Liverpool heimsækir Chelsea í hádeginu á morgun, laugardag, og freista þess að ná í sinn fyrsta sigur á þessum velli síðan í nóvember 2011. Leikurinn snýst um ekkert annað en stigin þrjú en ég myndi ekki gráta það ef að Liverpool myndi reka síðasta naglann í kistu Mourinho.
Hefði einhver boðið mér það að vera þremur stigum á undan Chelsea eftir 10 leiki í byrjun tímabils þá hefði maður gripið það með báðum höndum, sérstaklega m.t.t. hvernig leikirnir röðuðust niður. Ég hefði aftur á móti ekki verið jafn glaður ef það hefði fylgt með að vera 8 stigum frá toppnum og 6 stigum frá meistaradeildarsæti og tvo næstu útileiki gegn Chelsea og City.
Það er aftur á móti kominn tími til að við vinnum eitt af þessum stóru liðum á útivelli. Fyrir utan Man Utd þá höfum við ekki unnið á Ethiad, Brúnni eða Emirates síðan Dalglish var stjóri.
Formið
Það eru ekki nema rétt rúmir tveir mánuðir síðan að Mourinho skrifaði undir nýjan samning, eftir að hafa unnið titilinn á síðasta tímabili. Yfirburðirnir voru slíkir að titilbaráttan var í raun búin í desember 2014. Nú, 30. október 2015, eru blöðin að tala um að Mourinho sé einum leik frá því að vera rekinn.
Þetta er eitthvað sem við, Liverpool stuðningsmenn, ættum að þekkja. Það voru ekki mjög margir mánuðir liðnir af síðasta tímabili þegar menn voru farnir að kalla eftir að Rodgers yrði rekinn. Það örfáum mánuðum eftir að hann var valinn stjóri ársins og komst næst því að vinna EPL í sögu klúbbsins.
Menn segja oft að vika sé langur tími í fótbolta, ég held að þessu tvö dæmi sýni það nokkuð vel hve fljótir hlutirnir eru að breytast og hvað sjálfstraust og liðsandi skiptir gríðarlega miklu máli í þessu sporti. Andlegi hlutinn er oft stórlega vanmetinn.
Það má í raun segja að þetta slæma gegni Chelsea hafi tekið svolítið athyglina af gengi okkar ástkæra liðs. Það eru ekki nema þrjú stig sem skilja að liðin í deildinni:
Gengi liðanna síðustu 6 vikurnar eða svo er vægast sagt hræðilegt. Það sem verra er, við erum litlu skárri:
Við erum í 12 sæti formtöflunar með 7 stig í síðustu 6 leikjum (7/18) rétt eins og þeir bláklæddu. Þegar þú lest þessa töflu þá reynir á hvort þú sjáir glasið hálffullt og segir að við höfum bara tapað einum útileik af síðustu fimm, eða hvort það sé hálftómt og þú segir að við höfum bara unnið einn útileik af síðustu fimm.
Ég ætla að minnsta kosti að taka vísindalega nálgun á þetta, heimavallarform Chelsea í síðustu fjórum leikjum er tap-sigur-tap-sigur sem hlýtur að þýða tap á laugardaginn.
Chelsea
Það er frekar erfitt að spá fyrir um hvernig Mourinho kemur til með að stilla þessu upp. Á meðan hann róteraði nánast ekkert í fyrra hefur hann verið að hringla mikið í liðinu það sem af er tímabili, eðlilega kannski. Courtois og Ivanovic eru frá vegna meiðsla en Pedro og Costa verða að öllum líkindum orðnir heilir.
Byrjum á vörninni. Chelsea eru sérfræðingar í að kaupa bakverði sem þeir svo hafa ekkert not fyrir. Í fyrra var það Luís, nú virðist það vera Baba Rahman, en í síðustu leikjum hefur Zouma verið að spila í hægri bakverði, hægri bakvörðurinn Azpilicueta verið í þeim vinstri og Baba á bekknum. Það hafa einnig komið brestir í ástasamband Terry og Móra og Cahill verið kostur númer 1. Ég ætla að skjóta á að hann haldi sömu varnarlínu og gegn West Ham, Terry og Cahill í miðverði, Zouma hægri bak og Azpilicueta í þeim vinstri.
Óöryggið í vörninni helst eflaust í hendur við formið á Matic. Eins frábær og hann var á síðustu leiktíð þá hefur hann verið slakur það sem af er þessari leiktíð. Það er virkilega slæmt, sérstaklega því maðurinn við hliðiná honum, Fabregas, vill helst ekki spila vörn. Ég held því að Mourinho fari í öruggari kosti þegar kemur að liðinu á morgun. Hann vill ekki lenda undir, verandi með svona andlega veikt lið eins og hann talaði um á dögunum. Ég held að hann muni spila á Ramires, Matic og Willian á miðjunni. Þremur sterkum vinnuhestum til að vega upp Fabregas og Hazard.
Costa mun svo jafna sig á því að hafa slegið sjálfan sig í rifbeinin og leiða línuna.
Begovic
Zouma – Cahill – Terry – Azpilicueta
Fabregas – Matic – Ramires
Hazard – Willian
Costa
Liverpool
Meiðslalistinn er heldur lengri hjá okkar mönnum. Sturridge, Ings, Henderson, Rossiter, Flanagan, Gomez og Touré eru allir frá vegna meiðsla. Það ku þó vera stutt í Sturridge og Henderson, gætu báðir vera orðnir klárir gegn City en einhverjar vikur eru ennþá í Flanagan, Touré og Rossiter á meðan Ings og Gomez verða frá fram á vorið.
Ég er ekki frá því að við söknum Henderson alveg jafn mikið og Sturridge. Hann er besti miðjumaðurinn okkar bæði varnarlega og sóknarlega. Hann er líkamlega sterkari en allir hinir, ekki með síðri yfirferð en Milner og mun betri sendingamaður. Það er a.m.k. ljóst að ef maður gæti valið hvaða leikmenn við vildum síst vera án þá væru þeir í topp 3, hið minnsta.
Benteke á að vera orðinn heill, sem er okkur gríðarlega mikilvægt. Ég ætla því að skjóta á að Klopp geri aftur níu breytingar á liðinu frá því í deildarbikarnum í vikunni og liðið verði svona á morgun:
Mignolet
Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno
Milner – Lucas – Can
Coutinho – Firmino
Benteke
Spá og pælingar
Okkur hefur gengið afleitlega á Stamford Bridge síðasta áratuginn eða svo (síðan Chelsea var stofnað 2003), eingöngu 4 sigrar í 20 heimsóknum. Síðustu 3 ár hafa verið extra slæm. Það þarf ekkert að ræða heimsókn þeirra á Anfield hérna vorið 2014 og svo slógu þeir okkur svo úr deildarbikarnum í fyrra. síðustu 6 deildarleikir hafa skilað okkur 3 stigum af 18, þrjú jafntefli, þrjú töp.
Við erum að fara að mæta liði sem hefur tvo að betri spyrnumönnum deildarinnar í þeim Fabregas og Hazard (svo hefur Willian ekki beint verið slakur í spyrnunum á þessari leiktíð) og svo er nánast öll þeirra varnarlína hrikalega hættuleg í föstum leikatriðum. Gegn liði sem kann ekki að verjast föstum leikatriðum er það auðvitað ekki ástæða til bjartsýni. Eitthvað verður að breytast.
Ég sé þetta alveg fara á versta veg. Chelsea sigra 1-0, Mourinho hlaupa og sussa á hliðarlínunni og leikmenn faðma hann…… en ég trúi. Ég trúi því að liðið mæti tilbúið í þennan leik og nái langþráðum sigri á útivelli gegn toppliði. Það þarf helvíti margt að ganga upp og flestir þurfa að eiga virkilega góðan dag ef við ætlum að eiga séns. Það þýðir ekkert að vera með vanmat (hljómar fáránlega), við erum að tala um algjört yfirburðalið frá því í fyrra með einn besta þjálfara í heimi, hvort sem mönnum líkar við hann eða ekki. Þeir urðu ekkert lélegir í fótbolta yfir sumarið og árangur Mourinho talar sínu máli.
Ég ætla að vera villtur! Við tökum öll stigin og höldum hreinu. Vinnum 0-1, Benteke með mark eftir hornspyrnu!
Koma svo!
YNWA
Megum alls ekki gefa cheap aukaspyrnur í kringum teginn eins og við höfum verið mjög duglegir að gera á meðan Willian er inni á vellinum
Ég trúi því heitt og innilega að við vinnum þennan leik.
Áfram Liverpool!
LFC vinnur þrjúnúll, Cristján með hattatrikk
En ef einhver hefði boðið þér að Jurgen Klopp væri stjóri liverpool í október 🙂
#4 – Hefði bitið hendina af viðkomandi! 😉
Ef við skorum mörk aukast líkurnar á sigri.
Sturridge rétt kemst inn á listan!!!
http://www.visir.is/enginn-hefur-meidst-oftar-en-wayne-rooney—sjaid-topp-20-listann/article/2015151039926
þetta verður virkilega áhugaverður leikur. Hvort ætli móri leggji rútunni sinni og verður svífandi um á bleiku skýji með 0-0 jafntefli eða verður hann örvæntingarfullur í að sækja 3 stig ?. ég ætla hinsvegar að spá því að oscar komi inn fyrir fabregas annars hefur mourinho yfirleitt notað eitt wildcard á móti okkur og spilað leikmanni sem enginn býst við að byrji leikinn. Vonandi byrjar benteke leikinn og ég væri til í að sjá jordon ibe byrja í stað lallana hann getur keyrt á cahill og terry sem á eftir að valda þeim miklum skaða. KOMA SVO mín spá 2-1 fyrir lfc Firmino og john terry með sjálfsmark.
Ég ætla að skúra húsið og taka til í bílskúrnum ef við vinnum leikinn. Ef við töpum þá fer ég og bý til snjókarl upp á Langjökli.
#7 Vandamálið með Sturridge er ekki bara hve oft hann meiðist heldur ekki síður hve oft hann á við langvarandi meiðsli að stríða. Í fyrra t.d. meiddist hann ekki oft að mig minnir en hann náði samt varla að spila leik fyrir Liverpool. Marktækara væri að mæla fjölda leikja sem menn missa af vegna meiðsla.
Þessi leikur er með jafntefli skrifað i skyin..tippa samt a 1-0 sigur og Chelsea ræður Rodgers i vinnu.
Costa er meiddur.
Fyrirfram eru Chelsea alltaf sigurstranglegri og með bakið uppað vegg eru þeir ekki að fara að tapa gegn meiðslahrjáðu núverandi Liverpool FC á heimavelli. Það er bara ekki að fara að gerast. Enn eitt jafnteflið í þessum leik væri meira en ásættanleg niðurstaða. En auðvitað vonar Liverpool hjartað svo sannarlega að undur og stórmerki gerist. Það er alltaf möguleiki..
YNWA
Eins mikið og ég vona að Liverpool vinni þá vil ég ekki að það verði til þess að Murinho verði rekinn. Maðurinn er legend í fótboltanum og hann hefur mikið skemmtanagildi fyrir enska boltann með sínum stælum hvort sem okkur Liverpoolaðdáendum líkar það eða ekki.
Hitt er svo annað mál að ég mundi aldrei vilja skifta á Klopp og Murinho,sá þýski er miklu viðkunnalegri og skemmtilegri og svo held ég líka að hann sé að minsta kosti jafn góður þjálfari.
Koma svo Liverpool ,það er svo langt síðan okkar menn unnu stórleik að það er bara ekki findið lengur.
Ég mun samt ekki sleppa mér í svartsýni þó leikurinn tapist.
Ég mun bíða eins lengi og það þarf til vinna þessa deild alveg eins og ég heg gert síðustu 25 árin.
Vandamál Chelsea er í raun ekkert svo ólíkt okkar…
Skortur á sjálfstrausti… Leikmenn Chelsea eru allflestir heimsklassa en spila ekki þannig í dag.
Svipað hefur verið með leikmenn Liverpool nema kannski ekki heimsklassa en eru flestallir að spila undir getu.
Það að Mourinho sé í vandræðum með slíkt sýnir manni mikið hversu mikið vandamál sjálftraustsleysi getur verið eriftt við að eiga…
Þú segir ekkert leikmanni að hætta vera svona lélelgur og spila bætur í næsta leik þegar allt er í molum.
Chelsea hefur verið að komast yfir í leikjum sínum og samt tapa kannski 1 -3…. kannast einhver við svoleiðis hjá okkur ?
brothættir mjög… Verst að við vorum það líka… vonandi að það sé að lagast en gerist hægt… en vonandi örugglega 🙂
Game on YNWA
Hver er samt búinn að staðfesta það að mourinho verði rekinn ef að hann tapar í dag ?. Það er enginn búinn að gefa það út nema almúgurinn þetta er bara einn fyndinn uppspuni. Eina sem ég á allavegna eftir að sakna við mourinho er að hlægja mig máttlausann af því hversu hann heldur að við séum heimsk ekki nema hann sé svona virkilega heimskur sjálfur en ég er tilbúinn að fórna þeim hlátri fyrir sigur í kvöld svona víst að það er búið að alhæfa það að hann verði rekinn
Jafntefli 1-1 væri alveg ásæætanlegt í þetta skiptið.
Áfram Liverpool!!!!!!!!!!
Liverpool team: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Lucas, Milner, Can, Lallana, Coutinho, Firmino.
Substitutes: Bogdan, Lovren, Randall, Allen, Teixeira, Ibe, Benteke.
Ekkert pláss fyrir Origiá bekknum.
En það er gott að sjá alvöru mann frammi, ég held að Firmino setji hann í dag. Koma svo Liverpool.