Dregið í bikarnum

Eins og frægt er orðið náðum við jafntefli í Exeter á föstudaginn og það þýddi að kúla okkur tengd var í margfrægum hatti þegar að því kom að draga til 32ja liða úrslita í FA bikarnum.

Ef við leggjum Exeter að velli á Anfield eftir um 11 daga munu mótherjar okkar verða West Ham og mun leikurinn fara fram á Anfield. Verðugt verkefni ef svo ber undir.

Annars styttist í upphitun fyrir Arsenal leik og podcast væntanlegt annað kvöld.

Svo eru fjórir dagar í kop.is ferðina….

6 Comments

  1. Erfiður leikur, en við verðum að vinna þá ef við ætlum okkur eitthvað í þessari keppni. Upplagt að hefna fyrir leikina í deildinni.

  2. @1
    Ég held að bikarkeppni gengur nákvæmlega út á það s.s ef maður vinnur ekki andstæðinginn á endanum þá kemst maður ekki áfram 😉

  3. Ætla menn í alvörunni EKKERT að styrkja liðið í janúar ? Er sama Rodgers metnaðarleysið í gangi?

    Eigum 4 risa leiki núná á Anfield – Arsenal, United Exeter og Stoke. Sigrar í þeim öllum gæfu mikið mikið….En tapist þeir allir er allt fjandans farið til. M.v meiðsli er glæpur að kaupa ekkert

  4. Oddi ég get lofað þér að þeir hvorki vinnast allir né tapast allir.

  5. Klopp er núna að skoða mannskapinn og sjá hvað er í boði. Hann er að kalla á alla kjúllana heim til þess að skoða hvort að það sé eitthvað vit í þeim.
    Ég er svo viss um að við sjáum miklar breyttingar í sumar en ég held að í mesta lagi einn í viðbót verður keyptur í þessum glugga.
    Margir leikmenn eru að berjast fyrir sinni tilveru hjá liverpool núna og hafa sumir verið að stíga upp(s.s eftir að hafa ekki verið að standa sig eins vel undir Rodgers) eftir komu Klopp t.d Lovren, E.Can, Moreno og meiri segja Joe Allen hefur verið með lífsmark á meðan að leikmenn eins og Benteke, Skrtel, Mignolet og Sturridge(með meiðslum) hafa ekki verið að heilla mikið.

    Þetta er þolimæðisverk og er hann greinilega að venjast Ensku leikaálagi núna og er sú lexía honum erfið en nauðsynleg og hef ég trú á að liðið á næsta tímabili sýni jafnari leiki.

  6. hahaha mætti halda að micheal owen sé að skrifa þessi fyrstu ummæli

Exeter – Liverpool 2-2

Arsenal á miðvikudaginn