Uppfært: Það er búið að draga og MANCHESTER UNITED eru mótherjar okkar! Fyrri leikurinn verður þann 10. mars á Anfield og seinni leikurinn á Old Trafford. Spennandi rimma gegn erkifjendunum framundan!
Góðan dag. Í hádeginu verður dregið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar og verða okkar menn í pottinum. Við uppfærum þessa færslu um leið og næstu andstæðingar hafa verið dregnir.
Liðin sem eru í pottinum:
Athletic Bilbao, Sevilla, Valencia, Villareal, Liverpool, Manchester United, Tottenham, Borussia Dortmund, Bayer Leverkusen, Braga, Sparta Prag, Lazio, Shakhtar Donetsk, Fenerbahce, Basel, Anderlecht.
Eins og venjulega viljum við allt nema þetta Basel-lið sem hefur eitthvað aulatak á Liverpool, er það ekki annars? Klárlega erfiðasta liðið hérna. Þetta er annars gríðarlega flottur dráttur í ár, mjög sterk lið þarna og það verða mörg spennandi einvígi í þessari umferð.
Hverjir eru óskamótherjarnir? (Ekki Basel, ekki Basel, ekki Basel …)
Man utd og Anderlecht eru óskamótherjarnir
Anderlecht án vafa.
Stutt ferðalag og mótherji sem við eigum að vinna.
Fínt að fá Scum, miðað við hvernig þeir spiluðu í gær þá ætti að vera mjög raunhæft að vinna þá og mjög stutt ferðalag!
Held það sé nokkuð ljóst að Kristján Atli er búinn að jinxa þetta til vítis, 99% líkur á að Basel komi uppúr hattinum.
Annars myndi ég vilja fá manutd, óþolandi að LVG sé með 100% árangur á móti okkur, liðið einfaldlega þarf að fá tækifæri til að breyta þeirri staðreynd.
Klárlega Basel; )
Valencia takk fyrir! Ekki Dortmund, Basel eda smurfs.
Allt annað en ensku liðin…okkur hefur nú ekki gengið sérlega vel með hina ,,slöku” Manchester United.
Tottenham
Þeir leggja litla áherslu á þessa leiki enda allt kapp sett á deildina.
Anderlech og Sparta. Áhugavert að sumir vilja United þar sem okkur hefur gengið svo ljómandi vel á móti þeim eftir að Gaal tók við liðinu.
Ef við ætlum að vinna þessa keppni þá á ekki að skipta neinu máli hver kemur upp úr pottinum. Það þarf að vinna alla leiki sem eftir eru hvort eð er.
BRING IT ON!!!
Hugsa að það verði spænskt en skipti ekki aðalmálinu.
Annað utan þessarar umræðu en hvar er best að horfa á úrslitaleikinn á sunnudag ef maður er í Liverpool þá? Einhver súper góður staður/pöbb?
Kitlar að fá Man Utd eða Dortmund. Það yrði e-ð.
Ef maður hugsar um bara að komast áfram, ætli það yrði ekki Anderlecht eða Sparta.
Spennandi.
Er ekki skrifað í skýin að úrslitaleikurinn verður Liverpool vs Dortmund? 🙂
#13 Jú og held við eigum ekki breik í Dortmund þessa dagana 😛
United! Vóóóóó!
Auðvitað fengum við Man.Utd. :O)
hahhaha!
Til hamingju, sumir hér allavega. Fengum auðvitað Utd.!
Ekki langt ferðalag!
Ekkert ferðalag og a móti liði i tilvistarkreppu. Nu lögum við tölfræðina a móti þessu prumpliði!
Frábær dráttur. Hlakka til. Ekkert gaman nema hjartað sé lagt bert á plankann og allt uppá líf og dauða.
Hefði viljað fá seinni á Anfield en skiptir ekki öllu.
Förum í gegnum þessa erkifjendur.
YNWA
Frábær dráttur.
Get ekki beðið eftir því að Klopp og félgar mæta dýrvitlausir gegn Man utd. 13 dagar í þennan leik og vonast maður bara að Sturridge/Coutonho/ Firminho verða tiltaks.
úff, eg var með hnút í maganum, eg fann a mer að það yrðu man utd og ætlaði ekki að þora að athuga hvernig þetta fór, opnaði svo kop.is og fyrsta sem eg sa i textanum var man utd með svortum stöfum. þetta verður rosalegt. Okkur hefur gengið mjog illa með United eftir að Van Gaal tok við og nuna er bara komið að okkur að vinna þa. Slæmt að seinni leikurinn se a old trafford en svona er þetta. Allavegana klart maður verður hrikalega spenntur fyrir þessari rimmu og er það nu þegar. Andrumsloftið á Anfield verður ekki verra en gegn Juventus og Chelsea arið 2005, gæti hugsanlega orðið rafmagnaðasta Evrópu kvold a Anfield i sögunni.
Sæææællll hvað eg er spenntur !!!
Þetta verður auðvitað spennandi og mikið haverí í kringum þessa leiki á móti United en okkur hefur gengið hrikalega illa með þá þannig að þetta var ekki óskadrátturinn hjá mér. En…við fáum vonandi rafmagnaða leiki sem enda vel fyrir okkur.
Illa sáttur ?
Fyrir mér snýst þetta um skemmtun og hvað er skemmtilega en útsláttarleikir á móti Man Utd. ?
Frébært. Ef við ætlum að sigra skiptir ekki máli á móti hverjum við spilum. Næstum því pottþétt að Dortmund verður hitt liðið í úrslitum, annars væru forlögin að gera grín að okkur. Nú er þetta að verða spennandi, varla að maður geti sofnað næstu vikurnar.
Fínt! Léttir leikir og stutt ferðalag.
Gott að man utd fer ekki lengra í evrópudeildinni !
Sálfræðistríðið nú þegar hafið 🙂
http://www.visir.is/liverpool-faer-miklu-meiri-hvild-en-united-fyrir-seinni-leikinn/article/2016160229074
Við rústum þessu og sendum LVG lóðréttan heim til Hollands í pásu!
Þetta tímabil fer að verða betra og betra.
Klopp: “I won’t talk about tactics here. Even in Manchester they have televisions.”
Flott ! Maður er strax orðinn spenntur.
Veit ekki betur að Van Gal er með 100% árangur á móti Liverpool, við höfum ekki verið neitt á rosalegu skriði þannig að það þíðir lítið að gera grín af man utd þegar við erum með allt niðrum okkur líka.
Eftir dráttinn í dag fæ ég strax á tilfinningu hér inná Kop.is að EL sé mun mikilvægari en í gær miðað við kommentin.
Fyrir mér er EL skemmtileg keppni (þó að mínir menn hafi ekki sýnt skemmtileg tilþrif lengi), ég sé enn fyrir mér Herra Fowler í 5-4 leiknum á móti Alaves (að mig minnir) fyrir þónokkru.
Fyrir mér er þessi dráttur bara hið besta mál því nú munu ALLIR áhangendur Liverpool ekki finnast það skipta neinu máli hvernig við vinnum þessa rimmu, svo lengi sem við vinnum útsláttarrimmu við nágranna okkar.
YNWA
HAHAHAHAHAHA
Þegar ég ýti á hlekkinn næsti leikur þá stendur að okkar menn eiga að mæta Everton á sunnudaginn kl 12 ég hefði nú haldið að það væri úrslitaleikur gegn City á sunnudaginn. Það er ekki heldur hægt að sja hver þar næsti leikur er.
Hérna er grein sem útskýrir af hverju það er mikilvægt að öllum enskum liðum gangi vel í EL og CL til þess að England haldi 4 liðum í CL.
http://bleacherreport.com/articles/2618824-how-close-are-england-from-losing-their-fourth-champions-league-place?utm_source=newsletter&utm_medium=newsletter&utm_campaign=liverpool
finnst aleg merkilegt að sumir herna séu að gera grín að Man utd,,skulum ekki gleyma þvi að þeir eru búnir að vera mun betri en við í vetur.
er skít hræddur við að van gaal virðist hafa eitthvað tak á okkur, eg hefði frekar viljað fá Dortmund, við ættum meiri séns á að vinna þá
Við eigum ekki möguleika gegn risunum í Manchester. Við munum tapa nokkuð stórt. Höfum verið yfirspilaðir hingað til gegn LVG og félögum og á því verður engin breyting. Vonandi töpum við ekki með meira en svona 3 mörkum.
Við munum tapa stórt gegn risunum í Manchester United. Þeir eru með stórkostlega leikmenn og ungu leikmennirnir í unglingaliðinu er betri en við by far. Rashford nýja stjarnan er svakalegur. Hlakka mikið til að sjá hann. Hann mun setja nokkur á okkur í þeim leik. Við eigum ekki séns i svona stórt og flott lið. Við erum litla liðið í Liverpool og verðum það áfram.
Þrátt fyrir að halda með litla liðinu í liverpool þá met ég Manchester United mikið. Þeir hafa Rashford sem er rosalegur meistari. Þvílíkur leikmaður sem hann er. Við erum með grenjuskjóður eins og Sturridge sem er alltaf meiddur. Pakka honum saman í bómul bara. Áfram Liverpool og áfram konungur Rashford.