Crystal Palace koma á Anfield

Flugferðin frá Rússlandi – eða réttara sagt frá Tatarstan – að baki og næsta viðfangsefni drengjanna hans Jurgens verður töluvert erfiðara held ég.

Þá kemur Alan Pardew með röndótta lærisveina frá Suður London og freistar þess að halda áfram góðu gengi gegn okkar drengjum, það er komið að leik við Crystal Palace á sunnudag. Þegar við fórum í fyrstu kop.is ferð okkar þá voru þeir mótherjarnir og voru eiginlega fallbyssufóður í þeim 3-1 sigurleik. Reyndar alls ekki stuðningsliðið þeirra sem er án vafa það skemmtilegasta sem ég hef upplifað hjá útiliði á Anfield. Eftir þann leik höfum við fengið eitt stig úr þremur deildarleikjum gegn þeim og í báðum leikjunum í fyrra einfaldlega slátruðu þeir okkur að mínu mati.

Það kom býsna mörgum á óvart að sjá Pardew yfirgefa “risann” Newcastle fyrir hið “litla” Palace. Í dag einfaldlega er það bara einhvern veginn ekki skrýtið. Liðið hefur verið byggt skynsamlega upp, er nú á þriðja ári í úrvalsdeildinni og situr nú um miðjuna. Nánar tiltekið í 10.sæti með aðeins einu stigi minna en við, semsagt 16 stykki í 11 leikjum sem er býsna gott gengi hjá drengjunum. Hins vegar hafa þeir átt erfitt að undanförnu, eitt stig í þremur síðustu leikjum og stórt tap fyrir City í deildarbikarnum benda til þess að um erfitt tímaskeið sé að ræða hjá Palace nú um þessar mundir.

Ég hins vegar horfði á drjúgan part úr þessum leik sem skilaði þeim stigi en þar fannst mér þeir einfaldlega yfirspila Gaalið lið ManU og hefðu að öllu jöfnu átt að stúta því liði en einungis De Gea kom í veg fyrir það.

CabayeLið Palace er líkamlega sterkt, þétt varnarlega með markmanninn Sperroni og hafsentinn Dann ólseiga karaktera sem halda liðinu saman varnarlega. Þeir eyddu stórum peningum í sumar í Yohan Cabaye á miðjuna og hann hefur náð sér verulega á strik með þeim, verið þeirra besti maður enda verulega hæfileikaríkur maður þar á ferð. Öskufljótar pílur á köntunum og frammi eru svo eiturörvarnar sem hafa lagt ansi mikið til, Bolasie, Gayle og Zaha. Liðið hefur auk þess skorað nokkur mörk úr uppsettum atriðum hingað til. Þétt lið varnarlega, öflugar skyndisóknir og set piece…það er nú ekki endilega draumakokteillinn fyrir okkar menn að fá á sig er það?

Fyrir nokkrum vikum hefði ég alveg verið hundstressaður fyrir heimsókn “Arnanna” fra Selhurst Park, en mikið sem það ástand hefur nú lagast. Enginn má misskilja það þannig að ég sé bara viss um að allt neikvætt sé að baki og framundan sé nú hjólreiðaferð á bleiku skýi. Langt í frá. Klopp á enn eftir að vinna deildarleik á Anfield. Veit allt um það.

Það er hins vegar full ástæða til að vera töluvert bjartsýnni þessa stundina þar sem liðið virkar einfaldlega stöðugt betur til þess fallið að spila þann hápressufótbolta sem Klopp vill sjá hjá þeim og þrír sigurleikir í röð gefa liðinu nokkur sjálfstraustsstig sem voru nauðsynleg.

Ferðalagið hefur auðvitað tekið á og kuldinn í Rússlandi örugglega orðið til þess að æfingavikan hefur verið skrýtin. Af þessu öllu hefur Klopp töluverða reynslu eftir ferilinn hjá Mainz og Dortmund og það vekur mér trú á því að hann viti algerlega hvernig hann ætli sér að höndla hlutina þegar kemur að leikjaálagi og slíku. Eftir þennan leik fær svo Jurgen smá andrými þar sem framundan er landsleikjahlé.

Ekkert hefur breyst í meiðslamálunum, Flanno, Kolo, Hendo og Sturridge eru enn ekki tilbúnir svo að Jurgen hefur úr sama leikmannahóp að velja og hann hefur haft í síðustu leikjum. Hann gerði auðvitað nokkrar breytingar gegn Rubin og nú held ég að hann færi liðsskipan aftur til þess sem við sáum í deildinni gegn Chelsea með eilítilli undantekningu.

Ég held að liðið verði svona:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

Lucas – Can
Milner – Coutinho – Lallana

Benteke

Semsagt, ég held að það verði sama byrjunarliðið og á Brúnni með þeirri undantekningu að Benteke leiði línuna í stað Firmino síðast. Ég stilli þessu liði upp 4-2-3-1 sem mér hefur fundist sóknaruppleggið svolítið hafa verið, algerlega í Rubin en líka á Brúnni, Milner vann þar sem kantmaður og Lallana/Coutinho voru mikið að vinna á breiddina. Hins vegar verjumst við klárlega 4-3-2-1 þar sem annar kantmannanna dettur aftar.

Klopp og strákarnirÞetta lið hefur lært vel inná hápressuna sem Klopp vill sjá. Misvel auðvitað en mér hefur fundist leikmenn sem ekki eru endilega mjög góðir pressumenn eins og Coutinho, Can og Moreno hafa náð að taka fín skref uppá við þó auðvitað verði að horfast í augu við það að Rubin liðið virkaði býsna slakt og Chelsea eru í lægð.

Nú fáum við lið sem ætlar sér pottþétt í fullt af návígjum, mun reyna að gera árás á varnarlínuna okkar og viðbúið að þeir pressi líka hátt. Það verður mjög gaman að sjá hvernig okkar menn bregðast við því og vonandi halda þeir bara áfram að bæta leik sinn og stíga fastar inn í slaginn á efsta þrepi deildarinnar.

Ég virkilega vona það og held að það takist. Þetta verður allt annað en auðvelt en ég held að um mikla skemmtun verði að ræða.

Við munum vinna þennan leik 3-2 þar sem Benteke, Milner og Firmino setja hann…og við brosum inn í landsleikjahléið!

43 Comments

  1. Ég get svo svarið það, ég er farinn að fá fiðring í dindilinn fyrir hvern leik. Þvílík breyting sem nærvera Klopp hefur á mannskapinn og ég held að hann sé að rífa móralinn og leikgleðina rosalega upp og það skiptir gífurlegu máli. Frábært hvernig hann knúsar alla eftir leiki, brosandi suður fyrir bæði eyru.

  2. Ég held að liðið verði nokkurnveginn eins og Maggi leggur upp. En þó held ég að Klopp hvíli Can og setji Firmino inn í staðinn. 4-1-4-1.

  3. Takk fyrir goda upphitun.

    Sammala med lidid ad mestu leiti en mer finnst reyndar mjøg otrulegt ad Firminho muni ekki byrja thennan leik. Lallana trulega a bekknum i upphafi leiks. Hvad um thad, okkar menn eru ad vinna sig afram i akvednu ferli og ad minu mati vinnur timinn med okkur, hver dagur og hver vika er okkur mjøg dyrmæt nu skømmu eftir ad Klopp tok vid. Held ad landsleikjapasan se hid besta mal fyrir LFC.

    Sigur i thessum leik yrdi storkostlegt afrek hja vini okkar Jurgen Klopp! Thad myndi virka sem enntha sterkari vitaminsprauta fyrir lidid okkar hvad framhaldid vardar, engin spurning.

    Thetta verdur hørkuleikur og eg skyt a sømu tølur og Maggi, 3-2 sigur. Hverjir skora, skiptir engu mali, nakvæmlega engu!

    YNWA!

  4. líst vel á þetta.vil henda milner samt:) hann er og verður aldrei liverpool maður skömm að hann skuli vera með fyrirliðabandið vil ekki sjá það..hann verður samt farinn þegar ég verð orðin stjóri 🙂

  5. Við erum á góðum spretti og tökum þetta 2-1. Benteke með negla innan í teig og Skrtel með skalla úr hornspyrnu á 90 +3.

    Klopp reykspólar síðan á Audi-inum sínum af bílastæðinu við Anfield útað næsta spa þar sem verður slaaaaakur allt landsleikjahléið.

    YNWA!

  6. Hvað er Clyne búinn að spila marga í röð? Þolir hann svona mikið álag? Þarf hann aldrei hvíld?

  7. #6 clyne-arinn sleppur bara æfingum í staðin 😉 en ég er nokkuð viss um að ég hafi séð það í gær að palace eru ekki búnir að skora úr opnum leik síðan í ágúst og enginn af framherjum liðsins hafa náð að koma tuðrunni í netið. ég er skíthræddur við bolasie mér dettur ekki neinn í hug sem hefur jafn mikinn sprengikraft og yfirferð eins og sá mikli dýrlingur og svo virðist gayle alltaf breytast í heimsklassa center á móti okkur en hvað um það 2-1 Benteke og coutinho

  8. Top Scouser !!!

    Alexandre Rodrigues da Silva (Portuguese pronunciation: [?le????d?i ?o?d?i?iz d? ?siwv?], born 2 September 1989), commonly known as Alexandre Pato or just Pato, is a Brazilian professional footballer and top scouser who plays for Liverpool FC and the Brazil national team as a forward.

  9. Pato er búinn að fara algjörlega á kostum undanfarið í brasilísku deildinni. Ef að þetta er satt og hann helst meiðslalaus þá eru þetta algjör no-brainer kaup á leikmanni sem smellpassar í pressufótboltann hans Klopp og myndi örugglega ná frábærlega saman við félaga sinn Firmino og Coutinho. Spennandi tímar í gangi.

    Bralisískt samba. Klopp is bringing sexy back!

  10. Ég vill bara sjá 11 hermenn inná á morgun. Menn sem að leggja sig 100% fram fyrir stjórann. Vinnum 3-0

  11. Jæja mér sýnist að það sé eitt sæti laust í meistaradeildinni á kostnað chelsea hehe, nú er það okkar að keyra á það.

    Koma Svooooo

  12. chelsea 13 stigum frá uefa og við getum náð 9 stiga forskoti á þá á mrg, einnig munu tapast stig hjá arsenal/tottenham þessi leikur verður bara að vinnast svo maður fari sultu slakur inní landsleikjahléið

  13. Sammála þessari liðsuppstillingu nema að ég vil fá Lovren inn í staðinn fyrir Skrtel. Fannst Lovren mjög góður leiknum gegn Ruben.

  14. Sælir félagar

    Þessi leikur leggst vel í mig en ef til vill er það óbilandi trú mín á Klopp og hans mönnum. Hefi nú tekið upp fasta spá sem ég hafði ávalt uppi síðustu leiktíð Suarez’ar hjá LFC. Þar af leiðandi fer þessi leikur 3 – 1 og skiptir engu máli hver skorar. bara að leikurinn vinnist.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  15. Alltaf gaman að sjá chelsea tapa leikjum og vonandi nýta menn þetta tækifæri á morgun og ná góðu forskoti á þá.

    Ég vil sjá liðið svona á morgun.

    ————–Mignolet
    Clyne–Lovren–Sakho-Moreno
    ———–Lucas—Can————
    Ibe———Firmino—Coutinho
    ————-Benteke

    Ekkert pláss fyrir Lallana sem hefur staðið sig vel og ég myndi líka vilja sjá Milner á bekknum en trúlegast fer Ibe á bekkinn.

  16. Eg sit i kop á morgun. Rétt fyrir ofan samakeytin a markinu. Vonandi setur einhver boltann i andlitið á mér.

    Ef ekkert gengur að skora kemur 200 marka maðurinn frá Íslandi inna og ræddar þessu. Koma svo !!!!!

  17. Hallur #21

    Vonandi stendurðu og syngur allan tímann! Það þarf að fara að rífa stemminguna í gang þarna á Anfield!

  18. Ein ábending. Speroni hefur ekkert spilað á tímabilinu. McCarthy spilaði þar til að hann meiddist, þá tók Hennessey við.

  19. Ég vill sá sókndjarfari lið og helst spilla með 2 framherja. Ég held að Klopp er búinn skipuleggja varnarskipulagið á mettíma eða sirka tveir vikur. Þvílíkur munur frá Rodgers timabilinu.
    Liverpool getur leyft sér sækja með 2 framherjum því Palace eru i lægð núna og nú væri besti timinn fyrir Klopp að þróa sóknarleikinn.
    Svo ég vill sá 4-1-3-2 þegar við sækjum sem breyttist i 4-1-4-1 þegar við verjumst.
    Lucas verður varnartengiliðurinn framman vörnina og Firmino sem ,,second striker,, en dettur niður þegar liðið er að verjast og hjálpa til með hápressuna.
    Annars er Klopp með þetta og hann mun landa sigri og þreimur stigum á morgum.
    YNWA.

  20. guð gefi okkur það að við meikum sigur í þessum leik.

    hvernig er með sturridge.. ætti hann ekki að vera orðinn klár?

  21. Það fyrsta sem kemur upp í kollinn þegar maður vaknar er Liverpool, Klopp hefur þessi áhrif.

  22. #25. Rodgers virðist alveg hafa kreist allt djúsið úr Sturridge þetta eina season sem við lentum í 2.sæti. http://www.squawka.com/news/klopp-sturridges-liverpool-return-taking-longer-than-we-thought/512604?

    Skil alveg þá sem segja að þetta sé komið gott og við eigum bara að selja hann og move on. Held samt að ef einhver getur komið honum af stað stað með jákvæðni og nútímaleg vinnubrögð sé það Jurgen Klopp. En þetta er orðið ansi þreytt, rosa erfitt að skipuleggja framtíðina fyrir Liverpool og treysta á svona meiðslapésa.

    2-1 á eftir. Firmino og Benteke með mörkin.

    Áfram Liverpool.

  23. Algerlega óboðlegt að Crystal Palace setji mark í þessum leik. Gengur ekki að LFC fari á Brúna og vinni Chel$ki (þó þeir séu í andlegri lægð) og svo komi CP með einhverja stjörnustæla á Anfield. Nú þurfa JK og drengirnir hans að sýna að einhver stöðugleiki sé í boði hjá okkar ástsæla liði; vörnin að standa sig eins og í Rússlandi í vikunni og sóknin að miða á markið…

  24. Pato enn ein meiðslahrúgan. Spurning hvort Liverpool sé að reyna að gera eitt stöðugildi úr 3 meiddum framherjum. Sturridge, Pato og þá vantar bara einn í síðustu 30 prósentin.

  25. Las það einhverstaðar að hann hafi bara misst af einum leik vegna meiðsla síðan hann fór á láni til Sao Paulo, magnaður leikmaður ef hann helst heill. Hann er búinn að vera andskoti seigur á þessu ári, 26 mörk í 56 leikjum.
    https://www.youtube.com/watch?v=LEVuT4eX5fI (veit þetta er klippa af youtube en þessi drengur kann alveg fótbolta)

  26. Góður sport bar í Dublin til að horfa á leikinn? Eiga menn hugmyndir

  27. Pato er leikmaður með gæði, ástæða fyrir brottför hans í brasilíska boltann var einfaldlega meiðsli sem hrjáðu hann 2011-2013. Ég meina hann skoraði 50 mörk í 102 leikjum hjá AC Milan þegar hann var 17-21 árs og á 27 landsleiki fyrir Brasilíu.

    Að fá hann á 14-15 milljónir eins og er verið að tala um er alveg þess virði.

  28. Pato er leikmaður sem ég er gríðarlega spenntur fyrir, enn við skulum hafa það á hreinu að maðurinn VAR meiðslagjarn.
    Hann hefur ekki misst af leik síðan 2013 og á þessum árum frá því að hann kom aftur til Brasilíu hefur hann spilað 156 leiki.

  29. Af öllum leikjum Lfc til þessa er ég spenntastur fyrir þessum leik. Nú? Já, stend núna á torgi í Liverpool á fyrsta Anfield leik minn ásamt syni mínum. Andinn í fólkinu hérna er ólýsanlegur. Klopp á Bessastaði!!!!

    Koma svo!!!! YNWA!!!

  30. —————-Mignolet

    Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

    Lucas – Henderson
    Sturridge Coutinho
    ——————-Pato
    —————–Benteke

    Hugsanlegt byrjunarlið í janúar 🙂

  31. Blessuð, ég var að pæla hvort þið vissuð um svona streming service sem ég get borgað fyrir og bókað horft á alla leiki í HD gæðum hjá Sky eða BT Sports?

  32. Jón Bragi, ég er að nota streamtvbox.com, kostar ca. 10 pund á mánuði og virkar fínt.

  33. Sæll Jón Bragi #38

    Ég var að kaupa aðgang að þessari síðu í fyrradag: http://offsidestreams.com/site/
    Kostar 11 pund á mánuði og færð HD strauma beint af vefsíðunni af öllum beinum útsendingum.
    Aukaplús er svo aðgengi að helstu sjónvarpstöðvunum.
    Það var mikið mælt með þessu af vinnufélögum og fleirum svo ég sló til og er að prófa þetta og so far er ég sáttur. Það er einnig hægt að fá app í símann fyrir þetta sem ég er búinn að prófa og virkar vel.

  34. Philippe Coutinho and Adam Lallana return as Jürgen Klopp makes four changes to his Liverpool side for today’s Barclays Premier League meeting with Crystal Palace at Anfield.

    The attacking duo were on the bench for the Europa League victory at Rubin Kazan in midweek but are back in the starting XI to face the Eagles, as are Lucas Leiva and Martin Skrtel.

    Joe Allen, Roberto Firmino, Dejan Lovren and James Milner make way, while Lucas takes up the captaincy.

    Liverpool team: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Lucas, Can, Ibe, Lallana, Coutinho, Benteke.

    Substitutes: Bogdan, Lovren, Allen, Brannagan, Teixeira, Firmino, Origi.

  35. Liverpool team: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Lucas, Can, Ibe, Lallana, Coutinho, Benteke.

    Substitutes: Bogdan, Lovren, Allen, Brannagan, Teixeira, Firmino, Origi.

  36. Islogi.
    Þurftir þú að bíða lengi eftir að geta horft? Það stendur eftir að ég skráði mig upp að ég þurfi að bíða í allt að 24 tíma til að geta horft.

Rubin Kazan – Liverpool 0-1

Byrjunarlið gegn Palace