Liðið gegn Southampton

Hér er byrjunarlið kvöldsins:

Bogdan

Randall – Skrtel – Lovren – Moreno

Can – Lucas (c) – Allen
Lallana
Origi – Sturridge

Bekkur: Mignolet, Brad Smith, Milner, Henderson, Ibe, Firmino, Benteke.

Klopp róterar meira en hann er vanur hérna en þetta er samt nokkuð sterkt lið. Mér líst vel á að sjá Origi með Sturridge, þótt hann verði mögulega meira úti á væng. Miðjan er feykisterk á meðan Nathaniel Clyne fær langþráða hvíld eftir 3 x 90 mínútur á síðustu 11 dögum.

Talandi um 90 mínútur þá hafa Lovren og Moreno einnig spilað 3 x 90 mínútur og verður því áhugavert að sjá hvort t.d. Brad Smith fær mínútur fyrir Moreno þegar líður á í kvöld. Milner og Mignolet hafa einnig spilað 3 x 90 mínútur undanfarið en setjast á bekkinn í kvöld.

Aðalspennan er þó þessi: besti leikmaður Liverpool er í byrjunarliðinu! Koma svo Sturridge, do your thing …

YNWA

130 Comments

  1. Mjög ánægður með liðið og framar vonum að sjá Sturridge í liðinu!

  2. Mjög spennandi uppstilling. Glerstyttan að byrja i dag, krossa fingur um meiðslalaust kveld. Hef fulla trú á að menn mæti með blóð á tönnum því það glittir í Wembley undir stjórn Klopps.

    KOMA SVO LIVERPOOOOL!!!

  3. Líst vel á þetta lið þetta verður 2-2 framlenging og við vinnum í vító Sturidge og Randall með mörkin 2

  4. eg vissi að Klopp myndi stilla upp sterku liði og ætlar ser alla leið i þessari keppni. Klopp er alvöru maður og fer a fullt i allar keppnir og þannig a það að vera. Eg se ekki hvað a að vera erfitt við það að spila þott það væru þrisvar sinnum 90 mín a viku a kostnað færri æfinga, þessir menn gera ekkert annað en þetta og vinna max hálfan daginn..

    Koma svooo vinna þennan leik !!!

  5. Langt síðan ég hef verið jafn rólegur fyrir leik. Vil auðvitað að við vinnum leikinn og komust áfram. Myndi hins vegar ekki missa mig af pirringi ef við töpum þessu. Líst mjög vel á byrjunarliðið.

  6. Gott að fá Lucas í fyrirliðann. Traustur leikmaður sem hefur verið vanmetinn.

  7. Er einhver með fínt streymi á leikinn? Ekkert að ganga upp eins og er.

  8. Af hverju verða menn að drulla svona á sig í byrjun leiks.
    Skelfileg varnarvinna hjá Moreno.

  9. Emre Can og Alberto Moreno með óþarfa gjafir svona snemma, jújú, Desember er kominn til að vera en jólaskapið virðist vera í ofur gír.

  10. Úff, Randall er því miður 3 númerum of lítill í þetta verkefni.

  11. Illa lélegt. Hvernig dettur klopp í hug að stilla upp þessarri miðju can lucas og allen, hver á að láta hlutina gerast???

  12. Randall the scandall. Hann er með núll sjálfstraust eftir þessa byrjun.
    En koma svo…
    YNWA

  13. Þessi drengur kann svo sannarlega að skora mörk, mikið vona ég að hann haldist heill drengurinn

  14. Joe Allen er kominn með tvær eitraðar sendingar innfyrir á skömmum tíma, nú sér fólk vonandi að hann er langt frá því að vera slæmur fótboltamaður.

  15. Þessi gæði maður minn…hörmulegt fyrsta tötts og svo bara klassískur Sturridge. Hann bara hefur þetta, það er ekki flóknara en það.

  16. Xabi-esque spilamennska hjá Allen. Taliði svo meira um að láta Sturridge fara, það er geðveik hugmynd.

  17. Jæja, vonandi hætta menn að drulla yfir Klopp og bíða þangað til að leikurinn verði flautaður af. Djöfulsins plastaðdáendur hérna stundum í kommentunum.

  18. Allen með flotta sendingu á Studge sem virkaði ryðgaður í fyrstu snertingunni en var sko ekkert ryðgaður í múvinu og skotinu.

  19. Sturrrrridge!!!

    Jæja Klopp, taktu manninn útaf og settu hann í loftbóluplast fram að næsta leik.

  20. Erum við ekki að grínast með þetta!!??! Þvílík gæði, segi það aftur. Og sendingin frá Can…

    Ef við náum að koma upp svona refsingum reglulega…þá er ekki hægt að slaka á í eina sekúndu á móti okkur.

  21. Vá, rétt skrapp frá og tvö komin frá okkur! Brill. Kannski maður ætti að halda sig frá skjánum haha

  22. málið með sturridge er þa að hann þarf bara hálft færi til að skora annað en margir okkar manna sem þurfa 10 færi.

    mæli með að hér eftir verði sturridge samt kallaður GLERSTYTTAN eins og Svavar Station kallaði hann her fyrr i kvold. snilldar nafn það 🙂

  23. Selja Sturridge, Can á miðjunni, hverjum datt það í hug – og þessi Allen, út með hann…
    Þvílíkt bull hérna stundum.

  24. Haha þið drukkið yfir miðjuna sem er komin með 2 flottar stoðsendingar. Klopp er að taktíka ekki við

  25. Sammála þér Finnan. Menn sjá nánast ekkert nema 5 mínútur fram í tímann hérna. Eitt mark á okkur og Klopp er ekki með þetta lengur og leikmennirnir hundónýtir. Slaaaaka á fólk.

  26. Ekkert smá flottar sendingar hjá Allen og Can. Og hvað var gaman að sjá Sturridge klára dæmið, sá kann að skora.
    Vonandi fer hann að haldast heill í einhvern tíma.

  27. Do you now believe us we are gonna win the league…………….cup!

  28. Gummi segir að Origi eigi þetta, er það ekki algert kjaftæði ?

  29. Allt annað að sjá þetta lið undir Klopp BR var greinilega löngu búin að missa klefan.

  30. Fannst hann snerta hann fyrst en get ekki séð það í endursýningunni. Moreno alla leið.

  31. Stórkostlegt svar okkar manna eftir blitz byrjun heimamanna.

    Svona gera bara alvöru lið!

  32. “…then along came Daniel Sturridge, remember him?” sagði enski þulurinn sem ég hlusta á – he he…

  33. Já já já svona á að gera þetta flottur viðsnúningur hjá okkar mönnum spurning með að spila alla leiki á útivelli ? en það er nóg eftir menn verða að halda einbeitingu í seinni

  34. Svona á að svara fyrir sig eftir ömurlega byrjun, Þvílikur munur að vera komin með alvöru framherja í þetta lið og þessi sending hjá Can.

  35. Eftir nokkrar endursýningar á sky má sjá að þetta fer í tánna á Origi og breytir smá um stefnu og þessi stefnubreyting var mjög mikilvæg þar sem Stekleburg hefði líklegast varið þetta án hennar.

  36. Augljóst mál að Origi snerti boltann og hann var LANGT frá því að vera rangstæður. Það er samt eiginlega ekki hægt að taka svona stórkostlegt mark frá Moreno.

  37. Randall var illa stressaður í byrjun og fékk svo á sig spjald sem bætti ekki úr skák.
    Enda fóru Southampton á hann stanslaust frá fyrstu sekúndu.

    En hann er að koma til og átti hlaup fram og bolta og þarf bara að halda því áfram.
    Algerlega nauðsynlegt að láta hann byrja og fá þessa eldskírn.

    Sjálfsagt verður hann fyrstur tekinn útaf vegna spjaldsins en auðvitað enginn bakvörður á bekknum.

    Annað er business as usual 😀 Sturrigde the man og Riise, meina Moreno mættur.
    YNWA

  38. Frábært að horfa á sóknarleikinn svo beinskeyttur og hraður gott spil og svo er náttla præsless að hafa mann eins og Studge þarna frammi. Miðjan hefur verið frábær sérstaklega sóknarlega og þar hafa Allen, Can og Lallana verið frábærir og Sturridge gæti verið kominn með þrennu!
    Það var Roberto Carlos fílingur í þessum tilburðum hjá Moreno í þriðja markinu sama hvort hann eða Origi eiga markið skiptir ekki öllu.
    Ef að þetta er það sem koma skal undir Jurgen Klopp að þá er ég mjög spenntur!

    YNWA!

  39. Valtandi yfir Southampton ekki með Sakho, Coutinho, Firmino, Hendo, Clyne og Benteke í starting, tel ég gott!

  40. Fitness may be temporary but class is certainly permanent, var sagt á Sky um Sturridge. Þetta kalla ég að hitta naglann beint á höfuðið.

  41. ja hérna mætti aðeins of seint að horfa á leikinn sá því ekki fyrsta mark leiksins , skrapp frá til að taka slátrið úr pottinum sem tók ekki langan tíma en þó nógu langan til þess að missa af báðum mörkunum hans Störra.
    Nú þarf ég að tefla en læt það bíða.

  42. Ég hélt að ég myndi aldrei segja þetta, en djöfull er Joe Allen að spila af mikilli hörku.

    Frábært að sjá suma leikmenn sem að ég var fyrir löngu búinn að stimpla sem aumingja.

  43. Að sjálfsögðu var Sturridge tekinn útaf til að byggja hann rétt upp. Búinn að vera frá í ár. Líkur á vöðvameiðslum (Sturridge anyone) snaraukast í þreytu og það er það síðasta sem við viljum, ekki satt?.

  44. Held það sé samt vissara að við splæsum í fjarheilun á sturridge bara svona til öryggis…

  45. Annars finnst mér þetta Southampton lið kröftugt. Við eigum í erfiðleikum með þá að mörgu leyti. Náum ekki upp góðri pressu og eigum í erfiðleikum með að halda boltanum. Þeir eru sem betur fer ekki nógu klínískir.

    En nú erum við búnir að halda út fyrstu 20 mín – vonandi fer að draga aðeins af þeim og leikurinn að róast.

  46. Svona dömur mínar og herrar á að klára færin.
    Rosaleg þessi afgreiðsla hjá Origi.

  47. Frábært finish hjá Origi þarna!

    Gaman að hann skuli loks hafa brotið ísinn.

    Undanúrslit here we come!

  48. Veit einhver hvers vegna í ósköpunum Can fékk gult spjald, sagði hann eitthvað eða?

  49. Sú veisla! Vel gert hjá Origi, glæsilegt overlap hjá Moreno og fagmannlega slúttað! Magnað að sjá þetta, ótrúlega ruthless.

  50. Sýndist Can fá spjald fyrir röfl, allavega var einhver liðsfélagi að draga hann burt frá dómaranum.

  51. Menn eru aldeilis að springa út!! Haha, unga kynslóðin. Framtíðin er björt.

    Origi, Moreno, Ibe.

  52. Heyrst hefur að allt liðið verði tekið í lyfjapróf eftir leikinn 🙂

  53. Can fékk spjald fyrir að anda á bakið á sóknarmanninum og dómarinn mat það svo að hann væri að stoppa skyndisókn. Það fauk ekki í Can fyrr en hann fékk spjaldið.
    Lélegur dómur og Can í banni í næsta leik.

    En skiptir ekki máli, Hendo er kominn inn.
    YNWA

  54. South er með flott lið og er staðan því í raun að segja ansi mikið um betra liðið. Yndislegt á að horfa.

  55. Pant fá 5 poka af því sem Klopp er að hella í skálarnar hjá drengjunum á morgnana…

    YNWA!

  56. Búnir að skora meira en manju i síðustu 10 leikjum eða svo! ?

  57. Skildir Brendan nokkur Rogers vera horfa ? Væri til í að vita hvað hann væri að hugsa ef svo væri…..

  58. einare: sem eigandi komments nr. 17 að þá dreg ég ekkert úr því sem ég sagði þar. Randall var rasskeltur þrisvar í röð, Soton sóttu á hann þar sem þeir sáu fyrir sér að hann væri veikleikinn. Sem betur fer tókst að loka leiðinni að honum í kjölfarið og núna erum við að fagna 6-1 sigri (í það minnsta). Ég er hinsvegar alveg viss um að hann á eftir að vaxa þessi strákur og eiga fínan feril með okkur.

    En að öðru, ORIGI!!!!!

  59. Hvað er að gerast? 1-6 á móti sterkasta liði Soton á St Mary´s

  60. Vá vá vá bara takk fyrir mig Liverpool bjartir tímar framundan 😀

Kop.is Podcast #104

Southampton 1 Liverpool 6