Næstkomandi miðvikudagskvöld renna drengirnir okkar allra suður á bóginn til að spila leik við “Dýrðlingana” á heimavelli þeirra í Southampton.
Leikurinn er í átta liða úrslitum Capitol One keppninnar, eða bara gamla góða deildarbikarnum en þar erum við sigursælasta liðið með 8 sigra í það heila og þar er líka síðasti titillinn í okkar glæstu sögu frá árinu 2012 þegar Dalglish leiddi okkur til sigurs gegn Cardiff City.
Sigurvegarinn í þessari viðureign fer í undanúrslit sem leikin eru heima og heiman í Englandi en þangað fórum við í fyrra og töpuðum fyrir Chelsea í tveim frábærum fótboltaleikjum…sennilega þeim bestu hjá okkar mönnum á liðnu leiktímabili svei mér þá.
Það er örstutt semsagt í býsna öfluga reynslu fyrir liðið okkar og okkar dásemdarstjóra sem vert er að horfa til með annað augað opið þó vissulega sé þessi bikarkeppni oft sett frekar aftarlega í virðuleikaröðina. Sigur í keppnum býr til sjálfstraust og byggir þannig upp lið, það er óumdeilt og því er verkefnið spennandi, ekki síst þar sem að það sem eftir lifir keppninni rekst ekki svo glatt á mjög mikla álagstíma í öðrum keppnum.
Mótherjarnir eru eins og áður greindi lærisveinar Ronald Koeman í Southampton. Þeir sitja í dag í 10.sæti í Úrvalsdeildinni einungis þrem stigum fyrir aftan okkar drengi með ákaflega svipaða markatölu. Þeir voru mótherjar okkar í þriðja leiknum undir stjórn Jurgens og gerðu vel í því að gera 1-1 jafntefli. Sem var býsna sanngjarnt.
Þegar horft er til leikja Southampton í keppninni hingað til þá virðist Koeman leggja mikla áherslu á að ná þarna árangri. Í sigurleik þeirra gegn Aston Villa í síðustu umferð voru allar kanónurnar og í kjölfar hans sagði stjórinn þetta:
“It’s difficult to win this competition as I think everyone takes it seriously. It’s an honour to play at Wembley and to win a title. We’ve shown already we can beat the big teams.”
Svo öllum má vera ljóst að þeir munu taka þennan leik alvarlega enda örugglega mestu líkurnar fyrir klúbbinn að sækja sér silfur í bikarahillurnar og stemmingin á vellinum verður með þeim.
Klopp hefur stýrt okkur í einni viðureign í þessari keppni, fyrsti sigurleikurinn hans kom gegn Bournemouth og gladdi okkar mann mikið. Að því sögðu held ég að miðað við síðustu vikur, meisl þeirra, hnjösk og þreytu muni Klopp horfa á það að stilla upp liði sem geti spilað góðan leik en þó þannig að lykilmenn verði hvíldir. Verst hvað mikið er af meiðslum sem verður til þess að við munum þurfa að nýta krafta einhverra þeirra leikmanna sem eru í lykilhlutverkum í deildinni.
Mér finnst því eilítið erfitt að skjóta á hvernig liðinu verður stillt upp á St. Mary en það er nú svolítið skemmtileg tilviljun að taka báða dýrðlingavellina á nokkrum dögum því eftir Saint Mary verður það Saint James sem tekur á móti okkur.
Nóg um það, hvernig verður stillt upp. Að vandlega hugsuðu máli ætla ég að henda þessu upp:
Bogdan
Randall – Toure – Lovren – Moreno
Milner – Lucas – Allen
Ibe – Origi – Teixeira
Það er býsna skemmtilegt að sjá þá sem voru á æfingu í dag, meira að segja Flanno okkar var þar í fótboltaskóm. Kannski verða Hendo og Studge settir inn í liðið þarna en ég held samt að svo verði ekki, við sjáum Hendo mögulega í hálfleik fyrir Lucas og Sturridge fær hálftímann til að byggja sig upp. Moreno verður ekki látinn klára, Clyne kemur inn.
Að þessu sögðu þá er að sjá hvað það er sem ég held að sé framundan í þessum leik. Þarna er á ferðinni ansi strembið verkefni gegn liði sem er að horfa fast á Wembleyleikvanginn á meðan að við erum með töluvert dreifðan huga og líklega ekki eins uppteknir af því að vinna þennan leik.
Að því sögðu þá hef ég fulla trú á því að margir leikmenn þarna vilji stilla sig inná góðu bylgjuna hjá stjóranum og eftir alveg óskaplega erfiðan leik og hörkubaráttu sem fer í framlengingu þar sem Divorck Origi setur óvænt sigurmark með sínu fyrsta marki fyrir klúbbinn, 0-1 og undanúrslit verða okkar hlutskipti.
Þessi keppni er klárlega í 4.sæti hjá okkar mönnum og á að mínu mati algjörlega að vera hugsuð fyrir aukaleikarana. Þá er ég ekki endilega að tala um varaliðið heldur svipað lið og Maggi stillir upp í upphitun. Dugi það ekki til, so be it.
Ég bara sé okkar menn ekki ná að sýna sitt besta í deildinni ef þeir fara líka langt í öllum bikarkepppnum og Europa League, það er gríðarlega sjaldgæft svo vægt sé til orða tekið. Bæði er meiðslalisti Liverpool búinn að vera ískyggilegur það sem af er móti og hópurinn fáránlega þunnur í nokkrum stöðum. Það má ansi lítið útaf bregða og því deildarbikarinn mikil áhætta ef nota á lykilmenn sem liðið má ekki við að missa.
Það eru 4 dagar í næsta leik eftir þennan sem er skárra en var upp á teningnum í síðustu viku og vonandi hvílir Klopp gjörsamlega alla í leiknum gegn Sion. Fari Liverpool áfram eru það heimskulegustu leikir knattspyrnunnar næst þegar allt í einu upp úr þurru þarf að spila tvisvar til að komast áfram, meðan einn leikur dugar í öll hin skiptin. Þetta er svo fáránlegt að það er með ólíkindum. Þessi keppni er algjörlega viðbót fyrir ensku liðin m.v. hinar stóru deildarkeppnirnar en ofan á það eru fleiri deildarleikir í Englandi og ekkert vetrarfrí.
Leikdagar fyrir undanúrslit eru settir 4. janúar og 24. janúar. Liverpool á leiki 30.des og 2.janúar. Leikdagur í þriðju umferð FA Cup er settur 9.janúar. Þannig að fyrri leikurinn færi alltaf inn í gríðarlega þétt prógramm, ekki ósvipað því sem Liverpool er í núna. (13.janúar er svo leikur gegn Arsenal).
Seinni leikurinn er settur 25.janúar, Liverpool á leik gegn Norwich 23.janúar og fjórða umferð FA Cup er sett á 30.janúar.
Úrslitaleikurinn er settur 28.febrúar, eins og planið er núna á Liverpool leik 27.feb gegn Everton og 1.mars gegn Man City. Seinni leikur 32-liða úrslita Europa League er settur 25.febrúar. (fyrri leikurinn viku áður)
Þetta er auðvitað keppni sem Liverpool er í ágætum séns á að vinna en á meðan við mætum Southamton eiga City, Everton og Stoke öll leik gegn Championshipdeildarliði.
Vonandi er þetta lið sem Maggi tippar á nokkuð nærri lagi en ég óttast að Klopp fari í þennan leik með fleiri lykilmenn. Meira óttast ég álagið sem fylgir því að komast áfram og þessa bölvuðu tvo leiki í næstu umferð. Prógrammið í kringum þá er nógu þétt fyrir sé liðið að keppa á fjórum vígstöðum í einu.
Það versta sem gæti gerst er að komast aftur í undanúrslit og tapa þar í tveimur (helvítis) leikjum gegn t.d. City eða Everton rétt eins og gerðist í fyrra gegn Chelsea. Mögulega eru okkar menn samt reynslunni ríkari núna og hafa það sem þarf til að fara alla leið.
Síðast þegar Liverpool fór í úrslit í deildarbikar og FA Cup var árið 2011/12.
Eftir 19 umferðir var liðið í 6.sæti með 34 stig. Tveimur stigum frá Arsenal í 4. sæti.
Eftir 38 umferðir og þrjár ferðir á Wembley var Liverpool í 8.sæti með 52 stig, 17.stigum á eftir Tottenham í 4.sæti.
Liverpool var ekki að spila í neinni Evrópukeppni þetta tímabil.
Auðvitað var þáttaka í öllum bikarleikjum ársins ekki eina ástæðan fyrir hruni Liverpool í deild eftir áramót en fókus á þær keppnir hafði klárlega mikil áhrif. Þetta tók það mikinn toll heilt yfir tímabilið að liðið fór frá því að ná í 34.stig eftir fyrri umferðina (sem er nógu lélegt) í það afreka 18.stig eftir seinni umferðina, það er fall form og eitt það versta í sögu Liverpool.
Með Liverpool í 6.sæti núna sex stigum frá toppnum og enn styttra frá 4.sæti langar mig ekki að taka neinn séns í aukakeppnum, sigur í deildarbikarnum er einfaldlega ekki þess virði ef hann verður til þess að liðið tapar sæti í Meistaradeildinni. Lið sem eru stöðug í Meistaradeildinni hafa fjárráð til að kaupa hóp sem ræður við leikjaálagið sem fylgir öllum fjórum keppnunum (og varla það). Eins er þetta líklega besta leiðin fyrir liðin sem ekki spila í Evrópu til að komast á Wembley og jafnvel vinna til verðlauna. En ég sé ekki liðin sem eru á fullu í Europa League halda út í deild, Evrópu og bikarkeppnunum.
Síðast þegar Liverpool keppti um titilinn allt fram í síðustu umferð (og komst í Meistaradeildina) var árið þegar liðið var ekki í neinni Evrópukeppni og féll snemma út í bikarkeppnunum. Það er ekki tilviljun þó það sé ekki heldur eina ástæðan fyrir góðu gengi það ár.
Sorry.
bikar er bikar og okkar menn eru ekkert að vinna bikar reglulega og því vil eg sja mun sterkara lið en Maggi stillir upp og er reyndar mjog bjartsýnn a að svo verði, klopp ser þarna tækifæri a titli og það væri frábært að na i einn strax i febrúar svona aður en við vinnum UEFA cup í maí.
Klopp hefur aður sagt að hann sjai ekki hver munnurinn er fyrir mwistaradeildarliðin að spila a miðvikudegi og laugardegi eða okkur a fimmtudegi og sunnudegi og þvi telur eg að hann muni leggja meiri aherslu a þennan leik en marga grunar, hann hvilir einjverjaen eg spai sterkara liði en Maggi skýtur á.
Ég spái svipuðu liði og Maggi segir,
Ég er reyndar á því að Skrtel komi inn fyrir Lovren, miðjan verði nákvæmlega eins en efstu 3 ekki alveg rétt, ég set Lallana eða Firmino inn fyrir Texeira
ég sem var orðinn gífurlega spenntur fyrir þessum leik en eftir tölfræðikennsluna hans einars er ég ekki viss lengur en þar sem ég er mjög sérvitur maður og hef ekki trú á svokölluðu leikjaálagi þá vonast ég að sjálfsögðu eftir sigri í þessum leik þetta er ekki flókin stærðfræði þessir gaurar verða ekkert lélegri í fótbolta ef þeir sleppa öllum æfingum inná milli þessara leikja og spila fótboltaleiki í staðinn ég get allavegna farið út að hlaupa í 90 min 10 daga í röð án þess að það bitni á mér líkamlega eða andlega
Ég er ekki í nokkuð vafa um að Klopp stillir upp töluvert sterkara liði enda er hann örruglega æstur í að vinna sinn fyrsta titill með liverpool.
Að sjálfsögðu setur Klopp allt í þennan leik og ég er algerlega ósammála þeim sem gera lítið úr þessari keppni.
En að öðru. Átti þessi ekki að vera búinn á því fyrir nokkrum árum síðan? Ótrúlegt að hann skyldi vera látinn fara.
http://m.fotbolti.net/news/01-12-2015/sidustu-40-sekundurnar-i-italska-toppslagnum-voru-otrulegar
Ég held að Liverpool eigi að fara all in í allar keppnir. Við erum ekkert með yfirfullan bikarskáp og höfum ekkert efni á að segja þetta einhvern mikka mús bikar.
Aftur á móti myndi ég vilja sjá Moreno hvíldan, hann fékk vel að finna fyrir því í seinasta leik.
Fer þessi Enrique ekki að verða klár, það hlýtur að vera hægt að nota hann í þessa leiki.
Við erum svo að fá Sturrridge og Hendo til baka þannig að hópurinn er allur að koma til. Meira að segja Flanno sást á æfingu.
Vandamálið er ef við förum með þetta lið á móti Southampton á útivelli sem munu líklega taka leikinn alvarlega þá eru litlar líkur á að við vinnum leikinn. Við höfum unnið einn bikar síðustu 10 árin og ég sé það ekkert breytast nema við tökum þessa bikarkeppnir alvarlega.
Bara blanda þessu saman menn sem eru að koma tilbaka og unga með, svo eru Allen og Lucas ferskir, þeir byrja leikinn alltaf, Origi frammi, Hendo og Sturridge fá örugglega 30 mín báðir, Hendo jafnvel 45. Hef alls ekki áhyggjur af einhverju álagi, finnst við eiga að geta stillt upp fínu liði.
sammála flestum hér. Þessi keppni á að vera nr. 4 hjá okkur. Vil gera a.m.k. 6 – 7 breytingar á byrjunarliðinu okkar. Gríðarlega mikilvægur leikur í deildinni á móti Newcastle um næstu helgi. Væri gaman að komast áfram í þessum Mikka-mús-bikar en ég myndi ekkert hágráta ef við dyttum út úr honum.
Kjullarnir og Bojan bjarga þessu…Einar Matthias sannfærði mig um að það er ekkert sniðugt að fara afram i þessari keppni.
Klopp ætti einfaldlega að segja:
Kjúllar, þið fáið að spila alla leikina í þessari keppni, þetta er ykkar tækifæri! Sýnið mér að þið getið þetta.
Akkúrat núna er þessi keppni að lágmarki þriðja mikilvægasta keppni okkar. Um þessar mundir erum við bara í þremur keppnum (FA cup byrjar ekki fyrr en í janúar). Ef við skyldum fara áfram í þessum bikar (sem ég vona) þá mun þessi keppni halda áfram að vera okkur mikilvæg, sérstaklega í ljósi þess að stutt er í úrslitaleik og gulltryggt sæti í Evrópu ef við vinnum keppnina. Ég er einn af þeim sem snobbar ekki fyrir keppnum – lít t.d. þessa keppni sömu augum og FA cup – í grunninn eru jafnmargir leikir í báðum keppnum til að komast á Wembley og verðlaunin eru þau sömu = bikar og sæti í Evrópudeild.
Fyrst og síðast vill ég að liðið komist áfram. Það eru minni líkur með veikara liði. Segir sig sjálft. Ég hef trú á að liðið standi sig vel í öllum keppnum óháð álagi. Það eru 4 dagar í Newcastle og það er ekki eins og verið sé að tala um 2 og hálfan dag og 4000km ferðalag. Þetta eru atvinnumenn for crying out loud !
Hendo og Studge fá mínutur, 30-45 ca. Benteke og Firmino voru teknir útaf á 65. og 70. á móti Swansea, þeir byrja held ég, ásamt Ibe, Lallana eða Coutinho sem fremstu þrír. Lucas var í banni síðast, hann byrjar. Can, Milner, Allen, Rossiter eða Teixeira koma svo til greina sem hinir 2 með Lucas á miðjunni. Myndi kjósa Can og Teixeira. Það kæmi ekki á óvart að Klopp héldi sig við sömu varnarlínu og spilaði við Swansea þar sem allir voru rock solid. Bogdan er svo líklegur að spila. Hefur staðið sig vel í League Cup hingað til og fær sénsinn áfram þar.
Hvað er svo að frétta af thumbs up fítusnum? Eru stjórnendur síðunnar búnir að svara þessari spurningu sem aðrir hafa imprað á? Þá hefur það farið framhjá mér.
Þegar Liverpool var uppá sitt besta og vann tvennu eða þrennu þá voru það undantekningarlaust sterkastu leikmenn okkar sem spiluðu. Þeir unnu síðan þá titla sem við erum síðan að grobba okkur af núna, svo vilja menn bara varalið í þessa leiki núna ?
Ég vill bara sjá sterkasta lið okkar í þessum leik , og vinna þetta Southamton lið, ekkert helvítis væl. Við erum með ágætis 16-18 manna hóp sem á að ráða við svona verkefni, og spila líka uppá framtíð sína hjá KLOPP !
Svo mæta þeir aftur á St. James og vinna þar líka. Ef við ætlum að grobba okkur af titlum , þá þurfum við líka að vinna þá, ekki bara að stefna á 4 sæti í deild og ekkert meira hvert einasta tímabil.
clyne skrtel lovren moreno
henderson lucas milner
firmino coutinho
sturridge
svona vill ég sjá liðið.
Nr. 15 þetta er laukrétt hjá þér. Til hvers að skrá sig til þátttöku í keppni ef ekki til að sækja til sigurs. Sá sem hugsar ekki ofar en 4. sæti, fer ekki hærra en í 4. sæti, ef þá það…
Nr. 15
Það var ca. árið 1980. Núna er árið 2015 og kröfurnar allt aðrar og mikilvægi leikja líka.
Liverpool var líka með besta eða annað af tveimur bestu liðum Englands í öll skiptin sem er ekki raunin núna. Ef Liverpool væri jafn stöðugt í Meistaradeildinni og með Meistaradeildarhóp væri mikið nær að horfa á þetta svona (en samt alltaf nota aukaleikarana þegar það er hægt, eins og í deildarbikarnum).
Það er ekki nokkur maður að grobba sig af deildarbikartitli 2012, ekki þegar Liverpool var með ömurleg 52 stig eftir það tímabil.
Það er ekkert verið að syngja um sigur í deildarbikar eða Europa League hérna
Ekki að það sé ekki gaman að vinna þær keppnir líka, bara ekki á kostnað deildarinnar, hún er númer 1.
Ég væri samt alveg til í að komast í CL með því að vinna Evrópudeildina, í staðin fyrir að ná 4 sæti í deild. Þá værum við með bikar.
Stuðningsmenn Liverpool vísa oft til þess að liðið okkar sé það sigursælasta í deildarbikarnum, því það er jú bikar, er það ekki 🙂
Sælir félagar
Ég er algerlega á línu Einars M og vil nota þá breidd sem við höfum í hópnum, sama hver gæði hennar eru. Það er að mínu áliti það eina sem vit er í. Við verðum einfaldlega að bíta í það súra epli að breidd liðsins er veikari en hjá t. d. Chelsea og City. Þau nota alla þá breidd sem þau hafa í svona keppnir og komast ansi langt á því vegna þess að breiddin þeirra er góð.
Þegar og ef liðið styrkist í janúar þá fáum við sterkari breidd, getum spilað mikilvæga leiki á sterkari mönnum. Þar með aukast líkur á árangri í fleiri keppnum og möguleikar á bikurum aukast. En þangað til verðum við að nýta þá breidd sem fyrir er og dreifa álaginu eftir því sem unnt er og auðvitað eru keppnir mismikilvægar og raunsæi er nauðsynlegt.
Það er nú þannig
YNWA
Þetta lið sem sýnt er í upphituninni á að vinna sterkasta lið Southampton.
strím ?
hvað eru menn að nota þessa dagana ? sopcast ? acestream ?
Liverpool: Bogdan, Randall, Skrtel, Lovren, Moreno, Lucas, Can, Allen, Lallana, Sturridge, Origi.
takk æðisæegaég fer þá bara á barinn