Landsleikirnir eru búnir, leikmenn hafa snúið til síns heima á ný og það er komið að 32. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar. Reyndar er þetta bara 30. leikur okkar manna sem eiga enn tvo frestaða leiki til góða eftir bikar- og Evrópufarir. Hvað um það, næsta verkefni liggur fyrir og það er að taka á móti titilbaráttuliði Tottenham Hotspur á Anfield á morgun, laugardag.
Tottenham
Spurs eru betra lið en Liverpool og hafa verið í mörg ár.
Einhver ósammála þeirri staðhæfingu? Ókei, skoðum það nánar.
Tottenham eru 17 stigum fyrir ofan okkar menn í dag. Sautján! Þeir eru að berjast um titil eftir markvissa og flotta uppbyggingu á félaginu, innan og utan vallar, síðustu árin. Lokastaðan í vor verður sú að þeir verða fyrir ofan okkar menn, hver sem lokastaða liðanna verður, og verður það í 6. sinn á síðustu 7 árum sem það gerist.
Þetta er farið að slaga í heilan áratug sem okkar menn hafa horft á eftir Tottenham hverfa úr augsýn í deildinni.
Það þarf að fara aftur til ársins 1971 til að finna hvenær Spurs voru síðast fyrir ofan Liverpool í deildinni, þar til það gerðist vorið 2010 og hefur gerst á hverju ári síðan, með einni undantekningu. Þetta stafar af tvennu: vandræðum Liverpool FC á þessum árum sem hafa verið margrædd á þessari síðu og einnig af markvissri og góðri uppbyggingu Tottenham-liðsins. Í mörg ár voru þeir eins og sofandi risi sem gat vaknað af og til og átt spútniktímabil en eyddi þess á milli flestum árum um miðja deild eða jafnvel í fallbaráttu (sjá einnig: Newcastle). Þeir féllu þó aldrei og einhvern tíma seint á síðasta áratug myndaðist stöðugleiki og skýr framtíðarsýn hjá þeim hvítklæddu. Sú sýn hefur skilað tveimur topp 4-sætum (Chelsea reyndar rændi þá Meistaradeildarsæti í annað skiptið með því að vinna keppnina og enda í 5. sæti í Úrvalsdeild) og mun skila því í þriðja sinn í vor. Á sama tíma hafa okkar menn einu sinni náð í topp 4.
Í raun er spes fyrir okkur að horfa á Spurs blómstra því þeir eru að gera allt það sem okkar eigendur hafa þóst ætla að gera við Liverpool. Þeir hafa keypt skynsamlega, verið með unga og spennandi leikmenn sem hægt er að selja áfram á drjúgt fé.
Næstur á þeim lista verður eflaust Harry Kane sem getur valið úr félögum eftir síðustu tvö ár. Tottenham verða hins vegar að gera upp við sig hvort þeir eru uppeldis- & seljandaklúbbur eða titilbaráttulið eftir þetta vor (sjá einnig: Liverpool). Ég spái því að þeir haldi í Kane með kjafti og klóm á meðan þeir eru í Meistaradeildinni.
Nóg um það. Þetta lið er feykisterkt í vetur og þeir hafa verið að spila virkilega vel. Í markinu er franski landsliðsmarkvörðurinn, vörnin er byggð upp á sterkum grunni belgískra landsliðsmiðvarða, miðjan er prýdd kraftmiklum og sterkum strákum (þar á meðal Dele Alli sem ég skil ekki hvernig Liverpool gat klúðrað, verandi uppalinn aðdáandi okkar manna og dýrkandi Steven Gerrard, strákur sem dreymdi um að spila fyrir okkar menn). Kannski er það einkennandi fyrir aðfarir Liverpool á markaðnum að hafa ofborgað fyrir nokkra leikmenn enn eitt árið á meðan strákur eins og Alli gafst upp á að bíða, fór annað og blómstraði.
Þetta lið er að berjast um titil og þeir verða sko langt því frá auðveldir viðureignar á Anfield á morgun. Kane, Lamela, Eriksen, Alli, Dembele og allir hinir spaðarnir hjá þeim munu selja sig dýrt enda tilkynnti stjórinn Pochettino með því að hálfpartinn fórna viðureigninni gegn Dortmund í síðustu umferð Evrópudeildarinnar að hann setti alla áherslu á titilbaráttuna. Spurs eiga góðan séns á að vinna Úrvalsdeildina í ár en til þess þurfa þeir að stíga erfið skref og eitt þeirra er að ná stigum í fleirtölu á völlum eins og Anfield. Þannig að við getum búist við þeim feykisterkum og ákveðnum á morgun.
Liverpool
Af okkar mönnum er það helst að frétta að Firmino, Benteke og Origi drógu sig allir úr landsliðshópum fyrir leikina í vikunni vegna meiðsla en annars virðast menn hafa sloppið heilir úr leikjunum sjálfum. Origi ku vera orðinn leikfær aftur en Firmino og Benteke eru tæpir fyrir leikinn á morgun.
Ég ætla því að spá eftirfarandi byrjunarliði með þessar meiðslafréttir í huga:
Mignolet
Clyne – Lovren – Sakho – Moreno
Milner – Can – Henderson
Lallana – Sturridge – Coutinho
Mín spá
Þetta verður feykilega erfiður leikur. Þegar maður horfir á töfluna er ljóst að það verður líklega sterkasta Spurs-lið síðustu 40 ára, ef ekki lengur, sem kemur á Anfield á morgun og selur sig dýrt til að sigra. Neðar í töflunni eiga okkar menn enn möguleika á 4. sætinu en sá möguleiki er ansi langsóttur og liðið verður í raun að vinna 8 af 9 síðustu leikjunum lágmark ef það á að takast. Þar að auki bíður risaviðureign gegn Dortmund hinum megin við helgina og því spurning hvaða hungur leikmennirnir hafa ef þeir lenda upp við vegg á morgun, með annað augað á Evrópudeildinni.
Ég ætla að spá því að liðin geri 2-2 jafntefli í hörkuskemmtilegum leik þar sem bæði lið leiða á tímabili. Þetta verður svona leikur þar sem það lið sem skorar fleiri mörk vinnur.*
Áfram Liverpool!
YNWA
* Þið vitið hvað ég meina, Podcast-hlustendur. 😉
Takk fyrir flotta upphitun að vanda
Það má kannski minnast á fyrir þá sem nota Bresku miðlanna mikið að klukkan fór áfram um seinustu helgi á Bretlandsey. Hef allavega sjálfur brennt mig á að skoða BBC kick-offið og missa af hálfum leik 🙂
Hmmm… pistill sem er birtur 1. apríl? Trúi þessu ekki.
Þetta verður hörku leikur. Það væri svosem ekki leiðinlegt að slá titil drauma Tottenham útaf borðinu þó ég sé það ekki alveg gerast.
Já, þessi pistill er aprílgabb. Leikurinn fer 3-0.
Sælir félagar
Það er svo sem ekki miklu við að bæta frábæra upphitun KAR. Þó finnst mér að hann sé ótrúlega uppgefinn á Tottenham og ætlar aðeins að ná jafntefli í erfiðum leik. Svona leikir hafa verið upp á halds leikir liðsins okkar í vetur. Leikir þar sem lið sem teljast betri en okkar lið komast í veruleg vandræði og tapa eða mega teljast heppin að ná jantefli.
Mín spá er 4 – 2 og Tootenham getur kvatt sína meistaradrauma eftir þennan leik. Eins og alltaf verður það þannig að þetta tottaralið bregst þegar mest á reynir og niðurstaðan meistaradeildarsæti þar sem þeir komast ekki upp úr sínum riðli í framhaldinu.
Það er nú þannig
YNWA
erfitt ad spa. klopp hefur haft godan tima til ad plotta þennan leik. held ad vid sigrum og komum þeim a ovart med hrodu tempo og skyndikynnum….meina sóknum. 🙂
Sko þó að Tottenham hafi verið að skila betri stöðu í deildinni hefur held ég Liverpool unnið seinustu 6 af 7 viðureignum liðanna og 1 verið jafntefli. Finnst eins og ég hafi lesið það í gær. Svo ég er mjög svartsýnn á þennan leik að núna komi tapið, samkvæmt líkindareikningum. Því ef Tottenham hefur verið betra en Liverpool verið að vinna ætti Tottenham að fara að vinna bráðlega, slæmt að hugsa svona en það er alltaf þá þegar Liverpool tekur stórleik.
Þetta verður allavega rosalegur leikur á milli tveggja liða sem leggja mikið upp úr því að pressa og hlaupa. Tveir þjálfarar sem byggja liðin sín upp á því að vera dugleg og spila sem lið. Pochetino kannski aðeins lengra kominn með sitt lið en Klopp er mafakking motherfucker sem er að taka þessa stóru leiki.
P.s. hér er geðveik grein um hvað Liverpool er mögulega að fara að bæta sig mikið með nokkrum litlum bætingum við liðið, fyrir fólk sem fílar tölulegar greiningar og tölfræði http://statsbomb.com/2016/04/liverpool/
Kannski er þessi grein aprílgabb, ég veit það ekki… ég er ekki gáfaður maður.
Of mikill lofsöngur á Tottenham. Hafa verið seigir í vetur en líka oft á tíðum ljónheppnir að kreista stig á lokamínútum leikja. Að mínu mati eru þeir bara svona lið í 5.- 6. sæti á eftir Liverpool, Manchester liðunum og Arsenal. Hafa verið heppnir með lítil meiðsli lykilmanna í vetur og ótrúlegur aulagangur liða eins og Manchester City, Arsenal og Liverpool það eina sem kemur Spurs í 2. sætið að mínu mati.
Ætla að spá öruggum 3-0 sigri Liverpool á morgun-vegna þess að Liverpool er með betra lið en Tottenham.
Er einhver með meðmæli með pöbb / veitingastað til að sjá Liverpool leik í Orlando ?
Sælar elskurnar.
Þetta fer 3-1, Coutinho, Lallana og Origi. Alli kemur þeim samt yfir.
Ekkert rugl.
Skrtel (#9) segir:
Lastu greinina? Ég var ekki að hrósa Tottenham. Ég var að benda á þá staðreynd að þeir hafa verið fyrir ofan Liverpool í 6 af síðustu 7 tímabilum núna. Fyrir menn eins og þig sem hugsa ennþá um þá sem óæðra lið.
Það er eðlilegt í dag að Tottenham sé fyrir ofan Liverpool. Og hefur verið í mörg ár.
Ég hata greinar sem falla ekki að mínum veruleika.
Virkilega flott upphitun, takk.
Er sammála, Spurs á svo sannarlega skilið respect og þeir hafa verið frábærir í vetur og hafa heldur betur eflst síðustu mánuðina.
Having said that þá eru þeir langt í frá ósigrandi og við eigum að taka þá á heimavelli ef við náum okkur vel á strik, enda höfum við haft ágætis tök á þeim undanfarin ár á heimavelli. Er ánægður hvernig Klopp tæklar þennan leik, sagði í viðtali í gær að leikmenn ættu að mæta í þennan leik eins og hann væri “cup final”. Er algerlega sammála því. Von mín um 4. sæti dó fyrir nokkrum mánuðum síðan en maður gerir þær kröfu til Klopp og leikmanna að þeir horfi EKKI þannig á deildina og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að ná að vinna þá leiki sem eftir eru. Mikilvægt að enda tímabilið vel og innleiða meira sjálfstraust inn í leikmannahópinn.
Spái sannfærandi 3 – 1 sigri. Firmino, Coutinho og Lallana skora. Ekkert helvítis kjaftæði!
Mignolet; Clyne, Lovren, Sakho, Moreno; Can, Henderson; Milner, Lallana, Coutinho; Sturridge
ok. ekki skorar Firminio á eftir 🙂 Set þess í staðinn eitt á Sturridge.