Liðið gegn Villa

Byrjunarliðið er komið og það er nokkurn veginn eins og búist var við:

Mignolet

Clyne – Touré – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Milner

Firmino – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Ward, Caulker, Flanagan, Stewart, Ibe, Benteke, Origi.

Þetta er nokkuð sterkt lið og við gerum kröfu um sigur gegn langlélegasta liði deildarinnar. Koma svo!

YNWA

93 Comments

  1. Lallana meiddur? Annars drauma framlína sem maður vill helst sjá í hverjum leik

  2. Ég held að Sturridge sé einn á topp með Milner, Coutinho og Firmino fyrir aftan sig.
    Can og Hendo þar fyrir aftan

  3. Nú sjáum við hvar við stöndum
    Nær fullmannaðir
    Eigum að vinna 0-2 til 0-5
    Villa er drasl

  4. Oddi…okkur hefur yfirleytt gengið illa gegn…draslinu 🙂
    Svo ég myndi ekki fara að gera ráð fyrir stórsigri fyrr en ég sé hvernig Liverpool lið mætir á völlinn…
    þ.e. ekki lineup heldur hvernig þeir koma stemmdir inn á.
    Ef þeir eru með þitt hugarfar…Við erum að fara að vinna þetta 0-5 og Villa er drasl…

    þá töpum við örugglega og jafnvel stórt 🙁

    En verður spennandi og vonandi skemmtilegur leikur þar sem okkar menn mæta til að berjast og eru einbeittir

  5. Miðjan má vera svona meðan fremstu 3 eru þarna… treysti þeim til að sjá um alla sköpunargáfu liðsins.
    Nú loks er farið að glitta í gömul og fleyg orð. “Football team is like a piano, you need 8 men to carry it and 3 who can play the damn thing”
    Nú er bara að vona að þeir standist væntingar

  6. Loksins gæði fram á við. Við eigum eftir að sjá að það skiptir verulegu máli fyrir þetta lið. Við fáum 2-3 mörk í þessum leik. Ætli við fáum svo ekki 1-2 á okkur.

  7. Gæti vanist þessari framlínu, vonandi stendur hún sig sem skildi.

  8. Fínt lið fyrir utan að sjálfsögðu báða CB (að mínu mati) og Migs (nenni ekki að ræða hann meira) Sahko skilur drullutauminn eftir sig í grasinu hvert sem hann fer og Toure orðinn gamall og þreyttur.

    Nú er bara að skora fleiri en við fáum á okkur!!!!

    Áfram POOOOOOOOOOOOOOOL!
    YNWA

  9. Nálægt okkar sterkasta liði , verður gaman að sjá Sturridge og Firmino saman þarna frammi ,hef grun um að þeir nái vel saman.
    Henda svo benteke inná síðastu 30 min , hann skorar pottþétt gegn sínum gömlu félögum !!

  10. Villa hefur oft verið bananahýði fyrir okkur, ég vona að við getum afsannað það núna, með okkar sterkustu framlínu. Veikasti hlekkurinn er markvörðurinn.

  11. Sýnist þetta byrja eins og við þurfum að fá mark a okkur til að vakna og setja í gírinn, því miður

  12. Verum þolinmóðir þessir 3 fremstu hjá okkar hafa lítið sem ekkert spilað saman, þannig að þetta verður kanski ekki jafn léttleikandi og við vonumst til.

  13. YEEEEEEEEEEEESS!

    Benteke þarf að læra af Stdg! Eða hypja sig til Aston Villa!

  14. Sturridge! Djöfull er það gaman að sjá manninn aftur og auðvitað er hann búinn að skora!

  15. Aston Villa falla! Þeir eru óþarflega lélegir! Þetta er hreinlega sárt að sjá….

  16. Þetta Villa lið getur ekki niett, eigum að vinna þetta 4-0 allavega.

  17. Rólegir með óskir um markasúpuna. Sunderland anyone?

    Ég er orðinn vanur að búast við hinu versta…brennda barnið : -)

  18. Þvílíkur munur að hafa Sturridge frammi! Okkar langbesti leikmaður. En er það bara ég eða voru Stewart og Chirivella mikið betri á miðjunni en Can og Henderson?

  19. Er ég einn um að vilja sjá Coutinho taka hornspyrnur vinstra megin? Hann átti flottar hornspyrnur á móti West Ham í seinasta leik.

  20. #4
    Hvað sagði ég ? Villa er drasl.
    Akkúrat hugsunin sem hefur vantað hjá okkar félagi. Við höfum lítið á þessi lið sem jafningja.
    Heimta 2 mörk í viðbót

  21. #32, auðvitað viljum við fleiri mörk á móti svona lélegu liði. Það ætti þá að koma í veg fyrir skitu eins og á móti Sunderland. Svoleiðis kemur vonandi bara fyrir einu sinni.

  22. Sturridge og Coutinho gefa þessu liði svo mikið og ef við hefðum haft þetta lið sem er að spila þennan leik reglulega að þá værum við pottþétt nær topp 4.

  23. jæja er ekki spurning að taka Sturridge út af? á virklega að fórna honum í að bæta við mörkum gegn þessu lánlausa liði Aston Villa???

  24. Sturridge fær 60 til 70 mínútur í þessum leik, vonandi kemur svo Origi inn fyrir hann.

  25. Gaman að eiga belgískan framherja sem getur klárað færi 1 á móti einum.

  26. Sturridge meiðist aldrei í leikjum hann virðist alltaf meiðast á milli leikja þannig að á meðan að hann er inni á vellinum að þá hef ég litlar áhyggjur.

  27. Rúst í gangi. Þvílíkur bolti sem liðið getur spilað þegar allt smellur saman. Coutinho með töfratouch og sendingar.

  28. Allir að skora í þessum leik, erum að gera grín af þeim, þetta ætti að gefa liðinu smá sjálfstraust

  29. Þvílík veisla það taka allir þátt í henni, þetta er æðislegt 🙂

  30. Jæja, nú fer maður að vorkenna Villa mönnum, eru að falla saman :O

  31. Gaman að sjá að Kevin Stewart fær smá séns í dag eftir flottar frammistöður í FA bikarnum undafarið

  32. Flott hjá Liverpool, en hvað er í eiginlega í gangi hjá Villa þeir eru ja, bara alveg arfaslakir.

  33. Hvað er í gangi eiginlega svona á að gera þetta ? Kútur maður leiksins djöfull er gaman að vera með alvöru sóknarmenn.

  34. Er ekki hægt að skilja Benteke eftir á Villa Park eftir leik og fá peninginn tilbaka?, þó ekki væri nema 70% af upphaflegri upphæð.

  35. KING KOLOOOOO, á skilið mark kallinn, verið flottur þegar hann hefur spilað á tímabilinu!

  36. Maður tímir varla að standa upp til að pissa í þessum seinni hálfleik 🙂

  37. Hah, jahérna, Kolo! Nú bíður maður bara eftir að Fenrisúlfur birtist!

  38. Ég held bara að ég hafi trú á að liðið haldi þetta út núna 🙂

  39. Hann þurfti ekki einu sinni að hoppa upp til að stanga þennan í netið.
    Fyrst að allir eru að skora í þessum leik að þá hlýtur Big Ben að geta sett hann líka. Nema að Mignolet skori á undan honum.

  40. Jæja, nú virðist Klopp sáttur, ætlar að pakka í vörn og setur benteke inná.

  41. Nei, held að hann ætli ekki að pakka í vörn, hann ætlar bara ekki að skora meira. Niðurlægingin er fullkomnuð.

  42. Um leið og Benteke kemur inn á virðast menn bara vera orðnir saddir!

  43. Villa hefur ekki tapað með sex mörkum eða meira á heimavelli síðan árið 1935.

  44. Benteke til varnar að þá voru þrír hættulegustu leikmennirnir okkar farnir útaf þegar hann kemur inn og í stöðunni 0-6 í þokkabót.

  45. Ertu kannski að tala um að tapa með amk 6 mörkum minna en andstæðingurinn?

  46. Fínn leikur. Ég verð samt að segja alveg eins og er að mér finnst stór hluti af þessum mörkum skrifast miklu meira á varnarmistök og andleysi hjá leikmönnum Aston Villa en að Liverpool hafi verið að sýna einhverja snilldartakta. T.d var markið hjá Milner hrein og klár gjöf og og markið hjá Kolo Toure var algjörlega á útsölu verði. Staðan var 2-0 fram að 57 mínútu en þá var eins og Aston Villa væri sturtað ofan í klósettið. Liverpool refsaði mjög vel fyrir öll mistök og ólíkt yfirburðunum gegn Sunderland þá nýttu okkar menn tækifærin sem þeir fengu.

    Vægi Coutinho og Sturridge er rosalega mikið og þetta er allt annað lið með þá innanborðs. Þeir fylla upp í eitthvað gat og aðrir leikmenn verða ósjálfrátt betri. Coutinho átti fullt af glans sendingum í þessum leik og fyrir mér var hann besti maður leiksins. Hann var ekki að sóla mann og annan en nýtti sendingargetu sína miklu betur þess í stað. Það hefur oft vantað þessar gæðasendingar sem búa til færi, en það var miklu meira um þær í þessum leik.

    Vonandi er þetta viðsnúningur á tímabilinu. Leikjaálagið hefur minkað við að detta út úr bikarkeppni en það breytir því ekki að leikjaálagið er ennþá mjög mikið, því við erum enn þá lifandi í Evrópukeppni.

Liverpool heimsækir Villa á morgun

Aston Villa 0 Liverpool 6