Þá hefur leikskýrslu kvöldsins verið skilað inn.
Þannig verður uppstillingin:
Mignolet
Clyne – Toure – Gomez – Can
Ibe – Rossiter – Allen – Lallana
Origi – Ings
Bekkur:Bogdan, Coutinho, Sakho, Moreno, Brannagan, Randall, Chirivella
Eins og við reiknuðum með þá er töluvert um breytingar frá byrjunarliðinu í deildinni síðast, en við ætlumst samt til þess að þetta lið vinni umræddan leik. Ég veit satt að segja ekkert hvort þetta er uppstillingin, vel má vera að Ibe sé Wingback hægra megin og Clyne þá vinstra megin, eða sviss á bakvörðum…en það lagfæri ég þá í leikskýrslunni.
KOMA SVO!!!!!!!!
Sannfærandi sigur takk
Já held að þeir séu wingb. annars á þetta lið að vinna,en þetta er nú Liverpool og þá er ekkert sem heitir öruggt 🙂
Ég er ánægður með þetta. Greinilegt að menn eiga að vera ferskir og geta algerlega keyrt sig út á móti Everton.
Þetta er miðlungslið í Sviss, enginn af þeirra leikmönnum kæmist í liðið hjá okkur sem spilar þennan leik, en allt getur gerst.
3-1 þar sem Ings mun fara hamförum!
Sterkara byrjunarlið en þetta gerði jafntefli við Carlisle á Anfield fyrir rétt rúmlega viku síðan.
Ég er ekkert alltof vongóður fyrir þennan leik og þetta verður að öllum líkindum ekkert walk in the park. Töluverðar líkur á að Sion setji eins og eitt mark miðað við varnarvinnuna sem hefur verið í boði undanfarna leiki.
Miðjan í þessum leik er alveg svívirðilega létt, nánast hægt að segja að hún sé fitusnauð. Þannig að vonandi eru Sion menn ekki með einhver naut á miðjunni því þá fer þetta illa.
Fer vonandi 3-2 í skemmtilegum leik.
Koma svo!
Held að þetta sé frekar
Mignolet
Can – Toure – Gomez
Clyne – Rossiter – Allen – Ibe
Lallana
origi – ings
Jæja eru menn eitthvað byrjaðir að spota góð stream?
Besta stream-ið í boði held ég er http://blabseal.com/frodo/
nokkrir hér
http://www.livefootballol.com/streaming/uefa-europa-league/01-10-2015-liverpool-sioni.html
Góð byrjun
Origi+Lallana=Mark!
Stöð 2 sport !! Opin !!
Ég hef miklu meiri trú á því að Joe Allen sé fótboltamaður þegar hann sportar svona skeggi.
Ef þið eruð í Ipad og held ég tölvu líka er hægt að horfa gegnum Oz appið
s.s stöð2sport
Fyrsta sókn =mark…….ekki í fyrsta sinn….Simon Mignolet er drulla ! !
Sorry ef ég er leiðinlegur, en Mignolet þarf að fara að verja einhver færi. Maðurinn lætur framherja aldrei hafa fyrir afgreiðslunum. Djöfull þurfum við nýjan markmann. Oj barasta.
Migno var of passívur þarna en vörnin átti sinn uþátt í þess
Kemur hja ings!
Útaf hverju er Joe Allen alltaf meiddur þegar á að selja hann? Og einnig þegar “glugginn er opinn” Hleypur aldrei 10km í einum leik. Fótboltamaður?
Danny Ings hittir ekki boltann einn fyrir opnu marki. Fótboltamaður?
Gomez hélt ekki línu og því fór sem fór. Lét teyma sig í vitleysu.
Ætli það sé tilviljun að EKKERT lið í heiminum spili sömu taktík? Varnarleikurinn því miður ekkert annað en kaótískt rugl og við gefum á okkur færi í hvert skipti sem við missum boltann.
Fínn mannskapur annars og Origi með flotta takta. Eigum alltaf að rúlla þessu upp.
Áfram Liverpool!
Held að JÓE Allen kæmist ekki í lið Sion. Hann kæmist örugglega ekki heldur í Watford. Hvað BR sér við hinn welska Xavi er mér hulin ràðgáta.
Já….þetta er nú svolítið áfram á EL tempóinu.
Ekki það að Joe Allen hafi verið prófaður áður…eða hvað?
Joe Allen er eitt en ótti varnamanna og Mignolet þegar boltinn kemur inn í teig gæti orðið að Stephen King doðranti.
Sion með flott lið og þeir eru að spila vel gegn sterku liði Liverpool
Hvað ætli Rodgers sé að upplifa þarna á hliðarlínunnu? Varla spennu, góða spilamennsku eða mikið skemmtanagildi…
Maður mun aldrei skilja af hverju Rodgers hefur ekki séð þörf fyrir betri markmann í þessu liði okkar. Alveg óþolandi að ekki betri markmaður en Mignolet skuli vera áskrifandi að sæti sínu í liðinu.
joe allen búinn að vera besti maður vallarins í fyrri hálfleik spái þessu 4-1 ! en ég er með góða pælingu liverpool eru örugglega komnir í 200 hornspyrnur án þess að skora..
Ömurlegt!!!!!!!!!!!!!!
Vá hvað þessi staða er ekki að sýna rétta mynd af leiknum.
Annnars var markið sýnibókardæmi um veikleika varnarinnar. Ibe missir mann fyrir aftan sig því hann er ekki að dekka svæðið sem bakvörður tekur væntanlega og úr því kom þetta færi. Svo má segja að Mignolet eigi líka sinn þátt. Hann hefði mátt gera betur.
Annars góður leikur.
Lallana, Ibe og Origi eru búnir að vera mjög ferskir. Liverpool er búið að fá miklu fleirri færi og það er orðið gagnrínisvert hvað Liverpool nýtir ekki færin sín betur. Þessi leikur minnir mjög á leikinn Norwich. Liðið er miklu betra en er refsað fyrir þau fáu mistök sem það gerir.
Sion með flott lið og að spila vel gegn sterku liði liverpool ? þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir…ég fullyrði það að þetta sion lið væri varla komið yfir miðju á móti þessum liðum sem eru i topp 4 i deildinni.
við erum að láta þetta lið líta vel út, ef við getum ekki haldið hreinu gegn svona liði á heimavelli, þá erum við ekki i góðum málum
Rodgers talaði um í upphafi hvernig markmann hann vildi í liðið sitt. Sá maður ætti að geta haldið spili liðsins gangandi og sendingargetan ætti að vera í fyrirrúmi. Hvers vegna hann kaupir þá Mignolet skil ég ekki. Maðurinn er algjör andstæða við hugmynd Rodgers um það hvernig markmann hann vill hafa.
Algjörlega galin kaup miðað við “philosophy” Rodgers.
Rodgers og Allen eru kótelettukarlar. Eina áhugaverða væri skoðunaskipti í sófanum að horfa á Liverpool. Veit þó ekki hvort þeir hafi horft í demant. :Þeir eru synir Egils.
Datt útsendingin líka út hjá ykkur á Stöð 2 Sport?
Voðalega er öllum illa við Joe Allen. Hann er búinn að fínn í þessum leik.
Eru menn hissa? Hvað kæmust margir leikmenn liðsins í kvöld í byrjunarlið Chelsea, Manure, City eða Arsenal?
Stream sem virkar?? Okursport er búið að læsa
#34
Þegar maður tekur eftir því hvað Joe Allen er búinn að vera fínn er eithvað meiriháttar að hjá öllum hinum í liðinu…
Ef Sion skora annað þá get ég ekki meira Liverpool…..
http://www.vipleague.me/football/328398/1/liverpool-fc-vs-fc-sion-live-stream-online.html
Til hvers að taka hornspyrnur? Við skorum ALDREI úr þeim. Díses kræst, allir basic hlutir eru greinilega ekki æfðir hjá liðinu.
Djöfull erum við að rústa þeim í hornspyrnum…
Ég bara fatta ekki þetta leikkerfi. Með 3 í vörn er hægt að hafa 3 á miðju. Rodgers velur að hafa 2 djúpa, Allen og rossiter, sem virðast bara fyrir hvor öðrum… Er ekki bara betra að fara í 442 eða 451. Finnst vörnin virka betur þannig.
Það er líka augljóst að Sion ætlar sér að nýta vinstri ruglinginn
ALLT rétt gert hjá Origi, nema skotið. Markvörðinn meira segja farinn að halla sér í hitt hornið. Menn þurfa að fara að klára þessi færi. Hvað þá menn sem kalla sig fokking framherja.
Vinnum þennan samt 3-1.
Hvað þurfa þessir strákar mörg skot til að skora!!!! hræðilegt nýtni í þessu liði!!!!
Ætli Yossi Benayoun væri ekki besti maðurinn inn á vellinum.
Sorry með mig, en af hverju er Ibe enn inná… gerist ekkert hjá honum. Frekar að skipta honum út í staðinn fyrir Ings sem vinnur og vinnur og vinnur!
Jákvætt: Origi verður frábær þegar hann nær að skora nokkur og fá sjálfstraustið.
Neikvætt: Er of seint að lána Ibe aftur ?
65 min búnar af þessum leik , algjört bull frá upphafi , til vansa fyrir alla þá sem að þessum lei standa, illa komið fyrir þessu liði okkar.
Anfield var þekkt fyrir magnaða stemmingu á Evrópukvöldum… núna er þetta bara í takt við allt hjá okkar ástkæra félagi þessa daganna eða stemmingslaust og vandræðalegt því miður!
Sorglega lélegt!!!!!!!!!!!!!! drasl drasl drasl
Það heyrist bara í aðdáendum Sion. Fokking Sion.
Sorglegt 🙁
Datt engum í hug að kaupa Martial í stað Origi í fyrra? Hann má a.m.k. læra af honum.
Er búin að vera a spáni nuna i 2 vikur og ekki seð Liverpook leik síðustu 3 eða 4 leiki, kærastan mín veit ekki hvernig bolti er i laginu og eg hef ekki nennnt að pina hana a einhverja breska pöbba.. er samt nuna að sja seinni halfleik i kvöld a einhverju kaffihúsi og finnst okkar menn bara sprækir..
En þegar manni er farið að verða sama að missa af liverpool leikjum þa er eitthvað að. Hef varla misst af leik i 15 eða 20 ár en nuna buin að missa af þremur í röð og bara er alveg sama…
Eigum við ekki bara að fara skipta um eigendur, einhverja sem eru til i að kaupa leikmenn fyrir 50 milljónir stikkið.. Rodgers er ekki vandamalið. Þetta snyst allt um seðla þvi miður.. þau lið sem eiga mesta peninginn eru liðin sem eru a toppnum i öllum stærstu deildum evró
Í byrjun tímabils náði Liverpool ekki að skapa sér mörg færi. Núna er liðið að fá fullt af færum en eru að klúðra þeim trekk í trekk.
Get ekki beðið eftir því þegar Liverpool fara að skora úr þessum færum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fá 10-12 færi í leik og þar af 4-5 dauðafæri og skora ekki meira.
Mikið svakalega er þetta orðið þreytt að halda með þessu liði. Getur hreinlega ekki neitt.
Er til Statíc yfir skoruð mörk frá horni eða aukaspyrnu hjá Liverpool? Það hlítur að vera versta tölfræði sem menn hafa augum litið á
Afhverju kemur hvaða einasta stuðningsmannagrúppa og jarðar stemminguna á Anfield? Hvað er að ske?
maður nennir varla orðið að pirra sig á þessu… en þessi spilamennska er svo fyrirsjáanleg og hugmyndasnauð… maður nánast getur sagt nákvæmlega til hvernig sóknirnar byrja og enda…
Kannski er þetta karma fyrir að leyfa kommenti nr. 35 að standa óbreytt.
Mikið svakalega getur þetta verið leiðinlegt þegar illa gengur…eins og þetta er nú gaman þegar vel gengur. Þetta mætti nú líka detta aðeins með okkur stundum….það er bara eins og menn séu alltaf að spila í mótvindi…það gengur ekkert upp.
Þá er bara að setja upp pollýönnu ruglið og fara að tala um hversu gott það verður þegar við dettum út úr þessari keppni þar sem þá verðum við svo frábærir í deildinni….eða eitthvað
ARGGGG
Jafntefli á Anfield á Evrópukvöldi á móti miðlungsliði frá Swiss, þar sem ekkert nema sigur er tap – er ekki góð skemmtun. Stuðningsmenn gestanna skemmta sér þó vel.
Sorgleg meðalmennska
No Studge No party
Helvítis djöfulsins djöfull
Ég er alveg búin að fá nóg af þessu helvítis aumingjaskap. Ekki reyna kæru púllarar að verja þessa vitleysu. Leik efit leik erum við að sjá svona rugl. Liverpool á að vinna þessi lið. En staðreindin er sú að við erum með lélegan hóp.
algjör vonbrigði!
Jæja krakkar mínir…
Áttum náttúrulega að skora 3-4 mörk.
Hvað kom fyrir Ibe, vantar alla orku í manninn, þarf að skella í hann harðfisk og söl.
Þakka Brendan Rodgers fyrir samstarfið og vona að honum vegni vel í framtíðinni! Þetta hlýtur að vera dropinn sem fyllti mælinn og stórar fréttir bíða okkar á morgun… Eigendurnir LFC eru að meira að segja að horfa upp á að Liverpool aðdáðendur á vellinum eru farnir að týnast heim áður en flautað er til leiksloka… trúin er farin, stuðningurinn með því og þetta er hreint og beint ekki boðlegt lengur!
Ibe verður betri en Sterling = nei….
Afhverju notar Rogers ekki Origi = Af því hann getur ekki blautann….
Spilið Rossiter meira = Strákurinn ætti að fá svona leiki í mesta lagi.
Nota Can í DM = Lélegur varnamaður en góður að bera boltann.
Og áfram mæti telja… Miðlungs lið í enska höfðu jarðað þennan leik.
Liðið er í ruglinu og þetta er bara neyðarlegt.
Erum allavega betri en chelskí.
Barcelona að ná jafntefli á Anfield!!! Nei þetta er víst lítt þekkt lið frá Sviss.
Úff á hvaða stall er liðið okkar komið??? Einhvern tímann hefðu svona leikir bara verið formsatriði.
Virkilega pirrandi upplegg á liðinu.
Áhorfendur “púa” á stemmningslausum Anfield……
Hin frægu Evrópukvöld liðin tíð…..
Stevie G farinn og engar bombur á síðustu mínútu……
Vinna ekki Sion á heimavelli er skandall og ekki reyna “plástra” þetta með einhverju “varaliðskjaftæði”!!!