Liverpool tók á móti Carlisle í Deildarbikarnum í kvöld og fór leikurinn fram á Anfield.
Liðið var svona í kvöld
Bogdan
Clyne – Skrtel – Lovren – Moreno
Allen – Can – Milner
Firmino – Lallana
Ings
Sterkt lið sem ætti að fara létt með lið í fjórðu efstu deild Englands. Eða hvað?
Oftar en ekki eru leiksskýrslur mínar nokkuð ítarlegar en svo verður ekki í kvöld. Leikurinn var ekki sýndur hjá 365 né á sky og voru því takmarkaðir möguleikar í boði, flestir mjög pixlaðir og leiðinlegir.
Liverpool byrjaði nokkuð vel, voru sterkari aðilinn fyrstu 20-25 mínúturnar eða svo og settu gott mark á þessum tíma. Lallana sendi þá fínan bolta inn á markteig þar sem Ings gat ekki annað en skorað. Ings hafði fram að þessu verið nokkuð sprækur og okkar líklegasti maður.
Adam Lallana's cross and Danny Ings' finish for your enjoyment
#LFC
pic.twitter.com/79lwvuJqXC
— Melissa Reddy (@MelissaReddy_) September 23, 2015
Eftir þetta komust gestirnir inn í leikinn og var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði hálfleiks.
Það var á 35 mínútu leiksins sem að Asamoah jafnaði metin eftir röð mistaka. Fyrir það fyrsta fékk Hery að hlaupa með boltann að vild, engin vörn frá miðjunni og slök varnarvinna. Svo til að toppa þetta þá lét Bogdan skora hjá sér á nærstönginni. Frábært. 1-1 og andrúmsloftið á Anfield gjörbreyttist í kjölfarið.
GOL! Liverpool 1 – 1 Carlisle (Asamoah) https://t.co/WBuVstbgrj
— Goalista (@GoalistaTR) September 23, 2015
Í kjölfarið sungu aðdáendur gestanna, “You’re getting sacked in the morning”. Einhver á twitter skrifaði nú að þeir ættu ekki að byggja upp vonir stuðningsmanna, en það er annað mál.
Firmino fór svo útaf stuttu síðar eftir eitthvað smávægilegt hnjask, vonandi að það sé ekki eitthvað alvarlegt. Inn kom Origi.
Helsta vandamál fyrri hálfleiksins var kunnuglegt, fljótur hægri kanntmaður í Alex McQueen, enginn vinstri bakvörður í Moreno og Lovren leit skelfilega út á köflum.
1-1 í hálfleik.
Í síðari hálfleik vorum við meira með boltann án þess að skapa mikið. Origi byrjaði vel og Ings átti ágætisfæri. Coutinho kom inn á 66 mínútu í stað Joe Allen. Ekki í fyrsta sinn en ég man ekki eftir neinu sem Allen gerði í leiknum. Ég er ekki viss um að hann og Milner gætu lagt upp mörk í Barcelona liðinu í augnablikinu, með Messi, Suarez og Neymar fyrir framan sig. Koma með ekkert í sóknarleik liðsins.
Coutinho var okkar líklegasti maður, átti amk tvö fín skot sem fóru hárfínt framhjá. Ings komst einnig nærri því að skora og vorum við öllu líklegri án þess að skapa mikið af opnum færum. Vorum heldur óþolinmóðir, sá einhverstaðar að við hefðum átt 38 skot að marki í venjulegum leiktíma! Meirihluti þeirra var þó vel fyrir utan teig og ógnuðu lítið sem ekkert.
That's it, 1-1, and a chorus of boos at Anfield. Much bigger than Sunday I'd say. #LFC
— Andy Kelly (@AndyK_LivNews) September 23, 2015
90 mínútum ásamt uppbótartíma lokið og staðan 1-1. Framlenging. Frábært, leikur gegn Aston Villa eftir 3 daga.
Framlengingin var copy/paste af síðari hálfleiknum. Lovren meiddist undir lok síðari hálfleiks framlengingarinnar, virðist vera alvarlegt því miður. Annars lágu leikmenn Carlisle í vörn síðasta hálftímann og Liverpool sótti en lengra komumst við ekki, 1-1 og vítaspyrnukeppni!
Penalties! Boos ring out around Anfield
— Jay Riley (@Jay_78_) September 23, 2015
Milner, Can og Ings skoraðuðu. Lallana og Coutinho létu verja frá sér. Bogdan varði þrjú stk!
Maður leiksins og pælingar
Þetta var kannski ekki tap en manni líður svo sannarlega ekki heldur eins og þetta hafi verið sigur. Maður hugsaði ósjaldan til Northampton leiksins hér um árið. Þegar við töpuðum honum, undir stjórn Hodgson, þá voru það bara Agger og Lucas sem við gátum sagt að voru byrjunarliðsmenn. Í kvöld? Ég myndi segja að það væru í raun bara Bogdan, Allen og Ings sem ekki verða titlaðir sem slíkir. Og eru þeir tveir síðast nefndu að kosta félagið líklega um 20 milljónir punda.
Hvað varð um fræðina? Hvenær hættum við að reyna að spila fótbolta og fórum að reyna drepa menn úr leiðindum. Liðið hefur ekki skorað fleiri en 2 mörk í venjulegum leiktíma allt tímabilið, og eins og Kristján Atli rak svo vel hér um daginn, þá nær vandamálið mun lengur aftur en bara það.
Ég er algjörlega orðlaus yfir spilamennsku liðsins. Það sem verra er, Rodgers virðist vera það einnig og ráðlaus í þokkabót.
Sú var nú tíðin sem að Liverpool voru slakir í deild en voru allavega að fara á smá “run” í bikarkeppnunum. Nú erum við skelfilegir á öllum vístöðum. Þetta er ekkert nýtt, þetta er rauði þráðurinn síðan Rodgers tók við…
Oldham 3-2 Liverpool
Liverpool 0-0 Bolton
Liverpool 0-0 Blackburn
Liverpool 1-1 Carlisle
Við slefuðumst í gegn í fyrra og komumst merkilega langt m.v. spilamennsku liðsins í þessum leikjum en hve lengi? Sluppum í gegnum í kvöld en ég er ekki að sjá að við séum að fara langt í þessari keppni, hvað þá vinna hana.
Maður leiksins? Hvar á maður að byrja?
Bogdan og vörnin eiga hlut í markinu og var varnarleikur liðsins ekki traustur í fyrri hálfleik þegar Carlisle gerði amk tilraun til þess að sækja. Bogdan stóðs sig vissulega vel í vítaspyrnukeppninni og bætti fyrir markið þar.
Allen, Can og Milner gerðu heiðarlega tilraun allir þrír, sérstaklega þó Can og Milner, til að vera valdnir lélegustu leikmenn vallarins. Can og Milner nú á nokkra leikja skriði þar sem þeir geta nánast ekki neitt.
Lallana var ágætur á köflum í venjulegum leiktíma, samt ekki nóg. Origi hefur ekki sýnt neitt síðan hann kom. Núll. Ings fær því mitt atkvæði, sá eini sem mér fannst vilja þetta. Skoraði fínt mark og var líklegur í nokkur skipti.
Ég á í hinu mesta basli við að reyna finna eitthvað jákvætt í kringum liðið í dag…. það er helst bara… við unnum, eða já. Komumst áfram.
Tikk takk, tikk takk.
Ég nenni ekki að tjá mig um leikinn enda sá ég ekki mikið af honum.
En mikið djöfull eru Emre Can (fyrir vítið) og Adam Bogdan mikið mínir menn akkúrat núna!!
46 skot, eitt mark. “sacked in the morning”
Hvernig er það er Bogdan ekki núna búin að verja fleiri víti fyrir Liverpool en Mignolet?
Smá stafsetningavilla þarna í lokin. Þú ætlaðir væntanlega að skrifa tiki taka, tiki taka…
Það vantaði alveg hugmyndaflugið í sókninni. Manni fannst hver sóknin á fætur annarri vera nákvæmt afrit af þeirri á undan. Eins og menn væru ekki að reyna að finna auð svæði í múrnum. Þetta er vissulega ekki til að auka líkurnar á því að BR haldi djobbinu.
En Bogdan var vissulega þjóðflokki okkar til sóma (þ.e. okkur rauðhærðra).
Aldrei í hættu!
Bournemouth hljóta að vera frávita af hræðslu að mæta á Anfield í næstu umferð…
Ég myndi bara velja Henderson mann leiksins þótt hann hafi ekki spilað var hann víst að rústa Man U í FIFA 16 á sama tíma og því ætti hann að fá MoM.
Ég er ekki einu sinn viss um að það hafi verið aðdáendur Carlisle sem sungu sacekd in the morning.
Á móti svona fáránlega þéttum varnarpakka eins og Carlisle buðu upp á eftir jöfnunarmarkið, er ákaflega erfitt að gera eitthvað án þess að nýta breidd vallarins – sérstaklega ef menn eru ekki færir um að færa sér föstu leikatriðin í nyt.
Clyne og Moreno hefðu þurft að vera alvöru sókndjarfir wingbacks og reyna að komast upp með endalínunni í cutbacks + góðir möguleikar á að fá vítaspyrnu í þannig stöðu.
Ljósu punktarnir: Ings er einn af fáum þarna sem lítur út fyrir að vera að gefa 100%, flott barátta og ég held að hann eigi meira inni. Fáránlega flott víti hjá Can. Bogdan.
Dökku punktarnir: Yrði mögulega of langt mál fyrir commentakerfið hérna, svo ég læt hér við sitja.
Á endanum þurfti Bogdan að baila okkur út í vítaspyrnukeppni á heimavelli gegn Carlisle. Dapurlegt, svo ekki sé meira sagt…
Allir elska vítakeppni.
Ef maður tekur þennan leik út, alveg burtséð frá öllum leikjum hingað til, þá var þetta bara klassískur bikarleikur.
Byrjaði reyndar að horfa á 45.mín en Liverpool var bara í handboltasókn, carlise gat fyrst spilað yfir miðju á 59mín. Alltaf erfitt að brjóta upp lið sem liggja með framherjann sinn á vítateigsboganum, en þó var það reynt og mikið.
Rodgers getur nú varla komið inná og kennt mönnum sköpunargáfu, en allflestum voru mislagðir fætur í sínum tilraunum.
Ings stefnir á að vera minn maður, leggur sig allan fram, er reyndar enginn Suarez með boltann en gaman að sjá hvað hann var klókur samt að pota boltum á samherja sína og búa til færi.
Coutinho átti mjög slaka innkomu og nefndi ég það fyrir vító að menn sem eiga off dag eigi ekki að taka víti… en því fór sem fór.
Bogdan stelur svo fyrirsögnum morgundagsins enda alveg frábær vítabani.
þá er þessi leikur frá og Villa næst á dagskrá, þar sem kröfur verða settar á sigur, enda munu þeir ekki pakka rútunni vonandi, en við megum krefjast meiri sköpunargáfu í þeim leik engu að síður
það tekur því ekki að gefa leikmönnum einkun, bara núll á línuna, nema Ings fær einn púnt, fyrir að reyna og annan púnt fyrir markið
Fyrirsjáanlegt, ömurlegt, hægt, andlaust, engin leiðtogi, allir hræddir, engin þorir að taka af skarið. Stjórinn felur sig síðan bak við Mcallister.
Við segjum bara eins og Jóhanna Sigurðs, minn tími er komin ! ! !
BURT MEÐ BRENDAN RODGERS ! ! ! ! !
SKO…… ef Brendan Rodgers hefði unnið heimavinnuna sína þá hefði hann komist að því að Asamoah, markaskorari Carlisle, byrjaði ferilinn hjá Northampton! Og þeir vita sko alveg hvernig á að gera þetta!
BR fallinn með 4,9!
Þvílíkt og annað eins gjaldþrot, fær mann til að sakna H&G gjaldþrotsins.
Þessi leikur svo sem bara það sem maður bjóst við af liðinu. Stefnuleysi, Milner lélegur, vissi ekki að Allen væri inná, skorum ekki meira en 1 mark o.s.frv. Ég fagnaði ekki einu sinni þegar við unnum, fannst þetta bara vandræðalegt. Ings virðist reyndar nokkuð sprækur, góður iðnaðarframherji þar á ferð.
Ég nenni ekki einu sinni að röfla yfir þessum leik, vandamálið er svo miklu stærra en einn leikur.
Hópurinn er fullur af rusli sem kostaði hátt í 30m punda í sumum tilfellum og á gríðarlega háum launum. Tölurnar fyrir kaupin eru af lfchistory en hinar eru eftir google leit þar sem ég reyndi að taka lægstu tölurnar sem ég fann nokkuð oft nefndar.
nafn – kaupverð greitt af FSG – vikulaun – árslaun
Enrique – 6m – 65k – 3.38m
Toure – 0m – 60k – 3.12m
Lovren – 20m – 70k – 3.64m
Milner – 0m – 150k – 7.8m
Lallana – 25m – 75k – 3.9m
Mignolet – 9m – 60k – 3.12m
Allen – 15m – 45k – 2.34m
Skrtel – 0m – 100k – 5.2m
Alls eru þetta 75m í kaupverð og 32.5m á ári í laun og þarna er ekki talið með bónusa við undirskrift. Horfiði aðeins á þessi nöfn og spáiði í peningunum sem er að fara í þetta. Einhverjir leikmenn eru á láni og ég taldi þá ekki með en við borguðum nú ansi vel fyrir allavega 2 þeirra og erum enn að borga hluta af launum. Ég myndi skipta á öllum þessum leikmönnum fyrir annan skóinn hans Suarez.
Það versta er svo auðvitað ekki einu sinni að vera að borga þessu liði allan þennan pening, heldur að Rodgers spilar þeim (fyrir utan Enrique og Toure) endalaust þrátt fyrir að engin þarna geti neitt. Finnst einhverjum skrítið að liðið spili jafn illa? Það væri kannski hægt að troða 1-2 svona leikmönnum í lið með hryggsúlu en þetta er hryggsúlan hans Rodgers.
Stefnuleysi í kaupum, sölum, liðsvali, taktík og eflaust í kaffiteríunni.
Næstu 7 leikir í deildinni eru
A.Villa (H)
Everton (Ú)
Tottenham (Ú)
Southampton (H)
Chelsea (Ú)
C.Palace (H)
M.City (Ú)
Horfið á þessa leiki og svo á stöðuna okkar í dag. Svona í alvöru talað, er fólk virkilega að bíða eftir að “þetta smelli”? Ég hugsa að Rodgers nái 1-5 stigum í þessum leikjum sem myndi gefa okkur 9-13 stig í 13 leikjum.
Það versta er svo bara hvað það er mikið áhugaleysi í kringum klúbbinn. Ég hef hlerað internetið eftir undanfarna leiki og fólk bara getur ekki meira. Sumum er því bara orðið alveg sama, nenna þessu bara ekki lengur. Það heyrist ekkert í Anfield lengur og hefur ekki gert síðan Suarez fór, fyrir utan baulið síðustu tvo leiki sem var skárra en ekkert.
Hvernig haldiði að endurnýjun á stuðningsmönnum gangi? Ég er ’87 módel og hafði alla ástæðu til að velja Liverpool þegar ég var krakki. Hvaða andskotans ástæðu hefur krakki í dag til að velja klúbbinn? Ég veit um eina, pabbi heldur með Liverpool en þær eru nú bara ekki fleiri. Hvernig ætlaru að selja þetta? Klúbburinn hefur ekki unnið í 25 ár og hér er treyja með Lovren aftan á, gjörðu svo vel.
FSG hafa sett mun minna af sínum peningum í þetta lið en fólk heldur. Sölur á Torres, Suarez og Sterling ásamt eyðsla aðdáenda hefur séð um að kaupa nýja leikmenn. Þeir mæta auðvitað ekki í viðtöl og segja, ‘við ætlum bara að græða peninga og er í raun alveg sama um árangur’ en það er það sem þeir eru að gera. Hef reyndar ekkert slæmt um það að segja, þannig virka fyrirtæki en ég nenni ekki að horfa á þetta módel af Liverpool frekar en mig langar í Bónus til að horfa á fólk kaupa kjúkling.
Að einhver finni rómantík í þessum viðskiptarekstri, frekar en eigendum sem hugsa bara um árangur liðsins, finnst mér í besta falli hlægilegt, sorglegt jafnvel. Eigendur eru ekki til staðar í fótbolta til að gefa liðum sál. Það gera aðdáendur og hefðir, eigendur veita liðum í dag aðeins fjármagn til að ná árangri. Það er ekki eins og að við myndum gleyma þeim 96 sem fórust á Hillsborough og mæta á völlin væntandi þess að fá plastfána frá vallarstarfsmönnum bara því eigandi liðsins ætti x mikið af peningum.
FSG hafa ekki gert neitt fyrir þennan klúbb. Ekki reyna að segja ykkur að þeir séu að byggja þessa stúku fyrir klúbbinn. Þetta eykur verðmæti klúbbsins meira en kostnaður stúkunnar auk þess að skila þeim hærri tekjum meðan þeir eiga liðið. Þetta með að ráða unga og óreynda stjóra snýst um launakostnað, ekkert annað. Það virkaði kannski í hafnabolta en
getum við allavega sæst á það að hugmyndin að taka eitthvað hafnaboltamódel og útfæra það í fótbolta virkar ekki. Bara því þetta er einhver töffari með flotta konu og vindla sem átti fyndið skot á Arsenal, þá getur það ekki verið nóg.
Þeir gátu unnið sér inn smá séns hjá mér í sumar hefðu þeir rekið Rodgers og ráðið alvöru stjóra en það er of seint núna. Ég vil þá burt hvað sem gerist héðan af. Það munu reynast stór mistök að halda tryggð við Rodgers í sumar og sóa Sterling peningnum (rétt eins og við sóuðum Torres og Suarez peningnum) í leikmennina hans.
Rodgers er svo sem ósköp viðkunnanlegur maður og ekki myndi ég ætlast til að hann myndi segja af sér. Ekki myndi ég gera það með sömu peninga í boði. Hann kom Swansea í EPL auk þess að halda þeim uppi og hefur ekki gert neitt annað. Varla CV sem við viljum sjá hjá okkar liði. Hann var rekinn frá Derby í championship deildinni um áramótin 09/10, 2.5 ári síðar var hann stjóri Liverpool, hvernig getur það gerst? Hans helsta afrek er sennilega að hafa búið til eitthvað 200 bls. power point slide show handa bandaríkjamönnum til að útskýra fótbolta. Alveg óskiljanlegt hvernig við enduðum með þennnan stjóra.
Milner ræður hvar hann spilar, ekki stjórinn. Það segir okkur ýmislegt um þennan stjóra. Maður myndi skilja þetta ef það væri verið að kaupa Messi en James fkn Milner, kommon. Það þarf stjóra með reynslu sem hefur vald yfir hópnum. Mest af öllu þarf þó eigendur með peninga, ofgnótt peninga, sem eru ekkert feimnir við að eyða þeim.
Ég er allavega kominn með nóg af þessu. Hef aldrei haft minni áhuga á fótbolta sem væri jafnvel enn minni ef ekki væri fyrir landsliðið okkar. Ætli maður endi ekki svona eins og einhverjir vinir manns, sem halda með Liverpool en hafa ekki séð leik árum saman og vita ekkert hvað er í gangi, ef þetta heldur svona mikið lengur áfram. Það finnst mér sorglegt eftir að hafa varla misst af leik í 15 ár en ánægja manns af þessu er bara ekki mikið meira en það. Þrjú tímabil þar sem við náum öðru sætinu er okkar legacy síðastliðin 25 ár, til hamingju með það. Hvað ætli það verði næstu 25 árin?
FSG OUT! RODGERS OUT!
Bænirnar fyrir svefnin eru einfaldar. Góði Guð, rektu Brendan Rodgers!
Bill Shankly snýst við í gröfinni núna… hræðileg meðalmennska sem hefur einkennt liðið í heilt ár. Ekki afsakanlegt lengur!
Markvörðurinn bjargaði málunum í vítakeppni gegn 4. deildarliði í 36 liða (eða eitthvað) undankeppni deildarbikarsins enska. Rifjaði upp fyrir manni annan markvörð sem bjargaði líka málum í vítakeppni í úrslitaleik í FOKKING MEISTARADEILDINNI!!! Ég gæti grenjað…
Bogdan bjargaði þessu!…styttist í dollu.
Ég hef mikið langlundargeð gagnvart liðinu mínu en nú þarf að draga einhverja línu í sandinn.
Þetta var náttúrulega bara skelfilegt og bætir ekki sjálfstraust manna inn í laugardaginn.
Það er svo margt skrýtið að gerast inná vellinum, miðjan hæg, ekkert sync á hlaupum, menn eins og Ibe koma inn og geta ekki rass, markramminn breyst í handboltamark fyrir þessum snillingum.
Sjálfstraust er ekkert. Mönnum líður eins og hamstri á hjóli og hafa ekki trú á verkefninu. það skín langar leiðir.
Því miður er bara ein lausn á því en hún mun ekki vera triggeruð fyrr en yfir jólasteikinni.
Langir þrír mánuðir framundan.
En what the heck … þetta kemur.
YNWA
Þvílíkur leikur og djöfulsins flashback fékk ég við að fylgjast með þessum leik.
þetta var bara einsog þegar Suarez spilaði fyrir Liverpool, áttum 50 skot á markið og andstæðingurinn áttu ekki nema 5 skot á markið en þeir skoraði samt fullt af mörkum en við skoruðum bara meira en andstæðingurinn og unnum við 4 fokking 3.
Bring on Aston Villa þvi við erum komnir á beinu brautina og andstæðingar LFC um Bretlandseyjar skjálfa á hnjánum við tilhugsunina að mæta þessum leiftrandi sóknarleik.
Tölfræðin lýgur ekki, Gleði gleði, YNWA, In Brendan we trust.
Auðvita ótrúlega dapurt að þurfa vítaspyrnu keppni til að vinna þetta lið. Auðvitað verður Rodgers aldrei rekinn fyrir að fara áfram með þessu hætti enda væri það galið. Sammála með Ings sem mann leiksins ekki hægt að velja Bogdan mann leiksins því að hann gerði slæm mistök i markinu. Ekki sammála þvi að Bogdan í þessum leik og Mingolet í seinasta leik bæti upp fyrir mörkin með góðum markvörslum það er bara þannig að markmenn eru dæmdir af mistökum
Hvað var Lallana að gera sem markmaður hjá þeim?
má það ?
Sælir
Eru leikmennirnir ekki betri en þetta? Maður hefði haldið að einstaklingsframtak ætti að duga á móti svona liði. Því þiður sé ég ekki úr því sem komið er hvað á að snúa liðinu á rétta braut. 2 leikir af 4 sem áttu að redda málunum búnir og því miður höfum við held ég bara sokkið dýpra.
Ætli maður sé ekki bara kominn á vagninn, þó súrt sé
Klúbburinn er hugmyndafræðilega gjaldþrota eins og staðan er í dag. Virðist stjórnað af algjörum amatörum.
Ef eigendurnir fara ekki að girða sig í brók að þá verða þeir fljótt ekki velkomnir til Liverpool borgar.
fyrir leikin sagði ég að ekkert nema stórsigur væri eðlilegt og í raun fyrirgefanleg, en nú segi ég að það að fara í vítakeppni er hneiksli, að sama meiði og að tapa 6 1 fyrir stóke, menn eru reknir fyrir minna annarstaðar, en á Mercy side, varla, og það er kanski aðal hneikslið…
Eins og margir (flestir) hér hef ég misst alla trú á Rodgers. En mikið svakalega leiðist mér þegar verið er að drulla yfir hina og þessa leikmenn okkar. Það er ekki eins og þeir séu valdir af handahófi, heldur flestir staðið sig mjög vel hjá þeim liðum sem þeir koma frá. Sem betur fer blómstra sumir aftur eftir að losna frá BR. Við erum að tala um vanhæfan stjóra og verðum að sýna leikmönnum umburðarlyndi á meðan. Ég finn til með okkur mönnum inni á vellinum, þeir eru algerlega að bugast.
Úff…Firmino, þvílík vonbrigði sem sú sending er orðin. Fer að nálgast Joe Cole!
#19 kandhæðni skilar sér illa á kommentakerfi…
Það er greinilegt að menn eru ekki að fylgjast almennilega með
það endaði 3-2 í vító
Aspas, leikmaður sem RB hafði engin not fyrir skoraði helmingi fleiri mörk en allt liðið í kvöld í veljulegum leiktíma gegn besta félagsliði heimsins í dag.
jahernahér
#26 ég varð að breyta útaf vananum, langaði bara svo rosalega að skrifa eitthvað jákvætt annað en einn en fýlupustilinn, var nánast búinn að gleyma því hvernig það er að skrifa eitthvað jákvætt á kop.is
Jón #13
Takk! Ég sjálfur búinn að vera í “eyðimörkinni” öll þessi ár eftir gullaldarárin þar á undan.
Ég leyfi mér að segja að þú hafir talað fyrir alla sem mæta á kop.is!
Kæru Púllarar við verðum svona miðlungslið meðan Rodgers ræður ferðinni.
En æafram Liverpool.
Ég sagði upp áskriftinni eftir Aston Villa leikinn sl vor. Hef ekki séð leik síðan og líður sennilega betur en flestum er hér skrifa fyrir vikið. Því miður er ég hræddur um að það muni ekki duga til að reka BR og ráða nýjan stjóra.
Ég er fæddur 1971 – hef haldið með Liverpool frá því að ég heyrði af þeim fyrst … þetta er bölvun. Litli bróðir minn er fæddur 1984 … hann heldur með Liverpool og segir að það sé mér að kenna … við bræðurnir ásamt eldri bróður fórum á Liverpool Swansea á Anfield 2011 (nóv.) og gott ef Brendan var ekki stjóri Swansea þá … fullur Anfield og mest heyrðist í stuðningsmönnum Swansea … hundleiðinlegt 0:0 jafntefli – en upplifunin maður … vá! Ég dýrka þennan dag! – Enginn tekur það frá mér. Ég á eftir að fara aftur á leik á Anfield … þetta er magnað. Bestu áhorfendurnir og hliðhollustan?
En ég tek undir … mér finnst Liverpool ótrúlega óspennandi núna. Eftir “don’t let this slip” annað sætið hjá okkur í fyrravor, þá er bara hryllingur að halda með liðinu! Er hugmyndafræði Brendan useless? Var “don’t let this slip” tímabilið bara Suarez að þakka? Enginn leikmaður er stærri en liðið … hef ég heyrt hér og á mörgum öðrum stöðum. En við brotthvarf Stevie G. þá er að koma ýmislegt í ljós og mér finnst klúbburinn stundum bara ekkert alltof næs. Suarez fór til Barcelona og vann allt. Sterling fór til Shitty og er á toppnum. Við kaupum meðalmenn og we reap what we sow … það er bara svo einfalt! Hvað getur nýr stjóri gert? Með þetta lið? Mun meiðslalistinn styttast? Mun Firmino verða frábær? Mun Benteke einhvern tíma skora mikið af mörkum? …. Endalausar spurningar og engin svör.
Sorry með mig en ég er bara kominn á vagninn: #rodgersout
Dassinn #14 Fowler hefur ekki völd til að reka Rogers
Veit einhver afhverju Gary er settur í viðtöl eftir leik og á blaðamannafundinn, hann er ekki einu sinni aðstoðarstjôrinn, hann er þjálfarinn. Reyndar þá man ég ekki hvað aðstoðarstjôrinn heitir, skiptir líklegast litlu máli. Aðal pælingin er, hvar er BR ?
Jamm þetta var slæmt. En þetta var deildarbikarinn og mér gæti ekki verið meira sama um hann. Held að menn hafi nálgast þetta meira sem æfingaleik heldur en alvöru og þannig leikir eru eitraðir fyrir stærri liðin.
Ég hef verið Rodgers maður, en í dag held ég að Rodgers sé kominn á endastöð með þetta og hugmyndafræðilegt gjaldþrot blasir við. Virkilega svekkjandi þróun frá 2013 og enn eitt ,,uppbyggingartímabil” blasir við. Nýr stjóri kemur í brúnna og ræður og rekur og kaupir sem sagt algjör óvissa.
Ég er ekki reiður út í Rodgers, heldur meira svekktur. Hann er búinn með spilin.
Ætli það sé ekki einhverjit PR gaurar hjá klúbbnum búnir að ákveða að það sé best að BR tjá sig sem minnst enda held ég að aðdáendur Liverpool verði bara pirraðir ef þeir heyra meira af rausinu í honum. Gary Macca er hinsvegar goðsögn og fær ekki sama skítkastið yfir sig.
upptekinn í kvöld sà ekki leikinn
óski? mér til hamingju! liverpool ma?ur og Framari…
fòtbolta áhugiminn er gjaldþrota…
Jón talar fyrir mig í sínu commenti, takk Jón.
Ég sá leikinn þar til rétt fyrir mark Carlisle, þá hætti streamið að virka og hætti síðan að leita að öðru þegar ég sá á Live score að þeir hefðu jafnað, svo mikill er áhuginn. Þú nefnir það í skýrslunni að þú munir ekki eftir neinu sem Allen gerði í leiknum, það sýnir batamerki í hans leik því yfirleitt man maður bara eftir skelfilegum sendingum og yfir höfuð lélegri frammistöðu eftir leiki. Þó hann fengi bara bensínpening frá félaginu væri hann ekki einu sinni að vinna fyrir laununum.
Ings er flottur, væri til í að sjá hann með einhvern með sér á toppnum því miðjumennirnir gera ekkert gagn, hvorki varnarlega né sóknarlega. Ótrúlegt að Milner sé með 150 þúsund pund í vikulaun.
Ég nenni þessu ekki lengur, ég ætla að horfa á næsta leik og ef hann verður sama skitan þá býð ég eftir nýjum stjóra og byrja aftur að fylgjast með.
“At the end of the storm, there is a golden sky”
Færsla nr.14 hjá Jóni segir allt sem segja þarf, hefði ekki getað orðað þetta betur sjálfur!
Liv, kann ekki að fara í gegn þegar allir pakka pakka í vörn. Kvennalandsliðið okkar gerði það en Liv þráast að við og reyna nánast spila boltanum á milli manna í gegnum vörnina, 3-4 langskot 1 frá Skrtul og 3 frá Coutinho en ekki hittu þeir ramman og kannski voru þau fleiri, en þetta lið er ekki að meika það, það þarf að loka á þessi hraðaupphlaup sem gerast alltaf hjá mórherjanum.
Metnaðarleysið skín í gegn í viðtalið við old Gary Mac.
“We’re delighted with the result. There were big sighs of relief in that dressing room and the players are extremely happy,” he told reporters in the post-match press conference.
“Of course, we’d have liked to have won the game within 90 minutes in normal time.
Já menn hljóta að vera gríðalega ánægðir með að slefa jafnftefli á heimavelli á móti liði sem á aldrei að eiga von á neinu á Þessum velli, með fullri virðingu fyrir þeim.
Rodgers tefldi fram gríðarlega sterku liði á pappírum, allavega miðað við andstæðinga og ég hélt að þetta yrði létta walk in the park en það sást í þessum leik að menn voru ekki með hausinn rétt skrúfaðan á.
Núna hef ég fengið nóg, það er ekki hægt að gefa þessum manni endalausa séns og hans stóll hlýtur að vera orðinn ansi heitur og valtur.
Ég bíð spenntur eftir Brendan Rekinn (Staðfest)
BR out vagninn er fullur og veit ekki hvort ég kemst á hann fyrir troðningi. Alveg er ég viss um að Carragher er rétti maðurinn til að rétta skútuna af í vetur án þess að gera neitt annað en skipta út BR. Þetta er andlaust lið og þá þarf að blása þá lífi sem Carra myndi klárlega gera og anda hressilega ofan i hálsmálið á þeim fyrir og á meðan leik stendur. Veit ekki með Jurgen Klopp en handviss um að sama lið getur náð helmingi fleiri stigum næstu 7 leiki með nýjum manni með keppnisskap og ég er á því að það er Carragher.
comment 14#
Þúsund þakkir – zoomar upp allt sem mér finnst.
Er sorgmæddur í dag, klúbburinn okkar sekkur hraðar en Titanic.
Sjáum Man Udt, eiga herfilegt tímabil enda í sæti 7 – REKA stjórann strax, ráða inn reyndan hrokagikk og kaupa dýra topp class leikmenn. Eru ekki “í vinna deildina” gæðum en þeir eru að nálgast það. AMK var stoppað það ferli í fæðingu að liðið væri að fara að festast í einhverri meðalmennsku. Liverpool kemst í CL í fyrsta sinn í langan tíma 2014 og nú sér maður ekki með neinu móti að það sé fræðilegur að við komumst þangað aftur í bráð.
Auðvitað er þetta FSG um að kenna – þeir standa við bakið á vonlausum stjóra og ausa fé í miðlungs-leikmenn. Eyðsla þeirra er mikil en jú hafa selt helling á móti, + hrekja Gerrard frá félaginu. Sá maður átti auðvitað að enda ferilinn heima og koma svo inn í coaching staff.
FSG er krabbamein félagsins. alvöru menn hefðu rekið stjórann þegar hann niðurlægði klúbbinn 1-6 gegn STOKE… segi og skrifa STOKE.
Eg fullyrði að enginn manager hjá topp4 hefði lifað álika tap af – enginn.
FSG out and take Rodgers with you
Ákvað bara að láta rantið mitt á twitter og í athugasemdafærslunum duga í gær…nógur var pirringurinn þar.
Þessi frammistaða fannst mér einfaldlega eins vond og hægt var. Carlisle kom til leiks í gær eftir að hafa fengið á sig 17 mörk í átta deildarleikjum, versti árangurinn í ensku deildunum varnarlega hingað til.
Tölfræði um einhver nærri 50 skot gefur ranga mynd, mér fannst við í raun ekki fá EITT opið færi í þessum leik upp úr spili. Steindauður sóknarleikur þar sem einn leikmaður er með lífsmarki, Danny Ings.
Ég svitnaði þegar ég sá liðsuppstillinguna. Þrjóskan hjá Brendan er ótrúleg. ÓTRÚLEG!!! Enn ein tilraunin við 4-3-2-1 með engum varnarmanni og einhverju óskilgreindu “flæði” milli leikstaða. Mark Carlisle var svo átakanlega lýsandi fyrir barnalegt varnarupplegg liðsins undir hans stjórn að hausinn datt næstum af við hristinginn. Hvað þá að sjá varnarupplegg Skrtel og kantmanninn sem kom á blindustu hlið vinstri bakvarðar í sögunni, Moreno getur ekki spilað vörn í 4ra mann línu Brendan minn. Hættu að reyna það – þú átt engan slíkan mann í hópnum þínum!!!
Í hálfleik sá hann að sér og setti upp þriggja manna vörn með wingback. Þá skánaði varnaruppleggið og Carlisle hætti að ógna, þeir voru annars bara alveg að því fyrstu 45 mínúturnar.
Það sem eftir lifði leiks var sýning í því að klappa bolta, leysa inn á miðju, bíða eftir sendingu og skjóta af 30 metrunum. Öll horn (eða flest) enduðu á fyrsta varnarmanni eða í höndum markmanns. Aldrei, ALDREI sást stefnubreyting í þessum leik, lið með wingbacks fór varla upp kant og sendi fyrir. Ef það tókst þá var fámenni í teignum.
Ings var sá eini sem gladdi mig og svo auðvitað Bogdan í vító.
Lovren var besti varnarmaðurinn þar til hann meiðist, varnarleikur Skrtel var svakalegur. Ég vorkenni Moreno að vera settur í þessa stöðu í 4ra manna línunni og þegar hann var í wing-back var hann í fínu standi. Það að stilla honum aldrei upp sem kantmanni fyrir framan bakvörð er eitt af rannsóknarefnunum. En hann og Clyne fengu afskaplega litla aðstoð eða sendingar til að vinna með.
Emre Can er farinn að ergja mig. Þessi “skæranotkun” hans og boltaklapp er ekki til þess fallið að heilla nokkurn mann. Hann fékk aftur tækifæri sem miðjumaður þarna og nýtti það afar illa. Hann hefur ekki nægilega yfirferð til að ráða við þá stöðu á stöðugan hátt. Hann er mun skárri sem þriðji varnarmaðurinn þar sem hann getur komið fram stöku sinnum en slakað á sóknarlega þess á milli. Er því miður að missa trú á því að hann verði miðjumaður í einhverjum klassa.
Svo Origi. Þar lítur eitthvað illa út. Senter sem fer ekki inn í teig og vill helst hlaupa frá markinu til að fá tíma til að snúa sér við. Fer ekki framhjá mönnum og verður því varla kantsenter. Auðvitað er stutt liðið á feril hans en þessi strákur er ekki einu sinni líkur því sem maður sá á HM…og hefur ekki stórt hlutverk í vetur held ég.
Svo þarf eiginlega bara ekki að ræða James Milner. Burt með bandið af þessum manni, setja það á Sakho, Ings eða bara einhvern sem ekki er með höfuðið niðri og heyrist sýnilega allavega ekki mikið í. Menn tala um Firmino sem einhver Joe Cole kaup, ég hef miklu, miklu, miklu meiri áhyggjur af Milner…og reyndar Coutinho sem var með raðskot á sama staðinn framhjá og stóðst svo ekki pressuna í vító.
Heilt yfir margt mjög mikið vont og lýsandi fyrir ráðaleysið í öllu að senda mann nr. 3 í viðtöl og það er auðvitað bara af því að hann á “goodwill” hjá fólkinu á Anfield. Macca á auðvitað ekki að gera þetta svo glatt aftur. Rodgers verður að þora að standa í þeirri orrahríð sem á honum dynur, ef ekki þá hlýtur goggunarröð að halda sér þó farið sé að heyrast að Dyche eigi víst frekar erfitt með samskipti þá auðvitað eru svona uppákomur til þess fallnar að ýta enn fastar inn þeirri hugmynd að innanhúss skjálfi hlutir sem er auðvitað skiljanlegt.
Þetta lið okkar er ekki að fara að keppa um neitt í vetur. Það er að mínu viti algerlega á hreinu og stefnuleysið og meðalmennskan er að ná völdum.
Afsakið mig meðan ég æli!
Þetta var auðvitað bara týpískur bikarleikur, þeir geta verið drulluerfiðir þó andstæðingurinn sé þremur eða fjórum deildum neðar.
Hins vegar er svona skita orðin reglubundin í stjóratíð Rodgers – og það er einfaldlega ekki boðlegt!
Við viljum ráðalausan Rodgers BURT!
Og við viljum metnaðarlausa eigendur BURT!
Afsakið útúrdúrinn,,, en sá einhver Celta vs Barca í gær…. Iago Aspas !!! hann var gersamlega frábær. Alveg magnað,,, fékk hann nokkuð almennilega sénsinn hjá okkur. Ég horfði bara steinrunninn á Celta KJÖLDRAGA Barca með Nolito & Aspas í frontinum. Magnað.
Jón!
í kjölfara þessa afleita leiks á móti Carlisle eru fleiri og fleiri farnir að tala um að það eina sem geti bjargað Brendan Rodgers sé að Carlo Ancelotti segi nei við starfinu sem samkvæmt “áreiðanlegum” heimildum sé búið að bjóða honum. Ancelotti væri akkúrat maðurinn sem að við þurfum að fá á þessu stigi og væri miklu betri kostur en Jurgen Klopp. Afhverju ? Við skulum bera þá aðeins saman.
Klopp er ungur og spennandi stjóri hann hefur ákafann og hefur unnið titla og byggt upp lið og er mest sexy nafnið í dag. Hann stýrði Mainz í 7 ár og kom þeim upp í Bundesliguna og í Evrópudeildina 05-06. Árið eftir féll hann með Mainz og sagði svo upp eftir að hafa mistekist að koma þeim aftur upp í Bundesliguna þegar hann hætti var hann með 40% vinninghshlutfall hjá Mainz. Dortmund var næsti staður og var hann þar frá 2008-2015 á þeim tíma kom hann þeim í úrslitinn í Meistaradeildinni þar sem Dortmund tapaði fyrir Bayern Munchen. Hann vann Bundesliguna 2010-11 og 2011-12 þýska góðgerðarskjöldinn 2008, 2013 og 2014 og svo vann Klopp þýska bikarinn 2011-12. Klopp var einnig kosinn þjálfari ársins 2011 og 2012 í Þýskalandi og var annar í kjöri FIFA á þjálfari ársins 2013. Þegar hann hætti hjá Dortmund þá var hann með 56% vinningshlutfall. Klopp er vanur því að byggja upp lið og spilar á ákveðinni hugmyndafræði sem hefur verið að skila honum árangri en það virðist vera að á einhverjum tímapunkti þá siglir hann í þrot og hlutirnir hætta að ganga upp samanber fallið með Mainz og að ná ekki að vinna sér sæti í Bundesligunni aftur og síðasta árið hans hjá Dortmund þegar hlutirnir gengu ekki upp lengur. En engu að síður flottur þjálfari sem er klárlega góður kandídat.
En skoðum líka Carlo Ancelotti. Hann er 6 árum eldri en Jurgen Klopp og hefur verið 6 árum lengur að þjálfa. frá 2001 hefur hann unnið 16 titla með AC Milan, Chelsea, PSG og Real Madrid. Hann hefur unnið deildina í öllum þessum löndum og meistaradeildina 3 með Milan og Real Madrid. Ancelotti og Bob Paisley eru þeir einu sem hafa unnið meistaradeildina 3 sinnum sem þjálfarar. Hann er búinn að þjálfa síðan 1995 og er með vinningshlutfall upp á 58% sem er nokkuð gott. Það eru fáir þjálfara sem njóta jafn mikillar virðingar og hann í knattspyrnuheiminum Hann er nafn sem trekkir að Jurgen Klopp myndi borga sig inn á fyrirlestur um fótbolta frá Ancelotti.
ef það er einhver möguleiki á að Ancelotti gæti tekið við þá er hann klárlega maðurinn hann er 56 ára gamall og á nóg eftir á tankinum. Klopp er spennandi og efni í eitthvað stórkostlegt en Ancelotti er eitthvað stórkostlegt það er munurinn á þeim tveimur.
Grein á Echo um “verð á bak við meiðsli”…… samantekt hér að neðan, það versta við það er að þá fær BR góða afsökun og reynir að bjarga sér fyrir horn!
“Costly injuries for the Reds
Dejan Lovren (£20m) – Ankle ligament damage – at least 2 months
Christian Benteke (£32.5m) – Hamstring injury – 2 weeks
Jordan Henderson (16m) – Broken foot – 2 months
Roberto Firmino (£29m) – back injury – possibly fit for Aston Villa game”
Það vantar ALLT hjarta og ALLA sál í þetta lið! Það sést best í leikjum sem þessum finnst mér! Couthino með hausinn niðri, sést ekki á Milner að hann sé með Liverpool-captain hjarta og öll holning á liðinu frekar döpur! Ekki bætir það ástandið að missa Lovren að því virðist nokkuð alvarlega meiddann útaf – þó svo að hann hafi ekki verið að spila frábærlega þá er þetta alltaf vist sjokk fyrir lið!
Útlitið er því ekkert frábært vitandi af því að næstu leikir verða erfiðir! Hlutirnir eru nú samt nokkuð fljótir að snúast en ég held að róðurinn verði helvíti þungur næstu daga og vikur.
Ég lýsi því hér með yfir að eftir gríðarlega þolinmæði er ég kominn á Rodgers OUT vagninn.
Zigurjon #51.
Þú ert að gleyma í þessum samanburði að Ancelotti er vanur að stoppa stutt hjá liðum og kemur úr svolitlu Chelsea – Real Madrid – AC Milan yfirstéttarumhverfi sem passar ekki alveg við fátæku Liverpool hafnarborgina. Frábær og mjög klókur þjálfari en ég sé hann ekki sem þennan mótivator sem Klopp er og okkur sárvantar í dag. Klopp er líka sáttur við að hafa DOF með sér eins og FSG vildi frá byrjun áður en Rodgers náði að ljúga þá fulla um að hann gæti gert alla hluti bara sjálfur. Klopp er líka mjög vanur að þjálfa upp og nota unga leikmenn inní aðalliðið svo Klopp + FSG gæti virkað til frambúðar ef FSG þora að opna aðeins veskið meira og eyða frekar í 2-3 heimsklassaleikmenn í stað 6-7 sæmilegra.
Ekki viss hvort að Ancelotti henti í þessa underdog/drenched in history stöðu sem Liverpool er núna í. En hvur veit, kannski verðum við yfirteknir af einhverjum olíubarónum og tökum Man City leiðina á þetta með hann sem stjóra og rúlum yfir öllu á Englandi og Evrópu næstu áratugi með stórstjörnur í nær öllum stöðum þökk sé ítalska folanum Carlo Ancelotti.
Spilamennskan hjá Liverpool núna er svo hrikalega ráðleysisleg því við höfum engan karakter lengur á vellinum og Rodgers jafnvel viðurkennt það. Erum við varnar eða sóknarlið? Possession eða pressa? Death by Football eða Rohypnol. Hvernig á Milner að geta stjórnað liðinu í fjarveru Henderson þegar hann er með eintóma hrædda geldinga við hliðina á sér á miðjunni sem hægja á öllu spili og geta ekki skotið á mark til að bjarga lífi sínu?
Ég fer ekki ofan af því að Milner er frábær viðbót fyrir Liverpool, hann þarf bara menn með sér sem eru á hans líkamlega leveli annars týnist hann í að redda öllu ruglinu í kringum sig líkt og í gær. Milner var frábær í fyrstu 3 leikjunum þegar Henderson naut við og Coutinho o.fl. voru að spila á meira sjálfstrausti.
Staðan er sennilega núna þannig að FSG er óformlega búið að bjóða Ancelotti djobbið. Klopp er bara bíðandi eftir að FSG hringi í sig og tilbúinn í stríð eftir að hafa hlaðið batteríin og hárþurrkuna í heilt ár. Suarez var algjör stríðsmaður sem elskaði fótbolta og gerði gjörsamlega allt til að vinna fótboltaleiki. Suarez nánast bar liðið einsamall áfram tímabilið fræga 2013-14. Það sem Liverpool vantar í dag eru menn sem eru tilbúnir í stríð. Siege mentality er leiðin áfram fyrir Liverpool. Hæglátir, hógværir og vinnusamir hermenn sem elska vinnuna sína og hugsa mikið um smáatriðin í leikskipulagi og öðru ásamt því að koma leikmannahópnum í algjört toppform líkamlega. Sterkir andlega og hræðast ekkert þó komi smá dæld á bátinn heldur hræða aðra með yfirvegun og swagger. Benitez var þessi týpa og við þurfum að finna yngri útgáfu. Ég tel að það sé Klopp. Sé engan annan með þessa eiginleika í dag. http://fotbolti.net/news/24-09-2015/klopp-vill-fara-i-ensku-urvalsdeildina-ekki-heyrt-i-liverpool
Áfram Liverpool.
Rodgers (BR) þarf nr. 1, 2 og 3 að virkja styrkleika okkar bestu manna! Það þarf að byggja liðið upp í kringum okkar styrkleika. Finna hryggjarsúluna margfrægu sem öll sigursæl lið hafa. Hætta þessum sífelldu taktísku og leikmannabreytingum þar sem BR er að reyna að fylla upp í lekann með negatívum breytingum. BR er kominn í það að vera elta skottið á sjálfum sér með þessu sífellda hringli.
Það er svo augljóst að leikmenn eru ekki með hlutverk sín á hreinu og þekkja ekki inn á hreyfingar liðsins. Staðan er orðin svo slæm að góðir leikmenn líta út eins og miðlungs/slakir leikmenn.
Ég tók saman fjóra (4) punkta sem ég tel að sé grundvallaratriði að betri leik liðsins.
Nr. 1: Spila leikkerfi sem er byggt í kringum þá leikmenn sem eru hæfileikaríkastir og stöðugastir(frammistaða og meiðslaleysi) í sínum leik.
Dæmi: Benteke, Coutinho, Henderson.
Nr. 2: Spila mönnum almennt í sínum bestu stöðum. Fótboltalið snýst ekki um 11 bestu einstaklingana heldur hvernig það er samsett.
Dæmi: Hætta að troða þeim öllum saman Coutinho, Lallana og Firmino fyrir aftan einn einangraðan framherja. Sem þýðir enginn hraði, engin vídd, klapp með boltann og engin hlaup á vörnina eða aftur fyrir vörn.
Nr. 3: Fyrirgjafir, vídd og meiri fjölbreytni í sóknarleik liðsins.
Hvar eru mennirnir sem keyra á bakverði andstæðinganna? Fara utan á þá og teygja á vörninni? Auk þess að koma með fyrirgjafir inn í teig? Okkar sóknarþenkjandi leikmenn með þessa eiginleika eru ansi fáir. Einungis Ibe sem hefur farið illa af stað þetta tímabil.
Þess vegna verður BR að virkja Moreno og Clyne sem sóknarbakverði. Á móti geta okkar lítt skapandi miðjumenn (Milner, Allen, Lucas, Can) sem eru hvort eð er gríðarlega passívir, verið í en meira varnar og pressu hlutverki og ávallt coverað fyrir bakverðina sem eru mun öflugri sóknarlega. Í raun eru það helstu styrkleikar Milner, Allen og Hendo (sem þó er miklu fjölhæfari og betri leikmaður).
Dæmi: Spila Moreno og Clyne sem miklum sóknarbakvörðum sem keyra á bakverði liðsins og ógna sífellt með “overlappi”. Leiðir af sér fleiri fyrirgjafir, teygir á vörninni og þar af leiðandi fjölbreyttari sóknarleikur sem er þessa dagana fáránlega einsleitur.
Á móti hafa tvo passíva miðjumenn með mikla hlaupagetu sem geta coverað svæðið/svæðin sem bakverðirnir skilja eftir.
Nr. 4: Hraði (þá sérstaklega í svæði fyrir framan Coutinho)
Okkur sárvantar hraða í sóknarleikinn eins og öll veröldin áttar sig á og hefur verið margoft bent á.
Coutinho verður að hafa leikmenn fyrir framan sig sem geta hlaupið í svæði og aftur fyrir varnir andstæðinganna.
Dæmi: Sturridge/Ings/Origi.
Samantekið:
Með bakverði sem keyra upp kanntana og koma með fyrirgjafir þá fær Benteke fleiri bolta í boxinu sem er hans helsti styrkleiki (maðurinn er algjör skepna inn í teig ef hann fær boltann þar eins og hann hefur sýnt).
Með annan framherja (Sturridge/Ings) með sér fær ekki Benteke bara meira pláss og mann til að “linka við”. Heldur þá hefur Coutinho úr einhverjum möguleikum að velja með sína svaðalegu yfirsýn og yfirnátturulegu sendingagetu. Hann er nú einu sinni töframaður, hvað á töframaðurinn að gera ef hann hefur engan hatt og engan töfrasprota?
Auk þess sem liðið er þá með meira en einn mann inn í teig þegar boltinn kemur inn í boxið af kanntinum!
Okkar klassísku miðjumenn sem eru afar snauðir öllum sköpunarhæfileikum framm á við, njóta sýn betur í pressu, halda bolta, sinna varnarvinnu og covera svæði.
Þetta eru mínir punktar í þessa hörmung sem við Liverpool menn lifum við.
Það sem menn eru sem sagt að segja er.
Liðið þarf að skora meira og fá á sig færi mörk. Það er spurning um hvort að Rodgers viti af þessum vandamálum ?
Ég efast ekki um að Rodgers vill gera báða þætti betri. Liverpool liðið skapaði fullt af færum gegn Norwitch í síðasta leik en skoraði aðeins 1 mark, Norwitch fékk 2 færi allan leikinn en var með 50% hnýttingu.
Einstaklingsmisstök hafa verið nokkur í vetur en auðvita eru þetta leikmennirnir sem Rodgers er að treysta sem er að gera þessi misstök. Gomez, Lovren, Mignolet.
Ég er viss um að Rodgers vilji gera vel og bæta sig árangur og liðsins. Ég er viss um að allt þjálfarateymið(með Gary Mac fremstan í flokki) séu að horfa á leiki og leita af lausnum.
Það er búið að hitna verulega undir kallinum og fer hann að nálgast endalokinn ef hann finnur ekki lausnir fljótlega. Ef hann finnur lausnir og liðið kemst á flug þá er það frábært ef hann gerir það ekki þá er kominn tími á að finna annan mann sem treystir sér í þetta verkefni.
Fyrir tímabilið var umtalað að þetta myndi vera erfið byrjun. Erfitt prógram(eiginlega eins erfitt útileikjarprógram og hægt er) og fullt af nýjum köllum en eitt árið sem allir sem hafa komið að fótbolta vita að það tekur smá tíma að aðlagast nýju liði, nýjum áherslum og nýjum stjóra.
Svo byrjar tímabilið og allir eru sáttir við útisigur gegn Stoke. Þarna töpuðum við skelfilega á síðustu leiktíð.
Svo kom erfiður en sangjart sigur á Bournmouth.
Jafntefli gegn Arsenal sem virka með mjög sterk lið og manni fannst eins og að stuðningsmenn liverpool voru mjög ánægðir.
Tap gegn West Ham. Skelfilegur leikur og Rodgers out vagnin fór strax á stað. Liðið fékk mark á sig á 2. mín og svo gaf Lovren mark á 25 og liðið var aldrei nálagt því að skora.
Tap gegn Man utd á útivelli 1-3 og þarna var þetta komið síðasti naglinn í kistuna. Núna verður kallinn rekinn af því að saga liverpool er full af frábærum úrslitum á þessum velli(eða reyndar ekki). Liverpool spilaði ekki vel en fékk samt fleiri færi en Man utd og fékk Man utd sitt fyrsta færi úr opnum leik(hitt var aukaspyrna og víti) alveg í blálokinn(sem endaði auðvita með marki).
1-1 jafntefli í Frakklandi gegn Bordeaux. Með fullt af ungum leikmönum var kannski allt í lagi.
1-1 Norwitch. þarna var liðið að vaða í færum á meðan að andstæðingarnir fóru ekki oft yfir miðju en inn vildi boltinn ekki(nema einu sinni) og hérna var ekki bara naglinn kominn heldur var kistulagnin hafinn og brennsla framundan.
1-1 og sigur í vító gegn D deildar liðið. Sögu sagnir um nýjan stjóra og stjórinn farinn að steikjast.
Ég vona að Rodgers nái að snúa þessu við en er farinn að vera vonlítil. Ég er ekki á Rodgers out vagninum en er ekki heldur á það blindur að mér finnst Rodgers hafa verið að brilla það sem af er.
Áður en tímabilið byrjaði þá fannst mér rökrétt að gefa honum að desember með sitt nýja lið og ef liðið væri langt frá 4.sæti þá væri flott að fá nýjan stjóra inn. Þarna var hugsuninn einfaldlega að ef hann fékk að kaupa þessa leikmenn fyrir þennan penning þá á hann að fá smá tíma til þess að búa til lið úr þeim. Svo verður maður smitaður af þessum hatri gagn honum og fer að pæla í að hvort að það væri ekki sniðugt að fá nýjan mann strax inn.
Ég bara veit það ekki? Ef sá maður er Klopp eða Ancelotti þá væri það spennandi kostir en maður veit aldrei í þessum bransa hvort að þeir séu tilbúnir að koma(það er svo mikið slúður sem er kjaftæði).
Hvernig sem þetta endar þá bara vona ég svo innilega að Liverpool liðið mætir til leiks gegn Aston Villa og fá áfram fullt af færum eins og gegn Norwitch en núna skori það nokkur mörk og vinnur. Ég mun aldrei detta í þá gryfju að óska að liverpool tapi til þess að losna við stjóra en ef við fáum nýja stjóra þá óska ég honum góðs gengis því að þegar upp er staðið er engin leikmaður eða stjóri stærri en félagið sjálft og vona ég að liverpool vinni alla leiki.
Sælir félagar
Jón, Maggi, Zigurjón og AEG segja allt sem segja þarf. Hugmyndir eins og Sigurður Einar leggur til í annars ágætu kommenti sínu bera dauðann í sér. Brendan Rodgers á ekki að fá lengri tíma til að drepa þetta lið í dróma sem aldrei verðir leystur. Það er ekkert vit í að láta gjaldþrota mann fjámagna fyrirtæki. Hann einfaldlega getur það ekki.
Vonandi verður það svo að nýr stjóri verður kominn við stjórnvölinn strax eftir helgi og þar er ég á Klopp vagninum. Það er stjóri sem getur rifið liðið upp, blásið mönnum vilja og sigurþrá í brjóst og – takið eftir – látið menn spila sínar bestu stöður leik eftir leik. sem sagt spila á styrkleika hvers og eins en ekki vera algerlega gjaldþrota í einhverju kerfi sem hæfir ekki hópnum.
Zigurjón og svo AEG fara vel yfir þessara stjóra Maggi setur stöðu liðsins leik eftir leik vel upp og Jón rekur sorgarsögu sem menn eins og ég hafa upplifað, frá 1990 og munum árin frá 1970 vel, til dagsins í dag. Jón lýsir vel líðan okkar og brostnum vonum ásamt sorginni yfir örlögum liðsins. Ég hefi haldið með þessu liði í yfir 50 ár og man tímana tvenna en það er önnur saga.
Það er nú þannig
YNWA
AEG #54
Jújú Ancelotti kemur úr svolitlu forréttindaumhverfi en hann kom sér líka þangað algjörlega á eigin verðleikum. Maðurinn er sigurvegari og hefur náð árangri allstaðar þar sem hann hefur komið. Hann hefur unnið með DOF sem þú telur vera mikinn kost í fari Klopp og er sáttur við það. Hann hefur jú stoppað stutt við hann var í átta ár hjá Milan og hætti þar til að taka við Chelsea eftir tæp 3 ár þar er hann rekinn eftir að Chelsea varð í öðru sæti í deildinni það ár. Hann stoppar líka stutt hjá PSG og fer til Real það sem hann er svo rekinn. Það er enginn spurning um að Ancelotti kann að mótívera sína menn annars væri hann ekki búinn að skila hafsjó af titlum. Hann er með ótrúlega sigurhefð og hefur skýra hugmynd um hvernig hann vill spila fótbolta og hann kemur henni til skila á einfaldan hátt sem hefur verið að skila svaðalegum árangri. Þetta er maður með instant respect og menn gera bara eins og hann segir og það skilar titilum. Ef valið stendur á milli Ancelotti og Klopp þá er ekki spurning að Ancelotti er betri kostur ef valið stenur á milli Klopp og einhvers annars er valið klárlega Klopp. En þessir kanar ráða örugglega Ronald Koeman og fullkomna þar með Southampton fetish sitt……
Nú segja sumir breskir miðlar að Klopp sé reiðubúinn fyrir PL. Hann er ekki að fara til Chelsea, ekki til Utd, ekki til City, ekki til Liverpool, hann er að fara til Arsenal sem er líka í bullinu og það félag í PL sem er að spila nálægt þeim bolta sem hann þekkir frá Dortmund…mark my words!
Oooohhhhh það er staðfest Brendan fer ekki fet:-(
vine.co/v/eP2AhQwjKHh
Ég er ekki alveg að skilja þessi læti.
Jújú spilamennskan hefur ekki verið góð og við höfum ekki skorað nema 4 mörk og erum með 8 stig.
En t.d Arsenal er með 10 stig og hefur skorað 5 mörk.
Semsagt Arsenal er með 2 stigum meira og skorað 1 marki meira og við erum froðufellandi yfir herfilegu gengi LFC.
BR býr við það að langbestu leikmenn liðsins eru keyptir frá honum, kallarnir sem báru stoltið og hjartað í liðinu voru komnir á lokastig ferilsins (Carragher, Gerrard)hann missir þar að auki einn albesta framherja ensku deildarinnar í langvarandi meiðsli, hann byrjar tímabilin með marga nýja leikmenn í lykilstöðum.
það tekur tíma að finna út sitt besta byrjunarlið og láta nýja leikmenn aðlagast.
Ekki bætir það ástandið nú er Henderson, Bentake, Firmino, Lovren sem falla undir þann flokk sem kalli mætti hans byrjunarlið eru allir meiddir.
Ég hef enga trú á því að lausnin sé að skipta um stjóra eftir nokkrar umferðir.
Því það er aldrei að vita hvað gerist ef BR nær liðinu á flug t.d ef það koma 2 sigrar í röð.
Ég held því fram að ef Liverpool endar þetta tímabil 5 sæti þá er það frábær árangur. ManC, ManU, Chelsea eru í sérflokki hvað varðar fjárhagslegan styrk, Arsenal er þarna örlítið á eftir.
Það er engin tilviljun að Arsenal hefur ekki unnið deildina síðan Roman keypti Chelsea og ekki varð deildin léttari þegar City datt í lukkupottinn með nýja eigendur.
Finnst oft vanta raunsæi því Liverpool hefur eftir að Benitez var rekinn og klúbburinn nánast lóðrétt í gjaldþrot, ekki verið betra til að keppa annað en í besta falli til að ná 4 sæti fyrir utan “Don’t let this slip” tímabilið.