Liðið gegn Swansea er svohljóðandi:
Mignolet
Clyne – Skrtel – Lovren – Moreno
Milner – Can – Lallana
Ibe – Benteke – Firmino
Bekkur: Bogdan, Toure, Henderson, Sturridge, Allen, Origi, Randall
Það vantar Coutinho, Sturridge, Henderson, Sahko og Lucas í byrjunarliðið í dag eða nánast alla okkar bestu leikmenn. Þetta tímabil er orðið ansi pirrandi hvað þetta varðar og gera svona leiki svo miklu erfiðari. Að auki eru auðvitað enn fleiri meiddir eins og Ings og Gomez.
Lucas er í banni enda fær hann spjald í hverjum einasta leik, Sturridge hefur ekki náð að sannfæra sig um að hann sé ekki meiddur (gott að sjá hann í hóp samt), Coutinho er greinilega ekki tilbúinn sem er mikið áfall. Þetta er svo vonandi síðasti leikurinn án Henderson í byrjunarliðinu en algjörlega frábært að sjá hann vera kominn á bekkinn.
Það er gríðarlegur vindur á Anfield í dag sem talið er að hafi einhver áhrif á þennan leik en hann blæs auðvitað jafn mikið á bæði lið.
Hvað sem öllum meiðslum líður þá er þetta leikur sem Liverpool verður að vinna. Ennþá hefur liðið ekki unnið leik í kjölfar Europa League leiks og það er kominn tími til að breyta því.
Upphaflega liðið aðeins rangt hjá mér, lagaði það strax.
Firmino er inni að ég held
Skv. Official liverpool aðganginum a twitter er firmino i starti og allen á bekknum
Er ekki Allen á bekknum og Firmino inni?
Mjög sóknarsinnað lið í dag sem er bara skemmtilegt.
Ætli E.Can sé ekki djúpur í dag en hann er samt mun sókndjarfari en Lucas og vona ég að hann verður agaður í dag og skilji ekki varnarlínuna óvarða í dag.
Gaman að sjá Sturridge og Henderson komna í hópinn.
OZ appið er í einhverju rugli hjá mér. Hvar eru þið að horfa á netinu, ss án þess að borga en með fínt streymi (ekki firstrow)
Blabseal.de/frodo
eða
reddit.com/r/soccerstreams.
Það fykur í mann hérna. 🙂
skrýtið að sja ekki coutinho ekki einu sinni bekkjaðan hann var í fullu fjöri a æfingu í gær spurning hvort það hafi einhvað meira gerst en mikið er manni farið að hlakka til swansea náðu síðast í stig árið 2011 á anfield þessvegna spái ég 3-2 fyrir lfc komaa svoo !
2 – 0 allan tímann…
Frábært streymi á blabseal. Mæli með að fara inn sem fyrst
Lýst vel á liðið okkar í dag og gaman að sjá hvernig okkar menn tækla tækifærið á að vinna heima og klífa töfluna, sáttur með sigur en vonandi höldum við hreinu líka. Spái 1-0 og Lallana skorar.
skítstressaður, komum til með að sakna Kútsins okkar. Vonandi fá Henderson og Sturridge 20-30min hvor í þessum leik.
úfff……..þetta verður erfitt en alls ekki óyfirstíganlegt. Vantar samt allt of marga lykilmenn hér.
Lykilatriði er að skora snemma í leiknum. Svæla þá út úr holunni sínni.
Koma svo rauðir!
Eru engar frèttir af couto?
ma?ur er hálf stressa?ur me? þetta allt…
lucas í banni og couto hvar? mikilvægirpòstar fjarverandi þarna fyrir utan þa? sem vantar fyrir
Djöfull þoli ég ekki Ashley Williams
Endilega koma með fréttir af leiknum, er staddur á flugvellinum í Moscow og ekkert rosalegt netsamband
þvílík einstefna. hljótum að fara að skora
Ef svona yfirburðir duga ekki til að skora þá þarf að taka áhættuna á að spila Sturridge síðasta korterið!
væri ekki sniðugt ef Klopp færi að skjota aðeins a áhorfendur á Anfield a næsta blaðamannafundi og segja að stuðningsmenn Dortmund seu 10 sinnum betri en okkar á Anfield og ga hvort að það hreyfi við liðinu a Anfield, þetta er eins og jarðarför leik eftir leik.. hvar er gamli Anfield ??
eru einhverjir liverpool-stuðningsmenn í stúkunni?????
Finnst Benteke búinn að vera slakur, dettur of auðveldlega miðað við mann af hans stærð, skilar boltanum ekki vel af sér og móttaka á honum ekkert ekkert frábær heldur…
can yfirburðarmaður þarna a miðjunni. er að spila einstaklega vel
en nei lfcforever það virðast vera mjog fair púllarar i stukunni
Of hátt miðaverð á þessa leiki, alltaf nýtt fólk við hliðina á manni í stúkunni og það að verðirnir biðja mann um að halda kjafti og setjast ef maður syngur eru nokkrar ástæður fyrir því að stuðningurinn á Anfield er verri en í jarðarför þessa daganna.
Það eru tvær ástæður fyrir lélegri stemningu sem mun aldrei breytast það er túristaflóð og snjallsímar… hendó fyrir milner og sturridge fyrir firmino og klára þennan leik !
Firmino ekki mættur til leiks og Lalana að skíta upp á bak en þetta kemur í seinni!
Sæl og blessuð.
Frábær barátta og móvítasjón. Skipulagið er að virka og hvað eftir annað eru menn komnir í álitllega stöðu. Benedikt er ekki að nýta færin sín og lokahnykkurinn er ekki til staðar.
Sé ekki hvernig þetta á að ganga að óbreyttu. Stefnir í harðlífi og svo missa mark inn í lokin. Því miður. Enda eru allir leiðtogarnir á bekknum.
Stemmningsleysið á Anfield er mikið áhyggjuefni.
Væri að mínu mati stórslys að ná ekki að kreista fram sigur í þessum leik. Þetta Swansea lið er ekki að gera merkilega hluti á vellinum, annað en að verjast eins og við var að búast. Alveg ótrúlegt hvað okkur gengur alltaf illa að brjóta svona lið á bak aftur. Leikmenn eins og Lallana, Firmino og Ibe verða að fara að sýna meira, sérstaklega er Firmino búinn að vera áberandi slakur. Býst fastlega við að bæði Hendo og Sturrideg komi inn á ef við verðum ekki búnir að skora fyrstu 15 mín. í seinni hálfleik.
Koma svo rauðir, ekki enn eitt fucking stórslysið á Anfield!
Firmino er að spila miklu aftar en oft aður og það er ekki að virka fyrir hann finnst mer.
en hvernig væri að kaupa framherja Dortmund þennan Aubameyang eða hvernig sem þaðner skrifað, sa er heitur og komin með 25 mörk a leiktiðinni.
en ja sturridge inn sem fyrst og uppa topp með Benteke og Firmino fyrir aftan þá.
Megi guðirnir vera með okkur í þessum leik og vonandi vinnum við.
Að öðru, úr því eg er að fylgjast með textalýsingu á vísi.is , hvursvegna í andskotans helvítinu þurfa þeir að taka fram í hvert skipti með hvorum fætinum er skotið?? Væri gaman að vita hreinlega af hverju, þetta er pínu pirrandi…
2-1 fyrir okkur 🙂
Inn með Sturridge. Ef hann meiðist, so be it.
Þetta er ekki mjög traustvekjandi
erum ekki að skapa rassgat og ekki jafn duglegirnað pressa og oft áður. mer lyst ekki a þetta.. ekki enn einn skandalinn a anfield.
koma svo pota inn einu helvitis marki
jess víti. plís skora. get varla horft
1-0 jess.. koma svo sigla þessu heim 🙂
milner
100% rétt ákvörðnun og Milner minnir mann á Gerrard að taka víti !
þvilik snilld hja Klopp. hann horfði ekki a vitið heldur uppí stúku og fagnaði svo þegar hann sa áhorfendur fagna. þvílíkur meistari
Anfield að vakna það er gott !
þetta var skelfileg tækling hjá skrtl
Djuf er gott að sjá Hendo inná
sturridge… vá. Benedikt gerði allt rangt í þessum leik…
sturridge meiðist í þessum leik. Veðmál einhver?
sturridge komin inna og er vel fagnað. eigum við ekki inni að hann setji allavega eitt i dag. hann allaveha þarf ekki nema hálft færi til að skora þessi drengur
Hendo og Sturridge inn og við hættum bara. Agalegt að horfa upp á þetta og getur endað illa.
takk, gylfi
Hræðilegar siðustu 15-20 minutur.
held að gylfi sé með niðurgang..
Á Sturrigde tvíburabróðir sem getur lítið í fótbolta ?
Erfiðar síðustu mínútur úff
Verum ánægð að sjá þessa menn inná búnir að vera í massífum meiðslum !!!!
geggjað horn hja Gylfa
takk gylfi
lol!
æb, maður leiksins
KLOPP 4 KOP ! !!!
YESSSSSSS! 😀
þetta er algjör snilld þó þetta hafi ekki verið flugeldasýning en mér er sama !
Flott, 6. sætið. Tókum tvö stig á Arsenal, West Ham, Chel$ki, Tot og Utd.