Liverpool tók á móti Augsburg í kvöld í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. 1-0 var niðurstaðan og Liverpool því komið í 16 liða úrslit.
Klopp hóf leikinn með þetta lið:
Mignolet
Clyne – Lucas – Sakho – Moreno
Henderson – Can – Milner
Firmino – Sturridge – Coutinho
Lucas kom inn í stað Toure, líklega verið að hvíla Toure fyrir sunnudaginn en ég átta mig ekki alveg á stöðu Caulker sem var ekki á bekknum í kvöld. Ef hann er ekki meiddur þá er hann ansi aftarlega á lista. Hvað um það.
Liverpool hóf leikinn af krafti og fékk tvær hornspyrnur í byrjun leiks. Það var upp úr þeirri síðari sem að varnarmaður gestanna fékk boltann í höndina og dæmd var nokkuð augljós vítaspyrna. Var frekar sérstakt atvik, tveir varnarmenn upp í boltann og enginn leikmaður Liverpool, samt slæmdi hann hendinni í boltann og vítaspyrna dæmd. Milner steig upp og skoraði örugglega, 1-0 eftir 4 mínútur.
Liverpool voru eftir þetta nokkuð sprækir. Oft nálægt því að spila sig í gegn en vantaði herslumuninn. Sturridge lagði upp fínt færi fyrir Coutinho sem skaut beint á markið og Clyne átti ágætis skot rétt framhjá eftir fínt spil hægra megin.
Chance for @Phil_Coutinho pic.twitter.com/HCAdbVhJu5
— Liverpool Gifs (@LiverpoolGifs) February 25, 2016
Lucas var við það að gefa gestunum mark með hræðilegri sendingu til baka á Mignolet, Caiuby komst inn í sendinguna, lék framhjá Mignolet, en skaut framhjá (Sakho var svo mættur á nærstöngina).
Sturridge komst svo nálægt því að bæta við marki á 40 mínútu þegar hann skaut í nærstöngina eftir undirbúning Coutinho.
Chance for @DanielSturridge pic.twitter.com/Mt3OuhJaPJ
— Liverpool Gifs (@LiverpoolGifs) February 25, 2016
Síðari hálfleikur
Við byrjuðum síðari hálfleikinn af krafti, vorum að pressa hátt uppi og það var á 48 mínútu sem að við unnum boltann og Sturridge komst einn innfyrir en skaut rétt framhjá! Tveimur mínútum síðar fékk Sturridge aftur boltann frá Coutinho, núna hægra megin, en skot hans hafði viðkomu í varnarmanni og framhjá. Maður fór að hugsa á þessum tímapunkti hvort okkur yrði refsað, hefðum átt að vera búnir að klára þennan leik fyrir löngu.
Liverpool héldu áfram að ógna meira en það var samt Mignolet sem bjargaði vel á 69 mínútu þegar leikmaður Augsburg var við það að sleppa einn innfyrir en Mignolet tímasetti hlaup sitt vel.
Milner sendi langan bolta á Firmino sem tók boltann í fyrsta yfir varnarmann gestanna en þetta virtist vera að renna út í sandinn þegar Henderson kom með hlaupið og náði til boltans rétt fyrir utan markteig en Hitz var fljótur niður og varði frábærlega!
Eftir þetta féllum við til baka og við tók talsvert stress og gestirnir komust í nokkrar hættulegar stöður. Lucas var Lucas og gaf fáránlega aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Maður hefði haldið að þetta myndi eldast af honum en ég er eiginlega búinn að útiloka það, verandi 29 ára og allt það. Úr þessari aukaspyrnu jöfnuðu gestirnir næstum því, skotið hárfínt yfir.
Liverpool náði þó að landa þessu, 1-0 sigur í leik sem hefði átt að klára mikið mikið mikið fyrr og þannig komast hjá þessu óþarfa stressi síðustu 10-15 mínúturnar. Hvað um það, við héldum hreinu í þessu einvígi og erum komnir í 16 liða úrslit þar sem verður dregið á morgun.
þetta var alika skemmtilegt og ad horfa a tiger putta. glatad ad na ekki alvoru marki i leiknum. hvernig ætla menn ad spila a sunnudaginn? vantar alla grimmd i etta.
heppni = living dangerously – Augsburg hefði hæglega getað jafnað í lokin !, og hent Liverpool úr keppninni. Við þurfum mörk…..
Þetta Augsborgar-lið hefði ekki skorað mark þó að Mignolet hefði verið með hendur bundnar fyrir aftan bak og Lucas hefði verið skólaus. Þegar það er úrslitaleikur handa við hornið þá hefur maður áhyggjur af svona leikjum. Það var bara gott að klára þetta.
Þurfum ofboðslega mörg færi til að skora, ótrúlegt að Sturridge okkar hafi ekki náð að skora í þessum tveimur viðureignum.
Alltof margir leikmenn sem ná ekki stöðugleika í 90 mínútur og halda fókus þann tíma. Fínt að fara áfram sem er aðalmálið en ég held ennþá að við séum ekki að ná miklum árangri í Europa League á meðan að ekki eru meiri gæði í kolli manna en mér finnst ég sjá.
Sendingafeilar, vondar ákvarðanir og lint upplegg á löngum köflum.
Að því sögðu áttum við að skora a.m.k. 3 mörk í þessum leik og jákvætt að við erum að skapa færin í opnu spili þó ekki náist að nýta þau. Sturridge og Coutinho fengu fínar mínútur sem vonandi nýtast í framhaldinu.
Fyrri hluti vikunnar að baki, áfram í 16 liða úrslit í EL…svo er það Wembley á sunnudaginn…það er enn stærra dæmi og verulegt tilhlökkunarefni að hafa liðið sitt í úrslitaleik.
Hitz var klárlega maður leiksinns, mér fannst líka Henderson frekar slappur og ég vona það að það hafi ekki farið of mikil orka í þennan leik svo þeir verði svona ferskir á Wemblay. Rosalega hlakkar manni til að fara á þann völl og sjá þá berum augum lyfta dollunni…
Ég er ennþá í sjokki eftir 4. mínútu þegar ég áttaði mig á því að það yrði engin framlenging. Finnst eins og ég hafi verið svikin um góðan hálftíma af liverpool.
Hverjum er ekki drullu sama hvernig liðið komst áfram. Þetta snýst bara um að komast áfram og fannst mér Liverpool liðið mjög sprækt fyrstu 45 mín og hefðu átt að skora fleiri mörk.
Góðu fréttirnar er að Sturridge og Coutinho gengu af velli en ekki á börum svo að nú er bara að reyna að vinna leikinn á sunnudaginn gegn gríðarlega sterku Man City liði.
aðalatriðið var að komast afram og það gerðu okkar menn, fannst við heilt yfir sprækir, menn logðu sig alla fram og hlupu allar 90 minuturnar og börðust um alla bolta. auðvitað attum við að vera bunir að klara þetta miklu fyrr en svona er þetta stundum og reyndar alltof oft hja okkar mönnum. .
eg er sáttur annars.
man utd að gera jafntefli i halfleik og Mata brenndi af ur viti rett fyrir halfleik með reyndar ömurlegri vítaspyrnu, væri draumur ef Danirnir næðu að hanga a þessu en se það svo sem ekki gerast.
Við skorum líklega 5 mörk á móti mc á sunnudaginn. vorum ótrúlega lélegir fyrir framan markið í kvöld .þetta virðist annað hvort allt fara í netið eða ekki neitt.þarf að rannsaka hvernig hægt er að taka svona lélegar hornspyrnur eins og við tökum.
Þvílík vinnusemi alltaf hjá Milner. Jaðrar nú við að vera maður leiksins í mínum augum.
Er ég einn um það að finnast eitthvað vanta í Henderson þessar vikurnar? Vantar öll “yfirráð” hjá honum á miðjuna sem maður vill sjá hjá fyrirliðanum.
Að því sögðu var ég gríðarlega ánægður með Milner, er þessi náungi sem “brýtur niður veggi og klár í slaginn hinumegin”!
En hann getur ekki tekið horn… frekar en nokkur annar í liðinu.
Komnir i 16 liða, höldum hreinu i enn einum leiknum og höldum haus. Batamerki ofan á batamerki sé eg þo svo við séum ekki með flugeldasýningu eins og á móti A.Villa. Mikið hlakka eg til að sjá Klopp og strákana a Wembley! Er drátturinn alveg opinn eða eru landamæragrensur a honum? Væri fint að fa mu nuna og slá þa ut!
Momentið í seinni þegar við vorum að byggja upp ágæta sókn og Henderson sendir háan bolta til hliðar og við missum boltann.
Viðbrögðin hjá Klopp voru STÓRKOSTLEG og nokkuð lýsandi fyrir hans starfsumhverfi.
Ég kalla þetta “WTF moment”
Þau koma upp ansi oft í okkar leikjum og er ég viss um að Klopp heldur dagbókarfærslur um þessi moment og verða þær hafðar til hliðsjónar í sumar 🙂
Ja hérna ,manni finnst stundum skrýtið að þetta séu atvinnumenn ,sendingar oft á tíðum beint á mótherja missa boltann of langt frá sér á ferð eða í móttöku ekki sáttur þegar maður er að bera saman áhugamenn lítill munur oft á tíðum. Hvað gerðist fyrir Henderson sást varla í leiknum ,hvar eru skotin fyrir utan teig ?Alltof mikið að spila sig í gegn staðinn að skjóta meira .Það lítur út fyrir hreinsun á hálfu liðinu í sumar. En til hamingju með sigurinn hann var sangjarn.
Áfram Liverpool….
Leikur sem vannst á heppni og leiðindum. Verðum slegnir út næst. En ef við náum að vinna bikar á sunnudaginn getur allt gerst í Evrópukeppninni. Þannig er nú þessi bolti, óútreiknanlegur og þess vegna skemmtilegur!!!
ÁFRAM LIVERPOOL Á SUNNUDAGINN, ÉG MUN FLAGGA!!!!!!!
Afhverju horfa svona margir alltaf fyrst og fremst i veiku hlutina.
Liðið setti frábæra pressu a andstæðingana og þeir fengu ekki færi a þvi að spila upp völlinn. Þvilik vinnusemi og kraftur i liðinu en þegar annað markið datt ekki inn þa fer auðvitað að fara um menn. Leikmenn þreytast og hinir fa smá von síðustu mínúturnar.
Stundum er eins og allir haldi að fotboltinn se það einfaldur að þú att bara að skora 4-5 mörk i leik. Menn voru oheppnir i færunum en það er jákvætt að skapa svona mörg færi og gott að sjá menn vinna fyrir liðið.
Liverpool var miklu betra liðið i kvöld og mer finnst þetta gott innlegg i sunnudaginn.
Mer fannst þeir nú nokkuð heppnir að sleppa með 11 leikmenn inna vellinum. Þeir fóru oft aftan i menn allt of seint og sluppu nokkuð vel að mínu mati.
Lucas var frábær i kvöld fyrir utan eitt klaufabrot, svona ekta hann og ein slæm sending til baka. Spurning hvort hann muni ekki bara spila þarna a sunnudaginn, það verður að koma i ljós.
Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli. Spennan fyrir sunnudeginum er að magnast. Væri yndi að vinna þetta City lið og helst sjá Sterlingspundið grata sma.
Milner ma setja sigur markið svona til þess að gera þetta eins sætt og hægt er.
YNWA
Sæl og blessuð.
Það var ekki gott að menn skyldu ekki hitta á rammann í þessum ótalmörgu færum sínum. Hefði sannarlega kosið annað mark snemma leiks og þar með tækifæri til að spila á hægara tempói. Möguleg skýring á því að herslumuninn skorti, kann að vera sú að menn hafa verið passasamir með lappirnar sínar nú þegar stóri leikurinn er framundan. Það var þó í það minnsta, mission completed.
Nú verðum við bara að vona að þrátt fyrir margföld gæði andstæðanna á sunnudag verði frammistsaðan betri næst.
Sammála #17
Mér fannst þvílík barátta í liðinu, pressan góð, þrenningin frammi var mjög skapandi og áræðin og ef rakastigið hefði verið 0.3% hærra hefðum við sett 3-4 mörk. Milner átti fkn STÓRLEIK og satt að segja fannst mér þetta einn skemmtilegasti lfc leikur í laaaangan tíma. En, jú það voru sendinga feilar og þessi svakalegi sóknarleikur gerði okkur berskjölduð fyrir skyndisóknum, Henderson er í lægð og Lucas er Lucas.
Niðurstaða:
Þessi leikur fær 7.0/10 frá mér.
Sælir félagar
Ég vil taka undir með Halli#17. Það er hægt að taka miklu meira jákvætt út úr þessum leik heldur en það neikvæða. Menn voru að leggja sig verulega fram fyrir liðið og skapa haug af færum og koam sér í vænlegar stöður. Sturridge er svo góður í fótbolta að það var eins og hálft liðið væri farið útaf þegar honum var skipt. Þvílík snilld að hann skuli heill fyrir helgina og vel hvíldur.
Þó að færin hafi ekki dottið inn í þessum leik þá munu þau gera það um helgina. Ef menn skapa svona mörg færi og búa til jafn mikið af vænlegum stöðum þá einfaldlega vinnst leikurinn við City. Sigurinn í þessum leik var góður og eðlilegt að menn gæfu eftir í lokin verandi búnir að hápressa mest allan leikinn. Það er líka erfitt og svekkjandi að fá ekki tuðruna oftar inn og það bítur á menn.
Ég hefi ekki áhyggjur af liðinu í heild ef það spilar svona á móti MC en þó má hafa áhyggjur af einstaka leikmönnum sem ekki virðast ná að skila því sem þeir geta. Það eru þá áhyggjur Klopp að vinna í því þar sem sumar ákvarðanir orkuðu tvímælis í sumum stöðum sem upp komu í gær. Bæði í sókn og vörn. En heilt yfir var ég ánægður með liðið og það hefði alveg getað unnið 3 – 4 marka sigur ef allt hefði fallið með því í leiknum. Ég þygg því að það gerist á sunnudaginn í staðinn.
Það er nú þannig
YNWA
Mér finnst fyrst og fremst frábært að vinna Augsburg. Þetta er ekki verra lið en svo að þeir náðu 5ta sætinu í Bundes í fyrra. Það mætti kannski rifja upp að það er sæti ofar en okkar ástsæla Liverpool náði í PL.
Augsburg er þétt og vel þjálfað fótboltalið og misskilningur að t.d. lið eins og ManU eða Tottenham hefðu farið auðveldlega í gegnum þá.
Svo er einstök ánægja að mæta áðurnefndu ManU í 16 liða.
Hallur Ásgeirs
en kom on atvinnumenn og geta varla gefið boltann á samheja nema annað hvert skipti kunna svo ekki að taka hornspyrnur 1 skot af hverjum tíu hitta rammann ,jú eitthvað jákvætt já sigur , pressa sem þeir eru búnir að gara í allann vetur ,voru betri
( Menn voru oheppnir i færunum )Hallur Ásgeirs) óheppnir í færum!! í allan vetur ??
Guðmundur hvar nefni eg oheppnir i færum i allan vetur ?
Lestu betur yfir það sem eg skrifaði. Eg er bara að tala um þennan leik. Eg er að tala einmitt um það jákvæða sem hefur vantað i vetur og það er að skapa færi. Okkar langbesti striker hefur ekkert verið með og ja hann var oheppinn. Eð stangarskotið. Coutinho var líka oheppinn þegar hann náði ekki að stýra boltanum eftir frábæra sókn.
Það er munur a getu og getuleysi. Eg ætla ekki að dæma aðra leiki a tímabilinu nuna en þessir sem spiluðu síðasta leik voru oheppnir þvi þeir hafa gæði.
Stundum eru gæðin ekki til staðar og þegar vissir menn komast einir i gegn situr maður sem fastast og i þessu felst munurinn.
Menn voru oheppnir i færunum en það er jákvætt að skapa svona mörg færi og gott að sjá menn vinna fyrir liðið.
Stundum er eins og allir haldi að fotboltinn se það einfaldur að þú att bara að skora 4-5 mörk i leik. Menn voru oheppnir i færunum en það er jákvætt að skapa svona mörg færi og gott að sjá menn vinna fyrir liðið