Sjáum til hvað gerist í sumar en eitt er a.m.k. ljóst að slúður tengt leikmannamarkaðnum er miklu meira spennandi undir stjórn Jurgen Klopp en það var strax í kjölfar þess að Brendan Rodgers tók við.
Rodgers fékk strax Joe Allen og Borini fyrir allan peninginn sem hann hafði úr að spila og reyndi auk þess að fá Gylfa Sig og Ashley Williams. Allt fyrrum lærisveinar hans hjá Swansea sem er bara ekki metnaðurinn sem við viljum sjá á Anfield. Næstu leikmannaglugga á eftir virðist hann aðallega hafa haft áhuga á leikmönnum sem hann þekkti til úr Úrvalsdeildinni. Hann var ekkert einn um þetta, Dalglish fór svipaða leið og Hodgson fékk blessunarlega bara einn glugga. Klopp virðist helst horfa til þess markaðar sem hann þekkir best rétt eins og Benitez gerði er hann tók við.
Staða félagsins er auðvitað allt önnur í dag en hún var árin 2010 (Hodgson), 2011 (Dalglish) og 2012 (Rodgers). Forbes birti í dag lista yfir verðmætustu félög í heimi og er Liverpool komið í 6. sæti á þeim lista, viðsnúningurinn á rekstri félagsins er gríðarlegur undanfarin ár sem vonandi hjálpar okkar mönnum á leikmannamarkaðnum.
Dalglish og Rodgers fengu engu að síður heldur betur nægan pening til leikmannakaupa, þeir voru bara ekki að spila á réttum markaði. Klopp var stjóri Dortmund á meðan Hodgson, Dalglish og Rodgers voru með Liverpool. Skoðið hvað hann var að gera við peninginn þar og á hvaða mörkuðum hann var að kaupa leikmenn. Skoðið svo leikmannakaup Liverpool, sérstaklega á leikmönnum úr Úrvalsdeildinni á sama tíma. Hvað hefði Klopp getað fengið fyrir penigninn sem fór í Carroll, Downing, Allen, Borini, Lallana, Balotelli og Benteke svo dæmi sé tekið af handahófi.
Það á alveg eftir að koma reynsla á Klopp en maður er óneitanlega meira spentur fyrir fyrsta sumarglugga Klopp heldur en Swansea glugga Rodgers. Haldi hann áfram á svipaðri braut og Dortmund var öll árin er hann var þar við völd er hægt að vænta fáránlega mikið betri leikmannakaupa en við höfum horft upp á undanfarið.
Mario Götze er sterklega orðaður við Liverpool og með Klopp við stjórnvölin slær maður þann möguleika alls ekkert út af borðinu strax. Takist að landa honum erum við að tala um leikmannakaup á Suarez stærðargráðu nema hvað Götze er miklu stærra nafn í boltanum í dag en Suarez var árið 2011. Götze spilar reyndar stöðu sem er hvað best mönnuð hjá Liverpool í dag en öfugt við núverandi leikmenn þá skilar Götze mörkum og ef hann er fáanlegur er ekki spurning um að stökkva á það. Alvöru heimsklassi, svo bókstaflega að hann skoraði sigurmarkið í síðasta úrslitaleik HM. Hann er a.m.k. meira spennandi slúður en Gylfi Sig var á sínum tíma, það er ljóst. Held þó ennþá að umboðsmaður hans sé að spila stórleik enda lítið eftir af samningi Götze, Bayern fær nýjan stjóra í sumar og láta hann líklega ekki svo auðveldlega af hendi.
Eins sýnir ferilsskrá Klopp hjá Dortmund að það er alls ekki tilefni til að fara á taugnum ef leikmannakaup Liverpool verða ekki í þessum Götze klassa næsta sumar. Hann byggði lið Dortmund fyrstu árin upp alveg án þess að kaupa slíka leikmenn, hann seldi hinsvegar slíka leikmenn á hverju ári, eftir að hafa gert þá að heimsklassa leikmönnum.
Marc Ter-Andre Stegen er einnig orðaður við Liverpool, markmaður sem spilar alla leiki nema deildarleiki fyrir Barcelona eins stórundarlegt og það nú er. Hann getur ekki verið sáttur við sitt hlutskipti og er mjög líklega til í að hækka verulega í launum og spila undir stjórn Klopp á Englandi. Markmaður í þessum gæðaflokki verður að spila deildarleiki. Reyndar er ekki ólíklegt að Barca lofi honum stærra hlutverki á næsta tímabili enda Bravo orðinn 33 ára og varla framtíðarmarkmaður. Vonandi er eitthvað til í þessum orðrómi, trúi ekki öðru en að Liverpool sé a.m.k. að skoða þennan möguleika. Hálfgerður varamarkmaður Barcelona og varamarkmaður Þýska landsliðsins er miklu meira spennandi heldur en aðalmarkmaður Sunderland (og reyndar Belga) var sumarið 2013.
Joel Matip er þegar búinn að skrifa undir. Hann á auðvitað alveg eftir að sanna sig hjá Liverpool en fyrirfram er það miklu meira spennandi að fá 24 ára “Þýskan” miðvörð með 250 leiki fyrir Schalke (þar af 44 í Evrópu) frítt heldur en það var nokkurntíma að fá Ashley Williams frá Swansea, þó það sé reyndar góður leikmaður (rétt eins og Joe Allen var hjá Swansea). Liverpool keypti vissulega Sakho og Lovren seinna en ég er að reyna bera saman fyrstu leikmannaglugga Rodgers vs fyrstu leikmannaglugga Klopp.
Piotr Zielinski er reyndar ekkert meira spennandi á pappír en Fabio Borini var sumarið 2012. Báðir ungir og hafa staðið sig vel á Ítalíu en líklega hafa fæstir séð svo mikið sem eina mínútu af þeim í leik. Eins er spurning hvort Liverpool hafi raunverulega áhuga á Zielinski eða hvort þetta sé meira í hina áttina, hann vilji ólmur komast til Liverpool.
Joe Allen voru stærstu kaup leikmannagluggans hjá Rodgers fyrsta sumarið, það má alveg hafa það í huga að hlutabréf í honum voru mjög há eftir tímabilið á undan og hann var þekktara nafn á Englandi en t.d. Xabi Alonso var sumarið 2004. Allen kaup Rodgers voru svipuð og Charlie Adam kaup Dalglish. Keyptir út á eitt gott tímabil árið áður en hafa aldrei sýnt nema sýnishorn hjá Liverpool. Hjálpar ekki Allen að meiðast í hvert einasta skipti og hann spilar vel í meira en klukkutíma.
Marko Grujic er algjörlega óskrifað blað en það segir sitt að Klopp og Buvac lögðu mikla áherslu á að landa honum strax. Hann hefur spilað 20 leiki fyrir yngri landslið Serba og var partur af U20 ára liðinu þeirra sem vann HM í þeim aldursflokki árið 2015. Hann er að spila sitt fyrsta tímabil sem fastamaður í langbesta liðið landsins og var að spila sinn fyrsta landsleik um daginn. Lofar góðu fyrir 19 ára pjakk, Klopp gekk frábælega að móta svona stráka hjá Dortmund. Ef við berum hann saman við fyrstu glugga Rodgers er hægt að miða við Luis Alberto eða Coutinho, eftir því hvort glasið er hálf fullt eða hálf tómt.
Það er auðvitað ódýrt að bera mikið saman Klopp og Rodgers áður en Klopp svo mikið sem landar leikmanni. Staða félagsins er allt önnur núna en hún var árið 2012 og Rodgers á alveg sinn þátt í því. Eins eru ekkert endilega sömu vandamál núna og voru 2012 hvað leikmannahópinn varðar, það þarf ekki endilega að styrkja sömu stöður nú og þurfti 2012. Það vantaði ekki að Liverpool var orðað við fullt af góðum leikmönnum undir stjórn Rodgers sem ekki tókst að landa. Eina sem ég er að velta fyrir mér hér er hversu miklu meira spennandi þetta sumar stefnir í að verða en fyrsta sumar Rodgers var árið 2012.
Eini virkilega spennandi leikmannasamningurinn það sumar var lánssamningur við Nuri Sahin. Eins og með svo fjölmarga leikmenn sem komu utan Bretlandseyja virðist Rodgers ekki hafa verið hvatamaður af þeim samningi og hann gat ekkert notað hann. Það er reyndar annar stór plús við Klopp umfram Rodgers, það er enginn vafi á því hver hefur lokaorðið í leikmannakaupum Liverpool.
Ágætt annars að hafa í huga að það er ennþá mars á dagatalinu og nú þegar hefur Liverpool verið orðað sterklega við annanhvern leikmann. Þeim á bara eftir að fjölga á næstunni en verða vonandi á þessum nótum áfram.
FSG virðast vera að koma rekstri félagsins á rétta braut og það verkefni hefur eflaust tekið þá lengri tíma en þeir gerðu ráð fyrir upphaflega. Þeir eru núna komnir með stjórann sem þeir vildu strax frá upphafi og meðalaldur hópsins er miklu heilsusamlegri en hann var er þeir keyptu félagið árið 2010. Félagið ætti því að hafa alla burði til að taka skref upp á við úr þeirri lægð sem það hefur verið undanfarin ár.
Vonum það.
Það segir ýmislegt um smæð Rodgers sem stjóra að hann bað Steven Gerrard iðulega um að senda þekktum leikmönnum skilaboð til að kanna hvort viðkomandi hefði áhuga á að semja við félagið, ef marka má ævisögu þess síðarnefnda. Held ég geti fullyrt að Klopp er ekki suðandi í stjörnum Liverpool liðsins að senda væntanlegum skotmörkum sms í þessum tilgangi.
Svakalega gaman að lesa pistlana frá þér Einar Matthías
Takk herra guð.
http://433.moi.is/deildir/italia/risatilbod-a-bordinu-fyrir-balotelli/
Nýjir búningar eða slúður:
https://www.facebook.com/149367995414037/photos/a.149374678746702.1073741828.149367995414037/241353382882164/?type=3&theater
Sem sagt ekki nýja kitið, bara einhver gaur að fikta:
https://www.behance.net/gallery/35492647/Liverpool-FC-Kit-Designs-1617
Takk fyrir pistilinn gamli
En það er eitt sem ég skil ekki við alla þessa umræðu og það er að henderson sé til sölu!!
Vissulega er búið að vera meiðsla vesen á honum á þessu tímabili.. En fjandinn hafi það þessi drengur er magnaður liðsmaður og með frábæran fótboltaheila.
Get ekki skilið þessi komment að losa sig við hann..
Á liverpool.is er talað um nokkra sem spiluðu fyrir landslið sín í landsleikjahléinu. Þeir voru býsna margir. Einhversstaðar sá ég skrifað að 17 leikmenn Liverpool hefðu verið í landsliðsverkefnum. Væntanlega eru margir örþreyttir eftir þessa törn. Hann hefur því ekki verið stór hópurinn sem Klopp fór með í sólina.
Nú hefur verið ákveðið að kæra liverpool fyrir að syngja “Masester is full of shit” en samkvæmt evrópu boltanum er alltílagi að utd syngi “Always the victims, it’s never your fault” og “murderers” , sem er mun verri texti og ekki nærri eins allmennur, þar að auki ekkert bann á fellalina fyrir morðtilraunina á Can.
og svo talar fólk um óheiðaleika í evrópuboltanum. jahernahér.
Linkurinn inn á lista forbes virkar ekki.
Ég var í Kop á þessum leik og söng með og reyndar 10 ára sonur minn og 2 vinir okkar. Ég skal taka þessa kæru á mig en mun aldrei sjá eftir því að syngja þetta ásamt því að syngja Fergie is ræt your fans are sjæt.
Á meðan söngvar óma frá þessum fiflum að suxxx is right og að við séum morðingjar á hverjum einasta helv leik þá getur enginn sagt annað en að það sem við sungum sé bara ekkert annað en sannleikur. Your fans are sh…… Því að syngja svona eins og þessir ömurlegu stuðningsmenn gera í ljósi þess að þetta mál hefur verið viðkvæmt frá því árið 89 þegar þessi harmleikur atti sér stað og innan um fjölskyldur þeirra sem létust af völdum lögreglu sem þagði yfir sannleikanum sem seinna hefur þó komið í ljós sem betur fer, það er bara hreinn og beinn viðbjóður. Svo er alltaf sagt, það eru örfáir einstaklingar sem syngja þetta en málið er bara að þetta heyrðist það vel að það voru mörg hundruð eða þúsund manns sem sungu þetta.
Brandarinn í kringum þá sem raða hjá þessum samtökum, FIFA. UEFA eða FA á Englandi og ég ætla ekki að ræða Ítalíu einu sinni, það virðist vera alveg sama hvaða fífl það eru sem sitja í þessum nefndum, það er allstaðar spilling og það sitja menn í þessum ráðum sem eru tengdir og hafa starfað hjá ákveðnum liðum og heimskan skín í gegn og þetta er bara eitt dæmi en kannski staðfesting enn einu sinni á því að það starfa eintómir hauslausir jakkafata borublautir ræflar í þessum geira sem háma í sig rækju samlokur eins og stuðningsmenn liðs á Englandi gera enn og taka svo ákvarðanir sem henta sér og sinum og það er aldrei samræmi í neinu hjá þessu vesalingum.
Markovic er líka dæmi, hann setur lófann í andlit leikmanns óviljandi því hann er að skýla boltanum, hann fékk 4 leikja bann en Fella vinur D. Gill er svo mikil vorkun fyrir útlit sitt að hann má lemja og kýla þá sem hann langar til .. Kannski eru líka einhverjir vinir Van Gaal í stjórn þó að ég stór efi það að sá maður eigi einhverja vini, Ryan Kiggs býður honum ekki einu sinni í mat til mágkonu sinnar því hann er svo hræddur um að hún dömpi honum eða bróður sinum.
Einhver sagði: Enginn er annars bróðir í leik, Kiggs bræður hafa þó sannað það að það á ekki við í astarleik, en þetta er vist talið eðlilegt hjá dýrum, þar á meðal öpum þannig að við skulum ekki hæðast að þeim sem vita ekki betur.
En eins og lesa má þá er ég bara svo ógeðslega reiður og ég er búinn að fá svo mikið ógeð á þessu bulli í kringum þessi sambýli sem stjórna vinsælasta sporti í heimi .
Suarez fær risa bann fyrir eitthvað sem var aldrei sannað.
Terry var mikilvægur hlekkur í hjarta Enska liðsins og það hentaði ekki að setja hann í bann þó að myndavélar og jafnvel blindir menn gátu lesið af hans vörum Black, cu……
Suarez skaut svo Englendingum út af HM í 20% leikæfingu. Eins og Radiohead sungu: Karma Police. Vonandi bitur Karmað þessa menn sem eru siðlausir einn daginn.
Annars er ég bara góður en þið 🙂
Það er enginn 1.april yfir þessari uppstillingu…heyrði að þetta er nanast fragengið fra leigubilstjora i Bremen um paskana.
——-Gotze – Firmino – Reus
—E.Can – Coutinho – Henderson
Moreno 2.0 – Sakho – Lovren – Clyne
————Hanz Zimmer
af bekknum koma siðan minni spamenn eins og Lallana, Milner, Sturridge, Flanno, Matip
….reyndar vinnur varaliðið 2 titla a næsta ari svo sterkir verða þeir.