Okkar menn sáu í kvöld til þess að engar rómantískar bikarfyrirsagnir yrðu í blöðum morgundagsins þegar þeir unnu býsna þægilegan 3-0 sigur á Exeter í bikarnum.
Jurgen Klopp er óræður einstaklingur og eins og Einar Matthías kom inná í upphitun sinni tók hann upp á því ótrúlega verki að leyfa José Enrique að bera fyrirliðaband á Anfield…það verður spurning í mörgum pöbbkvissum og öðrum fótboltaspurningaspilum og viðburðum næstu misserin.
Annars stillti hann liðinu svona upp:
Mignolet
Randall – Ilori – Enrique – Smith
Brannagan – Stewart
Ibe – Allen – Teixeira
Benteke
Á bekknum sátu: Bogdan, Flanagan, Kent, Sinclair, Ojo, Maguire, Chirivella. Ég ætla að spá því að Adam Bogdan verði ekki aftur á leikskýrslu félagsins.
Fyrri hálfleikur
Fullkomin einstefna allan hálfleikinn, Mignolet kom varla við boltann og okkar menn stanslaust í sókn. Eina mark hálfleiksins kom strax á 10.mínútu þegar Andrea Joe Allen kláraði vel færi sem var lagt upp með flottum undirbúningi Benteke og Brad Smith. Eftir það vorum við stanslaust að banka á dyrnar en náðum ekki að opna.
Benteke fékk besta færið til þess þegar hann skallaði yfir úr dauðafæri úr markteignum, hann setti annað færið í hliðarnetið og undir lokin átti Ibe skot í þverslána og niður en marklínutæknin taldi það ekki mark, réttilega. Svo það var eins marks munur í hálfleik.
Síðari hálfleikur
Fyrsta markverða atvikið varð á 50.mínútu þegar að Flanno kom aftur inná fótboltavöll eftir rúmlega 600 daga fjarveru, nokkuð sem gladdi smekkfulla Anfield stúkuna býsna mikið. Upp úr því fóru Exeter að reyna að komast ofar á völlinn, fengu föst leikatriði sem þeir reyndu að nýta og voru virkilega að gera sitt til að gera leikinn spennandi. Fækkuðu í varnarlínu fyrir sóknarþenkjandi menn en náðu svosem ekki alvöru ógn á markið.
Það er svo yfirleitt annað markið sem klárar svona leiki og það var eins í kvöld. Á 74.mínútu kláraði Sheyi Ojo í raun þennan leik þegar hann tók flotta fintu í teignum og smellti boltanum í markhornið fyrir framan Kop stúkuna, virkilega vel gert. Átta mínútum seinna var það svo Joao Teixeira sem kláraði færi vel eftir frábæran undirbúning Benteke. Mörkin hefðu getað orðið fleiri hjá okkar mönnum en þetta var látið duga.
Samantekt
Þessi þriðja umferð bikarkeppninnar varð bara hin fínasta. Það er ekkert langt síðan við slógum lið úr sömu deild út í annarri bikarkeppni eftir vítakeppni og því bara fínt að slá þessa út þó þurft hefði annan leik. Svo er bara alltaf nokkuð skemmtilegt að sjá alveg splunkuný andlit í treyjunni og við höfum heldur betur fengið að sjá þá í þessum tveimur leikjum.
Þegar maður tekur saman þessa leiki er ég á því að á meðal þessara leikmanna séu margir sem munu eiga farsælan feril sem fótboltamenn, þó ekki verði þeir allir hjá Liverpool. Brad Smith á fína spretti, sérstaklega sóknarlega, en þarf að verða grimmari varnarlega. Brannagan og Stewart hafa leyst miðjustöðurnar vel í þessum leikjum og innkomur Sheyi Ojo voru án vafa mest spennandi atvikin. Þessi strákur er stútfullur af hæfileikum og hefur alla burði til að ná langt, vonandi verður það á Anfield. Bestur í kvöld fannst mér svo Teixeira af þeim sem kláruðu 90 mínútur en Joe Allen átti líka frábæran leik.
Næsti leikur í bikarnum verður laugardaginn 30.janúar og ég spái því að við munum fá að sjá nokkra þessara leikmann spila við West Ham en þá verða bæði Danny Ward og Steven Caulker orðnir löglegir auk þess sem vonandi fleiri verði komnir nokkuð heilir í leikmannahópinn.
Allt í allt þá var þetta skemmtilegt kvöld og ekki nokkur spurning að þessi upplifun var mjög jákvæð og uppbyggileg á allan hátt.
Höfum ekki tapað leik þar sem Enrique er fyrirliði 😉
Góður sigur en held að þetta sé að verða fullreynt með Benteke. Gott að sjá Flanagan aftur á vellinum.
Benteke spilar með krílaliði Liverpool…. og allir skora nema hann! .. þrátt fyrir að þeir svoleiðis ætluðu að láta hann skora og gáfu og gáfu endalaust á hann, en móttakan var alltaf algjört rusl og hann missti hann jafnóðum eða þá hann var með 10 snertingum of margar ER MAÐURINN AP GRÍNAST!!!???
Benteke er augljóslega bara algjörlega rúinn sjálfstrausti…er alveg í rusli…hægur og vandar sig allt of mikið, ekkert touch eða instinct lengur…bara að reyna að vanda sig og spila skynsamlega. Líklega er hann bara að fara eftir því sem honum er sagt en hann þarf að fara að girða sig í brók kallinn…
Flanagan leit ekki út fyrir að vera maður sem hefur verið meiddur í 20 mánuði, langt því frá. Touch-in hans eru gríðarlega vanmetin og sendingarnar hans ávallt spot-on ásamt því að hann tekur ógnvekjandi hlaup án boltans! Hann er að vísu hægari en mig minnti að hann væri en það kemur þó með tíð og tíma. Liverpool þarf að hafa scouse blóð í liðinu, það er bara nauðsynlegt!
Benteke fær headlines eftir þennan leik og það ekki út af góðu.
Hann þarf sálfræðing eða bara sölu.
En gaman að guttunum. Smith aftur að stimpla, Ojo cool, Texiera og Brannagan flottir og Flanno mætti. Ibe mjög góður og mikil vinnsla.
Allen heldur áfram að standa undir nafni.
En Benni á headlines.
YNWA
Flanagan og Branagan verða burðar skásar í liðinu þegar fram líða stundir.
Flottur sigur gaman að sjá þessa stráka spila hefði verið skemmtilegt ef að Benteke hefði gefið boltann á Enrique þarna í restina ? maður vorkennir Benteke greyinu ekkert sjálfstraust hjá honum og er sammála því sem Owen var að segja að hann er aldrei í boxinu þegar þessu fínu boltar eru að koma þangað, hann reyndar klúðraði færinu þegar hann var þar loksins en vonandi kemur þetta hjá honum
Frábær leikur og akkúrat það sem maður kallaði eftir eftir fyrri leikinn, láta guttana spila og þeir stóðu sig bara vel. Migno hélt uppá 5 ára samning með að halda hreinu , frábært að fá Flanno aftur,Smith , Ilori , Ojo og teixieira allir með flottan leik OG Joe Allen farinn að setjan í hverjum leik 🙂
Segi bara takk fyrir mig drengir og ég hafði gaman af þessjum leikjum !!
Bentake er ennþá markahæstur í liðinu, þrátt fyrir ekki svo mikinn spilatíma, málið með hann er ekki að hann sé lélegur framherji, það er hann ekki, en hann passar leikstíl Liverpool engan vegin, og það er ekki honum að kenna, hann á ekki skilið þetta skítkast.
annars fínn leikur, skildusigur og í raun ekkert ummfjöllunarefni, nema að þa er gama að sjá Fanno aftur, jafnvel þó hann hafi ekkert átt sérstakan leik, enda varla við því að búast eftir svona langan tíma.
Ok ég horfði ekki á leikinn, rétt horfði á 4 mín highlights í þessu, út frá því einu skil ég ekki Benteke niggið.
Hann á assist-assistið í fyrsta markinu með samspili með Brad Smith, og hann sóló tekur á vörn Exeter og leggur svo upp seinasta markið?
Ef gæinn assistar tvö mörk í leik þá má hann alveg sleppa að skora
Ég er ósammála þessari gagnríni á Benteke. Hann t.d átti stoðsendingu og svo sendingu sem hafði úrslitaráhrif á það að mark yrði skorað. Aðalmálið var að hann var að koma sér í færi og það eitt og sér segir mér að það eru mikil gæði í þessum skrokki. Mér fannst hann eiga fínan leik í dag. Ekki hans besti leikur en mun betri leikur en fyrri leikurinn gegn Exester.
Djöfull var Flanagan flottur! Gaman að sjá hann aftur í rauðu treyjunni!
Ungu mennirnir stóðu sig margir frábærlega.
Leiðinlegt að nagga í Benna en hann átti að vera stóri strákurinn í leiknum og menn voru stanslaust að púkka undir hann en hann einfaldlega var lélegur.
YNWA
Ég var ekki spenntur fyrir Benteke og sagði hann vera í mínum huga 15 milljon punda maður, ekki 30.
En mér fannst hann sleppa vel frá þessum leik. Hann lagði upp þriðja markið sem Teixeira skoraði. Það var frábært að Teixeira komst á blað. Held líka fyrir nýliða sé gott að vita af Benteke þarna uppi. Hann opnaði svæði og tók þátt í sóknarleiknum, var líklegur síðustu mínúturnar. Hann fær 7 í einkun frá mér í kvöld. En þetta var Exeter ás Anfield. Lágmark að leggja eitthvað til.
Hefur enginn sagt Benteke að sá maður sem er númer 9 hjá Liverpool á að skora mörk. Benteke ætti bara að vera með vatnið. Gaman að sjá þess ungu leikmenn skora. Góður sigur. Áfram Liverpool!!!!!!!!!!
Ekki slæmt. Þeir vöknuðu gegn smápeðunum.
YNWA
Getum við ekki fengið pakka tilboð hjá sálfræðingi fyrir benteke og sturridge ?
eruði i alvörunni að reyna að vernda benteke því hann á assist?. eruði bara sáttir með benteke sem okkar aðal framherja maðurinn getur ekki neitt allan leikinn leik eftir leik svo þegar hann grísar á mark einn á móti opnu marki þá kemur þetta bjánalega sokkatal .
Tek eftir því að enginn minnist á Allen hér að ofan. Fyrir utan markið átti hann prýðilegan leik í sókn og vörn fyrir utan ein smámistök. Stórlega vanmetinn leikmaður!
Nei sturridgr tarf tvo salfreadinga bara f sig
Dasemlegur madur tessi Benteke. Hefur svo jakvaed ahrif a kjuklingana
Allen virðist vera að vakna, gæti hann verið Haderson ævintíri??? það voru ansi margir búnir að afskrifa hann…
Joe Allen hlýtur að byrja næsta leik!!
Jess men!
Það var læjið!
Gott að Klopp sé farinn að láta mennina okkar skora loksins. Exister átti ekki sjensinn í Liverpool. Alminnilegt!
Sá reindar ekki leikinn aþví mamma faldi fjastíringuna óvart en sá að við rústuðum leiknum 3-0 í textavarpinu í sjónvarpinu í bílskúrnum.
Held að við sjeum alveg að fara vera bikardeildameistarar núna skiptið. Sagði það við manninn sem var líka að bíða eftir tannlækkninum í morgun en hann nenti ekkert að hlusta á mig, hann sagði ekki einusinni bless, pottþétt Mancester kall eða bara rosa feimin.
En gott í gangi hjá uppáls liðinnu okkar!!
Áfram Liverpool!!
Loksins er nú þannig
Never walk alone
Það er skrifað í skýin að Liverpool fer í úrslitaleikinn. Fóru í úrslitin árið 1986 (unnu Everton), 1996 (töpuðu fyrir ManU með marki Cantona – ég man það mark eins og það hafi verið skorað í gær) og árið 2006 (gegn West Ham, leikur sem vannst í vító). Ekki spurning að Liverpool fer á Wembley 2016!
Flottur leikur hjá Liverpool Kids, það er hellings efniviður í þessum strákum og við eigum vonandi eftir að sjá einhverja af þessum strákum berja á dyr aðalliðsins.
Það er eitt sem ég skil alls ekki, það er þessi endalausa gagnrýni sem Bentake fær menn einblína eingöngu á það sem misferst, í kvöld var hann heling í botanum og dró menn til sín, lagði upp mark átti þátt í öðru og síðast en ekki síst þá átti hann góða skallahreinsanir þegar Exeter var að reyna koma boltum inní teig Liverpool.
Auðvita getur Benteke gert margt betur en þetta er erfitt fyrir hann, nýtt lið, nýir liðsfélagar og nýr þjálfari og taktík sem reynir mikið á að vera hreyfanlegur og hlaupa mikið sem er allt annað en hann hefur átt að venjast hingað til.
Ekki bætir það að hann meiddist fljótlega í byrjun tímabils og hann hefur ekki verið í byrjunarliðinu undanfarið heldur komið inná þegar liðið er á leikina.
Það þurfa allir leikmenn að fá að aðlagast.
Benteke er markahæðstur okkar manna í deildinni kominn með 6 mörk í í 19 leikjum.
Ég skoðaði hvað aðrir framherjar eru að gera í deildinni svona bara random tékk og þá miðað við fjölda leikja.
Benteke 19-6
Walcott í frábæru liði Arsenal 16-6
Costa Chelsea 18-7
Pedro Chelsea 18-2
Pelle Southampton 17-6
Rooney MU 18-6
Martial MU 17-5
Lukaku sem er að eiga frábært tímabil núna var með á síðasta tímabii 36-10
Suarez á öðru tímabii LFC 2011-12 var með 31-11.
Þegar maður horfir á Benteke þá er þetta algjört skrímsli en það sést líka að þarna fer leikmaður með lítið sjálfstraust, en hann þarf að koma tuðrunni í markið þá eflist sjálfstraustið
og vonandi nær hann að springa út hjá LFC.
Mark Lawrenson er á LFCtv og þeir voru að tala um Ballotelli áðan þegar hann sagði “Balotelli, promising career ruined by clypaling brain injury”
snillingur!!!
Godur leikur undir oruggri stjorn Enriques. Eg held eg hefi bara aldrei sed Allen eins hressan og i kvold, .hann bokstaflega geisladi af leikgledi og ahuga
Mikið var nú gaman að rifja upp úrslitaleikina 1986 og 2006 áðan á BTSport.
Eins og gerst hafi í gær eða fyrradag.
Kominn tími á FA Cup á Wembley.
Bring on West Ham
YNWA
Keli 26.
Takk fyrir þetta það er eins og það séu gefin út veiðileifi á ákveðna leikmenn og nú er það Benteke og Simon Mignolet sem fá allt skítkastið, það er ekki langt síðan Allen og Lucas voru nánast réttdræpur.
Flottur pistill! Sammála með Bogdan held hann sé kominn í kuldan, sem er mjög sérstakt markvörður þarf að ná leikformi og sjálfstrausti eins og aðrir, en kanski sér hann eitthvað á æfingum sem við getum ekki séð í leikjum eða á youtube 🙂
Mikið sem ég like-aði 26. Eins og talað útúr mínum munni
Einn bendir á að leikmaður númer 9 eigi að skora mörkin, vissulega rétt, og hefur hann verið að skora eins og bent er á, heil 6 mörk sem er kannski ekkert sérlega mikið en þó eitthvað, en ef leikmaður númer 9 er að leggja upp mörkin sem eru skoruð og liðið er að vinna þá skil ég ekki hvað er málið
Las það einhversstaðar að Ibe hafi verið einn af okkar bestu mönnum. Aðilinn sem skrifaði það hlýtur að hafa horft á annan leik en ég.
Hann tók nákvæmlega eina góða ákvörðun í dag, það var þegar hann skaut í slánna, annars var hans leikur algjörlega úti á túni, reyndi og reyndi en komst aldrei framhjá varnarmönnum. Var að reyna að þvæla í staðin fyrir að taka einfaldar sendingar og 1-2. Þetta allt á meðan að restin af kjúllunum áttu auðvelt með að komast framhjá varnarmönnum Exeter og virtist líða nokkuð vel á boltanum.
Svo virðist hann vera uppteknari af því að stuttbuxurnar sínar sitji nú örugglega nógu neðarlega, það er allavega það fyrsta sem hann athugar þegar að hann klúðrar einhverju greyið.
Annars fínn leikur og gaman að sjá ungana fá að spreyta sig. Allen og Smith fannst mér skara framúr í dag, en Brannagan og Teixeira áttu líka fínan leik. Svo var innkoma Ojo frábær og þetta mark minnti mann bara á ákveðinn leikmann sem sat uppí stúku og hló.
Flottur sigur.
Gaman að sjá ungu mennina standa sig.
Frábært að fá Flanagan til baka.
Horfði á 11 mínútna higlitið.
Benteke allt í öllu, skil ekki þessa neikvæðni.
YNWA