Uppfært: Jurgen Klopp nýr stjóri Liverpool (Staðfest)

Uppfært: Hér má sjá blaðamannafund Klopp, mælum með þessu svo vægt sé til orða tekið.

LFC – Jürgen Klopp: First Live Press Conference by FiftyBuckss


Þetta er bara í alvöru orðið staðreynd. Jurgen Klopp var í dag ráðinn nýr stjóri Liverpool! Opinber heimasíða félagsins staðfesti þetta rétt í þessu en félagið hefur boðað til blaðamannafundar klukkan níu í fyrramálið þar sem kappinn verður formlega kynntur til leiks.

Með Klopp koma tryggir aðstoðarmenn hans hjá Dortmund og Mainz þeir Željko Buva? og Peter Krawietz sem við kynnum betur hér neðar.

Fyrirséð er að fleiri breytingar verði gerðar á starfsliði Liverpool á næstunni því það er ekki bara Rodgers sem yfirgefur félagið heldur yfirgefa fjórir úr hans innsta hring félagið núna með ráðningu Klopp. Aðstoðarstjórarnir Sean O´Driscoll og Gary McAllister ásamt Chris Davies og Glen Driscoll sem hafa séð um að greina frammistöður leikmanna og andstæðinga Liverpool. McAllister verður þó áfram viðloðandi félagið.


Hver er maðurinn?
Af þeim sex stjórum sem Liverpool hefur ráðið frá stofnun Úrvalsdeildarinnar toppar spennan fyrir Jurgen Klopp þá alla. Ráðning Benitez er sú eina sem kemst nálægt tilfinningu manns núna enda var sú ráðning svipuð staðfesting á metnaði félagsins og ráðning Klopp er núna. Aðalmunurinn er að maður vissi mest lítið um Spánverjann á meðan Klopp er rokkstjarna þjálfaraheimsins og talar hreinlega í fyrirsögnum.

Jafnvel þó ég reyni að hugsa fullkomlega óraunhæfa kosti dettur mér enginn í hug sem ég myndi vilja frekar á þessum tímapunkti sem stjóra Liverpool. Raunar sé ég bara Mourinho, Wenger og Guardiola sem þessa algjörlega óraunhæfu kosti eins og staðan er í dag og af þeim kæmi bara Spánverjinn til greina. Ef Liverpool getur laðað að sér mann eins og Klopp er enginn stjóri of stór fyrir Liverpool, hjálpar líka að hann er eins og sniðinn fyrir Liverpool og öfugt.

Maður sem útskýrir hugmyndafræði sína svona er hjartanlega velkominn á Anfield.

Hjá Liverpool fær hann í hendurnar ungt og efnilegt lið þar sem enginn innanborðs er nálægt því jafn stórt nafn og hann sjálfur, nafn sem hann hefur náð að skapa sér sl. áratug í Þýskalandi. Brendan Rodgers kom inn í lið sem innihélt Carragher, Gerrard og Suarez, það meina ég auðvitað ekki sem eitthvað neikvætt, alls ekki en þeir voru allir stærra nafn í augum stuðningsmanna en stjórinn. Gerrard og Carragher voru báðir að klára sinn feril er Rodgers tók við þeim og þurfti að passa að styggja engan í því ferli. Jurgen Klopp hefur alveg auða flugbraut til að móta sitt lið eftir sínum hugmyndum svo lengi sem þær passa við hugmyndir FSG.

Þegar Brendan Rodgers var ráðin sumarið 2012 skrifaði ég færslu til að kynna hann með fyrirsögninni Brendan who? Nokkru áður höfðum við sett hér inn könnun þar sem við spurðum hvern lesendur vildu helst sjá taka við liðinu, Rodgers fékk 39 atkvæði þar eða 4%. Jurgen Klopp var í öðru sæti þar með 15% en það skýrist líklega af því að fæstir töldu hann raunhæfan kost þá. Þetta er alls ekki svona núna, allar sambærilegar kannanir sýna hann með rúmlega 70% stuðningsmanna með hann sem fyrsta kost.

Jurgen Klopp kynnum við ekki til leiks með fyrirsögninni Jurgen who?

Þeir sem lengi hafa talað um metnaðarleysi FSG og lýst yfir efasemdum um raunveruleg áform þeirra með Liverpool eru með ráðningu Klopp að fá ansi stóran og sveittan íþróttasokk upp í kok og heldur betur ósk sýna uppfyllta. Ég skora á þá sem vilja nýja eigendur að benda á þó ekki væri nema eitt lið í heiminum með svona rosalega mikið betri eigendur en FSG hafa verið hjá Liverpool? Þá er ég auðvitað að fara fram á lið sem eru ekki með vafasaman og óþrjótandi olíusjóð á bak við sitt veldi (félög sem er best er lýst sem litlum klúbbum með mikla peninga). PSG, Chelsea og Man City byggja árangur sinn á lottóvinningi, hvaða lið sem ekki býr við þann lúxus hefur verið betur rekið síðan 2010?

Já mér finnst ráðning Jurgen Klopp svona stórt statement hjá FSG!

Jurgen Klopp
Klopp
Þessi 48 ára gamli Þjóðverji er fæddur 1967 í Stuttgart í V-Þýskalandi. Hann spilaði sem sóknarmaður upp alla yngriflokka og fékk atvinnumannasamning árið 1989 hjá smáliðinu Mainz 05. Þar spilaði hann 337 leiki í neðri deildum Þýskalands næstu 12 árin eða þar til hann lagði skóna á hilluna árið 2001. Hann byrjaði sem sóknarmaður hjá Mainz en fór að spila sem varnarmaður er leið á ferilinn.

Mainz 05
Hjá Mainz spilaði hann með Bosníumanninum Željko Buva? frá 1992-95 og urðu þeir þar miklir vinir. Buva? sem er sex árum eldri fór til 4.deildarliðsins Neukirchen árið 1995 þar sem hann endaði ferilinn 36 ára árið 1998. Hann tók við liði Neukirchen strax í kjölfarið og stýrði því til ársins 2001.

Željko Buva? og Peter Krawietz
Klopp lagði skóna á hilluna árið 2001 þá 34 ára gamall og var um leið ráðinn stjóri félagsins. Hans fyrsta verk var að hringja í sinn gamla vin Željko Buva? og hafa þeir fylgst að allar götur síðan. Sama ár var Peter Krawietz ráðinn yfirnjósnari hjá Mainz og hefur þetta tríó unnið mjög náið saman síðan og unnið hvorn annan upp. Klopp er stjórinn og andlit þjálfarateymisins út á við en innanbúðar er Buva? sagður engu minna mikilvægur hvað þjálfun varðar og Peter Krawietz hvað leikmannakaup varðar en hann er sagður vera gríðarlega öflugur í að greina þarfir Klopp á leikmannamarkaðnum og hefur núna CV til að styðja það.

Bosnínumaðurinn Buva? er mjög taktíkst sterkur á meðan Klopp gæti sannfært fíl til að synda flugsund. Þeir vinna mjög náið saman og lýsti Nuri Sahin því vel þegar Klopp var í banni í Meistaradeildarleik á síðasta tímabili. Fjarvera hans af bekknum myndi ekki skipta svo miklu því “Zeljko Buvac is basically Klopp’s twin, and he’ll be on the bench. “Both of them see football in exactly the same way.”

Það er ekki líkt Klopp að spara stóru orðin en hann kallar Buva? “football genius” á meðan hann gengur undir viðurnefninu “Heilinn” hjá öllum öðrum. Hann lætur Klopp um að tala fyrir þá báða og gæti átt erfitt með tungumálið en um hæfileika hans er ekki efast og Klopp hefur ekki ennþá þjálfað án hans.

Peter Krawietz var yfirnjósnari öll árin hjá Mainz en kom inn í þjálfarateymið sem aðstoðarstjóri hjá Dormund, þá ásamt Buva?. Viðurnefni Krawietz er “Augað” en hans aðal hlutverk hjá Dortmund var áfram tengt leikmannakaupum og hafði Paul Lambert fyrrum leikmaður Dortmund það eftir honum“He tells the people in charge what’s important to the head coach” Lambert bætti svo við “He was great with me when I was over there and showed me how it worked on the analysis side of it. Peter is a big part of his team and he was at Mainz with him. He knows him really well and is someone who he trusts to be very analytical about the game. He’s someone he’ll lean on.” Það er því spurning hvort Krawietz komi inn í hina alræmdu transfer comittie fylgi hann Klopp til Englands.

Ólíkt Klopp og Buva? var Krawietz aldrei leikmaður sjálfur en hann fimm árum yngri en Klopp.

Uppgangur Mainz
Hjá Mainz fengu þeir tíma til að móta lið eftir sínu höfði og tókst strax á þriðja tímabili að koma félaginu í efstu deild. Fyrstu tvö árin endaði Mainz í fjórða sæti og rétt missti því af Úrvalsdeildarsæti. Annað tímabilið sveið sérstaklega því mark á 93.mínútu í loka umferðinni eyðilagði þá drauma. Klopp á sínu þriðja ári sem þjálfari tókst að koma þessu rétt tæplega 100 ára gamla smáliði í efstu deild og var það í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Mainz hélt sér uppi árið eftir og endaði í 11.sæti og fékk jafnframt sæti í Evrópukeppninni í gegnum Fair Play útnefningu. Klopp var í öðru sæti í vali á þjálfurum ársins í Þýskaland fyrir vikið. Þeir náðu aftur 11.sæti í deildinni tímabilið 2005/06 og spiluðu m.a. við Keflavík í Evrópukeppninni áður en Sevilla sló þá út.

Árið eftir féll Mainz um deild en Klopp ákvað að halda tryggð við þá og taka eitt tímabil til viðbótar í 2.deild. Klopp var mjög nálægt því að koma liðinu upp aftur árið eftir en sagði upp að tímabilinu loknu. Þar með lauk samfeldum 19 ára ferli hans hjá Mainz. Það er ekkert bara í Dortmund sem hann er í guðatölu, enginn hefur stýrt Mainz eins lengi og hann gerði og eftir loksleik tímabilsins mættu 20.000 manns í kveðjupartýið í miðborg Mainz. Arftaki hans hjá Dortmund nú var einmitt áður stjóri Mainz og bætti enn frekar árangur Klopp með það lið. Hann naut góðs af vinnu Klopp rétt eins og hann gerir nú hjá Dortmund.

Klopp fannst allt annað en auðvelt að kveðja stuðningsmenn Mainz.

ZDF
Klopp var þarna orðinn mjög vel þekktur í Þýskalandi, bæði sem vægast sagt litríkur stjóri Mainz og ekki síður sem gríðarlega vinsæll sérfræðingur ZDF sjónvarpsstöðvarinnar í landsleikjum Þjóðverja frá 2005-2008 en Þjóðverjar héldu einmitt HM á þeim tíma. Hann var óvenjuleg ráðning í þetta hlutverk eins og Rafael Honegstein lýsti frábærlega

Jan Doehling, a producer at the Mainz-based state television channel ZDF, had seen Klopp captivate audiences with passionate speeches at end?of?season parties in the town square: “He brought tears to everyone’s eyes and had mothers holding their up babies, yelling that they would name them after him,” Doehling recalls, with only a hint of exaggeration.

Klopp was picked as the main pundit for the 2005 Confederations Cup in Germany, despite having never won a significant trophy as player or manager. He was a revelation, pointing out tactical details on screen “in an entertaining, funny, sexy manner”. Crucially, he made sure to use self-deprecating humour, to avoid patronising the audience. He spoke to them like a friend in a pub, without airs and graces.

Klopp proved an immediate, huge success, cutting his teeth on a new video tool that allowed him to draw circles and arrows on to the screen. ‘It was his idea,’ says Doehling. ‘He basically developed the tool in cooperation with the software company we employed because he wanted to use it for his team talks at Mainz after the World Cup.’

While Jürgen Klinsmann’s team enthralled the public at the 2006 World Cup, Klopp joyfully played the role of the country’s TV national manager, winning plaudits for his insight. “We realised that this guy knows how to put his point across and to mesmerise people,” Doehling says. “If he had started a political party, they would have voted him into government immediately.”

Menschenfänger, they call guys like him in Germany, someone who can literally catch people and talk them into doing things they themselves did not feel possible.

Það er því ekki tilviljun að Klopp er frábær þegar kemur að samskiptum við fjölmiðla og starf hans á ZDF hefur líklega hjálpað honum helling er hann tók við Dortmund enda því liði sýnt öllu meiri áhugi heldur en Mainz.


Dortmund.
Dortmund fans
Líklega mun Dortmund aldrei nokkurntíma finna eins rosalega hárréttann mann á eins hárréttum tíma og þeir gerðu er Klopp var ráðinn stjóri liðsins árið 2008 ásamt Željko Buva? og Peter Krawietz. Þeir voru ráðnir nokkrum dögum eftir kveðjustundina í Mainz. Sjálfur gat Klopp líklega ekki hitt á betra félag en það komu fleiri til greina sumarið 2008 og sýndu önnur stórlið honum alveg áhuga líka.

Klopp var í sérfræðingur ZDF í apríl 2008 á birkarúrslitaleik FC Bayern og Dortmund. Á hótelinu eftir leik hitti hann stuðningsmenn Dortmund sem báðu hann um að taka við sínu liði enda langþreyttir á meðalmennsku sinna manna.

Leverkusen og Hamburg sýndu einnig áhuga en seinna liðið er sagt hafa hætt við að reyna við hann er þeir fengu veður af því að hann klæddist jafnan rifnum gallabuxum, kæmi oft seinn á æfingar og fleira í þeim dúr. Sá snillingur sem skilaði þessari skýrslu hlýtur að vera himinlifandi mað sjálfan sig í dag og sín prinssipp.

FC Bayern sýndi honum meira að segja áhuga en ákváðu frekar að ráða Jurgen Klinsmann sem var talinn öruggari kostur heldur en Klopp, ekki síst þar sem hann hafði spilað á hæsta leveli sem leikmaður. Þannig að Dortmund varð það á endanum.

Árin sjö hjá Dortmund
Dortmund vann titlinn árið 2002 í Þýskalandi en gat ekki greitt leikmönnum sínum laun tveimur árum seinna og lýsti yfir gjaldþroti. Bayern Munich bjargaði þeim með því að lána þeim €2m sem hélt þessu fornfræga veldi á floti. Þetta er svipað og ef Man Utd hefði bjargað Leeds á sínum tíma, Bayern og Dortmund eru engu minni erkifjendur.

Þetta voru mjög erfið ár hjá Dortmund og eftir að Bayern bjargaði þeim festist liðið í baráttu um 6.-9.sæti næstu fjögur tímabil eða allt til ársins 2007/08 er félagið endaði í 13.sæti. Þessum sofandi risa með flottasta heimavöll í Evrópu og stórkostlega stuðningsmenn vantaði nýja hugmyndafræði og einhvern neista til að vekja liðið á ný. Mann með svona passion.

Er einhver að tengja aðeins við aðdraganda þess að Dortmund réði Klopp við aðdraganda þess að Liverpool er að ráða hann núna? Hann fékk hjá Dortmund efnilegt lið og nauðsynlegan tíma til að móta það. Margir af þeim sem voru fyrir hjá liðinu er hann kom stórbættu sig á skömmum tíma og urðu stórstjörnur hjá Dortmund á meðan nokkrir af eldri leikmönnum liðsins fengu að fjúka.

“Gegenpressing” er galdurinn á bak við árangur Klopp, kerfi sem byggði á því að Dortmund pressaði andstæðinga sína látlaust og beitti afar beinskeittum skyndisóknum er þeir náðu boltanum. Allt liðið pressaði sem ein heild og ef einhver einn klikkaði kom það niður á öllu liðinu. Klopp og Buva? leggja mikla áherslu á að hafa sína menn í mjög góðu formi og voru með marga fitness þjálfara á launaskrá. Liðið æfði oft tvisvar á dag sem er í dag eðlilegt í Þýska boltanum en nánast óþekkt í Englandi. Vonandi sjáum við Liverpool reyna aftur þessa tegund fótbolta en þetta er ekki ósvipað því sem Rodgers lagði upp með er hann tók við Liverpool og tókst vel 2013/14.

“Gegenpressing” er auðvitað svipað tískuorð núna og tiki-taka var árið 2012. Það er ekkert verið að finna upp hjólið en með “gegenpressing” leikstíl Klopp kom hann með nýjan leikstíl ekki ósvipað og Guardiola gerði hjá Barcelona. Munurinn á því sem Klopp og Guardiola voru að gera var að Dortmund setti stefnuna alltaf beint á markið og markmiðið með öllum sendingum var að færa liðið framar. Tiki-taka gekk meira út á það að þreyta andstæðinginn (og áhorfendur) með endalausum reitarbolta og refsa þegar færi gafst. Þegar FC Bayern var loksins búið að innleiða hjá sér leikstíl Dortmund tímabilið 2012/13 gengu þeir frá tiki-taka leikstíl Barcelona í eitt skipti fyrir öll í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. FC Bayern vann samanlagt 7-0 gegn einu besta ef ekki besta liði sögunnar.

Hér er fín greining á þessum leikstíl sem tengdur er sérstaklega við Klopp

Dortmund bætti sig um 19 stig á fyrsta tímabili Klopp sem skilaði þeim 6.sæti. Árið eftir endaði liðið í 5.sæti 13 stigum á eftir meisturum FC Bayern.

Á þriðja tímabili smallt þetta allt hjá Klopp rétt eins og það gerði hjá Mainz. Dortmund spilaði stórkostlegan fótbolta sem andstæðingar þeirra áttu engin svör við allt tímabilið. Það á liði sem hafði ekki kostað mikið að byggja upp og innihélt mikið af ungum leikmönnum sem voru að stíga sín fyrstu skref. Sjö árum frá gjaldþroti félagsins var Dortmund aftur búið að vinna titilinn og það með einhverjum mesta glæsibrag í sögu þessarar íþróttar.

Um sumarið missti Klopp fyrsta leikmanninn sem hann hafði búið til ef svo má segja. Nuri Sahin var leikmaður ársins 2010/11 og fór til Real Madríd þá um sumarið. Dortmund leysti það auðveldlega og keypti ungan ?lkay Gündo?an sem er ennþá betri leikmaður. Engin stórstjarna keypt heldur lagt upp með að halda áfram að byggja á ungu liði Dortmund sem skilaði þeim titlinum.

Tímabilið 2010/11 var engin tilviljun og Dortmund sannaði það með stæl árið eftir. Þeir slóu stigametið í efstu deild í Þýskalandi og tryggðu sér tvennuna er bikarnum var landað líka. Það gerðu þeir með því að ganga frá FC Bayern í úrslitum með 5-2 sigri. Ef Klopp var ekki kominn guðatölu fyrir þá var hann það svo sannarlega núna.

Klopp var himinlifandi með tímabilið og ákvað að fá sér “smá” bjór í viðtali eftir leik

Tímabilið 2012/13 náði FC Bayern vopnum sínum heldur betur ásamt því að önnur lið í Þýskalandi voru farin að læra betur á leik Dortmund og innleiða hann sjálf. Forsvarsmenn FC Bayern hafa talað um að það sé Dortmund að þakka hversu gott þeirra lið hefur verið undanfarið því þeir urðu að bregðast við frábæru liði Klopp.

Aftur missti Klopp besta leikmann liðsins, nú hét sá leikmaður Kagawa en hann var seldur til Man Utd á Englandi. Það er áhugavert að sjá hvað varð úr Sahin og Kagawa hjá öðrum liðum miðað við hversu góðir þeir voru hjá Klopp. Fyrir Kagawa keypti félagið Marco Reus þannig að þetta slapp alveg og rétt rúmlega það, hann er þeirra besti leikmaður í dag.

Deildin gekk illa hjá Klopp og félögum og settu þeir stefnuna á að bæta árangur liðsins í Meistaradeildinni frekar en þar hafði þeim gengið illa. Dortmund fór taplaust í gegnum riðil með Real Madríd, Man City og Juventus. Shakthar Donetsk var engin fyrirstaða í 16-liða úrslitum annað en Malaga í 8-liða úrslitum. Til að vinna þá þurfti Dormund að skora tvö mörk í ævintýralegum uppbótartíma til að tryggja sig áfram.

Í undanúrslitum var það aftur Jose Mourinho og félagar í Real Madríd, öllum að óvörum gekk Dortmund bara frá Spænska risanum á Westfalen 4-1, Lewandowski skoraði öll mörk Dortmund. Leikmaður sem Dortmund keypti frá Póllandi 2010 og varð stjórstjarna hjá Dortmund. Sigurinn heima gegn Real dugði þeim þó útileikurinn hafi tapast 2-0. Því miður var FC Bayern á sama tíma að slátra Barcelona til að tryggja sæti sitt í Þýskum úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Úrslitaleiknum tapaði Dortmund á eins brutal hátt og mögulegt er þegar Arjen Robben skoraði sigurmarkið á 89.mínútu. Dortmund var eina liðið þetta tímabil sem stóð í mulningsvél FC Bayern. Deildin heimafyrir gekk samt ekki verr en svo að Dortmund náði öðru sæti.

Fyrir tímabilið 2013/14 var enn einu sinn selt eina af stjörnum liðsins. Nú var það Mario Götze sem fór til FC Bayern og breikkaði bilið enn frekar við það. Þessi sala sveið töluvert enda Götze uppalinn hjá Dortmund og nýtti FC Bayern sér klásúlu í samningi hans til að kaupa hann. Dortmund verslaði töluvert í staðin og vann t.d. kapphlaup við Liverpool um Mkhitaryan. Hann kostaði 19m og er dýrasti leikmaður sem Klopp hefur keypt. Til samanburðar þá keypti Liverpool Lallana, Lovren og Markovic í fyrra sem voru allir dýrari áasmt Balotelli sem kostaði svipað mikið. Núna í sumar verslaði Liverpool tvo leikmenn sem kostuðu ca. 30m. Segið mér svo að það sé ekki hægt að versla betur (utan Englands) en Liverpool hefur verið að gera!

Hér er dæmi um hvernig hægt er að gera betur en Liverpool hefur gert undanfarin 5 bresk ár.

Aftur náðu þeir öðru sæti í deildinni og það nokkuð sannfærandi en bilið í FC Bayern var orðið mjög mikið og deildin búin í kringum áramót. Dortmund byrjaði tímabilið reyndar á fimm sigurleikjum í röð en lenti í kjölfarið í mjög mikilum meiðslavandræðum og misstu flugið. Real Madríd sló þá úr leik samalagt 3-2 í Meistaradeildinni og í bikarkeppninni fór liðið í úrslit gegn FC Bayern en tapaði eftir framlengingu. Þýska deildin var orðin stórskemmd vegna yfirburða og fjárráða FC Bayern.

Lokaárið hjá Dortmund
Fyrir síðasta tímabil misstu þeir líklega þann leikmann sem þeir máttu hvað síst við því að missa, Robert Lewandowski. EKki hjálpaði að um leið styrkti FC Bayern sitt lið jafn mikið og þetta veikti lið Dortmund. Ofan á brottför hans áttu leikmenn Dortmund í ótrúlegum meiðslavandræðum. Leikstíll Dortmund undir stjórn Klopp var ekki lengur sama forskot og hann hafði verið enda önnur lið búin að læra betur á þá og illa gekk að breyta leikstíl liðsins.

Meiðsli lykilmanna var þó aðal vandamálið en Klopp hafði misst einn besta sóknarmann í heiminum og fengið í staðin Ítalskan framherja sem stóðst alls ekki væntingar. Ofan á það var næstbesti leikmaður liðsins meiddur meira og minna allt tímabilið sem lék félagið grátt. Já þetta er lýsing á Dortmund á síðasta tímabili, ekki Liverpool þó það nákvæmlega sama eigi við. Suarez-Lewandowski / Sturridge-Reus / Balotelli-Immobile.

Úr því verið var að skíta upp á bak var alveg eins gott að gera það bara með stæl. Dortmund var í neðsta sæti deildarinnar í febrúar sl. eftir 19 umferðir í 34 umferða deild. Þá loksins fór Eyjólfur að hressast og liðið náði að bjarga andliti með því að enda í 7.sæti.

Í Meistaradeildinni vann Dortmund sinn riðil sem innihélt m.a. Arsenal en féll illa úr leik gegn Juventus í 16-liða úrslitum.

Klopp var búinn að gefa það út í apríl að þetta yrði hans síðasta tímabil með Dortmund og fengu leikmenn liðsins dauðafæri til þess að kveðja hann við viðeigandi hætti í lokaleik tímabilsins. Dortmund komst nefnilega í úrslit bikarsins en beið þar lægri hlut gegn mjög góðu liði Wolfsburg.

Samband stuðningsmanna Dortmund við Klopp var engu minna náið en samband stuðningsmanna Mainz við hann sjö árum áður. Eftir lokaleikinn í deildinni kvöddu stuðningsmenn á Westfalen með virktum. Ótrúlegu ferðalagi var lokið.


Næsta ævintýri Jurgen Klopp er á Anfield Road, mikið óskaplega hlakkar mig til.

Hjartanlega velkominn til Liverpool.

126 Comments

  1. Æðislegt! Hlakka verulega til að sjá hvað hann getur gert. Eitt er víst – það verður engin lognmolla á leikjum né í kringum félagið almennt meðan Jürgen Klopp er við stjórnvölinn. 🙂

  2. Það er búið að segja mikið og margt um FSG undanfarið en þeir hafa klárlega sýnt okkur það að það er metnaður í gangi !
    Vertu velkominn Klopp !!!

  3. Þessi helvítis landsleikjhlé
    Er ekki hægt að spóla yfir það og fara bara strax í leikinn á móti tottenham.

  4. Hrikalega spennandi vika sem nær hámarki á föstudag.

    Ég er fyrir löngu búinn að gleyma hver var stjóri á undan Jurgen Norbert Klopp!

  5. Vúhú!

    Velkominn Klopp!!

    Nei annars, þetta er conspiracy. Feikuð mynd, er það ekki?

  6. Þetta er rosalegt statement hjá eigendum liðsins að fá svona magnaðan þjálfara til félagsins á þessum tíma, klárlega á topp 4 í heiminum að mínu mati og sá þjálfari ásamt Guardiola sem ég hefði mest viljað fá og hann er kominn.

    Ég sem var búinn að segja upp áskriftinni hjá 365 en ég þarf að endunýja hana aftur á morgun.

    Ég segi bara til hamingju með þennan þjálfara stuðningsmenn Liverpool.

  7. Takk fyrir þessa skýrslu, snilld.

    Ég er kominn í treyjuna með belginn út í loftið, kaldan í hægri, fjarstýringuna í vinstri og algerlega klár í slaginn.

    Hver bað um þetta landsleikjahlé?

    YNWA

  8. þetta virkilega ger?ist!!!

    þetta er þa? sem ALLIR vonu?ust eftir! nema lfc fòlk https://youtu.be/rT660LZ6qkc

    en hann er í alvöru bara mættur í àskorun lífs síns! hann gat be?i? eftir tilbo?um frá svo morgum og stórum fèlögum og noti? sín a? vera í fríi.

    þa? a? hann skuli vera tilbùinn a? koma til liverpool og þa? þegar mòti? er byrja? segir mèr a? hann er a? fara breyta umhverfinu á Englandi!

    svona lí?ur manni nkl nùna!

  9. Hef alveg beðið rólegur, staðfest og sviginn þýðir það að ég þarf ekki að vera í löngum þurrk frá að drekka drykk sem mér líkar, en því hét ég víst eftir Sionleikinn og tengdist veru hins ágæta BR hjá klúbbnum og þangað til að alvöru stjóri tæki við.

    Og VÁ hvað ég er glaður. Tveir kostir, FRÁBÆRIR, sem var rætt við. Ekkert eitthvað “wannabe” dæmi um að pússa einhvern upp sem gæti hugsanlega búið til eitthvað til langs tíma eða byggt upp blablabla sem að svo myndi loksins blablabla liðinu á toppinn.

    Hér er kominn KEISARI í húsið og því ber að fagna. Auðvitað, auðvitað, auðvitað getur þetta farið illa…eins og allt í fótbolta þá geta alveg hlutir farið á allt annan veg en ætlað er. En hér er verið að fara HEFÐBUNDNA leið stórliðs til að ná árangri. Finna mann sem er sigurvegari og hefur reynslu af því að leiða lið til stærstu titla heima og í Evrópu. Svipað og 2004 voru það nú Ancelotti (sem ég er pottþéttur að hefði sagt já ef hann hefði verið fyrsti kostur eða Klopp sagt nei) sem hefur unnið allt…og Klopp sem hefur unnið eina af þremur bestu deildum Evrópu og farið í úrslit CL.

    Ég var svo að vona að þeir FSG menn myndu nú hafa lært þennan leik það vel að þeir sæju það að sú hugmyndafræði sem þeir fóru af stað með vorið 2012 myndi aldrei skila þeim til langframa því sem við upplifðum í fimm frábæra mánuði árið 2014 og ég er alveg á því að þá hafi langað allavega jafn mikið og okkur að upplifa eitthvað slíkt aftur.

    Þeir “deliveruðu” núna. Enginn einhver viðtalskrítería með tikkboxum og excel skjali heldur sóttu hákarl. Vissulega úr öðrum sjó og umhverfi, en allavega hákarl. Það fyrirgef ég þeim algerlega ef illa fer. Þeir eru að reyna.

    Ég er sannfærður um að þessi ráðning breytir kúrs. Hefðbundið fótboltafélag byggt á sterkum stjóra sem allt stendur og fellur með er nákvæmlega það sem ég vill sjá. Nú er að sjá hvað Klopp gerir til styttri tíma með lið sem er í ójafnvægi varðandi leikstöður, hefur átt mjög erfitt með að leika það leikkerfi sem hann hefur notað og vantar klárlega leikmenn sem uppfylla þær kröfur sem hann langar í. Alveg er ég samt handviss að hann mun ná að vinna með það sem hann hefur til að byrja með, ekkert síður en Rafa tókst með Traore, Biscan, Smicer og Baros forðum. Því hann mun stimpla sig inn í þennan mannskap og svo að sjálfsögðu taka til.

    Er handviss að í janúar reynir hann við markmann, vinstri bakvörð, meiri takklara, sækir Markovic og klaupir hraðari kantmenn. Ég held að hann sé sannfærður um sitt leikkerfi og muni nota það…svo mögulega verða einhverjir S-C til sölu fljótlega til að fylla upp í stöðurnar.

    En það allt kemur í ljós.

    Nú er bara að fagna því að þurrkurinn minn er úti, hann varð mun styttri en ég hafði ráðgert…og aftur…VÁ hvað það gleður mig!!!

  10. Sá eftirsóttasti er orðinn Liverpool maður.

    Þegar hann klappaði á Liverpoool skiltið forðum fann maður virðinguna fyrir klúbbnum og sögunni.

    Þetta eru stórkostlegar fréttir.

  11. Frábært að fá Klopp en ef hann á vinna með sömu leikmannanefnd á sömu forsendum og Rodgers. Þá er ekkert sem segir að hann mun ná betri árangri enn Rodgers.
    Vonandi fær Klopp meiri völd enn Rodgers varðandi hvaða leikmann koma og hverjir ekki.

  12. Þetta er frábær ráðning og frábærar fréttir fyrir Liverpool

    Lítum bara á alla stjórana sem við höfum átt síðan titilinn kom síðast í hús

    *Souness vann skosku deildina með Rangers einfaldlega vegna þess að hann gat keypt fjöldann allan af enskum landsliðmönnum á meðan Evrópubanninu stóð.
    *Roy Evans var bara þjálfari sem hafði enga reynslu sem framkvæmastjóri
    *Houllier mistókst að koma Franska landsliðinu (með Ginola, Papin, Cantona o.fl. ) á HM
    *Benitez náði að vinna spænsku deildina með Valencia en hann hafði tekið við sterku liði sem hafði tvisvar komist í úrslit meistaradeildar og þurfti því ekki að kaupa mikið af mönnum
    *Hodgson hafði aldrei verið nálægt því að vinna meistaratitil í stórri deild á sínum ferli
    *Dalglish var ekki búinn að vera viðloðinn knattspyrnustjórnun í meira en áratug og það sýndi sig svo sannarlega
    *Rodgers hafði aðeins þjálfað smáklúbba áður en hann kom til Liverpool og aldrei unnið neinn titil

    Nú LOKSINS erum við komnir með framkvæmdastjóra sem tók við liði í svipaðri stöðu og Liverpool er í núna og á nokkrum árum tókst að byggja upp frábært lið sem vann þýsku deildina tvisvar og komst taplaust í úrslit meistaradeildar.

    Ég held að við getum verið mjög bjartsýnir á framtíðina!

  13. Hef ekki verið eins spenntur fyrir ráðningu stjóra síðan Benitez var ráðinn. Hann var með takmörkuð fjárráð (fékk lampa þegar hann bað um sófa…) en náði stórkostlegum árangri með Valencia. Klopp var í svipuðu ástandi í Þýskalandi en náði frábærum árangri.
    Hef enga trú á öðru en að Klopp fái tíma til að koma sínum hugmyndum á framfæri en hef jafnframt trú á því að skemmtanagildi leikja Liverpool muni margfaldast strax á næstu vikum. Jólin komu í október í ár, fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool 🙂

  14. Enga helvítis sinfóníu … Við viljum rokk með Jurgen Klopp 🙂

    Er ekki svo málið að fá hana Eva Carneiro á hliðarlínuna líka 🙂

  15. úff, þetta var löng vika…. en mikið svakalega endaði hún vel 🙂

  16. “Hef ekki verið eins spenntur fyrir ráðningu stjóra síðan Benitez var ráðinn” Ég vil ekki einu sinni líkja þessu saman við það. Þetta er 100 x meira spennandi !

  17. Upplifunin er gömlu góðu stemmingsdagarnir á Anfield og baráttan um bikara hjá LFC! Trúin er komin aftur með þessum mikla meistara og það eru rosalega spennandi tímar framundan… Takk FSG og til hamingu kæru poolarar 🙂

  18. Sæl og blessuð.

    Nú verður aftur gaman að fylgjast með enska boltanum.

    Bring Back the Glory, Bitte!!!

  19. Það er ekki hægt annað en að Kloppa fyrir þessu. En það verður samt algjör Kloppur að bíða í 9 daga eftir næsta leik!

  20. Hér er síða #300 á mögnuðum þræði á RAWK: http://www.redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=323318.11960

    Browserinn í símanum mínum krassaði tvisvar þegar ég var að skoða þetta í gærkvöldi, svo mikið af stórum GIFs og rugli. Ef þið kíkið á hundavaði á síður á bilinu 250-280 (því á síðu #300 er auðvitað bara verið að fagna þeim áfanga að ná 300 síðum), sjáið þið spennustigið. 🙂

  21. #15,

    “Þeir „deliveruðu“ núna. Enginn einhver viðtalskrítería með tikkboxum og excel skjali heldur sóttu hákarl. Vissulega úr öðrum sjó og umhverfi, en allavega hákarl. Það fyrirgef ég þeim algerlega ef illa fer. Þeir eru að reyna.”

    Mjög vel að orði komist.

  22. Dauðlangar að horfa á fréttamannafundinn vitið þið hvar það er hægt

  23. Stórkostlegar fréttir. Eitthvað sem maður hefur ekki þorað að fagna fyrr en núna!

    #29 gott að vita að maður á þjáningarbræður í spenningnum á RAWK. Þetta er sennilega það besta í þessum þræði samt. Svona jafn fyndið og það er góð tilfinning að Klopp sé tekin við.

    http://cdn.makeagif.com/media/10-08-2015/7P9VyX.gif

    Til hamingju Kop-arar!

  24. Til hamingju Liverpool! Frábær pistill hjá Babú. Frábær dagur! Það er bara allt frábært núna! 🙂

    Las mjög góðan pistil James Pearce hjá Echo áðan. Kíkið á hann.

    Verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um að núverandi eigendur höfðu TVISVAR áður reynt að ná Klopp, þ.e. bæði eftir að Woy og King Kenny voru reknir. Hann hafi hafnað Liverpool í bæði skiptin vegna tryggðar við Dortmund. Ef þetta er rétt, höfum við stuðningsmenn þá ekki kannski stundum verið heldur ósanngjarnir í gagnrýni okkar á núverandi eigendur LFC?

    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fc-comment-klopp-unifies-10225731

  25. #33,

    Margt hrikalega fyndið þarna, bara svo rosalega mikið að renna í gegnum. 🙂

    En þessi gjörningur FSG/félagsins mun svo sannarlega sameina stuðningsmennina og veita þeim eftirvæntingu og von. Ekki veitti nú af!

  26. Saga Liverpool er full af flottum karakterum frá Bill Shankley var auðvita kóngurinn og á ekki ósvipaðan ferill og Klopp. Hann tók við rissa í dvala og kom honum á kortið og reif liðið upp af rassgatinu og gerði það að stórliði.
    Mér finnst nefnilega Bill og Klopp ótrúlega líkir í því að með þeim er ástríða sem skín í gegn og eru óhræddir við að tjá sig og báðir snillingar að ná stuðningsmönnum á sitt band.

    Stundum endurtekur sagan sig og vona ég að Klopp komi inn og rífur liðið upp eins og Bill gerði svo eftirminnilega og blæs krafti í stuðninsgmenn sem geta sagt stoltir WE ARE LIVERPOOL

  27. Þetta kallast að henda sér í djúpu laugina ????

    – Spurs (away)
    – Southampton (home)
    – Chelsea (away)
    – Crystal Palace (home)
    – Man City (away

  28. Frábærar fréttir. Fyrsta sem hann gerir er að losa sig við drabíta í liðinu eins og Lucas.

  29. KLOPP ER UNDURSAMLEGUR … ÉG ELSKA MANNINN …. ÉG ELSKA FSG .. ÉG ELSKA KLÚBBINN … ÉG ER AÐ FROÐUFELLA

  30. Vá! hvað við þurftum þetta. Loksins förum við með sætustu stelpuna heim af ballinu.
    Prost! félagar. Prost!

  31. gjörsamlega geggjað svo er bara að sækja einn besta leikmann ensku deildarinnar í janúar hann sadio mane ! Glænýr imbi á leiðinni og streamið fer á hilluna.

  32. Lofar svakalega góðu og vonandi er hann síðasta stóra púslið sem Liverpool vantaði til að verða að stórliði. Af fenginni reynslu ætla ég að gefa honum tíma og tækifæri til að móta sitt lið. Mér heyrist hann vera með svipaðar áherslur og Rodgers hvað hápressu varðar og ef hann er í ofan á lag með eitthvað sem t.d styrkir vörnina, þá má vel vera að við náum góðum árangri í vetur.

    Ég sætti mig við 5-6 sætið í vetur. Allt betra er bonus. Allt verra segir mér að það hafi verið mistök að reka Rodgers.

    Aðalmálið er að gefa þessum manni tíma. Hann er allavega skrautlegur og hress náungi. Það er alltaf plús.

  33. Til hamingju bræður og systur. Er útsendingin ekki kl. 8 á breskum tíma og því kl. 7 í fyrramálið á íslenskum en ekki 9 eins og kemur fram að ofan? Eða er ég að misskilja?

    Bjartir tímar framundan!

  34. #43,

    Ég held að það sé eitthvað LFC TV exclusive dót, viðtal og svona, snemma í fyrramálið. En blaðamannafundurinn + unvailing er kl. 9 að íslenskum tíma og verður hægt að sjá hann á Sky Sports News.

    Er þetta ekki örugglega rétt hjá mér? Sýnist það á öllu.

  35. Litla gæsahúðin sem ég fékk á þessu myndbandi maður. Vona svo innileg að það verði þungarokk hjá Liverpool liðinu næstu árin en ekki einhver róleg sinfónía. Áfram Liverpool!

  36. Ótrúlega spennandi tímar framundan. History in motion….

    Welkominn Klopp…. YNWA…

  37. Þetta virkar eitthvað svo rétt á svo margan hátt. Eftir smá yfirferð á netinu eru áhrifin af þessari ráðningu svo mikið meiri en bara spurning um einhvern þjálfara.

    Líkurnar á að Liverpool vinni deildina fóru úr 100/1 í 40/1. Spurning um setja nokkur pund á borðið.

    Strax farnar að koma samlíkingar, og það skiljanlega, við Shankley. Tilsvörin og ástríðan hjá þessum manni eru stórkostleg.

    Trú fólks á eigendunum virðist hafa snúist algerlega við þegar kom í ljós að þetta í 3 skiptið sem honum er boðið starfið.

    Síðustu áratugina, og þá sérstaklega eftir brotthvarf Benitez er aðdándahópurinn búinn að vera klofin, í PRO og ANTI Benitez menn, þeir sem eru á BR out vagninum og ekki. Um það bil hver einasta ákvörðun sem hefur verið tekin hjá klúbbnum endar í rifrildi stuðningsmanna.

    Með einni undirskrift er þetta allt horfið. Get ekki betur séð en að hálf Liverpool borg, sá helmingur sem skiptir máli, og allir aðdáendur séu sammála í einu og öllu um allt sem snýr að klúbbnum.

    Og allt þetta án þess að liðið hafi spilað 1 leik, hann hafi mætt á svo mikið sem eina æfingu, það er ekki búið að tilkynna hann formlega, ekki búið að kynna hann fyrir leikmönnum.

    Þarna fer maður með MOJO svo mikið er víst. Öll vandamál sem snúa að klúbbnum eru leyst, eða munu verða það fljótlega. Hef ekki nokkrar áhyggjur að það þurfi eitthvað að ræða það meira hvort Lucas eigi að spila eða ekki. Það er kominn maður sem tekur þess á kvörðun og sú ákvörðun fær að standa.

    Mitt glas er ekki bara fullt, það farið að flæða á borðið og sennilega í glösin hjá öðrum líka.

    “At a football club, there’s a holy trinity – the players, the manager and the supporters.
    Directors don’t come into it. They are only there to sign the cheques.”

    en einhver þarf að ráð stjórann. Vel gert FSG.

  38. Frábærar fréttir. Þetta video með Heavy Metal kommentið er þvílíkt peppandi

  39. Ég held að ég sé búinn að týna sokkunum mínum. Svo hátt hoppaði maður af kæti við þessa ráðningu.

    Ætla að líma skjáinn við andlitið á mér í kvöld og horfa á allt þetta sem er komið inn á LFCTV og þá sérstaklega viðtalið við hann.

    Skál allir fjær og nær. Framundan eru hvað mest spennandi tímar hjá LFC í háa herrans tíð.

  40. Sælir félagar,

    getur einhver sagt mér hvar hægt er að horfa á blaðamannafundinn á eftir ef maður er ekki áskrifandi af LFCTV?

  41. Vertu hjartanlega velkominn í fjölskylduna Herr Klopp. Langt síðan ég hef verið svona spenntur fyrir þjálfara og það er erfitt að halda væntingum manns í hófi. Megir þú færa okkur margar gleðistundir.

    Burt séð frá fótbolta taktík, pólitík money ball, þjálfunaraðferðum ofl þá held ég að Liverpool þurfi á þessum tímapunkti mann eins og Klopp. Mér fannst Liverpool undir BR oft skorta trú og ástríðu og ég er sannfærður um að Klopp getur að minnsta kosti fært okkur þessa hluti.

    YNWA

    Wenn du durch einen Sturm geht
    Halt dein Kinn hoch
    Und habe keine Angst vor der Dunkelheit.
    Am Ende des Sturms Ist ein goldener Himmel
    Und das süße silberne Lied einer Lerche.

    Lauf weiter durch den Wind,
    Lauf weiter durch den Regen,
    Obwohl deine Träume verworfen werden.
    Lauf weiter, Lauf weiter mit Hoffnung in deinemHerzen
    Und du gehst nie alleine, Du wirst niemals alleine gehen.

    Lauf weiter, Lauf weiter mit Hoffnung in deinem Herzen
    Und du gehst nie alleine, Du wirst niemals alleine gehen.

    https://www.youtube.com/watch?v=lXCQ74HA3cE

  42. Klopp núna á blaðamannafundinum “I´m the normal one” í mótsögn við Móra og “the special one”…

    Byrjar vel verð ég að merkja 🙂

  43. Það hafa margir verið að benda a að klopp se með 48% sigurhlutfall en rodgers 51%, mer fans það svo otrulegt að eg varð að kikja a þessar tolur og komst að þvi að þær eru mjog villandi og hefur eflaust verið bitur sem sett upp þessa tolfræði, klopp er með 48% sigurhlutfall með bæði dortmund og mainz, en með mainz er sigurhlutfallið 40% og dortmund rúmlega 56%, sem eru betri tölur en benitez, ég varð bara að koma þessu á framfæri 🙂

  44. hahaha þessi gaur er svo flottur! shit hvað maður er orðinn spenntur eftir að hlusta á hann!

  45. I have just enjoyed listening to this man more in just nine minutes than every single Rodgers interview.

  46. Klopp……. með smá þýskum hreim……

    People have told me about the english press. You have to prove to me, they are all liars. !

    Gargandi snilld…..

  47. Veit einhver hvar hægt er að horfa á blaðamannafundinn í endursýningu ?

  48. Liverpool er einfaldlega búið að raða besta framkvæmdastjóra í heimi.
    Þetta viðtal við hann hjá LFCtv er ótrúlega flott.
    Endirinn a viðtalinu þegar hann er spurður hver séu skilaboð hans til aðdáenda Liverpool.
    Og hann svarar ” We have tó changes From doubers to belivers”

    Ég bara get ekki hætt að brosa.

  49. hann var að brillera allt þetta viðtal svo einfalt er það 🙂

  50. Maður verður bara smá meir við að hlusta á viðtalið við hann og blaðamannafundinn.

    Ég vona að þetta sé byrjunin á upprisu LFC

    YNWA

  51. Djöfull verður þessi kop.is ferð eitthvað maður! Heimaleikur á móti United og Klopp á hliðarlínunni. Ef að fjármunir leyfðu myndi ég klárlega mæta. Þetta verður æði fyrir ykkur, sem ætlið!

  52. Þvílíkur snillingur ! Get ekki beðið eftir að sjá leiki með Liverpool núna. Við ætum að sjá einhverjar breytingar á liðinu næstu vikur, bæði hugarfari og vinnusemi leikmannana. Það er bara pottþétt.
    Þessi maður hefur þvílíka ástríðu fyrir því sem hann er að gera.

    Velkominn hinn venjulegi 🙂

  53. Svakalega er hressandi að fá loks “venjulegan mann” laus við sömu tuggurnar viku eftir viku og minna okkur svo á að við lifum ekki í fortíðinni. Nú-ið er núna og áfram……….

    ….. og svo þetta……

    “Whoever wants to do what I want can be a good friend of mine. And it is not so bad a thing to be a friend of mine.”

    Snillingur!

  54. Ég meina það … ég sit innan um fullt af fólki að hlusta á þennan snilling svara spurningu númer tvö … og ég er með gæsahúð og tár í augum!!!! Hvað er að gerast…. 🙂 Það er eitthvað í loftinu!! “Hættið að hugsa um peninga… farið að trúa … ” Það þarf ekki annað en að hlusta á þessa goðsögn í eina mínútu og Liverpool hjartað hreinlega fer að slá hraðar… Sjáið fyrir ykkur hvernig Klopp mun fylla leikmenn og áhangendur eldmóði!!

    History in motion…. 🙂 YNWA… það glyttir í gullna skýið!! 🙂

  55. Þvílíkur snillingur.
    Einhvernvegin grunar mig að stjörnustælarnir og hrokinn í Móra muni aukast um helming núna þegar hann sér að það er einhver að stela af honum athyglinni. Munurinn á þesum tveimur er auðvitað sá að Klopparinn okkar er ekki að þessu fyrir athyglina, hann er bara svona helvíti athyglisverður.

    #thenormalone

  56. Nú er ég búinn að horfa á bæði viðtalið og blaðamannafundinn.

    ég hef ekki verið mjög trúaður einstaklingur en eftir að hafa hlustað á hann þá trúi ég að eitthvað er í vændum.

  57. Þegar ég ætlaði að fara á síðuna ykkar skrifaði óvart klopp.is

  58. Vá hvað ég er glaður í dag, best að skella sér í ríkið og skála í kvöld 🙂

  59. Þetta er ansi gott. https://www.facebook.com/video.php?v=151539268530243
    “After 4 months of swimming pool now I come to Liverpool!”

    “Stop for the Klopp!”

    ————

    Við erum komnir með alvöru keisara til Liverpool. Það er ljóst. Kenny Dalglish er líka búinn að gefa 2 thumbs up eftir blaðaviðtalið. Hans orð eru lög. Rodgers náði aldrei til fólksins sama hvað hann blaðraði eins og páfagaukur um Shankley og co. ásámt hefðunum.

    Þetta getur farið allavega, Liverpool gæti dóminerað England og Evrópu næstu áratugi en Klopp gæti líka ekki náð að heimfæra evrópska módelið sitt yfir á ofborgaða og ofurlaunaða enska hrokafulla leikmenn sem hafa varla aga til að spila meira en 1-2 leikkerfi og hugsa eins og Sterling meira um sportbílana sína en stuðningsmenn. En hvað sem gerist þá verður þetta hell of a ride!

    Ég hef kallað hér lengi eftir því að reka Rodgers og ráða Klopp. Nú er það búið að gerast og nú byrjar alvöru vinnan. Nú er komið að okkur stuðningsmönnum að gefa Klopp alla þann og stuðning og vinnufrið sem hann þarf til að sýna sína galdra. Það þarf ekki að taka mikið til í leikmannahópnum en Klopp er greinilega miðað við ummæli þegar búinn að skoða hópinn og alla leiki Liverpool á þessu tímabili og mögulega lengra aftur. Hann veit hvar veikleikarnir liggja og hvað þarf til að bæta liðið. Þarf enga bévítans 180 bls skýrslu um það. Þú byggir eins og Klopp segir meistaralið uppfrá vörninni fyrst og svo ferðu að spá í pressu og sóknarleik. Fótbolti er frekar einföld íþrótt og sjálfstraust spilar mjög mikla rullu.

    Verður mjög forvitnilegt að sjá hvað Klopp gerir með varnarleikinn fram að áramótum. Mun hann keyra á Sahko eða Lovren/Skrtel kombóinu. Mun hann færa Gomez í miðvörð, mun Jose Enrique fá sénsa í vinstri bak ef Moreno verður of villtur. Mun hann nota Can eða Lucas til að verja vörnina þegar við höfum enga breidd vegna þess hva fáa kantmenn við höfum?
    Mun hann selja Mignolet við fyrsta tækifæri? Mun t.d. Hummels koma til Liverpool? Gundogan?

    Allavega er orðið spennandi að vera grjótharður Liverpool maður aftur. Eftirvænting og gredda í loftinu yfir Anfield þessa dagana. Ég er svo þokkalega að fara á leik á Anfield sem allra fyrst, jafnvel strax á Tottenham leikinn þann 19.okt. FSG eru að sýna metnað og ákveðni, nú þarf peningur í leikmannakaup að fylgja þessari gjöf til okkar. Finnst eins og ég sé að fá hár á punginn í 2.sinn á ævinni.
    Jurgen Klopp er þokkalega #bringingsexyback#

    Áfram Liverpool.

  60. Sæl öll.

    Til hamingju með gærdaginn, þá stigu okkar menn stórt …risa stórt skref inn í framtíðina.
    Ég var upphaflega ekki hrifin af Klopp hafði meiri trú á Ancelotti en ég lagðist í rannsóknarvinnu og OMG Klopp heillaði mig algjöra svo mikið af ég væri ekki hamingjusamlega gift besta manni í heimi þá hefði ég beðið Klopp um að giftast mér. Hann seldi mér algjörlega allt sem hann stendur fyrir. Ástríðan, gleðin og bara allt sem hann sagði tikkaði í alla reiti. Okkur virðist hafa tekist að finna eina Þjóðverjan með húmor og smá óskipulag og fá hann í vinnu til okkar.

    Ég held að framtíðin sé svo björt hjá LFC að ég ætla að fjárfesta í nýjum sólgleraugum.

    Djö….hvað ég bíb spennt eftir Tottenhamleiknum
    Þangað til næst
    YNWA

  61. Þetta er upphafið á einhverju stórkostlegu! Þvílíkir persónutöfrar-gæinn heillaði alla á þessum fréttamannafundi “the normal one” algjör meistari!

  62. Núna er allt að gerast, okkar tími er kominn. Virkar yfirvegaður ,” I am the normal one”, segir meira en mörg orð.
    Maður bíður bara spenntur eftir næsta leik.

    Áfram liverpool.

  63. Sælir félagar

    Ég er búinn að renna í gegnum öll komment hér og það er gaman að sjá að hér er ekki einn einasti úrtölumaður. Jafnvel þeir sem voru yfirlýstir Ancelotti menn eins og Maggi eru glaðir og vongóðir.. Er heldur annað hægt?

    FSG hefur sett fram yfirlýsingu sem er risavaxin og hafa algerlega staðið undir þeim vonum sem við bjartsýnustu menn áttum í okkar huga. Þetta þýðir einfaldlega að FSG ætlar að gera atlögu að því að koma LFC í fremstu röð í Evrópskri kbnattspyrnu. Við munum að sjálfsögðu styðja þá viðleitni af fremsta megni.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  64. Er eðlilegt að hafa horft á blaðamannafundinn fjórum sinnum.

    Þessi maður, ef þetta er þá maður.

  65. Ég heilsaði samstarfsfélögum í morgun með “Jurgen Klopp” í staðinn fyrir “góðan daginn” og mun líklega halda því áfram út mánuðinn.

  66. Nú þarf maður að bíða í rúma viku eftir næsta leik!!! þetta verður lengi að líða

  67. Ein spurning. Haldið þið að núverandi mannskapur geti gert góða hluti í deildinni?

  68. # 104 Ég held að liðið hafi alla burði til að standa sig vel í vetur undir stjórn Klopp. Það verða eflaust einhverjar hæðir og lægðir en mannskapurinn á vel að geta staðið í sigurstranglegustu liðunum í baráttunni um fjórða sætið. JK tók það sjálfur skýrt fram á blaðamannafundinum að hann hefði trú á mannsskapnum og litist í heildina vel á liðið. Það myndi ekkert hryggja mann ef nokkrar veikar stöður yrðu bættar í næstu gluggum og allar líkur á að það gerist. Þetta er samt sterkt lið sem hefur verið andlaust megnið af vetri. Nýr neisti á að geta fært það á betri stað. Við verðum allavega að vona það!

  69. Ætli það sé einhver sem ekki sé tilbúinn að skipta um stjóra til þess að þurfa ekki að byrja enn eitt uppbyggingartímabilið? 🙂

    Núna líður mér eins og litlum krakka að bíða eftir jólunum og byrjaður að telja niður í næsta leik.

    Hef aldrei verið jafnspenntur fyrir neinum öðrum stjóra þau rúmu 30 ár sem ég hef fylgt liðinu. Þetta er lang stærsti laxinn sem hefur verið dreginn að landi. Það er búið að tryggja einn flottasta og magnaðasta karakterinn á markaðnum á Anfield næstu árin og jafnframt búið að tryggja að hann fer aldrei til Utd, þar sem hann verður farinn að læra hata það fyrirbæri strax eftir helgi.

    Blaðamannafundurinn var magnaður og það verður magnað að fylgjast með honum í framtíðinni. Ef ég hefði verið beðinn á einhverjum tímapunkti síðustu ár að velja drauma framkvæmdastjórann fyrir Liverpool hefði ég alltaf valið Klopp og þar á eftir Guardiola. Hef fylgst lengi með honum í gegnum Dortmund og horft á marga leiki með því liði og aðdáun mín á honum hefur alltaf aukist. Það ber að hrósa FSG fyrir þetta move og þeir sína það enn og aftur að þeir hika ekki við að ráðast í dramatískar breytingar ef þess er þörf. Algjörlega sammála Magga hér að ofan að ef svo ólíklega vill til að þessi tilraun með Klopp heppnist ekki þá verður auðveldlega hægt að fyrirgefa þeim það.

    Í því samhengi segi ég jafnframt, ef Klopp getur ekki komið titli á Anfield, hver getur það þá?

    Bara 8 dagar í næsta leik 🙂

  70. Frábær dagur, bæði í dag og í gær!

    Ég horfði á viðtölin, bæði við LFC-TV (Klöru okkar) og svo einnig á vegum LFC! Yfir Klopp er sérstök ára sem getur heillað alla, leikmenn, stuðningsmenn, væntanlega stuðningsmenn, blaðamenn o.fl. Húmorinn er til staðar og svo geislar fítonskraftur af manninum. Fyrsta boðorðið er að TRÚA EN EKKI EFAST.

    Ég myndi velja Klopp sem þjálfara þótt allir þjálfarar heimisins væru í boði.

    Erfitt leikjaprógram liggur fyrir svo ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Vonandi verða úrslit okkur hagstæð en hvernig sem fer RÝNUM TIL GAGNS.

  71. Gleðitíðindi fyrir alla Liverpool aðdáendur og nú er bara að njóta þess að sjá Liverpool spila aftur og gefa Klopp og félögum tíma næstu misseri að setja mark sitt á liðið.

  72. Einn dagur og við erum ekki búnir að vinna leik !!!

    KLOPP OUT

    Ég vil Brendan aftur eða Hodgson!

  73. Fyrst og fremst er ég mjög ánægður með að Liverpool FC landaði Klopp. Það er sennilega einn af 5 bestu þjálfurum seinustu ára.
    Menn hérna eru að ganga af göflunum, ekki að ástæðulausu kannski, en vil samt minna menn á að líklega þarf Klopp sinn tíma til að koma áherslunum í gegn. Það er ekkert öðruvísi með hann en aðra toppþjálfara. Oftast þarf smá tíma, sérstaklega með óslípað lið eins og Liverpool er í dag. Ég vona auðvitað að hann taki þetta með trompi og Liverpool vinni hvern leikinn á fætur öðrum en er ekkert endilega að búast við því. Ég myndi frekar gera ráð fyrir því að næsta tímabil yrði tímabilið hans. Það veltur samt líka á því hvernig hann nær að reshape-a liðið í vetur, janúar og sumar.

    Þetta er samt smá bittersweet, mér líkaði vel við Rodgers. Hann sýndi það að hann getur náð toppárangri. Vissulega gekk þetta ekki nógu vel hjá honum seinustu misseri það er enginn sem getur neitað því. Mér finnst samt full mikið að honum vegið oft á tíðum, menn full yfirlýsingarglaðir, þetta er mín skoðun.
    Það sem svíður mest í þessu ferli er að Liverpool ákvað að halda Rodgers í sumar. Fjárfesti gríðarlega í liðinu og breytti um staff. Mv það sem hefur síðan komið í ljós, þeas að Rodgers var látinn fara eftir 8 deildarleiki, hlýtur þetta að vera galin ákvörðun. Ekki misskilja mig, þetta var sennilega það besta í stöðunni úr því sem komið var, en að láta Rodgers halda áfram í sumar var GALIN ákvörðun. Ef traustið var ekki meira en þetta, þá átti þetta að gerast strax.
    Ég er ekki endilega að kaupa það að Klopp eða Ancelotti hafi hvorugur verið til í að taka við Liverpool í sumar. Hvorki Liverpool né Rodgers var gerður neinn greiði með þessu move-i. Það hefði verið mikð gáfulegra að láta Klopp og hans staff hafa peninga og tíma á undirbúningstímabilinu.
    Verð samt að hrósa FSG fyrir að klára þetta fljótt og örugglega núna, er samt ekki fullkomnlega sáttur við þeirra störf eins og margir hér.

  74. Þið sem hafið fylgst með þessu, haldið þið að Klopp sé farinn að sofa? Hann hlýtur vera dauðþreyttur, enda langur en ánægjulegur dagur.

  75. Er að fara í jan á Liverpool vs Pakistan , get ekki beðið að bera snillinginn augum.

  76. Hvað haldiði að sé líklegasta uppstilling í fyrsta leik á móti Spurs.
    Mun hann spila Big Ben með Studge eða verður 1 frammi.

  77. Þetta finnst mér með því alflottasta:

    “You have to look at which players are reachable and not dream of this player or that player and then say: ‘But they don’t want to come to Liverpool.’ If a player doesn’t want to come to Liverpool then stay away. Really. If you think about the weather, stay away. If you think about other things, stay away. If you want to come here, you are welcome. That is the first and most important issue.”

    Þvílíkur náungi.

  78. #114. Ég vona að hann spilli með tvo framherja. Stugde byrjar með Ings eða Benteke.
    Klopp hefur notað 4-1-3-2 kerfið hjá Dortmund og vona sjá það á móti Tottenham.

  79. Er Benteke orðin heill ?

    og ja eru menn ekkert hræddir um að Klopp segi af ser næsta vor og taki við Bayern, það yrði sorglegt maður.

  80. Eg er kloppari fram í rauðan dauðann.. Hins vegar vona eg að allir snillingarnir sem eru að skrifa á þessa síðu verði síðan ekki brjálaðir þótt það færi svo að við töpum næsta leik..

  81. #118

    Erum aldrei að fara að tapa næsta leik. Auðvitað munum við tapa undir stjórn Klopps en á móti Spurs. Aldrei

  82. Það hlýtur að vera hægt að gera eins og 4 auglýsinga/styrktar samninga í næstu viku eftir svona viðburðaríkan dag. Efumst ekki, trúum. Bara klára þá fyrir Tottenhamleikinn og þá verður til nægur peningur í leikmannakaup í janúar fyrir eina stórstjörnu og einn vanmetinn sem spilar ekki í réttri stöðu. Allir vilja spila undir Klopp.

  83. Hef ekki verið svona spenntur síðan daginn fyrir fermingu 1989. Klopp var í draumum mínum í alla nótt, hann er toppmaður. Fór og skellti í búning með “KLOPP FOR THE KOP 96” eftir golf hér í USA. Hef ekki kunnáttu til að smella mynd hér inn á símanum en hún er falleg ég get sagt ykkur það.

  84. Jurgen Klopp er orðinn okkar maður, hann er orðinn Manager of LFC og eg get ekki hætt að brosa. Get ekki hætt að hugsa um þetta. Eg hef fulla trú a að JK nái goðum árangri strax i vetur, einfaldlega vegna þess að deildin er galopin og LFC hafa spilað undir getu.
    Tel ofur eðlilegt að The Normal One setji markmiðið a CL-sæti sjálfur. Það myndi vera stórkostlegt fyrir framhaldið að gera!
    Vildi óska þess að Being Liverpool væri i gangi nuna og helst 24/7.

    Get ekki fengið mig saddan af JK!

  85. Mjög áhugaverð lesning hérna um hvernig Klopp sér strax vandræðin undir Rodgers. Klopp þegar búinn að analýsera 3 síðustu leiki Aston Villa, Sion og Everton að fullu. http://www.football365.com/news/klopp-liverpool-players-not-free-under-rodgers

    ““We cannot talk about football philosophy and ball possession, playing like Barcelona, playing like whoever.

    “No, this team needs to create their own style. If you have the ball you have to be creative but you have to be prepared that if you lose the ball the counter pressing is very important. It is not a proposal, it is law.
    “You cannot decide ‘um’, you have to do it and you will. That is what we all have to learn.”

    Klopp also revealed he had watched Liverpool’s last three games – draws with Everton and FC Sion and victory over Aston Villa – and that he believed the players were “not free” under Brendan Rodgers.
    “I’ve seen the last three but if you ask me on Sunday I will have seen 20,” he said.

    “The other games I only saw the goals. For 90 minutes, I saw Everton, Sion and Aston Villa.

    “Aston Villa was really good. Good goals but if you don’t defend the crosses it can happen against this striker (Rudy Gestede).

    “Against Sion, in this game you saw the whole pressure on the team. The first chance missed and everyone is going… (acts panicky).

    “You can see it in their eyes, they are not free. Football is about creating chances, not to make 20 goals a game. It is not possible.

    “If you feel ‘yes I can miss, the next chance we will get’ then you are free and you can stay confident.

    “That is very important. In the game against Sion, you saw many of the problems because there was so much pressure on the players. We have to work so that they feel good. I couldn’t see any fun in this game in no faces and that is not so good.

    “In Everton of course it was a derby and pressure on both teams. It was a little bit old school. It was kick and rush, bam, bam, bam, long balls but the fighting spirit was really okay.

    “It was not the best game in the last 10 years I would say. In these three games you could see a lot of things. The early goal against Aston Villa, it opened them up and then they played. That is what I want to work for.
    “We have to change things. First we have to see what is up at Melwood.”

    —————

    Hef þusað um það lengi hér að Liverpool þurfi að fara finna sér sinn eigin spilastíl og sinn eigin karakter á vellinum. Okkur hefur skort alvöru leiðtoga í langan tíma og erum ekki að gera nóg til að taka stjórn á boltanum og leikjum. Rodgers var kominn í að hræðast alla andstæðinga og það smitaði út frá sér inní liðið. Eins og Klopp nóterar þá fór allt í móral og panikk ef Liverpool klúðraði fyrstu færunum í leikjum. Það er líka mjög erfitt fyrir og extra pressa á Strikera ef þeir vita að í hvert sinn sem þeir klúðri færi geti komið mark hinum megin 10sek seinna. Í síðustu leikjum virðist allt leka í gegnum vörnina og Mignolet. Varnarmenn farnir að hörfa undan sóknarmönnum inní markteig og leikmenn spila augljóslega þjakaðir af hræðslu við að gera mistök.

    Þessu ætlar Klopp að breyta strax. 11 menn að gera saman hlutina smá rangt sé betra en að spila eins og 11 einstaklingar. Liðsheildin er málið, það er karakter Liverpool. Þjálfarinn, leikmenn og borgarbúar standi allir saman sem ein heild. Tapi Liverpool boltanum eða klúðri færi muni þeir sem lið gera allt til að koma boltanum sem fyrst inní vítateig andstæðinganna og hræða lið. Fyrst með pressu svo með hröðu direct uppspili. Þýskt agað töfraraunsæi tekið við af þessum spænska possession based tiki-taka sem Rodgers skólaði sig í, dreymdi um að implementa með Joe Allen og co. en náði aldrei. Þegar það tókst ekki og Suarez horfinn reyndist Rodgers one trick pony sem fór á flótta úr einu leikkerfinu í annað og náði engum stöðugleika. (Engin furða að andlegur faðir hans Arsene Wenger hafi grátið um leið og hann var rekinn!)

    Þýska landsliðið nr.1 í heiminum í dag og hinar þýsku þjálfunaraðferðir eru cutting edge í tæknimálum. Þetta í bland við ástríðuna í Liverpool borg og þjálfaranum ásamt háu tæknileveli og hraða (Klopp hefur tekið fram að leikmenn Liverpool hafi þessi gæði nú þegar) í bland við sterkan varnarleik er kokteill sem hefur alla sénsa á að virka og reynast mjög árangursríkt. Sérstaklega þegar Liverpool fer að ná í heimklassaleikmenn sem bæta veikleikana í núverandi liði, svoleiðis stjörnur fá alla á æfingasvæðinu til að leggja 100% meira á sig á æfingum. Eins og Klopp segir þá er það bara…. My Way or the Highway. Leggi menn vinnu á sig og hlýði skipunum þá geta þeir orðið vinir Klopp og það er gott að vera vinur Klopp. Þá ertu alvöru karlmaður.

    Áfram Liverpool.

  86. Ég tók eftir einu skemmtilegur á blaðamannadundinum hjá Klopp.

    Hann talaði um að hann hafi aðeins séð í síðustu 3 leiki Liverpool heila á tímabilinu en hafi séð mörkinn eða higlights úr fleiri leikjum.

    Svo spurninginn er afhverju fór hann allt í einu að horfa á heilan liverpool leik ef hann hefði ekki gert það allt tímabilið?

    Ég held að svarið sé að það var búið að hafa samband við kappan og áhugin hans á liðinu var orðinn meiri. Aston Villa leikurinn var spilaður 26.sept og var þá búið að hafa samband við hann fyrir þann tíma.

  87. #124 pottþétt kæmi mér ekki á óvart ef við höfðum samband í sumar og hann sagðist vilja taka smá frí. FSG bakkaði ekki Rodgers fyrr en um mitt sumar hafa pottþétt verið að spurjast fyrir um klopp jafnvel ancelotti. Svo er greinilegt að sakho vissi af þessu annars hefði hann ekki skrifað undir nýjan samning.

Kop.is Podcast #99

Kop.is Ferð: Sala enn í gangi!