmtilegt!
Spái þessu 1-1 , og getuleysið heldur áfram undir getulausum stjóra. Ekki nóg að við séum lélegir, við erum líka orðið hundleiðinlegt lið að horfa á.
Núna er langvinsælast hér að tala um hvað Brendan sé hræðilegur stjóri.
Enginn talar um eigendurna, FSG, sem eru lítið í því að setja peninga í liðið. Að mínu mati er Liverpool varla með 5. besta hópinn í deildinni. FSG þarf að fara að setja meiri pening í leikmenn eða selja klúbbinn!
Algerlega sammála SigKarl #13 með að spila með 2 upp á topp og Ings/Bemtekle vil ég meina að geti verið málið. Sigur er klárlega það sem skal koma og ekkert annað. YNWA.
Í fyrra hvíldi Rodgers hálft byrjunarlið á Santiago Bernabeu gegn Real Madrid til að spara hópinn fyrir deildarleik gegn Chelsea. (Það var til þess að Gerrard ákvað endanlega að fara frá Liverpool)
Ástandið hjá Rodgers ári seinna er orðið þannig að hann er að hvíla hálft byrjunarliðið gegn frönsku miðlungsliði til að spara hópinn fyrir heimaleik gegn Norwich. Á hvaða leið er þessi klúbbur eiginlega undir stjórn FSG?
Að þessu sögðu þá held ég reyndar að við vinnum stóran sigur á morgun. 4-1 og Benteke “hinn úthvíldi” verður með þrennu. Hef hinsvegar áhyggjur af framhaldinu eftir þessi meiðsli hjá Henderson. Vonandi verður þetta ekki enn eitt árið sem við strögglum og taptilfinningin hreiðrar meira um sig í hjörtum Liverpool leikmanna. Getur verið mjög erfitt fyrir næsta þjálfara Liverpool að mótivera hóp sem er orðinn vanur að spila áhugalausir með hausinn oní hálsmálinu í deildarleikjum sem skipta litlu máli.
Það er mikil hætta á slíku ef núverandi spilamennska heldur áfram.
Áfram Liverpool.
AEG
Það hefur verið talað um það í allt sumar að það yrði jafnvel spilað á 2 liðum í vetur, einu í deildinni og öðru í Evrópu. Erum við svo að undra okkur á því og kalla það að “hvíla” menn þegar þetta verður að veruleika?
Björn Torfi.
Afhverju í ósköpunum er þá verið að senda +20m punda menn eins og Lazar Markovic á láni? Hefði Evrópudeildin ekki verið perfect til að koma honum inní spilið og sýna hvað hann gæti?
Við erum ekki einu sinni öruggir um að komast áfram uppúr riðlinum í Evrópudeildinni. Ef lið dreifir kröftunum á of marga staði verður það bara kraftlaust. Liðið nær engum takti í sitt spil vegna stöðugra manna og leikkerfisbreytinga, vörnin og miðjan nær aldrei að smella ef hún er aldrei sú sama 2 leiki í röð og nýr fyrirliði í hverjum leik.
Ef þér finnst eðlilegt að Liverpool sem hefur orðið 5 sinnum Evrópumeistari Meistaraliða, UEFA-Cup 3 sinnum, unnið ensku deildina 18 sinnum, FA-Cup 7 sinnum, deildarbikarinn 8 sinnum og er eitt sigursælasta lið Evrópskrar knattspyrnu sé um miðjan september strax farið að spara leikmenn fyrir heimaleiki gegn botnliði Norwich þá get ég lítið gert fyrir þig. 🙂
Þó langstærsta áherslan sé í ár á deildina þá eru leikmenn Liverpool varla strax orðnir svona dauðþreyttir. Liðið þarf leiki og tíma til að spila sig saman. Afhverju gerir Rodgers það ekki? Kannski var þá þetta bara hið stórkostlega konsept “Death by Football” sem Brendan Rodgers lofaði okkur svo hátíðlega fyrir 4 árum síðan…
Vinnum leikinn á morgun og þá jöfnum við Arsenal að stigum og þá eru ekki nema 5 stig í Man$ity sem er hálf ótrúlegt sem gæti orðið staðan eftir að 6 umferð lýkur á morgun.
Á köflum hálfvorkennir maður BR þetta er svona haltu mér slepptu mér samband með hann, en þetta hefur verið erfitt fyrir hann engu að síður, það hafa verið högginn stór skörð í leikmannahópinn sem ekki hægt að horfa framhjá.
Bara það að missa leikmann einsog
Carragher úr klefanum.
Gerrard fór og var kominn yfir sitt besta.
Suarez einstakan leikmann sem engan veginn er hægt finna sambærilegan arftaka.
Sterling eitt mesta efni í boltanum.
Sturridge þegar hann er heill þá er hann í topp 3 yfir bestu framherja sem spila í PL.
Balotelli og fíaskóið í kringum hann.
Lallana á sem á að vera flottur leikmaður en ströglar við að haldast fitt.
Lucas sem virkar einsog 38 ára gamall útbrendur leikmaður.
Og nú Henderson frá á annan mánuð.
Síðast en ekki síst okkur stuðningsmennina sem heimtum amk meistaradeildarsæti og þar bera Ars, Chels, MU og MC höfuð yfir okkur fjárhagslega ????
Koma svo BR nú er tækifæri til að koma liðinu í gírinn.
YNWA
Eg tek eftir tvi ad victor moses er ordinn ansi talgadur hja west ham. Og virdist spreakur. Leitt ad hann skyldi ekki taka sig fyrr i gegn.
TIL AEG
AEG: Afhverju í ósköpunum er þá verið að senda +20m punda menn eins og Lazar Markovic á láni? Hefði Evrópudeildin ekki verið perfect til að koma honum inní spilið og sýna hvað hann gæti?
Mitt svar :
Af því að Lazar er ungur og þarf að spila fleiri leiki en bara í evrópukeppni eða deildarbikar. Hann fer á lán í gott lið og fær fullt af leikjum. Hann er ekki alveg tilbúinn að vera fasta maður og finnst mér þetta sniðugt hjá liverpool. Þótt að ég hefði viljað lána hann til liðs á Englandi.
AEG:Við erum ekki einu sinni öruggir um að komast áfram uppúr riðlinum í Evrópudeildinni. Ef lið dreifir kröftunum á of marga staði verður það bara kraftlaust. Liðið nær engum takti í sitt spil vegna stöðugra manna og leikkerfisbreytinga, vörnin og miðjan nær aldrei að smella ef hún er aldrei sú sama 2 leiki í röð og nýr fyrirliði í hverjum leik.
Ef liðið spilar alltaf á sínum bestu leikmönum 11 – 13 aukast líkurnar á meiðslum og ég veit að þetta hljómar skringilega en þreytta kemur líka inní. Tala nú ekki um að flestir af þessum aðalköllum spila lykilhlutverk hjá sínum landsliðum.
Var ekki einmitt frábært að sjá ungu strákana eins og Rossiter spila? og afhverju að hafa stóran hóp ef maður ætlar ekki að nota hann?
Í nútímafótbolta þarf einfaldlega að rotera og ef liðið dreyfir kröftum þá verður það einmitt andstæðan við kraflaust heldur með kraft í hverjum leik því að í hverjum leik ættu að vera óþreyttar fætur inná vellinum.
Ég tel að Evrópukeppninn er einmitt vetfangur fyrir aðra leikmenn að stíga upp á stórasviðinu, unga leikmenn að minna á sig og fyrir stjóran að prófa leikerfi. Eins og að hann gerði í síðasta leik. Leikmenn eru svo vanir að breytta um kerfi og spila í missmunandi stöðum. Fótboltinn er allt öðruvísi en hann var fyrir 20-30 árum þegar leikmenn voru nánast fastir í sinnu stöðu og gátu ekki spilað aðra stöðu.
AEG: Ef þér finnst eðlilegt að Liverpool sem hefur orðið 5 sinnum Evrópumeistari Meistaraliða, UEFA-Cup 3 sinnum, unnið ensku deildina 18 sinnum, FA-Cup 7 sinnum, deildarbikarinn 8 sinnum og er eitt sigursælasta lið Evrópskrar knattspyrnu sé um miðjan september strax farið að spara leikmenn fyrir heimaleiki gegn botnliði Norwich þá get ég lítið gert fyrir þig. 🙂
Byrjum á byrjuninni ef það er eitthvað sem sagan undanfarinn ár og ég tala nú ekki um úrslitinn hjá öllum liðum í ár hefur kennt okkur er að allt getur gerst í enskuúrvaldsdeildinni og engin hefur efni á því að vanmeta lið(hvorki Norwich, Bournmouth eða West Ham ).
Já saga Liverpool er glæsileg en það kemur því ekki við að leikjaálag er eitthvað sem stjórara þurfa að hugsa um hjá liðum sem spila í mörgum keppnum og það þarf líka að koma öðrum leikmönum í gang. Kannski er sjálfstaustið hjá Lallana orðið meira eftir markið, Sakho mynti rækilega á sig, Rossister fékk mikið að spila og aðrir ungir leikmenn.
Lið í evrópukeppninni eru mörg hver að gera nákvæmlega það sama og Liverpool er að gera að hvíla nokkra sterka leikmenn og er ekkert að því en ef/þegar liðið kemst áfram þá fækkar breyttingum á milli leikja.
Það eru breyttir tímar og auðvita vilja menn að liverpool væri enþá að leika sér að vinna deildinni á hverju ári og næla sér í nokkra bikara á hverju ári en staðreyndinn er sú að liverpool er með c.a 5 besta leikmannahópinn í enskuúrvaldsdeildinni og síðan árið 1991(liverpool urðu meistara 1990 síðast) hefur liðið líklega aldrei verið með sterkasta hópinn í deildinni. Meiri segja þegar við lentum í 2.sæti ekki alls fyrir löngu þá voru 1-2 önnur lið líklega með sterkari hóp en stemningin var okkar og fórum við næstum því alla leið eftir svakalegt run eftir áramót.
Við gleymum aldrei söguni og hún verður partur af minningum okkar og virðingu klúbbsins.
AEG:Þó langstærsta áherslan sé í ár á deildina þá eru leikmenn Liverpool varla strax orðnir svona dauðþreyttir. Liðið þarf leiki og tíma til að spila sig saman. Afhverju gerir Rodgers það ekki? Kannski var þá þetta bara hið stórkostlega konsept „Death by Football“ sem Brendan Rodgers lofaði okkur svo hátíðlega fyrir 4 árum síðan…
Svörinn við þessu eru auðvita hér að ofan. Álagsmeiðsli, meiðsli og þreytta eru þættir sem þjálfarar þurfa að fylgjast með. Svo eru leikmenn oft að berjast við smávægileg meiðsli sem við vitum ekkert um sem þjálfarateymið veit um og eru því að hvíla leikmenn.
Leikmenn fá tíma til þess að spila saman og læra inná hvern annan en mér finnst þessi afstaða til evrópukeppninar vera mjög eðlilega.
þegar liverpool unnu 4 af 5 sigrum í evrópukeppni meistaraliða á sínum tíma þá var fótboltinn allt öðruvísi. Ekki þurfti marga leiki til þess að komast í úrslitaleikina(enda úrslitakeppnisfyrirkomulag frá byrjun), ekki voru eins margir leikir og gat því Bob stillt upp sínu sterkasta nánast leik eftir leik en hraðinn í leiknum og þekking hefur aukist mikið. Meiðsli eru mun algengari og leikjaálagið miklu meira og því bara að njóta þess að horfa á unga leikmenn og leikmenn sem eru nálagt liðinu eins og Origi spila margar mín í þessari keppni.
Ég bíð í spenningi eftir því að sjá young Rossiter spila meira.
Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Rodgers og algjörlega afleitar fréttir með Henderson. Liverpool bara ætlar ekki að fá einn leik með alla sína bestu lykilmenn heila inni á vellinum í einu. Fokkings fótbrot um leið og hann jafnar sig á hnjaski á hinni helvítis löppinni. Andskotinn.
Miðjan verður áhyggjuefni næstu mánuði og ég kem betur að því í færslu eftir þennan leik. En án (og með) Henderson vill ég sjá Rodgers festa sig niður á eitt kerfi og láta leikmenn spila sama hlutverkið marga leiki í röð.
3-4-3 er fyrir mér bara uppskrift af sama rótleysi í leikskipulagi liðsins og verið hefur, vill ekki sjá það gegn Norwich frekar en öðrum liðum og alls ekki með fimm varnarmönnum eins og Óli leggur þetta upp. Frekar halda áfram með 4-3-3 eða prufa tígulmiðjuna aftur.
Emre Can vill ég sá aftast á miðjunni í hlutverki sem hann heldur í lengri tíma en 55.mínútur áður en hann en látinn spila allt annað hlutverk. Milner verður auðvitað áfram á sínum stað og með þeim á miðjunni finnst mér Coutinho bara einn koma til greina.
Milner kom til Liverpool með ávísun upp á lykilhlutverk á miðjunni, þ.e. hann yrði ekki notaður sem cover fyrir allar stöður eins og hann hefur verið sl. 5 ár. Hann var mjög mikilvægur leikmaður hjá City og spilaði oft vel en ferill hans leið mjög mikið fyrir þetta rótleysi, hann kom til Liverpool til að festa sig í sessi í einu hlutverki og hefur enn sem komið er fengið að gera það. En hann hefur verið sá eini sem hefur fengið þetta og núna er komið að því að gefa Can og Coutinho sömu loforð.
Can spilar sem fremsti miðjumaður einn leikinn, aftastur þann næsta, hægri bakvörður þann þriðja og svo partur af þriggja manna varnarlínu þann fjórða. Skiptir þess á milli 2-3 um hlutverk í hverjum leik. Svo furða menn sig á því að hann sé ekki að finna sig hjá Liverpool! Hann var frábær á tímabili í fyrra er hann fékk afmarkað hlutverk í vörninni nokkra leiki í röð, langar að sjá hann fá nokkra leiki í röð núna í sinni stöðu.
Þetta er eins með Coutinho, hann spilar oftar sem kantmaður og kemur ekki við boltann á löngum köflum heldur en sem miðjumaður. Af öllum mönnum í liðinu ekki spila Coutinho úr stöðu! Fyrir mér þarf hann að vera partur af miðjunni, sama hvernig henni er púslað saman og þá með a.m.k. þrjá sóknarþenkjandi menn fyrir framan sig eða í kringum sig.
Ég óttast að Lucas eða Allen komi inn í liðið en svona myndi ég stilla þessu upp og reyna að ná einhverjum stöðugleika nú þegar Henderson er frá í langan tíma.
Það er mikið hvíslað að Sturridge spili þennan leik sem væri frábært en sama hver spilar þá þarf Liverpool fyrst og fremst að vinna hann og helst nokkuð sannfærandi.
Hvað vörnina varðar ætla ég rétt að vona að Sakho og Moreno haldi sæti sínu og þá á kostnað Skrtel og Gomez. Það má hvíla þá báða eftir síðustu leik.
Ljótt að segja það en ég vill sjá svipaða áræðni og þor og lið eins og Leicester og Crystal Palace eru að sýna.
Sammála Babu, Coutinho þarf að komast á miðjuna. Hann er besti sendingarmaðurinn í liðinu og Liverpool þarf að fara spila fótbolta á ný. Þetta er komið út í eitthvað taktískt rugl. Hvort sem Coutinho verður partur af 3 manna miðju eða 2 manna þá er þetta forgangsatriði finnst mér. En 95% öruggur að hann verður frammi með steingelda miðju fyrir aftan sig sem við erum búnir að horfa núna á í heilt ár.
# 18 “Enginn talar um eigendurna, FSG, sem eru lítið í því að setja peninga í liðið. ”
Það er enda ekki ástæða til að tala illa um FSG.
Þegar þeir keyptu liðið yfirtóku þeir skuldir Gillets&Hicks upp á 371 milljón punda.
Ef þeir hefðu ekki keypt , hefði Liverpool farið í gjaldþrot daginn eftir.
Við það hefði liðið sjálfkrafa tapað 10 stigum í deildinni.
FSG hafa sett 50 milljón punda lán inn í Liverpool, afborgunar og vaxtalaust þar til liðið stendur betur fjárhagslega. Öfugt við Glaser fjölskylduna sem mjólkar MU með vaxta- og arðgreiðslum.
Þeir eru að setja 260 milljón punda í stækkun og endurnýjun vallarins.
Í lok árs 2014 höfðu þeir lækkað skuldir um 200 milljón pund.
Tekjur hafa aukist, aðallega með stærri samningum við Sponsora. Tel ekki með peningana sem öll liðin í deildinni fá vegna sjónvarpsréttar.
Liðið er rekið fjárhagslega skynsamlega.
Bæði þú og ég viljum meiri peninga í topp klassa leikmenn en það er ekki í boði ennþá.
Við skulum hafa þolinmæði í garð FSG og borða hafragraut í nokkur ár í viðbót, ekki taka lán til að fara á Holtið með viðeigandi þynnku.
Baráttukveðja og sigur á morgunn.
Er í Boston, er ekki einhver með númerið hjá John Henry er að spá hvort ég megi ekki fara til hans og horfa á leikinn með honum og Lindu eg skal koma með six pack. En hefur einhver horft á leik í Boston og hvar þá?
Tek undir með babu. Við sáum vel hverslags skammtímalausn það var i fyrra að skipta um leikkerfi. Ég hef miklar áhyggjur af stöðugu hringli með leikkerfi og stöður einstakra leikmanns.
Sérstaklega virðist enginn einn leikmaður ná að blómstra hja liðinu þessa fyrstu leiki og ber sóknarleikurinn þess merki að menn hreinlega þekki ekki hlutverkin sín, bæði þeir reyndari og þeir óreyndari.
Pressan er mikil en í mínum huga vil ég bara sjá vísbendingu um að það sé hugmyndaflug ennþa í sóknarleik liðsins og þetta gríðarlega áhuga og andleysi sem iraun hefur fylgt liðinu síðustu 12 mánuði hverfi a braut.
Ég hef enn ekki séð góðar 90 min hja liðinu i haust (æfingaleikir meðtaldir). Það vekur upp gríðarlegar áhyggjur því í raun finnst mér leikmannahópurinn afar spennandi að mörgu leiti.
#23
“Vinnum leikinn á morgun og þá jöfnum við Arsenal að stigum og þá eru ekki nema 5 stig í Man$ity sem er hálf ótrúlegt sem gæti orðið staðan eftir að 6 umferð lýkur á morgun”
Þessi setning er svo mikið Liverpool.
#18
Sammála þér, finnst FSG sleppa ótrúlega vel. Ef Rodgers hefði fengið eitthvað í líkingu við peningana sem Man Utd er að eyða þá væri Liverpool á flugi. Launastefna FSG gerir það að verkum við erum ekki í alvöru baráttu.
Það voru fáir spenntir fyrir Benteke, en hann var enga að síður lang besti raunhæfi kosturinn fyrir lið eins og Liverpool. 2-1 sigur. Liverpool skorar, Norwich jafnar, Liverpool klárar 2-1.
Áfram Liverpool, og áfram Rodgers!!!!
Að því sögðu, þá ættla ég að spá Liverpool setji tvö í dag, kominn tími til, Benteke skorar bæði mörkin. Enda frábær leikmaður.
Mig dreymdi að Sturridge hefði komið inná og meiðst við fyrstu snertingu… vonandi er ég ekki berdreyminn!
Merkilegt að tap City á móti West Ham sé notað hérna til að skjóta á þá sem að vilja Rodgers burt. Mér finnst það engu breyta hvað önnur lið í deildinni eru að gera, Liverpool er einfaldlega með slakan og ráðviltan þjálfara og hópurinn ekki nógu góður, það vantar enn alvöru miðjumann í þennan hóp, fyrir mér er Henderson miðlungsleikmaður og hann er sagður besti miðjumaðurinn…
Mér finnst enginn í þessu liði hafa trú á að þetta sé að fara að ganga upp, Firminho keyptur fyrir ca 30m og hann er varamaður og hefur lítið sýnt, Benteke lítur ágætlega út en þar sem að miðjan er svo slök að þá hefur hann úr litlu að moða..
Þó að Liverpool grísi á sigur eða tvo þá er þetta ekkert að fara að breytast, það þarf að kaupa 2-3 dýra alvöru leikmenn og ef að þeir vilja ekki koma þá verður bara að hækka launin( ekki nema að stefnan sé svona ca 10 sæti, þá er þetta bara flott ), því að með þessu áframhaldi þá er leiðin bara niður á við
#29. Það er hellingur af fótboltabörum í Boston. Stuðningsmannaklúbburinn hittist held ég á Phoenix Landing í Cambridge. http://phoenixlandingbar.com/soccer.html
Við vinnum þennan leik í dag. Held það sé lítil spurning um það. Varðandi leikaðferð þá er ég aldrei þessu vant ósammála Babú. Ég held að þriggja manna varnarlína sé einmitt það sem passar hvað best fyrir leikmannahópinn núna. Ég er per se ekki sérlega hrifinn af því leikkerfi en með sókndjarfa bakverði og frekar veikan hóp af miðjumönnum – þá finnst mér það vera no brainer. Held samt að margir séu ósammála mér og þar á meðal Brendan Rodgers.
Fyrir framan þriggja manna varnalínu myndi ég stilla upp Clyne – Can – Moreno. Can þá djúpur í coveri fyrir bakverðina.
Þar fyrir framan væru Milner og Coutinho og fremstir Benteke og Ings. Til að fá meiri sóknarþunga ef þarf þá má kippa Milner eða Can út og setja Firmino eða Lallana inn. Ef Rodgers ætlar að vera trúr sinni fótboltafílósófíu – sem er útaf fyrir sig frekar heillandi – þá eru fremst fjórir að rótera mjög mikið og fá kantstuðning frá bakvörðunum.
Hitt er annað mál að tígullinn getur líka virkað vel, en þá erum við kannski ekki með nógu öfluga þrjá aftari miðjumenn. Þó getur sú miðja verið Can-Milner-Coutinho-Lallana/Firmino. Svo sem ekkert að því heldur. En ég held að Rodgers verði að hætta að reyna þetta lone-striker dæmi, við erum ekki með sentera í það þótt Benteke sé góður. Hann hefur verið svo skelfilega einangraður að það kemur akkúrat ekkert út úr honum – og hverjum sem er stillt upp þarna.
Win win í dag.
United tapa og við vinnum.
Hef horft að Norwich og get ekkí sagt að þeir heilli.
Skyldusigur 3-0
Erum við í alvöruni komnir á það stig að leikir eru skildusigrar?
Miða við hvernig þessi úrvaldsdeild virkar þá geta allir unnið alla.
Hérna eru nokkur skemmtileg úrslit til þess að rifja þetta upp
Chelsea – Swansea 2-2
Arsenal – West Ham 0-2
Man utd – Newcastle 0-0
Liverpool – West ham 0-3
Chelsea – C.Palace 1-2
Swansea – Man utd 2-1
Everton – Chelsea 3-1
Man City – West Ham 1-2
og þetta er bara rétt í byrjun móts og eiga eftir að vera fullt af svona í allan vetur.
Ég tel Liverpool líklegri og ef bæði liðinn spila eins vel og þau geta þá vinnur Liverpool en allt getur gerst í þessum bolta og að segja að þetta sé 3-0 skyldusigur finnst mér barnaleg nálgun.
Því að ekkert lið í þessari deild getur sagt að einhver leikur sé 3-0 skyldusigur fyrir einhvern leik einfaldlega vegna þess að deildinn er mjög sterkt.
Nú væri gott ef úrukvæski kanarífuglafjöldamorðinginn væri að spila með okkur.
Annars er ég sammála Sigurði. Það er hroki að tala um einhverja skilusigra í þessari deild. Allir sigrar kosta mikla fyrirhöfn. Ef Liverpool fer að sýna einhverja stórliðatakta nokkra leiki í röð, eins og þeir gerðu t.d í fyrra, þá skal ég gangast við því að sumir leikir eru skildusigrar en í dag er svarið nei, þó ég telji Liverpool vissulega sigurstranglegra en Norvich.
Hitt er að sigur í þessum leik gerir heilmikið fyrir liðið því útileikjaprógrammið er svo hryllilega sterkt í byrjun móts. Ef Liverpool nær að halda sér ofanlega í deildinni, t.d ofar topp 10 þegar stórliðahrynan er afstaðinn, þá getur vel verið að liðið eigi góða möguleika í þessari erfiðu deild.
Nýliðar Norwich á heimavelli eftir tvo mjög slæma tapleiki er eins mikið skyldusigur hjá Liverpool og hægt er að hafa það. Sama hvenær á tímabilinu sá leikur er spilaður.
Mig dreymdi þetta. Nú fá menn að sjá afhverju Ings á að vera þarna inna sanniði til.
hmmm ég skal bara stilla þessu liði upp í 😛