Liðið gegn Dortmund

Byrjunarliðið í stórleik kvöldsins er komið:

Mignolet

Clyne – Lovren – Sakho – Moreno

Henderson – Can – Milner

Lallana – Origi – Coutinho

Bekkur: Ward, Toure, Smith, Allen, Ibe, Firmino, Sturridge.

Það var orðrómur fyrir leik um að Divock Origi myndi byrja þennan leik og sá orðrómur hefur nú ræst. Þetta er gríðarlega stórt tækifæri fyrir hann og ljóst að Klopp þorir að taka áhættur, með bæði Firmino og Sturridge á bekk.

Byrjunarlið heimamanna er firnasterkt í kvöld:

Weidenfeller

Piszczek – Hummels – Bender – Schmelzer

Castro – Weigl – Durm

Mkhitaryan – Aubameyang – Reus

Þetta er svakalegt lið. Þetta verður alvöru þolraun fyrir okkar menn í kvöld. Vonandi koma þeir með stöðu sem hægt er að vinna úr til baka á Anfield í seinni leikinn.

Áfram Liverpool!

YNWA

59 Comments

  1. Úff spennan farinn að magnast.
    Rosalega stór leikur og gríðarlega mikilvægt að ná góðum úrslitum fyrir seinni leikinn.
    Sterkur bekkur með Firmino og Studge, er Skrtel búin að spila sig úr hópnum.

  2. Usss þetta verður eitthvað
    Nú reynir á miðjuna og vörnina hjá okkur

  3. #4 þú ert væntanlega að grínast eða sást ekki leikinn gegn Southampton.

  4. Það vantar rosalega marga í þetta Dortmund XI en það breytir þvi ekki að þetta er besta framlína sem Liverpool hefur mætt í mörg ár.

  5. Nr. 7
    Vantar einhvern í þetta byrjunarlið Dortmund? Er þetta ekki sama lið og ég spáði nema v.bak en það orðaði ég svona “Hinn 23 árs gamli Erik Durm hefur verið að spila vinstra megin að undanförnu en heilt yfir tímabilið hefur Marcel Schmelzer verið vinstri bakvörður.”

  6. spes að Sturridge se a bekk, Sturridge er 10 sinnum liklegri til að skora en Origi og það þótt hann væri a hækjum. Við þurfum helst að ná utivallarmarki. þetta verður gríðarlega erfitt fyrir okkar menn en maður vonar það besta. Tímabilið veltur á þessari Evrópudeild og þess vegna er maður gríðarlega spenntur og stressaður fyrir þessum leik.

    koma svooo Liverpool sýniði okkur eitthvað frábært og óvænt í kvöld

  7. langar sendingar á Origi. Það er málið segja spekingarnir. Gegengegenpressen.

  8. Nr. 8
    Vantar ekki Gündo?an á miðjuna? 🙂 en mundi nú ekki segja að það væru margir eins og Jón Steinn vill meina

  9. Fyrir þá sem eru að leita að alvöru stream-i þá er þetta : acestream://c8f691eb752ff80896516ccbb8efbcecfd19075e

    Með geggjuðum gæðum

    Þarf bara að sækja ace player forritið ef menn hafa það ekki

  10. Leggst vel í mig, þetta verður hörku leikur.

    Verð að viðurkenna að ég varð bara hálf meir við að sjá sönginn.

    Endar 2-1 þvímiðr,

    YNWA

  11. Afhverju er Michael Owen svona ógeðslega leiðinlegur?

    Það er skárra að hlusta á breimandi læðu en hans ömurlegu rödd og pointless komment!!!

    Ég sver það, Arnar Björns er skárri með tölfræðinöldrið!

    Afsakið rantið!

  12. Jæja, manni er nú farið að gruna að þetta verði erfitt þótt vægt sé til orða tekið :/

  13. Eins og blaut tuska í andlitið á þeim þýsku sem hafa litið mun betur út en við. Mikilvægt útivallarmark hvernig sem fer og Mignolet tæknitröll leiksins hingað til. Þetta er bara gaman og stemningin ótrúleg.
    YNWA

  14. Viðar Skjóldal þarf hugsanlega að éta skítugan íþróttasokk? 😉

    Komment #9:
    ” spes að Sturridge se a bekk, Sturridge er 10 sinnum liklegri til að skora en Origi og það þótt hann væri a hækjum. Við þurfum helst að ná utivallarmarki.”

    YNWA!

  15. owen og mcmannnnnamannnnnn eru nu ekki merkilegir pappirar. serstaklega mcmann.litill madur sa.

  16. Verulega vel spilaður leikur hjá Liverpool. Sakho og Lovren að eiga algjöran þrusuleik í vörninni og Origi að valda Dortmund allskonar vandræðum.

  17. Flottur hálfleikur, hefði verið gaman að sjá origi klára hálfleikinn með öðru marki. Mikilvægt að Can og Henderson komast í gang í seinni hafa báðir verið að spila undir getu.

  18. Ég hef áhyggjur af dómaranum. Réttilega spjald á Lallana en að Can hafi fengið spjald er djok. Svo hafa þeir 3x farið aftan í okkar menn . Raus 2 sinnum með ljót brot.

    Þetta verður erfitt í seinni er við verðum að nýta færin því þau munu koma

  19. Can er á gulu mest af hálfleiknum og verður því að passa sig og reyndar finnst mér merkilegt að engin útileikmaður Dortmund skuli vera komin með gult. Miðvarðarparið okkar búið að vera flott sem og flestir leikmennirnir. Fróðlegt að sjá hvaða pól í hæðina Klopp tekur varðandi þá sem eru á gulu og eins hvort Henderson kemur út í seinni eða ekki. Það væri stæll yfir því að klára þetta 2-0 en ég sætti mig samt alveg við stöðuna eins og hún er 🙂
    YNWA

  20. Stórskrítinn leikur en nokkrir punktar.

    1. Dortmund er besta lið sem liverpool hefur spilað á móti á þessari leiktíð og þeir myndu taka Enskudeildinna að mínu mati.
    2. Liverpool spiluðu illa í fyrirhálfleik. Héldu boltanum mjög illa þar sem Henderson, Millner og Can voru í smá veseni og liðið voru tæpir þarna aftast með Sakho fremstan í flokki og Dortmund fékk nokkur fín færi þar sem Lovren, Sakho og Mignolet björguðu okkur.
    4. Sóknarlega hefur liðið varla ná að koma boltanum á Lallana og Coutinho framarlega á vellinum en löngu boltarnir á Origi eru fín ógn.
    5. Fótbolti snýst um að skora og það gerðu okkar menn með flottu marki og hefðu geta bæt við marki undir lokinn.

    Staðan er frábær eins og er og væri frábært að fara með þessa stöðu heim en það mun liggja á okkur og þurfum við að vera tilbúnir í baráttuna en þeir munu sækja stíft sem við getum nýtt okkur með löngu boltum á Origi(Sturridge).

  21. Firmino hlýtur að koma inná ca. 60 mín. Hann hefur spilað á móti þessum flestum. Þekkir þá.

  22. Djöfulsins markvörslur voru þetta hjá Weidenfeller þarna, þrjár í röð!

  23. Mignolet átti að gera betur í markinu. Bara við hefðum 1 stk Weidenfeller.
    Moreno og Henderson eru ekki starfi sínu vaxnir hjá félaginu okkar.
    Annars frábær barátta og skemmtilegur leikur… ennþá allavega.

  24. Geggjaður leikur!

    Annars er það svo löngu orðið þreyttara en andskotinn að horfa á liðið fá á sig mark úr föstu leikatriði 🙁

    Er einhver með tölfræði yfir það, hversu stórt hlutfall þeirra marka sem við fáum á okkur, koma úr föstum leikatriðum? Það hlýtur bara að vera einhver helvítis hellingur!

    Gríðarlega mikilvægt að tapa ekki úr því sem komið er. Að vinna 1-2 væri stórkostlegt!

  25. Origi að sanna það að mínu mati í þessum leik að hann geti alveg verið starter á næsta tímabili ólíkt því sem kom fram í podcastinu!

  26. Fáránlegt að Moreno hafi ekki fengið spjald. Stórhættuleg og einstaklega heims tækling. Ekki í fyrsta skipti sem maður sér svona heimsku frá honum.

  27. En það sem Origi hefur vaxið í vetur ! Hinn nýji Lewandowski einhver ?

  28. Flottur leikur hjá Origi, þessi strákur á klárlega mikið inni næstu 1-2 ár undir góðri leiðsögn Klopp.

  29. Hefði tekið þessi úrslit fyrir leikinn, en liðið spilaði það vel að ég er smá svekktur að hafa ekki tekið meira úr leiknum.

Dortmund á morgun – Upphitun 3/3

Dortmund 1 Liverpool 1