Liðið gegn Sion

Jurgen Klopp gefur skít í einhverja alsherjar hvíld á liðinu í lokaleik riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Liðið ferðaðist til Sion og er komið áfram fyrir umferðina en stillir engu að síður upp sterku liði með góða leikmenn á bekknum.

Mignolet

Clyne – Toure – Lovren – Smith

Milner – Can – Henderson
Lallana – Origi- Firmino

Bekkur: Bogdan, Randall, Skrtel, Rossiter, Brannagan, Coutinho, Benteke

Kannski ekkert sem kemur eitthvað svakalega á óvart í byrjunarliðinu. Can kemur aftur inn eftir leikbann í síðasta deildarleik, Henderson byrjar sinn fyrsta leik í langan tíma og Lallana, Origi og Toure koma í stað Benteke, Skrtel og Ibe. Brad Smith byrjar sinn fyrsta leik fyrir Liverpool og þrír uppaldir leikmenn eru á bekknum. Coutinho er kominn aftur í liðið eftir smá meiðsli sem og Rossiter og er það jákvætt.

Flott lið að mínu mati og ætti að vera nógu sterkt til að klára Sion á útivelli. Það gæti reynt mikilvægt að enda á toppi riðilsins enda fullt af sterkum liðum sem hafa bæst við Evrópudeildina eftir að hafa fallið úr Meistaradeildinni svo styrkleiki mótherjana í næstu umferð gæti ráðist að miklu leiti í dag.

25 Comments

  1. Hvernig finnst ykkur þessi verðlagning hjá 365 og Vodafone í pay per view ?

    United leikurinn kostaði 2.300 kr sem mér finnst gjörsamlega galið og mun aldrei kaupa þessa þjónustu á þessu verði.

    Er þetta eitthvað sem að þið ætlið að nýta ykkur eða eruð þið að kaupa áskrift af þeim eða á netinu ?
    Eða kannski streamið þið bara.

  2. Hefði nú viljað sjá einhver önnur nöfn þarna en Mignolet-Toure-Lovren-Milner-Henderson og Lallana, en þau nöfn eru bara ekki á launaskrá klúbbsins 🙂

  3. @3

    Ég mun aldrei kaupa af þeim streymi af einum leik á meira en þús kall. Ekki gott að segja hvar mörkin liggja hjá öðrum.

  4. #3

    Mér finnst þessi verðlagning vera fáránleg og mun aldrei, aldrei, aldrei kaupa stakan leik fyrir meira en 1000 kr. Fyrirfram sá ég fyrir mér að 1 leikur gæti kostað í kringum 500-700 kr. En að öðru…..áfram Liverpool!

  5. Þar er ég sammála,2.300.- er bara glórulaust okur sem gerir ekkert annað en að fæla frá. Þannig að fólk streymir þetta eða bara hreinlega sleppir þessu.
    Fyrir utan þá er bara ekki möguleiki á að hlusta á þessa menn á 365 nema einn G.Ben lýsa fótboltaleikjum sem bara eitt og sér ætti að lækka verðið niður í 700 kall.

  6. 3
    Mér finnst ok að borga 10þ í des til dæmis. Fullt af leikjum. Og ef ég næði öllum leikjum heima í sófa yfir tímabilið þætti mer allt i lagi að borga 10 þ a mánuði. Það er samt spurning hvort eg ætti 10þ á manuði ef eg næði öllum leikjum heima i sófa. 🙂 svo er netið að verða nokkuð save í þessum málum.

    Spá fyrir kvöldið 0-1 sigur LFC

  7. Ég mun ALDREI kaupa stakan leik á 2300 kr. Væri fróðlegt að heyra menn reyna rökstyðja þetta verð.

    Annars ánægður með Klopp og liðsuppstillinguna, sigur í kvöld og mæta með blóðbragð í munni á sunnudaginn.

    Já og eitt enn……. hvenær fáum við þumalinn aftur?? Enginn þumall er jafn pirrandi og meiðslasaga Sturridge!

  8. haha til hvers a borga fyrir þetta þegar þetta er frítt á netinu.. fyrir utan það það af afhverju í ósköpunum ætti eitthver að kaupa þetta af jón ásgeir !!

  9. Sama hèr rètt verd væri 700-1000 kall. Klopp er med etta. Vinnum 1-4 í kvöld!

  10. Er ekki þetta liðsval hluti af stærri heildarmynd. Leikurinn sjálfur skiptir ekki miklu máli, en hugafar liðsins skiptir öllu og eftir að hafa tapað síðast er mikilvægt að vinna næsta leik.

  11. Hörmulegur völlur, frosinn og harður. Menn eru örugglega ekki á 100% til að forðast meiðsli.

  12. Ég styð þetta liðsval 100% . Rétt hugarfar, vinna allt, og fara í alla leiki til að vinna. Þessir menn eru í vinnu, og eiga að vinna vinnuna sína, enda fá þeir vel borgað fyrir það.

    Vinna þetta bara eða ná jafntefli, svo bara næsti leikur á sunnud.

  13. Tony Pulis getur ekki beðið eftir að leggja rútunni á sunnudaginn. Sá leikur angar af 0-0 jafntefli. Ef við getum ekki brotið niður Sion þá verður erfitt að brjóta niður lið sem stjórnað er af meistara myrkru galdranna, Tony Pulis.

  14. Maður getur að einhverju leyti skilið metnaðarleysið hjá leikmönnum í þessari blessuðu fimmtudagsdeild. En almáttugur upp á sker hvað þetta er leiðinlegur leikur.

    Firmino og Lallana mestu vonbrigðin eins og svo oft áður! Gaman að sjá ástralann unga á vinstri kantinum.

  15. Er ekki aðalatriðið að það slasist engin i þessum Frosta leikvangi?

  16. Smith er minn maður leiksins í þeim ómerkilegasta í manna minnum
    Það gæti verið eitthvað þarna…

  17. Þetta er sá lélegasti og leiðinlegast leikur sem ég hef á ævinni séð. Ekki boðlegt frá rándýrum atvinnumönnum!!!! Skítt með völlinn það er engin afsökun. Bara ekki boðlegt!!!!!!!!!

  18. Sælir félagar

    Þetta var ömurlegur leikur og frammistaða leikmanna verulega slök. það eru sjálfsagt einhverjar skýringar á því en mér er svo sem sama. mér var líka nákvæmlega sama um þennan leik svo ekki ætla ég að ergja mig á honum. Horfði á leikinn í streymi streamtvbox.com í mjög góðum gæðum og hefi borgað fyrir það sirka 6 krónur íslenskar miðað við hvað streymið kostar per. klukkustund á mánuði. Hvað þið viljið borga 365 miðum fyrir þetta er ekki mitt mál 😉

    Það er nú þannig

    YNWA

Sion á fimmtudaginn + Sturridge meiddur!

Sion 0-0 Liverpool