Klopp hefur stillt upp byrjunarliði Liverpool í endurkomu sinni til Þýskalands. Hann tekur þennan leik og þessa keppni afar alvarlega ef marka má byrjunarliðið sem er það sterkasta sem við getum stillt upp þessa stundina.
Mignolet
Clyne – Touré – Sakho – Moreno
Henderson – Can – Milner
Firmino – Sturridge – Coutinho
Bekkur: Ward, Randall, Caulker, Lucas, Ibe, Origi, Benteke.
Sem sagt, liðið er óbreytt frá því liðið gjörsigraði Aston Villa um síðustu helgi. Sturridge og Firmino leiða sóknina og Coutinho verður þeim til halds og trausts. Lucas kemur aftur inn í hópinn og sterkir sóknarmenn eru á bekknum. Allen, Lovren, Stewart, Skrtel og Lallana allir frá vegna meiðsla eða annara ástæðna.
no pressure guys but Liverpool scored six goals the last two times that Sturridge started
— öh yoü beaüty (@natefc) February 18, 2016
Hér er svo afar skemmtileg staðreynd og vonandi það sem koma skal. Liverpool hefur skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sem Sturridge hefur byrjað – mikið væri fínt ef þetta væri útkoman í kvöld líka!
Mjøg sterkt lid og mikid væri gaman ad rusta thessum leik og fa lidid almennilega i gang… Eigum svo mikid potential inni med thennan mannskap, thad er alveg a hreinu!
KOMA SVO LIVERPOOL!!!!
Kæru félagar,
Áður en vangaveltur um úrslit hefjast væri gott að fá svör við ákveðnum spurningum sem legið hafa lengi á eflaust öllum stuðningsmönnum liðsins; hjá hverjum er Mignolet að sofa til að fá þennan greiða aðgang í markið? Hvers vegna gefur hann andstæðingum sínum þennan greiða aðgang í markið? Er Ward blindur á öðru auga og litblindur á hinu? Hefur Milner eitthvað skemmtilegt að segja? Þarf Ojo að vinna einhverja bekkpressukeppni til að fá tækifæri með aðalliðinu? Mun Sturridge meiðast þegar hann fagnar þriðja marki sínu? Hvaða hárgel og andlitskrem notar Emre Can (kemst ekki yfir það hvað hann er myndarlegur)?
Að því sögðu er lúmskur Evrópufiðringur í mér. Herr Klopp virðir þessa keppni og vill vinna hana, það er klárt. Við tökum þennan leik 2-1 með góð útivallarmörk á bakinu. Studge og Bobby Firm skora og þeir klóra svo í bakkann á 81′.
Koma schwo!
P.s. er að horfa á frændur okkar í Midtjylland yfirspila United, djöfull er gaman að sjá United ganga illa!
Halda hreinu strákar 🙂
Flott lið en ég var samt spenntur fyrir að sjá Ward í markinu.
Hann fær ekki deildarleiki, ekki bikarleiki þannig aðég vonaðist eftir að hann fengi sénsinn í þessari keppni.
En annars flott lið og vonandi náum við bara góðum úrslitum.
Hvar horfi ég á leikinn á Selfossi?
Sammála með Can!!!! Hvað er að frétta (no homo)
Hefur myndarlegri leikmaður spilað fyrir liðið?
Svörin við hinum spurningunum:
Klopp veit svörin, það dugar mér
@Gunnar Ómarsson. Kaffi Selfoss í sömu byggingu og Hótelið sýnir leikinn líklega.
Stream?
Takk ?
Mættur og búinn að panta ?
Veit að ég er á gráu svæði….. en bara verð að setja þetta hér. …. Mid Jylland – Mu 2-1 hahahahahaha. …….
Flott lið og auðvitað er öllu tjaldað til enda óvenjufáir leikir á næstunni 😉 Skil reyndar ekki þetta tal um að leyfa þessum eða hinum að spreyta sig. Við viljum væntanlega komast áfram og ef eitthvað er þá væri betra að geta hvílt í seinni leiknum.
YNWA
Er einhver með stream (Mac eða iPad) – var að fatta að leikurinn er á fokking Eurosport 2 hérna í Svíþjóð sem ekki nokkur maður er með.
Ed Woodward: Hello, Jose? You can be our manager now.
Mourinho: Uh, sorry, I think you have the wrong number. Please don’t call here again.
http://www.livefootballol.com/channel/bt-sport-europe-acestream.html
acestream á leikinn
http://blabseal.com/frodo/
höktandi strim er betra en ekkert…
Einar Örn: http://www.dplay.se – þarft premium sem kostar 79 per mánuð. Mestmegnis rusl þarna en allavega hægt að sjá alla UEL leiki og eitthvað meira sport, t.d. bundeslíguna.
Úff illa farið með gott færi þarna Firmino
þetta er eins og vináttuleikur ….
uuu…æfingaleikur átti ég við….
Er Sturridge búinn að snerta boltann?
Afskaplega er þetta hægt og hljótt eitthvað. Þetta er keppnisleikur er það ekki annars?
Þetta er nú aldeilis fjör…….vonandi verða góðar auglýsingar í hálfleik 🙂
YNWA
Ég mæli með sportsmania.eu
Kostar smottery á mánuði en frábær gæði á öllum leikjum.
Sky sport hd og bt sport hd. T.d
Afhverju hleypur Sturridge á hálfum hraða ?
Það er bara kjánalegt að horfa þegar það er verið að þræða boltann innfyrir vörnina og hann reynir ap skokka framúr varnarmanni Augsburg..
..er hann meiddur, eða bara orðinn svo hræddur við að þessi krónísku meiðsli taki sig upp að hann þorir ekki að gefa í ??
viljið þið hætta að lata okkur líta út eins og þriðjudeildarlið!
eigum við ekki að segja að Klopp hafi lagt með varkárni í fyrri hálfleik svo verður sett í gír í seinni
Liverpool ekki beinlínis sannfærandi í fyrri hálfleik! Spurning hvort það þurfi að taka hárblásarann á mannskapinn… vekja þá til lífsins.
zzzzzzzzzz…..
Nokkuð ljóst að Aston Villa er slakasta lið Englands 😛
Engin byrjaður og 45 mínútur búnar !
Ósköp er leikurinn leiðinlegur. Vonandi verður gefið í í seinni hálfleik.
Sælir félagar
Er Sturridge í fríi í þessum leik. Ég ætla rétt að vona að hann mæti til leiks í seinni hálfleik annars er betra að skipta honum útaf og setja Origi inná. Hann nennir þó allavega að hlaupa og reyna eitthvað. Þetta er búið að vera algert slow motion og eintóm leiðindi nánast frá upphafi til enda.
Það er nú þannig
YNWA
Nokkrir sem mega vakna í seinni.
Can er frekar hættulegur þarna á miðri miðjunni, endalaust að missa boltann.
Það þarf að setja Lucas inná fyrir Can og ýta Henderson upp.
Svo koma Ibe og Origi síðustu 20 fyrir Coutinho og Sturridge og þetta klárast.
Held mig við 1-2.
YNWA
Þetta fer solid 0-4 eða 5 og við getum hvílt menn í seinni leiknum.
Ekki alveg að sjá það gerast.
Þetta er sérsniðinn leikur fyrir Ibe…..Þarf að sprengja þetta upp….Hendo er greinilega ekki 100%….Engin sköpun frá miðjunni…Það er eins og þessi leikur sé sýndur hægt 🙁
Can og Hendo búnir að skipta um hlutverk og það lítur betur út framávið. En er þá ekki hætta á að Can geri mistökin nær markinu?
Sjáum til.
YNWA
sorrí en þessi sókn er sú tannlausasta sem ég hef seð í langa tíð!
Ætla bara að segja þetta á íslensku… djöfull að nýta þetta ekki… Sturridge… -_-
Uss, frábær aukaspyrna hjá Moreno, klaufar að ná ekki að gera sér mat úr henni!
Fyrsta sinn sem Sturridge tekur á i leiknum, þá er það til að skora EKKI .. og ég segi það því það var erfiðara að skora ekki úr þessu færi, en það jefði verið f hann að skora..
Er lengi buinn að pæla er Henderson inná en sá hann rétt í þessu ?
Leikurinn er miklu skemmtilegri þegar Augsburg er með boltann. Koma svo, gefið fólkinu sem tók svona höfðinglega á móti ykkur eitthvað fyrir peninginn.
Henderson að pirra mig alveg þvílíkt …. 🙁
Óþolandi að sjá hvernig hægist á gagnsókninni hjá Liverpool…. með þessa þrjá þarna frammi þá á að vera hægt að sækja á fullu blasti….
Èg trúi og hef alltaf trúað á Liverpool FC. Èg trúi á Origi þessvegna mun hann skora
Flott skot hjá Moreno!
Skjóta meira fyrir utan, útaf með henderson
Klikkaður markmaður hjá Augsburg 😀
Andsk….getum við ekki drullast til að vinna þetta helvíti….
Ohh well…við erum allavega ekki að tapa fyrir dönum eins og sumir… 🙂 …ennþá!
Svoooi lélegt….. og leiðinlegt
Nennissuekki….góða nótt
eitt þreytumark
af hverju í andskotanum þarf ibe alltaf að klappa tuðrunni svona oft? hvernig í veröldinni er ekki búið að berja það inní drenginn að láta boltann ganga? sjitturinn – frábært efni, en ég hef ekki tölu á því hvað hann svæfir hlutina oft með því að klappa 30 sinnum áður en hann hleypur inn í 3 varnarmenn… dæs.
Kom Ibe bara inná til þess að tapa boltanum held að hann hafi ekki ennþá komið boltanum frá sér.
Henderson gerir ekkert fyrir okkur.
Nema taka léleg horn.
Ömurlega slöpp frammistaða !
Óttalega slappt en megum þakka fyrir að sleppa heim með jafntefli.
Hmm jahá, bara 0-0
Ibe er bara svona alltílagi leikmaður eða verður kannski fínn með aldrinum en aldrei einhver world class held ég, Benteke hlýtur að vera farinn að skoða íbúðir í öðrum borgum, hann fær ekki einu sinni mínútu í stöðuni 0-0.