Þetta verður líklega stysta leiksskýrsla sem ég hef skrifað, en þetta var afskaplega rólegur leikur, fyrir utan síðustu 3-4 mínúturnar eða svo.
Klopp kom mér dálítið á óvart í kvöld og spilað með Firmino sem fresta mann í stað Sturridge.
Liðið í kvöld var svona
Mignolet
Clyne – Lovren – Toure – Moreno
Allen – Lucas
Milner – Lallana – Coutinho
Firmino
Bekkur: Ward, Benteke (89), Sturridge, Skrtel, Ibe (45m), Smith, Chirivella
Leikurinn fór fjörlega af stað. Allen fékk flott færi þegar hann skaut beint á markvörð Villarreal úr miðjum teignum eftir fyrirgjöf Lallana. Stuttu síðar fengu heimamenn aukaspyrnu sem þeir tóku snöggt, sendu innfyrir á Soldado sem skaut hárfínt framhjá.
Eftir þetta róaðist leikurinn svolítið, bæði lið voru að þreifa fyrir sér án þess að skapa sér mikið. Soldado átti jú ágætis skot rétt framhjá eftir að misheppnuð móttaka datt svo beint fyrir hann en annars var ekkert um opin færi.
Vörn heimamanna kom mjög framarlega og fannst mér afskaplega pínlegt að sjá engan leikmann Liverpool reyna að nýta sér það, allir vildu koma stutt og fá boltann í fæturnar.
0-0 í tíðindarlitlum fyrri hálfleik.
Síðari hálfleikur
Ég var að búast við Sturridge í stað Firmino í hálfleik, það kom mér því á óvart þegar ég sá Ibe koma upp úr göngunum og Coutinho útaf, ætla rétt að vona að hann sé ekki meiddur.
Ekki byrjaði það nú vel, Villarreal fengu horn eftir 15 sec og skölluðu upp úr henni í stöngina! Við byrjuðum n.b. með boltann!
Heimamenn fengu aftur fínt færi á 55 mínútu eftir að okkur gekk erfiðlega að hreinsa boltann, en skutu yfir markið úr þröngu færi.
Firmino fékk langbesta færi Liverpool á 66 mínútu þegar Milner átti frábæra stungu á Firmino sem skaut í stöngina úr fínu færi, svei mér þá ef að Asenjo náði ekki að verja í stöngina þarna.
Firmino post! pic.twitter.com/yJYiu2rIfw
— Liverpool Gifs (@LiverpoolGifs) April 28, 2016
Lallana var svo ranglega dæmdur rangstæður á 74 mínútu þegar Moreno kom með langa sendingu inn fyrir flata vörn Villarreal sem var allt of framarlega (STURRIDGE, HVAR ERTU???). Algjör synd því Lallana var einn gegn markmanni.
Mignolet bjargaði okkur á 86 mínútu þegar Villarreal fékk líklega sitt besta færi. Bakambu komst þá nánast inn fyrir vörn Liverpool en Mignolet varði frábærlega! Liverpool komst svo í skyndisókn eftir hornspyrnuna sem fylgdi, Moreno tók sprett upp nánast allan völlinn en skaut hárfínt yfir úr frekar þröngu færi.
Lopez skoraði á 91 mínútu eftir að Suarez komst inn fyrir Toure og lagði boltann aftur út á Lopez sem skoraði í autt markið. Hrikalegt að fá á sig mark á þessum tímapunkti eftir að nákvæmlega ekkert hafði verið í gangi í 90 mínútur þar á undan!
Maður leiksins og pælingar
Mjög rólegur leikur og alveg hrikalega svekkjandi að fá á sig mark í uppbótartíma eftir að hafa ekki gefið þeim færi í 90 mínútur sem heitið getur. Þetta þýðir auðvitað að Liverpool þarf að sigra með tveimur mörkum í seinni leiknum. Liðið spilaði ágætlega í 90 mínútur, á erfiðum útivelli í undanúrslitum í EL og gáfu heimamönnum varla færi. Ef ég á að setja út á eitthvað í þessum leik þá skil ég ekki afhverju Klopp lét ekki Sturridge inn. Okkar sóknarmenn voru ekkert sérstakir í þessum leik og í þokkabót fannst mér vörn Villarreal spila mjög framarlega og vera afskaplega flöt, eitthvað sem svona fyrirfram maður myndi halda að hentaði Sturridge fullkomlega.
Ég á annars erfitt með að velja mann leiksins, held ég segi bara pass í þetta skiptið. Enginn sem bar af.
Svekkjandi tap, en það skal enginn útiloka Liverpool í Evrópu. Þetta setur upp ROSALEGAN leik eftir viku þar sem ég hef fulla trú á að tólfti maðurinn komi okkur yfir línuna!
Þetta tap skrifast á Klopp, ég átta mig ekki á því af hverju maðurinn leggur upp markalaust jafntefli í undanúrslitum í evrópukeppni á útivelli. Þetta er fokking dýrkeypt að reyna ekki að ná útivallarmarki. Ef þeir setja 1 á anfield þurfum við að skora 3. DJÖFULSINS ANDSKOTI.
við áttum að fá víti en ranglega dæmd rangstaða, svo fengu þeir rangstöðumark í lokinn, annars er eitt mark undir ekki svo slæmt fyrir heimaleikinn, við getum rúllað yfir þetta lið á heimavelli.
Þetta var ekki rangstöðumark hjá Villareal, því miður.
Þetta er samt ekkert búið, maður hefur alveg séð liðið ná að moka sig upp úr dýpri skurðum en þetta. En mikið svakalega lyktaði þessi leikur af því að vera bara eins og hver annar leikur í riðlakeppninni.
ÞETTA VIAREAL-LIÐ ER ÖMURLEGA LÉLEGT OG VIÐ VINNUM Á ANFIELD 3-1!!!!!!!!!!!!!
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!
Nánast fullkomið þar til í uppbótartíma. Greinilegt hvernig línan var lögð og við hefðum gengið glaðir frá borði með jafntefli og jafnvel talað um góða taktík hjá Klopp 🙂 Ef mið er tekið af þessum leik þá eigum við að leggja þetta lið heima og það munum við gera. Mignolet með tvær frábærar vörslur og Toure að standa sig einstaklega vel nema kanski í blálokin. Firmino var í mínum huga slakastur ásamt Ibe.
YNWA
#3 hann sendir boltann fram fyrir sig fyrir innan vörnina, það er rangstaða.
Afhverju var þetta rangstöðumark var hann rangstæður í fyrstu sendingunni? Það var allavegana engin rangstaða í sendingunni fyrir markið ar sem að maðurinn sem að skoraði var fyrir aftan boltan þegar hann var sendur
Fyrsta tap Liverpool í evrópu á þessari leiktíð staðreynd og súrt að fá þetta mark á okkur í uppbótartíma og gerir það að verkum að eitt mark frá þeim á Anfield gerir þetta mjög erfitt en ég er bjartsýnn og spenntur fyrir geðveiku evrópukvöldi á Anfield eftir viku.
YNWA!
Við skulum alveg átta okkur á því að Klopp var að reyna að vinna leikinn en hann ætlaði ekki fórna neinu varnarlega á kostnað þess.
Heimamenn virtust bara sáttir við 0-0 eiginlega allan leikinn og liverpool líka. Það er því ótrúlega svekjandi að fá þetta óþarfa mark á sig.
Eiginlega í fyrsta skipti í leiknum fóru Allen, Millner, Lucas allir í einu í pressu með engan af þeim til að vernda vörnina og þeir gera þetta á 92 mín. Heimamenn spila sig í gegnum þetta og Toure virkaði mjög gamall þarna,spilaði manninn réttstæðan og var ekki nálagt því að ná honum.
Heilt yfir var þetta bara göngu bolti og hefði maður alveg tekið 0-0 fyrir fram í svona leik en það gekk ekki eftir útaf aula marki en svona er fótboltinn. Nú er staðan þannig að Liverpool verður að skora á Anfield og það tvö mörk nema að liðið fari í vító(og halda hreinu í leiðinni).
Eftir síðasta Evrópuleik á Anfield þá ætla ég ekki að efast um liðið okkar, það getur alveg snúið þessu við og það er eitthvað sem segjir mér að á miðsvæðinu verður ekki Lucas, Allen og Millner allir í einu heldur verður blásið til sóknar frá fyrsta flauti og við munum eiga ógleymalegt Evrópukvöld.
Þetta tap skrifast EKKI á Klopp. Þetta tap skrifast á þá leikmenn sem spiluðu þennan leik. Við áttum að nýta færin okkar, eða eitthvað af þeim. Hvað með það, þetta Villarreal lið er ekkert spes og við getum alveg valtað yfir þá á Anfield með góðum leik.
Tökum þessa spanjóla bara í bakaríið heima í næstu viku. ! !
Þessi leikur var bara nákvæmlega eins og city-real og atletico-bayern í riðlakeppni meistaradeildarinnar. Menn spila varlega í svona leikjum og leggja upp með að reyna að eiga möguleika í seinni leiknum.
Klopp veit alveg hvað hann er að gera eins og hinir þjálfararnir sem eru í þessari stöðu í meistaradeildinni.
#6 held þú ættir að kynna þér rangstöðu regluna betur
Sæl og blessuð.
Það var stress í byrjun, þeir áttu fyrsta kortérið. Svo fannst mér okkar menn ná yfirhöndinni, unnu flest návígi og boltinn gekk vel á milli. Allen stýrði vel, Milner öflugur, Lucas hélt mönnum við efnið, Moreno átti góða spretti, Toure var algjör draumur og ég sá ekki betur en að Lovren hafi verið traustur. Cline alltaf á fleygiferð.
Engin mynd á þessu hjá Ibe, klárlega skref niður á við að taka Coutinho út af fyrir hann. Firmino týndist á löngum köflum og átti að vera búið að setja markamaskínuna okkar inn á fyrir hann.
Alger-og-algjörlega óskiljanlegt af hverju Sturridge var ekki kominn inn á. Hugsa að hann hefði m.a.s. skorað úr þessum skalla sem Benedikt nennti ekki að hoppa upp í, þarna á markteignum.
Held samt að næsti leikur verði ekkert svakalega erfiður. Völlurinn snarbilaður og mannskapurinn á tánum. Sturridge vonandi inn á frá byrjun. Má svo fara út í stöðunni 3-0.
Mark Villareal var ekki rangstæða og það er fyndið að hlusta á menn hérna segja að þetta Villareal sé lélegt lið þegar að Liverpool var að tapa fyrir þeim.
engar áhyggjur – þetta Villareal lið er arfa, arfa slakt.
3-0 heima
Villareal vann þetta verðskuldað 1-0.
Er eins og flestir, að bíða eftir útskýringum á því af hverju Sturridge er ekkert notaður.
En ég er smeykur við heimaleikinn, því styrkur Villareal felst í varnarleiknum, skíthræddur um að það fari 0-0.
En maður hefur lært að afskrifa ekki Liverpool í evrópuleikjum. Hins vegar þurfa menn að gefa allt í þetta frá fyrstu mínútu, ekkert helvítis hálfkák – og þá verður þetta séns.
Erfitt að bíða í heila viku!
#14 Finnst þér Newcastle vera gott lið ? Við töpuðum nefnilega líka fyrir þeim. Við vorum bara óheppnir að vinna ekki, nýttum ekki færin okkar , og vantaði sárlega Sturrigde frammi. Það heyrðist nokkrum sinnum hvað Klopp var pirraður á Ibe í leiknum, hann virðist vera að reyna að koma honum í gang, en ekkert gengur það.
Ég vona að Sturridge byrji inná hjá okkur eftir viku og að hann sýni okkur hvernig framherjar nýta færin sín.
Ótrúlegt hvað þeir fengu af ódýrum aukaspyrnum þegar við hefðum getað sótt hratt á þá. Vona að dómarinn verði með það í huga í næsta leik að þetta eru upp til hópa aumkunarverðar veimiltítur. Svekkjandi tap en ég er vongóður og hlakka til næsta fimmtudags.
soknum can og sakho
Aldrei aftur Æb. Djöfull sem þessi drengur er latur og lélegur.
Eg skil ekki þá sem segja að Klopp hafi ekki tapað þessu fyrir okkur en en það er jú bara mìn skoðun þessi leikur öskraði á framherja frá fyrstu mín en Klopp brást ekki við þvi. Sett ömurlegan Ibe inná sem var hræðilegur.
Af hverju láta menn eins og allt sé farið til andskotans? Eru menn annað hvort með hausinn blýfastan upp í klafarskýjum þegar við sigrum eða farnir niður í dökkustu skuggaholur sem fyrirfinnast þegar við töpum? Enginn millivegur?
Þessi leikur var týpísk útivallarframmistaða í Evrópu. Klopp lagði með að ná 0-0 sem gekk ágætlega þar til að menn misstu hausinn í lokin. Þessi íþrótt snýst ekki um neitt annað en lítil augnablik. Hvað væru menn að segja ef Lallana hefði ekki verið dæmdur rangstæður? Hvað væri sagt ef Moreno hefði skorað úr færinu sínu? Líklegast væru menn ánægðari en andskotinn með frammistöðuna hrósandi öllu liðinu fyrir frábæra útvillarframmistöðu.
Auðvitað er skrýtið að Sturridge hafi ekki fengið að spila en ég ætla að treysta Klopp fyrir þessu. Þessi þjálfari er að mínu mati okkar síðasta séns og ég sé að strax eftir leikinn voru sumir hverjir farnir að rakka hann hressilega niður. Fyrirgefiði en værum við á annað borð í þessum undanúrslitum ef það væri ekki fyrir þennan blessaða mann?
Ég er annars nokkuð rólegur og held að Anfield factorinn geti spilað sterkt inn í. Ef að menn halda að þetta sé búið núna megiði gjöra svo vel sleppa því að horfa á leikinn í næstu viku því það voruð þá líklega þeir sömu og hættu að horfa þegar Dortmund voru 3-1 yfir um daginn. Liverpool hefur oft verið með bakið upp við vegg fyrir seinni viðureignir og klárað dæmið.
Ekki nógu gott í kvöld en samt enginn heimsendir. Vonandi verða Sturridge og Klopp búnir að útkljá sín mál því að ekki veit ég hvað var í gangi þar. Sýndist Sturridge þó vera með stæla fyrir leikinn og neitaði að hita upp með rest af liðinu í skotæfingum. Klopp sagði um daginn að hann vilji ekki hafa menn sem séu góðir í fótbolta en hugsi eingöngu um sjálfa sig. Ef að Klopp finnst Sturridge vera að hugsa meira um sjálfan sig heldur en liðið verð ég að taka það trúanlegt.
Ekki sammála um að Firmino hafi spilað illa. Sýndist þetta lið henta honum ágætlega, en hann var ekki að spila sem striker.
Held Klopp hafi lesið andstæðinginn rétt, þeir eru mjög þéttir til baka, lifa á skyndisóknum og hafa takmarkaðan áhuga á að halda boltanum.
Við fórnuðum striker fyrir aukamann á miðjunni og reyndum að grípa tækifærin. Ferskur Coutinho hefði átt góða möguleika á að nýta sér þau, Lallana var ranglega dæmdur rangstæður, Firmino átti skot sem var vel varið og Allen skaut beint á markmanninn.
Misstum einbeitinguna í lokin, þeir náðu skyndisókninni sinni og skoruðu mark. Að einhverju leyti spilast leikurinn á Anfield upp í hendurnar á þeim með þessum úrslitum. En á móti neyðumst við nú til að spila okkar leik, sem miðað við þennan ætti ekki að vera svo hræðilegt. Á góðu kvöldi tökum við þetta lið.
Svekkjandi tap, engin spurning.
Ég verð nú að segja alveg eins og er að ég átti von á Villareal mun sterkari. Gerir það enn meira svekkjandi að tapa á móti þeim. Alger óþarfi.
EN…..við eigum Anfield eftir. Þetta Villereal lið er sterkt heima fyrir en lélegri á útivöllum. Það er ekki að ástæðulausu sem þetta lið er 20 stigum, 20 fokking STIGUM á eftir liðinu í 3. sæti í spænsku deildinni! Þeir eru þar með árangurinn 5 – 5 – 6 á útivelli. Það verður allt annar bragur á okkar liði í seinni leiknum. Anfield mun gjósa og Spánverjarnir munu fara á taugum.
Klopp var líka brattur í viðtalinu eftir leikinn. In Klopp we trust!
Vinnum öruggan sigur á Anfield!
Þetta er ekki flókið. Það er einfaldlega allt undir í næsta leik á Anfield.
Þetta mark undir lokin gæti átt eftir að reynast ansi dýrkeypt. Eins og bent hefur verið á, þá liggur styrkur Villareal á Spáni í sterkum varnarleik þar sem liðið hefur fengið undir 1 mark á sig að meðaltali í leik. Aðeins Atletico M. hefur fengið á sig færri mörk.
Hins vegar hef ég fulla trú á að Liverpool muni skora á Anfield og jafnvel fleiri en eitt mark. Vandamálið liggur hins vegar í hvort að liðinu takist að halda hreinu í 90 mín. eða 120 mín.
Hefði viljað sjá Sturridge koma inná og hrista aðeins uppí þessu. Lallana og Firmino voru orðnir þreyttir síðustu 10 mín. og voru ekki að ná að pressa. Það kom svo á daginn þegar þegar Lallana missti boltann undir lokinn full auðveldlega og uppúr því skoraði Villareal.
Ég ætla að bara trúa því að þetta mark sem Liverpool fékk á sig var bara til þess að auka dramatíkina í þessari keppni. Ég einfaldlega neita að trúa því að handritið hafi verið skrifað þannig að liðið slái út Utd. og Dortmund og falli svo út fyrir Villareal. Hvaða tilgangur væri með því?
Svekkjandi.
En fyrirsjáanlegt.
Það var vitað fyrir leikinn að Liverpool þyrfti að spila mjög þétt. Með 75 ára haffsent, 42 ára varnartengilið á miðjunni plús Allen sem er ekki beinlínis sá stærsti og sterkasti.
Það var vitað að ef við myndum teygja á liðinu, annaðhvort bjóða upp á svæði milli varnar og miðju eða fyrir aftan vörnina þá yrði það MJÖG auðvelt fyrir hvaða andstæðinga sem er að sækja á okkur.
Ef við bætum því síðan inn í jöfnuna að leikmenn Villareal og skipulag er eins og sniðið til að refsa öldunungunum Touré og Lucas þá máttum við alltaf vita það að okkur yrði refsað fyrir minnstu mistök varnarlega.
Það var þess vegna fyrirséð að Klopp myndi ekki finna pláss í liðinu fyrir Daniel Sturridge. Daniel Sturridge er vissulega stórhættulegur í vítateig andstæðinganna. Frábær slúttari. En það var líka fyrirséð að leikurinn myndi ekki spilast upp á styrkleika Sturridge í vítateig andstæðinganna. Ef við hefðum reynt slíkt upplegg hefði Route 1 upplegg Villareal einfaldlega slátrað okkur. Gjörsamlega slátrað okkur.
Þá er næsta spurning. Hefði Daniel Sturridge verið líklegur til að skila sínu hlutverki í kvöld af aga og ósérhlífni? Hefði hann verið líklegur til að sinna óeigingjörnu hlutverki, loka svæðum, hlaupa í svæði – opna fyrir aðra, halda boltanum hátt uppi? Hlutverkið sem Origi hefur skilað svo óaðfinnanlega seinustu vikur og góðar evrópuframmistöður liðsins hafa verið byggðar á?
Í einu orði sagt nei. Ekki séns. Daniel Sturridge er margt til lista lagt en hann er ekki þannig leikmaður. Hann er leikmaður sem horfir á markið. Alltaf. Vogun vinnur. Vogun tapar. Á móti Newcastle skoraði hann vissulega glæsilegt mark, en það var frammistaða hans í seinni hálfleik sem gerði það að verkum að það var mjög fyrirsjáanlegt að Jurgen Klopp myndi ekki ekki gefa honum mínútu á útivelli gegn Villareal.
Í stöðunni 2-1 á móti Newcastle þar sem leikurinn var í járnum og Liverpool í vandræðum var Daniel Sturridge eins og hauslaus kjúklingur. Missti boltann á hættulegum augnablikum, einspilaði á hættulegum augnablikum og missti boltann, og kórónaði agaleysið með því að taka upp á því með sjálfum sér að óhlýðnast fyrirmælum Klopp og uppleggi liðsins í varnarskipulagi án bolta.
Jurgen Klopp var aldrei að fara að velja Daniel Sturridge í þennan leik. Simple as. Ólíkt okkur hálfvitunum á twitter og kop.is þarf Jurgen Klopp að horfa framan í leikmenn sína þegar hann velur liðið sitt. Hann getur ekki sent þau skilaboð til leikmanna að velja mann í liðið í mikilvægum evrópuleik sem óhlýðnist fyrirmælum hans inn á vellinum á viðkvæmum augnablikum í leiknum áður.
Í liðinu hjá Jurgen Klopp eru engir farþegar. Menn geta ekki leyft sér að einspila eða nenna ekki að hlaupa hvað svosem þeir heita. Menn geta ekki leyft sér að hvíla sig á rassinum í fótboltaleikjum jafnvel þó þeir hafi skorað hálftíma áður. Ekki séns. Kannski í 3.deild á Íslandi eða 3.flokki en ekki í alvöru fótboltaliði. Og við erum að reyna að vera alvöru fótboltalið.
Það er síðan kaldhæðni örlaganna að einni mínútu eftir Jurgen Klopp setti inn sóknarmann – að varnarskipulag liðsins raskaðist í fyrsta og eina skiptið í leiknum og úr því kom mark.
En umræðan hér og annarstaðar er nú samt þannig, og hún er fyrirsjáanleg, að Klopp hafi gert mistök með því að spila ekki Daniel Sturridge og/eða af hverju sóknarmaðurinn hafi ekki verið settur inn á fyrr.
Það er leikur á sunnudaginn. Daniel Sturridge mun væntanlega spila þann leik frá fyrstu mínútu. Það er óskandi að hann muni stilla hausinn fyrir þann leik og haldi honum rétt stilltum meðan leik stendur. Skili sínu hlutverki innan liðsins og hlýði fyrirmælum Klopp. Ef hann gerir það eru allar líkur á að hann komi við sögu í seinni leiknum á móti Villareal.
Við gætum þurft á honum að halda.
Fyrir mér er enn bullandi rómantík í þessu.
Sjáum hvort menn verði ekki svei mér þá léttari í lund á sama tíma eftir viku 😉
Litli kútur veikur http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/philippe-coutinho-taken-during-liverpools-7857614
Hér eru nokkur dæmi um úrslit hjá þessu “arfaslaka” Villarreal liði á El Madrigal í vetur: Real Madrid 1-0, Atletico 1-0, Sevilla 2-1, Barcelona 2-2, Napoli 1-0, Leverkusen 2-0 og nú Liverpool 1-0.
Kvöldið,
Afhverju eru menn svona ósáttir við spilamennskuna hjá Liverpool i kvöld ?
Villarreal er í 4 sæti i spænsku á eftir Barca, Real ( sem þeir unnu á heimavelli ) og Atletico madrid.
Benitez var meistari i euro boltanum náði mjög góðum árangri með liðið þar, man einhver eftir full out sóknarbolta á útivelli hjá honum??
Þessi keppni skiptir öllu máli fyrir næsta season (ÖLLU) og menn vilja fara með 2-3 strikera og pressu á lið sem fær ekki á sig mörk og nánast allt byrjunarlið Liverpool er á meiðslalista.
Þessi leikur var mjög vel spilaður og reynsluleysi sem tapaði leiknum, 0-0 á útivelli er sigur og við áttum að fara með boltan út í horn fána ekki reyna spila okkur i gegn.
Eins þá mæli ég með að menn horfi aftur á leikinn og sjá hversu yfirvegaðir allen og lukas eru á miðjunni, Lukas vann líka 10 + bolta á miðjunni sem ég sé ekki Henderson gera lengur.
Annars gef ég þessum leik 8/10 euro einkunn og vona við skorum snemma i seinni leiknum kaupum svo Daniel Suarez bara útaf því að allir eiga svoleiðis treyju og hann virkar sem mjög góð kaup.
#29 þurfum ekkert að hræðast útleikinn á móti þessu liði.
Barcelona – Villarreal 3 – 0
Getafe – Villarreal 2 – 0
Levante – Villareal 1 – 0
Sevilla – Villarreal 4 – 2
Real Madrid – Villarreal 3 – 0
Bottomlænið er þetta. Við töpuðum ok. drullufúlt. Einvígið búið……eeeeeee NEI! Far from it!!
sorry, átti að standa heimaleikinn 🙂
Of mörg mörk sem Moreno er að kosta Liverpool. Er ekki hægt að fá manninn til þess að skilja einföld fyrirmæli. Það var eins og það væru engir bakverðir í liðinu þegar þessi sókn kom á hafsentana. Þetta mark var og barnalegt og óþolandi óskynsamlegt hjá liðinu. Erfitt að kynjga svona.
Jesus kristur hvað þetta er stundum furðulegt val hjá Klopp að hafa Firmino á vellinum næstum allan leikinn og hann gat ekki rassgat. Og svo kom Ibe inn á fyrir Coutinho og guð hvað hann er lélegur. Og af hverju í satans nafni notar maðurinn ekki Sturridge.
Og að sjálfsögðu töpuðu við leiknum og allir eru bara voða happy og rólegir og halda bara að þetta verði ekkert mál í seinni leiknum.
úff
#12 þegar hann spilar boltanum á markaskoraran er markaskorarinn í rangsöðu og boltinn stefndi í áttina áfram, það er rangstaða
https://www.youtube.com/watch?v=6xKEe2oSMMc
Jóispoi.
Reglurnar eru skýrar hvað þetta varðar:
http://www.ksi.is/media/domaramal/Knattspyrnulogin-2016-17,-islenskur-texti.pdf
11. grein Rangstaða
Leikmaður er ekki í rangstöðu ef hann er samsíða:
* næst aftasta mótherja eða
* tveimur öftustu mótherjum
Á þessu myndbandi sést klárlega að sá sem skorar er fyrir aftan Toure og Mignolet þegar sending kemur. Ef hann hefði verið fyrir framan Toure þegar boltanum var spyrnt þá hefði hann verið rangstæður.
Jóispói hættu þessu bulli, reyndu frekar að lesa þig til um reglurnar áður en þú talar, hann er fyrir aftan boltan þegar hann sendir á hann, það er ekki rangstæða end of story.
Hahahha fyrirgefið en að einhver skuli reyna að halda því fram að þetta hafi verið rangstæðu mark. 5 ára sonur minn fattar regluna
Einare#36
Hérna eru Ksí reglan sem þú hlekkjaðir:
“Leikmaður er í rangstöðu ef:
? ef einhver hluti höfuðs hans, búks eða fóta er á vallarhelmingi mótherjanna (að frátalinni
miðlínunni) og
? ef einhver hluti höfuðs hans, búks eða fóta er nær marklínu mótherjanna en bæði boltinn og næst aftasti mótherji.”
Sá sem skoraði var á vallarhelmingi mótherjanna og nær marklínunni en næst aftasti mótherjinn, en ekki nær marklínunni en boltinn þegar sendingin kom. Þar sem aðeins tvö skilyrði eru uppfyllt, en ekki öll þrjú var hann þ.a.l. var hann ekki rangstæður. Því miður.
Einare#36
Ég hefði átt að lesa þitt komment með báðum augum… Við erum greinilega sammála. Afsakaðu þetta 🙂
Mig langar að koma með nokkur atriði varðandi síðustu leiki í þessari keppni. Byrja á Dortmund úti þar sem ég sagði mina skoðun á taktikinni. Þar fannst mér við vera svakalega opnir á miðsvæðinu og mjög oft í þeim leik voru Dortmund í frábærri stöðu en til þess að refsa okkur en við hittum þa á mjög vonan leik sannarlega hjá þeim og eg sagði eftir þann leik að eg óttaðist þa mikið í seinni leiknum ef að við ætluðum að spila eins og það kom heldur betur á daginn því að soknarlega á Anfield hefði þeir getað verið búnir að skora 4 mörk í fyrri hálfleik en á ótrúlegan hátt náðum við að vinna þann leik en eg hef oft hugsað um það hversu falið þetta var en um leið ótrúlega skemmtilegur endir.
Svo mætum við liði sem er ekki eins gott sóknarlega en mjög gott varnatlega og þá erum við ekki með alvöru striker inni á vellinum og okkar lang líklegast markaskorari kom ekki inná í leiknum.
Ekki misskilja mig. Eg elska Klopp en stundum boyna eg bara ekkert í því sem hann er að gera. Hvernig getur hann ekki áttað sig á því hversu mikilvægt það er að skora utivallar mark. Það skiptir svo miklu máli!!!.
Hann hafði tækifæri að breyta í hálfleik og eg var nokkuð viss um að hann myndi henda Sturridge inná. Síðan kom í ljós að Coutinho var veikur og þa sa eg IBE koma inná og eg ældi pinu uppi mig.
Svo eftir leik kennir hann Moreno um markið. Sem þjálfari getur þú stjórnað því hvar menn eiga að vera og sérstaklega í uppbotartima. Klopp stóð þeim megin og hefði getað sagt Moreno til. Kannski hefði hann það og þá skil ég Klopp en ég efast um það. Það væri líka e miðjumenn sem seldu sig í þessu marki í stað þess að falla neðar. Því ljóst var að við vorum ekki að fara að skora á þessari stundu.
Eg hef hraunað oft yfir Mignolet en mikið bjargaði hann IBE áður en markið kom og þa hugsaði eg: loksins markvarsla sem gæti skipt öllu.
Þetta einvígi er alls ekki búið en afhverju alltaf að fara svona erfiða leið. Í stað þess að reyna að skora á útivelli þurfum við að sækja á lið sem elskar að verjast á útivelli. Það hefði hentað helv vel að þeir þyrftu utivallar mark.
Eg hef verið ósáttur við uppleggið og furða mig á þessu. Mikið held ég að Sturridge hafi verið svekktur að sjá síðan Benteke sem hefur talað sig burt frá félaginu og ekkert getað eða hvað þa skorað koma inná.
Það má alveg gagnrína Klopp eins og aðra. Fyrir mér var það hann sem tapaði þessum leik og hann á ekki að kenna einum manni um.
Og JoiSpoi. 2 leikmenn sem komast einir í gegn og enginn varnarmaður eða markmaður er nálægt. Heldur þú að maðurinn með boltann megi ekki senda á hinn afþvi að það eru ekki varnarmenn eða markmaður nálægt?
Svo lengi sem maðurinn sem fær boltann er varnarmeginn við manninn sem sendir en EKKI fyrir framan manninn sem sendir þa er það ekki rangstæða.
Sendingin áðan kom frá manni sem var framar á vellinum en sá sem fékk boltann og skoraði. Svo einfalt er þetta. Til að einfalda þetta enn meira. Sá sem skoraði var varnar megin við boltann en ekki fyrir framan mann sem sendi.
Góðar stundir
Fyrir utan úrslit leiksins þá átta ég mig ekki á hvernig menn geta verið óánægðir með framlag liðsins í kvöld ? Liverpool var að mínu mati mun betra liðið í leiknum og stýrði tempóinu lengstum af. Denis Suarez, Soldado og Bakambu sáust varla í leiknum og mér fannst þessi viðureign copy paste af Dortmund viðureigninni í Dortmund þar sem slökkt var á Reus, Mikhitaryan og Aubemyang (að mestu leyti). Að því gefnu að Villareal mæti ekki á Anfiled með sömu læti og BVB gerðu, þá hef ég töluverða trú á því að við förum í úrslitaleikinn.
Auðvitað er 1-0 fáránlega mikið erfiðara en 0-0 og gríðarlega svekkjandi að ná ekki að halda hreinu. En liðið átti flottan leik í kvöld á erfiðum útivelli og hana nú.
Þegar tveir leikmenn sleppa innfyrir vornina þá má maðurinn senda boltan til hinns ef sendingin er samsíða eða til baka, en það er rangsaða ef hann sendir hann fram, í þessu tilfelli sýndist mér markaskkorarinn vera fyrir frama Toure.
frá einu sjónarhorni sýnist mér markaskorarinn vera nær markinu en Toure, en betra sjónarhorn sýnir að hann var samsíða Toure eða rétt fyrir aftan hann og þess vegna engin rangstaða.
Sælir félagar
Þetta var drullufúl niðurstaða en svo sem enginn heimsendir. Liðið á að ráða við að vinna heimaleikinn hvernig sem það annars fer. Ef ekki þá er þessi leikur mjög slæmur. Það er bara þannig. Hvað rangstöðurifrildið varðar þá skiptir engu máli hvort maðurinn var rangstæður eða ekki. Leikurinn er búinn og markið gilt og búið spil. Jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða en svona fór þetta og því fær ekkert breytt.
Það er nú þannig
YNWA
Joi. Þú verður að kynna þer regluna betur.
Hann má auðvitað senda boltann framfyrir svo lengi sem leikmaðurinn sem fær boltann er fyrir aftan manninn sem sendir.
Eg er búinn að spila 270 leiki í meistaraflokki og í öllum deildum og skorað 200 mörk í íslandsmóti. Auk þess er ég þjálfari líka. Þér er alveg óhætt að trúa mér vinur.
Jæja, svona fór það. Í heild fannst mér liðið ágætt en tiltölulega rólegt og lítið fyrir sénsa. En enn og aftur tekst ekki að halda haus í vörninni í 90 mín, eða 93 mínútur, eins og þarf að gera. Ef satt er með belginginn í Sturridge, eins og einhver hér að ofan vill meina, þá höfum við ekkert að gera með hann. Nóg er af þessum bévítis egósitum sem hugsa fyrst um sig og síðan um liðið og má þar nefna Balotelli og Lovren. Gott fyrir Ibe og Firmino að fá reynslu í stórum leikjum, enda báðír með mikla hæfileika en eins og hjá mörgum ungum og óreyndum þá vantar stöðugleika í þá. Það kemur með tímanum. Þessi miðja er athyglisverð, Lucas, Allen og Milner eru nú ekki beint þekktir fyrir að láta til skarar skríða fyrir framan markið. Finnst reyndar að Lucas spili næstum alltaf bara öruggu leiðina sem stundum er gott en ofast fyrirsjáanlegt og þurrt. Mér finnst hann hugsa eins og miðvörður frekar en miðjumaður. Heimaleikurinn verður snúinn en ég held að betra sé fyrir liðið að þurfa að sækja. Við höfum séð það í vetur að góð staða í fyrri leik hefur komið illa í bakið í seinni leik á heimavelli. Nú verður bara að setja á fullt gas frá upphafi og helst skora snemma. Jafnvel nota sama lið, etv skipta Sturridge fyrir Firmino eða Sturridge fyrir Allen. ÁframLiverpool.
Mér finnst Mignolet eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína í þessum leik. Það komu nokkur færi sem hann varði mjög vel og fyrir mér er hann maður leiksins.
Annars fannst mér leikurinn með þeim hætti að Liverpool stjórnaði honum en Villareal fékk öðru hvoru hættuleg færi. Það er sérstaklega svekkjandi að tapa þessum leik þegar horft er til þess að liðið spilaði virkilega vel.
Annars er ég sammála pistlahöfundi með það að mér var fyrirmunað að skilja afhverju Sturridge var ekki settur inn á. Reyndar kallaði ég líka eftir Benteke en sú skipting kom of seint, því mér fannst vanta einhvern hávaxinn inn í teig að taka á móti fyrirgjöfum.
Gaman þegar menn sjá hlutina frá mismundi vinklum. Yndislegur leikur þessi knattspyrna. Ætla að gefa Jóa prik fyrir að standa fast á sínu:)
Fannst eins og Klopp hafi ofmetið þessa gulu eða ekki útskýrt nógu vel hvernig hann vildi vinna leikinn, gerist ekki oft. Sjáum líka að þeir sem eru að fylla upp í meiðslagötin eru ekki jafn góðir í fótbolta og hinir. Ekki sama flæði. Við þurfum að skora í seinni leiknum og það hentar okkur alltaf vel. Verðum 2-0 yfir í hálfleik á Anfield, þeir þurfa að koma framar og við setjum tvö í viðbót:)
Að málum málanna: Sakho!
“The odd howler aside, Sakho isn’t exactly clumsy. It’s more he seems to operate from behind a fug of trapped energy, a majestically loopy jumble of limbs, surging out from the back like a drunken Franco Baresi.” 🙂
Áhugaverður pistill hér:
http://www.theguardian.com/football/blog/2016/apr/29/liverpool-europa-league-mamadou-sakho
Klopp og félagar voru búnir að stúdera andstæðinginn og þetta var niðurstaðan. Hann sagði í viðtali fyrir leikinn að hann ætlaði að spila leikinn sem Villareal vildi ekki spila. Væntanlega mjög hægan og varfærin bolta. Eftir því sem mér skilst hafa þeir staðið sig vel á heimavelli og því full ástæða til að fara varlega í fyrri leikinn af tveimur.
Eins og við lærðum í leikjunum tveimur við Dortmund skiptir staðan á þessu augnabliki engu máli. Útivallarmarkið gerði ekki mikið fyrir okkur seinast.
Hallur, þú varst nú rangstæður í 150 af þessum mörkum 😉 En JoiSpoi, þú verður að lesa þér til, þetta er orðið vandræðalegt…
https://www.youtube.com/watch?v=U01-uArNpdw
Þarna sérðu þetta útskýrt á 1:59.
En varðandi leikinn þá hlýtur Sturridge einfaldlega að hafa verið meiddur, veikur eða gert eða sagt eitthvað af sér. Hugsanlega í kjölfarið á að vera ekki í byrjunarliðinu eða eitthvað. Ég skil Klopp vel að vilja passa upp á hann og Kristinn hér að ofan kemur líka með góða útskýringu á agaleysinu í honum.
Hitt er annað mál að ég hefði viljað sjá hann skipta við Coutinho í hálfleik og setja Firmino út á kantinn eða fara í tígulmiðju, sem reyndar hefur gefist ansi vel.
Því var ekki að heilsa og Ibe var svo lélegur að Liverpool voru einum færri allan seinni hálfleikinn. Svo fór að hægjast verulega á Kolo Toure síðustu 10 mínúturnar, held að lærvöðvarnir á honum hafi verið hættir að virka út af mjólkursýru.
Það er líka rétt sem er sagt hér að ofan að það er ekki bara Moreno sem er út úr stöðu. Ef hann fer upp þá eiga auðvitað Lucas, Milner og Allen að kovera. Liðið á að verjast sem heild og ef einhver tekur sprettinn upp þá verður hann að fá tíma til að koma sér til baka. Hann á samt að vera það skynsamur að róa sig niður í lokin og sinna fyrst og fremst varnarhlutverkinu.
Einvígið er síður en svo búið og Liverpool á svo sannarlega séns á Anfield á fimmtudaginn. Það verður þó alveg þrælerfiður leikur því Villareal eru klókir og þjálfarinn þeirra er góður og þeir þekkja líka veikleika Liverpool. Ég vona samt að allt verði komið í lag hjá Sturridge því við erum hálft lið án hans.
Síðan er alveg deginum ljósara að meiðslapakkinn hefur veruleg áhrif núna.
#50 Útivallamarkið í Dortmund gerði það að verkum að okkur nægði að vinna. Eitt mark frá Villareal þýðir að við þurfum 3. Útivallamörk skipta oftast öllu.
Eigum a? rúlla yfir þetta li? á heimavelli. Mín spá 3-0
#52 Þegar tíu mínutur voru liðnar af Dortmund leiknum á anfield, skipti útivallarmarkið engu máli.