Rodgers stillti upp óbreyttu liði frá Aston Villa leiknum
Mignolet
Can – Skrtel – Sakho
Lucas
Clyne – Milner – Coutinho – Moreno
Sturridge – Ings
Bekkur: Bogdan, Gomez, Rossiter, Allen, Ibe, Lallana, Origi
Mest allur fyrri hálfleikur einkendist af ágætlega klassískum derby slag, okkar menn byrjuðu ágætlega og stjórnuðu lengst af án þess þó að skapa sér nein dauðafæri. Everton menn komust meira og meira inn í leikinn er leið á fyrri hálfleik og þeir áttu fyrstu dauðafæri leiksins. Fyrst eftir aukaspyrnu sem fór beint á kollinn á dauðafrían Steven Naismith og hitt eftir þrumuskot James McCarthy. Mignolegt varði í bæði skiptin mjög vel. Hinumegin komst Milner næst því að skora eftir frábæran undirbúning hjá Coutinho en færið var þröngt og Howard lokaði vel.
Undir lok fyrri hálfleiks gerðust þau undir og stórmerki að Liverpool nýtti hornspyrnu. Milner er hættur að senda alltaf á fyrsta varnarmann og það skilaði sér því hann sendi inn á fjærstöng og fann þar Danny Ings sem gerði mjög vel í að skapa sér svæði og skallaði boltann inn af stuttu færi.
Liverpool hefur misst niður forystu í fjórum af síðustu fimm leikjum og breyttu ekkert út af vananum í dag. Lukaku var búinn að jafna fyrir hálfleik eftir kokteil af kunnuglegum varnarmistökum í bland við dágóðan slatta af óheppi.
Deulofeu fékk boltann út á kanti og þegar hann mundaði fótinn til að senda fyrir hoppaði Moreno fyrir framan hann og sneri sér við til að meiða sig ekki. Ekki leyfilegur varnarleikur í derby slag frekar en öðrum leikjum svosem. Boltinn datt fyrir Emre Can sem bombaði boltanum frá markinu, þegar það rignir þá hellirignir og í stað þess að boltinn færi í innkast þá fór hann í Skrtel sem gat lítið gert að þessu og þaðan beint fyrir fætur Lukaku sem kláraði boltann auðveldlega í netið, eins dæmigert og mögulegt er. Liverpool búið að tapa forystunni í fimmta skiptið í síðustu sex leikjum og það á innan við 20 mín í öllum þessum leikjum. Þetta var algjör grís hjá Lukaku en varnarleikur Liverpool bíður vissulega upp á það. Spurning hvort ekki þurfi að fjölga miðvörðum enn meira? Staðan 1-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var hreint alls ekki upp á marga fiska hjá okkar mönnum ef tekið er mið af því að Liverpool hreinlega varð að vinna þennan leik. Jafntefli gefur bara of lítið og hjálpar Rodgers ekki neitt. Liverpool var undirmannað á miðjunni allann leikinn og það sást greinilega enda átti Liverpool ekki eitt færi í seinni hálfleik. Sturridge átti að ég held ekki skot á markið í leiknum. Tveir djúpir miðjumenn Everton áttu í nákvæmlega engum vandræðum með hræðilega Coutinho og Milner sem náðu aldrei að stressa vörn Everton sem inniheldur tvo unglinga og miðvörð að spila sinn annan leik. Everton vantaði þrjá lykilmenn í vörnnina.
Helstu atriði seinni hálfleiks var líklega þegar Lucas slapp við að fá seinna gula spjaldið, þar var hann ljónheppinn og Rodgers skipti honum eðlilega útaf eins og skot. Hitt atvikið var þegar Sakho ætlaði að jarða Lukaku á vellinum en var stoppaður af þremur liðsfélögnum sínum.
Heilt yfir ekkert versti leikur okkar manna á tímabilinu og með glasið hálf fullt (af áfengi) er hægt að sjá þetta sem ágætt stig á útivelli, en þetta var bara ekki nógu gott. Hefði viljað sjá meiri séns tekinn í lokin, fækka um einn í vörninni og reyna meira að klára þennan leik með sigri. Vill reyndar hafa það default stillingu á þessu liði okkar.
Frammistöður og maður leiksins
Mignolet bjargaði Liverpool 2-3 í dag og verður ekki sakaður um þetta tap. Hann setti þó líklega met í einni fyrirgjöfinni í dag er hann stóð frosinn á línunni og lét boltann bara alveg eiga sig. Liverpool slapp með það en líklega blindaði sólin hann í því tilviki.
Sakho fannst mér vera maður leiksins þó samkeppnin um það sé ekki mjög mikil. Skrtel var fínn líka og enganvegin hægt að kenna honum um markið. Can fannst mér vera spila úr stöðu eins og áður, hann var mjög óheppinn í markinu enda hreinsaði hann boltann frá eins og honum var uppálagt að gera. Hann bara hitti auðvitað beint í Skrtel. M.ö.o. þessi miðvarðaher sem Liverpool stillir upp á kostnað leikmanns framar á vellinum míglekur mörkum áfram og eru mest bara fyrir hvor öðrum í varnarleiknum, þannig var það bókstaflega í dag.
Clyne var solid eins og vanalega en ekkert meira en það. Moreno var fínn hinumegin og mesta ógn liðsins sóknarlega. Engu að síður er hann mesti sökudólgur liðsins í marki Everton og skorar því ekki hátt í dag. Það er reyndar bara random milli leikja hvaða varnarmaður á mesta sök á varnarmistökum þann daginn en í dag var það Moreno að mínu mati. Farðu í svona bolta eins og þú sért að spila derby leik gegn Everton.
Milner var hræðilega dapur í dag fannst mér en þó ekki jafn lélegur og félagi hans á miðjunni, Phil Coutinho. Þeir voru augljóslega einum færri á sínu svæði í dag en það breytir því ekki að þeir eiga að gera betur gegn Barry og ósamstilltri vörn Everton sem átti allt of náðugan dag. Ekki boðleg frammistaða hjá leiðtogum liðsins.
Lucas var sá eini af miðjumönnum Liverpool sem virtist vita hvaða leikur þetta væri og var einn af okkar betri mönnum í dag. Fullt af smá brotum sem manni finnst vera óþarfi en hann var að stoppa margar sóknir Everton manna í dag. Hann fékk gult spjald fyrir að vinna boltann sem var bull en hann var heppinn að sleppa með seinna gula stuttu seinna.
Ings skoraði flott mark og frábært að hann hafi skorað í þessum leik. Vann eins og brjálæðingur en þegar leið á leikinn saknaði maður Benteke mikið, hefði verið mjög gott að eiga hann inni í dag.
Sturridge fékk enga þjónustu, nákvæmlega enga. Ofan á það átti hann mjög dapran dag. Ef Liverpool spilar með þrjá miðverði, varnartengilið og tvo bakverði er kannski ekki svo óvænt að sóknarleikmenn liðsins eigi dapran dag, Þetta varð raunin í dag og ef við fáum ekkert sóknarlega frá Coutinho, Sturridge og Milner í svona leik eru litlar líkur á að liðið vinni. Sérstaklega ekki þegar alltaf þarf að skora 2-3 mörk.
Það er samt orðið gjörsamlega óþolandi að tapa alltaf niður forystu eftir að hafa skorað fyrsta markið. Núna er stóra spurningin hvort þetta hafi kosti Rodgers starfið. Síðasti naglinn í kistuna, liðið er að spila betur heilt yfir en við sáum á síðasta tímabili en þetta er bara ekki nóg.
Brendan Rodgers þarf að senda Coutinho í frí til Jamaica. Hann virkar alveg uppgefinn.
KAR…….. vona að þú hafir sett “fimmara” á spánna þína! :0)
Steingeldur seinni hálfleikur og markaskoraranum skipt útaf til að halda jafnteflinu. Rodgers fær að þjálfa Liverpool áfram og allir ánægðir. Vííí
Þetta var tölfræðin fyrir þennan leik
[img]https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xpt1/v/t1.0-9/12143161_911969812173248_929630896701142355_n.jpg?efg=eyJpIjoidCJ9&oh=093c65c92e9b64f4dafe77ff38a12fb6&oe=5692F198[/img]
1 sigur í 18 leikjum gegn topp 4 og Everton, 21 mark skorað og 33 fenginn á sig.
Er ekki langsniðugast að rífa plásturinn af strax í landsleikjahléinu og fá inn Klopp.
Hélt ég myndi aldrei nokkurn tíma hugsa eða segja þetta…. loksins landsleikjahlé, jesss.
Limbóið heldur áfram.
Leikurinn fínn að mörgu leyti. Ákefð, barátta og sál, vantaði ekkert af því. Hvorki Coutinho né Sturridge komust inn í leikinn og því urðu gæðasóknir strjálar og tilviljunarkenndar. Svo er það saga tímabilsins, fá á sig ódýrt mark í kjölfar þess að við komumst yfir, sem aftur slekkur aðeins í neista liðsins og veldur því að leikurinn höktir það sem eftir er.
Sem sagt, ekki nógu slæmt til að reka Rodgers en ekki nógu gott til að geta sagt með einhverri sannfæringu að þetta sé á réttri leið allt saman. Og limbóið heldur áfram.
Vantar nýtt blóð í Liverpool, Þreytt!!!!!!!!!
Mismundandi viðhorf þjálfara: Staðan 1-1, 15 mínútur eftir og Rodgers tekur framherja af vellinum fyrir miðjumann á meðan Martinez tekur miðjumann útaf fyrir framherja. Það er ekki heilbrigt þegar eina markmið þjálfarans er að bjarga öllum leikjum til að halda starfinu sínu.
Heldur einhver samt að FSG muni láta hann fara eftir þennan leik? Ég held ekki.
Ágætis fyrri hálfleikur. Baráttan var líka í lagi í þessum leik.
En þetta var alls ekki nóg.
Sömu vandamál ennþá til staðar. Vörnin lekur mörkum. Lítil sem engin sköpun fram á við.
Getum þakkað Mignolet fyrir að ekki fór verr í dag.
Heilt yfir; dapurt.
Vona að liðið verði komið með nýjan, spólgraðann toppþjálfara þegar menn koma til baka eftir landsleikjahlé.
Áfram Liverpool!
Fyrri hálfleikur var sennilega það besta sem maður hefur séð frá Liverpool-liðinu á þessu tímabil. Seinni hálfeikur ekki jafn góður. BR hugsaði fyrst og fremst um að tapa ekki leiknum í seinni hálfleik.
Skilaboð frá BR til leikmanna í hálfeik: Outstanding perfomance guys. Nú þurfum við bara að halda þessu og ég mun fljótlega taka annan sóknarmann út af og þétta miðjuna. Hey, ég má bara ekki tapa þessum leik. Djobbið er undir.
Hann verður sennilega ekki rekinn í landsleikahléinu en það var augljóslega bara annað liðið sem vildi vinna þennan leik í seinni hálfleik og það lið var ekki í rauðum búning.
Varðandi frammistöðu leikmanna þá voru Lucas og Milner duglegir og Ings og Sturridge ógnandi. Getur einhver frætt mig um það hvort Coutinho hafi verið inná? Vörnin hélt í seinni hálfleik eftir vægast sagt dapra frammistöðu í fyrri hálfleik þar sem Mignolet bjargaði með tveimur frábærum vörslum.
°
Frábært að ná jafntefli við stórlið everton. Þetta er allt að koma. Endurnýjum samninginn við Rodgers og við verðum áfram í sætum 6-10 næstu ár. Það virðist vera metnaður FSG.
Sælir félagar
Ég er ekkert ósáttur við niðurstöðu þessa leiks. Held að við getum vel við unað því Everton fékk fleiri og betri færi þar sem Minjo varði vel. Nú er bara að vona að við fáum nýjan stjóra (Klopp) í landleikja hléinu og liðið taki við sér eftir það. ATH. mín skoðun.
Það er nú þannig.
YNWA
Byrjar grákórinn aftur.
Besta við lok þessa leiks er það að nu er landsleikjahlé og Liverpool getur ekki eyðilagt vikuna fyrir manni eða helgina.
Svo fær maður að sja léttleikandi og skemmtilegan fotbolta hja Islandi
Skil ekki alveg afhverju menn eru að kalla eftir klopp ,,afhverju ætti klopp að vilja taka við okkur ? svo á Chelsea líklega eftir að vera fyrri til að reka sinn stjóra
Frábær skemmtun þótt seinni hálfleikur hafi verið heldur daufari.
Skemmtileg stats um Sakho í dag:
37/38 passes completed
100% tackles won
75% headers won
7 clearances
1 block
@Trausti#8
Danny Ings talaði um það í viðtali eftir leik að hann hafi fengið högg á ökklann og að ökklinn hafi stífnað meira og meira eftir því sem að leið á leikinn og þess vegna var honum skipt út af.
#17 Kristján.
Jæja þá, skiljanlegt. En hvers vegna þá ekki að koma með Origi inná? Ef hann er á bekknum, af hverju þá ekki að treysta honum til að spila frammi með Sturridge? Finnst þetta ekki vera afsökun til að fækka framherjunum.
Það var ávallt vitað að þetta yrði erfiður leikur og jafntefli eru ekki slæm úrslit.
Svona aðeins til að upplýsa sparkspekinga sem “allt” vita þá sagði Ings það í viðtali að hann hefði fengið högg í viðskiptum við Jagielka og fann fyrir þessum meiðslum. Því var hann tekinn útaf.
Rýnum nú til gagns en og drögum úr sleggjudómum.
YNWA
Ég alveg sammála þér Trausti með það að hann hefði átt að setja framherja inn fyrir Ings og reyna við öll þrjú stigin.
ps: Arsenal er að rústa Man Utd 2-0 eftir 7 mín.
Nei, Kristján #20
Arsenal er að pakka saman Júnæted 3 – 0 eftir 20 mín.
Sammála leikskýrslunni. Mér fannst liðið leika vel í fyrri hálfleik (fyrir utan varnarmistökin), en alls ekki jafn vel í þeim síðari.
Sturridge og Coutinho sáust varla, einna helst þegar Sturridge tókst að tapa boltanum. Ég skil samt BR vel að halda þeim inná, þeir hafa jú oftar en ekki troðið sokk upp í mann með því að eiga sigurmarkið í leik þar sem þeir voru annars ekki að sýna mikið.
Skiptingin á Ings meikaði ekki sens þegar maður var að horfa á leikinn, en það að hann hafi verið meiddur skýrir þetta mjög vel. Skiptingin á Lucasi meikaði aftur 100% sens, einhver hefði nú leyft Rossiter að fá sénsinn, en svosem líka skiljanlegt að vera ekki að henda honum inná í svona slagsmálaleik.
Ég er svo afskaplega ánægður með skapið sem Can og Sakho sýndu í þessum “atvikum” sem komu upp á í sitt hvorum hálfleiknum.
Almennt hefði maður alveg tekið 1-1 jafntefli á móti Everton á útivelli, en mikið dj…. er orðið þreytandi að missa forystuna svona og ná svo ekki að skora meira.
Ég verð að efast um knattspyrnu vit fólks sem velur Sakho mann leiksins fram yfir Mignolet. Maður reyndi eftir fremsta megni að gefa Everton mark með tveimur fáranlegum hreinsunum, heppinn að fá ekki víti á sig einnig. En þarf ekki að koma á óvart, fólk reynir að finna alla réttlætingu í heiminum að hafa Sakho í liðinu, hann mætti skora 3 sjálfsmörk og samt væri hann eflaust allt í lagi í leiknum.
ANnars var þessi leikur í takt við það sem maður bjóst við, ekkert af því að taka 1 stig þarna en hins vegar er varnaleikur Liverpool ekki boðlegur.
Hræðsla.
Hræðsla leikmanna er nánast áþreifanleg. Hræðsla við mistök, hræðsla við tap.
Ástríðan fyrir sigri er búin a víkja fyrir óttanum. Ekki gott.
Átta mig illa á öllu þessu Klopp tali.
Hljómar eins og ofdekraðir krakkar. “Ég vil fá Klopp”.
Hver segir að Klopp sé í boði?
Þetta var hörkuleikur gegn nágrönunum og þurfti liðinn að sæta sig við 1 stig.
Mér fannst Liverpool liði byrja mun betur og var það rétt undir lok fyrirháfleiks sem Everton vaknaði til lífsins. Liverpool skoraði á þeim kalla og fá svo á sig en eitt brandara markið.
E.Can hittir ekki boltan nógu vel(mjög klaufalegt) hitt beint á Skrtel og hvað gerist? jú boltinn dettur nákvæmlega beint í skotstöðu fyrir eina Everton manninn á svæðinu.
Síðarihálfleikur einkenndist á mikili baráttu og fannst mér Liverpool menn oftar en ekki vinna þá baráttu.
Í sambandi við skiptinuna á Ings þá var hann auðvita hálf haltrandi og fannst mér allt í lagi að setja Lallana inná. Lallana er skapandi leikmaður og duglegur og fannst mér miðsvæðið ekki vera að standa sig og fínt að fá Lallana inn en Coutinho losnaði við varnarskilduna og fékk að færa sig aðeins framar en það kom ekkert úr honum eða Sturridge í þessum leik og munar um minna í svona stórleik.
Arsenal, Man utd og Everton búnir úti(líka Stoke sem er erfiður leikur) og næsta hrina að byrja gegn Tottenham, Chelsea og Man City úti . Það verður fróðlegt að sjá hvar Liverpool verður eftir það prógram en ef við erum enþá nálagt meistaradeildarsæti og eigum heimaleiki gegn öllum þessum liðum í síðarihlutanum þá er hægt að gera eitthvað af viti á þessu tímabili.
Næst er það bara ÁFRAM ÍSLAND
Áður en maður fer í liverpool ham gegn Tottenham í næstu umferð.
Eftir að Barca for að sýna Cuta litla áhuga hefur hann algjörglega fallið í dvala, maður varla tók eftir að hann hafi verið inná í dag. en jafnt í þessum leik er tap, svo einfallt er þetta. það bara getur ekki verið að Rogers egi eftir að stjórna Liverpool aftur, það er gott að hafa landsleikja hléið núna til að koma nýjum stjóra af stað.
Þetta er svo glatað hjá Liverpool,það verður engin framför fyrr en þessi þjálafari fer,því fyrr því betra.
Sáttur með stigið segir born looserinn Rodgers.
Segir allt sem segja þarf. Laskað lið Everton.
FSG er ekki kominn tími til að tengja
29 komment eftir sterkt stig í derby slag sem hefðu verið 89 komment eftir tap, hvar kloppstýrurnar og þeir sem hata leikmenn og stjóra meira en untd hefðu farið mikinn, segir meira um ástandið á klúbbnum en úrslitin. Þetta eru ekki bara fsg eða rogers eða leikmenn. Allt í kringum klúbbinn virðist rotið inn að beini og þar eru stuðningsmenn engin undantekning. Ég veit að ég er að tuða en fokkit. Stuðningsmenn sem geta bara stutt þegar vel gengur eru engir stuðningsmenn heldur vagn hopparar. Ég er ekki að böggast út í þá sem vilja breytingar, gott og vel, en ég á td enn eftir að sjá einn einasta rökstuðning knattspyrnulega séð hversvegna Klopp ætti að vera einhver hvítur riddari og bjargvættur. Ekki einn einasta. Bara Rogers out inn með Klopp segir mér nákvæmlega ekki neitt um hversvegna það er góð hugmynd, sem nota bena er kannski mjög góð hugmynd. Ynwa einsog sloganið segir.
Er ekki fokið í flest skjól þegar maður fær hland fyrir hjartað yfir þeirri tilhugsun að þurfa að mæta liði eins og Arsenal sem er að bursta Mancs í þessum töluðum orðum!! -_-
Ég er bara mjög sáttur með úrslitin miðað við að þetta sé seinasti leikur BR. Nú hefst nýtt og spennandi tímabil vonandi. Erum alls ekki dottnir úr topp4 baráttunni. Don carlo kemur okkur á réttu brautina? tekur við á miðvikudaginn…
…vonandi!
Vi? ger?um reyndar jafntefli vi? Arsenal à þeirra velli og markvör?urin þeirra man og the match :p
Sælir félagar
Hvað segja menn um þetta?
http://www.90min.com/posts/2614455-jurgen-klopp-has-reportedly-agreed-to-take-liverpool-job-as-rodgers-faces-axe?a_aid=35705
Ég bara spyr.
Það er nú þannig.
YNWA
Fannst fyrri hálfleikurinn í dag fínn! Menn voru mættir til að berjast í borgarslagnum og það skiptir öllu máli, svo byrjar maður að spila fótbolta.
Þar fannst mér fremstu þrír virka fínt bæði í pressu og að fá boltann, Lucas sópaði upp og fín hollning á liðinu. Er 1000% sammála uppleggi Babú með þetta jöfnunarmark, meira ógeðið hjá okkur reglulega að fá okkur mark sem einfalt er að verjast, Moreno og Can áttu að gera miklu betur.
Þetta þýddi vind í seglin hjá Everton og fyrstu 20 í seinni voru mjög erfiðar. Milner og Coutinho hurfu alveg, Sturridge ekki í leikformi og vont að missa Ings. Þá fannst mér hafsentarnir gera vel. Síðustu 25 var komið jafnvægi í leikinn og eftir það komu nú eiginlega engin færi.
Jákvætt stig að mínu mati þó auðvitað ég hafi vonast eftir sigri. Þetta var ALLT ANNAÐ en ógeðið á Trafford og gott að menn fóru svolítið “back to basics”. Bláu héldu sig muna rúlla afturábak yfir okkur en það tókst ekki.
Ég vel Mignolet allan daginn mann leiksins, þessar heimsklassavörslur tvær í fyrri hálfleik héldu okkur inni í leiknum og hann átti tvö mikilvæg inngrip í sendingar í þeim seinni. Sakho hins vegar langbestur útispilaranna í dag, Lucas rétt á eftir honum. Milner vantar stöðugleika en þegar hann er í gír gerist margt. Hins vegar virðist Coutinho hafa tapað gírnum sínum bara alveg, steingeldur og hægði verulega á spilinu í dag. Sturridge ryðgaður en í honum, Benteke og Ings erum við á góðum stað með framherja.
Hins vegar er augljóst að varnarleikurinn er mikill höfuðverkur, Clyne reyndar lokaði vel á…en Skrtel og Can áttu erfitt, Moreno flottur vængmaður en verst illa.
Skulum sjá hvað verður…ég held að BR haldi starfinu um sinn…
Djöfulinn er ég þreyttur á þessum éndalausu væla. Þessir leikir hafa alltaf verið erfiðir og sérstkalega núna þegar Liverpool eru ekki i góðu formi.
Eg fannst Liverpool spilla vel i fyrri hálfleik og fannst við góðir i pressu og ná i þessa lausa bolta. Loksins kom eitthvað ur þessu hornspyrnum. Vel gert Ings.
Annars fannst mer Everton eiga tvö bestu færi fyrri hálfleiks,. Fyrra færið var sending úr aukaspyrnu og enginn var að dekka Naismith sem fær frían skalla og frábær markværsla Migno kemur veg fyrir mark. Ég spyr aftur varðandii varnarleik Liverpool og hver átti dekka Naaismith. Mer fannst Sakto vera næsti maður en ég veit ekki hvort hann var dekka annan Everton mann eða hann átti dekka Naismith. Enn þetta skrifast á varnardekkinguna sem var ekki nógu góð..
Jöfnunarmarkið var grátlegt og breytti gangi leiksins. Enn aftur einstaklings varnarmistök. Eg skirfa þetta á Can og er ekki sammála Babu um það hafi verið Moreno. Can átti bara bara taka Carra á þetta og hreinsa i horn eða innkast. Slæm mistök á Can sem átti mörguleiti finan leik. Sakto átti lika finan leik(spurning með fyrra markið og skapið á honum) og ég er ekki ennþá seldur að hann sé besti varnarmaður Liverpool. Annars var Skrtel besti varnarmaður Liverpool i þessum leik og maður leiksins var Migno með tvær til þrjár frábærar markvörslur.
Núna þarf Rodgers ef hann heldur starfinu áfram að byggja á þessu jafntefli og enn aftur laga þennan varnarleik og jafnvel skoða fjárfestingu á heimsklassa varnarmanni i janúar.
Stugde og Benteke(Ings líka) koma sér markaform fyrir næsta leik því við þurfum fá þá inn því þeir eru tveir frábærir sóknarmenn. Ef þeir fara skora þá mun að valda keðjuverkun innan liðsins.
Sigkarl…..
Allt sem kemur frá þessum á vef á heima í ruslatunnunni og er ekki lestrarhæft svo mikið er bullið.
En sumir geta látið sig dreyma…..
Einhvernveginn finnst mér eftir að BR tók við liðinu þá er liðið aldrei komið í form fyrr en undir jól. Þessu verður að breyta.
Nr. 23 Örn
Snyrtilega orðað hjá þér þar sem þú ert ekki sammála
Í alvöru?
Varðandi þetta mál þá hendi ég þessu fram að vanda eftir tilfinningu strax eftir leik og stend ennþá við það að mér fannst Sakho bestur í dag þó samkeppnin hafi ekki verið neitt rosaleg. Mignolet var fínn líka (eins Moreno og Lucas) en mér fannst hann alls ekkert fylla félaga sína miklu trausti frekar en áður. Hann er fínn shot stopper, grunn skilyrði fyrir markmann, hann er ekki nógu góður að öðru leiti að mínu mati og það átti við í dag líka. Mignolet varði mjög vel 2-3 í dag eins og ég kem inná í skýrslunni en hann þarf að mínu mati ekkert að velja mann leiksins loksins þegar hann ver eitthvað aukalega af því sem kemur á markið.
Ég er annars ekkert einn um að velja Sakho mann leiksins
Anfield Wrap http://www.theanfieldwrap.com/2015/10/everton-1-liverpool-1-match-ratings/
#Babu Maður getur lika fundið önnur álit sem og þess http://www.breakingnews.ie/sport/no-respite-for-rodgers-as-liverpool-lucky-to-leave-goodison-park-with-a-draw-699066.html sem gefur Sakto 5 og velur Migno mann leiksins 🙂
Nr. 40
Já þarna er annað álit, önnur skoðun. Það er ekkert óelilegt við það og algjör óþarfi að “efast um knattspyrnu vit fólks sem velur Sakho mann leiksins fram yfir Mignolet”.
Rodgers Farinnn
ROGERS OUT STAÐFEST
BR farinn fra liverpool (staðfest)
BÚIÐ AÐ REKA RODGERS!!!!! STAÐFEST!
Sælir félagar
Haukur J #37 þetta var nú svona til gamans gert fyrir okkur sem viljum annan mann í brúna. Auðvitað er þetta ekki “áreiðanleg” heimild en gaman að þessu engu að síður.
Það er nú þannig
YNWA
Sælir félagar
Búið að reka kallinn. Nú er að sjá hvern við fáum í staðinn og þar fá eigendurnir tækifæri til að sýna hvað þeir vilja í raun leggja til málsins.
Það er nú þannig
YNWA
Ég var nú ansi spenntur fyrir þessum Derby leik og líka að sjá hvort það væri alvöru Liverpool hjarta í þessum leik því nú var enginn uppalinn gutti í liðinu eftir að Gerrard fór, varð nú ekki fyrir vonbrigðum með leikmenn í heild yfir þar sem menn gáfu flestir allt í þetta.
Mitt mat er að við áttum að vinna leikinn við áttum fyrstu 25 mínúturnar í leiknum og Everton átti í miklum vandræðum, og ég vorkenni Can hann var óheppinn með þessa hreinsun sem gaf markið og í raun var hann ekki undir neinni pressu þar sem það var bara ein blá treyja í teignum og hvernig þessi hreinsun frá Can gat farið í Skrtel og beint í skotstöðu fyrir Lukaku er rannsóknarverkefni og ömurlegt fyrir Can að lenda í þess þar sem hann átti annars fínan leik.
Ings átti skilið að skora hann er búinn að vera flottur í þessu leikjum eftir að hann fékk sénsinn mikil orka og áræðni og agalegt að missa hann útaf eftir höggið frá Jagielka þar sem kálfinn var orðinn stífur eftir högg snemma í leiknum.
Viðurkenni að Ings er að koma mér verulega á óvart, Bentake er ekkert að fara að lappa í byrjunarliðið þegar hann kemur til baka og svona á þetta að vera samkeppni um stöðurnar innan liðsins.
Loksins loksins sýnir Mignolet flottar vörslur á þessu tímabili og hann þarf að gera miklu meira af þessu.
Hann á skilið nafnbótina maður leiksins að mínu mati.
Það voru 2 leikmenn áberandi slakir í dag, Coutinho var mjög slakur og hann þarf að bæta almennt sitt form í stærri leikjum tímabilsins á útivöllum, og ekki bara það hann hefur verið frekar rólegur undanfarið.
Sturridge langaði ekkert í þessi slagsmál í dag og virkaði allann leikinn einsog leikmaður sem hefur verið frá vegna meiðsla og mikið ofboðslega hefði verið gott að hafa Bentake til staðar.
Milner átti erfitt enda mikill hiti og barátta á miðsvæðinu og Lucas sem var frábær bjargaði honum ansi oft en þetta varð erfiðara fyrir Milner eftir að Lucas var tekin útaf með nánast kominn með appelsínugult spjald frá Atkinson dómara.
Ég var ekkert ósáttur með liðsuppstillinguna hjá BR þetta er okkar sterkasta lið þessa dagana í fjarveru Bentake, Firmino og Henderson og hann spilaði með 2 uppá topp eitthvað sem allir fá hafa verið kalla eftir, og fyrirfram var Everton búnir að vera á miklu rönni í undanförnum leikjum tímabilsins t.d síðustu 5 leikjum hafa 4 þeirra hafa verið á útivelli og voru með 3 sigra og 2 jafntefli, þá hefði maður verið sáttir með stig úr þessum leik.
Nenni varla að velta mér uppúr stöðu BR það kemur bara í ljós hvað verður.
YNWA