Liðið gegn Leicester er komið. Það lýtur svona út:
Mignolet
Clyne – Lovren- Sakho – Moreno
Can – Henderson
Lallana – Firmino – Coutinho
Origi
Bekkurinn: Bogdan, Toure, Benteke, Allen, Lucas, Teixeira, Randall
Kannski ekki mikið sem kemur þannig séð á óvart. Mignolet kemur aftur í markið, Lovren tekur stað Skrtel í vörninni, Can og Henderson eru saman á miðjunni og Lucas fer á bekkinn. Hugsanlega gæti Coutinho verið þriðji maður á miðjunni en hugsa að hann sé hluti af þremur fyrir aftan Origi sem fær að mínu mati verðskuldað tækifæri í byrjunarliðinu.
Sjáum hvernig Liverpool gengur gegn toppliðinu(!) og hvort þeir nái að gera það sem afar fáum liðum hefur tekist og nái að stöðva Mahrez og Vardy.
Lýst vel á þetta lið áfram Liverpool snúum þessu við!
Flott sóknarlið á heimavelli. Engin aumingjauppstilling heldur áræðni og þor. 🙂
Loksins ekki 3 holding miðjumenn saman á miðjuni, hef lengi viljað breyta þessu. Lýst vel á þetta!
Btw plís kaupum Butland í sumar, þvílikur markmaður.
Núna verðum við að nýta ófarir United manna og minnka bilið í 2 stig.
Ég hef ekki trú á að Van Gal verði þarna mikið lengur og þá fara þeir að raka inn stigum.
Núna er tækifærið og menn verða að mæta til leiks frá byrjun, koma svo LFC
Svo sem allt gott um þetta að segja nema Lallana.getur ekki blautann finnst mer.klappar boltanum allt of mikið
Raunveruleikinn er auðvitað sá að toppliðið í deildinni er að fara að spila við lið sem er um miðja deild.
Vonandi að leikmenn nálgist þennan leik samkvæmt því, og mæti dýrvitlausir. Það er möguleiki á góðum úrslitum ef svo er. Ég vona það besta en bý mig undir það versta.
Ég mæli svo með síðu sem heitir http://sportsmania.eu/sites/view.php?pg=streams
Það þarf að borga smottery fyrir þetta en þarna eru allar íþróttir sem eru i gangi og í flottum gæðum
Getum við sleppt því að tala um topp4 og að vinna deildina ef við vinnum þennan leik?
Af hverju er Ibe ekki á bekknum? Strange
hefði viljað sja Benteke með Origi a kostnað Firmino en okei lýst ekkert illa a þetta.
sama hverning við gerum það en verðum að fá 3 stig PUNKTUR
Þetta er liðið sem breytir öllu. Það verður einhver að stöðva þá og það verða við.
3-1 fyrir Liverpool og ekkert annað.
Ef okkar menn vilja ekki Mignole lengur þá væri Butland ekkert vitlaus kostur.
Er einhver sem veit um stream sem virkar á IPad ?
Lallana er á síðasta séns!
Sæl öll.
Mig langar að deila með ykkur spurningu sem betri helmingurinn spurði áðan því mér finnst spurningin endurspegla svolítið stöðu Liverpool um þessar mundir. Við erum búin að vera saman í áratugi og hún hefur ekki getað annað en fylgst með fótbolta í gegnum mig. Spurningunni gat ég ekki svarað afdráttarlaust. Hver er þinn uppáhalds leikmaður hjá Liverpool?
Er einhver með stream á leikinn?
http://blabseal.com/frodo/
Nákvæmlega ÞHS. Ég er staddur útá sjó og það kom einmitt spurning frá einum hérna um borð sem fylgist ekkert með fótbolta, hver er þekktasti leikmaður Liverpool. Það var frekar fátt um svör frá minni hendi. Eiginlega sorgleg staðreynd hvernig komið er fyrir klúbbnum en nú er það bara liðsheildin sem gildir.
Koma svo!
YNWA
hvert er passwordið inná blabseal.com/frodo
nr. 17 “pls”
“Pls” virkaði hjá mér
63-37 posession, erum við að fara að taka þetta ?
Coutinho er maðurinn….er firmino buinn að koma við boltann?
Trui þessu ekki en ein meiðslin hjá sóknarmönnum okkar
Eg veðja malt og appelsin að Benteke skori…Origi var að standa sig vel vonandi er hann ekki illa meiddur. Koma svo Pularar liðið er að yfirspila Leicester.
Hvað kom fyrir Origi? blabseal datt út
blabseal úti. Helv….
Já það vantar klárlega sterkari einstaklinga í þetta lið. Voðalega sjaldgæft að sjá flott einstaklingsframtökt sem skila meira en hornspyrnu. Þetta eru nefninlega ekki nægilega góðir fótboltamenn sem liðið hefur að geyma. Og tegar menn eru að segja tessir gaurar hafi ekki orðið lélegir í fótbolta á einni nóttu finnst mér bara óviðeigandi þar sem þeir hafa fæstir sannað sig sem slíkir.
Ég get síðan með engu móti skilið tessa aást manna á tessari síðu á Shako og að draga hann út sem besta midvörð liðsins er að mínu viti meiriháttar bull. Virðist aldrei hafa stjórn á boltanum og lítur oft út fyrir að vera 2 mínútur í mistök. Hrikalega klunnalegur kall.
Hvernig getur Origi verið sterkari en tröllið Benteke? Það virðist engu að síður vera reyndin.
http://live.shwidget.com/streaming/free-live-video-streaming-liverpool-fc-leicester-city-football-england-premier-league-212806.html
Djöfuls rugl spjald var þetta.
Skrýtið að horfa á liðið sitt og búast ekki við því að þeir geti skorað. Sem er ekki skrýtið, því Liverpool á ekki nægjilega sterka leikmenn frammi eftir að Couthino er búinn að losa einn varnarmann, til að vinna færið og skorað.
Benteke, Lallana, Firmino fyrir næstum 100m…
Robert Huth er í hinu liðinu og þetta er Leicester City. Þetta er algjörlega klár skyldusigur á heimavelli, hættum þessu rugli!
http://footsy.ml/page/1 Þetta er miklu betri linkur en Blabseal
http://www.livefootballol.com/ er með acestream viðbót við VCL spilarann og er að horfa á leikinn í flottum gæðum
Liðið buið að vera nokkuð gott í dag og menn allavega á tánum og tilbunir i verkefnið. Hef trú á að okkar menn poti inn marki og klári verkefnið með þremur stigum í hús
Nú hefði verið gott að hafa Ibe á bekknum. Inn fyrir Origi og Firminio þá fremstan.
Maður skilur ekki Klopp núorðið.
Það sést úr flugvél að Benteke hefur stolist í hinn r(j)ómaða og sykursæta eftirrétt tengdamömmu hans sem ku aukinhelur vera hjúpaður karamellusósu.
Humm??
Skil ekki hype Leicester – hundleiðinlegt lið.
Eigum að ná inn einu og koma þeim á jörðina
Sahko í ruglinu…. róa sig á jólaölinu sko….
Ágætis hollning á liðinu þangað til Origi fór út.
Firminho – useless
Benteke – useless
1-0 sigur , pray to god…
helginn á inni Malt og Appelsín. Big Ben að hrista upp í hlutunum.
Firmino + Benteke!!!!
Useless just scored
Þið voruð að segja hvað um Benteke aftur ?
Snilld
Það er algjörlega hilarious að horfa á benteke vs huth í kappi.
http://soccer-portal.org/live-football/premier-league.html
verið að nota Þetta undanfarið ekki nein topp gæði en dugar ef á ekki að þenja það út á 44 tommur eða álíka, alltaf eitthvað sem virkar á spjaldtölvuna líka.
Þessi sending hjá Henderson er eitt það lélegasta sem ég hef séð frá honum.
Vonandi að við höldum þetta út.
Haha Benteke hvernig?
Guð minn góður þeir gátu ekki skorað þó að markmaðurinn væri ekki í markinu!
Veit ekki með ykkur en ég ætla að velja can sem mann leiksins en Lovren kemur fast á hæla hans. Credit fær Lallana fyrir eljusemi dauðans. Annars magnaður vinnu sigur þar sem var greinilegt að allir leikmenn lfc ætluðu að sigra.
ÞVÍLÍKUR leikur !
Þrátt fyrir að hafa skorað þá vona èg að Benteke spili ekki fleiri leiki í Liverpool treyju. Mesta dauðafæri sem sést hefur á Anfield og skandall að skora ekki
það að skora ekki fyrir nær opnu marki með markmann hins liðsins á hlaupum í markið ber vott um lítið sjálfstraust eða litla getu, allavega, bekkurinn í næsta leik.
Klopp sagði eftir leikinn gegn Southampton, sem fór 1-1 að liðið þyrfti að sýna meiri yfirvegun þegar þeir komast yfir.
Í dag spiluðum við vel þar til við komumst yfir. Eftir það spiluðu eiginlega allir eins og lélegir 5. flokks leikmenn. Hvernig getur staðið á því að atvinnumenn í fótbolta eru svona skelfilega glataðir? Ég ætla ekki einu sinni að ræða skituna hjá Benteke undir lokinn.
Ég fagna auðvitað sigrinum, en ég fatta ekki alveg þetta lið.
3 stig gegn toppliði er fín jólagjöf !!
eru menn virkilega að drulla yfir manninn sem skoraði eina mark leiks og vann leikinn og batt enda á 10 leikja sigurhrinu topliðsins afþví hann skeit á sig á síðustu sek leiksins ?
Vel gert Benteke þetta kemur !
Sammála #47. Jú Benteke skoraði og við unnum sem er frábært en Benteke er bara allt of hægur og mikið af lélegum sendingum, missir boltann auðveldlega og maður sá í lokinn hversu litla tæk i hann hefur sem sóknarmaður. Origi hefur verið flottir og var frábær i þessum leik, vona að hann verður ekki lengi frá.
Gleðileg jól poolarar
Á bekkinn í næsta leik ? Hann skoraði sigurmarkið og Origi er meiddur.
LFC leikmenn mættu til að sigra og gerðu það, Can maður leiksins að mínu mati, Lovren á eiginlega líka skilið að vera valinn.
Getur verið að eintal Klopp og Benteke hafi haft vond áhrif á Benteke í þessu loka færi Liverpool? Getur það verið? Skil ekki hvernig hægt er að drulla svona yfir leikmann Liverpool sem er búinn að spila sig inn í liðið og koma sér í þetta færi en því miður mistekst. Kemur næst segi ég og frábær 3 stig.
Flott 3 stig….
Eigum alltaf að vinna Leicester og stigin eru vel þegin – Nú þarf Klopp að ná skyldusigri gegn Sunderland og svo hreinsa vel í janúar
Það er ekkert til í þessari deild sem heitir skyldusigur!