Steven Gerrard – árin hjá Liverpool [auglýsing]

gerrard_holarÚt er komin bókin Steven Gerrard – Árin hjá Liverpool, eftir Sigfús Guttormsson, kennara og sparkfræðing á Egilsstöðum. Eflaust hafa margir knattspyrnuunnendur beðið óþreyjufullir eftir bókinni og nú hefur bókaútgáfan Hólar gefið hana út.

Steven Gerrard er einn besti knattspyrnumaður sinnar kynslóðar. Hann hóf að æfa með Liverpool á unga aldri og varð með tíð og tíma einn besti leikmaðurinn í sögu félagsins. Þegar ferli hans hjá Liverpool lauk var hann orðinn goðsögn hjá stuðningsmönnum liðsins. Hann var fyrirliði lengur en nokkur annar í sögu félagsins og tók við sigurlaunum Meistaradeildarinnar 2005 eftir ótrúlegan úrslitaleik sem enn í dag kallar fram notalega gæsahúð hjá stuðningsmönnum Rauða hersins.

Bókin um Gerrard er jafnframt saga Liverpool á tíma hans og þar koma margir fleiri við sögu, svo sem Gerard Houllier, Rafael Benitez, Roy Hodgson, Kenny Dalglish, Brendan Rodgers, Kevin Keegan, Michael Owen, Robbie Fowler, Jamie Carragher, Sami Hyypiä, Fernando Torres og Luis Suarez. Eru þá sárafáir nefndir.

Steven Gerrard – Árin hjá Liverpool er bók sem allir knattspyrnuunnendur verða að lesa. Bókin er komin í verslanir!

2 Comments

  1. Pantaði eina hjá Hólum og verður lesin á aðventunni. Synd og eiginlega sorglegt að Stevie skuli aldrei hafa náð að lyfta bikar eftir sigur í Úrvaldsdeilinni.

  2. Er þetta þýðing á bókinni sem Gerrard gaf út sjálfur fyrir nokkrum mánuðum eða er þetta allt frumsamið?

Southampton 1 Liverpool 6

Kop ferð – síðasta útkall og dagskrárdrög