Spurning hvað maður nennir að eyða mörgum orðum í svona leik …..
Klopp gerði 8 breytingar frá því á fimmmtudaginn, með Skrtel sem fyrirliða og allt of fáliðaður á miðjunni. Þetta var yngsta byrjunarlið Liverpool í sögu úrvalsdeildarinnar, held að meðalaldurinn hafi verið rétt rúm 23 ár, en liðið var sem sagt svona í dag
Ward
Clyne – Skrtel(c) – Lovren – Smith
Stewart – Chirivella
Ibe – Coutinho – Ojo
Sturridge
Bekkur: Mignolet, Benteke, Lallana, Lucas, Brannagan, Teixeira.
Liverpool liðið var ekki með í fyrri hálfleik og hefði átt að vera þremur mörkum undir. Swansea byrjaði af krafti og bæði Gylfi og Ayew áttu fín færi á fyrstu 10 mínútunum. Liverpool voru lengi að vinna boltann og þegar þeir náðu honum þá töpuðum við honum trekk í trekk á miðjunni og fengum á okkur hættulegar sóknir. Það var eftir eina slíka sem að Lovren blokkeraði skot Ayew og heimamenn fengu horn. Gylfi tók spyrnuna og Sturridge nennti ekki að elta Ayew sem stangaði knöttinn í netið, verðskuldað 1-0, eitthvað sem hafði legið í loftinu þessar 20 mínútur sem liðnar voru af leiknum.
Okkar menn vöknuðu ekkert eftir þetta og Swansea menn voru mun líklegri. Ward varði vel eftir þunga sókn heimamanna, ekki svo ólíkt færinu sem Gylfi fékk í byrjun leiks:
Danny Ward save pic.twitter.com/KZpREqA2ve
— Liverpool Gifs (@LiverpoolGifs) May 1, 2016
Það var svo eftir tapaðan bolta á miðjunni frá Coutinho að Cork fékk að hlaupa einhverja 30 metra með boltann og allir bökkuðu frá honum, hann smurði því boltanum bara innanfótar í fjær hornið, 2-0.
2-0 @SwansOfficial – Cork pic.twitter.com/TuvOm1qUQg
— Liverpool Gifs (@LiverpoolGifs) May 1, 2016
Liverpool rankaði aðeins við sér eftir þetta, ekki var það mikið þó. Sturridge stakk varnarmenn Swansea af en skot hans fór naumlega framhjá
Chance for @DanielSturridge with a chip. pic.twitter.com/BWkM1ETuAN
— Liverpool Gifs (@LiverpoolGifs) May 1, 2016
Lítið gerðist svo eftir þetta, Sturridge átti jú annað ágætis skot og við fengum aukaspyrnu á hættulegum stað, annað var það ekki í virkilega lélegum 45 mínútum frá okkar mönnum.
Síðari hálfleikur
Liverpool gerði tvær breytingar, mjög slakur Coutinho fór útaf í stað Benteke og Chirivella vék fyrir Lucas.
Mér fannst þetta skána aðeins fyrst um sinn, sérstaklega að fá Lucas þarna inn á miðjuna. Það kom svo smá von um comeback á 65 mínútu þegar Benteke skoraði eftir hornspyrnu Ojo. Þið þekkið samt Liverpool, tveimur mínútum síðar lét Lucas stela af sér boltanum á stórhættulegum stað, Ojo gat ómögulega komið boltanum úr teignum og Ayew skoraði sitt annað mark í leiknum og að sjálfssögðu í fyrsta sinn á tímabilinu sem að Swansea skorar þrjú mörk!
Just awful…. pic.twitter.com/UgBnf4AbdZ
— LFCMostar (@LFCMostar) May 1, 2016
Smith fékk svo sitt annað gula spjald á 75 mínútu og þar með rautt eftir afar klaufalegt brot, hafi því verið einhver von fyrir þá fór hún endanlega þarna.
Swansea landaði svo þessum sigri, Brannagan kom jú inn á 80 mínútu í stað Ibe (sem átti týpískan Ibe leik).
Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og hefði líklega frekar átt að vera stærri heldur en að Liverpool hafi átt eitthvað skilið út úr þessum leik. Liverpool spilaði auðvitað með algjört varalið en reyndustu menn liðsins brugðust einnig. Ég sagði fyrir leik að þetta lið ætti alveg að geta tekið öll stigin, eftir á að hyggja þá vorum við allt allt alltof berskjaldaðir á miðjunni. Ekki við þá að sakast en Stewart og Chirivella réðu engan vegin við verkefnið og ekki hjálpaði það þeim að Ojo og Coutinho gerðu lítið annað en að tapa boltanum á verstu mögulegu stöðum á miðjunni.
Öll mörkin voru eftir mistök okkar manna. Sturridge nennti ekki að elta sinn mann í horninu, Coutinho tapaði boltanum í 25 skiptið á miðjunni (og enginn kom út til að mæta) og Lucas og Ojo gerðu slæm mistök í þriðja markinu. Í sannleikanum sagt voru það samt ekki mistök þessara manna sem kostuðu okkur leikinn, það voru einfaldlega allir á hælunum í þessum leik og við fengum nákvæmlega það sem við áttum skilið, rassskellingu.
Nú er bara að klára verkefnið næstkomandi fimmtudag og halda lífi í þessu tímabili.
Þetta var borðleggjandi tap, en það kom von í 2-1 frá Benteke. En Lucas klikkaði heldur betur og drap leikinn. Þá er það bara fimmtudagurinn!!!!!!!!!!
ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!
Eitrið í liðinu er Skrtel. Ef einhver segir annað hefur viðkomandi rangt fyrir sér. Ég fullyrði að ég hef aldrei séð leikmann hafa jafn neikvæð áhrif á lið og sá maður.
Horfið á Lucas í þriðja markinu,burt með hann.
Horfði til allrar hamingju ekki á leikinn þar sem þynkan var yfirgnæfandi mikil og sé ekki eftir því.
Þetta var alger hörmung, ekkert öðruvísi. Klopp hefur ákveðið að leggja allt undir, þ.e. sitja öll eggin sín í sömu körfuna. Vona svo innilega að það verði masterstroke hjá honum þegar upp er staðið. Hvað sem því líður þá var þessi leikur versti mögulegi undirbúningur fyrir leikinn mikilvæga næstkomandi fimmtudag. Nenni ekki að eyða mörgum orðum í þennan leik. Nokkrir punktar samt.
1) „Easy to criticise the inexperienced lads in midfield, what about the experienced ones in front & behind them!“ Jamie Carragher
Spot on Carragher. Ætla svo sannarlega að vona að við eigum aldrei aftur eftir að sjá Skrtel og Lovren saman i byrjunarliði Liverpool. Coutinho, Sturridge, Ibe o.fl. voru einnig ömurlegir. Hef engu að síður áhyggjur af gæðaleysi þessara ungu leikmanna okkar. Þetta eru jú atvinnumenn.
2) Erum með 3. sæti yfir lið sem hafa fengið oftar 3 mörk eða fleiri á sig í leik á þessu tímabili, samtals 11 sinnum! Aðeins Aston Villa og Newcastle eru ofar á þessum lista.
úfff….. það er ansi mikið undir nk. fimmtudag.
Það aldrei gaman að tapa, en áhyggjurnar af deildinni hurfu eftir síðasta leik. Evrópudeildin er það eina sem skiptir máli núna, og er um að gera að nota restina til að fá alvöru leiki á löngu undirbúningstímabili. Að því sögðu, þá hlýtur Klopp að vera orðið ljóst að þeir leikmenn sem ábyrgð báru á varnarleik liðsins í dag geta varla komið til greina ef vel á að fara á næsta tímabili.
mig langar ekkert að tala um þennan leik, en vill benda Lucas höturum á að hann breitti ömurlegri miðjunni sem spilaði fyrri hálfleik í lið sem virtist eiga séns í þennan leik, og í þriðja markinu var að ekki hann að klikka, samherjar hanns áttu að láta hann vita af Gylfa, hann einfaldlega sá hann ekki og var ekki látinn vita.
Gaman að sjá Ojo spila. Hann hefur talent, sá strákur.
Og sturridge látinn spila allann leikinn, ætli það þyði að hamn verði a bekknum a fimmtudag ? Við þurfum að spila með framherja i þeim leik
Sigrarnir eiga sér marga feður,en ósigurinn er munaðarlaus.
Það verður kertafleyting í klósettinu í kvöld til minningar um þennan leik sem er einn sá allra versti sem ég man eftir með LFC.
Úff……
Sælir félagar
Þessi leikur fer í rekkann fyrir skammarlegar frammistöður Liverpool liðsins og eru líklega komnir 3 eða 4 leikir á þessari leiktíð í þann rekka. nenni ekki að elta ólar við þá leikmenn sem stóðu sig illa í þessum leik. Þeir voru legío. Þeir sem ég var sáttur við voru Ward, Benteke og Ojo allir aðrir mega skammast sín.
Það er nú þannig
YNWA
AÐ mínu mati var þetta lang lang lélegasti leikur sem ég hef séð síðan ég byrjaði að fylgjast og skrifa ég þetta að stórum hluta á Jurgen Klopp. Það var valtað yfir miðjuna í þessum leik og stærstur hluti af hættulegustu færum og mörkum Swansea náðu boltanum af miðjumönnunum á hættusvæði. Einn miðjumanna Liverpool var áberandi slakur en það var Chirivella og er augljóst að hann er fjarri því að vera tilbúinn fyrir úrvalsdeildina. Hann missti boltann ítrekað á hættusvæði þegar það var pressað á hann og ég skil ekki afhverju Klopp tók hann ekki út af strax á 25 mínútu. Það var augljóst í hvað stefndi.
Fótbolti snýst um liðsheild og þegar 5-6 leikmenn eru jarðaðir eða eru að spila langt undir getu þá er eins og allir í liðinu hafi verið að spila illa og séu lélegir fótboltamenn. Það er það sem gerðist í þessum leik.
Eins og ég sagði í leikþræðinum, þá tel ég nánast 100% víst að Klopp sé kominn í “pre-season” gírinn hvað deildina varðar. Hann er algjörlega núna að spila með það í huga að læra betur inn á liðið, hvaða leikmenn eru tilbúnir og hverjir ekki. Áherslan er núna á fimmtudaginn, og svo vonandi á úrslitaleikinn í Basel. Ég hef þess vegna jafn miklar áhyggjur af þessum úrslitum eins og með hvern annan preseason leik.
Sá ekki leikinn sem betur fer…Ekkert skrítið að klopp hvílir leikmenn enda semifinals á fimmtudaginn. Erum laungu búnir að klúðra deildinni. Miðað við meiðslin er ekkert ábótavant við byrjunarlið okkar…bara menn sem skitu á sig og mér lesist að þeir meiga drulla sér og finna sér nýjan atvinnurekenda YNWA
#12 Brynjar
Taka hann út af á 25 mínútu? Really? Og gjörsamlega niðurlæga drenginn fyrir framan heiminn. Klopp er að glíma við þær aðstæður að heil hryggsúla er meidd og eftir að rúmir 50 klukkutímar eru frá því að liðið keppti úti á Spáni var nauðsynlegt að gera breytingar. Ef að Can væri heill hefðu Lucas og Allen byrjað leikinn. Þeir eru hins vegar byrjunarliðsmenn eins og staðan er núna. Chirivella var því það eina í stöðunni. Alltaf svo þægilegt að geta sagt eftir á hvað maður hefði gert öðruvísi, alltaf svo hentugt eitthvað…
Ég fullyrði að þessi drengur var miklu meira niðurlægður með því að spila fram að hálfleik. Það var gjörsamlega valtað yfir hann.
Chirviela var ekki það eina í stöðunni. Allen og Lukas hafa ekki verið að spila það mikið undanfarið að þeir eru í meiðslahættu vegna álagsmeiðsla og þeir eru báðir að spila sama hlutverk.
Ég tek undir með Daniel að þetta var í rauninni presison á næsta tímabili og það er verið að athuga efniviðin og læra inn á liðið.
Ég hef alltaf verið hlintur því að gefa þessum strákum tækifæri en það breytir ekki þeirri staðreynd að nokkrir strákar í þessum leik stóðu sig engann veginn. Það er ekki verjandi að missa boltann ítrekað á hættusvæðum.
Brynjar, ég treysti læknateyminu 100% til vita hvaða áhætta fylgir því að spila þessum mönnum svona stuttu eftir leik. Lucas og Allen hafa báðir meiðst mikið undanfarna mánuði svo það væri ekki að hjálpa mikið ef þeir meiddust. Hvað þá? Líklega Chirivella á miðjunni gegn Villarreal og þú værir þá að drulla yfir Klopp fyrir að hafa spila þeim.
Hva!!!!!!! Það getur ekki verið rétt hjá leikskýrsluskrifara að Sturridge, blessuð postulínsdúkkan, hafi ekki nent að elta menn, hann sem er svoooo góður!! Hlýtur að vera einhver annar sem þessi lýsing á við, og hann skoraði ekki einu sinni!! Maðurinn sem hefði getað unnið Villareal einn!!!! Sturridge er bara sturridge og ekkert annað, hann á vafalaust eftir að kenna einhverjum öðrum en sjálfum sér um markaleysið í þessum leik. Og enn::: Aldrei aftur Æb !!!
Þetta lið var bara númeri of lítið og ekki nógu slípað fyrir Swansea. Sem hafði auk þess mun meiri áhuga á stigunum en Bournemouth á dögunum.
Skrtel er ekki að grípa nein tækifæri þessa dagana og gamalt panic tók sig upp í vörninni.
Á vissan hátt grunar mann að í einhverjum tilfellum hafi þetta í raun verið sölusýning fyrir sumarið, frekar en tækifæri til að komast í liðið á fimmtudaginn.
Ég rakst á frábæra línu hjá notenda spjallsíðunnar Red and White Kop og leyfi mér að deila því með ykkur. Hann ræðir aðeins um viðbrögð stuðningsmanna eftir leikinn við Villarreal og það hvernig stór hluti þeirra rakkaði yfir Benitez á meðan hann var stjóri Liverpool. Frábær lesning og góð áminning fyrir okkur öll.
“I know that the post-match thread has always been the worst example of the RAWK forum, but Christ that one on Thursday was depressing. It wasn’t just here either. It was other forums. It was Twitter. It was the phone-ins.
I’ve thought about it over the last couple of days and I think the reason it got me down was because I naively thought Klopp had already changed the mindset of the fanbase. We all wrote this season off in October and accepted that “anything that happens this season was a bonus”. Didn’t we? Yet what we get is the same old reactionary, end-of-days nonsense that’s plagued us for years and that’s shrouded in insecurity. And I know it’s borne out of frustration and at the heart of it they want the best for the club. Just as every fan does. But it still rankles with me.
Ultimately, I think that this is Klopp’s biggest task here. You talk about a manager ‘transforming’ a football club and you automatically think to what they can deliver on the pitch. But we’re a unique club. When it works well, it all needs to work well in harmony. That euphoria among our fanbase after we won in Istanbul carried us at times in 2005-2007, in my opinion. Certainly in the run to Athens. We believed again. Another Champions League final? Of course! Why not?
Bit by bit though, we were knocked back throughout the rest of Rafa’s reign. Yes, Hicks and Gillett were obviously a major factor, but the fans lost patience with Benitez.
I saw a different side to our fanbase in that period. At its worst, it was spiteful: the boos against West Ham despite going top of the league, the radio phone-ins that mulched over the same old crap about how “there’s no need for two defensive midfielders when we’re at home” or how bad Lucas was. The truth is, Rafael Benitez was a niche; a cult. He wasn’t ‘mainstream’. Andy Gray and Sky took an immediate dislike to the man and slowly but surely that attitude seeped its way into our fans minds. His philosophy on the game was modern and progressive and, the truth is, the majority of our fanbase didn’t understand it. And that scared them. They didn’t like not understanding everything that the manager was doing. He took Torres off against Birmingham away in April 2010 at 1-1 and was outright vilified.
I love football – I think I’ve got a fairly good grasp of it too. But I don’t want to understand what my manager does. I feel I understand football well enough to know that if I know exactly what a manager’s doing all the time, then absolutely anybody could do the job.
So the ugly side of our fanbase, at its worst, was spiteful. At its best it was, and still is, oblivious. We saw this when Roy Hodgson came in. He was a yes man for a board that had absolutely zero ambition. The clued-in members of our fanbase saw right through the bullshit. They lined the streets, they vocalised their displeasure, they stayed behind after games that they recognised – in that moment – were irrelevant. The future of our club was under severe threat. Examples of clubs that this sort of thing ‘could never happen to’ were staring at us in the face. Leeds United, Nottingham Forest. And yet, how many people stayed behind for a planned and heavily leafleted protest when Liverpool were turned over against Blackpool at Anfield in September 2010? Less than a thousand.
I started going to the games in the 80s because I loved football. What kept me going back was that I was surrounded by like-minded individuals. I share our fanbases mentality every so often these days too. But only when things are going well. I look back at the protests against Hicks and Gillett as a bittersweet time to be a Liverpool fan. As much as I wanted the club to fix itself and get back competing, I did get an undeniable charge from the protests; from standing in the Spirit of Shankly meetings; the marches. It became a mob mentality. It was “us against them”. And while the “them” were the ‘custodians’ of our football club, it was also the clingers-on in our fanbase. At least in my mind. The ones we attracted after Istanbul who didn’t like it when the going got tough. But more unforgivably, it was also the ones who had attended the match for years and lost sight of why they bother getting their arse to Anfield every other Saturday in the first place.
When Klopp arrived in October, the fanbase was united. Everybody was ecstatic. 35,000 people tracked the fellas plane over here! And with good reason. There are few better coaches out there in world football. I’m delighted, as we all are. But then, we all were in 2004 when Rafa Benitez was in charge. It may sound dramatic, but it’s only because I can’t help but feel like I’ve witnessed this all before. In 2004 it was ‘rotation’ and ‘zonal marking’. Now in 2016 it’s ‘gegenpressing’. Exciting new methods that initially excited the fanbase that could eventually be dissected and twisted in a conniving way to criticise the manager.
In Klopp’s first press conference he said that he wants to turn “doubters into believers”. And being a believer, to me, isn’t about being reactive. It’s about being proactive. If you believe, you believe unanimously and indefinitely.
The response to the game on Thursday night was a tiny reminder to me of what I’ve grown to dislike about this football club, and specifically the fans who follow it.
Dortmund a couple of weeks ago reminded us of what we’re capable of at our proactive best. ‘We can do this!’ We believed. And that’s still unquestionably in our DNA. Dortmund proved to us that we can play a part. But when we lost in the last minute on Thursday, it was the first real negative, reactive response of Klopp’s reign. At least for a game that truly mattered. It was the first time that some of our fans felt they knew better than him. ‘He got it wrong’. It was the first manifestations of doubt. On some level, at least.
We’ve berated our team for years for often only showing up for big games, but then, so do the fans. This isn’t about creating a deafening atmosphere, it’s about creating a positive one. We forget in this age of analysis that we are not just viewers. We are participants. It’s time we collectively started to share some of the blame for our failures over the years and admit that, with everything in place, we can make a genuinely positive difference. We’re entitled to vent, but the attitude to a defeat in a semi-final first leg for a fanbase that truly believes isn’t complaining and remorse. It’s resilience.
Hands in the bucket if you believe in Jurgen Klopp. Because I certainly fucking do.”
Pre-season
Amen Kristian Walsh, amen.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/swansea-3-1-liverpool-analysis-11269359
Samstarf Skrtel og Lovren verður að enda! Algerlega sammála þessari greiningu Walsh og hef reyndar lengi verið þeirrar skoðunar.
Var að horfa á greininguna á leiknum hjá Owen og Hargraves eftir leikinn. Menn eru mikið að velta fyrir sér stöðu Sturridge. Verður hann í byrjunarliðinu á fimmtudaginn. Ég segi já, engin spurning. Benteke verður á bekknum.
Þá veit Klopp hverjir munu fara frá Liv.
Ég held þetta hafi ekki neitt með læknateymi að gera eða krísu á leikmönnum. EIns og Daniel gat til þá hefur þetta fyrst og fremst með það að gera að hann er að hefja undirbúningstímablið fyrir næsta tímabili og er að reyna að þekkja betur inn á liðið.
það eru fín rök fyrir að gera þetta, því þessir strákar hafa verið að skila inn góðum úrslitum en í dag stóðust þeir einfaldlega ekki prófið og það er ekki eins og ég hafi verið að drulla yfir þennan dreng. Ég var bara að benda á það augljósa. hann var ekki að spila vel, enda var hann tekinn út af í síðar hálfleik því það var verið að valta yfir hann. Líklega er hér um reynslieysi að kenna.
deildin er hætt að skipta mali. leggjum allt i ad komast i urslitaleik evropudeildarinnar og sigra hana. sigra tvo leiki og dolla i skapinn. svo er það eins og alltaf….next season.
Fact: Sölknuðum Milner
Mér finnst þessi pre-season umræða hér ákaflega einkennileg.
Ok. vissulega leggur Klopp höfuðáherslu á að vinna Euro-league og komast þannig bakdyramegin í meistaradeildina. En að láta sér detta í hug að hann sé búinn að kasta hvíta handklæðinu hvað deildina varðar og sé í einhverjum pre-season gír finnst mér algerlega galið.
Hafa menn eitthvað velt því fyrir sér hvaða afleiðingar það myndi hafa i för með sér fyrir klúbbinn að ná hvorki að vinna Euro-league né 7. sætinu í deildinni?
Jú, það myndi þýða það að við værum að ná versta árangri okkar í deildinni í ansi langan tíma og engin Evrópukvöld á Anfield á næsta tímabili. Frábært. Slíkt myndi bæði hafa neikvæð áhrif á ímynd klúbbsins sem og fjárhaginn.
Klopp var líka pirraður á blaðamönnum þegar hann var spurður út í þetta. Auðvitað vill hann enda eins ofarlega í deildinni og kostur er. Allt tal um annað er bara kjaftæði. Hins vegar hefur hann neyðst til að spila kjúklingum undanfarið í deildarleikjum út af meiðslvandræðum, leikjaálagi og auðvitað er Euro-league í forgangi.
Ég er nokkuð sannfærður um það að Klopp mun frá og með næstu helgi spila sínu allra sterkasta liði í þeim deildarleikjum sem eftir eru, enda mun leikjaálagið minnka næstu vikurnar hvernig sem leikurinn á fimmtudaginn fer. Sem betur fer er það enn í okkar höndum að ná þessu 7. sæti. Það er reyndar ekki öruggt að það sæti muni gefa Euro-sæti. Það veltur á því hvernig úrslitaleikurinn í FA-cup fer. Örlög okkar hvað varðar þátttöku í Evrópudeildinni á næsta tímabil gætu oltið á United. Hversu kaldhæðnislegt yrði það?
Strákar, við skulum spara gífuryrðin um liðið. Í byrjun leiksins voru fjórir byrjunarliðsmenn í liðinu og hinir úr B eða jafnvel C liði. Fyrirfram var vitað að þetta yrði erfitt og jafnvel ómögulegt. Held að Klopp hafi verið að fá vissu um að losa sig við Skrtel. Hann passar bara ekki inn í liðið og hefur kannski aldrei gert almennilega. Þetta var vonandi hans síðasti leikur fyrir félagið. Ég ætla þó að verja Skrtel, þó geta hans sé frekar lítil, þá er hann að mörgu leiti góður atvinnumaður og reynir að ég held ofast að gera sitt besta. Óska honum að sjálfsögðu velfarnaðar í nýju liði. Held einnig að Benteke eigi ekki séns að bjarga starfi sínu á Anfield en þó vona ég að hann skori mikið fram á vor svo einhver kaupi hann á sæmilega upphæð. Ég er ekki sammála því að Klopp sé að hugsa þessa leiki sem undirbúning fyrir næsta tímabil. Hann er fyrst og fremst að hugsa um að hvíla leikmennina sem hann treystir best í Villareal leikinn. Þó Milner virðist geta hlaupið kringum jörðina þá verður hann að fá hvíld svo hann verði ferskur á fimmtudaginn. Hann ætlar líka að byrja með Allen á miðjunni en sennilega byrjar Lucas á bekknum. Síðan dugir ekkert hálfkák á fimmtudaginn, skora verður mark og halda hreinu (svona til tilbreytingar).
Ég trúi á Klopp.
Ég er löngu búin að afskrifa tímabilið og bíð spenntur eftir því næsta.
Bendi úrtölumönnum á eftirfarandi staðreyndir….
1. Meiðsli lykilmanna.
Liverpool hefur yfirleitt verið á toppi meiðslalistans í nær allan vetur.
http://www.physioroom.com/news/english_premier_league/epl_injury_table.php
Til viðbótar eru nýkomnir af meiðslalista Sturridge, Benteke !
Ætla ekkert að minnast á Sakho……
Þeir sem halda að þetta hafi ekki áhrif á árangur, haldið áfram að reykja.
2. Fjöldi leikja í vetur.
T.d. hefur Leicester spilað 17 leikjum færra en Liverpool í vetur.
3. Frá því Klopp tók við hefur verið leikur á fjögurra daga fresti.
4. Ef þú værir stjóri og framundan væri risaleikur við Villareal á fimmtudegi, hverja myndir þú velja í lið sem spilar á sunnudeginum á undan. ?
Baráttukveðja og hlakka til fimmtudagsins.
Held þetta sé alveg rétt hugsað hjá Klopp, liðið má ekki við að missa fleiri fastamenn í meiðsli auk þess sem hann þarf að sjá hvar kjúklingarnir standa og gefa þeim séns á að sýna sig á stóra sviðinu. Menn kvarta og kveina ef hann notar fastamennina og gefur ekki ungu mönnunum séns og svo þegar hann gefur þeim séns þá verða menn alveg vitlausir. Hef fulla trú á að hann hafi aðeins meiri innsýn í hvaða leikmenn hann á að nota í hvern leik heldur en við sem horfum á leikina.