Borgarslagur á sunnudag

Það er kominn október og fram undan er 8. umferð Úrvalsdeildarinnar. Fyrir okkur er komið að seinni af tveimur útileikjum sem við skoðum öll fyrst þegar við fáum leikjadagskrána í hendurnar á sumrin. Um er að ræða borgarslaginn sjálfan gegn Everton.

Gengið

Það er einfaldlega ekkert einfalt við gengi Liverpool þessa dagana. Það væri betra ef hægt væri að setja annað hvort plús eða mínus límmiða á deildartöfluna í dag. Ég myndi allavega sofa betur á nóttunni og svona. Þetta er samt, því miður, langt frá því að vera augljóslega gott eða augljóslega slæmt.

Dæmi: hey, vissuð þið að Liverpool er ósigrað í síðustu 5 leikjum!?!? Magnað, þetta er bara dágott rönn sem liðið er á hérna.

Dæmi: hey, vissuð þið að Liverpool er bara búið að vinna 1 af síðustu 8 leikjum?!?! Djöfulsins metnaðarleysi er þetta.

Við virðumst föst á þessu gráa svæði sem er að halda Brendan Rodgers í starfi, og liðið hefur í raun verið þar í rúmt ár núna. Það er, gengið er ekki svo slæmt að það gjörsamlega neyði FSG til að skipta um stjóra í brúnni (sama hvað stuðningsmönnum finnst) en gengið er heldur ekki nógu gott til að nokkur sála sé sátt við stöðuna. Þess í stað fáum við þetta endalausa hnoð á gráa svæðinu; barist um Meistaradeildarsæti en alltaf aaaðeins of langt frá því.

Dæmi: ef Liverpool vinnur Everton á sunnudag gæti liðið endað helgina meðal 4 efstu liða. Það verður að teljast fín staða eftir 8 umferðir.

Dæmi: ef Liverpool tapar gegn Everton á sunnudag gæti liðið endað helgina í neðri hluta töflunnar, meira en fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti, og jafnvel stjóralaust (meira um það hér á eftir).

Þetta er skrýtin staða en ekki óalgeng snemma á tímabili þar sem fá stig eru komin í sarpinn og því stutt milli hláturs og gráturs þegar horft er á töfluna. Það sem gerir þessa stöðu skrýtna og óalgenga hjá Liverpool er staða knattspyrnustjórans.

Brendan Rodgers

Eins og ég kom inná í síðasta Podcast-þætti var ég í Liverpool-borg um síðustu helgi. Það var fróðlegur tími; á aðra höndina upplifði ég allt að því gleði meðal Liverpool-stuðningsmanna borgarinnar yfir þrálátum orðrómi þess eðlis að Rodgers væri nánast pottþétt að fara að missa starf sitt á næstu dögum, á hina höndina eyddi ég 2 tímum inná Anfield síðasta laugardag og sá lítið annað en afslappað andrúmsloft, stuðning við liðið og stjórann (þau sungu meira að segja lagið hans) og gleði yfir því að ná loks að vinna deildarleik á ný eftir rúmlega mánaðarþurrk.

Ég kom heim ringlaður og er það í raun enn. Ég held samt að hysterían, eins og Rodgers sjálfur orðaði það, sé eðlileg og þótt liðið standi á ákveðnum þröskuldi milli góðs og ills í deildinni stend ég enn við hvert orð sem ég skrifaði um málið fyrir tæpum þremur vikum. Þótt stutt sé í toppsætin í deildinni núna eftir sjö umferðir er þetta bara ekkert nógu gott.

Dæmi: Liðið hefur aðeins einu sinni skorað fleiri en eitt mark á tímabilinu, í tíu leikjum.
Dæmi: Liðið hélt hreinu í fyrstu þremur leikjum tímabilsins en hefur síðan fengið á sig mark í sjö leikjum í röð.
Dæmi: Liðið var að klára heimaleikjahrinu; 4 leikir gegn nýliðum Norwich, Carlisle, Aston Villa og FC Sion. Aðeins einn þeirra vannst.
Dæmi: þrátt fyrir fimm manna vörn og varnartengilið er liðið svo brothætt að nánast öll markskot enda inni:

Finnst ykkur líklegt að liðið haldi hreinu gegn Everton? Og í beinu framhaldi: finnst ykkur líklegt að liðið skori mörkin (í fleirtölu) sem þarf þá væntanlega til að vinna á sunnudag?

Everton

Eftir þetta gengi að undanförnu og alla móðursýkina í kringum starfsöryggi Rodgers er við hæfi að Everton séu næstir á dagskrá. Þeir eru í 5. sæti, stigi á undan okkar mönnum og sá klúbbur í heiminum sem myndi elska mest af öllum að skilja Liverpool eftir í rykinu, svo ekki sé talað um að kosta stjórann okkar starfið.

Rodgers hefur reyndar aldrei tapað fyrir Everton, með 1 sigur og 5 jafntefli í 6 leikjum gegn þeim. Er það jákvætt að vera taplaus? Neikvætt að vinna bara einn af sex gegn þeim? Enn og aftur er erfitt að meta stöðuna.

Um andstæðingana þarf varla að fjölyrða, né nenni ég því sérstaklega. Þeir eru heitir, hafa unnið þrjá í röð í deild og verða kraftmiklir og grimmir í að sækja sigurinn á sunnudag. Liverpool þarf að mínu mati að eiga sinn besta leik á tímabilinu til að forðast tap hérna, hvað þá meira.

Liverpool

Um okkar menn þarf svo sem ekki að fjölyrða heldur. Rodgers notaði aukaleikarana gegn Sion í vikunni og gaf sterklega í skyn að allir sem byrjuðu bæði gegn Aston Villa og Sion hefðu átt að fá ákveðið margar mínútur til að vera ferskir. Ef Benteke er orðinn heill tekur hann stöðu Origi á bekknum, annars verður hópurinn væntanlega óbreyttur:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Clyne – Lucas – Milner – Moreno

Ings – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Bogdan, Touré, Gomez, Allen, Lallana, Ibe, Origi/Benteke.

Mín spá

Í fyrrnefndu podcasti vikunnar var ég ógurlega bjartsýnn og spáði okkur 3-1 sigri. Ég byggði það á ákveðinni vímu eftir að hafa verið viðstaddur sigurleik og eina góða sóknarleik liðsins hingað til á tímabilinu, svo og þeirri staðreynd að Daniel Sturridge er mættur í vinnuna á nýjan leik. Síðan þá hef ég hins vegar hugsað þetta aðeins betur og ég ætla að breyta um spá.

Metum fyrst kostina, bæði fyrir liðið og stjórann:

Everton vinnur: Ef leikurinn tapast sé ég ekki hvernig Brendan Rodgers klárar landsleikjahléð í starfi. Við erum öll að giska á hvenær þolinmæði FSG þrýtur en hávaðinn í borginni mun ná öskrandi hæðum ef borgarslagurinn tapast, ekki síst ef það verður á jafn andlausan máta og leikurinn á Old Trafford í september. Það verður einfaldlega allt vitlaust í borginni og menn munu fá tvær vikur án leikja til að auka og bæta í pirringinn þar til eitthvað verður undan að láta. Ég met þetta svo að tap muni kosta Rodgers starfið og skilja Liverpool eftir í erfiðri stöðu í deildinni, á reki í neðri hlutanum og næstu leikir eru m.a. úti gegn Tottenham og Chelsea.

Jafntefli: Líklegasta niðurstaðan miðað við gengi okkar gegn þeim undir stjórn Rodgers. Ef þetta verður raunin fær Rodgers vinnufrið fram yfir landsleikjahlé, þrátt fyrir pirring stuðningsmanna, eða þar til næstu ömurlegu úrslit líta dagsins ljós. Þetta er hið svokallaða gráa svæði sem Rodgers hefur hafst við í síðasta árið og að mínu mati líklegasta niðurstaðan.

Sigur: Hér er Liverpool skyndilega komið í Evrópusæti, jafnvel Meistaradeildarsæti og búið að vinna tvo deildarleiki í röð. Gleðin sem fylgir því ætti að tryggja Rodgers sess sem stjóri og gefa honum síðasta raunhæfa möguleikann á að byggja upp eitthvað “momentum” bak við gengi liðsins á þessu tímabili … þar til næstu ömurlegu úrslit líta dagsins ljós.

Þannig met ég þetta. Það er alltaf allt undir í borgarslagnum en í þetta sinn er bókstaflega allt undir hjá Rodgers. Við viljum sjá liðið vinna og ef liðið tapar viljum við sjá stjórann fjúka. (Við = stuðningsmannaheildin, meirihlutaröddin.) En af því að Rodgers býr á gráa svæðinu þessi misserin endar þetta með 1-1 jafntefli. Við getum ekki haldið hreinu og getum ekki skorað fleiri en eitt mark, þeir eru líklegra liðið til að vinna leikinn en við erum með leikmanninn (Sturridge) sem er líklegastur til að ráða úrslitum.

1-1 jafntefli og ekkert breytist.

Vona að ég hafi rangt fyrir mér.

YNWA

43 Comments

  1. Þetta Hjá þèr speglar stö?una hjà Liverpool Football club vel í dag.

    “þeir eru líklegra liðið til að vinna leikinn”

    jà vi? erum a? tala um fokkings Everton!
    hversu lengi á þessi brandari a? ganga þanga? til einhver segir djók?

    þa? er vond tilfining a? hafa ekki trù à liverpool.

    èg hef enga trú à a? félagi? vinni þessa deild
    enga trù à a? þa? vinni eurol.
    og ekki trù á a? li?i? vinni FAcup nè carling.

    og nùna finnst manni Everton vera heilsteyptara li?.

    færi? mèr eigendur og starfsli? sem færirmanni trù à a? þetta fèlag geti glatt mig me? sigrum ì þeim keppnum sem þa? tekur þátt í.

    Èg nenni ekki a? spà eftir samfæringu! èg ætla spà eftir von! spài sigur 4-3
    3 fremmstu setja mörkin Ings – Sturridge (2)– Coutinho og studge sigurmarki? à 89″

  2. Mikið ótrúlega er þetta illa unnin og leiðinleg upphitun. Álíka ömurlegt og pistill Magga eftir LFC vs Sion eða síðasta podcast sem þar sem viðmælendur voru með allt á hornum sér.
    Hvað varðar þessa upphitun fer allt púðrið fer í að ræða BR og hans stöðu ef þetta og hitt gerist og alltaf er hann á loka séns, pistlahöfundur hendir fram spurningum og persónulega fullyrðingum í stað þess að vera faglegur og bera saman leikmannahópa taktík væntanleg byrjunarlið og leikaðferðir.

    Það er ekki eðlilegt hvað leikmenn fá að sleppa við fallöxina undanfarið, Mignolet getur ekki varið neitt og getur með engu móti unnið fyrir okkur stig, Ibe getur ekki sólað keilu þessa dagana, eða aumingjaskapurinn hjá leikmönnum að drullast til að nýta færin sín á móti Sion.

    Ég styð BR á meðan hann er þjálfari LFC og aldrei í lífi mínu mun ég vona að LFC tapi á morgun til þess eins að losna við BR því ég vil 3 stig úr þessari rimmu.

    Ef það er hæfur þjálfari þarna úti sem er tilbúinn til að taka við LFC og því erfiða verkefni að koma okkur almennilega á kortið þá þarf sá hinn sami að sannfæra FSG að droppa þessari fjandans leikmannananefnd.

    Það sem ég er hræddur við að FSG leiti ekki í þjálfara einsog Klopp eða Ancelotti, það væri eftir þeim að fara í ungann ‘spennandi’ þjálfara t.d Gary Monk þá segji ég nei takk höldum okkur við BR hann er búinn að fá 3 tímabil til að gera sín mistök enda ungur þjálfari og gefum honum séns á að láta sumarkaupinn aðlagast.

    Hvað varðar leikinn þá mætum við með einn besta framherja deildirnar í þann leik hann Sturridge og með hann uppá á topp þá er von á mörkum.

    YNWA

  3. Að sjá stuðningsmenn LFC yfirgefa völlinn áður en leikurinn er búinn að er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað, engin söngur ekkert líf.

    Þarf ég virkilega að vona að LFC tapi fyrir Everton til að losna við BR,,,,, Ég skal alveg viðurkenna að ég innst inni held ég alltaf með rauða hjartanu og ég tel það því best að við töpum til að vinna þ.e. losna við BR sem er bað um að vera dæmdur efir 3 tímabil og stuðningmenn lfc hafa kveðið upp sinn dóm.

    YNWA

  4. Þetta getur veriðbleikutinn sem mun ráða framtíð Rodgers. Ef hann vinnur þá vonandi fær hann vinnufrið til Jóla enn ef hann tapar sannfærandi þá þarf mikið til að hann haldi starfinu.
    Ég vill sá liverpool spilla 3-5-2 kerfið því við höfum spilað best í þessu kerfi undanfarið. Ég tel okkur vera hættulegri með tvö frammi og öruggari í vörn með þrjá miðaverði.
    Ég sé Can, Skrtel og Sakto í vörn og Stugde og Inga frammi. Enn og aftur ég fatta ekki Rodgers að ég styrkja Miðvarða stöðuna. Hann selur coates og lánar einn til villa,ef mig minnir rétt.
    Fjárfestu í heimskassa miðaverði til að stjórna vörninni. Ég bara skil þetta ekki og núna var ég lesa viðtal við Stephane Henson sem er að segja það sama. Varnarleikur og allt tengd því er stærsti veikleiki Rodgers. Vonandi nær hann þessu rétt um helgina.
    Miðsvæðis þarf Lucas og Milner eiga topp leik og ég auglýsi eftir gamla Couthino. Farðu nú hitta markið og fara skora mörk eða minnsta kosti gefa nokkrar stoðsendingar.
    Ingi og Stugde skora og vinnum þennan leik 2-1. Ynwa.

  5. Mér þykir þetta bara hin ágætasta upphitun og tekur fullkomlega mið af þeim aðstæðum sem Liverpool F.C. er í.

    Rodgers mætir á fundi svolítið töffaralegur og reynir að “akta” eins og stjóri sem hefur gríðarlegt sjálfstraust. Það hinsvegar þekkja öll leikskólabörn, að staða Rodgers er mjög líklegast að fara að ráðast á þessum Risavaxna leik á morgun. Tækifærið er hans en ekkert bendir til annars m.v. spilamennsku liðsins undanfarið að þetta verði að öllum líkindum kveðjuleikur Brendan Rodgers. Það var ótrúlegt að fylgjast með liðinu gegn Sion. Andleysið, getuleysið og bara allt sem endar á leysið öskraði á mann í gegnum LG-tækið mitt.

    Ég er kominn yfir það að vera honum reiður. Tilfinningaskútan mín er að snúast í það að ég er farinn að kenna mjög í brjósti um þennan einstakling. Hann lifir drengurinn í þvílíkri afneitun gagnvart þeirri taktík sem hann setur upp, leik eftir leik eftir leik. Það er nú sagt að einhversstaðar er ljóstýra við enda ganganna og máske gerist það á morgun, eins og þruma úr heiðskíru og líkt og Grameðla labbi niður Laugaveginn að gáttirnar opnist og Liverpool taki nágranna sína í karphúsið og sýni þeim hvar Davíð keypti ölið.

    Þetta er því miður ekki að fara að gerast, og Liverpool-stjórinn Brendan Rodgers er kominn inn á líknadeild með starf sitt og einungis spurning hvort farið verði í verkið strax á mánudaginn eða seinna í vikunni.

    Ætla að spá heimasigri á morgun 3-1.

  6. Johny nr.2
    Mikið rosalega er ég ósammála þér!!

    Ég hugsaði allan tímann meðan ég las uppitunina hvað mét fannst hún góð og spot on á það limbó sem félagið er í einmitt þessa stundina!

    Og illa unnin?? Það þarf tíma og mikla og góða heildarsýn á það sem er búið að bera i gangi til þess að geta varpað fram 2 tveimur til þremur sjónarhornum á ALLA punkta sem ALLIR eru búnir að vera velta fyrir sér undanfarið og stöðuna eins og hún er í dag.

    Sorry, en ég varð bara pirraður þegar ég las kommentið þitt og varð að fá að svara því.. Upphitunin er að taka á stærstu umræðunni her undanfarið, sem er einfaldlega BR og ef eitthvað er hlutdrægt þá er það kommentið þitt verandi á BR vagninum..

    Ef þú tækir tvö skref afturábak, þá sæirðu að þetta er bara eins spot on upphitun og hún getur verið.

  7. #2 óþolandi niðurrifs athugasemd!Hér eru menn að gera þetta í sjàlfboðavinnu og ég elska þessa síðu .. svona konment eru ekki til að hvetja þessa àgætu drengi til að halda àfram að þjónusta okkur eins vel og þeir hafa svo sannarlega gert.

  8. Sælir félagar – er hægt að sjá leikinn á Flúðum? Einhver sem veit til þess ?

    YNWA

  9. Johny #2 ……. ég er sammála Hlyni Aroni #8

    …….. sem tók af mér orðið og svarar því vel að þetta er flottur pistill hjá KAR er varðar stöðu BR hjá Rauða hernum í dag.

    Sammála þér að hluta með þá leikmenn sem þú nefnir að eru langt frá sínu besta miðað við það sem þeir áður hafa sýnt. Það má t.d. bæta Can í þennan hóp sem ég hef tröllatrú á en……..

    …… þetta endalausa hringl BR að stilla leikmönnum upp í rangar stöður á vellinum er ávísun á að draga úr þeim allan þrótt og sjálfstraust! Gjörsamlega óþolandi!

    Sammála KAR, leikurinn á morgun endar í jafntefli og BR lafir áfram.

  10. Sælir allir, er ekki liverool maður en fylgist með flestu sem gerist i boltanum. Er ekki en klár á því hvort BR sé góður þjálfari eða ekki. Þessi hópur er náttúrulega frekar slappur og því ekki við miklu að búast. Kannski 2-3 leikmenn sem eiga heima í topp liði, en samt þeir sem eru virkilega góðir þjást annaðhvort af stöðuleikaleysi eða eru mikið meiddir. En svo má deila um keupstefnuna, og ef að BR sér alveg um það þá fær hann ekki margar stjörnur í þeim efnum.

  11. Bara til að koma því að þá er þetta mín skoðun það sem ég skrifa hér að ofan og hvernig ég horfi á hlutina.

    Það er bara eðlilegt ef menn eru ekki sammála og ég virði skoðanir annarra þótt ég sé ef til vill ekki sammála þeim????

    Ég ber fulla virðingu fyrir Kop mönnum og því sem þeir gera og hlusta alltaf á Podcastið þeirra, en ég hef allann rétt til að vera sammála eða ósammála þeim.

    YNWA

  12. Góð upphitun og öll rök rétt.

    Það sem Liverpool skortir mest er stöðugleiki og sjálfstraust. BR er búinn að vera á gráa svæðinu í rétt ár, eða frá því að augu manna opnuðust fyrir því að 115 milljón punda leikmannakaup sumarsins 2014 voru afleit (Balotelli, Ricky Lambert og co). Upp frá því hefur BR í örvæntingu hringlað í leikaðferð og leikmannavali og ekki náð neinum stöðugleika og ekki náð að skapa heilsteypt lið leikmanna sem þekkja hvern annan og geta gefið blindandi hver á annan. Það sem öskrar á mann í þessum fyrstu leikjum er að þrátt fyrir ágæt gæði í leikmannahópnum finna menn ekki hver annan og spilið er of hægt til að brjóta varnir andstæðinga í sundur. Hvað þetta varðar byrjar tímabilið nákvæmlega eins og því síðasta lauk og ég sé engar framfarir hvað þetta varðar þótt nýir leikmenn séu sumir sprækir.

    Ég var fullkomlega sammála McMannaman og David James sem gagnrýndu BR fyrir að stilla ekki upp sínu sterkasta liði gegn Sion og í bikarkeppninni því það þyrfti að spila liðið saman og byrja að skapa sigurhefð. Að stilla upp sama liði og sama leikkerfi 10 sinnum í röð væri nauðsynleg byrjun.

    Þrátt fyrir ágæta byrjun BR held ég að hann sé kominn á endastöð og að það þurfi nýjan stjóra til að byrja upp á nýtt með fersku starti.

  13. Jafntefli væri ásættanlegt miðað við standið á liðinu, það er engin spurning.

    Sjálfur er ég lítið að velta fyrir mér stöðu Brendan Rodgers þessa dagana enda er blasir hún við hverjum manni. Henni má líkja við að karlinn sé með annan fótinn í gröfinni en hinn á bananahýði. Eina óvissan er um hvenær hann fer eins og síðuhaldarar hafa bent á sumir hverjir a.m.k. Ég er raunar ekki viss um að þessi Everton leikur skipti neinu máli per se um hið óumflýjanlega. Í þessum töluðu orðun er verið að leita að eftirmanni Rodgers og þegar hann er fundinn fær Brendan að taka pokann sinn. Kannski munu slæm úrslit á morgun stytta ferlið eitthvað en ég efast samt um það.

    Brendan á töluvert af samúð minni. Það er skelfing að sjá og heyra blessaðan manninn. Í viðtölum herðir hann sig upp og leikur einhvern sem hefur öll ráð í hendi sér en allir sjá að þarna fer hnípinn maður með lítið sjálfstraust. Brendan Rodgers er ekki vondur þjálfari en hann ræður engan veginn við það hlutverk að stýra félagi af stærðargráðu Liverpool. Hann er kominn á hrikalega vondan stað og nánast viðrini í augum almennings og fjölmiðla.

    Er það svo bara hans sök? Kannski að hluta og ábyrgðin á að ná árangri er að stærstum hluta hjá Rodgers en það stappar geggjun næst að hann hafi ekki verið látinn róa í vor þegar ljóst var í hvað stefndi. Það skrifast á FSG skuldlaust að mínum dómi. Framlenging á sorgarferli Rodgers kallast “gamblers fallacy” þar sem FSG blekkja sjálfa sig að trúa að eitthvert leiðréttingaferli taki yfir þó að ekkert bendi til að karlinn ráði við verkefnið. Furðuleg mistök hjá FSG sem eru í rauninni ekkert annað en sérhæft fjárfestingarfélag og ættu að þekkja vel huglæga bjögun eins og “sunk cost effect” og “gamblers fallacies”. Sagan segir að Benitez hafi verið til í að taka við Liverpool en FSG ekki viljað ganga að kröfum hans um sjálfstæði í vinnubrögðum sem lýsir vel hvað Kanarnir eru lítið jarðtengdir ef rétt reynist.

    Spennan núna er hver tekur við og á hvaða forsendum? Ég er sammála Babu sem mér fannst rökstyðja vel einhversstaðar af hverju að Ancelotti er að mínum dómi ofmetinn þjálfari. Fyrir minn sjóhatt er Ancelotti sófaköttur frekar en það tígrisdýr sem við þurfum. Jurgen Klopp er á hinn bóginn klæðskerasniðinn í starfið en mun aldrei sætta sig við þessa “transfer” nefnd. Hann gæti hins vegar sætt sig við fyrirkomulag eins og hjá Dortmund, og fleiri þýskum liðum, þar sem þjálfari og framkvæmdastjóri vinna náið saman sbr. samvinnu hans og Watzke hjá Dortmund. Þó að undarlegt megi hljóma held ég að Rodgers gæti orðið ágætur framkvæmdastjóri þó að hann geti ekki þjálfað liðið eins og ætlast verður til.

    Annað spennumóment er svo hvort Liverpool verði selt fljótlega en sterkur kvittur er á kreiki um að FSG sé með félagið í óopinberu söluferli. Þolinmæðin gangvart Rodgers gæti verið tilkomin sökum þess að slíkt ferli væri það langt gengið að væntir nýjir eigendur vilji ráða næsta stjóra?

    Að lokum finnst mér margt sem sagt er hér á síðunni um Brendan Rodgers óverðskuldað. Hann hefur gert ýmislegt gott fyrir félagið þó að verkefnið í heild hafi reynst honum of stór biti. Það er t.d. mótsagnakennt að segja það Suarez einum að þakka þessi “næstum því” titill Liverpool en getuleysið í dag Rodgers einum að kenna. Leikmennirnir verða að axla sína ábyrgð líka sem og eigendurnir.

    Annars tel ég leikmannahóp Liverpool í dag mjög spennandi og aðeins bíða þess að stórþjálfari eins og t.d. Klopp taki við til að hrökkva í gang. Stemming og keppnisandi er gífurlega stór hluti af þessum frábæra leik og þetta endalausa mótlæti og andleysi Rodgers hefur reynst erfitt fyrir þetta unga lið.

    S.s. á morgun væri ég sáttur við jafntefli aldrei þessu vant.

  14. Mér finnst 1) Lánleysisský hafa verið yfir Liverpool liðinu s.s. oft betra liðið en nýtt færi illa og hrikalega shaky bakatil. Andstæðingar nýta sín færi ótrúlega vel.
    2) Okkur vantar leader í mið vörnina sem þolir ekki að tapa og skipuleggur/stýrir vörninni.
    3) Öruggan/rólegan markmann sem stýrir mönnunum fyrir framan sig.
    4) Everton gat ekkert í síðasta leik, en þeir hættu ekki að reyna og skoruðu eftir að varnarlína WBA riðlaðist(Olson fór útaf). Lukaku gerði lítið annað en að skora. Hægri kantarinn þeirra dældi hættulegum bananaboltum milli varnar og markamanns. Hann verður að stoppa.

  15. Sturridge er mættur þannig að líkurnar á að skora aukast um nokkur prósent. Eigum við ekki að segja 2-1 Liverpool sigur.

  16. Sæl og blessuð.

    Hef ónotakennd í kviðnum fyrir þennan leik.

    Það veit á gott.

  17. Fréttir morgundagsins skrifaðar í dag:
    [img]/Users/solvibjorn/Desktop/Screen Shot 2015-10-03 at 16.30.33.png[/img]

  18. Jæja, ekki tókst að hlaða inn þessu skjáskoti sómasamlega en fyrirsögnin sem ég ætlaði að deila hér með ykkur Koppurum til gamans var:

    “Rodgers stórkostlegur í öruggum sigri”

  19. Sælir félagar

    Takk KAR fyrir frábæra upphitun og mjög góða summeringu á stöðu liðsins og stjórans. Í framhaldi af því vil ég segja að ég er algerlega ósammála Johny #2 en um leið fullkomlega sammála sama aðila í kommenti #12. Allir eiga rétt á skoðun sinni og að setja hana fram á þann hátt sem þeir telja bestan. Hvoert menn eru svo sammála er annað og þá hjóla menn í það sem sagt er en ekki manninn.

    En að öðru. Eins heitt og ég þrái að losna við BR þá get ég ekki hugsað mér að tapa þessum leik. Mér finnst bara að hann verði að vinnast hvað sem tautar og raular. Við verðum á fínum stað í deildinni og förum að “trítla upp töfluna” (fyrirgefið en þetta trítla hefur farið illa í suma í öðrum þræði) ekki síst er MU tapar fyrir Arsenal og Tottararnir tapa fyrir Swansea í sínum leik líka. Sem sagt sigur uppá 1 – 2.

    Það er nú þannig

    YNWA

  20. Chelsea að tapa 1-3 á brúnni, spurning hvor fær sparkið fyrst. Rodgers eða Mourinho

  21. Döfull verðum við að vinna þennan leik, jafnvel þó það myndi lengja í hengingarólinni hjá rogers, Mig langar ekki að lifa í heimi þar sem Liverpool er litla liðið í Liverpool.

  22. Chelsea að tapa.
    Nú verða menn að bretta upp ermarnar og semja strax við Klopp. Að öðrum ksoti gæti hann endað hjá Chelsea.

  23. Gegnum þykkt og þunnt þá er það alltaf, áfram LFC sama hver sagði hvað í hinu og þessu commenti. Flott síða og frábær skrif.

    Mín spá er; Erfiður leikur sem gæti vel orðið markaleikur og stór skemmtun. Mín spá er 2-2 en mín ósk er sigur og ekkert annað, 0-2 og Ings og Milner með sitthvort markið. YNWA

  24. Skiptum við celski á móra og br. Sá fyrrnefndi er ca 10000000000000 sinnum betri en dauðyflið sem við erum með fyrir framkvæmdastjóra.

    Þessi leikur fer 3-1 fyrir everton á morgun. Þeir eru með Stones, Barkley, Lukaku, Barry, Jagielka, Naismithog svona gæti ég haldið áfram í allt kvöld, leikmenn sem eru sumir uppaldir hjá Everton, skilja hvað það er að vinna svona leiki, við erum bara með ??? Skrtel ? eða hvað ? útlendingur sem veit hvað það er að spila svona leiki, svo bara prinsessur.

    BURT MEÐ BRENDAN ! !

  25. Ég vona bara að þetta Assou-Ekotto syndrome sem allir okkar leikmenn (nema Ings) hafa smitast af gleymist þegar flautað verður að til leiks á morgunn. Væri gaman ef menn sýndu smá passion og vilja í vinnunni sinni og ekki með hugann við hvað það sé langt í næsta spikfeita föstudags-launatjékka.

    Ef allir okkar 11 leikmenn inn á vellinum gætu bara komið sér saman um að sigur er það eina sem skiptir máli og þeir ætli sér að gera hvað sem er til að ná því markmiði, þá skiptir engu fjan…. máli hvaða taktík er spiluð eða í hvaða stöðu þú ert sendur.

    Væri gaman..

    YNWA

  26. Það er allt í lagi að menn séu ekki samála. Þótt að menn séu í sjálboðavinnu(veit reyndar ekki hvort að þeir fái einhverja góða styrki upp í Kop ferð ef svo er þá er þetta ekki alveg 100% sjálfboðavinna) við þessa frábæru og bestu síðu um liverpool hér á landi þá má alveg vera þeim ósamála.
    Mér finnst rétt að gagnrína liðið og stjóran þegar það á við og ekki má gleyma að hrósa þeim þegar það á við. Mér finnst samt andrúmsloftið hafa verið mjög dapurt hérna á síðuni og fer að minna á síðustu mánuði liverpool.is spjallins þar sem menn voru frekar neikvæðir og mikið af niðurifstón sem á endanum menn nenntu ekki að sækja lengur inní.
    Ég vona að kop.is fer ekki alla leið í þeim efnum. Meiri hluti stuðningsmanna liverpool eru annað hvort á þeiri skoðun að Rodgers eigi að reka strax eða hann er kominn á síðasta séns.Þessi skoðun hefur verið mikið í sviðsljósinu og finnst mér menn tala aftur og aftur og fara sömu hringina um þeira skoðun á Rodgers.
    Það má samt ekki missa sig í ruglinu og við sem höfum fylgt þessu liði í gegnum áratugi vitum að þetta er rússibannaferð og stundum förum við upp og stundum förum við niður. Við höfum sannarlega upplifað betri tíma en þetta og síðasta tímabil en við höfum líka séð það svartara(ætli margir sem vilja reka Rodgers spyrju ekki hvenær? og þá mæli ég með að horfa á gamla leiki og skoða stöður úr deildinni frá 1991 til 2015).

    Allir sem eru hérna vilja liverpool liðinu sínu gott og viljum við öll að Liverpool gangi sem allra best en sem stuðningsmenn höfum við líka smá ábyrgð að skapa jákvætt og kvetjandi umhverfi í kringum liðið. Liðið þarf auðvita að skapa okkur ástæðu til að gleðjast og vera jákvæð en ef liðið er ekki að því þá þarf samt að minna sig á að halda með þessum klúbbi er ákveðin foréttindinni. Þetta er stórkostlegur klúbbur með glæsta sögu sem hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir og er þetta eins og ein stór fjölskylda sem hefur meiri segja gengið í gegnum það að missa félagsmenn við að styðja klúbbinn og hefur það sett stórt ör á okkur en jafnframt þétt hópinn. En eins og alvöru fjölskylda þá styðja menn hvort annað í blíðu og stríðu og reynum að líta á jákvæðu hlutina en erum samt ekki yfir gagnríni höfð.
    Hvort sem Rodgers verður mikið lengur við stjórnvölinn eða ekki þá vona ég alltaf að liverpool vinnur næsta leik ekki fyrir Rodgers heldur einfaldlega fyrir Liverpool fjölskylduna um allan heim. ´

    YNWA (eru ekki eintóm orð á þessum bæ)

    p.s Mæli svo með nýju ævisögu Steven Gerrard þar sér maður hvað klúbburinn er magnaður og hvað það voru mikil foréttindi að hafa þennan mann sem leiðtoga klúbbins í mörg ár.

  27. Afsakið útúrdúr – en sáuð þið Southampton spila í dag?

    Allir að springa úr spilafjöri og greddu – og enginn með hausinn oní bringu. Mætti það gerast sem fyrst hjá rauða hernum. Hann er ekki svipur hjá sjón…

  28. Þessi Chelsea maður er frábær. Hversu reiður væri hann eiginlega orðinn eftir 25 ár án titils? Það væri löngu sprunginn á honum hausinn 🙂
    Leikurinn í dag mun vinnast 3-2. Þegar væntingarnar eru miklar á Everton þá klikka þeir og það gerist í dag. Sturridge með tvö og Moreno það þriðja.

  29. Sáuð þið það sem kom fram í fjölmiðlum í gær frá Raheem Sterling? Hann sagði að það væri himinn og haf milli æfingasvæðisins hjá LFC og Man City. Ástæðan er einföld. Stefna FSG býður bara uppá unga og “efnilega” leikmenn á meðan að hjá Man City ertu með reynslumikla menn í flestum stöðum sem hafa unnið og hafa tapað. Liðinu sárlega vantar peppara í liðið sem heldur klefanum saman og þéttir menn á vellinum þegar illa gengur. Steven Gerrard var síðasti maðurinn af okkar reynsluboltum og hann var látinn fara.

    Við erum ekki illa staddir í deildinni og sigur á morgun gerir helling fyrir “okkur”. Ég hef hinsvegar áhyggjur af því hversu fáir Liverpool menn eru í liðinu núna og að núverandi leikmenn liðsins viti ekki hvað svona leikir þýða.

    Ég ætla hinsvegar að spá betra fótboltaliðinu sigri í dag sem er Liverpool Football Club.

    0-2 sigur eða 1-2.

    Kv
    Pollýanna

  30. Held að ekkert lið geti borið sig saman við æfingarsvæði city austmaður

  31. #33 Já ég sá leikinn og þá helst Sadio Mané, þvílíkur leikmaður! Ætli þeir vilji Lallana til baka og Mané til okkar (feeling hopeful)

  32. Höddi B aldrei í lífinu myndi ég vilja fá vælukjóann Móra til Liverpool frábær þjálfari en lætur sín lið spila hundleiðinlegan bolta.

    Ætla að vera bjartsýnn og spá okkur 1-3 sigri Sturidge með þrennu, þetta verður alvöru nágrannaslagur 2 rauð og fullt af fjöri.

    Góða skemmtun í dag.

  33. Í dag er aðeins einn leikmaður sem eg væri ennþa til i að hafa hja Liverpool… Það er ekki Torres, það er ekki Suarez og það er ekki Xabi… Ef leikurinn i dag tapast er það að miklu leiti útaf þvi við létum Steven King Gerrard fara… Hann einn og sér hefur unnið uppá eigin spítur sigurleikina gegn Everton og er það útaf blóðið í honum er rautt… Ég se ekki hvernig við eigum að fara að þvi að vinna þennan leik með engann (Liverpool) mann… Það er í dag sem eg virkilega vildi að SG væri ennþa i okkar ástkæra liði…

  34. Fótbolti er frábær íþrótt. Hún er liðsíþrótt þar einstaklingar geta skarað framúr. Mér finnst það athyglisvert að sjá þegar Klopp var að þjálfa Dortmund þá var liðið að ströggla í neðri hluta deildarinnar þrátt fyrir að liðið væri gott og þjálfarinn góður. Mér sýnist það sama vera að gera hjá Mourhino og Chelsea núna.

    Kloop og Mourhino eiga það sameiginlegt að hafa gert sín lið að meisturum. Mér finnst Rodgers hafa náð jafngóður árangri með Liverpool með því að vera í séns að Liverpool yrði enskur meistari.

    Ég hef alltaf fylgt stjórum Liverpool. Hodgson væri sennilega ennþá þjálfari ef ég væri eina stakið í Liverpool menginu. En svo er ekki, sem betur fer.

    Enska deildin er erfið og margir eiga tilkall til stiganna í deildinni. Hvað á að gera þegar Liverpool er að klúðra stiga söfnuninni?

    Fyrir mér er þetta jafnvægi milli tveggja hluta, að beina reiðinni burt frá leikmönnum og þjálfurum eða kenna þeim um hvernig lélegan árangur og fá þá burt.

    Vandamálið er að vita hvoru megin á maður er á línunni. Hvað á maður að gera í þessari stöðu?

    Þetta er flòkið fyrir alla, þjálfarann, eigendur, leikmenn og stuðningsmenn. Ég fyrir mína parta stend með öllum ennþá. Einfaldlega vegna þess að Liverpool er með stóran hóp, stærri en flest lið og það mun duga okkur þegar líður á tímabilið. Er það reynist ekki satt þá fer Rodgers.

    Við hvern á maður að vera reiður þegar Everton vinnur í dag? Engan, stundun vinnur maður og stundum tapar maður. En við verðum alltaf stærsta liðið í England og komum brjálaðir í næsta leik og vinnum hann.

Liverpool 1 – Sion 1

Tired of hipster memes?