Kop.is Podcast #97

KOMDU MEÐ KOP.is Á STÓRLEIK LIVERPOOL OG MANCHESTER UNITED Á ANFIELD Í JANÚAR!

Hér er þáttur númer níutíu og sjö af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 97. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Kristján Atli stýrði þættinum að þessu sinni og með honum voru þeir SSteinn og Babú.

Í þessum þætti ræddu strákarnir fimm leiki án sigurs, jafnteflið gegn Norwich, starfsöryggi Brendan Rodgers og spáðu í spilin fyrir næstu tvo leiki.

16 Comments

  1. Aldeilis kominn tími til að fá nýtt podcast. Helvíti góðir þættir hjá ykkur. Var farinn að hlusta langt aftur í tímann þegar þið kipptuð þessu gamla út. Er ekki hægt að setja þættina inn aftur?

    Kv. Bjarni

  2. Ég er fullkomlega sammála Sigursteini í einu og öllu sem hann segir í þessu podcasti.

    Okkur vantar svo sárlega einhvern leiðtoga í þetta lið okkar, einhvern karakter eins og Carra eða Gerrard, einhvern sem getur peppað menn upp og fengið þá til þess að allavega berjast í leikjum.

  3. Það vantar hárþurrku með sál í þjálfarateymið… og ég sé engan annan en Carra í það hlutverk..

  4. Ef að uppleggið er að spila áfram með 3 manna vörn þá finnst mér lágmark að skipta Lucas út fyrir Lallana eða Firmino.

  5. Hættum þessu rugli og út með Brendan, algjörlega búinn að missa klefann og ég tala nú ekki um Anfield! Baulað í lok á leik á Anfield á einfaldlega ekki að þekkjast hjá okkur. Lögum þetta strax og fáum til okkar proven winner. Ég vona innilega að við fáum Jorgen Klopp fyrir áramót. Proven winner og alvöru character.

    Hann getur líka dregið alþjóðlegan talent til klúbbsins, en ekki einhver endalaus “one-hit-wonders” eins og virðast koma til okkar á hverju ári úr lakari liðum í deildinni.

    Til að mynda Marco Reus og ég tala nú ekki um einn besta striker í heimi í dag Robert Lewandowski, sem hefur fengið að verma bekkinn hjá Bayern en datt í smá gír í vikunni og setti jafn mörg mötk á níu mínútum og við höfum skorað frá upphafi móts. Lucas Leiva er markahæsti leikmaður okkar í CL, segir það ekki allt sem segja þarf um þennan hóp sem er samankominn hjá okkur. Þetta gengur ekki lengur, breytinga er þörf!

    YNWA

  6. Flottur þáttur.
    Það sem Steini talaði um þarna vaðarndi fólkið úti sé gjörsamlega búið að missa trúna, þá get ég alveg kvittað undir það. Þeir strákar sem ég þekki og spjalla reglulega við þarna úti sem elt hafa liðið upp og niður landið og um gjörvalla Evrópu eru gjörsamlega búnir að fá nóg af Brendan og hans tilburðum. Meira að segja nokkrir allra hörðustu ”BR loverarnir” snérust endanlega eftir utd leikinn. Þeir sem ég talaði við eftir hann sögðu einfaldlega finnast ekki þekkja þetta Liverpool lið sem þar spilaði, enginn kraftur, enginn barátta enginn vilji til að berjast fyrir merkinu á búningnum. Þeir töluðu meira segja um það nokkrir sem voru í Travelling KOP á leiknum að þeir nenntu ekki einu sinni að rífast og syngja til stuðningsmanna utd svo mikil var depurðin og þá er nú mikið sagt!
    Þessi anti BR fílingur er ekki eitthvað sem byrjaði núna á móti West Ham og er búinn að gerjast síðan þá heldur er þetta mun lengra aftur en það. Það er eins og Brendan sé kominn í hring með liðið og í raun kominn enn aftar en hann byrjaði.

    Ég mun ávallt styðja Liverpool og aldrei óska þess að liðið geri neitt annað en að vinna leiki og ég hefði svo mikið viljað að það hefði verið undir stjórn Breandan Rodgers, hann er búinn að reyna allt sem hann getur en því miður er hans besta ekki nógu gott fyrir klúbb á stærð við Liverpool.

    Ein pæling ef, Brendan yrði rekinn eftir 2 mán, hvaða liði sæjuð þið hann fyrir ykkur taka við? Newcastle,Reading,Sunderland,West Brom amk ekki liði sem er hátt skrifaðara en það og ég leyfi mér að segja það að ég vill að Liverpool sé með þjálfara sem er á hærra kaliberi en það.

    Læt tvö hræðilegar tölfræðilegar staðreyndir fylgja hérna með:

    Moyes at United – 27 wins in 51 games
    Rodgers at Liverpool – 26 wins in last 52 games
    —————————————————————
    Hodgson – last 16 games as Liverpool manager – 20 points
    Rodgers – last 16 games at Liverpool – 19 points

    kv
    @kopice86

  7. Það er eingöngu tímaspursmál hvenær kallinn fer. Þó hann nái smá runni þá kemur alltaf að því að hann fari aftur í gamla sporið og þá er engin þolinmæði gagnvart honum.

    Ég myndi frekar vilja sjá Klopp en Ancelotti. Þó ekki nema bara uppá lúkkið.

  8. Sælir drengir, takk fyrir þetta podcast þið klikkið ekki.

    Ég búinn að vera staddur í Liverpool síðustu daga og fór meðal annars á Norwich leikinn og ætla á leikinn í kvöld. Ég verð að koma inná og taka undir með Steina, þeir stuðningsmenn sem ég hef verið að umgangast hérna úti sem eru local stuðningmenn eru algörlega brjálaðir.

    T.D hef ég verið að mæta nokkuð regglulega í local boxklúbb hérna í Liverpool og þar eru glerharðir drengir sem mæta á alla leiki, bæði samlandar Rodgers , Norður Írar og Scoucerar, ég hef ekki enþá hitt einn mann hérna sem vill að Rogers verði áfram. Þannig að umræðan hjá þeim sem ég hef hitt er bara á móti Rodgers.

    Ég vildi sjálfur halda Rodgers eftir síðasta tímabil og sá ekki fyrir mér annað en að hann yrði að fá séns fram til áramóta, en eftir að vera búin að hlusta á sjóheitar umræður hérna úti síðustu daga í þá sýnist mér að gaurinn er bara froða, og það er bara kurteisislega orðað hjá mér. Ef ég myndi nota lýsingar orðin sem þeir hörðustu sem sitja í Kop stúkunni alla leiki nota, þá mynduð þið sjálfsagt loka á mig hérna inná síðuni.

    Mér sýnist Kristján að þú sért á leiðini í ansi súra stemmingu, en Liverpool borg og Anfeild klikka ekki hver sem er stjóri hjá liðinu 😉

  9. Er ekki bara málið að fá Lars Lagerback eftir EM ? Eða bara Heimi og Lars 🙂 Það er ekkert að fara að gerast með Rodgers á þessu tímabili nema í fyrsta lagi í mars ef skitan heldur áfram.

  10. #5
    “Ef að uppleggið er að spila áfram með 3 manna vörn þá finnst mér lágmark að skipta Lucas út fyrir Lallana eða Firmino.”

    Hmm, ef við spilum með þriggja manna vörn er þá ekki alveg bráðnauðsynlegt að hafa djúpan miðjumann til verja vörnina?

  11. Mér finnst ekki bráðnausynlegt nema á móti Barcelona kannski að spila með 3 manna vörn, 2 wingbacks og varnarmiðjumann….nema auðvitað að ég sé að misskilja tilganginn að skora annað slagið 🙂

  12. Þegar ég hugsa um Brendan Rodgers þessi dægrin þá sé ég alltaf fyrir mér Jim Carrey í sönnu sjálfævisögulegu kvikmyndinni “I Love You Phillip Morris”. Þar lék Carrey mann í Texas sem tókst í áratugi að ganga á milli bandarískra bisnessmanna/ embættismanna og plata þá uppúr skónum til að lifa í vellystingum á þeirra kostnað með þvílíkum froðuleiksýningum. Greinilega rosalega klár gaur með mikla persónutöfra og gat labbaði inní risastór djobb nánast að vild virtist vera þrátt fyrir ekki nokkra einustu reyslu í svo erfiðum og flóknum störfum.

    Brendan Rodgers tókst einmitt þetta þegar hann skellti þessari frægu 180 bls skýrslu á borðið fyrir framan FSG, sagði ” ég er ykkar maður” og blaðraði endalaust um gömlu hetjurnar Shankly, Paisley og co. eins og aldagamla vini sína. Leit út fyrir þeim í FSG að vera ungur gaur með sjálfstraust sem væri teamplayer og myndi breyta fyrirtækinu þeirra í mun seljanlegri asset eftir nokkur ár og græða fullt af peningum. Eftir að hafa ditchað eiginkonuna fer allt basially niðrávið hjá kappanum og lygavefurinn og endalausa þrjóskan sem hann festist í verður honum mjög illa að falli.

    Það mun nú vonandi ekki fara fyrir Rodgers eins og þessum manni sem heitir í raun Steven Russel að enda í lífstíðarfangelsi. Rodgers er soldið eins og David Moyes, ágætlega hæfileikaríkur snjáði ef hann kann sín takmörk. Hann er alveg ágætis grey örugglega sem ann lífinu og vill hafa gaman en ég stórefa að elski í raun og veru Liverpool. Hann veit bara hvað þurfti að segja til að komast í mjúkinn hjá okkur.

    Þessi endalausa sjálfsupphafningar lygaþvæla sem hann hefur núna stundað í mörg ár og er núna farin að gera alla aðdáendur Liverpool sem búa í borginni gersamlega froðufellandi af reiði verður að hætta. Hann er bara algjört wannabe þessi gaur og farið ótrúlega langt á kjaftinum. Komi tími til að stoppa þennan mann og koma Ian Eyre sem lengst frá Liverpool.

  13. Meira svona til gamans. En ég skoðaði nokkur einkenni siðblindu sem gætu mögulega átt við okkar mann. Mín tilfinning er samt að hann sé besta skinn en hvað sem því líður bera sögusagnir keim af öðru og að hann sé tilbúinn að láta skipið brenna og stökkva síðan síðastur frá borði eins og er einkennandi fyrir siðblindann einstakling. Samanber þeir sem eru siðblindir og koma áru sinni vel fyrir borð hjá stórfyrirtækjum með stóryrðum og loforðum. Þeir koma aftan að þeim sem standa þeim næst og eru alltaf tilbúnir að benda á aðra frekar en að skoða eigin rann. Þeir skilja fyrirtækin eftir í verri stöðu en þegar þeir tóku við stjórnartaumunum. Þeir falla vel í hópinn, búa yfir miklum persónutöfrum og sannfæringarmætti og eiga auðvelt með að fá fólk í lið með sér. Hér eru nokkur einkenni:

    1.Tungulipurð / yfirborðskenndir persónutöfrar … tékk
    2. Stórmennskuhugmyndir um eigið ágæti ….. tékk
    3. Lygalaupur …. tékk (amk stendur ekki steinn yfir steini og fyrrverandi kona hans er örugglega sammála. Agger og fleiri hafa gefið í skyn að hann segi eitt og meini annað)
    4. Ábyrgðarlaus um eigin hegðun (kennir öðrum um) …. (t.d. skort á “nýjum” / “öðrum” nálgunum frá fyrrverandi aðstoðarþjálfurum.
    5. Lauslæti .. veit ekki alveg en hélt hann ekki örugglega framhjá?
    6. Spennufíkill / leiðist auðveldlega …. á örugglega við um alla sem sækja í starf eins og þetta
    7. Sníkjudýr (á öðrum eða „kerfinu“) … jú er búinn að mjólka Liverpool svo svakalega með stórmennskulegum hugmyndum sem standast ekki skoðun þegar á reynir.
    8. Skortir raunsæ langtímamarkmið … þversagnarkennt miðað við 180 bls. en blasir samt við þegar maður skoðar innkaupin og skort á stöðugleika bæði hvað varðar leikkerfi, leikmannakaup og fleira eins og hverja hann telur geta hjálpað sér.
    9. Skortir á eftirsjá eða sektarkennd …. spurning með þetta – hann virtist sár og vera mikið niður fyrir eftir Stoke leikinn eða var þetta sýndarmennska

Carlisle mæta á Anfield

Byrjunarlið gegn Carlisle