Janúar er svo sannarlega það fyrir mánuðina sem mánudagar eru fyrir vikudagana. Þessi janúarmánuður var afleitur að flestu leiti fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool. Eftir góða sigra milli jóla og nýárs horfðum við á þrjá næstu leiki gegn West Ham, Arsenal og United. Þeir myndu skera úr um tímabilið fyrir okkar menn. Okkar menn féllu í öllum tilvikum á prófinu. Eftir gríðarlega ósannfærandi sigur á Norwich var samt hægt að sjá smá vonarglætu með því að sigra næstu þrjá deildarleiki. Liverpool hefur núna spilað tvo af þessum leikjum, tapað öðrum og gefið frá sér tvö stig í hinum. Sex deildarleikir frá áramótum og niðurstaðan er 5 stig af 18 mögulegum sem er hörmung. Síðasta tímabil var hörmung, Liverpool var samt með 42 stig eftir 25 umferðir þá en er með 35 stig núna eða það sama og Roy Hodgson tímabilið.
Bikarinn hefur það sem af er ekki verið mjög sannfærandi, það þurfti tvo leiki til að slá út Exeter, allt í lagi en það tók óþarfa orku frá þjálfarateyminu. Sigur gegn Stoke var eins ósannfærandi og mögulegt var en gott og vel liðið komst í úrslitaleik í deildarbikarnum. Að lokum var ekki hægt að útkljá einvígið gegn West Ham í einum leik og því erum við hér nú. Ágæt frammistaða engu að síður í þeim leik enda fengu margir aukaleikarar að spreyta sig.
Sjálfsmark hjá FSG
Þetta lið okkar hefur fallið á flestum prófum undanfarna 18 mánuði og andrúmsloftið í kringum félagið um þessar mundir ber þess glöggt merki. Ráðning Jurgen Klopp tók gríðarlega pressu af eigendum félagsins og liðið hefur sæmilega frjálst spil fram að sumri. Því er sjálfsmarkið sem FSG gerði núna í þessari viku nánast með öllu óskiljanlegt. Þeir eru aldrei í Liverpool og hafa greinilega ekki hugmynd um hugarfar stuðningsmanna liðsins. Að tilkynna £2m hækkun á miðaverði núna er glæpsamlega heimskulegt og taktlaust hjá félaginu, næstum verr tímasett en fimm ára samningurinn sem Mignolet fékk um daginn. Svör Ian Ayre til að réttlæta þessar aðgerðir helltu svo bara olíu á eldinn, stuðningsmenn Liverpool munu aldrei treysta honum úr þessu. Flottur í auglýsingasamningum, en það vantar fótboltamann með viðskiptavit í hans stöðu.
Miðaverð er nú þegar allt of hátt og fjölmargir heimamenn hafa ekki lengur efni á að koma á völlinn. Félagið hefur verið í samskiptum við samtök stuðningsmanna um breytingar á miðaverði í 13 mánuði en gefa svo algjörlega skít í það og hækka verðið gríðarlega. £2m er rétt rúmlega helmingur af árslaunum Jose Enrique, er félagið svo örvæntingarfullt að þetta PR sjálfsmark var þess virði? Eða eru þeir svona fullkomlega clueless um stuðningsmenn að þeir héldu að þeir kæmust upp með þetta án mótmæla?
Mikilvægi aðgangseyris á leikdegi hefur snarminnkað undanfarin ár (áratugi) og félagið er farið að fá miklu meiri tekjur úr öðrum áttum. Sjónvarpstekjur einar og sér ættu að nægja til að halda miðaverði í algjöru lágmarki. Ensk félög eru í miklu miklu betri stöðu til að hugsa dæmið eins og FC Bayern gerir (og önnur þýsk lið) en eru of gráðug til að taka það í mál. Ríkustu félögin neituðu um daginn að samþykkja að hámarksverð yrði sett á stuðningsmenn gestaliðsins.
Liverpool er orðið risavörumerki og auðvitað mun stór prósenta áhorfenda áfram vera ferðamenn í dagsferð á Anfield. Það eru fleiri leiðir til að ná af okkur pening en í gegnum miðaverð á leikinn. En með því að hækka miðaverð út úr öllu korti er um leið útilokað stóran hluta af þeim hópi sem gerðu það að verkum að Liverpool er svona þekkt vörumerki í dag, stuðningsmennina. Það er engin endurnýjun á pöllunum lengur, hending ef maður sér krakka á leiknum.
A ground full of vocal fans will earn a lot more points than £1M a year. Absolute fact.
— Nicolas Fleche (@NicoFleche85) February 6, 2016
Þetta er svo satt. Hvernig þessi moldríku ensku lið sem eru í dag öll með tölu með allt of mikinn pening milli handanna eru ekki að horfa til Evrópu og sjá stemminguna á leikjum þar skil ég ekki. Græðgi og ekkert annað og vonandi er mælirinn endanlega fullur.
Þið sem hafið farið á Park undanfarin ár fyrir leik og tekið þátt í söngvunum þar. Hvernig haldið þið að stemmingin þar verði í framtíðinni þegar menn eins og þessi hætta að mæta á leiki?
Frá því Pete Sampara hætti að mæta á Park hef ég aldrei farið þar inn án þess að hann stjórni söngvunum.
Höfum þó eitt á hreinu, þetta er alls ekkert vandamál sem einskorðast við Liverpool og okkar eigendur eru ekkert mikið verri en eigendur annarra liða.
Why I agree with action on ticket prices I do think the hatred stirring towards FSG is hugely misguided. This isn't just an #LFC problem.
— Si Steers (@sisteers) February 6, 2016
Am I alone in thinking that chanting 'Get Out Of Our Club' is disgraceful? FSG certainly have their flaws, but they clearly deserves better.
— Viktor Fagerström (@ViktorFagerLFC) February 6, 2016
FSG hafa gert flest allt rétt sem eigendur og staðið við flest sín loforð frá því þeir tóku við. Mikið til þess vegna sem maður er svo svekktur að þeir vilji ekki taka þátt í því með stuðningsmönnum að tækla þetta vandamál og leiða það. Hugsið ykkur velvildina í þeirra gerð hefðu þeir farið í hina áttina og lækkað miðaverðið eftir þessa 13 mánuði af samningsviðræðum við Spirit of Shankly samtökin.
Allt þetta skiptir ekki öllu fyrir þennan West Ham leik, en ég meina come on þetta er upphitun númer svona 698 á þessu tímabili og kannski í lagi að koma aðeins inn á það sem er í gangi hjá félaginu. Það yfirgáfu u.þ.b. 12.000 manns Anfield á 77.mínútu í síðasta leik, það er verulega óvenjulegt á Anfield en það eina sem ég skil ekki er hvað rest var að hugsa?
Það var táknrænt að Liverpool var 2-0 yfir gegn einu lélegasta liði deildarinnar þegar þetta átti sér stað og tókst að klúðra því. Líklega hafði það þó ekkert með stuðningsmennina að gera. Liðið hefur aðeins unnið 4 af síðustu 12 deildarleikjum á Anfield sem er glæpsamlega ömurlegt.
Til að enda umræðu um þetta mæli ég sterklega með þessari grein frá Bascome, þessi mótmæli grunar mig að séu aðeins rétt að byrja og Liverpool verður ekki eina liðið sem tekur þátt.
Absolutely excellent from @_ChrisBascombe.
Enough is enough, English football should hang its head in shame: https://t.co/rMk3dSXjK8— Phil Hammond (@phil_hammond_7) February 7, 2016
Bikarkeppnirnar
Frá því Europa League var orðið staðreynd hef ég haft áhyggjur af þessu tímabili. Greinar frá síðasta tímabili og podcast þættir staðfesta það. En guð minn almáttugur þetta hefur verið svo miklu verra en ég þorði að óttast. Liðið er í stórhættu á að enda neðar í deildinni en það hefur gert a.m.k. síðan Úrvalsdeildin var stofnuð og auðvitað miklu lengur aftur en það. Satt að segja er eina raunhæfa markmiðið í deildinni núna að falla ekki enda liðið nær því heldur en að komast í Meistaradeildina og gengi liðsins er frekar á niðurleið heldur en uppleið. M.ö.o. það er hægt að afskrifa þetta tímabil alveg sem er hörmulegt enda rétt kominn febrúar. Satt að segja er mér skít sama um FA Cup en vonast auðvitað eftir sigri úr þessu í deildarbikarnum. Europa League er orðið það eina sem skiptir máli, liðið er nú í 128-liða úrslitum og ég sé ekki hvernig liðið á að standa uppi sem sigurvegari m.v. núverandi spilamennsku, meiðslalista og stemmingu en miði er möguleiki. Bæði Liverpool og Klopp hafa sigrast á stærri hindrunum.
Engu að síður tek ég alls ekk undir að þessi hópur okkar sé með öllu ömurlegur og að það sé þörf á allsherjar hreinsun í sumar. Þvert á móti vill ég alls ekki breyta miklu en því sem verður breytt þarf að vera verulega afgerandi. Klopp nær vonandi að meta vel í vetur hvað hann getur notað af núverandi hópi og svo unnið vel með þeim fyrir næsta tímabil.
Vörnin hjá Liverpool hefur verið afleit í vetur en það verður að hafa í huga að bakverðirnir hafa núna spilað nánast alla leiki liðsins á meðan við erum nánast aldrei með sama miðvarðaparið þrjá leiki í röð. Alveg eins og hjá Rodgers þarf þjálfarateymið fyrst og fremst að koma miklu betri holningu á liðið og vonandi smá stöðugleika. Vörnin snarbatnar í kjölfarið. Það er búið að eyða ótrúlegum fjárhæðum í varnarmenn undanfarin ár ef miðað er við árangur og það er ekki tilviljun að þeir urðu allir svona lélegir hjá Liverpool. Það er eitthvað mikið að í heildarholningu liðsins sem þarf að laga, ekki skipta allri vörninni út á einu bretti.
Markmanninn hef ég hinsvegar afskrifað með öllu, hann getur ekki neitt. Liverpool hefur fengið á sig mark í fyrsta skoti rammann í 21 af síðustu 26 leikjum og hann er að kosta allt of mikið af stigum. Það er ekkert hægt að skrifa öll mörk á Mignolet en hann er að verja svo fáránlega lítið aukalega að það tekur því ekki að hafa hann þarna lengur. Bogdan tókst að vera verri kostur en úr því verið var að kalla Ward til baka er ekki annað hægt en að gefa honum séns. Þetta getur í raun ekki versnað mikið meira hvort eð er.
LFC have conceded at least two and made no saves ten times in last 290 PL games. 4 this season, 5 with Mignolet. pic.twitter.com/9PAZS8dLRk
— Andrew Beasley (@BassTunedToRed) February 6, 2016
Miðjan var veik fyrir mót en eftir að Henderson lenti í eilífðarmeiðslum er ljóst að finna þarf alvöru gæði þar næsta sumar, Klopp var mjög góður í því hjá Dortmund að ná miklu út úr miðjumönnum.
Sókn með 3/4 meidda nánast allt mótið er svo aldrei að fara gera neitt. Benteke ætti engu að síður að vera búinn að grípa þetta tækifæri en ég man ekki eftir leikmanni sem nýtti sinn séns svona illa. Ef við getum ekki notað hann núna hvernig á hann að fá leik þegar Ings, Sturridge og Origi koma til baka? Sérstaklega þar sem Firmino er klárlega búinn að eigna sér aðra söðuna frammi.
Liðið gegn West Ham
Hvert er mikilvægi FA Cup úr því að deildin er búin í ár? Þetta verður fróðlegt að sjá en líklega verður liðið eitthvað sterkara “á pappír” núna en í fyrri leiknum gegn West Ham. Það sem flækir spá um byrjunarlið í þessum leik er sú staðreynd að engin úr byrjunarliði Liverpool má ekki missa sín, nema mögulega Firmino.
Miðað við að liðið spilaði síðast á laugardaginn og þessi leikur er á þriðjudaginn (og að liðið hefur ekki fengið frí á þessu tímabili) myndi ég sjóða þetta ca. svona saman.
Ward
Flanagan – Caulker – Sakho – Smith
Milner – Lucas – Brannagan
Kent – Benteke – Ojo
Myndi setja Ward í markið sama hvaða leikur þetta væri, get ekki meira af Mignolet í bili. Þetta aukaspyrnumark gegn Sunderland gerði útslagið, hvað þá Mr Nasty viðtalið hans fyrir leik. Almáttugur.
Flanagan og Smith verða að gefa Clyne og Moreno frí einhversstaðar. Þeir eru báðir farnir að gera mjög slæm mistök sem þeir voru ekki að gera áður og má rekja beint til þess að þeir hafa nánast ekkert fengið að hvíla, enda þeir einu ásamt Can sem ekki hafa verið í þrálátum meiðslum í vetur.
Hvernig Caulker er ekki nú þegar orðinn a.m.k. þriðji kostur í miðverði skil ég ekki en hann má spila í þessari keppni og byrjar pottþétt aftur gegn West Ham. Toure spilaði svo nánast allan leikinn gegn Sunderland og ég tæki alltaf Sakho framyfir hann hvort eð er. Jafnvel þó Sakho sé í tómu veseni um þessar mundir.
Tæki satt að segja Stewart frekar inn heldur en Lucas en grunar að það verði þó ekki raunin. Stewart stóð sig vel í fyrri leiknum og hefur hraða öfugt við Lucas. Milner held ég að verði svo í liðinu frekar en Can og Henderson sem báðir þurfa hvíldina og Joe Allen er auðvitað meiddur. Brannagan var einn af okkar betri mönnum í fyrri leiknum og fær vonandi þennan leik líka.
Frammi grunar mig að Ibe og Teixeira byrji frekar en Kent og Ojo en bara upp á hraðann sem Ojo og Kent búa yfir myndi ég láta þá byrja frekar og sjá hvort það myndi ekki henta Benteke betur.
Bekkinn er svo hægt að hafa mjög sterkan og vonandi sjáum við Sturridge eitthvað koma inná.
Spá: Höfum ekki unnið West Ham í vetur og þar sem okkar menn falla á nánast öllum prófum held ég að þetta verði erfitt. Spái 2-0 tapi að þessu sinni.
Ætla að reyna að horfa á þennan leik vonandi verður Klopp á hliðarlínunni og hvetur sína menn eins og hægt er!!!!!
Áfrma Liverpool!!!!!!!!!!
Merkilegt að sá sem skrifar greinina sé skítsama um FA cup, nú þegar eina markmiðið í deildinni er að blandast ekki í fallbaráttuna.
Segir þetta ekki sjálfkrafa að honum er skítsama um úrslitaleikinn sem liðið er að fara að spila í lok mánaðar, svona í ljósi þess að deildarbikarinn er mun lægra skrifaður en FA?
Á meðan liðið er enn að keppa um þrjá birkara er líf í þessu tímabili fyrir mér, þrátt fyrir öll vonbrigðin það sem af er.
Restin var líklega bara ferðamenn sem voru jafnvel að koma í fyrsta sinn á Anfield og því ekki að labba út á þessum tímapunkti.
Þetta er ekkert flókið hvað varðar miðaverðið.
Eftirspurn eftir miðum er það mikil á leiki LFC að það er leikandi létt fyrir eigendur félagsins/fyrirtækisins að hækka miðaverðið.
Heimur knattspyrnunar er breytt, fótboltaklúbbarnir eru reknir sem fyrirtæki sem á að skila arði til eigenda og hluthafa.
Sama gildir með leikmenn, í dag eru þetta bara verktakar sem vilja helst starfa þar sem hæstu launin eru greidd.
Þegar leikið er á leikvöngum enskra liða í dag eru þeir orðnir troðfullir af (túristum)
Þannig að hin grjótharði kjarni er farinn að láta undan einsog í tilfelli Liverpool þar sem í mörgum tilfellum stuðningsmenn félagsins láglaunafólk.
Það yrði falleg hugsjón að hafa miðaverðið lágt en það er aldrei að fara að gerast.
Sama gildir með leikmennina og okkur stuðningsmennina sem segja að þessi og hin leikmaður LFC á ekki skilið að bera rauðu treyjuna, í dag er þetta er bara útdautt orð enda fá leikmenn fáránlegar upphæðir fyrir að spila fótbolta og þótt þeir yfirgefa LFC þá fá þeir þessi laun annarsstaðar eða margfalda laun sín í Kína eða MLS deildinni og fleiri deildum.
Heimur fótboltans breytist hratt einsog í Englandi þar sem félögin hafa aldrei fengið jafn mikinn pening fyrir sjónvarpsréttinn, enda sést það að smá klúbbur einsog Leicester var að semja við Vardy um 90.000£ á viku og var ekki Stoke að slá félagsmet í janúar glugganum með kaup á leikmanni á tæp 20.000.000£.
Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá skipta peningar nánast öllu í nútíma fótbolta hvort sem það eru eigendur félaga og hverju fjárfestingin þeirra er að skila eða hvað leikmenn eru að fá í sinn vasa í vikulaun.
Stóra málið kemur í ljós í sumar þegar það kemur í ljós hvort Klopp fái frjálsar hendur í leikmannakaupum eða hvort leikmannanefndin hafi þar áhrif hverjir verða keyptir.
Ég vona að við komumst sem lengst í þessari keppni, og að við getum loks unnið west ham þetta tímabil. Ég vona líka að sturridge fái að spila eitthvað í þessum leik, þetta benteke próf er búið. Stemmningin er ekki sérstök í kringum liverpool núna , en vonandi verður hægt að rífa hana eitthvað upp, byrjun þá á góðu FA cup “runni” Ég var fyrir vonbrigðum í síðasta leik, en ég hætti samt ekki að styðja liðið mitt, liðið sem ég hef stutt síðan ég var 6 ára gutti, í meira en 40 ár , í gegnum súrt og sætt. Áfram við höldum , vonandi vakna eigendurnir og gengi liðsins fer að batna. Næsti leikur ! YNWA
“Engu að síður tek ég alls ekk undir að þessi hópur okkar sé með öllu ömurlegur og að það sé þörf á allsherjar hreinsun í sumar. Þvert á móti vill ég alls ekki breyta miklu en því sem verður breytt þarf að vera verulega afgerandi. Klopp nær vonandi að meta vel í vetur hvað hann getur notað af núverandi hópi og svo unnið vel með þeim fyrir næsta tímabil.”
Skemmtilega óljóst hvað pistlahöfundur á við með þessari setningu. Hópur okkar ekki með öllu ömurlegur. Nei, það er hann ekki en hins vegar svo langt, langt, langt frá því nógu góður. Ég meina hvaða kröfur erum við að gera til liðsins? Berjast um titilinn? Berjast um topp4? Vera í topp 6?
Þessi hópur sem við höfum í dag er ekki nógu góður í dag til að ná neinu af ofangreindum markmiðum. Auðvitað verður ekki farið í allsherjar hreinsun á hópnum í sumar, það segir sig sjálft. Þessir Kanar hafa ekki efni á því en við munum engu að síður sjá 5 – 6 breytingar á hópnum næsta sumar. Ég fullyrði líka að það eru ekki margir leikmenn í liðinu í dag sem eru ómissandi. Ef ég ætti að nefna einn leikmann sem ég vildi alls ekki selja þá er það Firminio. Ef vel á að vera þá þyrftum við nýjan markmann, öflugan hafsent, sterkan creative miðjumann sem kann að skora mörk, helst tvo almennilega kantmenn og svo auðvitað heimsklassa sóknarmann.
Það er bara eitthvað verulega rangt við allt í leik liðsins og er búið að vera lengi. Leikskipulagið, karakterinn, þetta endalausa klapp með boltann sem nákvæmlega ekkert kemur út úr. Veit ekki hvernig best er að lýsa þessu. Það er eins og það vanti bæði heilann og hjartað í liðið. Liðið er líka of lágvaxið og aumt og lendir trekk í trekk í vandræðum á móti líkamlega sterkum liðum.
Veruleikinn í dag er þessi: Við erum fyrir löngu úr leik í baráttunni um 4. sætið. Reynum að bjarga ömurlegu gengi í deildinni með því að ná að hirða a.m.k. eina dollu. Það væri sárabót. Klopp á að setja allt á hvolf núna og leyfa kjúklingunum að spila deildarleikina og leggja allt í hinar keppnirnar. Ég er hins vegar ekki viss um að Klopp viti í dag hvert er hans sterkasta lið í dag, allavega hef ég sófakartaflann ekki hugmynd um það.
Skildu þeir skammast sín?
http://www.90min.com/posts/2936560-fsg-set-to-review-new-ticket-prices?a_aid=35370
#4 Keli
Þú segir: “Það yrði falleg hugsjón að hafa miðaverðið lágt en það er aldrei að fara að gerast.”
Af hverju ekki? Af hverju geta öll lið í Þýsku deildinni haft sitt miðaverð svona lágt? Ég held einfaldlega að það sé gjörsamlega verið að vanmeta 12. manninn í Englandi. Ef að það er komið vel fram við stuðningsmennina fær klúbburinn og liðið það endurgreitt margfalt til baka.
Muniði ekki eftir því hvernig Anfield var í Meistaradeildinni gegn Chelsea árið 2005? Er einhver sem andmælir því að Anfield hafi spilað svakalega mikið inn í þeim leik? Ímyndið hvernig stemmingin hefði verið ef að þessir sömu stuðningsmenn hefðu ekki getað verið á vellinum sökum hás miðaverðs. Ég leyfi mér að fullyrða að án þeirrar stemmingar sem myndaðist á vellinum þann daginn og í leikjunum þar á undan gegn Juventus og Leverkusen hefði Liverpool ekki unnið Meistaradeildina, ekki fokking séns.
Eigendurnir þurfa að hugsa þetta peninga-income aðeins betur. Ef þeir lækka miðaverð og fá fleiri local stuðningsmenn sem mæta þá á hvern einasta leik mun stemmingin margfaldast. Ef að stemmingin margfaldast mun það skila sér á völlinn.
Stór þáttur í árangri Klopp hjá Dortmund var það hversu svakalega góðir stuðningsmennir voru. Þeir hvöttu þá til dáða og sungu hástöfum alla leikina, sama hver staðan var. Ég tel að án þess hefði það reynst Dortmund mun erfiðara að vinna deildina. Klopp þarf á nákvæmlega jafn miklum stuðningi að halda inni á vellinum á Anfield líkt og hjá hans fyrrverandi félagi.
Ég mun persónulega aldrei fara aftur á Anfield ef að ekkert breytist fyrir næsta tímabil í þessu miðaverðs máli. Anfield er bara alls ekki aðlaðandi án þess að það sé stemming. Klúbburinn laðar til sýn túrista með það loforð að fá að upplifa þessa svakalegu stemmingu, sem er því miður nánast engin lengur. Hvernig ætlar klúbburinn að fara að því að auglýsa Anfield sem einhvern “special” völl þegar venjulegt fólk frá Liverpool getur ekki einu sinni mætt á völlinn til að mynda stemmingu?
Miðaverðið er vissulega allt of hátt. Reyndar merkilegt hvað það er fjandi dýrt á leiki á Englandi. Sammála afglapa um hvað það er skrýtið hve greinarskrifara er lítið sama um FA bikarinn. Í mínum huga eru FA bikarinn og sigur í deildinni algjörlega á sama stað, deildarbikarinn skör neðar. FA bikarinn er elsta og virðulegasta bikarkeppnin í heiminum og það vilja öll lið vinna þennan bikar. Þess vegna vona ég krafturinn sem hefur komið í liðið í nokkrum leikjum ( gegn Man C, Chelsea, Southamton). Reyndar held ég að eitthvað sé líka að hugarfarinu, í þessum bestu leikjum hefur liðið náð að sína sitt rétta andlit.
Jahá, hjartanlega velkominn til ársins 2016! Sigur í deildarbikar gefur nákvæmlega það sama og sigur í FA Cup og báðar þessar keppnir eru í dag mjög langt á eftir deildinni og Europa league nú þegar sigur í þeirri keppni gefur sæti í Meistaradeildinni. Efstu fjögur sætin eru í dag miklu mikilvægari heldur en sigur í bikarkeppnum. Bæði fjárhagslega og eins til að gera liðið að meira spennandi kosti fyrir þá leikmenn sem við viljum fá á Anfield. Þetta er ekkert sérstaklega skemmtileg þróun á fótboltanum en staðreynd engu að síður.
Liverpool er nú þegar komið í úrslit í deildarbikarsins og eins og flestir hljóta að vera farnir að sjá tók það leikjaprógramm verulega á hópinn ofan á allt annað í vetur. Árangur í Europa League er nógu ólíklegur að mínu mati án þess að Liverpool sé að taka tvo leiki í hverri umferð í FA Cup líka. Þess vegna er mér skítsama um FA Cup núna. Meðan liðið er ekki í Meistaradeildinni á það að vera aðalmarkmið númer 1,2,3,4,5 og 6 að mínu mati.
Gott og vel ef það er ekki allir sammála þessari skoðun minni.
Hvað er svona flókið? Það þarf að styrkja hópinn, það er augljóst. En það þarf ekki að skipta öllum út til þess að bæta liðið verulega. Fáar en afgerandi breytingar.
Hárrétt hjá þér Einar Matthías að sigur í FA cup gefur ekkert extra ef við vinnum Carling cup, nema auðvitað að við förum á fyrri stigum inn í Euro-league (3. umferð) fyrir að vinna Carling Cup, sem þýðir auðvitað fleiri leikir á næsta tímabili. Ef við vinnum FA-cup þá förum við hins vegar beint inn í riðlakeppni Euro-league.
Staðreyndin er samt nákvæmlega þessi hjá liðinu í dag. Það er 8. febrúar 2016 og deildin hjá okkur er búin þetta tímabili. Ömurleg staðreynd, en staðreynd engu að síður. Það munar sjálfsagt einhverjum þúsund pundum í verðlaunafé á því hvort við endum í 7. sæti eða því 12.- 15. en skiptir það í alvöru einhverju máli?
Er þá ekki allt í lagi að reyna þess í stað að vinna einhverja bikara og reyna þannig að gleðja stuðningsmennina? Gefa þeim eitthvað til að hlakka til þessa fáu mánuði sem eru eftir af þessu ömurlega tímabili. Af hverju ekki að leggja allt powerið í þessar þrjár keppnir og leyfa kjúklingunum að klára þessa 13 deildarleiki? Ef hins vegar kjúklingarnar fari að færa okkur óþægilega nálægt fallsætum þá þarf auðvitað að grípa í einhverjar handbremsur. Bara pæling sko.
Endilega lesið þetta svo varðandi miðaverðið.
Sælir félagar
Ég bara nenni þessu ekki ég segi það satt.
Það er nú þannig
YNWA
https://www.youtube.com/watch?v=50kM3wj04_E
Fréttamannafundurinn fyrir West Ham.
Ég ætla að horfa á leikinn þó að ég hafi ekki mikla trú að við vinnum, en vona það svo sannarlega. En Klopp verður núna á hliðarlínunni botlangalaus og þess vegna mun léttari. Það er þess virði að fylgjast bara með honum og hans ástríðu fyrir leiknum!!!!!
Áfram Liverpool.
Jurgen Klopp kippir þessu í liðinn og við vinnum þennan leik.
vona að Klopp stilli upp sterkasta liði sem völ er a i þessum leik. deildin er buin þetta árið og eina markmiðið þar er bara að falla ekki.
setjum allt power i þessar bikarkeppnir og helst vinnum þær allar til að redda þessu seasoni
#18 viðar… Sammála því en hvað er okkar sterkasta lið? Hef ekki orðið var við það ennþá, kannski liðið sem spilaði síðast við West Ham mínus Mignolet? Allavega hef ég takmarkaða trú að þessum mönnum sem eru oftast í byrjunarliðinu. Danny Ward í markið, Caulker í stað Sakho og Smith í stað Moreno væri strax bæting held ég.
held ad vid vinnum thetta orugglega .. eftir undanfarna skitu.. ovenjulitid um meidsli o.s.frv.
Afhverju eru allir að spá í meistaradeildinni? ? Með þennan hóp erum við ekki að fara langt í meistaradeildinni ! Byrjum á að vinna West Ham eins og einu sinni og þá er hægt að hugsa um Barcelona eða Real. . Ég held við verðum að byggja upp lið ekki selja okkar bestu menn og alls ekki reka þjálfarann endalaust! Ef við sem stuðningsmenn menn sínum þolinmæði þá er allt hægt. .
Það er bara eitt sem getur bjargað þessu tímabili, hvort sem er í deild, bikurum eða Evrópubikar. Og það er að Daniel Sturridge verði heill heilsu í þeim leikjum sem skipta máli. Það er fjarlægur draumur að hann geti spilað jafnvel helming þeirra leikja sem eru eftir, en með hann í 20% standi gæti liðið aktúallý farið að skora einhver mörk. Þá verður getuleysið bakatil allavega ekki eins áberandi og það er núna.
http://www.90min.com/posts/2937271-shocking-statistic-reveals-just-how-costly-simon-mignolet-s-mistakes-have-been-to-liverpool
Er endanlega búinn að gefast upp á Mingolet og vona að Ward fái séns í næstu leikjum.
Hvernig er best að halda okkar bestu leikmönnum? Hvaða deild horfa bestu leikmenn Evrópu til fyrst og síðast ? Þetta er einn af fjölmörgum þáttum sem gera það að verkum að miklu mikilvægara er að leggja áherslu á að komast í Meistaradeildina á ný frekar en að eyða rándýru púðri í að reyna vinna deildarbikarin og FA bikarinn.
Hvað höfum við verið að gera undanfarin ár? FSG hafa gert mest allt mjög vel en þeir eru núna komnir á sjötta ár með félagið og liðið er í 9.sæti í deildinni og allt of langt frá sæti í Meistaradeildinni. Þetta PR sjálfsmark hjá þeim í síðustu viku með miðaverðið er alls ekkert að vinna með þeim heldur.
Augljóslega vill maður sigur í þessum leik eins og öllum öðrum en þegar uppi er staðið þá gæti verið afar “hentugt” fyrir liðið að detta úr þessari keppni – sérstaklega ef við náum að klára Deildarbikarinn og tryggja okkur í Evrópudeildina.
Leikjaálagið er búið að vera fáranlega mikið og er það alveg farið að segja sitt fyrir leikmennina. Ég er farinn að meta forgangsröðunina í augnablikinu Deildarbikar – Evrópudeildin – PL – FA bikar. Ef við eigum að detta úr einni keppni þá væri það þessi.
Ég ætla ekki að eyðileggja draum minn fyrir leiktíðina sem er bikarþrenna svo við verðum að vinna West Ham til að eiga séns á því enn þá! 🙂
Held við sjáum sterkara lið en í síðasta leik. Gæti alveg séð Lucas koma inn ásamt auðvitað Caulker, Smith, Benteke, Ibe og vonandi Ward. Reikna fastlega með að Coutinho, Sturridge og Origi taki allir þátt í leiknum á morgun. Held að annar framherjana byrji leikinn með Benteke á toppnum og hinn komi svo inn á ca 60-70 mínútu ef ske kynni að leikurinn færi í framlengingu.
Allavega, ef við vinnum FA bikarinn þá vil ég sigur á morgun en ef ekki þá væri kannski ágætt að afgreiða þetta bara strax og búa til smá breathing space fyrir liðið.
Vitið þið hvort leikurinn sé sýndur á stöð2 sport í kvöld?
@26
http://www.stod2.is/framundan-i-beinni/
Fínt að hafa þennan link.
Leikurinn er á stöð2 sport3 í kvöld kl 19:40 skv þessu
Bjarni hann er á stöð2sport3 samkvæmt síðuni hjá þeim
Bjarni #26
http://stod2.is/framundan-i-beinni/
Takk fyrir þessar líflegu og skemmtilegu umræður. Einar Matthías, ég sagði líka ,,Í mínum huga….” og þá átti ég við hvað mér finnst. Þegar ég rifja upp Liverpool árin bæði á pappír og í huga þá tel ég m.a. titlana sama hvað þeir heita, ekki hvort liðið lendir í 4. eða 5. sæti í deildinni. En með Liverpool þá á liðið að sjálfsögðu alltaf að stefna að því að vera meðal efstu liða í deildinni, það er bara eðlilegt með stórlið að fornu og nýju.
Gríðarlegir peningar allskyns olíufursta, ofurlaun leikmanna ofl er búið að stórskemma fótboltann, það vita allir sem eitthvað vilja vita. Núna eru nokkur ofurlið í Evrópu þau einu sem geta unnið Meistaradeildina. Mér finnst það gjörsamlega óþolandi. Hvenær kemur aftur sá tími þegar Ajax, PSV eða Rauða Stjarnan í Belgrad vinna Meistaradeildina (Evrópumeistarar eins og það hét áður en Meistaradeildin var stofnuð). Ég hugsa að það verði nokkur bið á því.
Ég fann 2 ára tölur um ársmiðaverð í fjórum af stærstu evrópsku deildunum þ.e. La Liga, Seria A, Bundes og PL. Þar kemur sitthvað forvitnilegt í ljós að mínum dómi.
Hæsta ársmiðaverðið er raunar ekki á Englandi heldur á Ítalíu. Dýr ársmiði kostar rúmar 600 þús hjá AC Milan og mörg ítölsk félög eru þarna á svipuðum slóðum. Arsenal og Tottenham eru dýrust á Engandi með í kringum 350 þús fyrir dýrustu ársmiðana.
Ítalir bjóða á hinn bóginn upp á mjög ódýra valkosti og þú getur keypt ársmiða á litlar 24 þúsund hjá AC Milan.
Ódýrasti ársmiðinn hjá Arsenal kostar á hinn bóginn tæpar 200 þús svo dæmi sé tekið.
Flestir geta þannig fundið miða við hæfi sinnar buddu á Ítalíu á meðan verðdreifingin er miklu minni á Englandi.
Þegar tölfræðin fyrir La Liga kemur kannski ekki á óvart að Real Madrid er með dýrasta ársmiðann (270 þús) en ég varð ánægður að sjá að risalið Barcelona er með einhverja hagstæðustu ársmiðana. Dýrustu ársmiðarnir kosta bara 116 þús og hægt er að fá ársmiða á rúmar 30 þús.
Ástæðan er vitanlega sú að Barcelona er eign almennings en 150.000 venjulegir Katalónar eiga Mighty Barca.
Það á raunar líka við um Real Madrid og þar er líka hægt að kaupa ársmiða fyrir 30.000 kall.
Bundesligan er í algjörum sérflokki fyrir okkur fótboltaáhugamenn. Dýrasti ársmiðinn er hjá Dortmund kostar aðeins 150 þús sem er töluvert lægra en meðalverð PL í Englandi.
Dýrustu ársmiðarnir hjá Bayern kosta aðeins 100 þús sem er sama verð og hjá Brighton & Hove Albion í CL!
Pælið í þessu, ársmiði á einum flottasta velli í heimi hjá einu besta (ef ekki besta) fótboltaliði í heimi kostar rúman fjórðung af því sem ársmiði kostar hjá fokkings Tottenham! Það er möguleiki á að kaupa ársmiða fyrir minna en 15 þús hjá Bayern sem er um tíundi hluti þess sem ódýrasti ársmiðinn hjá Arsenal kostar.
Bayern Munich, eins og almennt gildir um þýsk félög, er líka að mestu í eigu 250.000 áhugmanna um fótbolta sem er að sjálfsögðu skýringin.
Þegar LFC er skoðað sérstaklega sést hugsanlega hvað FSG er að pæla.
Dýrast ársmiðinn 2014 kostaði 150 þús. Það er 8% lægri upphæð en meðalársmiði í dýrari kantinum í PL. Ódýrasti ársmiðinn kostar hins vegar 135 þús sem er 35% hærra verð en meðalverð ódýrra ársmiða í PL.
M.ö.o. LFC er í mjög góðum málum þegar miðaverð allra sæta er skoðað enda lítill munur á hæsta og lægsta verði. Það sem vantar er að hækka dýru miðana sem eru hlutfallslega lágt verðlagðir.
Ég er hæst ánægður með framtak Scuserana. Við, sem neytendur, kjósum allt of sjaldan með fótunum. Þessi túristafótbolti er gjörsamlega óþolandi fyrirbæri og vellirnir á Englandi verða leiðinlegri með hverju árinu.
Mér var boðið á dýrasta völlinn á Englandi, þ.e. Emirates, fyrir skömmu og var ekki hrifinn af stemmingunni. Nokkrum vikum seinna var ég á 20.000 manna velli í Freiburg í Þýskalandi (miðinn á 25 evrur á leikdegi) og skemmti mér konunglega.
En vitanlega er þetta bara eins og hvert annað raus. Þetta er líklega löngu tapað stríð og núna er einhver almannatengillinn að plotta hvernig FSG nær að skvísa sem mestan pening út úr þessu dæmi án þess að allt verði vitlaust.
Á þessum tímum crowd sourcing vonar maður samt að sá dagur renni upp að maður geti sett t.d. kannski 100.000 kall (700 evrur) í sjóð og keypt FC Liverpool. Markaðsvirðið núna er um 1,1 m evra þannig að það þyrfti ríflega 1 m Liverpool aðdáendur til að eignast félagið.
Óraunhæft? Kannski en maður má láta sig dreyma.
Ég ætla að veðja á west ham í þessum leik.Held að þetta sé of stór biti fyrir liverpool í dag og west ham er bara að spila miklu betri bolta sorry to say.Vona að ég hafi rangt fyrir mér:-)
Strákar lumi þið á steamlink á þennan leik þar sem okkar menn muna rífa nýtt r…gat á kanye west-ham
Gaman að “heyra” loks í Guderian og það sem hann hefur fram að færa.
Ef mig misminnir ekki þá var hann fremstur á meðal jafningja á þessum svokallaða “Rodgersout” vagni og einlægur aðdáandi Jurgen Klopp. Ég var á þessum sama vagni.
Þar sem ég veit að Guderian er fróðari en margur annar um þýska boltann og þekkir, að ég held…… hvern krók og kima þar í flestum deildum, þá væri fróðlegt að hlera hans álit um hvað mögulega er að gerjast í kollinum á Jurgen Klopp?
Mun Klopp “hreinsa til” í sumar? Ætlar hann að sækja leikmenn til Þýskalands? Hvaða plan er hann með á samningstímanum?
Segi fyrir mig, vera þolinmóður til loka leiktíðar og taka því sem höndum ber. Klopp þarf eitt stykki sumarglugga til að koma sínum áherslum að.
Svo sjáum við til.
Væri mjög gaman að sjá samanburð milli deilda á því hversu stórt hlutfall af kökunni miðasalan er í raun. Án þess að rannsaka það ítarlega grunar mig að sjónvarpstekjur sem og aðrar tekjur ensku liðanna séu miklu meiri heldur en hjá flestum liðanna á meginlandinu, mikilvægi innkomu á leikdegi sé þ.a.l. töluvert minna.
Þetta stríð er svo langt í frá tapað, stuðningsmenn Liverpool sýndu í síðasta leik hvernig hægt er að snúa svona stríði við. Það er ekkert eðlilegt við það að eigendur liðanna geti mjólkað stuðningsmenn eins og þeim sýnist, þetta er nú þegar komið langt út fyrir það sem venjulegur local stuðningsmaður ræður við og það er ekki glæta fyrir börn að ánetjast liðum eins og Liverpool með sama hætti og foreldrar þeirra gerðu. Þau eru nánast ekki velkomin á völlinn í deild þar sem meðalaldur stuðningsmanna er orðinn 41 árs gamall. Hversu sorglega hár meðalaldur er það? Stemming á ensku völlunum endurspeglar þennan aldur btw mjög vel.
Það er a.m.k. í það allra minnst mjög eðlilegt að eigendur fái stuðningsmenn hressilega upp á móti sér. Ef stuðningsmenn eru samstíga í að beita aðgerðum eiga eigendur liðanna engra kosta völ en að endurhugsa dæmið.
Arsenal er með yfir 100 millls á ári i innkomu á Emirates. Meira en nokkur annar klúbbur i heiminum.
Við erum i kringum 50 þannig að þetta eru ekki smáaurar.
Ég kannast nú ekki við hvern krók og kima í Bundesliga en vinn sem háskólakennari í Þýskalandi í nokkrar vikur á hverju ári yfirleitt og kann afskaplega vel við þýskt fótboltahugarfar og þýskt hugarfar yfirleitt raunar.
Ef Klopp tekst að smita sitt lið með vinnuseminni, dugnaðnum og keppnishörkunni sem einkennir mörg þýsk lið eru góðir tímar framundan hjá LFC. Ég er ekki viss um að hreinsað verði út en það verður að koma inn einhverju drápselementi í liðið.
Stofuköttur eins og Benteke er eins og óþýskur og hugsast getur að mínum dómi. Sturridge á heldur ekki sjens í Kloppísku liði að mínum dómi. Ég held að Þjóðverjinn skilji ekki, og hafi engan áhuga á að skilja, Sturridge greyið sem augljóslega stríðir við andleg vandamál.
Það eru einnig ótrúlega margir leikmenn sem vantar það sem þjóðverjar kalla “effektivität” þ.e. skilvirkni. Það er er frábært við Leicester er einmitt “effektivität” þar sem hlutirnir eru gerðir einfaldir. Slam, bam thank you mam. Lallana er t.d. dæmi um leikmann sem alltaf velur að gera einfaldan hlut flókinn ef hann getur. Sama má segja um Milner og jafnvel Henderson sem of oft eru að reyna erfiða hluti án þess að þess þurfi.
Klopp mun örugglega sækja þýska leikmenn til Englands í sumar. Þá er þekkt aðdáun hans á pólskum leikmönnum.
Hafðu þakkir fyrir Guderian! Vona að sem flestir lesi þetta.
Og muna. … þolinmæði.
hættu allir að horfa í hálfleik?