West Ham 2 Liverpool 1

Þetta gat ekkert verið meira pirrandi. Liverpool er úr leik í ensku bikarkeppninni í ár eftir 2-1 tap fyrir West Ham á Upton Park í kvöld eftir framlengingu. Þetta var í síðasta skipti sem Liverpool leikur á Upton Park gegn Hömrunum en þeir flytja á Ólympíuleikvanginn í sumar.

Jürgen Klopp stillti upp fersku liði í kvöld og hvíldi marga, þó ekki þann sem maður vildi helst sjá sitja heima því Simon Mignolet var í markinu:

Mignolet

Flanagan – Ilori – Lucas – Smith

Chirivella – Stewart – Teixeira

Ibe – Benteke – Coutinho

Bekkur: Ward, Randall, Enrique, Henderson, Milner (inn f. Chirivella), Origi (inn f. Teixeira), Sturridge (inn f. Coutinho).

Gangur leiksins

Þetta var kaflaskiptur leikur. Okkar menn byrjuðu betur og höfðu stjórnina fyrsta kortérið án þess þó að skapa sér mikið en svo jafnaðist þetta út og heimamenn enduðu hálfleikinn betur. Þeir komust yfir á 44. mínútu þegar Payet slapp frekar auðveldlega inn í teiginn vinstra megin, gaf fyrir á fjær þar sem Smith gleymdi að fylgjast með manninum sínum og Antonio skoraði af öryggi, óvaldaður á fjær.

Seinni hálfleikurinn byrjaði þó betur en þeim fyrri lauk því á 47. mínútu jafnaði Coutinho með sniðugri aukaspyrnu við vítateiginn, beið eftir að varnarveggurinn hoppaði til að reyna að stöðva hátt skot hans en setti boltann í staðinn með grasinu undir hoppandi varnarmenn og í nærhornið. Óverjandi og gott að fá litla Brassann inn aftur. Hann fór svo út af eftir klukkustund, klárlega fyrirfram ákveðin skipting enda nýstiginn upp úr meiðslum og við það tækifæri komu þeir Sturridge og Origi inná. Jákvætt, jákvætt og jákvætt.

Okkar menn voru sterkir í tíu mínútur eftir jöfnunarmarkið en náðu ekki að skapa sér annað mark, sérstaklega var tréverkið að þvælast fyrir báðum liðum í kvöld. Rythminn fór aðeins úr leiknum við innáskiptingar beggja liða eftir klukkustund en okkar menn og sérstaklega framherjarnir þrír lifnuðu við undir lokin og voru nálægt því að búa til sigurmark.

Það kom þó ekki og framlenging varð staðreynd. Slaven Bilic var þá búinn að henda Carroll og Collins inná og freistaði þess að nota föst leikatriði til að finna sigurmark á meðan okkar menn sóttu hratt og Sturridge sérstaklega fann fjölina sína í framlengingunni.

Það var því náttúrulega alveg týpískt að sigurmarkið kæmi úr föstu leikatriði … í uppbótartíma framlengingarinnar. Lucas braut á sér við hægra horn vítateigsins, snertingin var ekki mikil en einhver þó sýndist mér og Payet gaf fyrir á fjær þar sem miðvörðurinn Ogbonna reis hæst og skallaði óverjandi í fjærhornið. Eftir 95 mínútur á Anfield og 98 mínútur hér og svo 32 mínútur af 33 í framlengingu var einvígið útkljáð. Okkar menn voru úr leik.

Neikvætt

Fyrst, mörkin. Liverpool er enn að fá á sig allt of auðveld mörk. Simon Mignolet átti kannski ekki beina sök á þessum mörkum en hann var ekki traustur í þessum leik frekar en venjulega og Lucas hafði nóg með að skammast í honum á ýmsum tímum leiksins. Varnarleikurinn hjá okkur, burtséð frá markverðinum, er hins vegar allt of brothættur, sama hverjir eru að spila. Mér fannst allir varnarmennirnir spila vel en þeir gerðu sig allir sekir um mistök; Flanno hleypti Payet of auðveldlega upp að endalínu í fyrirgjöfina í fyrra markinu, Smith gleymdi dekkningunni á fjærstöng, Lucas gaf ódýra aukaspyrnu eins og svo oft áður á ögurstundu og Ilori hefði átt að fá á sig víti fyrir að rífa Valencia niður í teignum.

Það er ekki nóg að spila vel. Það þarf að klára dæmið. Hér eru þrjú tíst sem segja ákveðna sögu:

Næst, Benteke. Jeminn. Hann lifnaði við eftir að Origi og Sturridge komu inná og spilaði miklu betur eftir það en maðurinn er heftur aðallega af tvennu: 1) hann getur ekki nýtt færin sín þessa dagana og 2) ákvarðanatakan er meira en lítið skrýtin. Ef menn sleppa upp að endalínu og geta gefið fyrir, eins og t.d. Smith og Coutinho gerðu oft í kvöld, er hann annað hvort ekki mættur á teiginn eða þá að hann er kominn svo langt inn fyrir að það er ekki hægt að gefa á hann. Sjáum tíst:

Pælið svo í því að Benteke skammaði Smith fyrir að gefa ekki á sig þarna!

Nú er Firmino heitur og farinn að skora reglulega og í kvöld mættu Sturridge og Origi í vinnuna á ný. Á sama tíma er Benteke í ótrúlega djúpri lægð sem framherji, jafnvel í uppbótartíma þegar Sturridge sendi hann aleinan í gegn setti hann boltann beint á Randolph í markinu og Gummi Ben gjörsamlega aflífaði hann í kjölfarið með leikgreiningu á því hversu illa Benteke vann úr færinu. Þar hefði Liverpool getað unnið leikinn, í stað þess að tapa honum kortéri síðar. Tíminn er einfaldlega að verða á þrotum hjá Benteke, hans spilatími snarminnkar núna með innkomu Origi og Sturridge.

Og loks: þvílík tímasóun! Liverpool spilaði fjóra leiki plús framlengingu í þessari keppni á einum mánuði. Það eru mínútur sem við fáum aldrei til baka og kostaði bæði leikmenn og þjálfara mikið álag, vesen, meiðsli og svo framvegis. Það hefði í alvöru verið betra að tapa bara strax fyrir Exeter í byrjun janúar.

Jákvætt

Hins vegar gáfu þessir fjórir leikir okkur óvænta gjöf: ungir strákar sem annars hefðu varla séð grasvöll fengu mikilvægan spilatíma og stimpluðu sig ansi margir hressilega inn. Brad Smith, Kevin Stewart, Cameron Brannagan, Pedro Chirivella, Joao Teixeira, Tiago Ilori og Sheyi Ojo nýttu allir tækifærið og stimpluðu sig hressilega inn í aðalliðið í þessum leikjum. Þetta eru núna leikmenn sem líta framtíð sína hjá Liverpool björtum augum, leikmenn sem Klopp veit að hann getur kallað á eftir þörfum. Svo ekki sé minnst á að Flanagan, Coutinho, Sturridge, Origi og Steven Caulker fengu allir að stimpla sig inn í þessum leikjum eftir meiðsli eða lán.

Verst að fá ekki annan leik í þessari keppni, ég hefði viljað sjá strákana (og DANNY FOKKING WARD) heimsækja Blackburn í næstu umferð.

Annað jákvætt: liðið lék bara nokkuð vel í kvöld. Ég bjóst allavega við miklu verri hlutum.

Maður leiksins

Jordon Ibe lék illa fannst mér, Divock Origi komst lítið inn í leikinn og Joao Teixeira átti kaflaskiptan leik. Og Benteke, sem lék vel en nýtti illa. Eða lék illa og nýtti vel. Ég veit það ekki. Mignolet var svo bara áfram Mignolet.

Aðrir voru bara nokkuð góðir í kvöld. Helst var ég hrifinn af Brad Smith í fyrri hálfleik og þeim Lucas og Tiago Ilori allt kvöldið. Minn maður leiksins er hins vegar Kevin Stewart. Það eru 17 mánuðir síðan þessi strákur var látinn fara samningslaus frá Tottenham. Liverpool hirti hann en hann fékk aldrei sénsa og virtist bara vera uppfyllingarefni þar til Klopp tók við og gaf honum séns.

Frammistaða hans í kvöld sem varnartengiliður á erfiðum útivelli gegn feykisterku West Ham-liði (sem hefur skúrað gólfið með aðal-miðjumönnum okkar oftar en einu sinni í vetur) var hins vegar það góð að ég væri alveg til í að sjá hann þarna áfram í næsta leik. Frábær frammistaða!

Allavega, ein keppni dauð en hinar þrjár á lífi. Við verðum þá bara að láta þrennuna nægja!
YNWA

78 Comments

  1. ok fjandakornið. Held þetta hafi aldrei verið aukaspyrna hjá hinum frábæra lúkas. Þetta jarðar endanlega það sem eftir var af sjálfstrausti Benteke.

  2. Skrifast á Benteke….

    Eðlilegur stræker með vott af gæðum hefði klárað þennan leik í fyrri hálfleik….

    Grátlegt að vanda, en algerlega í takt við allt annað =(

  3. Sælir félagar

    Eymdarsögu Benteke fyrir framan markið lauk því miður ekki hér. Fullkomið getuleysi hans til að skora mörk var innsiglað í þessum leik. Hver sú mínúta sem hann er hafður inni á vellinum er sóun á möguleikum. Jafnvel Lucas Leiva er hættulegri fyrir framan mark andsttæðinganna en Benteke og lengra verður ekki jafnað.

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Andskotans aumingjaskapur alltaf hreint í þessum helvítis föstu leikatriðum.
    Fara í 120 mín á móti þessu West Ham liði og enda svo að tapa á föstu leikatriði enn eitt skiptið.

    En á góðu nótunum þá spilaði Sturridge í klukkutíma og var fáranlega ferskur og gaman að sjá svona léttleikandi framherja.
    Núna er bara að biðja og vona að hann spili fleiri leiki í vetur.

  5. Benteke var samt alveg fínn ágætu stuðningsmenn. Allt annað að sjá til liðsins. Sturridge algjör vítamínsprauta. Núna er að leggja allt í europa league!

  6. Jæja getur einhver tekið þetta andskotans viðrini hann Benteke og sent hann eitthvert langt í burtu. Hvað þarf eiginlega að ské til þetta ógeðslega gerpi skori arrrrg ég er að klikkast á þessu.

  7. Ömurlegt að Benteke kláraði þetta ekki. En þetta var góður leikur af hálfu Liverpool. Og Lucas var stórkostlegur í vörninni.

    Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!!!!

  8. Fyrirgefðu orðbragðið en af hverju i fokkanum stillti Klopp nánast varalið inná, Erum við ekki að reyna að vinna þennan bikar? En annar Áfram Liverpool

  9. Skrifast ekki á neinn. Bara margt jákvætt og Benteke með frískandi móti þó hann hafi ekki sett hann. En fúlt tap því Liverpool var betri aðilinn

  10. Okei, þvílíkur horbjóður að fá á sig mark svona í blálokin, hefðum getað stolið þessu í vító 🙂

    En lít á björtu hliðarnar. Flest allir byrjunarliðsmenn okkar fengu góða hvíld í kvöld. Menn að koma úr meiðslum fengu góðan spilatíma og komust heilir frá þessum leik. VIÐ SKORUÐUM ? AUKASPYRNU???.

    Óheppnir en svona er þetta. Tökum Carling og Euro og ég er sáttur.

    Hef það á tilfinninguni að það sé allt að fara smella.

    YNWA

  11. þetta var aldrei helvítis aukaspyrna, þvílíku aumingjarnir og vælukjóarnir sem fylla þetta lið hjá wh.

    Mér fannst þetta B-lið okkar bara fínt og við áttum alveg eins skilið að komast áfram. Benteke þarf auðvitað að fara að nýta þessi færi sín!

  12. Algerlega eftir bókinni. Lið sem getur ekki skorað mörk úr dauðafærum tapar leikjum, þannig er það bara.

    Það eru margir hér mjög hamingjusamir með að vera úr leik. Jibbý, minna leikjaálag og við getum einbeitt okkar að deildinni. Nei, bíddu annars…….fucking deildin er víst búin hjá okkur þetta tímabil.

    Æi, well, þá getum við bara einbeitt okkur að hinum keppnunum. Nú eigum við möguleika á tveimur bikurum……..ekki þremur. Jibbý, vá hvað ég er ánægður og þungu fargi af mér létt. Fucking Pollyanna.is.

    Afsakið meðan ég æli.

  13. Ég vil aldrei heyra þetta West Ham lið nefnt aftur, er það skil?

    Mér líður bara eins og smákrakka, djöfull er ég svekktur! 🙁

  14. Svo ætla bjartsýnir eigendur að hækka miðaverð á Anfield. Það verða fáir stuðningsmenn eftir sem nenna að horfa á þetta blessaða lið spila.

    Grátlegt að hugsa til þess að fyrir nokkrum árum vorum við með leikmenn eins og Masch, Suarez, Alonso og fleiri. Nett skipti á Reina og Migno!!!

  15. Born loosers í þessu liði okkar.
    Staðreynd.
    Greyið Klopp

    Hvílíkir andlausir aular upp til hopa

  16. Djö ,,, drasl er Benteke, aðrir hefðu klárað færið og færin sem hann fékk.

  17. Góður leikur að hálfu Liverpool árið 2016 er tap gegn West Ham í framlengdum endurteknum leik í 4. umferð FA Cup. Svart er það.

  18. Taldi upp að 10.
    Samt finnst mér ennþá Benteke vera fullreyndur sem framherji.
    En honum verður spilað áfram út leiktíðina svo hann fær að pirra mann áfram.
    Nenni ekki að telja upp allt það slappa sem kom frá honum. Það væri hægt að gera gott youtube úr því.

    En vera jákvæður. Guttarnir áttu þetta. Rosalega ánægður með þá. Sturridge nær vonandi rönni og sá á þá eftir að gleðja, 7-9-13.

    Þá er það bara … hmmm, hvaða keppir eru eftir … Evrópudeildin. Já og framrúðubikarinn, hann kemur í hús.

    YNWA

  19. Ég bara skil ekki fyrir mitt litla líf hvers vegna Ward var kallaður inn af láni hann hlýtur að vera hundfúll að vera kippt ú sem aðalmarkvörður liðs í titilbaráttu á Skotlandi til að verma bekkinn fyrir lélegasta markamanns úrvalsdeildarinna og fá ekki einu sinni sjénsin í bikarleikjum í hæsta máta stórundarleg ákvörðun hjá Liverpool.

  20. Jæja, fór sem fór.

    Benteke eins og hann er, getur ekki skorað. Plús að Origi og Sturridge að koma til baka sem og heill Firmino og þar með eru dagar Beneteke taldir. Balotelli sjálfur myndi skora úr þessum færum og þá er nú mikið sagt.

    Tek Magga á þetta og reyni að sætta mig við þetta að einni keppni lokið og þar með færri leikir og meiri tími í endurheimt.

    Og mikið svakalega eigum við góða unglinga þarna inni. Mætti að ósekju spila þeim meira í deildinni.

    Þolinmæði.

  21. Fannst Benteke gó?ur í kvöld, datt ekki alveg fyrir hann enn þetta kemur vonandi hjá kallgreyjinu ekki eru stu?ningsmenninir a? hjálpa honum allavega. Fannst gaman a? sjá þessa ungu stráka leggja sig 110% fram. Enn mèr finnst óbo?legt í kvöld a? fyrirli?inn okkar og reynslumesti leikma?ur okkar gefur mark eftir fastleikatri?i ì uppbótartíma í framlengingu.

  22. Getulaus framherji benteke, vonandi spilar hann ekki meira nú þegar origi og sturridge eru komnir tilbaka, þvílíkt drasl, og kostar okkur leikinn, aldrei aukaspyrna á Lucas, besta mann okkar, og svo leggst Mignolet bara í markinu eins og hundur sem vill láta klóra á sér vömbina. Gjörsamlega ömurlegt ! Getum ekki einu sinni unnið west ham í 4 tilraunum , reality check !

  23. Það er strax farið í aftökur……finnum alltaf einhvern til að vera vondi kallinn 🙂 Flottur leikur að mörgu leyti, margir ungir að fá að spreyta sig á stóra sviðinu. Ómetanleg reynsla fyrir þá og góð æfing fyrir þá sem eru að koma úr meiðslum. Auðvitað átti Benteke að setja eitt og það átti þá Sturridge að gera líka og jafnvel fleiri. Mignolet átti svo auðvitað ekki að verja jafn vel og hann gerði í dag og Lucas sem var besti maður vallarinns þangað til á 120 mínútu á núna bara minningu um ömurlega bakhrindingu sem var sennilega ekki neitt. Og ég búin að eyða öllu kvöldinu í að horfa á liðið mitt vera að gera marga góða hluti en þurfa samt að lúta í gras. Ég ætla samt örugglega að halda áfram að horfa æa liðið mitt og ég vil og ætla að trúa því að upprisann sé hafinn, jafvel þó Benteke verði einn frammi næst.
    YNWA

  24. Þetta var auðvitað ekkert brot, aldrei. Aldrei hægt að verja þetta heldur , klassíska looping skallatýpan í fjær.

    Hrikalega svekkjandi, svona er að nýta ekki færin. Vonandi er Sturridge kominn til að vera. Allt annað skiptir mun minna máli.

  25. fannst heilt yfir kjúklingarnir standa sig fanta vel.

    hugsa að liverpool ætti að keyra á þessu liði í deildinni.

  26. Menn tala um að vinna Euro bara eins og það sé ekkert mál, en afsakið hvernig á þetta lið að fara að því, höfum ENN ekki unnið WH á þessu tímabili og það í 5 leikjum!
    Erum með -4 í markatölu í deildinni eftir 25 umferðir! Já 25 umferðir! Og einungis 9 sigra á móti 8 töpum!
    common pollýönur hættið þessu kjaftæði

  27. Höfum það alveg á hreinu að þetta skrifast ekki á einn mann. Það er verulega aumt að ætla sér að gera það og fjandakornið allt of algengt. Oft er talað um hetjulega frammistöðu liðs. Þetta var sannarlega eitt tilefnið til að notast við þann frasa. Hrikalega margir góðir og jákvæðir punktar. – Flanagan að safna mínútum í leikformið, Mignolet átti góðan leik – með tvær – þrjár flottar og mikilvægar vörslur; átti hvorugt markið. Lucas var hreint út sagt stórkostlegur í þessum leik. Yfirburðarmaður á vellinum. Sturridge kom sterkur inn – snertingin að svíkja hann en eftir það sá maður að jafnvel í 70% er gæinn yfirburðar. Kræst hvað hann er góður – er kominn á þá skoðun að halda honum – skítt með launin. Gæðin og vonin um að hann nái sér og spili 75-85% leikja okkar er orðin því yfirsterkara. Benteke er að fá færi og þótt hann sé að misnota þau þá vil ég frekar að strikerar misnoti færi heldur en að fá þau ekki. Ungu guttarnir á miðjunni; Chirivella & Stewart flottir þangað til þeir voru orðnir tómir á tanknum. Ilori, sem vann sig inn í leikinn og leit betur og betur út. Coutinho kominn aftur. Skoraði meira að segja. Gaman 🙂

    Þetta var leikur sem við áttum ekki skilið að færi í vítaspyrnukeppni, hvað þá að tapa honum. Þið afsakið jákvæðnina og það allt. Ég kýs bara frekar að horfa þannig á hlutina. Það er nefnilega léttara þegar illa gengur.

    YNWA

  28. væri til í að skipta á Benteke og mignolet og fá Carroll og konchesky!!!!!!!

  29. Skítt með þessa dollu.

    Veit ekki með ykkur en er mjög spenntur að sjá þessa þrjá gaura saman þarna frammi!

    Byrjunarliðið í næsta leik…

    Mignolet
    Clyne Lovren Sakho Moreno
    Henderson Can Milner
    Coutinho Sturridge Firmino

  30. “JÁ .. ÁFR!!…. nei þetta er Benteke..”
    Svona nákvæmlega orðrétt hljómaði í stofunni hér heima þegar Benteke komst í gegn einn á móti markmanni. Er það ekki að ástæðulausu. Ætli einhver sé með tölfræðina yfir það hvað hann er búinn að klúðra oft einn á móti markmanni bara núna síðan í desember ? Það er STJARNFRÆÐILEGT!! Þeir vita nákvæmlega að hann lætur boltann alltaf beint á þá, eru búnir að sjá það nógu oft. Bara láta sig detta á rassinn og þeir verja. Fyrr skal nú aldeilis vera áður en hann tekur svo mikið sem eina gabbhreyfingu eða lobb maðurinn !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  31. Eitt sem ég skil ekki gegn svona “set pieces” liðum, af hverju spilum við ekki rangstöðu gildru í svona aukaspyrnum ? Er það ekki hægt ?

  32. Fullt af ljósum punktum eftir þennan leik:
    1. Loksins mark úr aukaspyrnu
    2. Sturridge er heill (í bili)
    3. Big Ben vann eitt skallaeinvígi
    4. Minna leikjaálag

  33. Þessi leikur öskrar á að fá Sturridge, Coutinho og Firmino á völlinn saman.

    En hann sýnir lika að það má vel vera smá rotation á mannskapnum. Can, Lucas og Henderson sem trio er ekkert sérstaklega að ganga. Sá ekki alveg hvað Milner átti að vera að gera eftir að hann kom inná, reyndar sá maður hann varla yfir höfuð. Stewart, Illori, Teixeira, Brannagan og Chirivella búnir að stimpla sig inn. Það má alveg blanda þessum mönnum meira saman til að fríska uppá þetta.

  34. Tony #32
    Mignolet? í alvöru?

    Veit ekki með ykkur, en Mignolet núllar út Coutinho Sturridge Firmino.

    Búum okkur bara til alvöru febrúarglugga og styrkjum liðið okkar með því að henda Mignolet og Benteke út um hann!!

  35. #Goodman 24……það er nefnilega svona sem maður stendur með sýnum í blíðu og stríðu. Það er svo auðvelt að fylgja þegar allt gengur vel, þá berja menn sér á brjóst og segja “þetta er liðið mitt”. Þegar verr gengur þá hverfa margir “snillingarnir” á braut og finna sé nýtt lið og svo nýtt lið og svo nýtt……..
    YNWA

  36. Vitiði ég er bara ekkert fúll yfir frammistöðu liðsins. Vissulega svekkjandi að detta út en að sjá Studge, Coutinho og Origi fá mínútur er bara til að bæta liðið okkar. Svekkjandi en góð heildar frammistaða boys and girls

  37. Var ekki leikmaður að nafni ibe inná allan leikinn sá tilsýndar á 87 mín og það var eins og hann væri að fara í messu svo hreinn og fínn var guttinn hann fær nú vonandi frí það sem eftir er leiktíðar svo slappur er guttinn

  38. Ömurlegt að detta út úr þessa keppnir og er það versta. Við fengum á okkur mark úr föstu leikatriði en eina ferðina en margt jákvætt.

    Coutinho/Sturridge/Origi komu ferskir inn og spiluðu báðir 60 mín.
    Benteke heldur áfram að klúðra en hann var samt mjög líflegur í þessum leik, hann var að fá færi og koma boltanum frá sér. Ég er 100% viss um að hann er manna svektastur að hafa ekki skorað en í þessum leik var lífsmark og það er gott.
    Ungu strákarnir voru flottir en eina ferðina og vill ég fara að sjá eitthvað af þeim spila í deildinni.

    Þessi klisja um að núna fækkar leikjaálaginu og það er jákvætt á aldrei við því að maður vill að liðið sitt komist sem lengst í öllum keppnum en ef hún ætti einhverntíman við þá væri það núna því að liðið er búið að spila rugl mikið af leikjum og með hálfan mannskapinn meiddan eða komu úr meiðslum.

  39. Þetta var nú ekki beint leikurinn til að drulla yfir Mignolet, hann átti nokkrar frábærar markvörslur og þar á meðal þessa aukaspyrnu í fyrri hálfleik.

    Sóknin átti að klára þennan leik en heppnin var ekki með okkur.

  40. Flottur leikur og óheppni að tapa.
    Lucas var hreint út sagt magnaður!!! Ungu strákarnir flottir.
    Gaman að sjá Sturridge aftur þvílíkur yfirburðarmaður. Mér fannst nú Benteke vera að koma til og óhepinn að skora ekki.

  41. engin aukaspyrna og svo átti hann ekkert að vera inna í fyrsta lagi, hefði átt að fá rautt fyrir tækinguna á steward,

    annars koma krakkarnir vel úr þessu, Lugas spilaði einsog hann hafi verið hafsent allt sitt líf og Sturage að koma vel undan sjúkrateppinu, þar að auki var Bentake á réttum stöðum á vellinum svona yfirleitt og átti besta leik sinn í langan tíma, en óheppinn er hann.

  42. Já, frábært að við gátum hvílt “byrjunarliðið” okkar í kvöld.

    Hvaða leikmenn eru það aftur? Eru menn að tala um leikmenn eins og Henderson, Allen, Lallana, Sakho og Moreno sem hafa aldeilis átt frábært tímabil og gulltryggt það að við endum í 7. – 10. sæti í lok þessa tímabils?

    Ég er nokkuð viss um að Klopp er ansi hugsi um þessar mundir hverjir eiga að vera byrjunarliðsmenn í þessu Liverpool-lið. Þrátt fyrir tapið í kvöld var þetta langbesta frammistaða Liverpool í ansi langan tíma. Miklu hraðara uppspil og margar flottar sóknir þrátt fyrir skituna fyrir framan markið.

    Og já, það er ógeðslega sárt að vera úr leik í þessari keppni. Einum bikar færra til að keppa um. Þannig horfir þetta við mér.

  43. Mignolet varði, en honum var gjörsamlega fyrirmunað að vera með eina örugga markvörslu… Annaðhvort rétt náði að pota boltanum í horn eða verja hann beint út í teig þrisvar í sömu sókn og viðhalda yfirpressu.

  44. Alveg sama hvað hver segir. Klaufalegt brot hjá Lucasi. WH voru að stóla uppá aukaspyrnur til að dæla inní teig. Ég skal þó alveg viðurkenna það að Lucas átti þokkalegan leik í heild en hann gerir þessi klaufalegur brot sem hafa kostað okkur mörg mörk. Jæja, álagið minnkar og eftir úrslitaleikinn erum við bara í tveim keppnum.

  45. Viðtalið við Klopp sérstakt. Hrikalega pirraður og labbaði burt úr viðtalinu í lokin. Talaði m.a. um hvað þetta væri Liverpool-legt þetta basl á liðinu, meðslin o.fl.

  46. Lucas frábær í kvöld þvílík óheppni að fá á sig dæmda aukaspyrnu fyrir litlar sem engar sakir, þetta er ömurlegt fyrir hann þar sem þetta var aldrei aukaspyrna.
    Mignolet var líka góður með 13 varða bolta vonandi bústar þetta upp sjálfstraustið.

    Ég veit það ekki mér finnst Benteke virka betur með Sturridge með sér hann var klárlega að koma sér í færinn í þessum leik og ef hann hefði meira sjálfstraust má hefði hann sett mark í kvöld.

    Við verðum að anda inn og út ég var að lesa það Liverpool var að slá sitt eigið félagsmet yfir flestar spilaðar mínútur á einu tímabili og ég man hreinlega ekki eftir annarri meiðslahrinu lykilmanna.
    Klopp hefur til dæmis aldrei náð að stilla upp sínu sterkasta liði og á meðan svo er þá er erfitt að koma takti í liðið og slípa leikmenn saman.

    Þetta er allt á réttri leið Sturridge, Coutinho, Origi að koma til baka og þeir þurfa leiki til að komast í leik form.
    Síðan er ljós í myrkrinu Stewart, Illiori og Flanagan klárlega leikmenn sem eiga heima í hóp þeir áttu góðan leik.

    Það daprasta við þetta allt saman er að detta út á enn einu fasta leikatriðinu ég bara skil ekki hvernig Ogbonna stekkur manna lang lang hæðst með 3 Púllara í kringum sig og hamrar tuðruna inn það er bara ofar mínum skilningi, er þetta einbeitningarleysi eða eru leikmenn bara á taugum í föstum leikatriðum.

  47. Sérstakt viðtal??? Hann er tapsár og fúll!! Fullkomlega eðlilegt miðað við allt sem gengið hefur á í klúbbnum. Og að tapa svona eins og við gerðum í kvöld! Ég væri brjálaður að vita af því að hann væri ekki fucking pissed núna!

    In Klopp we trust.

  48. Flottur leikur hjá liðinu í kvöld, fannst ungu strákarnir á miðjunni virka vel og vill sjá þá þarna fremur en Emre Can og Millner.

    Benteke klaufi en hann er með sjálfstraustið í núlli, vitum að hann kann að skora mörk en framherjar þrífast á mörkum og á því byggja þeir sitt sjálfstraust.

    Vill sjá Lucas í miðverðinum hér eftir í deildinni!

    Í blíðu og stríðu! Áfram Liverpool

  49. Fullt af ,,ljósum punktum” í kvöld, eins og ljósir punktar séu eitthvað yndislegt. FC Liverpool tapaði fyrir West Ham í kvöld og ekki í fyrsta eða annað skiptið á leiktíðinni. Þeir sem sjá ljósa punkta í framhaldi af því er bent á næstu heilsugæslu eða sjúkrahús.

  50. Mér finnst nú eiginlega bara illa vegið að Benteke. Hann var sprækur í dag, duglegur að koma sér í færi í föstum leikatriðum, setti Coutinho vel upp sem var virkilega vel gert og hefði átt að enda með marki, gott ef hann fiskaði ekki aukaspyrnuna sem töframaðurinn skoraði svo úr (leiðréttið ef vitlaust). Hann hefur ekki spilað mikið að undanförnu nema koma inná á 60 mín eða með kjúklingunum í bikarkeppnunum og menn kenna honum um markaleysi liðsins? Hefur verið haldið út úr liðinu að undanförnu því Firmino hefur bara verið að spila virkilega vel og Benteke í raun óheppinn að eini leikmaður Liverpool með lífsmark í janúar spilaði í hans stöðu.
    Svo er auðvitað allt önnur umræða og það er samsetning liðsins sem má rekja aftur til Rodgers í sumar. Þú kaupir ekki framherja eins og Benteke og ert með einn kantmann í hópnum og það er Jordon Ibe. Eins og ég var spenntur fyrir þessum unga dreng þá hefur hann verið eintóm vonbrigði að undanförnu og að spila mun stærra hlutverk en hann ætti í raun að vera að fá. Tekur alltof margar snertingar og lengi að koma boltanum frá sér og virkilega fyrirsjáanlegur þegar hann fer á rás.
    Benteke passar bara ekki í þessu miðjumoðs bolta sem við erum alltaf að reyna að spila í deildinni þar sem enginn leikmaður tekur hlaup fyrir aftan vörn andstæðingsins og ekki kantmaður í liðinu til þess að taka leikmenn á og koma boltanum fyrir . Sé fyrir mér Benteke myndi virka mun betur með annan hraðan striker með sér eins og Sturridge og ég efast ekki um að það var að miklu leyti pælingin hjá Brendan Rodgers. Núna bara á þeim stutta tíma sem Benteke og Sturridge spiluðu saman í dag fannst mér þeir bara vera virkilega sprækir saman og með smá meira sjálfstrausti hefði Benteke getað klárað leikinn eftir flott samspil við Sturridge.
    Benteke er proven markaskorari í þessari deild og hann hefur ekki glatað hæfileikum sýnum á nokkrum mánuðum. Hættum að tala um að við séum alltaf bestu stuðningsmenn í heimi en erum alltaf manna fyrstir að dæma okkar eigin leikmenn getulausa þegar illa gengur. (Nú koma Pollýönnu kallarnir og skjóta þetta niður). Hann hefði verið hetja leiksins hefði Coutinho skorað úr færinu sem hann setti upp eða klárað sitt eigið færi, það er alltaf stutt á milli. En við getum ekki alltaf gert ráð fyrir því að skora 3 mörk í leik heldur þarf að laga varnarleik okkar og koma í veg fyrir þessu mörk sem við fáum sífellt á okkur úr föstum leikatriðum. Benteke hefur hæfileika og getur komið sér í færi, nú er bara vinna hjá honum og Klopp að virkja það.

  51. Alveg rólegur

    Flottur leikur hjá okkar mönnum, ungu guttarnir stóðu sig feykivel á móti sterku liði Hamranna , Lucas frábær og æðislegt að sjá Sturridge aftur. Jú við töpuðum en það var ekki sanngjarnt, ódýrasta ódýra aukaspyrna sögunnar gaf sigurmarkið og við engan að sakast. Margir hér inni verða að fara að átta sig á að þetta tímabil verður upp og niður og það bara þýðir ekkert að verða vitlaus út í allt og alla (sérstaklega Benteke sem var góður í kvöld þó hann hafi ekki skorað) þegar við töpum. Þannig verður þetta tímabil og við getum ekki farið að dæma og heimta árangur fyrr en Klopp hefur almennilega sett fingraför sín á þetta lið td með æfingum sem eru næstum engar milli leikja (sökum fjölda leikja) og með “sínum” leikmönnum.

    Löbbum saman
    YNWA

  52. Djöfulsins pollýanna í gangi hérna.

    ÖMURLEGT að vera dottnir svona snemma út úr þessari keppni. Get bara ekki séð það öðruvísi. Sértaklega í ljósi þess að deildin er búin í ár.

    Skil ekki þá sem segja að það sé bara fínt að vera dottnir út. Hvað ætla þessir sömu þá að segja ef við vinnum ekki deildabikarinn? Því þá yrði heildarárángur tímabilsins til háborinnar skammar. Eða halda menn að það sé bara formsatriði að vinna úrslitaleikinn á móti mesta sigurvegaraliði Englands?

    Ég hefði viljað sjá okkur eiga áfram séns í FA cup og er bara ógeðslega svekktur með þetta.

  53. Sýnist leikskýrslan vera á pari við leikinn……ágæt þangað til í restina. Þá koma gullkorn eins og “Mignolet var svo bara áfram Mignolet”. Verð nú að segja að þessi yfirreið sem blessaður maðurinn fær endalaust er nú bara að verða svolítið þreytt. Í mínum huga var hann bara að standa sig vel í dag og má hann þá ekki njóta þess. Er erfitt að rífa bjálkann úr andlitinu á sér!!! Ég er ekki með þessu að segja að Mignolet sé endilega sá sem ég óska mér sem kost nr. 1. En þegar hann stendur sig vel þá á hann bara skilið klapp eins og aðrir.
    YNWA

    ps. dáist samt að ykkur sem gefið ykkur tíma til að skrifa þessar skýrslur 🙂

  54. mér fannst þessar skiptingar hjá liverpool alveg voðalega skrítnar… taka 2 miðjumenn útaf fyrir 2 framherja og hafa ekkert til að tengja miðjuna við sóknina helminginn af leiknum… tveir varnarsinnaðir miðjumenn, 3 framherjar og svo ibe

  55. Fín leikskýrsla og mjög svo svartur húmor þarna í lokin.

    “Allavega, ein keppni dauð en hinar þrjár á lífi. Við verðum þá bara að láta þrennuna nægja!”

    Afsakið ég get bara ekki hlegið að þessum deildarmöguleika-húmor…..allavega ekki núna.

  56. This was a colossal performance from Lucas, who captained Liverpool at centre-back at Upton Park.

    The Brazilian was a true leader from start to finish, and his tackling, passing, awareness and general leadership were magnificent.

    Anyone who even thinks about having a go at him for conceding the late free-kick clearly has deep-lying issues with Lucas. One of his finest performances in a Reds shirt.

  57. Sammála að Lucas var maður leiksins í kvöld. Þetta var soft aukaspyrna, ef þá nokkur, sem liðið átti auðvitað að verjast. Fráleitt að kenna honum um tapið.

  58. Það er eins svekkjandi og það verður að detta úr leik í uppbótartíma á framlengingu í aukaleik. Hvað þá eftir góða frammistöðu eins og við sáum hjá okkar mönnum, góð frammistaða svona miðað við liðið sem fékk þetta verkefni í kvöld.

    Skoðun mín að allt of mikil orka lykilmanna Liverpool hafi farið bikarkeppnir í vetur er óbreytt, þetta var leikur númer 40 á þessu tímabili, geðveikt óvænt að liðið er í 9.sæti í deildinni.

    Engu að síður var ég sáttur við það hvernig Klopp lagði þessa keppni upp, hann hafði auðvitað ekki mikið val en náði eins og Kristján Atli segir að gefa mörgum leikmönnum spilatíma í alvöru leikjum sem kannski hefðu ekki fengið þennan séns annars. Vildi sjá miklu meira svona í deildarbikarnum og einhverjum Europa League leikjum í riðlakeppninni. Sjáum það líka að ungu strákarnir okkar í 100% formi eru ekkert mikið síðri en aðalliðið í rosalegri leikjatörn.

    Maður leiksins að mínu mati og sá leikmaður sem ég vona að verði í hóp, jafnvel liðinu það sem eftir lifir mótsins er klárlega Kevin Stewart, gefið að hann spili áfram eins og hann hefur verið að gera í þessum West Ham leikjum. Hann hefur góðan hraða og kraft, er sæmilega jafnfættur og einbeitir sér fyrst og fremst að því að verjast. Hann er meira að segja uppalinn bakvörður og því með gott sens fyrir því að hreinsa upp fyrir þá þegar þeir fara framar. Hef óskað eftir svona leikmanni í 5-6 ár. Það á auðvitað alveg eftir að koma í ljóst hvort Stewart sé í raun nógu góður til að leysa þetta hlutverk en hann hentar klárlega mikið betur í þessa stöðu en Lucas Leiva og er vonandi að slá hann úr liðinu í þessu hlutverki. Hinir miðjumenn Liverpool eru svo ekki varnartengiliðir. Vonandi þróast hann í að verða okkar Coquelin. (Ég veit að ég er kominn þó nokkuð vel framúr mér, það er bara svo hressandi að sjá DM sem á góðan leik).

    Chirivella er einnig töluvert efni og var að spila mjög vel í þessum leik fannst mér. Miðjan hjá West Ham hefur staðið sig betur gekk okkar aðalliðsmönnum heldur en honum fannst mér. Töluvert búið að láta með þennan strák í nokkur ár núna en hann er auðvitað ennþá bara 18 ára, gætum átt leikmann þarna.

    Þessi klukkutími sem Coutinho, Origi og Sturridge fengu hjálpar þeim vonandi með leikformið upp á leikina gegn Villa og Augsburg í næstu leikjum. Liverpool væri ekkert í sama veseni og liðið hefur verið með þá alla heila í vetur. Mest spennandi fannst mér að sjá Coutinho spila á miðjunni á löngum köflum með Teixeira fyrir framan sig. Hann á að spila á miðjunni, ekki frammi og það verður vonandi hans hlutskipti ef Firmino, Origi, Sturridge, Lallana, Benteke og Ibe eru allir heilir á sama tíma.

    Sturridge snarbreytir þessu liði okkar eins og allir vita en maður treystir ekki á hann. Hinsvegar er ég mjög spenntur fyrir því að fá Origi aftur inn í liðið. Hann hefur hraðan sem liðinu vantar, leikmenn eins og Firmino, Lallana, Coutinho og Benteke hafa grátbeðið um svona hraða með sér í sóknarleikinn.

    Benteke átti auðvitað að klára þennan leik og þetta gæti orðið erfitt hjá honum á næstunni þar sem allir nema Ings eru heilir í augnablikinu, það er engu að síður ekki tilviljun að hann fór að fá fleiri færi á sama tíma og Coutinho, Sturridge og Origi komu aftur í liðið.

    Endurkoma okkar helstu sóknarþenkjandi leikmanna verður einnig vonandi til þess að Ibe verði aðeins settur í frost á næstunni, hann þarf smá tíma fyrir utan aðalliðið. Jafnvel að gefa Ojo, Teixeira eða Kent séns frekar en Ibe.

    Mörkin sem liðið er að fá á sig eru ennþá sjúklega pirrandi og fyrirsjáanleg. Hvernig Mignolet var ekki settur á bekkinn fyrir þennan leik skil ég alls ekki, til hvers var verið að ná í Danny Ward? Hann var á fljúgandi siglingu í titilbaráttu í Skotlandi en er svo markvisst brotinn niður með því að komast ekki í liðið fram yfir Mignolet, jafnvel þó að verið sé að hvíla alla aðra leikmenn liðsins. Mignolet átti engu að síður ekkert sök á þessum mörkum í dag og stóð sig meira að segja nokkrum sinnum ágætlega í leiknum. Breytir því ekki að ég væri mjög svekktur í sporum Danny Ward.

    Varnarlínan var svo svona 784. nýja útgáfan af varnarlínu hjá Liverpool í þessum 40 leikjum í vetur. Þeir stóðu sig heilt yfir vel en gerðu sig seka um öll helstu mistökin sem varnarmenn Liverpool hafa verið að vinna með í vetur. Lucas var mjög góður og leiddi vörnina vel miðað við að vera ekki miðvörður að upplagi. Hans framtíð er mikið frekar þar heldur en á miðjunni sýnist manni, bara ekki hjá Liverpool. Brotið á 119. mínútu var hrottalega léttvægt en hann er að brjóta endalust svona af sér í öllum leikjum og það er rándýrt fyrir lið sem getur ekki varist föstum leikatriðum.

    Ilori var einnig fínn í þessum leik, þetta var líklega hans fyrsti alvöru leikur gegn alvöru mótherja og ágætt að sjá hann ná a.m.k. einum þannig leik hjá Liverpool áður en hann fer. Nóg kostaði kappinn. Áttum okkur samt því að þetta voru mögulega leikmenn númar 6-9 í þessa stöðu í hópnum. Líklega eru Sakho, Skrtel, Lovren, Toure, Caulker, Gomez og jafnvel Wisdom á undan Ilori og Lucas í miðvarðastöðuna þegar allir eru heilir og hjá félaginu. Lucas auðvitað eitthvað framar í röðinni en Ilori sem flokkast líklega sem kostur 8-9 með Wisdom.

    Flanagan var svo að spila 120 mínútur sem eru mjög jákvætt, rotaði m.a.s. einn án þess að finna fyrir því. Svo virðist Klopp hafa fundið lausn á hamstring vandamálinu sem er frábært, hann ákvað að samþykkja það bara ekki sem næga afsökun hjá Brad Smith til að fá að fara útaf og lét hann bara halda áfram þar til þetta lagaðist.

    Flanagan og Smith eru líklega ennþá í ísbaðinu.

  59. Sæl öll.

    Þetta var svekkjandi og þetta er nú bara orðið fyndið með hann Benteke kallinn. Algjörlega sammála skýrsluhöfundi með mann leiksins en ég vil meira heimta þennan dreng sem djúpan í first XI í næsta leik. Síðan vil ég prufa Lovren og Lucas sem miðvarðarpar í næsta leik!

  60. Ég missti af fyrri hálfleik en eg sá þann seinni og svo framlengingu. . Ég hata að sjá liðið mitt tapa og alveg sérstaklega þegar menn leggja sig ekki fram í leikina. Í kvöld er það ekki vandamálið, menn gáfu sig 100% í verkefnið og ég er viss um að Klöpp hefur verið sáttur með þá hlið mála.

    Það er samt einn maður sem þarf að hugsa sinn gang og það er Jordan Ibe. Hann spilaði allan leikinn og við vorum því einum færri. Hann ásamt dómara leiksins voru þeir lélegustu á vellinum og það var farið að detta inn í huga minn að dómari leiksins fengi eitthvað kynferðislegt út úr því að gefa West Ham aukaspyrnur svo að þeir gætu komið með alla þessa lurka inn í teiginn. Þetta brot sem hann dæmdi á Lucas var dæmigerð heimska. Þetta var ekki brot og linuvorðurinn flaggaði ekki og ég efast um að hann hafi kallað til dómarans um brot. Hann átti furðulegar ákvarðanir eins og þegar leikmaður Hamrana stökk yfir Origi og náði að slá boltann í burtu líka og Origi fékk á sig auka.. Llori slapp líka við viti og rautt en það er reyndar erfitt að sjá þegar togað er í hönd leikmanns en ekki í treyjuna…

    Að sjá loksins gæði fram á við á vellinum. Sturridge var betri en ég þorði að vona. Gæðin í fótunum hjá þessum manni og yfirsýn er svo falleg að maður getur ekki annað en elskað þennan mann.. Coutinho minnti líka okkur á það hversu mikilvægur hann er..

    Benteke er kannski ekki með sjálfstraust en staðsetningin hans heilt yfir í leikjunum er til skammar og það hefur ekkert með sjálfstraust að gera þegar menn standa kolvitlaus 70% leiktímans. .

    Hvernig hann opnar færið einn í gegn er til skammar. Í stað þess að skera línuna til hægri fer hann beint á markmanninn og lætur hann ekki hreyfa sig með því að opna líkamann. Það rétta í stöðunni þarna fyrir hægri fotarmann er að skera hlaupið inn í svæði til hægri. Þar opnar þú fyrir möguleikanum að stýra boltanum innanfótar framhjá honum í stað þess að þrengja skot möguleikana þína. Ef markaðurinn kemur í þig hefur þú líka séns að leika á hann til hægri og klára í tómt markið.

    Hvernig hann vann úr færinu sínu eftir magnaða sendingu frá Sturridge er meira en lítið grátlegt.

    Eitt að lokum. Í Coutinho. Sturridge. Firminho eru gæði sem finnast ekki hjá öðrum í þessu liði fram á við.

    Er Lucas verri miðvorður en Sakho eða Lovren ?
    Alls ekki. Tæklinginn hans í framlengingu þegar hann stoppaði vælukjoann Valencia var geggjuð.

    Þeir sem hafa gaman að leikgreiningu ættu að skoða stöðu manna í sigurmarki leiksins.

    Þar er línan of ofarlega sem gefur mönnum svæðið til að vinna í og markaður á línunni og þar með bilið á milli meira en lítið barnalegt.

    Og eitt enn… Eru þessir kjúklingar ekki bara að verða betri en þessir eldri ? Stewart var frábær og líka 18 ára Spánverjinn. Smith getur allavega sent fyrir markið. Annað en Moreno. Margt jákvætt og ég ekki eins sár og þegar menn tapa og eru punglausir. .

  61. Margt jakvætt i þessum leik en þetta að geta ekki varist föstum leikatriðum er orðið frekar þreytt.ungu mennirnir að heilla,stewart,Texeira og Brannagan þo svo hann hafi ekki spilað þennan leik.vil miklu frekar hafa þessa pilta i liðinu heldur en Can,Henderson og Allen.Can og Henderson eru einfaldlega ofmetnir að mínu mati

  62. Leist rosalega vel á ungu mennina í þessum leik, spila hratt og fast og dútla ekki með boltann að undanteknum Jordon Ibe sem seint ætlar að læra en nær því vonandi að lokum. Gleðilegt að fá Sturridge og Coutinho inn aftur og framfarir hjá Benteke kallinum þó sjálfstraustið vanti ennþá. Hlutirnir féllu ekki með Liverpool í kvöld en það kemur og verður að veislu áður en langt um líður. Dómgæslan ekki upp á það besta þetta kvöldið og hæpnir dómar litu dagsins ljós öðru hverju og bitnaði á báðum liðum.

  63. Mér fannst mun meira jákvætt heldur en neikvætt í þessum leik.

    Neikvæði hlutinn var auðvitað að nýta ekki þau fjölmörgu færi sem fengust til að skora og drepa þennan leik. Þetta var síðan aldrei aukaspyrna og að fá á sig mark á 120 mínútu er auðvitað glatað og ekkert hægt að svara því af neinu viti.

    Kevin Stewart var algerlega geggjaður í kvöld og klárlega maður leiksins. Mér fannst samt aðeins of mikið hjá Herr Klopp að taka alla hina miðjumennina útaf, hann var ekki alveg svo góður 🙂 Mér fannst við tapa rosalega miklu á miðjunni eftir að Kútur og Joao fóru útaf og hefði viljað fá Hendo eða Milner fyrr inná, hugsanlega fyrir Ibe sem átti ekki sinn besta dag. Ótrúlega kaflaskiptur leikmaður Jordan Ibe.

    Bottom line er samt að við áttum að vera löngu búnir að klára þetta helvítis einvígi.

  64. Gleymum samt ekki einu í öllum hamaganginum. Að undanskildum Lucas og mögulega Ibe, er þetta lið búið að vera á æfingasvæðinu saman að undirbúa sig fyrir þennan leik. Það er annar galli við leikjaálag og meiðsli tímabilsins, að Klopp hefur varla getað haldið æfingu með þeim sem hafa verið að spila í aðalliðinu.

  65. Í gær eftir leikinn var ég pollrólegur og veistu í dag er ég ennþá nokkuð bjartsýnn. Liðið var að spila nokkuð vel í gær, koma sér í færi og með smá heppni hefði LFC klárað leikinn. Það varð hinsvegar ekki en reynum að vera jákvæð. Mér finnst Ilori vera að gera tilkall til byrjunarliðs og Lucas var hreint út sagt hrikalega flottur í miðverðinum í gær. Nú eru Sturridge, Coutinho, Origi og fleiri góðir að koma úr meiðslum og maður fær vatn í munninn við að hugsa um hvernig byrjunarliðið í næsta deildarleik verður. Liverpool var fyrir nokkrum dögum eingöngu með Benteke sem senter en getur núna valið á milli nokkura plús það að Origi er flottur kantmaður með hraða og sendingar.

    Ég er allavega ennþá mjög slakur. Næsti 5-6 leikir skila okkur að minnsta kosti 12-15 stigum. Vitið til 🙂

  66. Þrjú töp gegn West Ham með markatöluna 1-7. Hversu glatað? Hvert erum við komnir?

  67. Hissa á hvað kjúklingarnir stóðu sig vel.

    Smith betri en Moreno!
    Stewart amk eins góður og Can!
    Texeira virklega góðir kaflar.

    En það sást líka að kjúklingana vantar hæð og líkamsburði……..

    Klopp gerði fína hluti hjá Dortmund með kjúklingum en fékk líka tíma til að slípa saman einstaklingana í LIÐ.
    Eins er með Klopp og Liverpool liðið. Ég lít á þetta tímabil sem “lærdómsferð”. Hverjir eru nógu góðir til að halda og hvar vantar nýja lego kubba.

    Ég spái að Klopp endurnýji 6 leikmenn í sumarglugganum og mæti með mikið breytt lið næsta haust. Þá verður áfanga eitt lokið og “vélarstillingar” hefjast.

    Ég trúi.
    Baráttukveðja, Sveinbjörn.

  68. Ánægður með þennan leik. Auðvitað töpuðum við en hver bjóst ekki við því? West Ham er bara sterkara lið með með miklu betri menn. Við munum tapa fleiri leikjum en samt styð ég alltaf litla liðið í Liverpool, and that is Liverpool. Ég held við munum verða eins og Wimbledon í framtíðinni. Erum að fara neðar og neðar. Styðjum okkar lið. Klopp á að fara til stærra félags. Fáum Moyes eða Gary Neville til Liverpool.

  69. Sælir félagar

    Það er rétt að ekki á að taka einstaka leikmenn af lífi eftir svona leik en ég vil koma eftirfarandi á framfæri:

    1. Það er óþolandi að tapa þremur leikjum á sama tímabili fyrir WH. Það er einfaldlega ekki boðlegt.

    2: Ef Benteke hefði skorað úr einhverju af færum sínum hefði Liverpool líklega unnið þennan leik. Þó hann hafi gert ýmislegt betur en í undanförnum leikjum þá er það ekki nóg. Hann á að skora mörk. Það er hans hlutverk.

    3. Jordan Ibe þarf að fara að hugsa sinn gang. Hann virkar latur og einbeitingarlaus og lítið sem ekkert kemur frá honum. Ég hefi nefnt það áður að það þurfi að taka til í hausnum á honum. Ég stend við það því ég held að ef hausinn á honum kemmst í lag þá eru þarna mikil gæði á ferð.

    4. Allir aðrir voru á pari amk. og sumir meira en það. Lucas og strákarnir voru mikið ánægjuefni og erfitt þrátt fyrir allt að kenna Minjo um mörkin. Sturridge átti flotta endurkomu þó greinanlegt væri ryð hjá honum einstaka sinnum. Vonandi helst hann heill blessaður kallinn.

    5. Mér fannst þetta lið, blanda kjúklinga og reyndari leikmanna, standa sig heilt yfir vel í þessum leik. Sigur hefði ekki verið neinn þjófnaður en syndromið að ytapa leikjum fer illa með LFC þetta tímabilið.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  70. Verulega stoltur af mínum mönnum í gær. Lið skipað að mestu ungum og óreyndum leikmönnum ásamt mönnum að koma úr meiðslum átti í fullu tré við það besta sem WH á. Lang flestir að leggja sig fram og Stewrt og Chirivella komu virkilega vel út úr þessum leik ásamt Ilori og Lucas alveg magnaður, setja hann þarna í hvaða leik sem er. Að sama skapi þurfa Ibe og Benteke að fara að hugsa sinn gang verulega, geta akkúrat ekki neitt.

  71. Miðað við færi átti þessi viðureign að klárast með sigri LFC 30.jan síðastliðinn. Og aftur ef miðað er við færi þá átti Liverpool að klára leikinn í gær.

    Fannst mjög margir vera að spila mjög vel og þá sérstaklega þessir “ungu og efnilegu”. Ég hef fulla trú á Benteke, hann á eftir að skora fullt af mörkum. Þarf bara að finna fjölina sína eins og Bjarni Fel myndi segja. Hef ekki verið áhangandi Lucas en hann spilaði fantavel ásamt Ilori í gær. Aldrei aukaspyrna í sigurmarki WH.

    Núna þegar menn eru að koma til baka úr meiðslum, og við gefum okkur að menn haldist heilir þá eru e-h sem hafa verið að byrja leiki undanfarið að fara að detta úr hóp. Gæti þar nefnt Ibe, Toure, Lucas og jafnvel Benteke. Nú þurfa menn að fara að stíga upp ef þeir vilja fá að spila e-h fyrir liðið.

  72. sæl allir/öll sömul

    Ég horfði á leikinn rétt eins og þið og fannst þetta:
    Mignolet var alls ekki lélegur eins og mér finnst margir hafa sagt. Hann varði oft mjög vel. En hefði Ward ekki hafa átt tækifæri í þessum leik. kannski. Kannsi vilja þeir láta Mignolet spila til þess að fá enn meiri þjálfun.

    Liverpool spilaði ekki illa. enda fór þetta fram í framlengingu. Vandamálið var að þeir fundu ekki leiðina að markinu. Þrátt fyrir að hafa verið mun betra lið meirihluta leiksins. jú þeir voru heppnir að fá ekki á sig vítaspyrnu. Ég er sammála ykkur með Benteke, hann virkilega þarf að fá sjálfstraust til þess að klára sitt spil. Það er eitthvað í gangi hjá honum sem þeir í Liverpool þurfa að vinna í. Lucas stóð sig virkilega vel sem fyriliði. Hann stendur sig að mínu mati vel í hlutverki varnarmanns.

    Það jákvæða er að við erum að til baka Origi, Cutino, Sturridge og við höfum fullt af flottum leikmönnum. Svo að ég er ekkert svakalega sár yfir tapinu. Og það jákvæða er að þá er leikjunum færra fyrir leikmenn Liverpools.

Liðið gegn West Ham

Kop.is Podcast #110