Liðið gegn Rubin Kazan

Þá er komið að fyrsta heimaleiknum undir stjórn Jürgen Klopp. Klopp, má ég kynna Anfield.

Byrjunarliðið í kvöld er þetta:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

Milner – Allen – Can
Lallana – Coutinho
Origi

Bekkur: Bogdan, Touré, Randall, Lucas, Ibe, Firmino, Benteke.

Sem sagt nánast óbreytt lið frá því gegn Spurs, aðeins Allen inn fyrir Lucas, og sterkara en við eigum að venjast í Evrópudeildinni. Einnig er mjög jákvætt að sjá Big Ben og Bobby Firm á bekknum, svo bætist Sturridge við á sunnudag og þá lítur þetta skyndilega miklu betur út.

Mikið hlakka ég til að sjá stemninguna á Anfield í kvöld. Þetta bara verður að vinnast.

YNWA

73 Comments

  1. Já þetta lítur barasta vel út. Sjáum hvernig þeir plumma sig, að vísu hef ég alltaf sett smá fyrirvara um sköpunargleði welska Xavi … en já Klopp nær kannski meira út úr honum, en Rodgers gerði.

    YNWA.

  2. Ég fýla þjálfara í tætlur sem spila áfram á sama eða svipuðu liði og stóð sig vel síðast … já og þeim sem setja metnað í allar keppnir.

    Er þetta ekki annars 4 – 2 – 3 – 1?

    Fannst einhvern veginn eins og Milner hefði spilað úti á kantinum við hlið Cautinho og Lallana í síðasta leik og gæti trúað að við sæjum það einnig núna.

    Áfram Liverpool!

  3. Koma svo vinna fyrsta leik Klopp á Anfield það er algjört must.
    Vona að Benteke komi inná í þessum leik.

  4. Flott byrjunarlið, ánægður með Klopp!

    strákar, netið er að klikka hjá mér, er með Samsung s3 síma. er einhver möguleiki að ná leiknum í gegnum þann síma?

    4-0 stórskemmtilegur leikur YNWA!

  5. Ég er kannski einn sem hugsar svona en ég held að Joe Allen fittar miklu betur í hugmyndafræði Klopp heldur en Rodgers.
    Þarna er leikmaður sem er hleypur úr sér lungun og er því tilvalinn í pressu fótboltan sem Klopp vill. Hér er leikmaður sem skilar boltanum frá sér á næsta mann og veit sitt hlutverk. Er ekki að leika einhverja stjörnu sem hann er ekki. Sem aftarlegur miðjumaður sem er í pressu þá held ég að hann eigi eftir að njóta sín undir klopp.

    Kveðja
    Einn af síðustu aðdáendum Joe Allen sem til eru.

  6. Gaaarg! Sopcast linkarnir ekki að virka á livefootballol

    Einhver með sopcast link sem virkar?

  7. Ég sé ekki betur enn að leikurinn sé í opinni dagskrá á stöð2 sport

  8. Mér sýnist maður ekki mega missa af fyrsta korterinu undir Klopp. Svaka hraði og læti. Lofar góðu.

  9. #KLOPPOUT þetta bara gengur ekki lengur, ekki enn kominn sigur….

    ….kaldhæðni fyrir þá sem fatta það ekki. Koma svo allt að skána hjá okkar mönnum, markið virðist vera að detta inn

  10. Þetta er sorglegt. Liverpool er búið að eiga þennan leik og fær á sig eitt færi og það kemur mark út úr því.

    Það sem mér þykir gagnrínisvert er að Liverpool er ekki skapa sér nóg af færum. Þeir eru fljótir að vinna boltan og fá hann í spil en það vantar lokasmiðshöggið. Sem ég vona að muni lagast því ég fæ ekki betur séð að Liverpool er komið í annan gír eftir markið.

    Annars skrifast þetta mark á Clyne. staðsettningin hans var stórfurðuleg.

  11. Illa gert hjá Coutinho þarna, þeir voru þrír á tvo þarna. Gera betur strákar!

  12. Rubin Kazan:
    12 spilaðir, 3 sigrar, 1 jafntefli, 8 töp

    Þetta er í rússnesku deildinni. Koma svo á Anfield, klobba velska Xavi og skora fallegt mark eins og ekkert sé eðlilegra. Annars finnst mér staðan minna vandamál en pressuleysið og tilburðaleysi sóknarinnar.

  13. Einu sinni voru nokkir leikmenn, 5-7 sem gátu haldið boltanum. Það er ekki lengur. Annað hvort eru við með slakari leikmenn en var áður eða hraðinn í pressunni sem JK leggur upp með of mikill fyrir suma. Menn eru að fá fínar sendingar en ná svo ekki að halda jafnvægi og vinna manninn með boltanum .

  14. Þetta tekur tíma að byggja þetta upp, í guðana bænum hættið þið þessu niðurrifi og sýnum þolinmæði og gefum meistara Kloop tíma til að gera þetta að sínu.

  15. Jæja við orðnir einum fleiri, vel gert hjá Can þarna, nú eigum við að keyra bara yfir þá!

  16. ég held nú að klopp hljóti að láta þá heyra það í hálfleik. Nenna ekki að pressa lengur og eru alltof einhæfir framá við. Hjálpar ekki að hafa svona slappan striker. Verðum að kaupa world class striker ætti að vera forgangsatriði . Er alls ekki hægt að treysta á Sturridge, alltaf meiddur, bara selja hann, nota benteke sem varamann og kaupa einn super góðan, enda mikilvægasta staðan á vellinum því liðið vinnur ekki leiki án þess að skora.

  17. OG SVO SKORAR HANN SJÁLFUR!!! ÞVÍlík mínúta hjá CAN, fiskar mann útaf og jafnar leikinn!

  18. Emre Can mínútan var að lýða hjá. Lætur reka mann út af og skorar síðan í kjölfarið. Ekki slæmt hjá honum 🙂

  19. Emre Can!!!

    Þjóðverjinn skorar fyrsta markið fyrir þjóðverjann

  20. Vel gert Can! Viðeigandi að Þjóðverjinn skori fyrsta markið fyrir Þjóðverjann.

  21. Mér finnst bara ýmislegt jákvætt í þessu…en alveg rétt sem einhver sagði hér að ofan að það er eins og okkar menn ráði ekki alveg við hraðann í pressunni, þegar þeir vinna boltann eru þeir á svo miklum yfirsnúning að þeir missa yfirsýn (eða eru bara þreyttir). Hvort tveggja mun batna með æfingu og meiri gæðum fremst á vellinum.

    En gleðin er snúin til baka – mér finnst það mikilvægt.

  22. Sælir félagar

    Þetta er fínt, liðið allt á fullum snúningi og stundum á yfirsnúningi. Allir leggja sig fram og með þessu áframhaldi vinnst þessi leikur nokkuð örugglega. það er ekki ástæða til að láta þetta mark RK slá sig útaf laginu. Koma svo

    Það er nú þannig

    YNWA

  23. Djöfull minnir Emre kan mig svakalega á Jonjo Shelvey. Er hetja og skúrkur til skiptis og helst bæði í sama leik ef hann mögulega getur.

  24. Flott build up play aftur og aftur, síðan vantar upp á ákvarðanatöku og slútt við vítateiginn. En það er svo sem ekki óvænt, með fjórða kost að leiða línuna.

    Coutinho er oft að bera boltann upp, leitar að sendingu, en ekkert í boði því menn eru ekki að taka réttu hlaupin. Þar munar alveg ótrúlega mikið um Sturridge.

    Mark gestanna kom auðvitað upp úr engu, átti engin hætta að vera á ferðum þarna. Mjög klaufalegt hjá Clyne (sem hefur verið einna stöðugastur í vetur) að sitja svona fastur á utanverðu.

    Stemmningin á Anfield virkar flott og gaman að sjá Klopp fagna marki. Það mun skiljanlega taka hann smá tíma að setja alvöru mark á liðið, en það er strax greinilegt að menn eru að berjast og leggja sig alla fram. Líka munur að sjá leikmenn vera meira og minna spila sínar bestu stöður á vellinum. Hitt mun koma. 🙂

  25. Origi er verri en enginn þarna frammi eins og hann var á síðasta tímabili með Lille

  26. Milner getur hvorki tekið horn né auka, okkur vantar sárlega spyrnumenn.

  27. Milner er sennilega versti spyrnumaður heims, af þeim sem eru með yfir 100k á viku. En hann er duglegur að hlaupa.

    Annars hljóta að fara að detta inn fleiri mörk, Benteke inn fyrir Coutinho, líst vel á það!

  28. Lýsendurnir á BT sport eru að tala um að ef þetta væri leikur undir stjórn BR þá væri allt orðið brjálað!!!

  29. Ekki það að Klopp sé ekki frábær en mér dettur í hug hversu gott það væri að vera bara með báða félagana á hliðarlínunni núna. Rodgers og Klopp. Sýnist Klopp vera búinn að leysa vandamálin sem Rodgers réð ekki við en þarf kannski smá hjálp núna…

  30. Er að meina að þegar Rodgers náði svona mikilli pressu og menn voru jafn grimmir, skoruðum við yfirleitt nokkur mörk.

  31. hvaða rugl er þetta..? mikið verk óunnið… vonandi bætir hann slatta við tímann.

  32. Klopp þarf ekki nema sirka £500.000 og kaupa allt nýtt. Meiru andskotans aumingjarnir að skora ekki á móti 10 mönnum í 60 mínútur á Anfield!

  33. Liverpool er allavega komið með mark undir Klopp…sigurinn kemur i næsta leik.

  34. við hefðum getað spilað þennan leik í 5 klukkutíma án þess að ná að skora þetta sigurmark

  35. Eru þið eitthvað að grínast með neikvæðnina?!
    Klopp þarf meira en 1 leik til að koma þessu liði í stand.
    Greinileg bata merki á þessu liverpool liði.

  36. Ekkert spes leikur. Liverpool skapaði sér aragrúa af hálffærum en lítið af alvöru. Það sem ég var ánægður með er að þessi pressa sem Klopp kemur með er að skila sér í að Liverpool er fljótt að vinna boltan.

    Það breytir því ekki að liðið er alveg skelfilega slæmt í því að skapa sér færi á móti liðum sem liggja aftarlega og eru í raun ekkert rosalega sterk í fótbolta.

    Enn og aftur eru varnarmistök að eyðileggja fyrir okkur.

    Ég er ekki að sjá – að Klopp hafi raunverulega bætt leikinn. Liverpool er enn í sama farinu og það var þegar Rodgers var við völd.

    Eini munurinn er sá að núna eru mestu aparnir hérna inni eru aðeins rólegri í dramanu.

    Ég held að Klopp þurfi augljóslega lengri tíma. til að ná sínum áherslum fram. Jákvæði parturinn er að núna getur hann farið yfir Video og skoðað hvað hann myndi vilja bæta og ef hann er raunverulega betri framkvæmdarstjóri þá finnur hann út úr því.

  37. Hefði verið frábært að vinna þennan leik EN ÉG TRÚI! Þetta er allt á réttri leið og Klopp er að byggja upp lið sitt með sínum áherslum. Er mjög ánægður með vinnsluna í liðinu okkar og það er örugglega martröð að spila á móti svona hápressu.

Frá stjóranum

Liverpool 1 Rubin Kazan 1