Liðið gegn Augsburg

Klopp stillir þessu svona upp í dag:

Mignolet

Clyne – Lucas – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Milner

Firmino – Sturridge – Coutinho

Lovren, sem hóf æfingar í vikunni er auðvitað frá vegna veikinda, og Lucas kemur inn í stað Toure (spara Toure fyrir sunnudag?). Annars lítið sem kemur á óvart þarna, nánast okkar sterkasta lið (m.v. þá sem eru heilir).

Getum við haft þetta sæmilega þægilegt svona einu sinni? Engar 120 mínútur og helst geta tekið menn útaf eftir 70 mínútur upp á sunnudaginn að gera. Bjartsýni, ég veit.

Koma svo!!

YNWA

51 Comments

  1. Gaman að sjá loksins að það sé hægt að stilla upp sömu sóknarmönnum meira en 1-2 leiki og fá svo nýja sóknarlínu.

    Vonandi eru þeir að slípast betur saman og fara að raða inn mörkunum. Hef ekki trú á öðru en að við vinnum þetta með 2-3 mörkum í dag.

  2. Þvílíkur lúxus að hafa nánast sama liðið leik eftir leik núna og fá nokkrar æfingar á milli leikja! Held að núna förum við að sjá handbragð Herr Klopps á liðinu okkar.

    Tökum þetta 4-0. Keyrum duglega yfir þá og bjartsýnismælirinn fær bóner enn á ný eftir þennan leik.

    KOMA SVO LIVERPOOL!!!!!!

  3. Enginn Ibe, taka menn eftir því? Ætli það sé eitthvað rugl á drenginum eða hann bara svona langt á eftir Origi!!!

  4. Hann er allavega langt á eftir Origi í gæðum. Og samt eru gæðin nú ekkert að þvælast fyrir Origi greyinu.

  5. Þetta verður hörku leikur og maður tippar aldrei á auðveldan leik gegn þýsku liði.
    Spái 1-0 sigri þar sem Sturridge skorar sigurmarkið.

  6. Jæja, þá er bara að skora snemma og helst tvö mörk og gera þetta svo bara að afslappaðri og góðri æfingu fyrir sunnudaginn

  7. acestream://42fe51591598d905ab011a9c8339150f8391dfa7
    Bloodzeed stream á leikinn fyrir þá sem eru að leita

  8. Þetta mark frá Milner tryggir í það minnsta að það verður ekki framlenging, þannig að annað hvort töpum við, föllum út á jafntefli eða vinnum þetta helvíti!!

  9. Hvaða dauðyfli er að lýsa leiknum á sport 3?

    Annars var það fallega gert af dómaranum að gefa okkur þetta víti.

  10. Svo það sé sagt enn og aftur: Þvílíkur munur að hafa Sturridge aftur í liðinu. Maður sem nær bæði að draga menn í sig og hugsa leik fram í tímann. Gjörbreytir allri sóknaruppbyggingu!

  11. Annað mark frá LFC liggur í loftinu. Frábærar sóknir aftur og aftur og næstum því mark…aftur og aftur 🙂 Geggjaður leikur

  12. Vitið var bara réttur dómur. Útileikmenn mega ekki kýla i boltann með höndunum. Þetta gerist með þvi að dæla boltum inn í boxið! Nuna þurfum við bara að dauðrota með 1-2 mörkum og það mun takast i kvöld.

  13. Lucas Leiva… hvað getur maður sagt… well… hann er bara Lucas Leiva – sem verður ekki leikmaður Liverpool á næsta tímabili.

  14. Það liggur við að maður streami leiknum þó hann sé í opinni. Dreg ýsur yfir lýsandanum.

    Verðum að setja fljótt annað, aka Lucas áðan.

    YNWA

  15. Hávarður Vefur aka Howard Webb sem er á bt sport sagði að þetta væri víti.
    Það er alveg á mörkunum hvort að það eiga að Leiva þennan Lucas?

  16. Er það bara ég eða er Coutinho hálfhaltur eða allavega eins og hann finni eitthvað til?

    Vona að hann hafi vit á því að hlusta á líkamann og endi ekki á að rífa eitthvað…

  17. Það fer að verða rosalega þreytt hvað allir boltar úr föstum leikatriðum og fyrirgjöfum enda í höndum markmannsins hjá hinu liðinu! KOMA SVO

  18. Maður saknar Benteke #engin segir
    Þvílíkur munur að vera með svona lèttleikandi sóknartríó.

  19. Virkilega gaman að sjá þennan hreyfaleika og léttleika í liverpool liðinu.
    Það er sagt að engin leikmaður er stærri en liðið og það er alveg satt en sumir eru samt mikilvægari en aðrir.

    Með tilkomu Coutinho/Sturridge er allt í einu að skapast fullt af plássi fyrir aukaleikara og boltinn gengur oft vel á milli manna og liðið virkar stórhættulegt sóknarlega.

    Vona að fótboltaguðirnir leyfa Sturridge/Coutinho að halda sér heilum og þá sérstaklega á Sunnudaginn því að með þá innanborðs aukast sigur líkur í hverjum leik.

  20. Jæja, hefði gjarnan viljað að mínir menn væru búnir að bæta við mörkum. Þjóðverjarnir þurfa bara eitt og svo spila þeir full fast að mínu mati. Orðin skíthræddur um að missa menn í meiðsli. Varnarlega höfum við bara verið slappir og boðið upp á færi fyrir Augsburg en annað hefur bara verið flott. Trúi ekki öðru en við klárum þetta með öruggum hætti enda á þetta lið ekki að vera nein fyrirstað fyrir okkur.
    YNWA

  21. Sæl og blessuð.

    Er ég sá eini sem fær kaldan svita í lófann þegar Sakho er nálægur boltanum. Blessaður spóaleggurinn er óöryggið uppmálað og maður þakkar sínu sæla þegar hann er búinn að losa sig við boltann, skammarlaust.

    Synd að ekki okkar mönnum skyldi ekki lánast að bæta við marki. Það gæti reynst dýrkeypti.

  22. #34:

    Ósammála með Sakho.

    Ok, hreyfingar hans eru langt frá því að vera fallegar – en mér fannst hann koma virkilega vel út í fyrri hálfleik. Les leikinn vel, er sterkur og hraður.

  23. Guð minn góður þessi helvítis horn!!!1 Hvenær ætlar þessi skrípaleikur að hætta!’?!

  24. Sturridge og Coutinho VERÐA að haldast heilir út tímabilið ef að við eigum að gera eitthvað að viti, það er bara algjört must.

  25. Held að vandamálið sé ekki endilega gæði hornspyrnanna, heldur það að liðið okkar er svakalega smávaxið.

  26. Einn af þessum markvörðum sem á leik lífs síns gegn Liverpool og sést síðan aldrei aftur, eins og fokking Bogdan í fyrra.

Tímabilið undir…

Liverpool – Augsburg 1-0