Man Utd – Liverpool – 1-1

Liverpool gerði það sem þurfti í dag og við verðum með í pottinum þegar dregið verður á morgun. Fyrir utan úrslitaleiki var þetta ánægulegasti sigur Liverpool í UEFA Cup/Europa League rimmu.

Klopp gerði eina breytingu milli leikja, Moreno var smávægilega meiddur skv. Klopp fyrir leik og fyrir hann kom Milner í liðið og spilaði sem bakvörður.

Mignolet

Clyne – Lovren – Sakho – Milner

Henderson – Can – Lallana

Firmino – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Ward, Toure, Benteke, Allen, Origi, Ibe, Smith

Fyrri hálfleikur þróaðist nákvæmlega eins og við vildum alls ekki, venjulegt fólk hefur ekkert taugar í háspennu lífshættu í Evrópuleik gegn United.

United var með yfirhöndina og áttu nokkur ágæt færi í byrjun leiks, engin betra en Lingard sem komst í dauðafæri þökk sé Mignolet sem hikaði í úthlaupi en varði svo glæsilega til að bjarga sér, hann má gera þessi mistök sín af og til ef hann reddar sér þá svona.

Leikmenn Liverpool náðu engum takti og gerðu allt of mörg mistök. Engin þó verri en Coutinho eftir hálftímaleik en fáránleg sending hans djúpt á vallarhelmingi Liverpool fór beint á United mann og þeir með því komnir í hörku sókn. Boltinn barst á Martial sem var búinn að valda Clyne endalausum vandræðum, nú tók hann Clyne á og var felldur í ömurlegri tilraun til tæklingar hjá Clyne. Víti og Martial fór sjálfur á punktinn og skoraði. Bölvað.

Strax í kjölfarið fékk Sturridge aukaspyrnu sem hann tók sjálfur og setti í þverslánna. Skömmu áður hefði Coutinho tekið gott skot fast niðri í hornið sem helvítis David De Gea varði og stuttu seinna spiluðu okkar menn sig í gegn með þeim hætti að Henderson fékk frítt skot inni í vítateig en skaut framhjá. Hrikaleg færanýting okkar manna í þessu einvígi hélt því áfram. Reyndar þegar maður sér highlights úr fyrri hálfleik er eins og Liverpool hafi verið öllu sterkari því færi okkar manna voru mun hættulegri.

Coutinho var búinn að eiga ansi erfiðan fyrri hálfleik, reyndar eins og félagar sínir í framlínunni. Þegar fyrri hálfleikur var að renna sitt skeið fékk hann boltann á vinstri vængnum með mann í sér. Tók hann á og fór framhjá honum eins hann væri ekki þarna. Þá var bara De Gea eftir í þröngu færi og til að sigra þann vegg vippaði hann fáránlega glæsilega yfir einn allra besta markmann í heimi, 1-1 á Old Trafford, þetta var síðasta spyrna fyrri hálfleiks. Stórkostlegt mark og ennþá betri tímasetning.

Það er mælt í tonnum hversu mikið hverjum og einum stuðningsmanna Liverpool létti við þetta mark. Þetta var allt of erfiður fyrri hálfleikur. Svosem viðbúið á Old Trafford eftir síðasta leik liðanna.

Seinni hálfleikur byrjaði á öðru augljósa olnbogaskoti Fellaini í leiknum og núna loksins fékk hann gult. Liturinn átti klárlega að vera rauður enda viljandi hjá þessu óþolandi gerpi.

En þetta mark Coutinho kláraði leikinn. Seinni hálfleikur var lítið annað en sýning hjá Sakho í varnarleik. Hann var hreint út sagt fáránlega góður þessum leik og svipað óþolandi fyrir United og De Gea er vanalega fyrir okkur.

Algjörlega frábært að klára þetta einvígi og nú er miði svo sannarlega orðinn möguleiki í þessari keppni. Hversvegna í helvítinu ekki við?

Maður leiksins:
Þetta var ekkert sérstakur leikur hjá okkar mönnum ef á að segja eins og er en eftir markið hjá Coutinho komu okkar menn töluvert rólegri í seinni hálfleik og Sakho sagði einfaldlega nei. Engin samkeppni um mann leiksins.

Djöfull var þetta hressandi.

55 Comments

  1. hahahaha
    skrifaðirðu skýrsluna í gær? velgert!! hvað eru svo lottótölurnar um helgina?

    en til hamingju allir – YNWA!!!! déskoti var þetta sætt. Sakho monster í dag!

  2. Virkilega vel gert. Shaky í svona 25 mínútur en svo með þetta í vasanum. Miðverðirnir og Can frábærir og eftir að Coutinho skoraði var þetta auðvitað aldrei í minnstu hættu. Mikið vona ég að við fáum að mæta Dortmund í þessari keppni!

  3. Hvernig fer Sturridge að því að vera svona fúll? Það er ekki í lagi með þennan dreng.

  4. Nr. 4
    Er þetta bara í alvörunni það helsta sem þú hefur um þennan leik að segja núna?

    Nr. 2
    6- 8 – 10 – 33 – 28 og bónustala er 9

  5. Sæl öll.

    Núna er þetta búið og þetta fór allt vel. Ef ekki væri fyrir þennan markvörð hjá utd hefði Liverpool unnið þennan leik og rimmuna sannfærandi.
    Sakho og Lovren voru virkilega góðir og bestu menn vallarins.
    Næsta verkefni takk fyrir, Southamton.

  6. Gerðum það sem þurfti til, ekki mikið meira en það. Sturridge verður að spila mun betur ef hann ætlar að halda sæti sínu!

  7. Sakho klárlega maður leiksins. Fínn leikur þó ég hefði viljað ná öðru marki og klára þennan leik.

  8. Ég held ég myndi jafnvel treysta Sakho til að koma jeppanum mínum í gegnum skoðun á svona degi.

  9. Ég hugsa að Sakho hafi séð þetta sameiginlega lið hjá Einari Matthíasi á Twitter og ákveðið að leiðrétta þennan pínkulitla misskilning.

  10. Geggjað að henda þessu united liði úr keppninni og við sanngjarnt áfram.
    Dregið á morgun og eina liðið semég vil sleppa við er Dortmund á þessu stigi.

    Og djöfull er gott að vera með miðvarðapar sem spilar svona vel.

  11. Frábært og allt eftir áætlun. Klopp lagði leikinn rétt upp skilaði það sanngjörnu jafntefli. Nú er bara að sleppa við Dortmund og Sevilla í næstu umferð.

  12. Emre Can v Man Utd

    39 passes
    2 chances created
    9/11 tackles
    4 clearances
    4 interceptions
    3/5 headed duels
    BOSS

    Mamadou Sakho v Man Utd

    25/27 passes
    5/7 tackles
    12 clearances
    1 interception
    1/2 headed duels
    MOTM

  13. Mikið djöfulli voru Can og Sakho góðir í dag, og allir hinir að sjálfsögðu líka.

  14. Sææææliiiiiir félagar

    TTakk takk takk fyrir kærlega.

    Það er nú þannig

    YYNWA

  15. Einar Matthías góður sem ávallt, Sakho góður, Rauði herinn áfram…….

    …. og ég ætla að henda þessum tölum á lottóið á laugardag!

  16. Skál takk fyrir mig. Coutinho er töfrakarl og Sakho er skrýmsli og ekki má gleyma Þýska skriðdrekanum á miðjunni honum Can. Over and out!

  17. mer finnst ekki rett ad segja I leikskyrslu,,helvitis de gea” þessi prudi drengur er einfaldlega frabær i sinni stodu og getur spilad I hvada lidi sem er. geggjud tilþrif oft hja honum og hann a bara skilid respect og hann yrdi velkominn a anfield anytime I okkar liti. svo einfalt er þad.

  18. Mikið var þetta sætt og HanaGal hjálpaði mikið til með sínum fáránlegu inná skiptingum. En Fellini var inná allan tímann og það var gott. Hélt á tímabili að hann myndi fara sjálfur inná hahahaha. En nú er bara spurningin hverja við fáum á morgun í næstu umverð??

  19. Ég er búinn að bakka Can upp allt tímabilið og mikið lítur hann hrikalega vel út þessa dagana. Hann er á hraðri uppleið og stefnir í algjöran klassa miðjumann. Besti maður LFC síðustu vikur að mínu mati

  20. Ég get alveg tekið undir með #22 (án þess að vera eitthvað að blammera skýrsluhöfund). DDG er einfaldlega stórkostlegur markvörður. Það er ekki séns í helvíti að MU hefði náð 4. sætinu á síðasta tímabili án hans. Virkilega flottur markvörður.

  21. Sako var maður leiksinns, heði villjað vinna þennan leik til að jafna fyrir leikina í deildini, sem við btw yfirspiluðum og hefðum átt að vinna.

  22. Lovren líka góður í dag. Clyne óvenju slappur. Þvílíkt mark og á besta tíma. Mjög ánægður með þessi úrslit og drauma mótherji er Dortmund.

  23. ,,helvitis De Gea“ og hana nú, óþolandi góður markvörður.
    Til hamingju með sigurinn Liverpool.

  24. Sammála Macca að ég myndi helst vilja fá Dortmund í undanúrslitum til að fá leiki heima og heiman á móti þeim. Það yrði gjöðveikt.

    En slaka, fyrst verðum við að komast gegnum 8 liða 🙂

    Mestar líkur á spænsku og ég tippa á Villareal.

    YNWA

  25. Þetta er bara það sem átti að gerast….

    frá fyrsta leiknum við þetta lið þar sem ég veit ekki hvað liðið var að gera undir stjórn rodgers…

    höfum við spilað 3 þeiki við united og átt að vinna þá alla! þótt staðan sé 1×2 eftir þetta…

    Liverpool er með betra lið mjög einfalt.. búnir að henda þeim út úr evrópu og endum svo fyrir ofan þetta lið í ensku….

  26. klopp is right your team is shite ! djöfull áttum við old trafford vonandi verður jafn góð stemning í deildinni líka. var að vonast eftir greiða frá utd að þeir myndu vinna city en þetta lið þeirra er sorglega lélegt. Veit einhver klukkan hvað drátturinn er á mrg ?

  27. Þvílík sæla! Maður verður að trúa að við förum alla leið. Hvers vegna ekki? Sakho, Lovren, Can og Coutinho svalari en allt svalt..

    We are back in business.

  28. Var bara í alvörunni hægt að lesa eitthvað annað út úr skýrslunni en að mér finnst David De Gea óþolandi góður markmaður? Helvítis David De Gea bara og hananú!

  29. Ég var í Kop fyrir viku og varð vitni að því þegar Liverpool yfir spilaði þetta united lið og stemmingin var það mikil að við heyrðum ekkert í stuðningsmönnum united og ekki einu sinni í flautunni hjá dómaranum. .

    Svo þegar Coutinho skoraði áðan þá hljóp ég óm húsið. Kyssti sjónvarpið og sýndi Gaal puttann þegar hann birtist á skjánum.

    10 ára sonur minn fór í fyrsta sinn á Anfield fyrir viku og söng allan tímann og er enn að syngja: Fergie ís sjæt your fans are sjæt 🙂

    Hann var hjá mömmu sinni í kvöld og hefur sennilega verið að horfa á leikinn þar en 4 ára sonur minn og 2 ára dóttir mín horfðu á leikinn og þeim brá þegar pabbi gamli hoppaði og skoppaði og öskraði þegar Coutinho skoraði í kvöld.. Sú stutta sagði : Pabbi skoraði mark:)

    Í Kópavogi stúkunni fyrir viku í byrjun leiks þá náði ég Kóp með mér þegar ég öskraði Sakho Sakho Sakho og öll stúkan tók undir. Það var alveg magnað mòment og í kvöld var hann okkar besti leikmaður..

    Ég held að ég sofni ekkert í kvöld. Ég bara er svo Hamingjusamur með þetta allt saman að ég get ekki hætt að brosa..

    Fyrir leikinn sá ég frétt og mynd af borða á hraðbraut til Manchester þar sem stóðu ógeðsleg orð og það gerði mann ennþá reiðari og sigurinn varð fyrir vikið svo miklu sætari

    RIP 96. .. Þessi sigur var fyrir ykkur og bestu stuðningsmenn í Heimi

    Njótið kvöldsins og næstu daga og ekki hika við að fagna þessu lengi og vel…

    YNWA

  30. Kóp stúkunni. . Þetta forrit er frábært. . Kópavogs. Hahaha

  31. Flottur leikur! Einar þú ert stundum full hlutdrægur, veit vel að þetta er liverpool síða en ég til að mynda er fyrst og fremst fótboltaáhagandi og finnst skemmtilegra þegar hægt er að gagnrýna þegar á við(á ekki við núna) og hrósa þegar á við. Þá er ég að tala um þetta sameiginlega lið þitt er sammála flestu en verð þó að segja það Lallana frekar en Martial? Lallana finn en það stendur samt meðalmennska á enninu á honum skorar litið og leggur litið upp hefur bætt sig með tilkomu Klopp en er að því sögðu orðin 28 ára. Annað þetta með Sakho, átti góðan leik í kvöld en treysti honum ekki hreinsanir hans eru svo barnalegar og voru það oft í kvöld en sluppum með skrekkinn á móti andlausu liði. Louis van gaal það sem ég fagnaði þessum skiptingum gjörsamlega galnar, tvær bakvarðarskiptingar og miðjumaður viss um að raufnefur hafi hneykslast í stúkunni.

  32. Hallur Ásgeirs, ég fór á Anfield þegar Gerrard fékk rautt og þá heyrðist meira í utd stuðningsmönnum. Áhorfendur eru ekki jafn öflugir þegar liðið manns spilar illa og þar eru liverpool engin undantekning

  33. Nr 46. Èg var einmitt að spà hvernig þú fèkkst einhvern annan en Braga Brynjars til að taka undir sakho öskrin í Kópavogsstúkunni 🙂

  34. Það sem skyggir á sigur í rimmuni við United eru óeirðirnar á Old Trafford, Hillsborough söngvar og Munich tweet. Ég vil ekki sjá þetta, alveg sama hvaðan það kemur. Stuðningsmenn eiga að einbeita sér að því að styðja sitt lið, en ekki níða önnur. Það á að refsa liðum harkalega fyrir svona lagað, annars hættir þetta aldrei. Einnig á að verðlauna lið þegar stuðningsmenn haga sér vel. Knattspyrnufélög öll eiga að leggja línurnar mjög skýrt fyrir stuðningsmenn hvað þetta varðar. Mér skilst að United stuðningsmenn hafi byrjað stríðið á Anfield með Hillsborough níðsöngvum, en við eigum ALDREI að svara í sömu mynt og leggjast á þetta plan. Hefjum okkur yfir þennan óbjóð og þannig mun okkur sjálfum ganga betur.

    YNWA!

  35. Sammála!

    Mikið rosalega var fyndið að sjá Giggs fara a hliðarlínuna i lok leiksins, örugglega með magaverki enda voru þeir teknir teknir i bakaríið af Liverpool. A meðan sat LVG og skrifaði i bókina. Þvílík óeining hja scums, Loving it!

  36. #53

    Við getum alveg eins spurt afhverju er ekkert talað um þetta ofbeldi sem Liverpool stuðningsmenn urðu fyrir:

    In the closing minutes of the game a minor scuffle broke out in the top tier of the East Stand when a handful of Liverpool fans, sat among home supporters, unfurled a club flag – much to the delight of the visiting supporters below them – but stewards moved in swiftly to isolate the group to prevent a further escalation after a few punches were aimed at them by home fans.

    Eða Hillsborough söngvana í seinni hálfleik:

    Midway through the second half at Old Trafford there were two very faint separate ‘Murderers’ chants from the Stretford End but both died out almost before they had got started.

    Við gætum líka rætt murderers fánan sem mætti Liverpool aðdáendum á leið sinni á Old Trafford eða vegginn á Old Trafford sem búið var að spreyja á murderers.

    ….en að því sögðu þá fordæmi ég alla þessa hegðun og ég er fyrir miklum vonbrigðum með þessa örfáu vitleysinga sem svöruðu Hillborough söngvunum og ofbeldinu með Munich söngvum. Ég vill að félagið taki á þeim og gefi þeim langt bann.

Liðið gegn United

Evrópudeild: 8-liða úrslit: DORTMUND!