Jurgen Klopp er búinn að skila leikskýrslunni fyrir leikinn á St. Mary’s í dag.
Byrjunarliðið lítur svona út:
Mignolet
Flanagan – Lovren – Sakho – Clyne
Allen – Can
Origi – Coutinho – Lallana
Sturridge
Bekkur: Ward, Toure, Benteke, Henderson, Skrtel, Smith, Ojo.
Stilli þessu svona upp núna, skulum sjá svo til hvort þetta er á annan veg.
Jordan Henderson er á bekknum vegna veikinda í vikunni, Milner í leikbanni og það þýðir að lókallinn Jon Flanagan er fyrirliði í dag. Ég elska alltaf þegar heimamenn spila í sínum liðum og því er ég gríðarlega ánægður með þessar fréttir sem sanna enn meir fyrir mér hvað Jurgen Klopp skilur hjarta LFC vel.
Til hamingju Flanno!
Firmino meiddur enda búinn að draga sig úr landsliðshópi Brazza fyrir næstu viku, smávægileg tognun aftan í læri….jebbz, þau meiðsli.
Þrjú stig hér myndu búa til enn meiri spennu fyrir næstu vikum.
KOMA SVOOOOOOOOOOOOOOO!!!
Þessi leikur er hreint og klárt bananahýði sem ber að varast eftir bestu getu. Það er slæmt að vera án bæði Henderson og Milner sem eru ofboðslega mikilvægir í miðjuvinnslunni. Þá er besti leikmaður liðsins eftir áramót fjarverandi. En svo bar við um þessar mundir að næg breidd var í hópnum. Því er rétt að vonast eftir því að þeir sem koma inn, Allen, Origi og Flanagan, komi grjótharðir og gargandi tjúnaðir í leikinn og fylli vel upp í þau skörð sem myndast. Ég átta mig ekki alveg á uppstillingunni, gæti helst trúað því að Lallana og Coutinho spili utarlega en áfram verði mikil rótering á fremstu fjórum. Allen og Can eru ekki sterkasta miðja í heimi en þeir verða eflaust frekar djúpir.
Ég spái annars 1-1 jafntefli í dag.
Úffff….. nú er mann farið að dreyma aftur…….. liðið búið að spila mjög vel síðustu leiki.
Ég sem var orðinn helsáttur við að þetta tímabil yrði uppbygging fyrir næsta tímabil.!
Sex stig úr næstu tveimur leikjum og fjórða sætið er góður möguleiki…. er ég nokkuð að jinxa þetta…. !
Baráttukveðja, Sveinbjörn.
Djöfull er ég sáttur með að sjá Flanagan sem fyrirliða!!
koma svoooo verðum að negla þetta ! vonandi fær maður að sjá ojo fá nokkrar mínutur
Ég er gríðarlega ánægður með að Flannó sé fyrirliði, frábært alveg hreint, og komin með nýjan samning llíka. Mikill missir hjá okkur að vera ekki með Milner á miðjunni, við bara verðum að ná í 3 stig þarna á suðurströndinni. Vonandi galdrar Kúturinn eitthvað fyrir okkur aftur.
Getur einhver sagt mér hvar Ibe er ? er hann meiddur eða treystir Klobb honum ekki lengur.
#5 Ibe hefur ekkert sýnt að hann eigi sæti í þessu liði því miður
Ibe virðist vera laus við öll gæði.
En flott að sjá Flanagan sem fyrirliða.
Ibe er bara að ganga í gegnum einhvern kafla, en hann á eftir að koma til. Engar áhyggjur af öðru.
Annars er ég afskaplega glaður að sjá Flanno með fyrirliðabandið, og nú sem fyrri daginn er ég líka glaður að sá Ojo fá séns á bekknum. Aldrei að vita nema hann fái einhverjar mínútur. En það að Henderson sé á bekknum, verandi samt veikur/meiddur, sýnir kannski að það þarf að styrkja þessa miðjustöðu. Grujic væntanlega hugsaður í það, en spurning hvort það þurfi ekki annan til.
Lovren og Sakho eru að eigna sér miðvarðarstöðuna og það réttilega. Flott samt að fá Skrtel á bekkinn. Vinnum þetta öruggar en menn eru að búast við 😉
Er einhver með link á gott stream?
#10 hér er ágætt stream
http://videoclubdirector.com/southampton-vs-liverpool/
og hér er ace stream acestream://42fe51591598d905ab011a9c8339150f8391dfa7 (bloodzeed)
#11 Thanks buddy!
http://www.blabseal.com/frodo
Var þetta ekki víti ? Lovren heppinn þarna
Coutinho strikes again!!!!!
Glææsilegt skot! Coutinho!!
Yes!!!
Þvílíkur snillingur 🙂
þurfum að vinna þenan leik. Ef við gerum það þá er 4 sætið að verða galopið þótt ótrúlegt sé.
Gæði!!!
Vúhú Sturridge!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Jahérna! Flottur undirbúningur hjá Origi líka.
hvernig væri að klubburinn myndi gefa coutinho væna launahækkun, þetta er okkar besti leikmaður og er á lúsalaunum ,,, STURRiDGE pjúwnaði þá
Hvað er fólk að blaðra með bananahýði eiginlega??
Vel gert Sahko, Clyne, Origi og Sturridge 🙂
Þetta stefnir í annan 1-6 leik ef þetta heldur svona áfram
Lovren helst ekki inná með þessu áframhaldi.
þvílikt spil er maður að horfa á !!
Erum að spila frábærlega, djofullinn að Allen nýtti ekki færið sitt þarna áðan.
samning á Joe Allen!
4 – 0 ef þessir háklassa hálaunuðu fótboltann kláruðu færin sín!
bull! sakho hefur engin áhrif á þetta
Bull hja línuverðinum, sem vantar einhverja athygli
Það liggur á okkar mönnum núna , væri gott að setja eitt mark enn 🙂
Sakho búinn að vera í beast mode þessa tvö síðustu leiki étandi menn og bolta eins og að enginn sé morgundagurinn!
#beastmode
Ég myndi ekki skipta a Sakho og neinum varnarmanni i heiminum i dag svo einfalt er það.
og hvað er Lallana að éta þessa dagana. Gersamlega frábær
Frábær fyrri hálfleikur. Vörnin er búinn að vera virkilega góð og liðið er farið að spila sem ein stálsterk heild. Fyrir mér er Joe Allen búinn að vera besti maður leiksins og ef hann heldur áfram að spila með þessum hætti, sendir hann Henderson á varamannabekkinn.
Nú þarf bara að kópera þennan fyrri hálfleik og pasta hann á þann síðari.
boltatæknin hjá lallana verður betri og betri með hverjum leiknum , emre can er að sanna að hann er besti miðjumaður liðsins þvílikur kraftur í þessum strák og aðeins 21 árs
Sést í endursýningu að Shane Löng hleypur frá boltanum og fyrir Lovren til að veiða víti og boltin úr leikfæri þegar þeir falla saman, 90% tilfella víti en góður dómari gerði rétt í þessu og í marki Allen að dæma rangstöðu. Ættum samt að vera 3-0 eða meira. Gott flæði á boltanum.
9 leikir eftir í deild og það eru 6 af þeim á Anfield!
Krakkar , það er bara e-ð við það að sjá Flannó með bandi, svona e-r þægindatilfinning 😉 Taka Lovren út af í hálfleik, hann er að fara fá annað spjald , það er klárt. Væri gaman sjá Ojo koma inná í þetta. Taka Sturridge út af og Lallana uppá topp með Origi.
Annars sáttur
Tveir sterkir leikmenn að koma inná hjá southamton
Guð minn góður martin
Skrtel er svakalegur með þetta peysutog. Vel varið hjá Mignolet…
Vel gert
glæsilega varið hja Mignole..
Frábærlega lesið hjá Sakho!
Varnarleikurinn fer í panic mode með Skirtle
Er Long með fuglaskít í hárinu ?
Okkur vantar fleiri leikmenn úr Southampton
Af hverju var Lovren tekinn út af, var það bara út af gula spjaldinu…eða var hann meiddur?
vörnin allt í einu orðin svakalega shaky…
Varnarleikurinn virkar mun óöruggari með Skrtel.
Gæti orðið dýrt að hafa ekki klárað þetta í fyrri!
Við erum að gefa eftir, bara spurning hvenær þeir minnka muninn !
.þar var þeirri spurningu svarað….
Úff, !
Óþolandi þessi Mane nennir bara að skora gegn okkur, hans seinustu þrjú mörk (með þessu ) hafa komið öll gegn okkur
Lá í loftinu, djöfull hefur varnarleikurinn hrunið eftir að Lovren fór útaf.
Flanagan í ruglinu
Við virðumst bara vera hættir , hvað er í gangi
Hrun í leiknum. Nú þarf að girða sig í brók.
spiluðum frábærlega i fyrri hálfleik en erum ekki mættir til leiks i seinni hálfleik.. verðum að na i þessi 3 stig
Aulaháttur ekki búið skora 3 markið og klára leikinn. Núna er 1-2 og allt opið.
Halda haus og landa þessu þremur stigum.
Coutinho þarf að taka félaga sína í skotkennslu
Finnst Klopp allt of seinn að bregðast við yfirburðum Southampton á miðjunni. Inná með Henderson fyrir Lallana.
Úff benteke , hittir ekki einu sinni markið
Hann var alldrei að fara að klára þetta
Við getum ekki einu sinni gefið á samherja úr innkasti , hvað er að , bæta við einu marki
Það á bara eftir að liggja á okkur það sem eftir er að þessum leik , úff !
ojjbarasta:(
Einkunn á Skrtel?
2 eða 3?
Skítur
ó – ef benteke hefði nú bara aulað inn færinu sínu. og nú er jafntefli. dæs. hvað var málið með Lovren? var hann fótbrotinn á báðum í hálfleik? Það er það eina sem réttlætir þessa skiptingu :/
Bananahýði
Hvað gerðist í hálfleik ?
Af hverju er ekki löngu búið að þétta miðjuna???
Þá slekk ég
Afhverju var lovren tekin útaf?
Selja martin . Þvílíkt hrun
Það gæti reynst afar dýrt að hafa ekki klárað þennan leik þegar staðan var 2-0!! Allt annar seinni hálfleikur!
AHHHHHH 3-2 WTF
Við erum allavega komnir með ástæðuna að skrtel er ekki í liðinu þvílíka skitan hjá vörninni eftir að hann kom inná
Þvílíkt hrun á liðinu í einum leik
Hvernig er þetta hægt. Ég á ekki til orð. Hvað gerðist?
Vill aldrei sjá Skrtel aftur í Liverpool búning!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Martin ræður ekki við einn mann þarna inn á vellinum, þó að mignolet átti að gera betur þá veit ég ekki hvað Skrtel var að reyna að gera
Jæja þá sjáum við ástæðuna afhverju Liverpool var svona lélegt i langan tima… skrtel er bara joke 😀 Váaaaa hvað hann er lélegur…
guð hjálpi okkur ef við erum búnir að missa Lovren í meiðsli.
Fengu leikmenn Liverpool skemmdan borgar, franskar og Guiness í hálfleik? Hef bara ekki séð svona þunglamalegt lið síðan BR var á Anfield!
Djöfulsins aumingi er Martin Skrtel
Vona Klopp vegna a? Lovren hafi veri? meiddur, annarss er þetta versta skipting í sögunni.
Hvernig? Bara hvernig er þetta hægt? Hvað var að Lovren? Mátti Sturridge bara ekki klára leikinn?
Mér er bara óglatt !
Shocker að við drullum þegar einhver möguleiki er orðinn á 4. sætinu jesús almáttugur
Mane er viðbjóður
Sjálfseyðingarhvötin öllu yfirsterkari!!!!!
Tvö orð:
Martin Skrtel
Getum gleymt þessu helvítis 4 sæti með þessari hörmung sem við erum að bjóða uppá
Ég held bara að ferill skrtel hjá liverpool sé nú búin. Hann er bara alveg hreint skelfilegur !
Skrtel getur verið stoltur af sjálfum sér. Ekki bara honum að kenna samt. Liðið er ekki alveg búið að losa sig við Rodgers drauginn. Allir búnir að vera hörmulegir í seinni hálfleik fyrir utan Joe Allen.
Ekki gleyma því að maðurinn sem ber ábyrgð á þessari þvælu gaf líka víti! Nú er allur pollýönu leikur óþarfur! Þetta er engin tilviljun að lovren fari útaf og skrölti komi inn þá komi flóð af mörkum og allskonar óöryggi í vörnina!
HÚÐSTRÝKJA ÞESSA HELVÍTÍS AUMINGJA FRÁ TOPPI TIL TÁAR!
Ég hef aldrei nokkurn tímann á ævinni verið eins reiður yfir einum djöfulsins fótboltaleik. !
Martin Skrtel er ástæðan fyrir þessu
Það er alltaf næsta tímabiil…
#102 Er það? Hver skipti honum inná samt ? Er það ekki Klopp? Ef Lovren var ekki meiddur mun ég aldrei skilja þetta.
manutd vs mancity tetta var lykilleikur…. sem menn kludra a otrulegan hatt..
Þetta tap er í boði Klopp fyrir fáránlegar inná skiptingar. Að setja Henderson ekki inn fyrr til að styrkja miðjunna sem við töpuðum algerlega í seinni . Hefði henderson komið fljótlega inní seinni hefðum við siglt þessu 2-0.
mér er flökurt
Alltaf jafn lélegt þegar stuðningsmenn reyna að finna einn sökudólg á tapi. Skrtel átti ekki öll þessi þrjú mörk . Flanagan gaf fyrsta markið, sakho hefði svo átt að vera nær pele í öðru markinu. Allen átti að skora, klopp átti að þétta miðjuna og Benteke átti að skora.
Southampton breyttu um taktík í hálfleik og liverpool brást ekki við því. Svo í stöðuni 0-2 þá fannst mér liverpool heimskir að reyna að halda hraðanum í leiknum og gera leikinn opinn í staðinn fyrir að róa þetta aðeins.
Ég skrifa þetta tap á þjálfarateymið. Bregðast ekki við þegar Southampton gera sýnar breytingar.
Og Toure á bekknum, samt fer Skrölti inná. Ótrúlegt!
Íslogi #103 er alveg með þetta.
Klopp tekur auðvitað ákvörðun um að skipta inná hann á stóran þátt í hruni liðsins í seinni hálfleik með fáránlegum skiptingum Henderson átti fyrir löngu að vera kominn inná fyrir Kútinn sem var bara farþegi í seinni.
Halló af hverju allir kenna Skrtel um þetta?. Mörkinn komu frá mönnum sem Sakto var að dekka. Horfið á mörk Southhampton.
Annars skrífast þetta á alla leikmenn Liverpool og allr þjálfarateymið.
Vonandi læra þeir að þessu bananahýði sem þessi leikur var.
Sigurður Einar, mér fannst liverpool lélegri í þessum leik en við stuðningsmennirnir! Skrölti er klárlega ekki leikmaður í úrvalsdeildar klassa! Ég ætla að leyfa mér að vera “lélegur” stuðningsmaður í dag eftir þessa skitu!!
Aumingjaskapur.