Liðið gegn AFC Bournemouth er komið!
9 breytingar frá því um helgina! Byrjunarliðið er svona:
Bogdan
Clyne – Lovren – Toure (c) – Randall
Teixeira – Brannagan – Allen
Ibe – Firmino
Origi
Bekkurinn: Fulton, Skrtel, Moreno, Lucas, Lallana, Coutinho, Sinclair.
Ungt og spennandi lið. Origi mætti alveg við því að setja svona eins og eitt eða tvö í kvöld!
Koma svo! YNWA
Úff þetta er rosalegt lið!
Held að þetta sé akkúrat leikurinn til að gefa kjúklingunum séns. Væntanlega skiptir Clyne við Moreno í hálfleik. Ekki stórmál þó þessi leikur vinnist ekki, en það væri auðvitað gaman ef vel gengur.
Ánægður með níu breytingar í þessu rosalega leikjaprógrammi sem Liverpool er í núna. Leikurinn gegn Chelsea er aðalatriði þessa vikuna og deildarbikar er afgerandi í fjórða sæti yfir þær keppnir sem Liverpool er að keppa um í vetur.
Bournemouth gera sex breytingar þannig að það er ekkert útilokað í þessu.
Ég hef bara mjög gaman orðið af þessari keppni. Oft ungir og efnilegir leikmenn sem fá tækifæri og óvænt úrslit.
Þetta lið okkar er ávísun á skemmtilegt kvöld, en úrslitin geta fallið hvoru megin sem er.
vinnum þetta stórt… segi 5-0… málið dautt!!!
firminho með 3nnu
http://cricfree.tv/watch/live/liverpool-vs-bournemouth-live-streaming
enginn jerome sinclair svo þetta fer 1-1 Firmino með markið lýst ekkert rosalega vel á þetta lið bjóst við að klopp myndi stilla upp aðeins sterkara liði eftir skituna hjá kjúklingonum í arsenal í gær en koma svooo !!!
Við erum ekkert að fara að vinna þennan leik með þetta byrjunarlið. Bourmouth eru góðir. Er samt hlintur því að stilla upp hálfgerðu varaliði í þessum leik, því leikjaálagið er allt of mikið.
hvernig er með bournemouth eru þeir að stilla upp sínu sterkasta liði ?
Þessir Capital one cup leikir eru bara lose-lose situation fyrir þjálfara. Ef þeir stilla upp sínu sterkasta liði verða menn reiðir því að það er ekki verið að hvíla. Ef hann stillir upp ungliðum telja menn að það sé verið að gefast upp. ALLTAF GAGNRÝNI SAMA HVAÐ!
Sammála því að fara í hálfgert varalið.
Hér er annars mjög fínt acestream: acestream://3dec27f191922f42f6ff91a0f1641d15cba80d5e
Fínt lið bara, var að vonast eftir Sinclair þarna líka, en hann á örugglega eftir að koma inná 🙂
Eigum að vinna þetta, allavega að ná 1-1 jafntefli 🙂
Svefnormur nr 9! Vera með, lesa það sem aðrið eru búnir upplýsa okkur með t.d. nr 3. Þökkum fyrir það 🙂
Clyne!!!!!!!!!!!!!!!!!
litlu kjúllar !
Vá, þetta var nú bara gullfallegt! Vel spilað. 🙂
Ánægður með þetta Texeira líka haha. Sést alveg að þessir ungu drengir eru með smá balls.
Ég elska að sjá Klopp fagna… Bara fokking elska það!!
Frábærlega spilað í gegnum vörnina og flott mark og viðbrögðin hjá meistara Klopp eru priceless!
Koma svo og stúta þessu drasli núna!!
Markið: https://streamable.com/xll3
Klopp að fagna: https://streamable.com/odop
jæja, þá er bara styttra í jöfnunarmarkið.
Og þetta er ekki svartsýni…heldur raunsæi sem er komið til af langri reynslu, því miður.
nei kolo 🙁
vantar betra stream. nr.11 geturðu deilt þessu aftur ?
(kolo out, lærið á honum er því miður búið með sinn feril)
Ok þetta er vissulega Capital One Cup en stemning á vellinum er bara með eindæmum léleg. Leikmennirnir hafa margir hverjir verið slakir í vetur en það heyrist minna í stuðningsmönnunum en plastfánunum á Stamford Bridge.
Jesús almáttugur hvað Joe Allen er lélegur
Bogdan > mignolet
heck
Bogdan > Ólafur Ragnar
Bogdan == Forseta!
geisp…
Já, það er spurning hvernig menn í Liverpool borg ætla að rífa upp þetta andrúmsloft. Ég held það þurfi að selja ódýrara í Kop stúkuna en allar aðrar stúkur með það að markmiði að hleypa fleiri ungmennum inn. Það þyrfti líka að vera virkur hópur sem semur almennileg lög og jafnvel söng- eða kórstjóra sem stýra söngnum. Margt hægt að gera en því miður held ég að viljinn sé ekki fyrir hendi hjá klúbbnum. Þeim er sama svo lengi sem þeir fylla völlinn. Það sem þeir þurfa hins vegar átta sig ekki á er að andrúmsloft getur unnið leiki, og unnir leikir þýða einfaldlega meiri peningar!
Þarna fékk Origi boltann frá Ibe í ábyrgðarsendingu en hitti hann ekki.
ibe búinn að vera öflugur, firmino og texeira að brillera allt í járnum samt vonandi náum við að þrauka þetta út !
Voðalega er Firmino hrikalega gôður!!!
Ibe bestur hingað til og bogdan að standa sig. Origi er alveg hrikalegur, held það væri meira vit í að hafa Mignolet frammi :p
magnað hvað origi er alveg slappur…greyið karlinn. eitthvað að í hausnum á honum – kannski bara ekkert sjálfstraust?
Frábært að sjá þessa ungu stráka spreyta sig, eru að standa sig frábærlega!
Held að það þurfi að henda Lucas inn fyrir Allen til að klára þetta.
Og svo Moreno fyrir Randall þegar korter er eftir. Annars bara rúllar þetta.
Bogdan sterkur.
YNWA
ég verð að segja að texeira, firmino og randall eru ossome
allt annað lið en það sem ég hef séð hingað til….
svo má skoða markvörðinn betur, hefur verið ossome hingað til ….
hvað er að gerast, eða er einhver meað stream?
http://hdfree.tv/watch/2/liverpool-vs-bournemouth.html
Það segir eitthvað að þegar við erum í “skyndisókn” þá eru 9 leikmenn bournmouth komnir aftur fyrir boltann !
#40 thx dude 🙂
Allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik 🙂
Mér sýnist á öllu að Firmino geti orðið frábær hlekkur í hápressuliði. Les þá hluti gríðarlega vel og getur gert heilmikið með 1-2 snertingum.
Nú vill ég sjá Origi útaf og Sinclair inn !
Þulurinn talar um besta leik Joe Allen. . Mikið er hann þá slakur kall ræfilinn því hann hefur lítið gert
Vá, þessi klobbasending frá Ibe til að klára þríhyrninginn…
Hvernig væri nú að láta reyna á markvörðinn hjá Bournemouth og skjóta á markið í öllum þessum sóknum?
Nú er spurningin, hvenær kemur jöfnunarmarkið !
Held ég hafi sjaldan séð jafnmikla yfirburði og í þessum síðari hálfleik – þýðir það ekki að jöfnunarmark sé í vændum? 🙂
Gott þetta, halda áfram, hann heldur ekki öllum svona boltum úti…
Lucas bara með hörkuskot og hitti á ramman og allt!
Texeira alveg frábær í þessum leik, miklu betri en Allen.
Er ég eini sem hélt að það væri hundur að labba meðfram hliðarlínunni? /stupid
Clyne frábær í þessum leik
Flott frammistaða, verjumst núna alltaf betur og betur !
Liiiiverpool…Liiiiverpoool….liiverpool. 🙂
Texeira verður að fá meiri spilatima elska að 80% af ákvörðunum hjá honum eru framávið vantar meira svoleiðis í liðið og svo fannst mér glitta í gamla Ibe í þessum leik s.s frá síðasta tímabili. Bogdan flottur og ekkert sem segir að Mignolet eigi þessa stöðu. Flottasti leikur hjá Firminho hingað til í Liverpool treyjunni. Ekkert hægt að kvarta yfir Allen var fínn í þessum leik sem sopari. Clyne flottur hefði nú viljað að hann hefði fengið smá hvíld í lokin en flott að Firminho fékk það. En Origi vantar virkilega mikið uppá ákvarðanir hjá honum guttanum.
Þetta kemur á óvart. Þrír kjúklingar í byrjunarliðinu og við tökum Buormouth. Spurning að henda þeim ofan í djúpu laugina ?
Virkilega góður leikur hjá liðinu með marga unga kappa. Markt jákvætt í okkar leik og sjálfstraustið vex. Magnaðir ungarnir okkar og tala nú ekki um Ibe sem hefur ekki verið líkur sjálfum sér upp á síðkastið.
Fynnst margir hér á spjallinu ættu að hlusta á Klopp aftur þar sem hann talaði um að liðið og fólkið í kringum klúbbinn ættu að hafa trú á verkefninu.
Verum jákvæð á spjallinu því þá er gaman. 😀
Hlakka til að mæta Móra um næstu helgi.
Áfram LIVERPOOL
Væri gaman að fá ykkur sem halda þessari síðu úti að rannsaka þetta aðeins:
http://www.mbl.is/sport/enski/2015/10/29/djofullinn_med_leikmonnum_a_anfield/